Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. janúar 2021 Mál nr. S - 7787/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Kristján i Erni Kristjánss yni ( Jón Ögmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 24. nóvember 2020, á hendur Kristjáni Erni Kristjánssyni, [...], [...] , [...] , fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 28. ágúst 2018, að Efstalandi 14 í Reykjavík, haft í vörslum sínum , í sölu - og dreifingarskyni , 13 stykki af kannabisplöntum , 215,34 g af kannabislaufum og 0,85 g af maríhúana og hafa um nokkurt skeið f ram til þess dags ræktað greindar plöntur. Lögregla lagði hald á allt framangreint við húsleit hjá ákærða. [...] Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 13 stykkjum af kannabisplöntum , 215,34 g af kannabislaufum og 0,85 g af maríhúana, sem lögreglan lagði hald á, samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 . Þá er krafist upptöku á 4 ledljósum, 2 halogenljósum, 4 straumbreytum og halogenlampa með vísan til 7. mgr. 5. gr. sömu laga, en þessir munir voru notaðir til framleiðslu kannabisplantanna. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. 2 Farið var með mál þetta sa mkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sa nnað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 19 . nóvem ber 2020, kemur sakaferill hans ekki til skoðunar í máli þessu. Með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 13 stykki af kannabisplöntum, 215,34 g af kannabislaufum og 0,85 g af maríhúana , auk fjögurra ledljósa, tveggja halogenljósa, fjögurra straumbreyta og halogenlampa sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Verjandi ákærða krefst ekki málsvarnarþóknunar. Ákærði greiði 162.246 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins f lutti málið Sonja H. Berndsen aðstoðarsaksóknari Gyð u Ragnheið i Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Kristján Örn Kristjánsson , sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Gerð eru upptæk til ríkissjóðs 13 stykki af kannabisplöntum, 215,34 g af kannabisla ufum, 0,85 g af maríhúana , fjögur ledljós, tvö halogenljós, fjórir straumbreyt ar og halogenlamp i. Ákærði greiði 162.246 krónur í annan sakarkostnað. Arna Sigurjónsdóttir