Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 20. september 2021 Mál nr. S - 1370/2021: Ákæruvaldið (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur, o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 30. ágúst 2021, er höfðað með ákæru, útgefinni af lög reglu - stjóranum á höfuðborgarsvæðinu 9. mars sama ár, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] brot gegn lögreglu lög um með því að h afa, þriðjudaginn 19. mars 2019, óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðal inngangi Alþingis, að Kirkjustræti í Reykjavík, og í kjölfarið hindrað lög reglu menn að störfum með því að stíga í veg fyrir þá er þeir voru að færa handtekinn mann í átt að lög reglubifreið á vettvangi. Telst brot þetta varða við 19. gr., sbr. 2. mgr. 15. gr., og 21. gr., sbr. 44. gr. lög reglu laga nr. 90/1996. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar Ákæran var birt 18. mars 2021 og málið þingfest 7. apríl sama ár. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærði krefst þess aðal lega að hann verði sýkn aður af ákæru en til vara að honum verði ekki gerð refsing. Þá er gerð krafa um að allur sakar - kostn aður málsins verði felldur á ríkissjóð, þar með talin máls varnarlaun skipaðs verjanda hans. 2 II. Málsatvik: Þriðjudaginn 19. mars 2019 var óskað eftir aðstoð lög reglu við Alþingi þar sem hópur fólks hafði safnast saman við innganga og bifreiðageymslu Alþing húss ins og tengi bygg - inga. Hóp urinn var kominn til að mótmæla að gerð um stjórn valda sem tengd ust brott vís - un um sækjanda, einum eða fleiri, um alþjóðlega vernd. Beiðnin um lög reglu aðstoð barst frá þing vörðum og laut hún að því að lög regl a hlutaðist til um að aðgengi að þing húsinu yrði óheft. Í framhaldi var ákveðið að aðgerðir lögreglu miðuðu að því að tryggja aðgengi og umferð fólks um aðalinngang hússins, sem er í viðbyggingu við Alþingis húsið, Skál - anum við Kirkju stræti, geg nt Austur velli. Samkvæmt frumskýrslu var hópnum gefin ítrekuð fyrirmæli um að fara frá téðum inn - gangi. Þá var þeim fyrirmælum fylgt eftir með því að lögreglumenn ýttu við þeim sem ekki létu sér segjast, auk þess sem viðkomandi voru varaðir við valdbeit ingu og mögu - legum eftirmálum innan refsivörslukerfisins ef ekki væri farið að fyrirmælum lög reglu. Leiddi þetta meðal annars til þess að ákærði, sem var meðal mótmælenda, var hand tek inn og færður á lögreglustöð. Þá voru tvö önnur úr hópnum einnig hand tekin á svipuðum tíma. Ákærði gaf skýrslu síðar sama dag með réttar stöðu sakbornings þar sem hann neitaði sök og kvaðst ekki hafa óhlýðnast fyrir mælum lögreglu. Ákærði var í framhaldi látinn laus úr haldi lög reglu en samhliða var honum boðið að ljúka má linn með því að gangast undir greiðslu fésektar hjá lögreglu stjóra. Ákærði hafnaði því boði. Meðal rannsóknargagna er mynd - og hljóðupptaka af umræddum atvikum sem hafði verið birt opinberlega á vefsíðu fjölmiðils í tengslum við fréttaflutning á þeim tí ma. Á upp tökunni kemur meðal annars fram að lögregla hafi í greint skipti endurtekið gefið fyrr greind fyrir mæli og viðvaranir á íslensku þess efnis að þau ættu að að færa sig frá téð um aðalinngangi. Þá sést þegar fólkið virðist ekki fara eftir fyrirmæ lum lögreglu um að færa sig frá og sést þar sem það stendur að mestu kyrrt með hendur upp í loft með framvísandi lófa. Meirihluti hópsins, eða langflestir, sjást vera með límborða festan yfir munn og þá sjást áletranir í lófum þeirra. Á upp tök unni sést meðal annars til ákærða í tengsl um við þessi atvik þar sem hann kemur að téð um inngangi og virðist standa þar eða nálægt þar til hon um og fleirum er ýtt til hliðar samhliða fyrirmælum lögreglu. Einnig sést hann síðar í upp töku ganga fyrir lögreglumenn , bakk andi á hægum gönguhraða og andspænis þeim með báðar hendur á lofti þar sem hinir síðarnefndu eru að færa hand - tekna manneskju úr hópnum í lög reglu bifreið. Síðan sést þar sem ákærði er einnig hand - tekinn á svipuðum tíma og færður í lög reglu bif r eið. 3 Ákærði gaf aðra skýrslu 25. ágúst 2020 með sömu réttarstöðu og áður þar sem hann að nokkru leyti tjáði sig frekar um sakarefnið út frá fyrrgreindri upptöku en vísaði að öðru leyti til fyrri framburðar. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði bar meðal annars um að umrædd mótmæli hefðu verið ein af mörgum á þeim tíma sem atvik áttu sér stað. Hópur af hælisleitendum hér á landi hefði komið saman til að krefjast grundvallar mannréttinda. Þá hefði þeim fylgt stuðningshópur og ákærði verið meðal þ ess fólks. Hópurinn hefði fyrr um daginn hist í Iðnó við Vonarstræti og undirbúið mót mælin. Um hefði verið að ræða friðsamlegan mótmælagjörning en lögregla hefði áður verið búin að koma fram við þau af hörku þegar þau voru við mótmæli. Þau hefðu þennan ti ltekna dag ákveðið að haga gjörningnum með þeim hætti að vera með hendurnar upp í loft auk þess að vera með skrifuð skilaboð í lófunum, stop deport ation . Þá hefðu allir þátttakendur verið með límband fyrir munninum. Markmiðið hefði verið að koma á framfær i nánar tilgreindum kröfum varðandi stöðu flóttamanna í land inu. Engin hætta hefði verið á ferðum, mótmælin verið friðsamleg og þau snúist um mannúð og samstöðu. Hópurinn hefði til að byrja með skipt sér upp og tekið stöðu við inn ganga Alþinghússins og v iðbygginga þess. Tilgangur inn hefði verið að allir sem ættu leið um myndu sjá skila - boðin. Þá hefði hópur inn ekki verið að hindra neinn í því að fara um. Allur hópurinn hefði einhverju síðar safnast saman við aðalinnganginn en það hefði verið þegar lögregla var komin á stað inn. Ákærða hefði verið ýtt frá ásamt öðrum og þeim sagt að þau mættu ekki standa á þeim stað þar sem þau voru. Þau hefðu ekki verið að hindra neinn í því að ganga inn eða úr húsnæðinu og sæist það vel í myndupptöku. Eftir það hef ði ákærði, ásamt fleirum, staðið til hliðar við innganginn og honum ekki fundist hann fá nein frekari fyrir mæli. Þá hefði enginn af lögreglu talað beint við ákærða. Honum og fleirum hefði verið ýtt frá af lögreglu og hún talað almennt til hópsins. Hvað fy rirmæli lögreglu varðar þá kvaðst ákærði hafa skilið þau með þeim hætti að mót mælendum væri ekki heimilt að standa fyrir framan téðan aðal inngang og að lögregla hefði skil greint svæðið sem bannað væri að vera á með þeim hætti. Hann hefði hins vegar ekk i talið sig vera fyrir neinum þegar hann var búinn að færa sig til hliðar. Það sem síðan hefði gerst var að einn úr hópnum var handtekinn og færður í lögreglu - bifreið. Þá hefði það gerst einhverju síðar að önnur úr hópnum, A , hefði spurt lögreglu 4 hvort un nt væri að endurtaka fyrir mælin á ensku. Lögregla hefði þá handtekið A . Ákærða hefði verið mjög brugðið við að sjá það gerast. A hefði aðeins verið að biðja um tillit semi lögreglu í garð þeirra útlendinga sem voru á staðnum og skildu ekki íslensku. Lögre glumennirnir hefðu fært A að lög reglu bifreið og ákærði þá gengið fram hjá, snúið sér að þeim og haft hendur uppi og lím band fyrir munni, eins og áður, samhliða því að hann gekk aftur á bak allan tímann. Fyrir honum hefði aðeins vakað að leita skýringa á handtökunni en ekki að hann ætlaði að stöðva lögreglu eða hindra téða handtöku. Þá hefði engin hætta stafað af honum. Þetta hefði hins vegar leitt til þess að hann var líka handtekinn og án þess að honum væru gefin fyrirmæli um að hann mætti ekki vera á þeim stað sem var kominn á. Eftir það hefði honum virst af tali lögreglu, til að byrja með, að ekki væri fullkomin vissa um hvort hann væri handtekinn eða hvort næg ástæða væri fyrir handtöku. Hann hefði í framhaldi verið færður á lögreglustöð og vist aðu r í fangageymslu. Þá hefði komið til nánar tilgreindra sam skipta við lögreglu varð andi lög - manns aðstoð þegar ætlast var til að hann gæfi skýrslu í þágu rannsóknar sakamáls á hendur honum vegna fyrrgreindra atvika. 2. Aðalvarðstjóri nr. B bar meðal annars um að þingverðir Alþingis hefðu óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mótmælenda sem voru búnir að taka sér stöðu fyrir framan og aftan þinghúsið, viðbyggingu þess og bílakjallara og loka fyrir inn - og útganga. Lögregla hefði farið skjótt á staðinn og rætt við yfirmann þingvarða. Þingverðir hefðu óskað eftir að lög regla myndi sjá til þess að aðal inngangi yrði haldið opnum en annað yrði látið eiga sig. Mótmælendur hefðu verið taldir valda truflun á staðnum og fólk í þinghúsinu veigrað sér við að fara i nn og út. Mótmælendur hefðu ekki verið með læti en þeir verið búnir að taka sér stöðu við húsnæðið með fyrrgreindum hætti. Lögreglumenn hefðu til að byrja með verið þrír talsins en fleiri hefðu síðan bæst við. Fyrrgreind beiðni frá þing vörð um hefði borið brátt að og því hefði lögregla ekki verið með sér stakan undirbúning og ráðrúm ekki gefist til lokunar með girðingu eða til sýnilegra merkinga. Lögregla hefði rætt almennt við mót mælendur og gefið fyrirmæli um að hópurinn ætti að færa sig frá aðal - inngan gi. Fyrir mælin hefðu verið á þá leið að hópurinn átti að færa sig til hliðar og síðan lengra frá inn ganginum. Þá hefði þeim sem færðu sig til hliðar verið gefin aftur fyrir mæli um að færa sig. Mótmælendur hefðu hins vegar verið að koma til baka og taka sér stöðu að nýju við inn gang inn þrátt fyrir skipanir lögreglu. Byrjað hefði verið á því að gefa skip anir en síðan hefði verið farið út í það að ýta fólki frá. Lög regla hefði verið að standa vörð um þing helgi Alþingis en tilgangurinn hefði ekki veri ð að banna fólk inu að mótmæla. Fyrir mælin hefðu verið margítrekuð en mót mæl endur ekki farið eftir þeim. Það hefði meðal annars leitt til þess að fólk var handtekið á staðnum. Ákærði hefði verið hand tekinn þar sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu, auk þess sem hann hefði 5 gengið í veg fyrir lög reglu þegar verið var að færa annan sem var handtekinn í lög reglu - bifreið. Áður hefði verið búið að gefa ákærða skipanir og ýta við hon um en hann hefði síðan verið að hindra handtöku með fyrr greindum hætti. Handtakan hefði því átt rétt á sér og full reynt með vægari úrræði. 3. Aðalvarðstjóri nr. C bar meðal annars um að hafa verið stjórnandi lögreglu á vettvangi í umrætt skipti. Lýsti hann fyrrgreindri aðkomu lögreglu og samskiptum við þingverði á staðnum með svipuðum hætti og áður greinir um fyrrgreint vitni, aðalvarðstjóra nr. B . Mót mælendur hef ðu verið búnir að taka sér stöðu og hindra aðgengi að bílageymslu og aðal - og bakdyrum. Fólk inni í húsnæði Alþingis hefði veigrað sér við að fara út. Þing - verðir hefðu óskað eftir við lögreglu að mótmælendur yrðu færðir frá aðal inngangi. Lög - regla hefði til að byrja með verið fáliðuð en fleiri lögreglumenn hefðu síðar komið á stað inn. Við búnaður lögreglu hefði verið eftir því. Ekki hefði reynst unnt að afmarka svæði með girð ingu eða merkingum þar sem beiðni þingvarða bar brátt að. Reynt hefði verið a ð tala við mót mælendur og gefa þeim fyrir mæli. Það að lögregla var komin á stað inn hefði leitt til þess að aðrir mótmælendur, sem höfðu verið á bak við Alþinghúsið, færðu sig að aðal innganginum og tóku sér stöðu með hinum sem þar voru fyrir. Lögregla h efði rætt við og gefið mótmælendum fyrirmæli, sem hópi fólks, og kvaðst vitnið ekki muna sérstaklega eftir ákærða í því sam bandi. Fyrirmælin hefðu verið á þá leið að hóp - urinn átti að færa sig frá aðal inngangi svo að aðgengi væri óhindrað. Ljóst hefði verið hvað lögregla var að gera á staðnum. Þetta hefði síðan leitt til þess að farið var út í það að stugga við hópnum og ýta þeim í burtu. Fólkið hefði hins vegar ekki látið sér segjast þrátt fyrir marg ítrekuð fyrirmæli. Síðar hefði komið til hand töku þ riggja einstaklinga úr hópnum, þar með talið ákærða. Lögregla hefði verið að reyna að beina hópnum að horni þing hússins við Kirkju stræti þannig að nokkurt rými myndaðist við innganginn. Búið hefði verið að ýta fólk inu frá en þá hefðu aðrir úr hópnum en dur tekið verið að koma til baka og færa sig fyrir þannig að stangaðist á við fyrirmælin. Þá hefði fólkið, eftir fyrr - greindar handtökur, að lokum fært sig á þann stað sem því var ætlað að vera á. Hvað ákærða varðar þá hefði hann verið meðal hóps mót mæl enda og staðið til hliðar. Hann hefði síðan gengið í veg fyrir og truflað störf lög reglu þegar verið var að handtaka einn af mót mæl endum. Sú háttsemi ákærða hefði falið í sér hindrun við störf lögreglu og leitt til þess að hann var handtekinn. Hann hefð i þá verið búinn með alla sénsa. Áður hefði verið búið að ýta honum frá og hann verið bú inn að koma inn á svæði sem hann átti ekki að vera á. 4. 6 Vitnið A greindi meðal annars frá því að hafa tekið þátt í mótmælunum við umræddan aðalinngang. Hún he fði skilið fyrirmæli lögreglu á þá leið að mótmælendur ættu að fara frá aðalinnganginum. Margir úr hópnum hefðu hlýtt því en lögregla hefði verið með ruddaskap gagnvart þeim þar sem þau voru við sjálfsögð mót mæli. Hópurinn hefði hins vegar ekki fengið mik inn tíma til að færa sig og lögregla fljótt verið byrjuð að hrinda fólki frá. Þeim hefðu verið gefin fyrirmæli um að fara frá dyr unum við aðalinnganginn en ekki að þau ættu að færa sig á tiltekinn stað. Ákærði hefði ekki verið fyrir dyr unum á nein um tím apunkti og kvaðst vitnið telja að hann hefði allan tímann staðið hægra megin við dyrnar. Hún hefði ranglega verið handtekin á staðn um og ákærði á þeim tíma gengið með fram henni og lögreglu og hann verið á hreyfingu allan tímann. Hann hefði hvorki verið fyrir þeim né staðið kyrr og aldrei á neinn hátt reynt að hindra það að hún væri færð í lögreglu bifreið ina. 5. Vitnið D bar meðal annars um að hún hefði verið hluti af hópi téðra mótmælenda. Hún hefði framan af verið við bakhlið Alþingishússins en fært sig að aðal inngangi um það leyti sem lögregla byrjaði að handtaka mótmælendur. Kvaðst hún hafa séð vel til ákærða á staðn um. Hún hefði skilið fyrirmæli lögreglu á þá leið að hópurinn ætti að fara frá innganginum en hann mætti vera á þeim stað þar sem þeim var ýtt. Það hefði síðan ekki reynst vera nægjanlegt að mati lögreglu. Handtökurnar hefðu byrjað allt í einu en flestir í hópnum hefðu á þeim tíma verið komnir frá téðum inngangi. Atvik hefðu gerst hratt og handtökurnar verið ónauðsynlegar að hennar mati. Þá kvaðst vitnið ekki hafa séð hvort ákærði var fyrir lögreglunni þegar hann var handtekinn. IV. Niðurstöður: Samk væmt 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 11. gr. laga nr. 97/1995, eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Í 2. mgr. er kveðið á um að hver maður eigi rétt á að láta hugsanir sínar í ljós, en hann verði að ábyrgja st þær fyrir dómi. Er hér um víðtæka vernd tjáningarfrelsisins að ræða og hefur ákvæðið verið skýrt svo að í því sé fólginn réttur manna til að miðla upplýsingum með öllum formum tján - ingar. Frelsi þetta nær þannig bæði til prentaðs og talaðs máls, auk tjá ningar sem felst í annars konar athöfnum. Þá segir í 3. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 12. gr. laga nr. 97/1995, að menn eigi rétt á að safnast saman vopnlausir, en lögreglu sé heimilt að vera við almennar samkomur. Í niðurlagi greinarinnar kemur sí ðan fram að banna megi mann - fundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir. 7 Með fyrrgreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar er slegið föstum almennum rétti ein stak - linga til þess að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir með friðsamlegum hætti. Þá verða ákvæðin ekki túlkuð öðruvísi en svo að af þeim verði leiddur réttur hóps einstak linga til að nýta saman tjáningarfrelsi sitt með fundum eða sameiginlegum mótmælum, sbr. til hlið sjónar dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 65/1999 og 820/20 14 og dóm Lands - réttar í máli nr. 336/2019. Verða rétti þessum ekki settar skorður nema með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna rétt - inda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og s amrýmist lýð ræðis hefðum, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár innar, sem og 10. og 11. gr. mannréttinda sáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Samkvæmt 36. gr. stjórnarskrárinnar er Alþingi friðheilagt og má enginn raska friði þess né frelsi. Samkvæmt a - l ið 2. mgr. 1. gr. lögreglulaga er hlutverk lögreglu meðal annars að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu og vernda opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi. Þá greinir í e - lið sömu málsgreinar að hlutverk lögreglu sé að veita yfirvöld um vernd sam kvæmt fyrirmælum laga eða venju, eftir því sem þörf er á. Af þessu leiðir að lögreglu ber meðal annars skylda til að gæta að þinghelgi og starfs friði Alþingis, sem og halda uppi lögum og reglu og gæta að allsherjarreglu, eftir því sem við á. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. lögreglulaga er lögreglu meðal annars heimilt að hafa afskipti af borg urunum til að halda uppi almanna friði og alls herjarreglu. Þá er lögreglu, sam kvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar, í þessu skyni meðal annars heimilt að bann a dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að vísa á brott eða fjarlægja fólk o.fl. Þessu til viðbótar er meðal annars kveðið á um það í 19. gr., sbr. 44. gr., sömu laga, að almenningi sé skylt, að viðlagðri refsi ábyrgð, að hlýða fyrirmælum sem lögregla ge fur til að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. Ljóst er af efnislegu samhengi fyrr - greindra ákvæða í lögreglulögum að þau eru náskyld og verður að taka mið af því við túlkun. Jafnframt er ljóst af 1. mgr., sbr. 2. mgr., 15. gr. lög reglu laga að lögre glu eru veittar rúmar heimildir til íhlutunar í málefni borgaranna sé það mat hennar að aðstæður séu með þeim hætti að fullnægi skilyrðum framangreinda ákvæða. Verða aðgerðir lög - reglu að miða að lögmætu mark miði, svo sem að tryggja alls herjarreglu og me ga þær ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná því markmiði svo þær geti talist nauð syn - legar í lýðræðisþjóðfélagi og sam rýmanlegar lýð ræðis hefðum. Í málinu liggur fyrir að ákærði og fleira fólk kom saman við Alþingi, sem hópur, til að mótmæla stöðu flóttafólks hér á landi. Samkvæmt framburði ákærða höfðu mótmælin verið skipulögð fyrr um dag inn á nálægum stað og tóku mótmælendur sig saman um að safnast saman við Alþingi og hafa í frammi táknrænan gjörning, eins og áður er lýst. Var þetta liður í mótmælum sem fram fóru á almannafæri rétt fyrir utan húsnæði Alþingis. 8 Framan greind hátt semi telst ótvírætt til tjáningar í merkingu 73. gr. stjórnar skrárinnar. Af því leiðir að réttur þeirra til að hafa uppi slík mót mæli varð aðeins takmarkaður ef tir þeim skil yrðum sem greinir í 3. mgr. greinar innar og áður er lýst, enda færu mótmælin frið samlega fram eða ekki væri ugg vænt að af þeim leiddi óspektir, sbr. 3. mgr. 74. gr. stjórnar skrár innar. Ljóst er af framangreindri myndupptöku og framburð i ákærða að umræddir mót mæl - endur komu sameiginlega fram sem hópur fólks og var ákærði þar á meðal. Liggur fyrir að þau tóku sér stöðu fyrir téðum inngangi, auk þess sem þau færðu sig lítils háttar til hliðar á meðan aðrir úr hópnum færðu sig endur tekið aftur að inngangnum. Samhliða var lög regla að gefa fyrirmæli um að hópur inn ætti að færa sig frá inngangnum. Var því í raun á þeim tíma ekki verið að hlýða fyrir mælum lög reglu, eins og til var ætlast. Mót - mælin voru skipu lögð og var ákærði hluti af hó pn um. Verður hlutur hans ekki að greindur frá öðrum í þessu sam bandi og gat honum ekki dulist að lögregla var enn að gefa hópnum téð fyrirmæli þrátt fyrir að hluti hópsins hefði fært sig til hliðar. Einnig er ljóst af upp - tökunni að í aðdraganda þess að ákærði var hand tekinn hafði hann vikið nokkur skref frá hópnum og nálgast lög reglumenn, með sömu tákn rænu hegðun og áður, þegar þeir voru að færa annan mótmælanda úr hópnum á brott, fyrr greinda A . Hún hafði þá verið handtekin eftir að hafa haft sig í frammi gagn vart lögreglu. Verður að virða röð þessara atvika og stigmögnun í samhengi en þá var ítrekað búið að gefa ákærða og öðrum fyrr - greind fyrirmæli. Einnig er ljóst af upp tökunni að að gerðir lögreglu, heilt á litið, mið uðu að því að færa hópi nn lengra frá inn gangnum, auk þess sem þeim aðgerðum var ekki lokið þegar ákærði var handtekinn. Sam rýmist það og vætti aðal varðstjóra nr. C sem bar um það að mót mælendur hefðu að lokum fært sig á það svæði sem lögregla miðaði við og afmarkaðist við ho rn Alþingis húss ins, við Kirkju stræti, og það hefði náð fram að ganga eftir fyrr greindar handtökur. Heilt á litið var framganga mótmælenda, þar með talið ákærða, við téðan inngang og þar í kring til þess fallin að valda truflun og hindra umferð til og frá aðalinngangi Alþingis. Ljóst er af upptökunni að aðgengi að húsnæðinu var þó ekki alfarið hindrað þar sem sjá má á henni að fólk var að fara þar um með því að smeygja sér á milli mótmælenda og lögreglu. Verður því ekki talið að umrætt aðgengi hafi a ð öllu leyti verið hindrað með þeim mót mælum sem voru við innganginn. Hins vegar er ljóst af upptökunni að mót - mælin höfðu það í för með sér að fólki var gert erfitt um vik að ganga þar um. Einnig voru þau almennt til þess fallin að valda ótta og óróa ann arra borgara sem leið áttu um svæðið. Þá er ljóst, vegna þeirrar tilkynningar sem barst til lög reglu, og af vætti fyrr - greindra aðalvarðstjóra varðandi samskipti við þing verði, að af hálfu þingsins var þetta talið trufla aðgengi og valda ótta hjá starfs mönn um. Er því ljóst af framangreindu að 9 allsherjarreglu var í umrætt skipti raskað á svæðinu, eins og atvikum var háttað. Er það því mat dómsins að með hátt semi sinni hafi ákærði, heilt á litið, og fram að því að hann var handtekinn, átt þátt í því að t rufla aðgengi að hús inu og þar með óhlýðnast fyrir - mælum lögreglu um að færa sig frá téð um inngangi eins og til var ætlast. Verður því ekki fallist á með ákærða að hann hafi verið búinn að hlýða fyrirmælum lögreglu þegar hann var handtekinn. Er það mat dómsins að téð fyrir mæli hafi sam rýmst hlutverki og skyldum lögreglu gagnvart Alþingi, að tryggja aðgengi að hús næð inu, gæta að allsherjarreglu og halda uppi lögum og reglu á svæð inu. Þessu til viðbótar verður ekki á það fallist með ákærða að aðger ðir lögreglu hafi falið í sér bann við mótmælum eða skert tjáningar - og fundarfrelsi ákærða. Af vætti fyrrgreindra aðalvarðstjóra fyrir dómi, sem einnig má heyra á umræddri upptöku af atvikum, verður ráðið að mót mælendum var bent á að vera með mót mæli sí n annars staðar nálægt og var þeim bent í átt að fyrrgreindu svæði við umrætt horn við Alþingishúsið við Kirkjustræti. Af að stæðum á vettvangi, sem ráða má af fyrr greindri upptöku, er ljóst að nægilegt svig - rúm var fyrir mótmælendur til að koma saman og mótmæla annars staðar. Þá verður að ætla miðað við tímasetningar í gögnum málsins að mótmælin hafi þegar staðið yfir í nokkurn tíma þegar ákærði var handtekinn. Að mati dómsins er ekkert komið fram um að aðgerðir lögreglu hafi farið í bága við 3. mgr. 73. gr. stjórnar skrár innar né heldur að lögregla hafi gengið of langt til að ná því markmiði sem að var stefnt. Jafnframt verður að líta til þess við úrlausn málsins að það er meginregla íslenskrar stjórn skipunar, sbr. 60. gr. stjórnar skrár innar, að en ginn geti komið sér hjá því að hlýða yfir valds boði í bráð þótt hann vefengi heimildir stjórnvalda, sbr. til hliðsjónar dóma Hæsta réttar Íslands í málum nr. 387/1993 og 236/2008. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að lögfull sönnun hafi t ekist fyrir því að ákærði hafi óhlýðnast fyrir mælum lögreglu, eins og greinir í ákæru. Þá verður ekki fallist á með ákærða að fyrirmæli og aðgerðir lögreglu að öðru leyti í umrætt skipti hafi farið í bága við rétt hans til að mótmæla eða á annan hátt veri ð ólögmætar. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þann hluta ákæru sem varðar óhlýðni við fyrirmæli lögreglu og varðar brotið við 19. gr., sbr. 44. gr. lögreglulaga. Samkvæmt ákæru er ákærða einnig gefið að sök að hafa brotið gegn 21. gr. lögreglulaga með því að hafa hindrað lögreglumenn í störfum með því að stíga í veg fyrir þá þegar þeir voru að færa handtekinn mann í átt að lögreglubifreið á vettvangi. Er þar átt við A , sbr. fyrrgreinda umfjöllun. Framburður vitnisins A um þátt ákærða í tengslum við þes si atvik samrýmist ekki nægjanlega fyrrgreindri myndupptöku þar sem upp takan sýnir að 10 ákærði steig í greint skipti í veg fyrir umrædda lögreglumenn og gekk hægt aftur á bak fyrir framan þá með fyrrgreindri táknrænni hegðun. Þá verður ráðið af framburði vi tnisins D að hún hafi ekki séð nægjanlega þann hluta fyrrgreindra atvika sem að lokum leiddu til handtöku ákærða. Að mati dómsins telst því sannað út frá téðri upptöku, sem samrýmist einnig vætti fyrr greindra aðalvarðstjóra, að ákærði steig í veg fyrir um rædda lögreglumenn og gekk hægt aftur á bak fyrir framan þá , eins og áður greinir, á meðan þeir voru að færa hina handteknu í lögreglu bifreið. Þá eiga öll sömu rök og áður greinir um aðgerðir lögreglu í greint skipti einnig við um þennan hluta sakar efnis ins, þar með talið um lögmæti og að ekki hafi verið brotið gegn tjáningar frelsi ákærða og rétti hans til að mótmæla. Að öllu þessu virtu verður fallist á með ákæru vald inu að umræddir lög - reglumenn hafi sætt hindrun af hálfu ákærða þegar þeir voru að stö rf um, eins og greinir í ákæru. Til fleiri atriða þarf hins vegar að líta við mat á því hvort fyrrgreind háttsemi ákærða varði hann refsiábyrgð eins og ákæra er úr garði gerð. Samkvæmt 21. gr. lögreglulaga, sem ákært er fyrir, má enginn á neinn hátt tálma því að maður gegni lögreglustörfum . Orðalag fyrirsagnar með lagaákvæðinu, bann við að tálma lögreglu í störfum sínum , er rýmra en orðalag sjálfs lagaákvæðisins. Fyrirsögnin er hins vegar ekki hluti lagatextans og hefur því takmarkað gildi fyrir úrlausn má lsins. Við túlkun á lagaákvæðinu og hvort það nái utan um háttsemina, eins og henni er lýst í ákæru, er nauðsynlegt að líta til sögu - legs bakgrunns ákvæðisins. Í greinargerð segir aðeins að ákvæðið sæki fyrir mynd sína til 1. málsl. 3. mgr. 5. gr. þágildan di laga nr. 56/1972 um lögreglumenn, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1989. Til frekari skýringar þarf hins vegar að fara aftur til uppruna ákvæðisins í lögum sem rekja má aftur til ársins 1933 en sams konar lagaákvæði kom fyrir í 1. mgr. 7 gr. þágildandi laga nr. 92/1933 um lögreglumenn. Hið upprunalega lagaákvæði var svo - hljóðandi: Lögreglumenn ríkisins, hvort sem er í föstu starfi eða kvaddir lög reglunni til aðstoðar, eru sýslunarmenn ríkisins og njóta sömu verndar og aðstöðu og þeir menn sem gegna borgaralegri skyldu. Enginn má á neinn hátt tálma því, að maður gegni vara - lögreglustörfum. [...]. Efnislega sam hljóða ákvæði var í 1. mgr. 7. gr. þágild andi laga nr. 50/1940 sem leystu lögin frá 1933 af hólmi og í greinargerð var til skýringar vísað til hinna fyrri laga. Lög nr. 50/1940 voru síðar felld úr gildi með lögum nr. 56/1963 um lög reglu menn. Í 1. mgr. 6. gr. hinna síðarnefndu laga varð lítils háttar breyting á orðalagi ákvæð anna, svo - hljóð andi: Lög reglumenn, hvort sem eru í föstu starfi eða kvaddir lög reglunni til að - stoðar, eru opinberir starfsmenn og njóta sömu verndar og aðstöðu og þeir menn er gegna borgara legri skyldu. Enginn má á neinn hátt tálma því, að maður gegni lögreglu - störfum. [...] . Það var því með lögum nr. 56/1963 að ákvæðið var fært a ð núver andi mynd 11 með því að breyta orðalaginu varalögreglustörf yfir í lögreglustörf . Í greinar gerð með ákvæðinu segir að efnisleg merking þess hafi verið hin sama og í fyrrnefndu ákvæði frá árinu 1940. Um ástæður þessarar breytingar er ekki sérstaklega getið í greinar gerð með lög unum en við lögskýringu þarf að líta til þeirra breytinga sem að var stefnt með lög - unum frá 1963. Markmið þeirra laga var að mæta stórfelldum breytingum á sam göng um, um ferð og samkomuhaldi í landinu, auk krafna um aukna lög gæslu. Fram að setn ingu þeirra laga var sá háttur hafður á í landinu að kallaðar voru út sjálf boðaliðasveitir lögreglu þegar aukinnar löggæslu var þörf, sbr. Alþt. 1962, A - deild, bls. 171 og Alþt., 1939, A - deild, bls. 765. Í greinargerð með lögum nr. 56/ 1963 greinir meðal annars að þetta fyrir - komulag hafi á þeim tíma verið talið óraunhæft og að nauðsynlegt væri að koma á fót skipulögðu aðstoðar liði lögreglu til að mæta aukinni þörf fyrir löggæslu á álagstímum. Var það nánar útfært í 8. gr. laganna þar sem kveðið var á um héraðslögreglumenn og var þeim ætlað að gegna almennum löggæslustörfum í héraði þegar á þyrfti að halda, þar á meðal að halda uppi reglu á mannafundum og skemmtunum. Ennþá var gert ráð fyrir varalögreglumönnum, sbr. 4. gr. laganna, en þ eirra lið sinni var miðað við sérstök tilvik eða afbrigðilegar þjóðfélagsaðstæður, til dæmis við upp þot og óeirðir eða opin berar heim sóknir erlendra þjóðhöfðingja þar sem víðtækrar öryggisgæslu væri þörf. Að öllu framangreindu virtu má rekja fyrrgreind a orðalags breyt ingu við breyt ingu á tilhögun aðstoðarliðs lögreglu í landinu, eins og því var háttað á þeim tíma. Lögin frá 1963 voru felld úr gildi með lögum nr. 56/1972. Í 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. hinna síðari laga var ákvæðið efnislega samhljóða þv í sem það var í hinum eldri lög um. Þá kemur hið sama fram í greinargerð. Með breytingalögum nr. 64/1989 var laga ákvæð inu skipt upp í þrjár málsgreinar og var því ákvæði sem kom fram í 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna skipað í 3. mgr. sömu lagagreinar án orðalags breyt ingar. Með þessu var ákvæðið klofið og fært nær þeirri mynd sem það er í dag. Kemur og fram í greinargerð að 1. mgr. ákvæðisins væri samhljóða 1. málsl. 1. mgr 5. gr. og 3. mgr. væri sam hljóða 2. og 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. hinna eldri lag a, en að efnisleg breyting kæmi fram í 2. mgr. 5. gr. lag anna. Þá var þetta í samræmi við meginmarkmið lagabreyt ingar innar sem laut að því að tryggja að löggæsla reglubundins lögregluliðs yrði innt af hendi af mönnum sem lokið hefðu prófi frá Lögreglus kóla ríkisins. Er því ljóst að tilgangur lög gjafans með breyt - ingunni var ekki að víkka gildissvið eða efnislega merkingu málsliðarins með því að færa hann í sérstaka máls grein. Ber því að skýra 3. mgr. 5. gr. í tengslum við 1. mgr. sömu laga greinar. Að öllu þessu virtu og einkum þegar litið er til forsögu 21. gr. lögreglulaga má vera ljóst að sams konar lagaákvæði hafa framan af staðið í lögum í samhengi við heimildir lög - reglu til að kveðja sér til aðstoðar sérstaka aðstoðarmenn eða varalið. Þá ha fa ákvæðin í 12 tímans rás tekið mið af samfélagslegum breyt ing um og þróun sem hefur átt sér stað í landinu og starfsemi og skipulagi lögreglu. Verður því að draga þá ályktun að sú tálmun sem lögð er refsing við sam kvæmt 21. gr., sbr. 44. gr., lög reglu la ga taki fyrst og fremst til þeirrar háttsemi þegar maður er á einhvern hátt hindraður í því að gegna lög reglu störf - um sem hann hefur verið skipaður, ráðinn eða kvaddur til að gegna, sbr. 10., 20. og 28. gr. lögreglu laga. Ákvæðinu sé ætlað að standa vör ð um þá hags muni að þeir menn sem gegna lög reglu störfum, eða koma að þeim störfum á einn eða annan hátt, séu ekki á neinn hátt hindraðir í því að taka þau að sér, annast eða sinna þeim. Ákvæðið hverfist því fyrst og fremst um lagalega vernd starfssamban dsins og að því sé ekki á neinn hátt raskað. Þá sé ákvæðinu síður ætlað að ná utan um þá háttsemi þegar borgararnir setja sig upp á móti einstökum verkefnum eða skyldustörfum lögreglu sem birtist til að mynda í mót þróa eða tálmunum af ýmsum toga gagnvart lögreglumönnum. Í því sambandi verður og að líta til þess, almennt séð, að það hefur tíðkast áratugum saman í fram kvæmd æðra ákæru valds, í mál um sem varða ýmiss konar tálm anir og mót þróa borgar anna gagn vart störfum lög - reglu, að heim færa slík mein t brot í ákæru fyrst og fremst undir ákvæði XII. kafla almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940, sem brot gegn valdstjórninni, einkum 1. og/eða 2. mgr. 106. gr. þeirra laga. Þá hefur æðri dóma framkvæmd tekið mið af því. Ekki er hins vegar ákært fyrir meint va ld stjórnarbrot í því máli sem hér er til um fjöllunar og þá myndi slíkt mál heyra undir vald mörk héraðs saksóknara, sbr. b - lið 2. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá hefur málið ekki verið sótt og varið á þeim grund velli. Að öllu fram an greindu virtu er ljóst að hátt semi sú sem ákærða er gefin að sök sam kvæmt ákæru með því að hindra lög reglu menn að störf um, eins og greinir í síðari hluta verkn - aðar lýsingar ákæru, á ekki nægjan lega undir 21. gr. lög reglu laga. Verður ákærði því sýkn aður af því meinta broti sam kvæmt ákæru. Ákærði er fæddur í mars 1988. Samkvæmt sakavottorði, dagsettu 4. mars 2021, hefur hann ekki áður gerst brotlegur við refsilög og horfir það til málsbóta, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegninga rlaga. Tafir hafa orðið á meðferð málsins og verður tekið tillit til þess. Jafn framt horfir til málsbóta, sbr. 7. tölul. sömu málsgreinar, að allt bendir til þess að fyrir ákærða hafi vakað að standa vörð um mannúð og velferð fólks sem var í lög skiptum v ið stjórnvöld vegna beiðna um alþjóðlega vernd. Þá hefur ekkert komið fram um að hætta eða tjón hafi hlotist af háttseminni. Þessu til viðbótar verður ráðið af æðri dómaframkvæmd að við refsiákvörðun verði að taka sérstakt tillit til þess þegar brot af þei m toga sem hér um ræðir stendur í samhengi við atvik og tjáningarfrelsi sem áður er rakið. Að öllu þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refs ingar ákærða á þann hátt sem nánar greinir í dómsorði. 13 Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostnaðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Auðar Tinnu Aðalbjarnar dóttur lög - manns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast að mestu af tímaskýrslu 450.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Til sakarkostnaðar telst einnig þóknun til nefnds verjanda ákærða, Védísar Evu Guðmundsdóttur lögmanns, vegna vinnu á rann - sóknarstigi, sem ræðst að mestu af tímas kýrslu, 100.000 krónur, að meðtöldum virðis - auka skatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Vegna úrslita máls ins verður ákærði dæmdur til að greiða helming framangreinds sakar kostn aðar, 275.000 krónur með virðisaukaskatti, en helming ur sem út af stendur verður felldur á ríkissjóð. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Frestað er ákvörðun refsingar ákærða, X , skilorðsbundið í eitt ár frá uppsögu dómsins að telja og skal hún falla niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði samtals 275.000 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs, og er þar inni f alinn helm ingur málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Auðar Tinnu Aðal bjarnar dóttur lög - manns, sem í heild nema 450.000 krónum, og helmingur þóknunar tilnefnds verjanda, Védísar Evu Guðmundsdóttur lögmanns, sem í heild nemur 100.000 krón um. Að öðru l eyti greiðist sakar kostn aður úr ríkis sjóði. Daði Kristjánsson