Héraðsdómur Suðurlands Dómur þriðjudaginn 16. apríl 2019 Mál nr. S - 52/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi, Elimar Hauksson fulltrúi gegn Ást u Björg u Jörundardótt ur Snorri Sturluson lögmaður Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 4 . apríl sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 21. febrúar sl., á hendur Ástu Björgu Jörundardóttur , fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, að morgni þriðjudagsins 11. nóvember 2018, ekið bifreiðinni um Suðurstrandarveg vestan við Hlíðarvatn í Sveitarfélaginu Ölfusi, svipt ökurétti, ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna neyslu róandi/slævandi lyfja og óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns (395 ng/ml í blóði), kókaíns (1305 ng/ml í blóði) og MDMA (445 ng/ml í blóði), en ákærða missti stjórn á bifreiðinn i með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og valt. Jafnframt fyrir að hafa umrætt sinn haft í vörslu sinni 1,14 g af kókaíni sem lögregla fann við bifreið ákærðu. Teljast brot ákærðu varða við 2. mgr. 44. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur efti rlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum, til að sæta upptöku á framangreindum fík niefnum (efnaskrá nr. 39385), samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærð a mætti við þingfestingu málsins ásamt skipuðum verjanda sínum Snorra Sturlusyni lögmanni . Ákærð a viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærð u og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning h ennar væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í sam ræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærð a hefur gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærð a hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærð a sjö sinnum áður sætt refsingu . Þann 6. september 2010 var ákærð a dæmd til greiðslu s ektar vegna ávana - og fíkniefnaaksturs . Var ákærða jafnframt svipt ökurétti tímabundið. Þann 18. maí 2012 var ákærðu gerð sekt vegna aksturs svipt ökurétti. Þann 8. október 2013 var ákærða dæmd til þess að sæta fangelsi í 30 daga vegna ávana - og fíkniefnaa ksturs og aksturs svipt ökurétti. Var ákærða jafnframt svipt ökurétti ævilangt. Þann 5. desember 2013 var ákærða dæmd til þess að sæta fangelsi í 30 daga vegna aksturs svipt ökurétti . Loks var ákærða þann 10. maí 2017 dæmd til þess að sæta fangelsi í 60 daga vegna aksturs svipt ökurétti. Telst ákærða samkvæmt framansögðu nú í þriðja sinn hafa ekið undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í fimmta sinn svipt ökurétti. Að virtum sakaferli ákærðu þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 101. og 102. gr. , þó einkum 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að svipta ákærð u ökurétti ævilangt. Eru því ek ki efni til að ákveða upphafstíma sviptingar. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 368.774 kr. , auk þóknun skipaðs verjanda ákærðu , sem telst hæfilega ákveðin 126.480 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts, auk ferðakostnaðar verjanda að fjárhæð 13.200 kr. Írena Eva Guðmundsdóttir , löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærða, Ásta Björg Jörundardóttir, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk samtals 1,14 g af kókaíni . 3 Ákærða greiði allan sakakostnað samtals 508.454 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda, Snorra Sturlusonar lögmanns, 126.480 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnað verjanda 13.200 krónur. Írena Eva Guðmundsdóttir .