Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. janúar 2022 Mál nr. E - 2070/2020: A (Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður) gegn í slenska ríki nu (Óskar Thorarensen lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem tekið var til dóms 25. nóvember 2021, höfðaði A , með stefnu sem birt var 26. mars 2020, á hendur íslenska ríkinu, Arnarhvoli , Reykjavík, í þeim tilgangi að fá tilgreindan úrskurð kærunefndar útlendingamála í máli stefnanda felldan úr gildi, svo og ákvörðun Útlendingastofnunar. 2 Stefnandi krefst þess, að ógiltur verði með dómi úrskurður kærunefndar útlendingamála númer 188/2019 frá 26. apríl 2019, í stjórnsýslumáli nr. [...] , og að felld verði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar frá 14. febrú ar 2019, þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi, ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Að auki er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. 3 Stefndi gerir þær dómkröfur að stefndi verði s ýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Málsatvik 4 Stefnandi sótti um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi þann 3. maí 2018. Með ákvörðun, dags. 14. febrúar 2019, synjaði Útle ndingastofnun stefnanda um alþjóðlega vernd ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Var sú ákvörðun kærð til kærunefndar útlendingamála þann 26. febrúar 2019. Kærunefndin kvað upp úrskurð í máli stefnanda þann 26. apríl 201 9 nr. 188/2019 og staðfesti með honum framangreinda ákvörðun Útlendingastofnunar. Var úrskurðurinn birtur stefnanda 29. apríl 2019. Stefnandi óskaði í kjölfarið eftir frestun réttaráhrifa og lagði fram rökstuðning fyrir þeirri kröfu þann 13. maí 2019. 2 Kröf u stefnanda um frestun réttaráhrifa var hafnað með úrskurði kærunefndar útlendingamála nr. 278/2019 þann 16. maí 2019. 5 Stefnandi hefur í viðtölum hjá Útlendingastofnun rakið sögu sína og greint frá ástæðum þess að hann hafi neyðst til að flýja Írak og hve rs vegna hann telji sig ekki geta snúið þangað aftur. Hann hefur meðal annars greint frá því að hann sé fæddur og uppalinn í X . Þar hafi hann búið þar til hann flúði heimaland sitt 5. apríl 2018. Kveðst stefnandi vera Kúrdi og aðhyllast Íslam. Stefnandi he fur lýst því hvernig hann hafi kynnst stúlku, B að nafni, í júní 2017 og þau hafi í framhaldinu þróað með sér ástarsamband. Aðspurður kvað hann þau ekki hafa verið mikið saman á almannafæri, en hann hefði t.a.m. fagnað afmæli hennar í lokuðum sal á fámennu m veitingastað. Hefur hann lagt fram gögn því til stuðnings. 6 Stefnandi hefur einnig greint frá því að hann hafi beðið fjölskyldu B um hönd hennar í ágúst 2017, en þau hafi sagst ætla að hugsa málið og kanna bakgrunn hans og fjölskyldu hans áður en þau tæk ju ákvörðun. Stuttu eftir bónorðið hafi frændi B , C að nafni, hringt og tjáð stefnanda að hann mætti ekki kvænast B . B hafi þá tjáð stefnanda að þetta væri vegna þess að C vildi sjálfur kvænast B , en B vildi frekar kvænast stefnanda. B hafi jafnframt tjáð stefnanda að álit C skipti miklu máli innan fjölskyldunnar, en þau væru bræðrabörn og faðir hennar væri látinn. Nokkru síðar, þann 10. október 2017, hafi C komið á heimili B og hellt yfir hana sýru. Í framhaldi af því hafi B þurft að gangast undir aðgerðir og kvaðst stefnandi hafa stutt hana í gegnum þær. Lagði stefnandi fram staðfestingu frá lækni auk mynda af áverkum. 7 Stefnandi hefur enn fremur greint frá því að nefndur C hafi ítrekað gert skotárás á hús stefnanda, auk þes s sem hann hafi hringt í stefnanda og hótað honum lífláti. Kvaðst stefnandi hafa haft samband við lögreglu og lagt fram kæru á hendur honum, sem ekki hefði haft tilætluð áhrif þar sem C nyti stuðnings háttsettra manna í Kúrdistan. Stefnandi lagði fram skjö l þessum staðhæfingum sínum til stuðnings. Hann lýsti því sömuleiðis hvernig C starfaði fyrir háttsetta aðila innan PUK - flokksins, hann tæki þátt í átökum fyrir þá og tæki fólk jafnvel af lífi, en C væri flokksbundinn PUK. 8 Stefnandi kvaðst að lokum hafa f lúð til Erbil þar sem hann hefði dvalið í 15 daga hjá ættingjum föður síns. Stefnandi greindi frá því að á þeim tíma hefði B haft samband við hann og sagt að C hefði komið heim til hennar, beitt hana líkamlegu ofbeldi og pyndingum og þannig þvingað hana ti l að gefa honum upplýsingar um hvar stefnandi 3 væri staddur. Kvaðst stefnandi hafa flúið Kúrdistan í kjölfarið, en þetta hefði verið í síðasta skipti sem hann hefði heyrt frá B . Eftir að stefnandi flúði hefði hann haft samband við ættingja sína, sem hefðu l ýst því hvernig C hefði komið til Erbil og leitað að stefnanda. Þá greindi stefnandi frá því að faðir hans hefði tvívegis séð C og hans fólk fylgjast með húsi þeirra eftir að stefnandi flúði Kúrdistan. 9 Stefnandi kveðst óttast C og hið valdamikla fólk sem t engist honum. Hann kveðst þess fullviss að hann verði tekinn af lífi, snúi hann aftur til Kúrdistan. Þá geti stefnandi ekki verið öruggur á yfirráðasvæði PUK, enda hafi C tengsl sem hann þurfi til að hafa upp i á stefnanda þar í landi. Þá telur stefnandi si g ekki vera öruggan á yfirráðasvæði KDP, enda yrði hann þar framseldur til PUK. Til annarra aðila geti stefnandi ekki leitað enda ráði PUK og KDP lögum og lofum í Kúrdistan. Þeir sem eigi í útistöðum við þessa flokka geti ekki leitað aðstoðar hjá öðrum yfi rvöldum. 10 Stefnandi kveðst hafa aflað frekari gagna eftir birtingu ákvörðunar Útlendingastofnunar, þ. á m. myndbandsupptöku úr öryggismyndavél fyrir utan heimili hans, þar sem sjá megi að þrír vopnaðir menn sitji fyrir og ráðist að manni í bíl sem komi aka ndi. Í bílnum hafi verið bróðir stefnanda, en C hafi sjálfur verið einn árásarmannanna. 11 Eftir birtingu stefnu í máli þessu leitaði stefnandi á ný til kærunefndar útlendingamála á grundvelli 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og fór fram á endurupp töku málsins fyrir kærunefnd inni . Með úrskurði kærunefndarinnar nr. 342/2021 frá 15. júlí 2021 var þeirri kröfu stefnanda hafnað. Úrskurður nefndarinnar nr. 188/2019 stendur samkvæmt því óbreyttur. Helstu málsástæður stefnanda 12 Stefnandi byggir mál sitt me ðal annars á því að ógilda beri úrskurð kærunefndar útlendingamála og ákvörðun Útlendingastofnunar þar sem þessar úrlausnir hafi verið ólögmætar. Mat Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála á því hvort stefnandi teljist flóttamaður í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga sé efnislega rangt og þessir aðilar hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni þegar lagt hafi verið mat á hvort stefnandi teldist flóttamaður, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og lögmætisreglu stjórnsýsluré ttarins. 13 Þá hafi verið brotið á grundvallarmannréttindum stefnanda sem séu tryggð í stjórnarskrá og samkvæmt alþjóðaskuldbindingum, sbr. 68. gr. stjórnarskrárinnar, 2. og 3. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um 4 mann réttindasáttmála Evrópu, 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og enn fremur meginreglu þjóðaréttar um að óheimilt sé að senda fólk þangað sem líf og frelsi þess sé í hættu, sem birtist meðal annars í 33. gr. samnings um rétt arstöðu flóttamanna frá 1951. 14 Stefnandi byggir á því að kærunefnd útlendingamála hafi ekki upplýst mál ið nægjanlega vel áður en ákvörðun hafi verið tekin í því og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Stefnand i byggir á því að bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafi dregið rangar ályktanir af þeim gögnum sem stefnandi lagði fram við meðferð málsins. Hann mótmælir sömuleiðis trúverðugleikamati Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála, se m hann telur brjóta gegn lögmætisreglu íslensks réttar. Þá byggir hann á því að því strangari kröfur verði að gera til rannsóknar á atvikum er leiða til niðurstöðu máls, þeim mun tilfinnanlegri og meira íþyngjandi sem stjórnvaldsákvörðun sé. 15 Stefnandi heldur því einnig fram að andmælaregla 13. gr. stjórnsýslulaga hafi verið brotin. Þannig telur stefnandi að þegar talsmanni hafi verið gefinn kostur á andsvörum hafi það aðeins verið gert til málamynda, enda ekki tekið fram hver skilningur kærune fndar útlendingamála væri á þeim atriðum sem spurt hafi verið eftir, og því ekki veitt tækifæri til þess að andmæla þeim skilningi. 16 Hvað varðar þá ályktun Útlendingastofnunar að stefnandi sé margsaga um atvik og muni ekki dagsetningar atvika nægjanlega ve l, sem sé til þess fallið að rýra trúverðugleika hans, þá byggir stefnandi á því að það megi ekki með sanngirni ætlast til þess að hann lýsi mjög nákvæmlega allri atburðarás eins og stjórnvöld virðist gera kröfu til. Þar sem kærunefnd útlendingamála bregði frá viðurkenndum verkferlum og einblíni á smáatriði, sem ekki megi með sanngirni ætla að nokkur maður muni eftir þann tíma sem er liðinn, byggir stefnandi á því að málefnaleg sjónarmið hafi ekki ráðið för við úrlausn umsóknar stefnanda um alþjóðlega vernd . 17 Stefnandi vísar til þess að hann hafi lagt fram kæru til lögreglu við meðferð málsins fyrir stjórnvöldum en ekki hafi verið fjallað um það gagn eða þá málsástæðu í úrskurði kærunefndar útlendingamála. Stefnandi skorar á stefnda að leggja fram leiðbeinin gar um trúverðugleikamat, sbr. m.a. 196. mgr. og 203. mgr. handbókar um réttarstöðu flóttamanna frá 1979. Þetta sönnunargagn hafi ekki verið nefnt í málsmeðferð stjórnvalda, þrátt fyrir að þetta sé efalaust eitt af grundvallarmálsögnunum. Verði að gera alv arlegar athugasemdir við það að um það 5 hafi ekki verið fjallað á fyrri stigum, þar sem um skýrt lagaboð sé að ræða og eina grundvallarmálsástæðu stefnanda. 18 Stefnandi byggir á því að ófullnægjandi rökstuðningur sé brot á rökstuðningsreglunni sem lögfest sé í V. kafla stjórnsýslulaga. Þegar rökstuðningur sé ófullnægjandi sé slíkt almennt til marks um að rannsóknarreglan eða aðrar málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins hafi einnig verið brotnar. Rökstuðningur sá sem fram komi í úrskurði kærunefndar útlendin gamála, sem og í ákvörðun Útlendingastofnunar, uppfylli ekki þessar kröfur og sé það því til marks um brot á málsmeðferðarreglum. 19 Stefnandi byggir á því að hann sé flóttamaður í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga vegna ofsókna er hann sæti af hálfu valdamikils einstaklings. Stefnandi kveðst tilheyra sérstökum þjóðfélagshópi á grundvelli þess að hann aðhyllist sk oðanir hvað varðar sambönd kynjanna sem ekki séu liðnar í heimalandi. Hann eigi á hættu að verða fyrir ofsóknum vegna þess. Eigi hann því rétt á vernd samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 80/2016. Stefnandi telur sömuleiðis að brottvísun stríði gegn banni við endursendingu útlendinga, sem finna megi í 42. gr. laga nr. 80/2016 og 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna, sem Ísland sé aðili að og hafi skuldbundið sig til að fylgja að þjóðarétti. Helstu málsástæður stefnda 20 Stefndi mótmælir öllum málsástæð um, mótmælum, athugasemdum og kröfum stefnanda og vísar til ákvörðunar Útlendingastofnunar og niðurstöðu kærunefndar útlendingamála og forsendna að baki þeim ákvörðunum máli sínu til stuðnings. Fyllilega löglega hafi verið staðið að verki af hálfu stjórnva lda í málinu. 21 Stefndi byggir á því að komist hafi verið að efnislega rétt ri niðurstöðu í máli stefnanda á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyrir í málinu og skýrslna og upplýsinga um aðstæður í heimaríki hans. Ekkert bendi til að rannsókn kærunefndar útle ndingamála eða Útlendingastofnunar hafi verið ófullnægjandi eða að málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga, óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins og málsmeðferðarreglur laga um útlendinga hafi verið brotnar við meðferð málsins og ákvarðanatöku. Ákvörðun Út lendingastofnunar og úrskurður kærunefndar útlendingamála hafi því verið lögleg að formi og efni til. Ekki séu þar af leiðandi nein skilyrði til að ógilda úrskurð kærunefndar eða að fella úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar. 6 22 Stefndi byggir á því að þega r komist sé að niðurstöðu um hvort umsækjandi um alþjóðlega vernd eigi rétt á alþjóðlegri vernd sé litið til ýmissa sjónarmiða, sem og byggt á þeim gögnum sem fyrir liggi, þ.m.t. framburði umsækjanda um ástæður flótta frá heimaríki. Sé litið til gagna sem umsækjandi leggi fram til stuðnings frásögn sinni, ef einhver eru. Þá sé jafnframt stuðst við skýrslur alþjóðlegra stofnana og samtaka um aðstæður í heimaríki viðkomandi. Við mat á umsóknum um alþjóðlega vernd hafi Útlendingastofnun og kærunefnd jafnframt haft til hliðsjónar handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um málsmeðferð og viðmið við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 23 Stefndi vísar til þess að við mat á því hvort frásögn umsækjanda um alþjóðlega vernd sé trúverðug sé meðal annars horft til þess hvort hún samrýmist fyrirliggjandi upplýsingum um aðstæður í heimaríki umsækjanda. Hafi framburður stefnanda einn og sér því ekki verið lagður til grundvallar við úrlausn málsins, heldur hafi átt sér stað heildarmat á aðstæðum hans með hliðsjón af þei m gögnum sem hann lagði fram. Frásögn umsækjanda um alþjóðlega vernd og önnur gögn um einstaklingsbundnar aðstæður hans verði almennt að fá stuðning í hlutlægum og áreiðanlegum upplýsingum um aðstæður/ástand í heimaríki umsækjanda, stjórnvöld, stjórnarfar og löggjöf þess. Það sé viðurkennt verklag fyrir stjórnvöld sem taka ákvarðanir í málum er varða umsóknir um alþjóðlega vernd að líta til og nota til úrlausnar í þeim málum skýrslur stjórnvalda, alþjóðlegra samtaka og frjálsra félagasamtaka um aðstæður í h eimaríkjum umsækjenda (svonefndar Country of Origin Information (COI) skýrslur). Þá sé jafnframt litið til sambærilegra upplýsinga um aðstæður, aðstöðu og verndarþörf þess hóps sem umsækjandi tilheyrir eða er talinn tilheyra. Þrátt fyrir að framburður umsæ kjenda vegi að mörgu leyti þungt í málum þeirra þá er það ekki ósanngjörn krafa að umsækjandi styðji hann með gögnum, hvort sem það séu gögn sem varði hann persónulega eða önnur almenn gögn sem styðji frásögn hans. 24 Stefndi vísar til þess að í úrskurði kær unefndar útlendingamála í máli stefnanda hafi ítarlega verið gerð grein fyrir rannsókn málsins og fjallað um aðstæður í heimaríki hans. Sé sú umfjöllun byggð á heildarmati á þeim upplýsingum sem finna megi í þeim skýrslum sem tilgreindar hafi verið í úrsku rðinum. Þá hafi framlögð gögn stefnanda hjá Útlendingastofnun og kærunefnd verið rannsökuð, þ. á m. lögregluskýrsla sem stefnandi vísi til. Sú skýrsla hafi verið þýdd af túlki og staðfest við yfirlestur af stefnanda í viðtali hans hjá Útlendingastofnun þan n 22. janúar 2019. 7 Umrædd lögregluskýrsla sé ljósmynd af afriti og þ.a.l. ekki mögulegt að kanna sannleiksgildi hennar með rannsókn. 25 Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi notið aðstoðar talsmanns við málsmeðferðina á báðum stjórnsýslustigum, sem hafi l agt fram greinargerðir fyrir hans hönd, þar sem málsástæðum og afstöðu stefnanda hafi verið gerð nánari skil. Stefnandi hafi einnig fengið færi á að koma að gögnum og upplýsingum bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og mætt til viðtals hjá báðum stofnun um til að skýra frá máli sínu. 26 Stefndi byggir á því að þótt ekki sé fyrir hendi einhlít túlkun á flóttamannahugtakinu hafi verið talið að mat á því hvort útlendingur teljist flóttamaður verði að hvíla á hlutlægum grundvelli. Kjarni flóttamannahugtaksins f elist í því að ótti útlendings um að verða ofsóttur sé ástæðuríkur og að ofsóknir verði raktar til kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópum eða stjórnmálaskoðana. Þótt umsækjandi um alþjóðlega vernd eigi að njóta vafans upp a ð ákveðnu marki verði hann með rökstuddum hætti að leiða líkur að því að hans bíði ofsóknir í heimaríki og hann geti ekki eða vilji ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. 27 Eins og rakið sé í úrskurði kærunefndar útlendingamála hafi það veri ð mat nefndarinnar að upplýsingar um ástarsambönd ógiftra einstaklinga af gagnstæðu kyni í heimaríki stefnanda hafi dregið úr trúverðugleika hans hvað varðaði sannleiksgildi frásagnar hans um ljósmyndir sem hann lagði fram. Þá hafi nefndin jafnframt dregið þá ályktun af umræddum landaupplýsingum að frásögn stefnanda væri ekki í samræmi við skýrslur um heiðurstengt ofbeldi í heimaríki hans. Það hafi sömuleiðis verið mat nefndarinnar að frásögn stefnanda um að frændi umræddrar unnustu hans hefði ráðist á hana með sýru vegna sambands við stefnanda árið 2017 og að stefnandi ætti á hættu heiðurstengt ofbeldi af hálfu frændans vegna þess að hann hefði viljað giftast umræddri stúlku hefði að öllu leyti verið ótrúverðug. 28 Hafi það verið niðurstaða nefndarinnar að st efnandi ætti ekki á h ættu ofsóknir af þeim toga eða alvarleikastigi sem 1. mgr. 38. gr. laga um útlendinga mæli fyrir um, auk þess sem stefnandi hefði ekki, með rökstuddum hætti, leitt líkur að því að hann hefði ríka ástæðu til að óttast slíkar ofsóknir í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Auk þess hafi verið lagt til grundvallar að honum stæði til boða vernd yfirvalda teldi hann sig þurfa á slíkri aðstoð að halda. 29 Stefndi bendir á að í viðtali stefnanda hjá kærunefnd útlendingamála hafi hann ein ungis verið krafinn svara við spurningum sem að mati nefndarinnar voru til þess 8 fallin að varpa ljósi á ýmis vafaatriði í máli hans og hann verið fenginn til að skýra frá þeim og öðrum ástæðum flótta síns frá heimaríki. Hafnar stefndi því alfarið að gerðar hafi verið óeðlilegar kröfur um sönnun hvað þetta atriði varðar, en eins og fram komi í úrskurði kærunefndar útlendingamála hafi stefnandi t.a.m. ekki svarað því hvenær umrædd stúlka ætti afmæli, auk þess sem svör hans um vegabréfsáritun til Evrópu hafi v erið misvísandi og ótrúverðug. Hafi þessi atriði verið talin draga úr trúverðugleika frásagnar stefnanda í málinu. 30 Stefndi byggir á því að stefnandi uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 37. gr. útlendingalaga fyrir viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður hér á la ndi, sbr. forsendur Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála, svo og umfjöllun um 38. gr. sömu laga. Þá vísist einnig til umfjöllunar þar um 2. mgr. 37. gr. útlendingalaga þar sem ekki hafi verið talið að stefnandi uppfyllti skilyrði um viðbótarve rnd. E innig sé vísað til umfjöllunar um 1. mgr. 74. gr. útlendingalaga, en þar hafi verið talið að stefnandi uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 31 Stefndi mótmælir því að brottvísun stríði gegn banni við endursendingu útlendinga , sbr. 42. gr. útlendingalaga og 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna, sbr. forsendur ákvörðunar Útlendingastofnunar og úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Niðurstaða 32 Undirliggjandi ágreiningur aðila snýst um það hvort uppfyllt séu sk ilyrði laga til að stefnandi fái alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 og hvort honum skuli veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 1. mgr. 74. gr. sömu laga. Hafa bæði Útlendingastofn un og kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Kröfur stefnanda byggja st á því að hann sé í hættu í heimaríki sínu vegna manns sem vilji kvænast stúlku, sem stefnandi kveðst hafa átt í ástarsambandi við, en sá maður hafi tengsl við valdamikla einstaklinga í heimaríki stefnanda. 33 Í því máli sem hér er til meðferðar krefst stefnandi ógildingar á úrskurði kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 frá 26. apríl 2019 og að ákvörðun Útlendingastofnunar frá 14. febrúar 2019 verði felld ú r gildi. Niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála og forsendum fyrir þeim niðurstöðum er ítarlega lýst, annars vegar í nefndri ákvörðun Útlendingastofnunar, og hins vegar í úrskurði kærunefndarinnar nr. 188/2019. Í ákvörðun Útlendingas tofnunar er sömuleiðis birtur 9 ítarlegur listi yfir þau gögn, sem stofnunin hafði til hliðsjónar við mat á máli stefnanda. 34 Af ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndarinnar má einnig ráða að þessir aðilar hafi við mat á erindi stefnanda, þ. á m. við mat á trúverðugleika frásagnar hans, haft hliðsjón af handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um málsmeðferð og viðmið við mat á umsókn um alþjóðlega vernd (e. Handbook and Guidelines on Procedures and Criteria for Determining Refugee Status, Genf 2011) og skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna og Flóttamannasjóðs Evrópusambandsins um trúverðugleikamat, eftir því sem við hafi átt (e. Beyond Proof: Credibility Assessment in EU Asylum Systems, Brussel 2013). 35 Samkvæmt ákvörðun Útlendinga stofnunar byggði st mat á trúverðugleika frásagnar stefnanda á því hvort hún fengi stuðning í gögnum málsins, bæði almennum gögnum um aðstæður í heimaríki stefnanda og gögnum um persónulega hagi hans . Þá var horft til þess hversu nákvæm frásögnin væri og hv ort samræmi væri í henni, bæði innbyrðis í hvert sinn, þ.e. er frásögn hefði verið gefin, og á milli skipta er stefnandi hefði sagt sögu sína . 36 Samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 var mat á trúverðugleika frásagnar stefnanda byggt á v iðtali við hann, endurritum af viðtölum hans hjá Útlendingastofnun, öðrum gögnum málsins, þ. á m. gögnum sem stefnandi lagði sjálfur fram, svo og á upplýsingum um heimaríki stefnanda. 37 Höfðu bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála nokkrar efasem dir um frásögn stefnanda, þar sem framburður hans um það hvers vegna hann hefði flúið heimaríki sitt og um persónulegar aðstæður hans þótti að nokkru leyti óljós og í andstöðu við almennar upplýsingar um ástand mála í heimaríki stefnanda. Þá þótti vera inn byrðis misræmi í frásögn stefnanda, auk þess sem fullnægjandi sönnur hefðu ekki verið lagðar á sumar staðhæfingar hans. Ákveðin sönnunargögn stefnanda þóttu sömuleiðis ótraust. 38 Niðurstaða Útlendingastofnunar varð sú, að virtum þeim gögnum sem til var vitna ð í ákvörðun stofnunarinnar og með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem rakin eru hér að framan, að stefnandi ætti ekki á hættu að verða fyrir ofsóknum eða meðferð í heimaríki sínu, sem jafnað yrði til ofsókna og rekja mætti til aðstæðna í máli stefnanda, sbr. 1. mgr. 37. gr., sbr. 4. mgr. 38. gr. laga um útlendinga. Skilyrði viðbótarverndar samkvæmt 2. mgr. 37. gr. sömu laga þóttu eigi heldur uppfyllt. Í ljósi 10 þess var ekki fallist á að stefnandi skyldi njóta stöðu sem flóttamaður hér á landi þannig að veita b æri honum alþjóðlega vernd á Íslandi. Þá þótti ekki ástæða til að veita stefnanda dvalarleyfi á grundvelli ríkra mannúðarsjónarmiða, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. 39 Að virtum framangreindum gögnum og byggt á áðurnefndum sjónarmiðum varð það niður staða kærunefndarinnar að stefnandi hefði ekki með rökstuddum hætti leitt líkur að því að hann hefði ástæðu til að óttast ofsóknir í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 38. gr. sömu laga. Féllst nefndin þar af leiðandi ekki á að stef nandi uppfyllti skilyrði nefndrar lagagreinar fyrir viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður hér á landi. Mestu skipti í því samhengi að kærunefndin taldi að frásögn stefnanda af því að frændi umræddrar konu hefði ráðist á hana með sýru vegna sambands hennar við stefnanda árið 2017 og að stefnandi ætti á hættu heiðurstengt ofbeldi af hálfu frændans vegna þess að hann vildi kvænast konunni væri að öllu leyti ótrúverðug, eins og nánar greinir í forsendum kærunefndarinnar. 40 Þá taldi kærunefnd útlendingamála að aðstæður stefnanda væru ekki slíkar að þær féllu undir 2. mgr. 37. gr. sömu laga, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um heimaríki stefnanda. Stefnandi ætti þar af leiðandi ekki rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi, sb r. 40. gr. laga um útlendinga. Enn fremur var fallist á þá afstöðu Útlendingastofnunar að aðstæður í heimaríki stefnanda væru með þeim hætti að veita bæri honum dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. 1. mgr. 74. gr. sömu laga. Ákvæði 42. gr. laganna stæði eigi heldur í vegi fyrir endursendingu stefnanda til heimaríkis síns. 41 Kærunefndin hefur sem fyrr segir tekið málið til skoðunar að nýju og komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum nr. 342/2021 frá 15. júlí 2021 að ekki sé hægt að fallast á að úrskurður kærunefndar, frá 26. apríl 2019, hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða að atvik í máli [stefnanda] hafi breyst verulega frá því að nefndin úrskurðaði í máli hans . 42 Fyrir dóminn hafa verið lögð gögn sem varða ástand mála í heimaríki stefnanda. Þá hafa verið lagðar fram greinargerðir og athugasemdir stefnanda á stjórnsýslustigi , endurrit skýrsl u sem hann gaf á hjá Útlendingastofnun , svo og ljósrit af lögregluskýrslu . Ekki verður ráðið af þessum gögnum , að efnislegt mat Útlendingastofnunar eða kærunefndar útlendingamála hafi verið rangt í málinu, eða að ófullnægjandi eða rangar ályktanir hafi verið dregnar af hálfu þessara aðila, að 11 teknu tilliti til þeirra gagna sem stefnandi lagði fram og þeirra almen nu upplýsinga sem þessir aðilar studdust við í niðurstöðum sínum og ítarlega er gerð grein fyrir í ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar útlendingamála. 43 Þá verður ekki séð að málsmeðferð Útlendingastofnunar eða kærunefndar útlendingamála ha fi verið ábótavant, þ.m.t. að rannsókn málsins af hálfu þessara aðila hafi verið ófullnægjandi eða að andmælaréttur hafi verið brotinn á stefnanda, svo sem hann heldur fram, sbr. 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ítarleg grein er gerð fyrir ranns ókn þessara aðila annars vegar í ákvörðun Útlendingastofnunar og hins vegar í úrskurði kærunefndar útlendingamála og verður ekki betur séð en að hún hafi verið fullnægjandi. Þá naut stefnandi aðstoðar talsmanns á stjórnsýslustigi málsins og naut ríkulegs a ndmælaréttar eftir því sem best verður séð. 44 Eigi heldur er á það fallist að lögmætisregla íslensks stjórnsýsluréttar hafi verið brotin eða að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu Útlendingastofnunar eða kærunefndar útlendingamála. Í áðurnefndum úrlausnum þessara aðila er ítarlega gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem lágu til grundvallar mati þessara aðila á trúverðugleika frásagnar stefnanda og forsendum að baki þeim ályktunum sem dregnar voru varðandi frásögnina. Verður ekki betur séð en að mál efnaleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins og að ákvarðanir þessara aðila hafi verið í samræmi við lög. Loks er ekki fallist á að rökstuðningi hafi verið ábótavant, eins og hér s t endur á. 45 Þá verður sömuleiðis ekki séð af gögnum málsins að brotið haf i verið á grundvallarmannréttindum stefnanda, sbr. 68. gr. stjórnarskrárinnar, 2. og 3. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, 6. og 7. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg ré ttindi , eða gegn meginreglu þjóðaréttar um að óheimilt sé að senda fólk þangað sem líf og frelsi þess sé í hættu. Ekki er heldur fallist á þá málsástæðu stefnanda að brottvísun hans stríði gegn banni við endursendingu útlendinga, sbr. 42. gr. laga um útlen dinga og 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna 46 Að því virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna nefndrar ákvörðunar Útlendingastofnunar og úrskurðar kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 verður ekki séð að skilyrði séu til að verða við dómk röfum stefnanda í málinu. Er stefndi því sýknaður af dómkröfum stefnanda. 12 47 Með hliðsjón af því sem að framan er rakið, að virtum öllum atvikum málsins og með vísun til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að málskostnaður falli niður. 48 Af hálfu stefnanda flutti málið Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. 49 Af hálfu stefnda fluttu málið Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður og Óskar Thorarensen lögmaður. 50 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan, að gættu ákvæði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af dómkröfum stefnanda, A , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður Jóhannes Rúnar Jóhannsson