Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. júní 2021 Mál nr. S - 1765/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) g egn Vidas Dermontas Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 23. mars 2021, á hendur Vidas Dermontas, kt. [...] , [...] , fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa þann 28. september 2018, að [...] í Reykjavík, haft í vörsl um sínum í sölu - og dreifingarskyni samtals 5.378,34 grömm af marhíúana og 51 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur og efni. Fíkniefnin voru haldlögð við leit lögreglu ásamt ræktunarbúnaði og öðrum munum í teng slum við framleiðsluna á ofangreindum degi. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni o g önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á samtals 5.378,34 grömmum af marhíúana, 51 kannabisplöntu, kolasíum, gróðurtjöl dum, viftum, bökkum, grindum, gróðurlömpum, ljósum og hitateppum , sbr. munaskrá nr. 132720, samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , með síðari breytingum.. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsi ns og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall í Lögbirtingablaði með lögmætum hætti . Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til 2 framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 18. mars 2021, hefu r ákærði ekki áður sætt refsingu . Brot ákærða er réttilega heimfært til refsiákvæða en brot gegn ákvæðum laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni geta varðað allt að 6 ára fangelsi, sbr. 5. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði h efur ekki áður sætt refsingu . Á hinn bóginn er litið til eðlis og umfangs brots ákærða. Brotið var vel skipulagt og ásetningur ákærða einbeittur en hann þurfti að koma sér upp sérútbúnaði í húsnæði sem hann hafði til umráða og leggja mikla vinnu í ræktun þ eirra fíkniefna sem um ræðir. Þá er einnig litið til þess mikla magns fíkniefna sem ákærði hafði í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Verður framangreint metið ákærða til refsiþyngingar, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindum atriðum, sakarefni málsins og að virtum sakarferli, ákærða, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 51 kannabispl anta , 5.378,34 grömm af maríhúana, gróður lampar, kolasíur, viftur, bakkar, grindur, ljós og hitateppi, allt samkvæmt munaskýrslu lögreglu nr. 132720 . Ákærði greiði 313.108 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari fyrir Kára Ólafsson að stoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Vidas Dermontas , sæti fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs ríkissjóðs 51 kannabisplant a, 5.378,34 grömm af maríhúana, gróðurlampar, kolasíur, viftur, bakkar, grindur, ljós og hitateppi, allt samkvæmt munaskýrslu lögreglu nr. 132720 . Ákærði greiði 313.108 krónur í sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir