Héraðsdómur Reykjaness Ú rskurður 1 4 . febrúar 2024 Mál nr. T - 232/2024: Skúli Thoroddsen (Sjálfur) gegn s ýsluma nninum á Suðurnesjum (Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður ) Úrskurður Mál þetta, sem barst dóminum 2 4 . janúar 202 4 , var tekið til úrskurðar 2. febrúar sl. að loknu þinghaldi. Sóknaraðil i er Skúli Thoroddsen, kt. [...] , til heimilis að [...] [...] . Varnaraðili er sýslumaðurinn á Suðurnesjum, Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík . Sóknaraðil i krefst þess að úrlausn þinglýsingarstjóra við embætti varnaraðila frá 28 . desember 202 3 , um frávísun skipta yfirlýsingar, dags. 2 0 . nóvember 202 3 , með þinglýsingarnúmerið C - 3143/2023 , verði felld úr gildi , og að lagt verði fyrir varnaraðila að þ inglýsa skjalinu. Þá gerir sóknaraðili kröfu um hæfilegan málskostnað að mati dómsins. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað . Ekki komu fram kröfur um málskostnað af hálfu varnaraðila. I Við skipti á dánarbúi [...] , maka sóknaraðila, kom u í hans hlut , sem eina erfingja dánar búsins , 2,222% fasteignarinnar Járngerðarstaðir Vesturbær, Grindavík, fast eignanúmer F 2 3 32731 , landeignanúmer L129193. Á veðbókarvottorði eignarinnar kemur fram um lýsingu eignar að um sé að ræða ræktunarland á eignarlóð. Samkvæmt vottorði nu eru nú 23 þinglýstir eigendur að jarðarhlutanum , þ.á. m dán arbú [...] . Búskiptum dánarbúsins var lokið 29. nóvember 2023 og sama dag staðfesti varnaraðili s kiptayfirlýsing u dánarbúsins , dags. 20. nóvember 2023 , um að jarðar eignin hafi komið í hlut sóknaraðila . 2 Skiptayfirlýsingin var afhent til þinglýsingar hjá varnaraðila og er hún stimpluð um móttöku 30. nóvember 2023 og fékk skjalanúmerið C - 3143 (2023). Með tölvupósti sóknaraðila til varnaraðila, dags. 27. desember 2023, var vísað til munnlegra samskipta um að varnaraðili hefði þá boðað að þinglýsingu yfirlýsingarinnar yrði hafnað vegna vöntunar á höfnun á forkaupsrétt i sameigenda. Með tölvupósti varnaraðila til sóknaraðila , dags. 28. desember 2023, var fram angreint staðfest. Með skriflegri tilkynningu varnaraðila , dags. 23. janúar 2024, var sóknaraðila tilkynnt að skiptayfirlýsingu nni hefði verið vísað frá þinglýsingu. Sem ástæðu fyrir frávísun er í skjalinu vísað til vöntunar á höfnun forkaupsréttar, sbr. 6. mgr. 7. gr. d laga nr. 81/2004, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 39/1978. Með tölvupósti, dags. 24. janúar 2024, sem sent var til dómsins auk afrits til varnaraðila , kom fram að sóknaraðili bæri framangreinda úrlausn þinglýsingarstjóra undir dóminn . Í tölvupósti varnaraðila til dómsins, dags. 26. janúar 2023, kom fram að varnaraðili hygðist senda inn athugasemdir vegna málsins. Málsgögn , þ. á. m frumrit skiptayfirlýsingar og skrifleg tilkynning um frávísun frá þinglýsingu, bárust dóm i num frá sóknaraði la 26. janúar sl., en athugasemdir varnaraðila bárust í tölvupósti 31. janúar sl. Þann 31. janúar sl. var boðað til þingfestingar og fyrirtöku málsins 2. febrúar sl., þar sem skjöl málsins voru lögð fram, og þá lagði sóknaraðili fram andmæli við athugasem d um sem fram höfðu komið frá varnaraðila í tölvupósti 31. janúar sl. Ekki var talin þörf á munnlegum málflutningi. Málið var að því loknu tekið til úrskurðar. II Sóknaraðil i bendir á að sýslumaður vísi til þess að skv. 1. mgr. 7. gr. d jarðalaga nr. 81/2004 með síðari breytingum eigi sameigendur að jörð forkaupsrétt að henni og að hann verði virkur við sölu og aðra ráðstöfun. Þá taki hann fram fram að í 5. mgr. ákvæðisins se gi að um forkaupsréttinn gildi að öðru leyti ákvæði 28. - 32. gr. jarðalaga, en þó gildi ekki undantekningarregla 1. tl. 31. gr. og þar af leiðandi verði forkaupsréttur sameigenda virkur þegar maki erfir jörð í sameign. Sóknaraðili bendir á að umrædd 5. mgr . 7. gr. d jarðalaga vísar til þess að VI . kafli laganna gildi um forkaupsrétt sameigenda við sölu og aðra ráðstöfun (með löggerningi) eftir því sem við eigi og að undantekningarákvæði fyrri málsliðar 1. tl. 31. gr. eigi við. Ætla m egi miðað við texta frum varpsins að það hafi verið vilji Alþingis að 3 sameigendur gætu nýtt sér sölu kæmi hún til eða afhending eignarinnar með annarri ráðstöfun til maka, barns hans, barnabarns, kjörbarns, fósturbarns o.s.frv . Ekkert verð i hins vegar ráðið af meðferð málsins á Al þingi og ekki varðandi síðari málslið ákvæðisins um eigendaskipi vegna erfða. Málið hafi verið partur af svokölluðum bandormi í þinglok vorþings á152. löggjafarþingi árið 2022 (á Covid tímanum), sbr. 416. mál , þ ingskjal 1398: eignarráð og nýting fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.) og afgreitt sem lög nr. 74 , 28. júní 2022, 2. gr., svo líklegt má telja að mistök hafi ráðið varðandi eignaskip t i að erfðum við þá meintu flýtimeðferð í þinglok, að lögvilla hafi orðið. Slíkt hendi . Það sé hins vegar lagalegur ómöguleiki að ákvæðið geti átt við ef jörð fellur í erfðir til nefndra lögerfingja, sbr. síðari málslið 1. tl. 31. gr. þar sem engin sala hafi farið fram, hún ekki boð uð eða get i ekki farið fram fyrr en fyrir ligg i hver sé lögboðinn þinglýstur eigandi jarðarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Vel m egi vera að vilji Alþingis hafi staðið til þess að þrengja möguleika eigenda jarða til þess að selja si nn hlut nánum ættingjum og að gefa ætti sameigendum tækifæri til að ganga inn í þau kaup, til að fækka smám saman eigendum jarða, eða að koma í veg fyrir fjölgun sameigenda við erfðir, en þá verð i skilyrði sölu, samþykkt tilboð um kaupin , að liggja fyrir s vo unnt sé að nýta forkaupsréttinn. Svo virðist vera að niðurstaða varnaraðila á túlkun ákvæðis 5. gr., að afla þurfi höfnunar á forkaupsrétti sameigenda ef jörð fellur í erfðir til maka eða barns o.s. frv., fari gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, á kvæðum þinglýsingarlaga um rétta skráningu eignarheimilda í þinglýsingarbók , sbr. 20. gr. þinglýsingarlaga, ákvæðum erfðalaga og grundvallarreglum kröfuréttarins um tilboð, kaup og sölu fasteigna og annarra eignarréttind a . Túlkun embættisins fel i í sér ómö guleika um það i nn í h vaða kaup gætu forkaup s réttarhafar gætu gengið . Sóknaraðili bendir á að f orkaupsréttur sé hugtak innan eignarréttar er veitir handhafa hans rétt til að ganga inn í kaupsamning eigandans við þriðja aðila með þeim hætti að handhafi forkaupsréttarins t aki við bæði réttindum og skyldum sem í samningnum fel i st, þ . á m. skilmála um að greiða kaupve rðið og rétt inum til að fá eignina leysta til sín. Rétturinn sé framkvæmdur með þeim hætti að þegar samningur h afi komist á sé seljanda skylt að bjóða handhafa forkaupsréttar að ganga inn í kaupin innan tiltekins frestar. Þetta sé ein meginregla kröfurétta rins. 4 Í þessu máli sé engum samningum til að dreifa, engin kaup ligg i fyrir þegar erfðir séu annars vegar. Erfðum og skipting u eigna dánarbús ins sé þegar lokið í þessu máli , e rfðafj á rskattur greiddur og s kiptayfirlýsing staðfest. Engin kröfuréttarleg efnis atriði við eigendaskipti jarðarinnar far i fram skv. ákvæðum erfðalaga eftir skiptalok, þannig að þriðji að i li, utan erfðaréttar, geti gert tilkall til skiptah l utar erfingja s kv. meginreglum kröfu - og eignarréttarins um forkaupsrétt. Slík forkaup s réttarkraf a færi berlega gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, eðli máls og meginreglum laga , hún sé því lögvilla per se. Ákvæði 1. mgr. 24. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 vís i til þess að löggerningur verði eigi færður í fasteignabók, ef útgefanda hans brestur þinglýsta heimild til að ráðstafa eign þann veg er í skjali greinir. Í því tilviki sem hér um ræðir skorti ekki slíka heimild, sbr. skiptayfirlýsing u með vísa n til þinglýstrar eignarheimildar arfleifanda og staðfest r ar erfðafjárskýrslu. Ekki verð i séð að um sé að ræða heimildarskort þess er slíkrar heimildar nýtur, nema dómurinn líti svo svo á að leita skuli heimildar svonefndra máli þessu og að nefndir forkaups réttarhafar standi ofar erfðarétti að lögum. Slíka lögfræði verð i að telja afar hæpna svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Þá sé það lögfræðilegur par a dox að staðfesta skiptayfirlýsingu s kv. erfðalögum en neita svo skráningu hennar í fast e ignabók s kv. þinglýs ingalögum. Spyrja m egi hvaða heimild óþinglýstur eigandi eignar hafi s kv. skiptayfirlýsingu til að falbjóða hana forkaupsréttarhafa án skráðra r eignarheimildar að lögum. Spyrja mætti hvort kaupandi gæti þinglýst löggerningi á sitt nafn , sbr. 1. mgr. 24. gr . þinglýsingalaga . Samkvæmt athugasemdum með frumvarpi því er varð að þinglýsingarlögum segi svo um umrædda 24. g r . hjá útgefanda skjals, svo sem um afsöl, kaupsamninga, afnotasamninga, kva ðir, veðbréf sé tekið fram að í dönsku þinglýsingarlögunum sé svo fyrir mælt, að aðfarargerð eða kyrrsetningargerð í eign verði ekki þinglýst, ef gerðarþola skortir þinglýsta heimild að eign. Samkvæmt norsku þinglýsingalögunum sé það ekki þinglýsingu til fyrirstöðu þótt gerðarþola skorti þinglýsta heimild, en uppboðsafsali og skiptaafsali verð i yfirleitt ekki þinglýst, nema þinglýst eignarheimild fyrra eiganda sé í lagi, eins og sé í því tilviki sem hér um ræðir. Eðlilegar lögs k ýringar, einnig með hliðsjón af dönsku og norsku lögunum, leið i því til 5 þeirrar niðurstöðu að ekkert sé því til fyrirstöðu að þinglýsa umræddri skiptayfirlýsingu s kv. beiðni sóknaraðila í máli þessu. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. d jarðalaga nr. 81/2004 eig i sameigendur að jörð eignarrétti (þ.e. afsöl, kaupsamningar, afnotasamningar, kvaðir, veðbréf o.s frv . , sbr. 24. gr. þinglýsingalaga) en það eigi ó mögulega við um eignayfirfærslu skv. skiptayfirlýsing u með vísa n til samþykktrar erfðafjárskýrslu, eins og áður sagði, yfir jörð sem háð sé forkaupsrétti að öðru leyti eins og varðar t.d. ábúendur , sbr. 4. mgr. 27. gr. jarðalaga , sem engir eru reyndar í þe ssu tilviki, sbr. meðfylgjandi veðbókarvottorð dags. 28. nóv ember 2023 . Varnaraðili te lji að ekki hafi orðið mistök við setningu 7. gr. d jarðalaga, þ.e. með breytingu á lögum nr. 81/2004, sbr. 2. gr. laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og n ýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.) nr. 74/2022 , sem afgreidd voru á lokadegi vorþingsins 28. júní það ár. Hann vís i til þess að í nefndarálit i meiri hluta allsherjar - og menntamálanefndar sem lagt var fram við setningu laganna hafi verið tekið undir með Bændasamtökunum þess efnis að undantekningarákvæði [1. tl. 31. gr.] geti unnið gegn því markmiði ákvæðisins að sporna gegn óhæfilegri fjölgun sameigenda, m.a fyrir erfðir. Þinglýsingarstjóra sé því skylt að vísa frá umræddu skjali, ef ekki ligg i fyrir yfirlýsingar sameigenda í samræmi við for kaup sréttarákvæði 7. gr. d jarðalaga. Sóknaraðili ítrek i mótmæli sín á þessari túlkun sem rangri. Varnaraðili t aki undir með sóknaraðila um að forkaupsréttur sameigenda við við forkaupsréttar - sé orðað í athugasemdum hans. Varnaraðili rek i síðan réttilega réttaróvissuna sem af þessu get i skapast, en t a k i fram að sú óvissa sé hér ekki til umfjöllunar. Því sé sóknaraðili ósammála. Varnaraðili lýsi einmitt þeim paradox sem hér sé um að ræða . Ákvæðið sé óframkvæmanlegt þegar erfðir eru annars vegar , þ.e. m arkleysa. Sóknaraðili bendir á í þessu samhengi að í 9. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002 sé fjalla ð um for kaups rétt , og að k aupsamningur sé forsenda f orkaupsréttar eða eftir atvikum makaskipti. Ekki sé vísað til erfða. Sé sá skilningur sýslumanns réttur, að ákvæði þetta gangi framar hefðbundnum skilningi lögfræðinnar á forkaupsréttar - hugtakinu, sbr. ákvæð i laga um fasteignakaup og þ ann paradox sem fel ist í umræddri 7. gr. d jarðarlaga , sit ji eftir að athuga hvernig ákvæðið standist 72. gr. laga nr. 33/1944, stjórnarskrá lýðveldisins. 6 Frávísun sýslumanns á umræddu skjali byggi st á því að ekki liggja fyrir yfirlýsingar sameigenda í samræmi við fo rkaup sréttarákvæði. Með öð r um orðum, skyldi a kv. , eftir atvikum á tilteknu verði eða á verði sem þeir, sameigendur hans , geti sætt sig við s k v. mati, í matsmáli sem erfingjar eiga ekki aðild að . Sóknaraðili lætur það vera, en segir þ að br jóti engu að síður í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, sem kve ði á um að enginn sé skyldur til að lát a af . Ekki verð i séð að hagsmunasamtök bænda, Bænd a samtök Ísland s og vilji þ eirra sem þingnefnd tekur undir án ígrundunar, sé að ræða, að það gangi framar meginreglu eignaréttarins. Slík lögfræði sé vitaskuld f ráleit. Í ljósi þessa ber i að vík j a umræddu ákvæði 7. gr. d jarðalaga til hliða r vegna erfða, þar sem það f ari gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar. Sóknaraðili bendir á að á síðustu áratugum h afi Hæstiréttur vikið fleiri lögum til hliðar en á fyrstu 75 starfsá r um hans. Réttur borgaranna h afi aukist og meiri kröfur séu gerðar til Alþingis um vandaða lagasetningu, eins og k omi fram í grein Bjargar Thorarensen prófessors í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsý s la, 2016, en hún h afi rannsakað samspil Alþingis og dómstóla, einkum hvernig Hæstiréttur h afi vikið lögum til hliðar eða ekki beitt þeim þegar þau stang i st á við stjórnarskrá. Sóknaraðili tek ur undir með Björgu en lætur nægja að benda á að alþekkt sé meginfordæmi Hæstaréttar u m þetta efni, frá 9. júní 1943, Hrafnkötludóm ur inn og útgáf a Íslendingasagna á vegum Halldórs Laxness og félaga sem óþarft sé að reifa hér. Sóknaraðili ítrek i kröfu sína um að skiptayfirlýsing sú sem varðar umrædda fasteign verði færð í þinglýsingabók í s amræmi við 20. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Og að lokum, þ ar sem umrædd kæra, samskipti við þinglýsingarstjóra í aðdraganda hennar, þingfesting málsins, akstur á þingstað frá Keflavík og undirbúningur h afi kostað bæði tíma , fé og fyrirhöfn tel ji sóknar aðili rétt að gera kröfu um hæfilegan málskostnað að mati dómsins. 7 III Varnaraðili bendir á að sýslumenn fari með þinglýsingar og séu þinglýsingarstjórar, hver í sínu umdæmi, sbr. 1. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Um vísun skjala frá þinglýsingu sé fj allað í 2. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 24. gr. laganna, en þar segi að vísa skuli skjali frá þinglýsingu ef útgefanda þess brestur þinglýsta heimild til að ráðstafa eign á þann veg er í skjali greinir eða hann skortir skriflegt samþykki þess er slíkrar heimilda r nýtur. Í þessum ákvæðum felist að gæta þurfi að forkaupsrétti áður en til þinglýsingar kemur og vísa beri skjali frá þinglýsingu séu ákvæði laga um forkaupsrétt ekki uppfyllt. Varnaraðili bendir á að þann 15. júní 2022 hafi verið gerð breyting á jarðalögum nr. 81/2004 með lögum um breytingu á ýmsum lögum er varði eignarráð og nýtingu fasteigna , sbr. lög nr. 74/2022. Í III. kafla laganna hafi m.a. verið gerð sú breyting á jarðalögum að sett var inn nýtt ákvæði um forkaupsrétt tiltekinna aðila að jö rðum, grein 7. d. Í greinargerð með ákvæðinu komi fram að það sé beinlínis sett til að hamla gegn því að eigendum jarða fjölgi um of. Í ákvæðinu segir m.a. að sameigendur að jörð eigi forkaupsrétt að eignarhlutum í henni og að forkaupsrétturinn verði virku r við sölu og aðra ráðstöfun eða yfirfærslu á eignarrétti. Af lestri ákvæðisins sé ljóst að forkaupsréttur sameiganda að jörðum virkjast ekki bara við sölu heldur einnig við aðra ráðstöfun eða yfirfærslu á beinum eignarétti, þ . á m . við eignayfirfærslu sem á sér stað við skipti á dánarbúum. Telja verði að tímamark eignayfirfærslu varðandi dánarbú sé við útgáfu skiptayfirlýsingar og/eða búsetuleyfis, enda ligg i þá fyrir hver muni fá eignina í sinn hlut. Í frumvarpi að lögum nr. 74/2022 hafi í upphafi verið g ert ráð fyrir því að sömu undantekningar myndu gilda um forkaupsrétt sameigenda og ábúenda, þannig að ákvæðið ætti ekki við þegar yfirfærsla eignarréttar yrði fyrir erfðir, en því hafi verið breytt í meðförum þingsins að ábendingu Bændasamtakanna . Þannig s egi nú í 5. mgr. ákvæðisins að um forkaupsréttinn gildi að öðru leyti ákvæði 28. - 32. gr. jarðalaga, en þó gildi ekki undantekningarregla 1. tl. 31. gr. um að eignayfirfærsl a til náinna ættmenna, þ. á m. fyrir erfðir, sé undanþegin forkaupsrétti ábúenda. Er breytingartillagan rökstudd þannig í nefndarálit i meiri hluta allsherjar - og menntamálanefndar Alþingis : Undanþágur frá forkaupsrétti (d - liður 2. gr.). Lögð er til breyting þess efnis að um forkaupsrétt sameigenda gildi ekki 1. tl. 31. gr. jarðalaga. Í m innisblaði forsætisráðuneytisins er tekið undir ábendingu í umsögn Bændasamtakanna um að beiting tilgreindrar undantekningarreglu jarðalaga um forkaupsrétt skv. d - lið 2. gr. 8 frumvarpsins geti unnið gegn markmiðum ákvæðisins um að sporna gegn óhæfilegri fjö lgun sameigenda m.a. fyrir erfðir. Því sé ljóst að ekki er um mistök eða lögvillu að ræða við setningu laganna, eins og sóknaraðili h aldi fram, heldur ígrundaða lagasetningu. Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. jarðalaga sé rétthafa skylt að láta þinglýsa skjali sem fel i í sér yfirfærslu á beinum eignarrétti yfir fasteignum sem eig i undir lögin. Samkvæmt 2. mgr. 54. gr. sömu laga sé hins vegar óheimilt að þinglýsa skjölum um aðilaskipti að fasteignum sem lögin gild i um, nema fyrir liggi að ákvæða laganna hafi verið g ætt. Því hafi sýslumanni borið að vísa umræddri skiptayfirlýsingu frá þinglýsingu þar sem skilyrðum 7. gr. d jarðalaga hafi ekki verið fullnægt . Auk þess að fara með þinglýsingar far i sýslumenn með skipti á dánarbúum. Það f alli því í hlut þeirra að staðfesta skiptayfirlýsingar dánarbúa, m.a. þar sem hinn látni átti í sameign fasteign, sem eigi undir jarðalögin. Í kjölfar ofangreindrar breytingar á jarðalögum haf i komið upp álitaefni um hvort hægt væri að ljúka skiptum þrátt fyri r að ekki liggi fyrir hvort forkaupsréttur sameigenda verði nýttur. Samkvæmt 7. gr. laga um erfðafjárskatt nr. 14/2004 yfirf ari sýslumaður erfðafjárskýrslur og gæti þess að þær séu í samræmi við skiptagerð viðkomandi dánarbú a . Samkvæmt 15. gr. sömu laga m e gi sýslumaður staðfesta eignarheimild erfingja að tiltekinni eign, þ.e. skiptayfirlýsingu, þegar erfðafjárskattur af viðkomandi eign hefur verið greiddur. Í 93. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20/1991 (skiptalög) k omi fram að til að ljúka skiptum dánarbús skuli erfingjar leggja fyrir sýslumann til staðfestingar einkaskiptagerð og önnur nauðsynleg gögn til að ákvarða erfðafjárskatt, ásamt yfirlýsingum sem þeir þurfa á að halda til að þinglýsa eða skrá eignarréttindi sín að munum eða réttindum , sem þeir taka að arfi. Í 2. mgr. 94. gr. laganna segir svo að sýslumaður skuli synja um staðfestingu einkaskiptagerðar ef hún sé haldin verulegum annmörkum, en honum sé þó heimilt að staðfesta einkaskiptagerð þótt ekki liggi fyrir fullnægjandi yfirlýsingar um eignarréttindi erfingja að einstökum munum eða réttindum búsins. Samkvæmt 3. mgr. 94. gr. sömu laga skal sýslumaður árita einkaskiptagerð um staðfestingu ef hann telur hana o g önnur framkomin gögn fullnægjandi. Í handbók um skipti á dánarbúum o.fl. sem gef in hafi verið út af Dóms - og kirkjumálaráðuneytinu árið 1992, bls. 144, segir um 94. gr. að sýslumanni sé heimilað að taka við einkaskiptagerð þótt annmarki kunni að vera á skiptayfirlýsingu, sem erfingjum sé þannig ætlað að ráða bót á að loknum skiptum. S éu engir annmarkar á einkaskiptagerð eða nauðsynlegum gögnum með henni skuli sýslumaður staðfesta 9 einkaskiptagerðina með áritun sinni og um leið árita skiptayfirlýsingar um staðfestingu á því að þær séu í samræmi við einkaskiptagerð í dánarbúinu svo og erf ðafjárskýrslu. Af framangreindum ákvæðum m egi ráða að sýslumanni sé heimilt að staðfesta einkaskiptagerð og þannig ljúka skiptum á dánarbúi þótt annmarki kunni að vera á skiptayfirlýsingu sem erfingjum sé ætlað að bæta úr að loknum skiptum. Það að ekki fyl gi skiptayfirlýsingu yfirlýsing sameigenda um að þeir muni ekki neyta forkaupsréttar fel i í sér þann ágalla að ekki sé hægt að þinglýsa henni. Telja verð i þó að um sé að ræða ágalla sem hægt sé að bæta úr að loknum skiptum, þ.e. með því að afla samþykkis s ameigenda síðar eða að fá greitt fyrir jarðarhlutann ef forkaupsréttar sé neytt. Erfingjar geti þannig lokið skiptum á dánarbúi og fengið nauðsynlegar eignarheimildir afhentar, en ber i ábyrgð á að þeim verði þinglýst síðar. Á það sk uli fallist að forkaupsr éttur sameigenda við skipti á dánarbúum tónar ekki vel við forkaupsréttarhugtakið, eins og það h afi verið skilgreint hingað til, enda ligg i ekki fyrir neitt söluverð sem forkaupsréttarhafi getur gengið inn í. Ef litið sé til ákvæðis 2. mgr. 29. gr. jarðala ga m egi ætla að erfingjar skuli bjóða jarðarhlutann á markaðsvirði hans, væntanlega s kv. mati fasteignasala. Ef það verð sé hins vegar bersýnilega ósanngjarnt geti sameigendur krafist þess að dómkvaddir matsmenn meti jarðarhlutann. Óljóst sé hverjir yrðu a ðilar að slíku dómsmáli, enda get i dánarbúið ekki átt aðild þar sem lok dánarbússkipt a mark i lok dánarbúsins sem lögaðila. Spurning sé hvort erfingjar búsins gætu átt aðild að máli vegna forkaupsréttarákvæða jarðalaga. Þegar forkaupsréttar skv. jarðalögum sé ne y tt get i því verið upp óvissa um kaupverð, þegar staðfesta eigi skiptayfirlýsingu vegna dánarbús. Ekki verð i talið að þetta valdi því að ekki sé unnt að staðfesta einkaskiptagerð, enda h afi kaupverð ekki áhrif á fjárhæð erfðafjárskatts þar sem hann sé greiddur af fasteignamati , sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um erfðafjárskatt nr. 14//2004. Þar af leiðandi h afi verð á jarðarhluta ekki áhrif á greiðslu erfðafjárskatts en gæti í einhverjum tilfellum haft áhrif á arfshlutföll, t.d. ef einungis einn erfingi úr er fingjahópi fær jarðarhluta lagðan út til sín við skiptin. Til þess að hægt væri að staðfesta einkaskiptagerð og skiptayfirlýsin g u í þeim tilfellum þyrfti sú ráðstöfun að koma skýrt fram í einkaskiptagerð, þ.e. áætlað virði jarðarhluta , og hvernig farið sku li með ef virði forkaupsréttar verð i annað en mat fasteignasala og verð í einkaskiptagerð ger ði ráð fyrir. Þessi staða sé ekki uppi í þessu máli, þar sem einungis sé um einn erfingja að ræða og því ekki vandkvæðum bundið að staðfesta skiptayfirlýsinguna. 10 Samkvæmt ákvæðum laga um erfðafjárskatt og laga um skipti á dánarbúum o.fl. sé ljóst að þegar sýslumaður áritar skiptayfirlýsingu er hann að staðfesta að hún sé í samræmi við einkaskiptagerð og erfðafjárskýrslu. Sé því skilyrði fullnægt ver ði að telja að sýslumaður geti ekki hafnað því að ljúka skiptum á dánarbúi, af þeirri ástæðu einni að ekki liggi fyrir hvort forkaupsréttur að jörð verði nýttur skv. ákvæðum jarðalaga. Verð i að telja að um ágalla sé að ræða sem hægt er að bæta úr síðar, enda séu það erfi ngjar sjálfir sem ber i ábyrgð á að koma til þinglýsingar eða skráningar eignarheimildum sem sýslumaður áritar. Forkaupsréttarákvæði jarðalaga takmark i þann rétt sem erfingjar haf i s kv. erfðalögum. Erfingi eigi almennt rétt á að þiggja arf eftir arfláta, en með forkaupsréttarákvæði jarðalaga sé verið að takmarka þann rétt, þar sem þinglýstur sameigandi að jörð get i gengið inn í og eignast jarðarhluta, sem erfingi hefði annars átt að fá í sinn hlut. Ótal margar jarðir á Íslandi séu í eigu mjög margra aðila, s.s. einstaklinga, félaga eða dánarbúa , en við slíkar aðstæður get i reynst afar erfitt og seinlegt að afla yfirlýsinga frá öllum eigendum jarða. Auk þess get i risið upp ágreiningur um verð jarðarhluta, sem gæti tekið langan tíma að fá niðurstöðu í. Sýslumenn haf i bæði umsjón með skiptum dánarbúa og eru þinglýsingarstjórar, hver í sínu umdæmi. Hlutverkin tvö séu því á sömu hendi, að hlutast til um að dánarbússkiptum ljúki og halda utan um skráningu í þinglýsingabók. Sú aðstaða að sýslumaður geti staðfest skiptalok á dánarbúi en geti svo ekki þinglýst erfðaskiptayfirlýsingu eða búsetuleyfi, þar sem ekki liggur fyrir afstaða/yfirlýsing sameigenda til forkaupsréttar, get i óneitanlega haft í för með sér að skráning í þinglýsingabók ver ð i ekki rétt. Hætta sé á að erfðaskiptayfirlýsingum verði aldrei þinglýst og að látnir eigendur eða dánarbú þeirra verði áfram þinglýstir eigendur eigna, sem eiga undir jarðalögin. Það að erfingi get i ekki fengið skiptayfirlýsingu sinni þinglýst vegna þess að hann getur ekki útvegað yfirlýsingar sameigenda um að þeir falli frá forkaupsrétti skv. jarðalögum get i þannig leitt til þess að skráning í þinglýsingabók verður röng og ekki á henni byggjandi hvað varðar eigendur. Því get i verið ógerlegt að fá upplýsi ngar um hverjir eru sameigendur að jörð og þar með ómögulegt að afla yfirlýsinga frá þeim um að þeir falli frá forkaupsrétti. Þetta mun i flækja alla umsýslu með viðkomandi jarðir og hamla þinglýsingum réttinda. Rangar eigendaskráningar hafa auk þess víðtæk áhrif , s.s. við innheimtu fasteignagjalda og annarra skatta , og hætt sé við að gömul dánarbú muni í miklum mæli hrannast upp sem eigendur fasteigna með tilheyrandi óhagræði og ófyrirséðum vandamálum í framtíðinni. 11 Í samantekt sé vísað til þess að e kki ver ð i annað séð en að varnaraðila sé skylt og rétt á grundvelli laga um erfðafjárskatt nr. 14/2004 og laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20/1991 að árita skiptayfirlýsingar, sem séu í samræmi við einkaskiptagerð og erfðafjárskýrslu og þannig ljúka skiptum á dánarbúi þótt annmarki kunni að vera á skiptayfirlýsingu sem erfingjar geta þá bætt úr síðar. Varnaraðila sé skylt skv. 7. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978, sbr. 2. mgr. 54. gr. jarðalaga nr. 81/2004 , að vísa frá þinglýsingu skjali er felur í sér sölu og aðra ráðstöfun eða yfirfærslu á beinum eignarrétti, ef ekki liggja fyrir yfirlýsingar sameigenda í samræmi við forkaupsréttarákvæði 7. gr. d jarðalaga. Sú staða kann því að koma upp, sem hér sé raunin, að skiptayfirlýsingu, staðfestri af varnaraðila , verði vísað frá þinglýsingu vegna skorts á yfirlýsingu sameigenda um höfnun forkaupsréttar skv. jarðalögum, þ.e. vegna þess annmarka að ekki liggur fyrir hvort forkaupsréttar verði neytt. I V Ágreiningur málsins varðar í grunninn hvort erfingja sé skylt að le ita eftir höfnun forkaupsréttar hafi hann erft jarðarhluta sem er í sameign, svo þinglýsa megi staðfestri skiptayfirlýsingu dánarbús um eignina sem eignarheimild hans. Í 3. mgr. 93. gr. laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl. kemur fram að erfingjar skuli leggja þær yfirlýsingar fyrir sýslumann til staðfestingar sem þeir þurfa á að halda til að þinglýsa eða skrá eignarréttindi sem þeir taka að arfi. Telji sýslumaður einhverja annmarka á þeim gögnum skal hann synja staðfestinga r, sbr. 3 . mgr. 94. gr. sömu laga. Sóknaraðili lagði fyrir varnaraðila til staðfestingar skiptayfirlýsingu , dags. 20. nóvember 2023, um að í hans hlut hefði komið hluti úr jörðinni Járngerðarstaðir, og þess óskað í yfirlýsingunni að eignin ni yrði þinglýst á hans nafn. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 14/2004 um erfðafjárskatt er ekki heimilt að gefa erfingjum út yfirlýsingu um eignarheimild að tiltekinni eign dánarbús fyrr en erfðafjárskattur af viðkomandi eign hefur verið greiddur. Með und irritun sinni , dags. 29. nóvember 2023 , staðfesti varnaraðili skiptayfirlýsinguna , sbr. 3. mgr. 9 4 . gr. laga nr. 20/1991 , án athugasemda um form og efni hennar. S taðfesting varnaraðila er yfirlýsing um eignarheim ild sóknaraðila að umræddri eign . Varnaraðili vísaði í framhaldi þessa s kiptayfirlýsingunni frá þinglýsingu sem hann rökstuddi bæði með því að árit a skiptayfirlýsinguna sjálfa og með skriflegri tilkynningu til varnaraðila . Í báðum tilfellum er vísað til þess að það vantaði höfnun 12 forkaupsr éttar, sbr. 6. mgr. 7. gr. d í lögum nr. 81/2004, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 39/1978. Óumdeilt er að t ilvísun varnaraðila til ákvæða 6. mgr. 7. gr. d jarða laga getur engan vegin n átt við, og í athugasemdum varnaraðila kom fram að með réttu hefði borið a ð vísa til 1. m gr. 7. g r. þinglýsinga laga nr. 39/1978, sbr. 7. gr. d, sbr. 2. m gr. 54. g r. jarða laga nr. 81/2004 . V arnaraðili vísar einnig í athugasemdum sínum til ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 39/1978 samhliða 1. mgr. 24. gr. sömu laga . Í ákvæðu num er kveðið á um að vísa skuli skjali frá þinglýsingu ef útgefanda þess brestur heimild til að ráðstafa eign á þann veg er skjalið greinir eða hann skortir skriflegt samþykki þess er slíkrar heimildar nýtur. Ekki er ágreiningur um að dánar bú [...] er þinglýstur eigandi þeirrar fasteign ar sem sóknaraðili h efur nú fengið í arf , og s ókn araðili fékk samþykki varnaraðila fyrir því að eignin hafi komið í hans hlut úr dánarbúi nu . Með undirritun sinni á skiptayfirlýsinguna staðfesti varnaraðili skriflega, sem útgefandi eða sá sem slíkrar heimildar nýtur , að sóknaraðili sé lögmætur eigandi fasteignarinnar og skiptayfirlýsingin sé formleg eignarheimild hans . Ekki er því hægt að fallast á að um heimildarbrest sé að ræða eða að verið sé að ráðstafa eigninni með öðrum hætti en í skjalinu greinir, líkt og ákvæði 2. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 24. gr. laga nr. 39/1978 kveða á um. Ti lvísun varnaraðila til nefndra ákvæða virðist eiga að staðfesta skort á höfnun forkaupsréttar. Sé það svo , þá ve rður ekki annað ráðið af 32. gr. laga nr. 81/2004, sbr. 5. mgr. 7. gr. d sömu laga , en að það sé í hlutverki seljanda að bjóða forkaupsrétt arhöfum þann rétt með skriflegum hætti, sbr. 29. gr. laga nr. 81/2004. S óknaraðili þessa máls er móttakandi þeirra eigna r réttinda sem um ræðir en ekki seljandi . N ærtækara væri að telja leyfis veitanda eða útgefanda réttindanna , sbr. og fyrrgreint ákvæði 15. gr. laga nr. 14/2004, sem selja nda í skilningi ákvæðisins , þ.e. varnaraðila í þessu tilfelli . B eri honum því skv. ákvæðum jarðalaga að leita eftir höfnun forkaupsréttar , sé hann til staðar . Að öðru leyti en fram er komið verða tilgreind ákvæði þinglýsingalaga , sem og önnur ákvæði þeirra laga ekki talin hafa þýðingu við úrlausn ágreining s þessa. Ágreiningur málsins snýr að því hvort þinglýsing skiptayfirlýsingar dánarbús sé háð því að fyrir liggi höfnun sameigenda jarða á forkaupsrétt i skv. ákvæðum jarðalaga nr. 81/2004 með síðari breytingum . Í 1. mgr. 54. gr. jarðalaga nr. 81/2004 segir a ð rétthafa sé skylt að láta þinglýsa skjali sem felur í sér yfirfærslu á beinum eignarrétti yfir fasteign eða réttindum sem falla undir lög in . Ekki er ágreiningur um að sá jarðarhluti er mál þetta varðar heyri undir 13 jarðalögin. Varnaraðili túlkar ákvæði ja rðalaga þannig að honum sé óheimil þinglýs ing , nema fyrir liggi að gætt hafi verið að ákvæðum þeirra laga , sbr. 2. mgr. 54. gr. , enda sé í 7. gr. d laganna kveðið á um forkaupsrétt sameigenda að jörðum, sem taki jafnt til sölu, erfða , skiptayfirlýsinga eða búsetuleyfa , eins og jarða lögunum var breytt með 2. gr. l aga nr. 74/2022 . Forkaupsréttur er ekki skilgreindur í jarða lögum nr. 81/2004. Með forkaupsrétti verður almennt talið að um sé að ræða rétt aðila til að kaupa eign sem seljandi selur með sömu skilm álum og kveðið sé á um í samningi. Í 9. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup segir að eigi maður forkaupsrétt að fasteign sem kaupsamningur hefur verið gerður um skuli seljandi þegar bjóða honum skriflega að neyta þess réttar. Söluverð og aðrir skilmálar skulu jafnframt tilgreindir á tæmandi hátt. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að sú eign sem hér um ræðir sé háð forkaupsrétti s kv. þinglýstum rétti eða að sameigendur hafi með öðrum hætti gert samkomulag um forkaupsrétt. Þá liggur ekki fyrir að einhver sameigenda að jörðinni hafi gert athugasemdir við þinglýsingu skiptayfirlýsingar innar . Almenn og lagaleg skilgreining forkaupsrétt ar er með framangreindum hætti bundin sölu fasteigna með samningi milli aðila . Af 72. gr. stjórnarskrárinnar leiðir að eignarrétturinn er friðhelgur og engan m á skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji, og að til þurfi lagafyrirmæli og að fullt verði komi fyrir. Lagafyrirmæli er kveða á um forkaupsrétt ber að mati dómsins að túlka þröngt , enda of t íþyngjandi og takmarka samningsrétt. V erð i með hliðsjón af því að gera þá kröfu til löggjafans , þar sem kveðið er á um forkaupsrétt , að skýrt sé kveðið á um þann rétt , sérstaklega ef hann á að eiga við í öðrum tilfell um en þegar um sölu eigna er ræða. Í 7. gr. d jarðalaga nr. 81/2004, sbr. 2. gr. laga nr. 74/2022 , kemur fram að sameigendur að jörð eiga forkaupsrétt að eignarhlutum í henni. Þá segir að forkaupsréttur sameigenda verð i virkur við sölu og aðra ráðstöfun eða yfirfærslu á beinum eignarrétti yf ir eignarhluta sem háður er forkaupsrétti . Ekki er sérstaklega út skýrt í lögunum sjálfum hvað teljist önnur ráðstöfun eða yfirfærsl a á beinum eig narrétti. Í greinargerð frumvarps þess er varð að lögum nr. 74/2022 , er kveður m.a. á um breytingu á jarðal ögum, er fjallað um þau vandamál sem upp kunna að koma við að hafa uppi á öllum sameigendum, halda fundi til að ræða málefni sem tengjast sameigninni og taka bindandi ákvarðanir um ráðstöfun eða hagnýtingu. ekki að finna ákvæ ði um forkaupsrétt sameigenda við sölu á hluta sameignar. 14 Sameigendur geta þó haft mikla hagsmuni af því að eigendum fjölgi ekki um of og að geta haft áhrif á hverjir verði nýir sameigendur að landi. Því standa ýmis rök til þess að sameigendum verði veittu Þá segir Kveðið verði á um forkaupsrétt sameigenda við sölu eignarinnar. Forkaupsréttur verði hins vegar ekki virkur við sölu þegar ákvæði 31. gr. jarðalaga eiga við. Hér er nánar tiltekið um að r æða maka seljanda, barn, barnabarn, kjörbarn, fósturbarn, aðra niðja, Í greinargerð um d - lið 7. gr. segir : Í jarðalögum er ekki að finna ákvæði um forkaupsrétt sameigenda við sölu á hluta samei gnar. Sameigendur að jörðum geta þó haft mikla hagsmuni af því að eigendum fjölgi ekki um of og að geta haft áhrif á hverjir verði nýir sameigendur. Hér er því lagt til að í lögunum verði kveðið á um slíkan forkaupsrétt Í frumvarpi að breytingalögum nr. 74/2022 var fyrst gert ráð fyrir því að um forkaupsrétt sameigenda skv. 7. gr. d í lögunum ætt i við sömu reglur og um ábúðarréttarhafa. Með þeim hætti átti sala eða afhending jarða til tilgreindra náinna skyldmenna ekki að vera háð forskaupsrétti og sama ætti við um erfðir milli sömu aðila . Má segja að forkaupsréttar ákvæðin hafi verið skýr eins langt og þau ná að þessu leyti um forkaupsrétt inn. Í meðförum Alþingis var gerð breyting artillaga sem náði inn í endanlega útgáfu laganna , með því að bætt var inn 2. málslið 5. m gr. 7. gr. d sem er eftirfaran di Um forkaupsrétt sameigenda gildir þó ekki 1. tölul. 31. gr. og heldur ekki tilvísun til sama töluliðar í 2. mgr. 31. gr. Um rökstuðning var v ísað til minnisblaðs forsætisráðuneytis þar sem tekið var un dir ábendingu Bændasamtakanna um að beiting undantekningarreglu jarðalaga um forskaupsrétt gæti unnið gegn markmiðum ákvæðisins um að sporna gegn óhæfilegri fjölgun sameigenda, m.a. fyrir erfðir. Sóknaraðili vísar til þess að lagalegur ómöguleiki leiði til þess að ekki geti verið um forkaupsrétt annarra sameigenda að ræða í því tilfelli sem hér um ræðir, enda hafi engin sala farið fram og engin kaup því átt sér stað sem sameigandi g æti gengið inn í. Varnaraðili telur hvað þetta varðar að líta megi til 29. g r. jarðalaga um að sameigendum gefist kostur á því að bjóða í jarðarhlutann á markaðsvirði, væntanlega s kv. mati fasteignasala. Ef það verð sé bersýn i lega ósanngjarnt geti sameigendur krafist þess að dómkvaddir verði matsmenn til að meta jarðarhlutann , og er þá verið að vísa til 30. gr. laganna. Varnaraðili telur þó óljóst hverjir yrðu aðilar að slíku dómsmáli. 15 Í 1. málslið 5. mgr. 7. gr. d jarðalaga segir að ákvæði 28. - 32. g r. laganna gildi eftir því sem við getur átt . Í 29. gr. jarðalaga segir að í f orkaupsréttartilboði skul i koma fram upplýsingar um nöfn, kennitölur og heimilisföng seljanda og kaupanda, greinargóð lýsing fasteign ar sem verið er að selja, kaupverð, greiðsluskilmálar, afhendingartími og aðrir söluskilmálar sem skilgreindir skulu á tæma ndi hátt. N efnt ákvæði get ur efnislega ekki átt við um þann ágreining sem hér er undir , enda er hvorki verið að selja eign né liggja fyrir nein þau atriði er ákvæðið tiltekur, s.s. kaupverð. Með engum hætti er gert ráð fyrir því í ákvæði nu að markaðsverð e igi að ráða sé ekki um sölu að ræða eða um aðkomu fasteignasal a eins og varnaraðili telur. Þá verður ekki séð að ákvæði 30. gr. laganna um bersýn i lega ósanngjarnt kaupverð og mögulega aðkomu matsmanna eða yfirmatsmanna geti heldur átt við , enda liggur ekkert kaupverð fyrir til að meta . Helst kæmi til skoðunar að mati dómsins að líta til 2. málsl iðar 2. mgr. 31. gr. jarðalaga, um mat skv. lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms sem virði st , þrátt fyrir ákvæði 2. málslið ar 5. mgr. 7. gr. d jarðalaga, gilda um forkaupsrétt sameigenda , án þess að nokkuð verði þó fullyrt í þeim efnum eða hvernig að því mati yrði staðið . Af því sem fram er komið er óljóst af ákvæðum laga nr. 81/2004 hvernig með eigi að fara um forskaupsrétt þegar um erfðir er að ræða. Nært ækast er að vitna til umsagnar Bændasamtakanna, sem leidd i til þeirra breytinga á lögunum sem fyrr gat um. óskýr að er ekki heldur skýrt hvaða aðrar ráðstafanir virkja þe tta tiltekna forkaupsréttarákvæði, en hægt er að skilja það þannig að öll aðilaskipti, hvort sem þau eru vegna sölu eða erfða, virki ákvæðið. Þrátt fyrir það er í engu getið hvernig finna eigi verð á eignarhlutann ef hann er ekki seldur beinni sölu, en það hlýtur að vera forsenda fyrir því að nýta megi ákvæðið. Í raun þarf ekki að hafa fleiri orð um óskýrleika jarða laga að þessu leyti , enda var í engu komið til móts við þessar ábendingar. Varnaraðili túlkar ákvæði jarð a laga um forkaupsrétt þannig að erfingjum og maka sem situr í óskiptu búi sé skylt að selja eign sem þeir fá í arf eða fá rétt til skv. búsetuleyfi, sé þess krafist af einhverjum sameigenda , óháð því hvort viðkomandi vilji selja eða ekki , og heyrir með þeim hætti undir 72. gr. stjórnars krárinnar um skyldu til að láta eign sína af hendi. V erulegan vafa má telja hvort almenningsþörf krefji að sett séu svo íþyngjandi forkaupsréttarákvæði , í þeim tilgangi einum að takmarka fjölda sameigenda jarða , t ilgang i sem í raun á ekki við í þessu máli, enda er sóknaraðili einn erfingi að j arðarhlutanum. 16 F orkaupsréttur jarðalaga verður ekki skilinn með öðrum hætti en að engu máli skipti hver eignarhlutföll eigenda eru , forkaupsréttur virkist allt að einu . Þannig geti sameig a nd i að örhluta krafist þess að erfingi að stórum hluta jarðar, eða maki sem fær setu í óskiptu búi , selji sér jörðina , óháð því hvort erfinginn búi á jörðinni og þurfi að flytja búferlum vegna þessa og/ eða stundi þar landbúnað svo eitthvað sé nefnt, án þess þó að um ábúða r rétt sé að ræða , og e ins og fram er komið óháð því hvort erfingi yfirleitt vilji selja , auk fyrrgreindar óvissu um þá málsmeðferð sem við tæki , s.s. hver eigi að leita eftir höfnun forskaupsréttar og um ákvörðun verð s . Með heildstæðu mati á öllu framangreindu er það niðurstaða dómsins að ákvæði jarðalaga nr. 81/2004 um forkaupsrétt sameigenda þegar um er að ræða að þinglýs a eigi skiptayfirlýsing u dánarbús séu það óskýr að ekki verði á þeim byggjand i um höfnun þinglýsingar. Ekki verður fallist á að víkja beri ákvæðum jarðalaga um forkaupsrétt til hliðar , með vísan til þess að þau stangist á við 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eigna r réttarins, en látið nægja að vísa til þeirra athugasemda sem fram hafa komið. Með vísan til framangreinds verður fallist á kröfu sóknaraðila um að ákvörðun varnaraðila verði fell d úr gildi, sem fyrst kom fram í tölvupósti 28. desember 2023 en síðar formlega með skriflegri tilkynningu, dags. 2 3 . janúar 2024 , um að vísa frá þinglýsingu skiptayfirlýsingu um eignarhluta sóknaraðila í fasteigninni Járngerðarstaðir Vesturbær, Grindavík, dags. 20. nóvember 2023, fasteignanúmer F2 3 32731, þinglýsingarskjal nr. C - 3143/2023 , og lagt verður fyrir varnaraðila að þinglýs a skjalinu. Með vísan til úrslita málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðil a málskostnað sem hæfilegur þykir 15 0.000 krónur. Úrskurð þennan kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari. Ú r s k u r ð a r o r ð: Felld er úr gildi ákvörðun varnaraðila, sýslumannsins á Suðurnesjum , frá 2 3 . janúar 202 4 , um frávísun skjals nr. C - 3143 /202 3 , sem er skipta yfirlýsing um að í hlut sóknaraðila, Skúla Thoroddsen, við skipti á dánarbúi maka hans, [...] , hafi komið eignarhluti í jörðinni Járngerðarstaðir Vesturbær, Grindavík , F2332731, og lagt er fyrir þinglýsingarstjóra að þinglýsa skiptayfirlýsingunni . Varnaraðili greiði sóknaraðil a 150 .000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson