Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 8 . september 2020 Mál nr. E - 1164/2018 : Garðyrkjumaðurinn ehf. ( Vífill Harðarson lögmaður ) g egn Græn u hlíð 19, húsfélag i , Halldór i Friðrik i Þorsteinss y n i og Friðrik i Jónss y n i ( Jónas Friðrik Jónsson lögmaður ) Dómur 1. Mál þetta var höfðað 5 . apríl 201 8 . Stefnandi er Garðyrkjumaðurinn ehf. . Stefndu eru Græn a hlíð 19, húsfélag, Halldór Friðrik Þorsteinss on og Friðrik Jónss on . Aðalmeðferð málsins fór fram 1 5. september 2020 og var málið dómtekið að henni lokinni. 2. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði dæmdir óskipt til að greiða stefnanda 4.946.781 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 2. febrúar 2017 til greiðsludags, allt að frádreginni 1.000.000 króna innborgun þann 3. mars 2018. Þá krefst stefnandi málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Stefndu krefjast sýknu af dómkröfum stefnanda og að stefnan di verði dæmdur til að greiða stefndu 3.674.450 krónur í málskostnað . 3. Atvik málsins eru þau að um sumarið 2016 tók stefnandi að sér verk fyrir eigendur fjöleignarhússins Grænuhlíðar 19 í Reykjavík við endurbætur á lóðinni umhverfis húsið. Verkið skyldi un nið eftir þá fyrirliggjandi teikningum Ástu Camillu Gylfadóttur landslagsarkitekts og stefndi Halldór Friðrik haf ði umsjón með verkinu fyrir húsfélagið og annaðist samskipti og samninga við verktaka fyrir hönd stefndu. Halldór Friðrik leitaði fyrst til Gunnar s Guðmundsson ar , eiganda Gröfu - og verkþjónustun n a r ehf., vegna fyrirhugaðra framkvæmda á bílaplani við húsið norðanvert og eftir tilvísun Gunnars til Yngva Sindrason ar , eiganda stefnanda , vegna annarra verkþátta sem stefndu vildu láta vinna . Stefnd u ó sk u ð u eftir tilboðum í verkið frá þessum aðilum en hvorki Gunnar né Yngvi treystu sér til að gera tilboð í verkið. Þetta mun hafa helgast af því að þeir töldu óljóst hvað verkið fæli nákvæmlega í sér og þá meðal annars hvaða aðgerðir 2 myndu reynast nauðs ynlegar við endurnýjun jarðefna . Niðurstaðan var ð sú að fyrirtæki þau sem Gunnar og Yngvi voru í forsvari fyrir tóku að sér að vinna verkið í tímavinnu og skipta með sér verkum en þó þannig að í einhverjum tilvikum myndu fyrirtækin bæði koma að sama verk hl uta. Ekki var gerður skriflegur verksamningur. Nokkrar breytingar urðu á verkinu á framkvæmdatímanum samkvæmt óskum stefnda , Halldórs Friðriks , en í byrjun september 2016 fór hann til langdvalar erlendis áður en stefnandi hafði lokið verkinu. Stefnandi gaf út tvo reikninga vegna starfa í þágu stefndu. Sá fyrri var gefinn út 24. ágúst 2016, að fjárhæð 3.014.578 krónur , og var reikningurinn greiddur af stefnda, Halldóri Friðriki, án athugasemda. Sá síðari var gefinn út 2. janúar 2017, að fjárhæð 4.946.781 kró na , og þann reikning hafa stefndu neitað að greiða . Eftir að stefnandi beindi greiðslukröfu að Grænuhlíð 19 húsfélagi mótmælti húsfélag ið kröfu nni sem allt of hárri og ósanngjarnri m eð bréfi, dagsettu 2. mars 2018 . Þar kom fram að auk þess a teldi húsfélagið að verkið hefði verið haldið göllum . H úsfélagið lýsti því yfir að það teldi sanngjarna lokagreiðslu fyrir verkið m eð tilliti til þessa vera eina milljón króna og er ekki ágreiningur um að stefndi greidd i stefnanda þá fjárhæð 3. mars 2018 . Stefnandi beindi í upphafi kröfum sínum að stefnda, Halldór i Friðrik i, sem hann taldi sig hafa samið við persónulega og stefndi honum, með stefnu 14. júlí 2017, til greiðslu hins vangoldna reiknings. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 2431/2017 , 29. janúar 2018 , komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að stefndi , Halldór Friðrik , h efð i komið fram í viðskiptum við stefnanda fyrir hönd húsfélags fjöleignarhússins að Grænuhlíð 19 og að með því að kröfu h efð i ekki fyrst verið beint að húsfélaginu væru e kki lagaskilyrði , samkvæmt 54. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 , fyrir ábyrgð stefnda , Halldórs Friðriks , persónulega og var hann því sýknaður að svo stöddu. Í framhaldi af því höfðaði stefnandi mál þetta. 4. Stefnandi byggir á því að samið hafi verið um að verkið yrði unnið í tímavinnu. Hann vísar til þess að fyrir liggi greinargóðar upplýsingar um það verk sem hann innti af hendi, framvindu þess og útkomu. Um þetta vísar stefnand i til tímaskýrslna sem fylgdu reikningu m hans en þar telur hann koma fram greinargóðar upplýsingar um það hvað hafi v e r ið gert og hversu langan tíma einstakir verkþættir hafi t e k ið . Stefnandi áréttar að tímaskýrslum h an s h afi ekki verið andmælt af hálfu stefndu, hvorki að því er varð i tímagjald né unnin verk. Þá bygg ir stefnandi jafnframt á því að stefndi , Halldór Friðrik , hafi fylgst vel með framvindu verksins og g e f ið fyrirmæli um og samþykk t einstaka 3 verkliði. Stefnandi telur sig hafa innt af hendi þau verk sem stefndu óskuðu eftir, og eigi þ ví rétt til endurgjalds samkvæmt útgefnum reikningum sem studdir sé u ítarlegum tímaskýrslum. Þá byggir stefnandi á því að umkrafin greiðsla fyrir verkið í heild, alls að fjárhæð 7.961.359 kr ónur , sé sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir það verk sem unni ð var. 5. Stefndu byggja á því að greiðslukrafa stefnanda sé ósanngjörn með hliðsjón af eðli og umfangi verksins, sbr. 28. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup , og krafa stefnanda um greiðslu fyrir vinnu og annan kostnað við verkið sé langt úr hófi fram. Þan nig sé sanngjarnt verð fyrir þjónustu stefnanda langtum lægri fjárhæð en þær 7.961.359 kr ónur sem stefnandi krefst fyrir verkið. Jafnframt telja stefndu að greiðsla sú sem innt h a f i verið a f hendi fyrir verk stefnanda, samtals að fjárhæð 4.014.578 kr ónur , sé meira en sanngjörn. Þá telja stefndu að þrátt fyrir að sundurliðun að baki reikningum stefnanda sé óljós megi sjá af henni að ekki sé um eðlilegar kröfur að ræða , og nefna ýmis dæmi þessu til stuðn in g s. 6. Stefndu byggja einnig á því að umkrafið verð sé ósanngjarnt með hliðsjón af þeim göllum sem hafi verið á umbeðnu verki og þeim mikla drætti sem hafi orðið á framkvæmdum. Þá byggja stefndu á því að, hvað sem öðru líði, hafi stefnandi brugðist skyldu sinni skv. 6. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Haf i stefnanda borið skylda til að upplýsa stefndu um það að verð á þjónustu hans myndi verða verulega hærra en ráð mátti fyrir gera. Það hafi stefnandi ekki gert og verð i hann að bera hallann af þeirri handvömm sinni, hvort heldur sem er við mat á því hvað t eljist vera sanngjarnt verð eða, eftir atvikum, við mat á lækkun á dómkröfu hans. 7. Stefndu telja verkið haldið ýmsum g ö ll um. Þannig hafi stefnandi ekki gert matjurtabeð í suðausturhluta grasfl a t a r sem teikning hafi gert ráð fyrir . I nngangur í garðinn að Gr ænuhlíð 19 að austanverðu sé þrengri en teikning gerði ráð fyrir og samið var um. Að mati stefndu leiði þetta til verulegs óhagræðis og takmörkunar á nýtingu . Við endurgerð trappa í kjallara hafi ekki verið hlaðinn veggur upp af hliðarvegg við kjallaratröp pur, eins og samið hafi v e r ið um og stefnanda mátt vera ljóst af fyrirliggjandi teikningu. Þvert á móti hafi hliðarveggur sem þar stóð verið brotinn niður. Stefndu telja að þannig hafi heildarmynd húss og lóðar raskast verulega frá því sem gert var ráð fyr ir og samið um 4 og aðkoman frá garði að kjallaratröppum aust anmegin hússins sé klúðursleg og jafnvel hættuleg vegna vöntunar á vegg eða tröppu, sem kalli væntanlega á að stefndu þurfi að kosta til að gera vegg þann sem stefnandi átti að gera. Þá hafi framkvæmdin á norðurhluta lóðar ekki verið í samræmi við teikningu og það sem samið var um. Þannig sé kantur við bílaplan hafður allt of aftarlega eða á lóðamörkum, en þar hafi átt að koma trjábeð í óslitinni línu á norðurenda lóðar. Að mati stefndu raska r þetta verulega heildarmynd og samhverfu lóðarinnar að norðanverðu. Þá skyldi reisa lága gróðurskjólgirðingu norðanmegin við beðið, á lóðamörkum , sem skyldi vera tímabundin vörn fyrir plönturnar fyrir norðanátt og átroðningi gangandi vegfarenda á fyrstu á runum meðan þær væru að komast á legg. Þetta hafi ekki verið gert og haf i plönturnar því verið óvarðar, sem samræmist ekki því sem samið hafi v e r ið um. Þá hafi stefnandi ekki farið eftir teikningu og því sem um hafði verið rætt varðandi gróðursetningu plan tna og það leiði til þess að beð séu fátækleg r i og veiti ekki sömu heildarmynd og til var ætlast . 8. Með hliðsjón af öllu framangreindu telja stefndu að þjónusta stefnanda hafi ekki verið í samræmi það sem um hafi v e r ið samið og stefnanda mátt vera ljóst af fyrirliggjandi teikningu og fundi með stefnda Halldóri Friðriki og landslagsarkitekti. Þá hafi stefnandi enga tilraun gert til að ráðgast við landslagsarkitekt, þó svo að hann hafi átt þess kost. Stefnandi hafi þannig ekki starfað af þeirri fagmennsku sem ætla hafi mátt og þjónustan því vikið frá því sem um var samið. Árangur verksins og notagildi sé minna fyrir eigendur Grænuhlíðar 19 en gert hafi verið ráð fyrir og verkið því gallað. Verði stefndu ekki sýknuð af kröfu stefnanda krefjast þeir skuldajöfnuna r á móti kröfu stefnanda sem nem i afslætti frá verði þjónustunnar sem svar i til gallans í samræmi við niðurstöðu matsgerðar. Þá telja stefndu að lækka beri kröfu stefnanda vegna þess dráttar sem varð á verkinu. Ekki sé eðlilegt að verkið hafi tekið fjóra m ánuði eða að stefnandi sinnti því ekki í sex vikur, en slík vinnubrögð sé u til þess fallin að auka kostnað með ósanngjörnum hætti. Þá hafi seinkunin valdið stefndu og nágrön n um þeirra óþarfa ama þar sem vélar, verkfæri, sandhrúgur, drasl o g þess háttar hafi verið í kringum húsið, á gangstétt og götu. 9. Stefndu telja að hafna beri kröfu stefnanda um dráttarvexti þar sem þeim hafi ekki borið að greiða ósanngjarna kröfu skv. 28. gr. laga nr. 42/2000, auk þess sem verkið sé haldið g ö ll um . Þá ligg i fyrir að st efnandi taldi rangan aðila vera greiðanda kröfunnar og beindi ranglega málssóknarhótun og máls s ókn að honum, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í 5 máli nr. E - 2431/2017 sem ekki var áfrýjað . Telja stefndu að stefnandi geti ekki gert kröfu um dráttarvexti vegna þess tíma e r hann beindi kröfum sínum að röngum aðila og get i stefnandi ekki varpað ábyrgð sinni í því efni yfir á aðra. Er sérstaklega mótmælt þeirri fullyrðingu stefnanda að lögmaður stefnda , Halldórs Friðriks, hafi komið fram fyrir aðra stefndu, áður en stefnandi höfðaði ofannefnt mál á hendur Halldóri Friðriki persónulega þann 19. júlí 2017 . Verði að einhverju leyti fallist á kröfu stefnanda telja stefndu því að með hliðsjón af atvikum málins beri að miða upphaf dráttarvaxta við málshöfðun, sbr. 4. mgr. 5 gr. vaxtalaga nr. 38/2001. 10. Stefndu ósku ðu undir rekstri málsins eftir því matsmaður yrði dómkvaddur til að legg ja mat á það hvert væri sanngjarnt endurgjald fyrir þjónustu stefnanda við endurbætur á lóðinni að Grænuhlíð 19 eins og hún var veitt og miða ð við eðli og umfang verksins í heild, að teknu tilliti til þess hvort þjónustunni hafi verið áfátt, eins og stefndu telja og nánar va r rakið í matsbeiðni. T il að framkvæma hið umbeðna mat var dómkvaddur Hermann Georg Gunnlaug sson, landslagsarkitekt og garðyrkjufræðingur . Í matsgerð hans frá 2 6 . júní 20 1 9 kemur fram, undir liðnum matsfundur, að matsþoli hafi á matsfundi 6. mars 2019 lagt fram greinargerð með skriflegum athugasemdum vegna matsbeiðni og lögmaður matsbeiðanda hafi gert athugasemdir við þess u nýju gögn . Matsmaðurinn kom fyrir dóm og staðfesti mat sitt og í skýrslu hans kom fram að hann hefði við matsgerð sína byggt á þeim gögnum sem fylgt hefðu matsbeiðni en óljóst virtist að hversu miklu leyti matsgerðin tæki mið af þeim sjónarmiðum sem af h álfu matsþola voru sett fram í skriflegum athugasemdum vegna matsbeiðni. Meginniðurstöður matsgerðarinnar eru þær að heildarkostnaður við verkið hefði s a mkvæmt kostnaðarmati matsmanns sem unnið var m.a. á grundvelli magntalna og framsetningar í teikningum Ástu Camillu Gylfadóttur landslagsarkitekts átt að nema alls sjö milljónum króna. Þá telur matsmaðurinn að á verkinu séu gallar sem varða i nngang í garðinn að Grænuhlíð 19 að austanverðu og frágang við aðliggjandi kjallaratröppur sem þurfi að lagfæra fyrir sem nemur 750 þúsund krónu m en auk þessa hafi stefnandi krafist of hárra greiðslna fyrir vinnuframlag fyrirsvarsmanns stefnanda og fyrir akstur. Alls telur mats maður inn að heildarkostnaður vegna galla og ofmetin n kostnaður nemi 2.050.000 krónum. 11. Aðilar allir gerðu frá öndverðu ýmsar athugasemdir og fyrirvara við matsgerðina. Stefndu, matsbeiðendur , lögðu þann 24. september 2019, samhliða framlagningu 6 matsgerðarinnar , fram skriflegar athugasemdir við ýmis atriði í matsgerð. Þar er fundið að því að í mats gerðinni sé metinn kostnaður vegna verkþátta sem Gröfu - og verkþjónustan ehf. hafi séð um fyrir stefndu, en ekki stefnandi , og auk þess kostnaður vegna þátta sem aldrei hafi komið til framkvæmdar. Þá kvarta matsbeiðendur yfir því að matsgerðin miði st við verðlag júní 2019 en ekki þegar verkið var unnið á síðari hluta árs 2016. Að mati stefndu þurfi því að leiðrétta heildarfjárhæð verks samkvæmt matsgerð með tilliti til þessa. Auk þess gera matsbeiðendur fyrirvara við óljósa umfjöllun í matsgerð um bre ytingar á útfærslum á grunnmynd lóðar og aukaverk. Matsþolinn, stefnandi , mótmælti einnig framsetningu mat s gerðar og setti fram ítarlegar skriflegar athugasemdir við niðurstöður hennar. Niðurstaða 12. Af því sem fyrir liggur um samskipti umsjónarmanns verkframkvæmda fyrir hönd húsfélagsins og fyrirsvarsmanns stefnanda verður ekki ráðið að stefndu hafi litið svo á að í teikningum Ástu Camillu Gylfadóttur landslagsarkitekts hafi falist ófrávíkjanleg fyrir mæli um það hvernig verk stefnanda í þágu stefndu skyldi útfært. Dómurinn tekur því undir það sem f ram kom við skýrslutöku af matsmanni að m argt í verkinu hafi verið mjög óljóst . Matsmaður taldi þetta eiga við bæði um það hvað skyldi unnið og það hvað hefð i verið unnið . Að hans mati voru bæði verkkaupi og verktaki ábyrgir fyrir þessu. Taka verður undir það að skýringar við færslur í tímaskýrslum stefnanda sem fylgdu reikningum hans eru óglöggar . Ljóst virðist að umsjónarmaður verkframkvæmda fyrir hönd húsfé lagsins gaf á verktímanum fyrirmæli um ýmsar breytingar á verkinu frá fyrirliggjandi teikningum og að nokkur af þeim atriðum sem stefndu telja nú til galla leiðir af slíkum athugasemdum. Umfjöllun matsgerðar um galla á verkinu verður að skoða í þessu ljósi . Þá er einnig , eins og að framan er rakið , óljóst að hversu miklu leyti matsmaðurinn tók tillit til þeirra athugasemda og ábendinga um aukaverk sem gerðarbeiðandi setti fram á matsfundi. Þó liggur fyrir , að mati dómsins , að í matsgerðinni eru þættir sem varða hluta þeirra verka sem sannað er að stefnandi vann í þágu stefndu v a nmetnir. Sögun af hatti á kantsteini er ekki hluti af mati matsmannsins . Þó er ekki ágreiningur um það með aðilum að stefnandi þurfti að taka að sér það aukaverk að mjókka hatt sem búið var að líma á hluta vegghleðslna með handsteinsög eftir á vegna óska fulltrúa verkkaupa sem taldi hleðsluna fallegri með þeirri mjókkun. Af því sem ljóst varð við vettvangsgöngu um umfang u ppt ö k u á hellum , h andgröft á skurði og lagning u 7 ídráttarröra undir hitalögn ásamt endurlögn á hellum , og ekki er ágreiningur um með aðilum að var unnið , er greinilegt að mati dómsins að þessi verkliður er stórlega vanmetin n af matsmanni. Að mati dómsins verður málatilbúnaður stefndu e kki studdur við niðurstöðu matsgerðar. Vísast um þetta auk ofangreinds til framkominna athugasemda aðila og til hins , að niðurstaða matsins um heildarumfang verksins víkur ekki svo verulega frá heildarfjárhæð reikningskrafna stefnanda að séð verði að reikn ingsgerð hans sé bersýnilega ósanngjörn. Sérstaklega verður þetta augljóst þegar litið er til þess sem að framan greinir , að í matsgerðinni eru þættir sem varða hluta þeirra verka sem sannað er að stefnandi vann í þágu stefndu vanmetnir. Í þessu sambandi v erður einnig að líta til þess að miðað við þá aðferð sem matsmaður valdi til að meta réttan heildarkostnað við verkið á ekki við að draga frá heildarfjárhæðinni, eins og matsmaður gerir , of háar greiðslur vegna vinnuframlags eða aksturs. Þá er að líta til þess hluta málatilbúnaðar stefndu sem varðar galla á verki stefnanda. 13. Gunnar Guðmundsson eigandi Gröfu - og verkþjónustunnar ehf. , sem eins og að framan er rakið vann að endurnýjun bílaplana og frárennslislagna og jarðvegsskiptum og fleiri verkþáttum við f ramkvæmdir í þágu stefndu, samhliða stefnanda, gaf skýrslu við aðalmeðferðina. Í skýrslu Gunnars skýrðist að nokkru fyrirkomulag samstarfs þeirra stefnanda við vinnuna í þágu stefndu. Þannig staðfesti Gunnar þá frásögn fyrir svars - manns stefnanda að starfsmenn stefnanda hefðu komið að ýmsum þáttum heildarverksins sem ekki er ráð fyrir gert í matsbeiðni stefndu eða niðurstöðu matsmanns. Á sama hátt skýrði Gunnar umfang aksturskostnaðar stefnanda með því að upplýsa að vörubifreið stefnanda var honum til reiðu til að fjarlægja uppgröft vegna verkþátta sem stefnandi kom ekki sjálfur að. Við aðalmeðferðina kom fram í skýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda og var staðfest með vætti Gunnars og virðist raunar ekki umdeilt með aðilum hver skýringin var á því að gera þurfti breytingar frá því sem gert hafði verið ráð fyrir varðandi inngang í garðinn að Grænuhlíð 19 að austanverðu og hliðarvegg við kjallaratröppur . Þannig kom í ljós við fram kvæmd ir austan við húsið að endurnýja þurfti frárennslislagnir frá húsinu og tvo brunna fyrir frárennsli og vatnsinntök sem tóku meira pláss en teikningar gerðu ráð fyrir. Þetta leiddi til þess að hnika þurfti til kjallaratröppum og færa þær sunnar en teikning ráðgerði. Um nauðsyn þessa er enginn ágreiningur með aðilum. Fyrir liggu r að þetta úrlausnarefni kom til eftir að umsjónarmaður með framkvæmdum fyrir hönd húsfélagsins var farinn til langdvalar erlendis án þess að neinum h efð i verið 8 falið að fylgjast með verkum í hans stað. Í ljósi þess sem að framan greinir og með hliðsjón af því hvernig úr verki var unnið verður af hálfu dómsins ekki fallist á þann málatilbúnað stefndu að verk stefnanda að því er varðar inngang í garðinn að Grænuhlíð 19 að austanverðu og frágang við kjallaratröppur sé gallað. Sú lausn sem stefnandi f a nn leiði r vissulega til þess að aðkoma að g a rðinum frá austri er þrengri en teikning gerði ráð fyrir en dóm urinn telur að bæði sé kostnaður við úrbætur miklu minni en stefndu vilja meina og eins verði stefnand a ekki um kennt . Þannig telur d ómurinn sannað að sú bre yting á útfærslu sem gerð var hafi verið nauðsynleg vegna aðstæðna sem vörðuðu endurnýjun brunna við frárennslis - og neyslulagnir hússins , sem upphaflegir uppdr æ ttir landslagsarkitekts gerðu ekki ráð fyrir og ekki geta verið á ábyrgð stefnanda. Aðrir meint ir gallar sem stefndu tilgreina og ekki hafa stuðning af matsgerðinni varða fyrst og fremst athugasemdir um verkþætti sem ekki voru framkvæmdir og því ekki krafist greiðslu fyrir af hálfu stefnanda og eru auk þess svo smávægilegir að ekki er þörf á að fjalla um þá sérstaklega. 14. Hvað sem líður ágreiningi aðila um meinta galla á verki stefnanda og mati á sönnun - argildi matsgerðar þeirrar sem stefndu reisa málatilbúnað sinn á verða úrslit máls þessa fyrst og fremst byggð á eftirfarandi : Fyrir liggur að eng in kostnaðaráætlun var gerð um verk það sem stefndu fólu stefnanda að vinna . Ekkert verðtilboð var gert og raunar enginn skriflegur verksamningur. Þá var e ngin verðáætlun gerð um verkið í skilningi 29. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup . Af þessu leiðir að ekki var samið um verð fyrir þá þjónustu sem stefn an di skyldi láta stefndu í té. Ber stefndu því, samkvæmt 28. gr. laga nr. 42/2000 , að greiða það verð sem stefn an di krefst, enda verði það talið sanngjarnt með hliðsjón af því hve vinnan var mikil og hve rs eðlis hún var. Stefn an di telur að fjárhæð sú sem hann krefst fyrir verkið samkvæmt reikningum, sem hann hefur gert stefndu , sé sanngjörn, en því er u stefndu ósammála . Stefndu bera sönnunarbyrði fyrir því að umkrafið verð sé ósanngjarnt. Þeim hefur ekki tekist sú sönnun og verða því dæmdir til að greiða kröfu stefnanda ásamt málskostnaði sem þykir hæfilega ákveðinn eins og greinir í dómsorði. Um upphafstíma d r áttarvaxta þykir rétt að miða við 1. mars 2018 , þegar einn mánuður var liðinn frá því að greiðslu krafa var sannanlega rétt fram komin g a gnvart öllum stefndu , sbr. 3. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/ 2001 . Af hálfu stefnanda flutti málið Vífill Harðarson lögmaður en af hálfu stefndu flutti málið Jónas Fr. Jónsson lögmaður. Ástráður Haraldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 9 Dómso r ð: Stefn d u , Grænahlíð 19, húsfélag, Halldór Friðrik Þorsteinsson og Friðrik Jónsson , in solidum , greiði stefnanda , Garðy rkjumanninum ehf. , 4.946.781 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1 . m ar s 201 8 til greiðsludags, allt að frádreginni 1.000.000 króna innborgun þann 3. mars 2018. Þá skulu stefndu greiða stefnand a 1.500.000 krónur í málskostn að. Ástráður Haraldsson