Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. febrúar 2020 Mál nr. S - 597/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Aron i Má Kjartanss yni ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 21. janúar 2020, á hendur: Fyrir eftirtalin þjófnaðarbrot með því að hafa: 1. Fimmtudaginn 23. maí 2019, í verslun Nettó í Mjódd, Reykjavík, stolið snyrtivörum og fæðubótarefnum, allt samtals að verðmæti kr. 7.216. [...] 2. Mánudaginn 11. mars 2019, í verslun Lyfju, Pollagötu 4, Ísafirði, stolið ilmvatnsglasi og lesgleraugum, samtals að verðmæti kr. 12.432. [...] Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Þá gerir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forsvarsmaður, , fyrir hönd Lyfju hf. kt. , kröfu um að ákærði verði dæmdur til þess að greiða kröfuhafa skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 12.432, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 11.03.2019, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, 2 sbr.9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá þeim degi t il greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutning s þóknun. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfil egrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvör ðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1990. Samkv æmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20 . janúar 2020 , á ákærði að baki nokkurn sakaferil, allt aftur til ársins 2007. Þann 4. mars 2019 var ákærða veitt reynslulausn í 2 ár, á eftirstöðvum refsingar sem ákveðin var með dómum 23. febrúar 2017, 14. september 2017 og 17. október 2017, samtals 360 dögum. Með brotum þeim sem ákærða er gefið að sök í máli þessu braut hann gegn skilyrðum þeirrar reynslulausnar. Af gögnum málsins má hins vegar ráða að ákærði var úrskurðaður af Fangelsismálastofnun til að afplána þær eftirstöðvar vegna rofs á sérskilyrðum reynslulausnarinnar og að hann hóf þá afplánun 13. júní 2019. Er því ekki ef ni til að taka eftirstöðvar reynslulausnarinnar upp í máli þessu. Vegna ákvörðunar refsingar í máli þessu verður litið til þess að ákærða er nú í fimmta sinn gerð refsing fyrir þjófnað eftir að hann varð fullra 18 ára gamall , innan ítrekunartíma í skilnin gi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði hefur á hinn bóginn skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og ber að virða honum það til málsbóta. Með hliðsjón af öllu framangreindu og sakarefni málsins og 77. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Að sakaferli ákærða virtum þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 105.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Engan annan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. 3 Í málinu er höfð uppi skaðabótakrafa af hálfu Lyfju hf. Þykja bótakröfur nægjanlega rökstuddar og verða teknar til greina, ásamt vöxtum sem í dómsorði greinir. Upphafsdagur dráttarvaxta er miðaður við þann dag er liðnir voru 30 dagar frá birtingu ákæru, sbr. og 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur aðstoða rsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Aron Már Kjartansson, sæti fangelsi í 30 daga . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 105.400 krónur. Ákærði greiði Lyfju hf. 12.432 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 11 . mars 2019 til 2 8 . febrúar 20 20 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Björ g Valgeirsdóttir