Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 6. desember 2019 Mál nr. E - 956/2019 : Sólveig Ebba Ólafsdóttir ( Gísli Guðni Hall lögmaður) gegn Íslenska ríkinu ( Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður) Úrskurður Mál þetta , sem var tekið til úrskurðar 18. október sl. , er höfðað með stefnu birtri 4. mars 2019. Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að stefnd i , íslenska ríkið, sé skaðab ótaskyl dur gagnvart henni, vegna tjóns sem leiðir af því að ákvæði 4. mgr. 13. gr. laga nr. 1/1997, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, þar sem kveðið var á um að framlag launagreiðenda í sjóðinn skyldi hækkað við nánar tilgreindar aðstæður og fól þannig í sér áby rgð á skuldbindingum hans, var fellt brott með lögum nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997. Tjón stefnanda svari annars vegar til s ö mu fjárhæða og lífeyrisréttindi hennar verði skert um , með heimil d í ákvæðum 39. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryg gingu lífeyrisréttinda , og hins vegar fjárhæða er nemi skertum lífeyrisauka úr lífeyrisaukasjóði sökum þess að fjármunir í varúðarsjóði nægi ekki til þess að hann geti staðið við hlutverk sitt samkvæmt ákvæðum laga nr. 127/2016. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi , íslenska ríkið, sé skaðabótaskyldur gagnvart henni, vegna tjóns, sem leiðir af því að ákvæði 4. mgr. 13. gr. laga nr.1/1997, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, þar sem kveðið var á um að fr amlag launagreiðenda í sjóðinn skyldi hækkað við nánar tilgreindar aðstæður og fól þannig í sér ábyrgð á skuldbindin g um hans, var fellt brott með lögum nr. 127/2016. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. 2 Stefndi krefst aðallega fráví sunar málsins frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst hann greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda. Frávísunarkrafa stefnda er til úrlausnar í þessum úrskurði. Stefnandi krefst þess að henni verði hrundið og ákvörðun um málskostnað bíði endanlegrar niðurstöðu dóms. I. Stefnandi , sem er framhaldsskólakennari og félagsmaður í Kennarasambandi Íslands , hefur verið sjóðfélagi í L ífeyrissjóði starfsmanna ríkisins frá árinu 1990. Í árslok 1996 voru gerðar breytin gar á lögum um starfsemi sjóðsins , sbr. lög nr. 46/2016, og lögin endurútgefin sem lög nr. 1/1997 sem tóku gildi 1. janúar 1997. Frá þeim tíma hefur lífeyrissjóður opinberra starfsmanna verið starfræktur í tveimur fjárhagslega sjálfstæðum deildum, A - og B - deild. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 1/1997 eiga þeir sem greiddu iðgjöld til lífeyrissjóðsins í ár s lok 1996 rétt til aðildar að B - deild sjóðsins en þeir áttu jafnframt val um það að færa sig yfir í A - deildina, sem komið var á fót með lögunum. Um lífey risréttindi í B - deild fór að meginstefnu samkvæmt því fyrirkomulagi sem gilt hafði í tíð eldri laga . Eiga félagar í þeirri deild lífeyrissjóðsins því rétt á ellilífeyri við 65 ára aldur sem nemur hundraðshluta af þeim föstu launum sem við starfslok fylgja þeirri stöðu sem sem sjóðfélagi gegndi síðast, sbr. 2. mgr. 24. gr. laganna. Þá bera sjóðfélagar í B - deild ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins nema með iðgjöldum sínum , sbr. 2. mgr. 23. gr. laganna . Um lífeyrisréttindi í A - deild sjóðsins var fjallað í II. kaf l a laganna. Sagð i í 3. mgr. 13. gr. að sjóðfélagar og launagreiðendur bæru eigi ábyrgð á skuldbindingum deildarinnar nema með iðgjöldum sínum. Þá var svofellt ákvæði í 4. mgr. 13. gr. , svo sem því ákvæði hafði verið breytt með lögun nr. 167/2006 og 157/2011.: Launagreiðendur greiða að lágmarki 8% af launum þeim er sjóðfélagar taka hjá þeim, sbr. 1. mgr. þessarar greinar, í iðgjald til A - deildar sjóðsins og skal greiða þau sjóðnum samtímis iðgjöldum sjóðfélaga. Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að iðgjald sjóðfélaga til sjóðsins ásamt mótframlagi launagreiðenda dugi ekki til greiðslu á skuldbindingum sjóðsins, sbr. þó 39. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skal stjórn sjóðsins hækka framlag launagreiðenda í s amræmi við niðurstöðu athugunarinnar. Við ákvörðun á greiðslum launagreiðenda umfram 8% af launum sjóðfélaga ráði það sjónarmið að hrein eign A - deildar lífeyrissjóðsins til greiðslu 3 lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda til A - deildarinnar séu á hverjum tíma jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda og framtíðariðgjalda. Áætlun um framtíðariðgjöld og væntanlegan lífeyri skal miða við sjóðfélaga á þeim tíma sem tryggingafræðileg athugun tekur til. Í 1 5 . gr. laganna voru ákvæði um ré tt sjóðfélaga til ell ilífeyris frá 65 ára aldri og skyldi upphæð hans vera hundraðshluti af grundvallaralaunum, eins og þau voru skilgreind í 14. gr. laganna, og skyldi hundraðshlutinn nema samanlögðum stigafjölda sjóðfélaga marfölduðum með 1,90. Stigafjöl di hvers sjóðfélaga var reiknaður út frá árslaunum sem mynduðu iðgjaldsstofn , sbr . nánar ákvæði 3. mgr. 14. gr. laganna. Sjóðfélagar ávinna sér því jöfn réttindi til lífeyrisgreiðslna, óháð aldri sínum þegar greiðslan er innt af hendi. Með lögum nr. 127/20 16 , um breytingu á lögum nr. 1/1997 með síðari breytingum , voru ákvæði um A - deild lífeyrissjóðsins felld á brott, þ.e. II. kafli laganna í heild sinni auk ákvæða til bráðabirgða I og II. Á kvæði III. kafla, um B - deild sjóðsins, standa hins vegar óbreytt að öðru leyti en því að breytingar voru gerðar á 5. mgr. 33. gr. sem leiða af brottfalli ákvæðis 4. mgr. 13. gr. laganna. Í stað ákvæða II. kafla laganna um A - deild lífeyrissjóðsins er í 7. gr. laga nr. 127/1996 að finna ný ákvæði til bráðabirgða , merkt VIII. XIV , þar sem mælt er fyrir um nýtt fyrirkomulagi A - deildar lífeyrissjóðsins. Í bráðabirgða ákvæði VIII se gir að frá og með 1. júní 2017 skuli A - deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins starfa á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 , með síðari breytingum, og samþykkta fyrir sjóðinn, sem skuli laga að breyttu lagaumhverfi fyrir 1. apríl s.á. Iðgjald launagreiðanda í A - deild lífeyrissjóðsins skal vera 11,5% þar til um annað hefur verið samið í kjar asamningum, sbr. lokamálslið bráðabirgðaákvæðis XI. Þá eru í bráðabirgðaákvæði IX og X. sérstök ákvæði sem lúta að fjármögnun sjóðsins , sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir að réttindi þeirra sem voru sjóðfélaga r í A - deild lífeyrissjóðsins við gild istöku laganna skerðist vegna breytinga sem leiða af því að tekin er upp aldurstengd réttindaávinnsla og lífeyri s tökualdur hækkaður úr 65 árum í 67 ár Annars vegar er í 1. mgr. bráðabirgða ákvæði s IX mælt fyrir um tæplega 107 milljarða króna framlag frá st efnda til A - deildarinnar til að standa undir svokölluðum lífeyrisauka. Greiðslan er bundin því skilyrði að tekin verði upp aldurstengd réttindaávinnsla og að lífeyristökualdur verði 67 ár. Segir í 1. mgr. ákvæðisins að fjárhæðin sé ákvörðuð á grundvelli tr yggingafræðilegrar stöðu A - deildar í lok september 4 2016 og sé miðuð við lífslíkur byggðar á reynslu áranna 2010 2014. Lífeyrisaukinn er skilgreindur í 2. mgr. ákvæðisins , Lífeyrisauki er sá mismunur sem er á annars vegar réttindum sjóðfélaga samkvæmt jafnri réttindaávinnslu og 65 ára lífeyristökualdri og hins vegar réttindum sjóðfélaga samkvæmt aldurstengdri réttindaávinnslu og 67 ára lífeyristökualdri. ávinna þeir sjóðfélagar sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum og eru virkir greiðendur síðustu 12 mánuði fyrir gildistöku nýrra samþykkta sér rétt til lífeyrisaukans. H ins vegar er í bráðabirgðaákvæði X mælt fyrir um að stefndi skuli leggja 8,4 milljarða króna í sérstakan varúða rsjóð sem skuli aðgreindur frá öðrum fjármunum lífeyrissjóðsins. Tilgangur varúðarsjóðsins er sá að mæta skuldbindingum lífeyrisaukasjóðsins, ef í ljós kemur að tryggingafræðileg staða hans verði neikvæð um meira en 10% eða meira en 5% samfellt í 10 ár , sv o sem nánar er gerð grein fyrir í a - lið 3. mgr. greinarinnar , auk þess sem í b - lið er gert ráð fyrir að enn verði varið fjármunum úr varúðarsjóðnum , að 20 árum liðnum, ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðs verður ekki jákvæð um a.m.k. 2,5%. Loks er í c - lið 3. mgr. greinarinnar mælt fyrir um hvað gera skuli ef í ljós kemur að fjármunir varúðarsjóðsins duga ekki til að koma í veg fyrir að skerða verði greiðslur úr lífeyrisaukasjóðnum. Segir þar að þá skuli launagreiðendur og heildarsamtök opinberra sta rfsmanna ræða saman um það hvernig Í þeim viðræðum skal lagt mat á hvort þær tryggingafræðilegu forsendur sem byggt er á við ákvörðun á framlagi í lífeyrisaukasjóð, svo sem forsendur varðandi útreikning á lífslíkum, hafi leitt til vanma ts á fjárþörf sjóðsins. Verði það niðurstaðan skal brugðist við því þannig að markmið um jafn verðmæt réttindi sjóðfélaga séu tryggð - liðar. Auk framangreindra greiðslna stefnda í lífeyrisaukasjóð skal stefndi leggja fram 10,418 mi lljarða króna í A - deild lífeyrissjóðsins til að koma áfallinni stöðu deildarinnar í jafnvægi með sömu skilyrðum og gilda um framlag í lífeyrisaukasjóð , sbr. bráðabirgðaákvæði XII I . Þá er í 1. mgr. bráðabirgðaákvæði s Komi til þess í ljósi tryggingafræðilegrar stöðu A - deildar að rétt sé að skerða eða auka réttindi skulu slíkar breytingar ekki taka til þeirra sem eiga réttindi í A - deild og hafa náð 60 ára aldri fyrir gildistöku nýrra samþykkta. Ekki skal nýta höfuðstól varúðarsjóðs í þe ssu skyni heldur skal árlega gera upp fjárhagsleg áhrif með samningi A - deildar við ríkissjóð. 5 Stefnandi reisir málatilbúnað sinn á því að framangreindar breytingar á lögum um A - deild Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna hafi valdið henni tjóni þar sem með hinu nýja fyrirkomulagi sé fyrirséð að hún muni ekki njóta þeirra lífeyriskjara sem hún hefði notið að óbreyttum lögum. Stefnandi hefur , eins og áður segir , verið sjóðfélagi í Lífeyrissjóði opinberra starf s manna frá árin u 1990. Hún var tæplega 58 ára þegar lög nr. 127/1996 tóku gildi og hefði átt þess kost að hefja töku lífeyris árið 2024 á grundvelli þeirra reglna sem giltu þar til framangreind lög tóku gildi. K refst stefnandi af þessum sökum viðurkenningar á því að stef ndi hafi með þessum lagabreytingum valdið henni tjóni sem hann beri skaðabótaábyrgð á . Í kröfugerð stefnanda er tjón hennar annars vegar sagt svara til sömu fjárhæðar og lífeyrisréttindi hennar verði skert á grundvelli 39. gr. laga nr. 129/1997. Í 2. mgr. 39. gr. segir að l eiði tryggingafræðileg athugun í ljós að meira en 10% munur sé á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga sé hlutaðeigandi lífeyrissjóði skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins. Sama gildi ef munur samkvæmt tryggingaf ræðilegum athugunum á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár. Hins vegar sé tjón hennar fólgið í skerðingu á lífeyrisauka úr lífeyrisaukasjóði sökum þess að fjármunir í varúðarsjóði nægi ekki til þess að hann geti staðið við hlutverk sitt. II. Stefnandi byggir á því að þegar hún hafi árið 1997 kosið að færa sig úr B - deild Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna yfir í A - deildina hafi hún gert það á grundvelli þeirrar forsendu að kostirnir væru jafnverðmætir og í báðum tilvikum hefði ríkisábyrgð verið að baki skuldbindingum sjóðsins. Staðan nú sé sú að ekki hafi verið hróflað við tryggingum að baki réttindum í B - deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna á meðan ábyrg ð ríkisins á skuldbindingum í A - deildinni hafi verið afnumin. Hafi því forsendur fyrir vali hennar á lífeyrissjóði fullkomlega brostið. Stefnandi hafi haft réttmætar væntingar til þess að ekki yrði hróflað við því lífeyriskerfi sem hún haf ð i verið aðili a ð um árabil og falið í sér jafna ávinnslu réttinda á greiðslutímabili, án þess að fullar bætur kæmu fyrir. Ljóst sé að núverandi kerfi feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að réttindi hennar verði óskert. Annars vegar sé óvissa um það hv ort fjárframlö g í lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð h rökkvi til að tryggja henni óskert lífeyrisréttindi. Hins vegar hafi með brottfalli 4 . mgr. 13. gr. laga nr. 1/1997 verið afnumin sú ríkisábyrgð sem í reynd hafi staðið að baki lífeyrisrétti hennar. 6 Stefnandi vísar til þess að hlutverk lífeyrisaukasjóðs og varúðarsjóðsins sé bundið við það að bæta sjóðfélögum þá skerðingu sem leiði af upptöku aldurstengdrar réttindaávinnslu og því að lífeyrisaldur sé hækkaður um tvö ár. Alls óvíst sé að fjármunir sjóðanna dugi til þessa afmarkaða hlutverks. Þá sé lífeyrissjóðnum óheimilt að nýta þessa fjármuni ef eignir sjóðsins nægja ekki fyrir skuldbindingu hans. Komi sú staða upp sé gert ráð fyrir því að lífeyrisréttindi sjóðfélaga verði skert með almennum hætti samkvæmt sömu reglum o g gildi um almenna lífeyrissjóði á grundvelli laga nr. 129/1996. Þá byggir stefnandi á því að umdeild lagabreyting feli í sér brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Annars vegar felist mismununin í því að sjóðfélagar í Lífeyrissjóði opinberra s tarfsmanna sem ákváðu að vera áfram í B - deild sjóðsins árið 1997 njóti nú mun tryggari réttinda en þeir sem ákváðu að flytja sig yfir í A - deildina. Hins vegar sé í bráðabirgðaákvæði XII í lögum 1/1997, sbr. 7. gr. laga nr. 127/2016 þeim sjóðfélögum A - deild arinnar sem höfðu náð sextíu ára aldri við gildistöku laganna tryggður betri réttur en stefnanda, sem var tæplega 58 ára á sama tíma. Engin málefnaleg rök mæli með því að gera greinarmun á sjóðfélögum eftir því hvort þeir voru árinu eldri eða yngri á gildi stökudegi laganna. Aðal - og varakrafa stefnanda eru samhljóða að öðru leyti en því að í aðalkröfunni er því nánar lýst hvaða skerðingu á lífeyrisréttindum byggt er á að tjón stefnanda nemi. Í stefnu er því lýst að í aðalkröfunni felist að beðið verði eftir og séð að hverju marki lífeyrisréttindi verið skert í komandi framtíð í krónum talið . Varakrafan sé hins vegar byggð á því að metið verði, með fjármálafræðilegum matsaðferðum , hver áhrif það hafi á raunverðmæti réttinda stefnanda að þeim fylgi ekki l engur sú ábyrgð sem stefndi bar áður en umdeild lagabreyting tók gildi. Í báðum tilvikum vísar stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um kröfugerð af þessu tagi. III. Stefndi byggir aðallega á því að vísa skuli máli þessu frá dómi þar sem stefnand i haf i ekki lögvarða hagsmuni af af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 , enda hafi stefnandi ekki leitt nægar líkur að því að hún hafi orðið fyrir tjóni af völdum umdeildra breytinga sem gerðar voru á lögum nr. 1/1997 með lögum nr. 127/2016 . 7 Þá felist í kröfum stefnanda almenn álitsbeiðni um lögfræðilegt efni sem sé í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. sömu laga. Kröfugerðin sé öll byggð á atriðum sem ekki séu komi n fram og óvíst og ólíkle gt sé að muni koma fram. Í öðru lagi sé kröfugerð stefnanda svo óskýr að hún standist ekki kröfur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Aðal - og varakrafa stefnanda séu samhljóða en í aðalkröfunni sé auk þess gerð grein fyrir því í hverju ætlað fjártjón felist . Það sé í raun um málsástæðu að ræða innan sjálfrar kröfunnar sem standist ekki áskilnað nefnds lagaákvæðis um skýrleika kröfugerðar samkvæmt . Til vara krefst stefnandi sýknu af kröfum stefnanda. Byggist sú krafa í fyrsta lagi á aðildarskorti til varnar þ ar sem Lífeyrissjóði starfmanna ríkisins beri skylda til greiðslu þeirra lífeyrisréttinda sem stefnandi byggir á að hafi verið skert. Í annan stað er sýknukrafan á því byggð að breytingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga í A - deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsm anna, sem gerðar voru með lögum nr. 127/2016, hafi verið lögmætar og brjóti ekki í bága við eignar r éttindi stefnanda sem varin séu af 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Breytingarnar hafi verið almennar og málefnalegar , gætt hafi verið meðalhófs og jafnræ ðis. Þá hafi verið gripið til margvíslegra ráðstaf a na til að verja áunnin réttindi sjóðfélaga. Komi til þess að skerða þurfi réttindi sjóðfélaga taki það jafnt til allra sem voru undir 60 ára aldri við gildistöku laganna. Ennfremur byggir stefndi á því að lífeyrisréttindi stefnanda séu jafn trygg fyrir og eftir lagabreytinguna. Meðal markmiða með lagabreytingunni hafi verið að gera Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna sjálfbæran til framtíðar , sem ekki hafi verið reyndin með því f yrirkomulagi sem áður gilti, og samhliða því hafi verið gripið til ráðstafana til að bæta fyrir óvissu um áunnin réttindi með því að stofna svokallaðan varúðarsjóð. Sé sjóðurinn í raun ígildi þeirrar ábyrgðar sem fólst í 4. mgr. 13. gr. laga nr. 1/1997. Fj ármunir sem lagðir hafi verið í þann sjóð og lífeyrisaukasjóðinn leiði til þess að réttindi stefnanda séu í reynd jafn trygg í nýju kerfi og áður var. Að endingu hafnar stefndi því að umdeild lagabreyting feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar . Ósannað sé að það hafi verið ákvörðunarástæða stefnanda þegar hún færði sig í A - deild lífeyrissjóðsins árið 1997 hvernig ábyrgð á réttindum í A - og B - deild var háttað. Þá geti hún ekki hafa haft réttmætar væntingar til þess að aldrei kæmi til þess að lag aumhverfi lífeyrissjóðsins yrði breytt. Jafnframt sé því hafnað að sérstök ákvæði um þá sem náð höfðu 60 ára aldri við gildistöku laganna feli í sér brot á jafnræðisreglu. Þeir sem höfðu náð þeim aldri hafi notið lífeyrisgreiðslna eða öðlast rétt til slíkr a 8 greiðslna. Viðurkennd regla sé að réttur þeirra sem njóti virkra lífeyrisréttinda sé meiri en annarra og byggi st ákvæði ð á þeim sjónarmiðum. IV. Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefnda verði hrundið. Byggir hún á því að réttfarsskilyrði komi ekki í veg fyrir að dómara beri að taka ágreining aðila til efnislegrar úrlausnar. Stefnandi eigi stjórnarskrárvarin rétt á því að leyst verði úr kröfu hennar fyrir dómi, sbr. 70. gr. stjórnarskrár innar . Hún hafi orðið fyrir tjóni þegar réttindi hennar í l ífeyrissjóði ríkisstarfmanna hafi verið gerð ótryggari en áður með lagabreytingu sem gekk í gildi 1. júní 2017, sbr. lög nr. 127/2016. Sú löggjöf hafi leitt til þess að réttur hennar til lífeyrisgreiðslna hafi upp frá því orðið ótryggari og þar með rýrari að verðmætum. Sú ákvörðun sem valdið hafi stefnanda tjóni sé lagasetningin sem slík og því beri að miða tjónsatburðardag við gildistökudag laganna. Í kröfugerð stefnanda felist því ekki beiðni um að leyst verði úr lögspurningu heldu r viðurkenning á því að löggjafinn hafi bakað henni tjón sem stefndi beri skaðabótaskyldu á. Jafnvel þótt enn sé óvíst hvort löggjöfin muni leiða til þess að lífeyrisréttur hennar skerðist í raun , og þá hve mikið, beri henni nauðsyn til að fá viðurkennda bótaskyldu stefnda nú þe gar. Reglur fyrningarlaga komi í veg fyrir að henni verði unnt að koma þeirri kröfu að fyrir dómi á síðari stigum, sbr. 9. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007 , og reglur um tómlæti kunni jafnvel að leiða til sömu niðurstöðu . Stefnandi hafi sýnt fram á með fulln ægjandi hætti að líkur séu á tjóni enda liggi fyrir að tilgangur umdeildrar lagasetningar hafi verið sá að skerða réttindi sjóðfélaga . V. Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningar á bótaskyldu stefnda vegna tjón s sem hún kveður leiða af setningu laga nr. 127/2016, um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna nr. 1/1997 . Í atvikalýsingu dómsins er gerð grein fyrir megindráttum þeirra breytinga sem stefnandi byggir bótakröfu sína á. Með 2. mgr. 25. gr . laga nr. 91/1991 er aðila veitt færi á að fá skorið úr um tilvist eða efni réttinda , enda eigi hann lögvarinna hagsmuna að gæta með að fá úrlausn um það atriði. Engum vafa er undirorpið að lífeyrisréttindi stefnanda , sem myndast hafa á grunni iðgjalda he nnar í Lífeyrissjóð opinberra starfmanna, eru eignar r éttindi í skilningi 1. mgr. 9 72. gr. stjórnarskrárinnar. Kann hún þar af leiðandi að eiga lögvarða hagsmuni af því að fá úr því skorið hvort þau hafi verið skert með ólögmætum hætti. Eitt meginmarkmið ið með umdeildri löggjöf er að jafna lífeyrisréttindi á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og er það gert með því að færa lífeyris réttindi í A - deild Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna í meginatriðum til þess horfs sem er á almenna vinnumarkaðnum. Meðal þess sem gert var til að ná því markmiði var að fella brott ákvæði 4. mgr. 13. gr. laga nr. 1/1997, sem í reynd fól í sér ábyrgð launagreiðanda á skuldbindingum A - deildar lífeyris sjóðsins , og í þess stað kveða á um að sú deild skuli starfa á grundvelli laga nr. 129/1997 , um skyldutryggingu lífeyrissjóða og starfsemi lífeyrissjóða , sbr. ákvæði til bráðabirgða VII í lögum nr. 1/1997 . Samkvæmt ákvæðum laga nr. 129/1997 hvílir áhætta og ábyrgð á starfsemi lífeyrissjóðsins á sjóðfélögum , sbr. 39. gr. laganna, sem m.a. leiðir til þess að lækka þarf lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga komi til þess að eignir sjóðsins dugi ekki til að mæta lífeyrisskuldbindingum hans , svo sem nánar er mælt fyrir um í nefndum lögum og samþykktum hvers lífeyrissjóðs se m starfar á grundvelli þeirra. Á skilnaður 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um lögvarða hagsmuni hefur jafnan verið skýrður á þann veg að aðili sem krefst viðurkenningar á bótaskyldu gagnaðila verði að leiða nægileg ar líku r að því að hafa orðið fyrir tjóni, án þess að gerðar séu kröfur til fullrar sönnunar á umfangi þess . Að auki hvílir á stefnanda , eins og endranær, sönnunarbyrðin fyrir því að önnur skilyrði bótaábyrgðar séu fyrir hendi . Fyrir liggur að stefnandi hefur ekki enn hafið töku lífeyris og hefur því ekki orðið fyrir neinu tjóni . Þá liggur jafnframt fyrir að með umdeildri breytingu á lögum nr. 1/1997 er leitast við að tryggja að áunnin lífeyrisréttindi stefnanda , og annarra í sambærilegri stöðu, skerðist ekki í kjölfar lagabreytingarinnar. Vísast í þessu efni til þess sem rakið er í atvikalýsingu dómsins um greiðslur stefnda í sérstakan lífeyrisauka, varasjóð og framlag hans til A - deildar lífeyrissjóðsins til að koma áfallinni stöðu deildarinnar í jafnvægi, á grundvelli bráðabirgðaákvæða IX, X og XIII í lögunum . Samkvæmt því sem fram kemur í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 127/2016 er gert ráð fyrir því að framangreindar greiðslur stefnda tryggi að sérhver sjóðfélagi hald jafn verðmætum réttindum og í óbreyttu lífeyri skerfi. Jafnvel þótt fallast megi á það með stefnanda að þrátt fyrir framangreint sé ekki útilokað að hún kunni að verða fyrir tjóni , þá hefur hún ekki lagt fram nein gögn eða með öðrum hætti leitt líkur að því að þessi framangreind úrræði séu eða muni ver ða ófullnægjandi til að verja þau 10 réttindi sem hún hefur þegar áunnið sér. Því er me ð öllu ósannað að umdeild breyting á lögum um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna muni leiða til tjóns fyrir stefnanda. Þá er ekki hald í þeirri málsástæðu stefnanda að ákv æði fyrningarlaga nr. 150/2009 geti leitt til þess að krafa hennar komist að í þeim búningi sem hún er sett fram. Í fyrsta lagi hagga ákvæði þeirra laga ekki því skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 að leiða þurfi líkur að því að tjón hafi orðið til a ð unnt sé að krefjast viðurkenningar á bótaskyldu. Auk þess verður engu slegið föstu um það að upphafstími fyrningarfrest s kröfu af því tagi sem höfð er uppi sé frá fyrra tímamarki en því þegar unnt er að sannreyna, eða a.m.k. leiða fullnægjandi líkur að þ ví , að tjón hafi orðið. Með vísan til þess sem að framan er rakið er fallist á það með stefnda að skilyrði 2. mgr. 25. gr. skorti fyrir málshöfðun stefnanda. Verður máli þessu þegar af þe irri ástæðu vísa ð frá dómi og stefnanda gert að greiða stefn d a málsko stnað, sbr. 2 . mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sem telst hæfilega ákveðinn 650.000 krónur. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan . Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Sólve i g Ebba Ólafsdóttir, skal greiða stefnda, íslenska ríkinu , 650.000 krónur í mál s kostnað. Ingibjörg Þorsteinsdóttir.