Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 20. febrúar 20 20 Mál nr. S - 5093 /2019: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Krist mundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari) gegn Kristel Stjörnu Bulow (Þorgils Þorgilsson lögmaður ) Dómur I. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 5. febrúar 2020, var höfðað með ákæru lögreglu stjórans á höfuð borgarsvæðinu , dags . 24. september 2019, á hendur Kristel Stjörnu Bulow, kt. [...] , [...] , [...] , [1.] Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 10. febrúar 2019, stolið úr versluninni Icewear, að Laugavegi 89 í Reykjavík, einu skópari að söluverðmæti 15.490 krónur. Mál nr. 007 - 2019 - 11640 Telst [...] þett a varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. [2.] Þjófnað með því að hafa, mánudaginn 11. febrúar 2019, stolið úr húsnæði Hlutverka - setursins, að Borgartúni 1 í Reykjavík, Acer fartölvu að óþekktu verðmæti. Mál nr. 007 - 2019 - 7283 2 Telst [...] þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga [...]. [3.] Rán með því að hafa, miðvikudaginn 13. mars 2019, stolið fatnaði að söluverðmæti 8.580 [krónur] úr verslun Icewear að Laugavegi 89 í Reykjavík, og er ákærða yfirgaf verslunina með fatnaðinn hótað starfsmanninum A , kt. [...] , líkams meiðingum með því að beina að henni hníf er A varnaði ákærðu útgöngu úr verslun inni, en ákærða komst í kjölfarið út úr versluninni með fatnaðinn meðferðis. Mál nr. 007 - 2019 - 14982 Telst [...] þetta varða við 252. gr. almennra hegningarlaga [...]. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærða játar háttsemi sam - kvæmt öllum ákæruliðum en heldur uppi vörnum varðandi 3. ákærulið og byggir á því að háttsemin sem þar er lýst eigi undir 244. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða krefst væg ustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa skip - aðs verjanda sem greiðist úr ríkissj óði og að tekið verði tillit til tímaskýrslu. II. Málsatvik: Varðandi 3. ákærulið, þá liggur fyrir að óskað var eftir aðstoð lögreglu að morgni þriðju dags ins 13. mars 2019 í verslun Icewear, Laugavegi 91, Reykja vík, vegna konu í annar legu ástandi. Lýsing á fatnaði konunnar fylgdi tilkynningu. Jafnframt kom fram að konan hefði verið með tvær ferðatöskur inni í versluninni og tekið vörur og farið með þær inn í mátunar klefa. Er lögreglumenn voru á leið á staðinn barst önnur tilkynning frá sömu verslun þess efnis að konan hefði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum verslunar innar þegar þeir hefðu ætlað að meina henni för út vegna gruns um að hún væri með stolna muni á sér. Þegar lögreglumenn voru komnir á staðinn stuttu síðar sagði verslunar stjóri þeim að konan væri far in og að hún hefði hlaupið í áttina að Barónsstíg. Lögreglumenn fóru í áttina þangað og hittu á leið inni tvo starfsmenn úr umræddri verslun sem vísuðu þeim að nálægu porti við Hverfisgötu. Stuttu síðar urðu lögreglumenn varir við ko nu sem passaði 3 við lýs ingu. Voru konunni gefin fyrirmæli um að stansa og urðu lögreglumenn þá varir við að hún kastaði frá sér fatn aði í nálægan húsgarð. Konan var í annarlegu ástandi og var hún handtekin og reyndist það vera ákærða. Gerð var öryggisleit en hnífur fannst ekki í hennar fórum. Ákærða var síðan færð á lögreglustöð. Í framhaldi var farið til baka í fyrrgreinda verslun og aflað frekari upplýsinga frá verslunarstjóra og starfsmönnum sem fengu réttarstöðu vitnis. Í þeim sam töl um kom meðal an nars fram að þau hefðu kannast við ákærðu vegna eldra þjófnaðar máls í verslun - inni sem hefði verið kært til lögreglu. Ákærða hefði komið inn í verslunina með ferða - töskur meðferðis og haft með sér varning úr versluninni inn í mát unarklefa. Á leiðinni út hefði ákærða verið beðin að skila varningnum en hún ekki kann ast við neitt slíkt og gengið í áttina út. Annar starfsmannanna hefði lokað útidyrum og staðið við dyrnar og ætlað að varna ákærðu útgöngu. Ákærða hefði þá dregið upp hníf og ógnað starfs mann - inum og sagt honum að opna dyrnar. Starfs maðurinn hefði óttast mjög ákærðu og opnað dyrnar og ákærða þá farið út með eina ferðatösku meðferðis. Þessu til viðbótar var gerð leit að umræddum hníf og fannst hnífur síðar um daginn í porti við Barónsstíg sem s tarfs - maður úr versluninni bar kennsl á sem hníf ákærðu í umrætt skipti. Meðal gagna eru myndupptökur úr framangreindri verslun. Upptökurnar eru í lit, án hljóðs og mynd gæði eru með besta móti. Sjónsvið eru á ská ofan frá og eru dagsetning og klukku stil lingar á upp tök um. Ekki er ágreiningur um það hverjir sjást á upptökunum. Í upp - tökum kl. 09:20 og áfram sést ákærða ganga inn í verslunina með tvær ferðatöskur með - ferðis og virðist hún vera í annarlegu ástandi. Á upptöku kl. 09:21 og áfram sést ákærða standa við upphengdan söluvarning á slám í kjallara í versluninni, taka tvennar buxur og skoða annan nálægan varning. Á upptöku kl. 09:23 og áfram sést ákærða í kjallara í verslun - inni taka tvær húfur og tvö pör af sokkum og fara með þennan varning og fyrr greindar buxur inn í mátunarklefa og loka að sér. Á upptöku kl. 09:28 og áfram sést ákærða koma út úr mátunarklefa og eru þá starfsmenn ná lægir sem virðast hafa afskipti af henni. Á upp töku kl. 09:31 og áfram sést starfskona loka og taka sér stöðu við út idyr verslunarinnar. Stuttu síðar sést ákærða ganga í átt að starfskonunni og beina að henni hníf svo hún virðist hrökklast undan og opna dyrnar fyrir ákærðu. Ákærða sést þá ganga úr verslun inni með eina ferða - tösku meðferðis og ganga vestur Laugaveg. Enginn ágreiningur er um háttsemi ákærðu samkvæmt 1. og 2. ákærulið og ákærða játar sök vegna þeirra ákæruliða. Að því virtu er skírskotað til ákæru um lýsingu á þeim máls atvik um, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008. 4 III. Niðurstöður: Atvik og hát tsemi ákærðu samkvæmt 3. ákærulið er ágreiningslaus og samrýmist það gögnum málsins. Meginágreiningur máls ins lýtur að því hvort háttsemi ákærðu sam - kvæmt þeim ákærulið eigi undir 244. gr. almennra hegningarlaga, sem þjófnaður, eða hvort háttsemin eigi un dir 252. gr. sömu laga, sem rán. Ákærða byggir á því að verkn - aðarlýsing ákæru lýsi í raun háttsemi sem varði við 244. gr. almennra hegningarlaga og því eigi að sakfella og ákvarða refsingu samkvæmt því refsiákvæði. Ákæruvaldið byggir á hinu gagn stæða og telur hátt semina samkvæmt verknaðarlýsingu ákæru falla undir 252. gr. sömu laga og dómur inn eigi að sakfella ákærðu fyrir brot gegn því refsi ákvæði og ákvarða henni refs ingu eftir því. Í refsirétti er þjófnaður samkvæmt 244. gr. almennra hegningarl aga almennt skil - greindur sem einhliða og ólögmæt taka muna eða orkuforða, sem er eign annars manns, að einhverju leyti eða öllu, með leynd úr vörslum umráðamanns til að slá eign sinni á þá í auðgunarskyni. Rán samkvæmt 252. gr. almennra hegningarlaga er f ólgið í því að maður í auðgunarskyni með líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað tekur af manni eða neyðir út úr manni fjármuni eða önnur verðmæti, kemur undan hlut sem verið er að stela eða neyðir mann til að gera eitthvað eða láta eitthv að ógert fyrir þann mann eða aðra. Það er skilyrði svo unnt sé að sakfella fyrir þjófnað og rán að þau brot séu framin af ásetningi og í auðgunar skyni, sbr. 18. og 243. gr. almennra hegn ingar - laga. Hvað hið síðarnefnda varðar þá þarf ásetningur hins brot lega að standa til þess að afla sér eða öðrum fjárvinnings á þann hátt að sá sem verður fyrir broti bíði ólöglega fjár tjón að sama skapi. Í máli þessu liggur fyrir að eftir að ákærða var inni í mátunarklefa í versluninni þá tók hún í vörslur sínar v arning sem var með fjárgildi og var ætlaður til sölu í versluninni. Myndupptökur bera með sér að starfsmönnum var ljóst í hvað stefndi og fór einn þeirra að útgangi og lokaði útidyrum og tók sér stöðu við dyrnar og hugðist varna því að ákærða færi með varn inginn úr versluninni án þess að greiða fyrir hann. Þegar ákærða var á útleið með varninginn í vörslum sínum dró hún upp hníf og ógnaði starfsmanninum með honum svo hann hrökkl aðist undan og opnaði dyrnar fyrir ákærðu. Ákærða fór í framhaldi úr verslun i nni án þess að greiða fyrir varninginn. Samkvæmt framan greindu hafði ákærða í frammi hótanir um að beita líkamlegu ofbeldi þegar í stað til þess að koma undan hlut 5 með fjárgildi sem hún var að stela þannig að hún auðgaðist en verslunin varð fyrir fjár - tjó ni. Verknaðarlýsing ákæru varðandi háttsemi ákærðu tekur nægjanlega til framan - greindra verknaðarþátta, þar með talið töku muna með fjárgildi og hótun um ofbeldi í tengslum við það að koma undan munum sem var verið að stela. Ákærða hefur ekki fært fram hal dbær rök fyrir því að háttsemin , eins og henni er lýst í ákæru , eigi undir 244. gr. almennra hegningarlaga. Þá er ljóst að sak næmis skilyrði samkvæmt 18. og 243. gr. sömu laga eru upp fyllt. Með þessu verður ákærða sakfelld fyrir háttsemi samkvæmt 3. ákær ulið og er það brot rétt fært til refsi ákvæðis í ákæru . Ákærð a hefur játað skýlaust fyrir dómi alla þá háttsemi sem h enni er gefin að sök sam kvæmt 1. og 2. ákærulið og er játningin studd sakargögnum og verður hún sakfelld fyrir þá háttsemi samkvæmt ákæ ru og eru þau brot rétt færð til refsi ákvæða. Ákærða er fædd árið [...] . Samkvæmt sakavottorði, dags. 19. september 2019, gekkst hún undir lögreglustjórasátt 26. júní 2012 vegna brots gegn 2. gr., sbr. 5. gr., laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. febrúar 2014 var ákærða sakfelld fyrir br ot gegn 244. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegn ingarlaga og henni gert að sæta fangelsi í þrjátíu daga, skilorðsbundið í tvö ár. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. maí 2016 var ákærða sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og henni gert að sæta fangelsi í sextíu daga, skilorðsbundið í tvö ár, en fyrri skilorðsdómur var þá jafnframt dæmdur upp. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2016 var ákærða sakfelld fyrir brot gegn 245. gr. almennra hegningarlaga en henni ekki gerð sérstök refsing þar sem um var að ræða hegn ingarauka við fyrri dóm. Þessu til viðbótar var ákærða með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóv - ember 2017 sakfelld og dæmd í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr., 233. gr., 1. mgr . 244. gr., 245. gr. og 252. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegningarlaga, og 1. mgr. og a - lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Sak hæfismat dómkvadds matsmanns lá til grundvallar þessu m dómi þess efnis að geð - rænt ástand ákærðu væ ri ekki af þeim toga að 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga ætti við um hana. Með dóm inum var skilorðsdómurinn frá 2. maí 2016 dæmdur upp. Með ákvörðun Fang elsis mála stofnunar ríkisins var ákærðu veitt reynslulausn 22. apríl 2018 af fullnustu eftir st öðva dómsins, 120 dögum, skilorðsbundið í eitt ár. Með úrskurði Héraðs dóms Reykja víkur 13. mars 2019 var ákærðu, að kröfu lögreglustjóra, gert að sæta fullnustu eftir stöðva dómsins og fór fullnustan fram frá þeim sama degi og til 11. júlí sama ár er h ún var látin laus. 6 Um ákvörðun refsingar fer samkvæmt 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga. Til máls bóta horfir að ákærða hefur játað að fullu sök sam kvæmt 1. og 2. ákærulið, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Hið sama á raun við um 3. ákærulið en ákærða hefur gengist við háttseminni þrátt fyrir að ágreiningur hafi verið uppi um heim - færslu til refsiákvæðis með tilliti til verknaðarlýsingar í ákæru. Einnig horfir til máls bóta að tölva sem ákærða tók samkvæmt 2. ákæru lið endurhei mtist óskemmd, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Hið sama á við um 1. og 3. ákærulið en þar var um að ræða óverulegt verðmæti andlags þess sem var tekið. Til refsi þyng ingar horfir að brot ákærðu voru endurtekin sem bendir til hás sak næmisstigs hjá henni, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar laga. Þá horfir einnig til refsiþyngingar að brot ákærðu voru ítrekuð í skilningi 255. gr. sömu laga. Að öllu framan greindu virtu þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í átta mán uði. Ákærðu verður gert að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin máls varnar laun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 4 00.000 krónur að með töld um virðis aukaskatti. Annan sakar kostnað leiddi ekki af meðferð málsins samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson, aðstoðar - saksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð a , Kristel Stjarna Bulow, sæti fangelsi í átta mánuði. Ákærð a greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnar - laun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar l ögmanns , 4 00.000 krónur . Daði Kristjánsson