Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 16. apríl 2021 Mál nr. S - 4698/2019: Ákæruvaldið (Sonja Hjördís Berndsen aðstoðarsaksóknari) gegn Jóni Lárusi Helgasyni (Snorri Sturluson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 26. mars 2021, er höfðað með þremur ákærum lög reglu - stjórans á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta ákæran var gefin út 17. september 2019 á hendur ákærða, Jóni Lárusi Helgasyni, kt. [...] , [...] , [...] talin brot: I. Á hendur ákærða [...] fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa: 1. Þriðjudaginn 7. maí 2018, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 65 ng/ml og meta mfetamín 205 ng/ml) vestur Ármúla í Reykjavík, uns lögreglan stöðvaði aksturinn við Síðumúla 2. Mál: 007 - 2018 - 29539. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 2. Sunnudaginn 16. júní 2018, ekið bifre iðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugg - lega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist metamfetamín 100 ng/ml) norður Reykjanesbraut, uns lögreglan stöðvaði aksturinn á Reykjanes braut vestan við Rósaselstorg. Mál: 008 - 2018 - 10022. 2 Telst þe tta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 3. Föstudaginn 13. desember 2018, haft í vörslum sínum 0,73 g af amfetamíni sem lögreglan fann við öryggisleit í buxnavasa ákærða á lögreglustöðinni við Hverfis - götu í Reykjavík. Mál: 007 - 2018 - 84739. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 . II. [...] III. Á hendur [ákærða ...], fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa: 1. Þ riðjudaginn 6. nóvember 2018 haft í vörslum sínum samtals 44 stykki af kannabisplöntum sem fundust á efri hæð á heimili ákærðu að [...] í Reykjavík, og hafa um sk eið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Mál: 007 - 2018 - 075966 Telst þetta varða við 2., sbr. 4., sbr. 4.gr. a., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 10/1997 og lög nr. 68/2001 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að [ákærði] verði [dæmdur] til refsingar og til greiðslu alls sakar - kostn aðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði [.. .] verði dæmdur til að sæta sviptingu öku réttar [samkvæmt] 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006. Krafist er upptöku á framan - greindum 0,73 g af amfeta míni og samtals [44] kannabisplöntum sem hald var lagt á, samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglu - gerðar nr. 233/2001. Loks er krafist upptöku á [...], loftsíum (munir nr. 474704, 474709, 474710, 474711, 4747712), straum breytum (munir nr. 474705, 474707, 47470 8) og gróðurhúsa lömpum (munir nr. 474706 og 474713) sem lögreglan lagði hald á, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. 3 fyrir eftirtalda þjófnaði í Reykjavík með því að hafa: 1. Fimmtudaginn 14. mars 2019 stolið vörum úr verslun Bónus í Spönginni 9 sam - tals að verðmæti [9.514 krónur]. Mál: 007 - 2019 - 15368. 2. Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 stolið vörum úr verslun Nettó á Fiskislóð 3 samtals að verðmæti [6.881 krónu]. Mál: 007 - 2019 - 48311 . 3. Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 stolið matvörum úr verslun Nettó í Þönglabakka 1 sam tals að verðmæti [8.350 krónur]. Mál: 007 - 2019 - 53253. 4. Laugardaginn 23. nóvember 2019, stolið lambalæri úr verslun Nettó á Fiskislóð 3 í Reykjavík að verðmæti [3.069 krónu r]. Mál: 007 - 2019 - 74008. Telst framangreind háttsemi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostn - Þriðja ákæran á hendur ákærða var gefin út 5. októbe - brot, með því að hafa: 1. Að kvöldi laugardagsins 9. maí 2020, í verslun Nettó, Mjódd í Reykjavík, stolið einni pakkningu af lambakjöti, að söluverðmæti [1.432 krónur]. (M. 007 - 2020 - 23566) 2. Sunnudaginn 7. júní 2020, í verslun Elko, Skógarlind 2 í Kópavogi, stolið hleðslu - snúru af gerðinni Apple, að söluverðmæti [4.495 krónur]. (M. 007 - 2020 - 29808) 4 3. Laugardaginn 18. júlí 2020, í verslun Geysi, Skólavörðustíg 16 í Reykjavík, stolið tveimur karl mannshönskum, samtals að söluverðmæti [21.700 krónur] og glerskraut kúlu að óþekktu verðmæti. (M. 007 - 2020 - 39961) Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðs lu alls sakarkostn - Við meðferð málsins 26. mars sl. var fallið frá III. kafla hinnar fyrstu fyrrgreindu ákæru á hendur tiltekinni konu, meðákærðu, auk þess sem málið var með vísan til 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 skilið í sundur varðandi II. k afli sömu ákæru og vegna tveggja annarra ákæra á hendur sömu meðákærðu og fer um þátt hennar í aðgreindu máli fyrir dóminum sem hefur auðkennið S - 1831/2021. Ákærði hefur játað ský laust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök sam kvæmt ákæru og e r játn ingin studd sakar gögnum. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viður - laga. Á kæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærði krefst vægustu refs - ingar sem lög leyfa og hún verði bundin almennu skilorði. Þá er krafist hæfilegrar þókn - unar til handa verjanda sem greiðist úr ríkissjóði. Sam kvæmt því sem að framan grei nir verður ákærði sak felldur fyrir brot sam kvæmt fyrrgreindum ákærum og eru þau réttilega færð til refsiákvæða að því frátöldu að brot sam kvæmt liðum I/1 - 2 í ákæru frá 17. september 2019 verða vegna breytinga á refsi lög - gjöf felld undir 1. mgr., sbr. 2. mgr., 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr., umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt fram lögðu sakavottorði, dagsettu 1. október 2020, á hann að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1983. Það sem hér skiptir máli er að hann var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júní 2014 sakfelldur fyrir þjófnað og áfengislagabrot og gert að greiða sekt til ríkissjóðs. Þá var ákærði með dómi Héraðs dóms Suðurlands 19. september 2019 sakfelldur fyrir ölvunarakstur og hann dæmdur til að greiða sekt og sæta sviptingu ökuréttar í tólf mánuði. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt I. og III. kafla ákæru 17. september 2019 og 1. - 3. tölul. ákæru 18. mars 2020 voru framin fyrir dóminn frá 19. september 2019 en brot samkvæmt 4. 5 tölul. sömu ákæru var framið eftir uppsögu dómsins. Þá voru brot samkvæmt 1. - 3. tölul. ákæru frá 5. október 2020 framin eftir uppsögu þess dóms. Að þessu virtu fer um ákvörðun refsingar samkvæmt 77. og 78. gr. almennra hegningar laga. Á kærða til máls - bóta verður litið til játningar hans fyrir dómi, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn - ingarlaga. Sakaferill ákærða í heild sinni horfir til refsiþyngingar, sbr. 5. tölul. sömu laga greinar. Að framangreindu virtu er refsing ákærða h æfilega ákveðin fangelsi í þrjá mán uði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá upp kvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegn - ingar laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr . 22/1955. Þá verður ákærða að auki, með vísan til 57. gr. a í almennum hegningarlögum, gert að greiða 270.000 krónur í sekt til ríkis - sjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja, en sæti ella fangelsi í tuttugu daga. Með vísan til 99. g r. og 101. gr. laga nr. 77/2019, sbr. áður 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, verður ákærði sviptur ökurétti í átta mánuði frá birtingu dómsins að telja. Um tímalengd ökuréttarsviptingar vísast til dómvenju og þess sem áður greinir um hegningar - auka, auk þ ess sem fara verður eftir reglum um tímalengd ökuréttarsviptingar sem voru í gildi á þeim tíma sem brot voru framin, sbr. þágildandi reglugerð nr. 288/2018 og 2. gr. a. í almenn um hegn ingarlögum. Með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 eru gerð upptæk 0,73 g af amfeta míni og 44 kanna bis plöntur, loftsíur (munir nr. 474704, 474709, 474710, 474711, 4747712), straum breytar (munir nr. 474705, 474707, 474708) og gróðurhúsa lampar (munir nr. 474706 og 474713). Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem þykir með hliðsjón af eðli og umfangi máls, hæfilega ákveðin 450.000 krónur, að með töldum virðis auka skatti. Þá greiði ákærði annan sakarkostnað, 430.580 krónur, samkvæmt yfir liti ákæruvaldsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari vegna Sonju Hjördísar Berndsen aðstoðarsaksóknara. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð máls ins 1. janúar 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. 6 D Ó M S O R Ð : Ákærði, Jón Lárus Helgason, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refs in gar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 270.000 krónur í sekt til ríkis sjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja , en sæti ella fangelsi í tuttugu daga. Ákærði er sviptur ökurétti í átta mánuði frá birtingu dómsins að telja . Gerð eru upptæk 0,73 g af amfeta míni og 44 kanna bis plöntur, loftsíur (munir nr. 474704, 474709, 474710, 474711, 4747712), straum breytar (munir nr. 474705, 474707, 474708) og gróðurhúsa lampar (munir nr. 474706 og 474713). Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 450.000 krónur, og 430.580 krónur í a nnan sakar kostnað. Daði Kristjánsson