D Ó M U R 21 . febrúar 2020 Mál nr. E - 848/2019: Stefnendur : Gísli Sigurjón Jónsson, Halldóra Oddsdóttir og Laufey Helgadóttir ( Björn Líndal lögmaður) Stefndi : Bergur Axelsson ( Björn Þorri Viktorsson lögmaður) Dómari: Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari 2 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 21 . febrúar 2020 í máli nr. E - 3214/2019: Gísli Sigurjón Jónsson, Halldóra Oddsdóttir og Laufey Helgadóttir ( Björn Líndal lögmaður) gegn Bergi Axelssyni ( Björn Þorri Viktorsson lögmaður) I. Dómkröfur aðila Mál þetta var þingfest 27. júní 2019 en tekið til dóms 7. febrúar 2020. S tefnendur þessa máls eru Gísli Sigurjón Jónsson, Júllatúni 6, 780 Höfn, Halldóra Oddsdóttir , Litla - Hofi í Öræfum , og Laufey Helgadóttir, Smyrlabjörgum 3 , 781 Höfn , en stefndi er Bergur Axelsson sem skráður er með lögheimili í Þýskalandi. Stefnendur gera þá kröfu í málinu að fyrningarslit skaðabótakröfu, sem dánarbúi [A] var dæmd úr hendi stefnda samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 5. október 2017 í máli nr. 790/2016 verði viðurkennd með dómi, 42.000.000 kr., auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 30.000.000 kr. frá 1. ágúst 2014 til 8. september 2014, en af 42.000.000 kr. frá þeim degi til 26. mars 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags, í málskostnað kr. 275.000 fyrir héraðsdómi og kr. 200.000 í málskostnað málskostnað. Stefndi gerir þær kröfur að hafnað verði kröfu stefnenda um viðurkenningu fyrningarslita skaðabótakröfu. Þá er gerð krafa um gre iðslu málskostnaðar úr hendi stefnenda. II. Málavextir Fyrir liggur að stefnendur eru erfingjar [A] og [B] á [...] samkvæmt sameiginlegri erfðaskrá þeirra, dags. 18. september 2008. [B] lést 27. september 2015 og var [A] erfingi hans samkvæmt erfðaskránni. [A] lést 10. febrúar 2017. Skiptum dánarbús [A] er lokið og hafa stefnendur tekið við öllum eignarréttindum dánarbúsins. Með dómi Héraðsdóms Austurlands , sem kveðinn var upp 7. júlí 2016, var stefndi dæmdur til fangelsi srefsingar fyrir brot gegn 253 . gr. almennra hegningarlaga 3 og gert að greiða [A] 42.000.000 króna í skaðabætur, auk vaxta, samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, af 30.000.000 króna frá 1. ágúst 2014 til 8. september 2014, en af 42.000.000 króna frá þeim degi t il 26. mars 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags, og 275.000 krónur í málskostnað. Dómur Héraðsdóms var staðfestur í Hæstarétti með dómi 5. október 2017 í máli nr. 790/2016 en refsing þ yngd og stefnda gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti til dánarbús [A] , sem lést eftir að málinu hafði verið áfrýjað, að fjárhæð 200.000 krónur. Með dóminum var staðfest ákvæði Héraðsdóms um einkaréttarkröfu brotaþola en í dómsorði Héraðsdóms, sem va r látið óraskað í dómsorði Hæstaréttar, sagði svo: Ákærði greiði [A] 42.000.000 króna í skaðabætur, auk vaxta, samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, af 30.000.000 króna frá 1. ágúst 2014 til 8. september 2014, en af 42.000.000 króna frá þeim degi til 26. ma rs 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags, og 275.000 krónur í málskostnað. Með dómi Hæstaréttar voru dánarbúi [A] auk þess dæmdar 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Ljóst e r að dómkrafa stefnenda í málinu svarar að öllu leyti til þeirrar bótakröfu sem dæmd er með dómi Hæstaréttar 5. október og þess málskostnaðar sem þar er kveðið á um í dómsorði. Í kjölfar þess að dómur Héraðsdóms lá fyrir setti dánarbú [A] fram kröfu á hen dur stefnda um greiðslu skaðabóta. Ágreiningslaust er að stefndi sinnti ekki þeirri kröfu. Dánarbúið krafðist í framhaldinu fjárnáms hjá stefnda hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Fór gerðin fram 4. október 2016 og reyndist árangurslaus. Í kjölfarið fór dánarbúið fram á gjaldþrotaskipti á búi stefnda hjá Héraðsdómi Suðurlands 25. október 2016. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár flutti stefndi lögheimili sitt til Þýskalands 9. desember 2016. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands féll 8. febrúar 2017 þar sem kröf u um gjaldþrotaskipti var hafnað. Úrskurðinum var áfrýjað til Hæstaréttar og með dómi Hæstaréttar frá 20. mars 2017 var bú stefnda tekið til gjaldþrotaskipta. Í skýrslu sem Atli Már Ingólfsson, lögmaður og skiptastjóri stefnda, tók af stefnda 24. júlí 2017 lýsti stefndi því að hann ætti ekki neinar eignir og að hann hefði selt allar eigur sínar þegar hann fór úr landi. Var haft eftir honum í skýrslunni að hann 4 hefði mikið fé farið í lau n lögmanna. Síðan sagði í skýrslunni: Aðspurður um fjárhæðir þær sem hann mótt ó k sem tilgreindar eru í hinu opinbera mál i kveður mætti þær hafi farið í að greiða niður lán á sínum tíma og aðrar skuldir hér og þar. Hafi hann verið með lítið flugfélag og hafi samstarfsfélagi hans skilið eftir skuldir sem hann hafi greitt vegna þessa. Mætti er spurður um viðskipti sín með faste ignina Þingás 37. Kveður mætti hann og konu hans hafa átt eignina saman. Kveðst mætti ekkert hafa kannast við fólkið Maríu Vestberg Guðmundsdóttur og Eið Fannar Erlendsson sem keyptu eignina 16. júní 2016. Kaupverð þá er 58.000.000. Spurður um kaupsamnings greiðslur úr þessum samningum kveður mætti allar greiðslur hafa runnið til eiginkonu hans fyrrverandi úr þessum samningum. Spurður um sölu eignarinnar þegar kona hans Jóna Guðrún Ívarsdóttir kaupir eignina af Elísu Björgu Elísdóttur og Pétri Ármanni Hjalt asyni þann 24. M eð tölvubréfi lögmanns stefnda, dags. 24. september 2017, til lögmanns dánarbús [A] bauð stefndi fram fulla greiðslu höfuðstóls, upphaflega innborgun að fjárhæð kr. 2.0 00.000 en síðan 500.000 kr. á mánuði gegn því að dánarbúið félli frá bóta - og refsikröfu í Hæstaréttarmálinu. Í því tölvubréfi sagði meðal an nars: Ég vísa til fundar okkar 31. ágúst sl., þar sem ég kom á framfæri við þig boði Bergs, um að endurgreiða a ð fullu þá fjármuni til dánarbúsins sem deilt er um í málinu, með því að greiða kr. 2 millj. við undirritun samnings og síðan kr. 500.000 pr. mán þar til höfuðstóllinn er að fullu upp greiddur á 6,7 árum. Jafnframt yrði af hálfu dánarbúsins fallið frá bóta og refsikröfu í málinu. Samningurinn yrði staðfestur með dómi Skiptastjóri tilkynnti að lok skipta á búi stefnda hefðu farið fram 10. júlí 2017 með tilkynningu í Lögbirtingablaði sem birtist 18. janúar 2018. Kom þar fram að enga r eignir hefðu fundist í búinu. III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnenda Stefnendur eru erfingjar [A] og hafa meðal annars erft skaðabótakröfu [A] á hendur stefnda ásamt öllum vöxtum og kostnaði, sem á kröfuna hafa fallið, og fallist var á með dóm i Hæstaréttar í máli nr. 790/2016. Vísa þau til erfðaskrár [A] og [B] í þessu sambandi. Þá vísa stefnendur enn fremur til þess að skaðabótakröfunni sem dæmd hafi verið hafi verið lýst í þrotabú stefnda en hún ekki fengist greidd, enda engar eignir 5 fundist í búinu. Samkvæmt 2. mgr. 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl. nr. 21/1991, sbr. lög nr. 142/2010, beri þrotamaður ábyrgð á skuldum sínum sem ekki fáist greiddar við gjaldþrotaskipti á búi hans. Síðan segir að við þessar kringumstæður byrji nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptum á þrotabúinu er lokið. Af hálfu stefnenda er bent á að í málinu liggi fyrir að skiptalok gagnvart stefnda voru 10. júlí 2017, sbr. auglýsingu skiptastjóra í Lögbirtingablaði 18. janúar 2018. Hins vegar sé óljóst hvenær skiptalok áttu sér raunverulega stað þar sem skýrsla af þrotamanni sé dagsett tveimur vikum eftir skiptalok. Stefnendur byggja á því að þau hafi höfðað dómsmál gegn stefnda innan þess fyrningarfrests sem vísað sé til í 165. gr. laga nr. 2 1/1991 eins og greinin hljóði eftir þær breytingar sem á henni voru gerðar með lögum nr. 142/2010. Telja stefnendur að við skýringu 165. gr. laga nr. 21/1991 beri að líta til lögskýringargagna sem lágu fyrir við þinglega meðferð þess frumvarps sem síðar va rð að lögum nr. 142/2010. Af þeim gögnum verði skýrt ráðið að tilefni þess að frumvarpið var lagt fram hafi verið að aðstoða einstaklinga sem máttu sæta því að bú þeirra væru tekin til gjaldþrotaskipta í kjölfar hrunsins 2008. Ljóst sé að við setningu frum varpsins hafi fyrst og fremst verið horft til þeirra tilvika þar sem lánastofnanir voru kröfuhafar. Tilgangurinn hafi verið að gera gjaldþrota einstaklingum, sem höfðu orðið illa úti í hruninu, kleift að byggja upp fjárhag sinn á nýjan leik þegar tvö ár væ ru liðin frá skiptalokum. Frá þessari re glu sé einungis unnt að víkja ef höfðað er dómsmál á hendur þrotamanni innan þessa tveggja ára fyrningarfrests og fenginn dóm ur um viðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum. Stefnendur benda á að í 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 142/2010, séu tvö skilyrði sett til að unnt sé að fá dóm um viðurkenningu fyrningarslita. Fyrra skilyrðið sé að stefnandi [kröfuhafi] sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því Í lögskýringargögnum er vísað til þess að þetta orðasamband eigi við um tilvik þegar krafa á hendur þrotamanni hafi orðið til vegna saknæmrar eða ámælisverðrar háttsemi hans. Með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 790/2016 sé engum vafa undirorpið að þett a skilyrði er uppfyllt í máli nu . Síðara skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 142/2010, feli í sér að dómur skuli einungis fallast á viðurke nningarkröfu um slit fyrningar ef líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfu [kröfuhaf a] á nýjum fyrningartíma . Í lögskýringargögnum kemur fram að orðalagið merki að kröfuhafi, stefnendur máls þessa, verði að geta sýnt fram á að fullnusta verði á gr eiðslu á meirihluta kröfunnar. Í 6 því sambandi leggja stefnendur áherslu á að orðalag ákvæðis stefnenda heldur einungis að þau geti sýnt fram á líkur á því að fullnusta geti fengist á meirihluta kröfufjárhæðarinnar. Þá ber i að hafa í huga að stefnendur hafi ekki aðgang að fjárhagsupplýsin g um um stefnanda. Telja stefnendur að taka verði tillit til þess við mat dómara á því hvort sýnt hafi verið fram á að fullnusta geti fengist á nýjum fyrningartíma. Í þes su efni vilji stef n endur benda á að í skýrslu stefnda hjá lö greglu 9. janúar 2015 fullyrði hann að hann geti endurgreitt höfuðstól skaðab ótakröfunnar. Í skýrslunni kveðist stefndi geta endurgreitt það sem hann hafi látið [A] millifæra á sinn reikning. Í þinghaldi í Héraðsdómi Austurlands 12. m aí 2016 segi stefndi einnig að aldrei hafi annað staðið til en að endur greiða fjárhæðina, sem hann fékk millifærða af reikningi [A] . Sams konar fyrirætlunum stefnda hafi verið lýst í greinargerð hans í sakamálinu nr. S - 1/2016, dags. 30. mars 2016. Í sömu greinargerð komi fram sú yfirlýsing að stefndi sé fullkomlega borgunarmaður fyrir láninu. Eru þar tilgreind há laun hans og hlunnindi á árunum 2014 og 2015 . Stefnendur vísa einnig til þess að s amkvæmt upplýsingum sem stefndi lagði sjálfur fram í H æstaréttarmáli nr. 790/2016 hafi tekjustofn hans til útreiknings tekjuskatts og útsvars á árinu 2014 numið rétt tæpri 21 milljón króna en samtals um 26,1 milljón króna að viðbætt um ökutækjastyrk og dagpeningum. Árið 2015 hafi samsvarandi tekjur numið um 21,5 milljón um króna og að viðbættum ökutækjastyrk og dagpeningum samtals um 27,2 milljónum króna. Stefndi starfi hjá Flugfélaginu Atlanta sem flugstjóri með langan starfsaldur , en laun flugmanna félagsins virðist vera með þeim hærri sem þekkist hér á landi. Í tekjublöðum Frjálsar versluna r vegna ársins 2017 og 2018 komi einnig fram ábendingar um verulega há laun flugstjóra og flugmanna hjá Air Atlanta. Stefnendur benda einnig á að stefndi hafi með bréfi lögmanns síns til lögman ns dánarbús [A] 24. september 2017 boðist til að endurgreiða að fullu þá fjármuni sem um var deilt í H æstaréttarmáli nr. 790/2016 gegn því að dánarbúið félli frá bóta - og refsikröfu í málinu. Þá telji stefnendur ekki verða séð að stefndi hafi getað efnt ti l nýrra skuldbindinga á þeim tíma sem liðinn sé frá gjaldþroti hans. S tefndi hafi skilið að borði og sæng við eiginkonu sína árið 2016. Verði því ekki annað ráðið en að stefndi hafi nægt fé til ráðstöfunar og ráði vel við greiðslu skaðabótakröfu nnar , vaxta og kostnaðar 7 á nýjum fyrningartíma með hliðsjón af framangreindum atriðum. Að minnsta kosti megi vera ljóst að hann geti greitt meirihluta kröfunnar. Með ví san til framangreindra atriða telja stefnendur að skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 sé u uppfyllt og að stefndi muni geta greitt skaðabótakröfuna ásamt vöxtum og öðrum kostnaði. Þá ber i við mat á því hvort framangreindu skilyrði sé fullnægt í þessu máli að taka fullt tillit til þess hv ernig aðaldómkrafa er tilkomin, sbr. dóm H æstaréttar í mál i nr. 790/2016. Telja stefnendur að í ljósi þess að dómkrafan byggi á refsiverðri háttsemi stefnda beri að draga úr þeim kröfum sem gerðar eru um að sýnt sé fram á líkur fyrir því að stefndi geti greitt dómkröfuna eða meirihluta hennar á nýjum fyrningartím a. Stefnendur vísa einnig til þess að lögskýringargögn með lögum nr. 142/2010 beri ekki með sér að það hafi verið ætlunin með setningu laganna að gera stefnda kleift að skjóta sér undan lögmætum skuldbindingu m . Verði því að telja að dómstólum beri að meta þau tvö skilyrði sem lagaákvæðið setur með heildstæðum hætti. Auk þess telja stefnendur að skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 142/2010, um að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfu [k röfuhafa] á , fá i ekki staðist eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Beri að víkja þessu ákvæði eða setningarhluta til hliðar við úrlausn dómsins í málinu í ljósi þess að skaðabótakrafa stefnenda, sem sé í eðli sínu eignarréttarkrafa, byggi st á sak næmri og refsiverðri háttsemi stefnda. Telja stefnendur að skilyrðið setji svo þunga sönnunarbyrði á st efnendur að þeim sé nánast óklei ft að verja þá eign sem í skaðabótakröfunni fel i st. Slíkt skilyrði sé andstætt eignarr éttarákvæðinu og feli í sér ólögleg ar takmarkanir á því að stefnendur fái notið eignarréttar síns á dómkröfu máls ins . Því síður verði séð að nokkur almenningsþörf sé fyrir hendi eins og atvikum máls þessa hátt i, sem mögulega meini stefnendum máls þessa að fá notið eignarréttar síns. Skily rðið stangist á við þá kröfu sem eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar setur um að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji og þurfi til þess lagafyrirmæli. Stefnendur telja sig ekki með lögmætum hætti geta aflað frekari upplýsinga um fjárhagslega getu stefnda til að standa við skuldbinding ar sínar á nýjum fyrningartíma. Þau hafi ekki heimild til að kanna nýjustu skattaskýrslur stefnda, bankayfirlit, launaseðla eða annað til að sýna fram greiðslugetu stefnda núna eða á næs tu árum. Umrætt skilyrði fái því ekki staðist 72. gr. stjórnarskrárinnar. 8 Stefnendur vísa til þess að þrátt fyrir niðurstöðu gjaldþrotaskiptanna hafði stefndi margoft lýst því yfir að hann væri borgunarmaður skaðabótakröfunnar. Hann hafi í upphafi borið þ ví við að hafa fengið féð a ð gjöf frá [A] en breytt framburði sínum og sagt að um lán hefði verið að ræða. Þá hafi hann enn fremur greint frá getu sinni til að endurgreiða fjárhæðina við rannsókn málsins, fyrir héraðsdómi og við skýrslugjöf hjá skiptastjór a þrotabús hans. Auk þess liggi fyrir tölvubréf lögmanns hans um greiðsluvilja og greiðslugetu stefnda frá 24. september 2017. Lagarök stefnenda eru einkum byggð á 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl. nr. 21/1991, sbr. lög nr. 142/2010 og 2. mgr. 25. g r. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá er vísað til laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda . Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála , en krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum nr. 5 0/1988. Um varnarþing er vísað til 3. tl. 32. gr. laga nr. 91/1991 . Málsástæður stefnda Stefndi byggir kröfu sína um að fyrningarslitum verði hafnað á þeim grundvelli að ekki séu uppfyllt skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991. Fyrir liggi að skilyrði slíks fyrningarrofs séu tvenns konar, annars vegar að kröfuhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta fyrningu og hins vegar að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfunni á nýjum fyrningartíma. Að því er varðar sjónarmið stefnenda um að þau hafi af því sérstaka hagsmuni að slíta fyrningu þar sem dómkrafan í málinu hafi orðið til á hendur stefnda vegna ámælisverðrar háttsemi hans telur stefndi að þrátt fyrir niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 790/2016 verði að líta til þess að hugur stefnd a stóð alltaf til þess að endurgreiða fjárhæðina þegar hann fékk féð upphaflega frá [A] . Þá mótmælir stefndi því harðlega að stefnendur geti talist hafa sérstaka hagsmuni af því að fá fyrningunni slitið í skilningi lagaákvæðisins, þ.e. umfram aðra kröfuhaf a almennt, sem lýsa kröfum við gjaldþrot. Að því er snertir síðara skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, um að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfunni á nýjum fyrningartíma, telur stefndi að við mat á þessu skilyrði verði í fyrsta lag i að líta til upphæðar kröfunnar. Krafan sé mynduð af höfuðstól að fjárhæð 42.000.000 kr. en honum til viðbótar bætist við vextir auk dráttarvaxta. Stefnda reiknast svo til að skaðabótakrafan hafi þann 1. september 2019, með vöxtum og dráttarvöxtum, staðið í 66.662.895 krónum. Frá þeirri upphæð 9 dragast síðan 1.999.525 kr. vegna fyrndra vaxta sem féllu til á tímabilinu 1. ág úst 2014 til 1. september 2015. Stefnda reiknast því til að skaðabótakrafan hafi staðið í 64.663.370 kr. þann 1. september 2019. Til við bótar þeirri fjárhæð bætist við krafa vegna málskostnaðar fyrir héraðsdómi og fyrir Hæstarétti, uppreiknuð með dráttarvöxtum að fjárhæð tæpar 640.000 kr. Krafa stefnenda þann 1. september 2019 standi því samtals í rúmum 65.000.000 kr. Ofan á þá fjárhæð leg gist ríflega 600.000 kr. í dráttarvexti fyrir hvern mánuð sem líður án greiðslu, þrátt fyrir að dráttarvextir séu í dag í sögulegu lágmarki. Í öðru lagi verði að líta til þess að einungis séu liðin tvö ár síðan stefndi gekk í gegnum gjaldþrotaskipti á búi sínu en stefndi hafi síðan þá ekki eignast neinar eignir. Launatekjur stefnda hafa allar farið í framfærslu hans , auk framfærslu barna hans, þ.á.m. í meðlagsgreiðslur. Í því sambandi sé rétt að nefna að stefndi greiðir meðlag vegna framfærslu dætra sinna, en mánaðarleg greiðslubyrði hans vegna meðlagsgreiðslna hafi verið u.þ.b. 150.000 kr. Þá ferðist stefndi mikið , m.a. vegna búsetu sinnar í Þýskalandi , ásamt því að hann reyni eftir frem sta megni að styrkja dætur sínar til náms. Sú félagslega og fjölskyldulega staða sem stefndi sé í eftir uppkvaðningu margnefnds refsidóms sé honum mjög þungbær og leitist hann því við að styrkja og viðhalda tengslum við dætur sínar, þrátt fyrir að hjúskapu rinn hafi liðið undir lok. Í þriðja lagi verði ekki litið fram hjá því sem gengið hafi á í lífi hans frá því að höfðað var sakamál á hendur honum , svo sem reifað var í málsástæðukafla hér að framan , en stefndi hafi talið sig sig vera borgunarmann fyrir fjá rmununum og boðið fram endurgreiðslu. Að því sögðu skal á það bent að aldrei var rætt um að lánið bæri vexti og á sama tíma vænti stefndi þess að geta selt flugvél þá sem hann var að gera upp fyrir u.þ.b. 25 30 milljónir króna. Hefði sú áætlun gengið eftir hefði skuldin staðið í 12 17 milljónum króna , sem stefndi hafi talið sig vel geta greitt upp á nokkrum árum þegar viðræður við stefnendur um endurgreiðslu fóru fram . Boð stefnda um endurgreiðslu fjármunanna hafi aldrei falið í sér greiðslu vaxta og drátta rvaxta sem nú hlaupi á tugum milljónum króna. Mánaðarleg afborgun kröfunnar sem stefndi bauð þá fram hljóðaði upp á 500.000 kr. en svo sem greinir hér að framan , þá falli á kröfuna rúmar 600.000 kr. í dráttarvexti í hverjum mánuði. Þá hafi sá tími sem efti r er af starfsævi stefnda jafnframt styst. Í fjórða lagi telur stefndi að við mat á líkum á fullnustu kröfunnar á næstu árum verði jafnframt að líta til þess að stefndi er fæddur árið 1962 og er því 57 ára gamall. Stefndi hafi lengi unnið sem atvinnuflugma ður og slíku starfi fylgi mikið álag. Vegna 10 starfstengds álags ljúki starfsferli flugmanna fyrr en g angi og gerist í öðrum starfsstéttum. Þannig sé stefnda heimilt að fara á lífeyri við 60 ára aldur en ó heimilt að starfa eftir 65 ára aldur. Langflestir flu gmenn ljúki störfum við 62 ára aldur og telji stefndi líkur standa til þess að hið sama gildi um hann . Líkur standi til þess að um fimm ár séu eftir af starfsævi hans. Þó verði að hafa í huga að lítið megi bera út af varðandi heilsu flugmanna svo þeir hald i réttindum sínum og gæti svo lítið sem versnandi sjón eða hækkun blóðþrýstings stefnda gert starfsævi hans skemmri en hann sjálfur kysi. Loks telur stefndi a ð rök stefnenda um að skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 um að líkur megi telja á fullnustu kröfunnar á nýjum fyrningartíma teljist uppfyllt þar sem stefndi sé með nægt fé til ráðstöfunar og ráði vel við greiðslu skaðabótakröfu , auk vaxta og kostnaðar á nýjum fyrningartíma eða a.m.k. megi vera ljóst að hann geti greitt meirihluta kröfunnar, standist enga skoðun. Árétta verði að orðalag 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 geri kröfur um að líkur sé u kröfunnar innan nýs fyrningarfrests. Í því sambandi bendi stefndi á a ð hvorki sé fyrir að fara heimild í lögum um aðför nr. 90/1989 til að leita fullnustu fyrir kröfum í ógreiddum launum, í ógreiddum eftirlaunum né heldur í peningaeign sem ætluð sé til að standa straum af framfærslu gerðarþola eða þeirra sem hann hefur á si nni framfærslu , sbr. 37. gr. laganna og 3. tl. 1. mgr. 41. gr. Sjónarmið sem þar búi að baki séu enda þau að gerðarþolum sé mögulegt að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Stefndi hafnar alfarið málflutningi stefnenda um að hann hafi nægt fé til ráðstöfuna r þannig að hann ráði vel við greiðslu skaðabótakröfu, vaxta og kostnaðar á nýjum fyrningartíma. Eftir skilnað við fyrrum eiginkonu sína sjái stefndi nú einn um rekstur heimilis. Hann greiði nú mánaðarlega 75.000 kr. meðlag , auk þess að styðja eldri dóttur sína til náms. Mánaðarlegar tekjur stefnda séu hærri en almennt gangi og gerist en hvergi nærri slíkar að líkur séu til þess að fullnusta kröfunnar eða meirihluta hennar geti átt sér stað á næstu 10 árum. Stefndi standi í dag, eftir persónulegt gjaldþrot, á núllpunkti, eignalaus og vinni að því að koma undir sig fótum eftir skilnað og gjaldþrot. Hvað varðar tilvísanir stefnenda til skattframtala stefnda fyrir árin 2015 og 2016 til sönnunar fyrir því að l íkur séu á fullnustu kröfunnar bendi stefndi á að þe gar búið hafi verið að draga staðgreiðslu af launum stefnda hafi útborgaðar tekjur hans numið 12.218.025 kr. árið 2014 og 13.081.071 kr. árið 2015. Stefndi hafi á þessum tíma haft rúmar 1.050.000 kr. á mánuði til framfærslu. Stefndi telur að þau r ök stefn enda að skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga sé uppfyllt , með vísan til þess að stefnda sé fært að greiða af kröfu stefnenda á nýjum fyrningartíma 11 vegna hárra tekna , standi st enga skoðun enda þurfi að vera líklegt að krafan fáist greidd á fyrningartímanum. Krafa n , sem nú standi í u.þ.b. 65 milljónum króna , hækki um sem nemi 600 þúsund krónum á hverjum mánuði sem líði vegna dráttarvaxta og á hverju ári sem líði án greiðslu kröfunnar hækki höfuðstóll hennar þegar nýir dráttarvextir bætist við hann. Samhliða hækki stofn til útreiknings á dráttarvöxtum kröfunnar. Til frekari útskýringar á því hve rsu ómögulegt það væri að fá fullnustu kröfunnar á nýjum fyrningartíma nefnir stefndi að til að fullnust a fengist fyrir allri kröfunni þyrfti stefndi að geta greitt rúmar 60 0.000 krónur á hverjum mánuði samfleytt í 10 ár til þess eins að h alda höfuðstól kröfunnar í 65 milljónum króna . Til viðbótar yrði að vera líklegt að stefndi myndi eignast eignir að andvirði 65 milljónir króna á sama tímabili sem hægt yrði að le ita fullnus tu í. Slíkt samsvari því að stefnda væri fært að leggja til hliðar u.þ.b. 541.000 krónur á hverjum mánuði samfleytt í 10 ár samhliða hinni mánaðarlegu afborgun vaxta að fjárhæð 600.0 00 kr., eða alls 1.141.000 kr. Stefndi telji að hvort sem litið sé til þess að öll krafan fengist greidd eða aðeins rétt rúmur helmingur hennar sé ljóst að laun stefnda dugi hvergi til, þegar tekið sé tillit til framfærslu hans . Það sé því ómögulegt að telja að líkur standi til þess að krafan fengist greidd á nýjum fyrnin gartíma, enda ljóst að mörg hundruð þúsund króna vanti upp á svo stefnda væri kleift að framfleyta sjálfum sér og dætrum sínum samhliða því , svo sem frama ngreint dæmi sýni . Þá verði ekki séð að til sé lögboðin aðf til þess að þvinga stefnda til einhvers konar afborgunarsamnings við stefnendur vegna kröfunnar , svo sem látið sé að liggja með rökum stefnenda um að stefndi ætti að geta greitt af kröfunni á nýjum fyrningartíma. Með vísan til kröfufjárhæðar auk áfallandi vaxta, eignaleysis stefnda, svo og fjárhagslegrar og félagslegrar stöðu hans , auk þess sem fullnusta verður ekki gerð í ógreiddum launum og eftirlaunum , og þess hve stutt sé eftir af starfsævi st efnda verði með engu móti hægt að telja líkur á því að krafan fáist greidd þannig að telja megi skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr . 21/1991 uppfyllt svo heimilt sé að rjúfa fyrning u kröfunnar. Stefndi mótmæli því í þessu sambandi að nægjanlegt sé að sýna fram á að meira en 50% kröfunnar fáist greidd á nýjum fyrningartíma , eins og stefndu haldi fram, enda sé lagatextinn skýr og í greinargerð með ákvæðinu segi beinlínis, að túlka beri þessa undantekningu þröngt. 12 Stefndi byggir einnig á því að jafnvel þótt svo ólíklega fari að dómurinn fallist á málatilbúnað stefnenda hvað þetta varðar eigi sömu röksemdir um greiðslugetu og líklega endurheimt meira en 50% kröfunnar á nýjum fyrningartíma við. Að lokum telur stefndi að líta beri til þess að stefnendum bauðst a ð takmarka tjón sitt á tímapunkti sem hefði getað leitt til þess að þeir fengju verulega n hluta ef ekki alla fjárhæð upphaflegrar kröfu greidda. Stefndi bauð stefnendum eingreiðslu upp á 2.000.000 kr. sem og mánaðarlegar afborganir upp á 500.000 kr. í 6 ti l 7 ár. Að auki var stefnendum boðið veð í flugvél þeirri sem stefndi vann að. Stefnendur höfnuðu þessu þar sem stefndi féllst ekki á að færa fram frekari tryggingu fyrir endurgreiðslu fjárhæðarinnar, sem hann gat ekki. Aldrei hafði verið rætt um slíkar for sendur þegar stefndi fékk fjármunina í upphafi frá arfleifanda stefnenda. Stefnendur hafi þess í stað farið fram með offorsi og krafist gjaldþrotaskipta á búi stefnda áður en dómur yfir honum var staðfestur í Hæstarétti. Stefnendur hafi sjálfir kosið að fa ra umrædda leið og mátt vita að með því að fara fram á gjaldþrot á búi stefnda myndi krafa þeirra fyrnast á tveimur árum frá skiptalokum. Þannig sköpuðu stefnendur sjálfir vitandi vits þann veruleika sem uppi er í dag varðandi fyrningu kröfunnar, eftir að hafa hafnað boði um endurgreiðslu. Með vísan til alls framangreinds er ljóst að skilyrði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 eru ekki uppfyllt og að kröfu stefnenda beri að hafna. IV. Niðurstaða Mál ið sem hér um ræðir snýst um hvort fallist verði á kröfu st efnenda um að viðurkennt verði að fyrningu skaðabótakröfu sem dæmd var dánarbúi [A] í dómi Hæstaréttar frá 5. október 2017 sé slitið. Ágreiningslaust er að stefnendur eru erfingjar þessarar skaðabótakröfu sem komin er til vegna þess að stefndi braut gegn ákvæði 253. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að notfæra sér ástand [A] heitins til að hafa af honum fjárhæðina sem krafa stefnenda lýtur að. Eins og rakið er í kafla II hér að framan var bú stefnda tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði H æstaréttar 20. mars 2017. Samkvæmt 1. málslið 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 , um gjaldþrotaskipti o.fl., ber þrotamaður ábyrgð á skuldum sínum sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskiptin. Í 2. málslið málsgreinarinnar kemur fram að hafi kröfu verið l ýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau sé fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og nýr tveggja ára fyrningarfrestur byrji þá að líða frá þeim degi er skiptunum er lokið. Ágreiningslaust 13 er að kröfunni sem mál þetta lýtur að var lýst í bú stefnda en skiptum í búinu lauk 10. júlí 2017 án þess að greiðsla fengist upp í kröfur . K röfur á hendur gjaldþrota einstaklingi fyrnast almennt á tveimur árum frá því að skiptum á búi hans lýkur. Í 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 er hins vegar sett sérr egla um fyrningarslit kröfu sem áfram hvílir á þrotamanni eftir skiptalok. Samkvæmt ákvæðinu verður fyrningu slíkrar kröfu aðeins slitið á ný með því að kröfuhafi höfði innan fyrningarfrests mál á hendur þrotamanninum og fái þar dóm um viðurkenningu á fyrn ingarslitum gagnvart honum. Ljóst er að krafa stefnenda í málinu nær ekki fram að ganga nema dómurinn fallist á þann málatilbúnað þeirra að krafa þeirra um fyrningarslit falli undir 3. mgr. 165. gr. Hafni dómurinn kröfu þeirra telst bótakrafa þeirra vera fallin niður alfarið vegna gjaldþrots stefnda á grundvelli fyrningarreglu 1. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 . Niðurstaða málsins veltur því á túlkun og beitingu 3. mgr. 165. gr. Ákvæði 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 á rætur að rekja til breytinga sem ge rðar voru á lögum nr. 21/1991 með lögum nr. 142/2010. Eins og fram kemur í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 142/2010 er markmið þeirra að gera þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta, en bera áfram ábyrgð á skuldum sem ekki hafa fengist greiddar við gjaldþrotaskiptin, auðveldara að koma fjármálum sínum á réttan kjöl. Í samræmi við framangreind markmið var lögð á það áhersla í frumvarpinu að ekki yrði unnt að slíta fyrningu þeirra krafna sem hvíldu á þrotamanni eftir skiptalok nema í undantekningartilvikum, en til þess þyrfti lánardrottinn að höfða mál fyrir dómstólum á hendur þrotamanni og fá viðurkenningu á því að fyrningu kröfunnar væri slitið. Í þessu skyni voru sett ákveðin skilyrði til þess að unnt sé að fá fyrningarslit kröfu viðurkennd. Þannig er kveðið á um það í 3. mgr. 165. gr. laganna að einungis skuli viðurkenna fyrningarslit kröfu með dómi að kröfuhafi sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu , svo og að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma. Í ljósi orðalags núgildandi ákvæðis 165. gr. laga nr. 21/1991 svo og þeirra lögskýringargagna sem liggja að baki ákvæðinu verður að leggja til grundvallar að það s é meginregla samkvæmt ákvæðinu að gjaldþrota einstaklingar losni undan sérhverri fjárhagslegri skuldbindingu við gjaldþrot, nema kröfuhafi geti í senn sýnt fram á að af því að halda kröfu sinni á hendur gjaldþrota manni á 14 lífi og að líkur megi telja á að hann geti fengið fullnustu kröfu sinnar á nýjum fyrningartíma. Þegar metið er hvort stefnendur hafi sérstaka hagsmuni af slitum fyrningar sinnar gagnvart stefnda verður að hafa í huga að í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 142/2010 er gengið út frá því að við þetta mat skuli horft til þess af hvaða rót kröfurnar eru runnar. Er í því sambandi vísað til tilvika eins og þegar krafa á hendur þrotamanni hefur orðið til vegna saknæmr ar eða ámælisverðr ar háttsemi hans . Í greinargerðinni er þó jafnframt tekið fram að þessi tilvik séu aðeins nefnd í dæmaskyni og ekki tæmandi talin. Í því sambandi er þó einnig sérstaklega tekið fram að tilvik af þessum toga séu undantekningartilfelli og að heimild 3. mgr. 165. gr. til fyr ningarslita beri því að túlka þröngt, en slíkt sé hlutverk dómstóla. Þegar tekin er afstaða til þess hvort stefnendur hafi sérstaka hagsmuni af því að fá fyrningarslit viðurkennd samkvæmt 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 er ekki unnt að horfa fram hjá því að krafa þeirra á hendur stefnda á rót sína að rekja til þess að stefndi komst með refsiverðum hætti yfir arf þeirra frá háöldruðum manni sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna sjúkleika síns og takmarkaðs skilnings á tölum. Er þeim atvikum lýst í dómi Hæstaréttar frá 5. október 2017 í máli nr. 790/2017, sem hefur fullt sönnunargildi um atvik málsins, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í ljósi þess hvernig krafan er til komin svo og þeirra sjónarmiða sem taka ber mið af vi ð mat á því hvort stefnendur hafi sérstaka hagsmuni af fyrningarslitum , sbr. 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, og lýst er hér að framan, verður að fallast á með stefnendum að þau hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta fyrningu kröfunnar . Þá verður jafnfra mt fallist á að stefnendur hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta kröfum um málskostnað sem dæmdur var dánarbúi [A] , enda er sá kostnaður í nánum og efnislegum tengslum við þá kröfu þeirra sem rakin verður til refsiverðs verknaðar stefnda. Eftir stendur þ á að leysa úr því hvort stefnendur hafi uppfyllt hitt skilyrði fyrningarslita samkvæmt 3. mgr. 165. gr. nr. 21/1991, um að þau hafi nægilega sýnt fram á að líkur séu til að fullnusta geti fengist á kröfu þeirra á nýjum fyrningartíma eftir að hafa fengið rof á fyrningu samþykkta fyrir dómi. Að gengnum slíkum dómi gilda almennar reglur um fyrningu kröfu, en samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 fyrnist skaðabótakrafa á fjórum árum frá því að tjónþoli fékk vitneskju um tjónið. Þegar horft er til þeirra sjónarmiða að baki þessu skilyrði sem lýst er í áliti meirihluta allsherjarnefndar við meðferð frumvarps þess er varð að lögum nr. 142/2010 15 verður að leggja til grundvallar að stefnendur beri sönnunarbyrðina fyrir því að líkur séu á gr eiðslu kröfunnar, og þá ekki einungis að stefndi geti greitt lít inn hluta kröfunnar heldur alla kröfuna eða meiri hluta henna eins og fram kemur í sama nefndaráliti. Við mat á því hvort stefnendur hafi axlað með nægilegum hætti sönnunarbyrði sína um þ etta atriði samkvæmt ákvæði 3. mgr. 165. gr. verður að horfa til þess að með bókun sem lögð var fram í þinghaldi 11. nóvember 2019 skoruðu stefnendur á stefnda að leggja fram afrit af staðfestum skattframtölum sínum frá 2017 til 2019 vegna tekjuáranna 2016 til 2018, auk staðfest s staðgreiðsluyfirlit s vegna tekna á árinu 2019. Með bókun sem stefndi lagði fram í þinghaldi 25. nóvember 2019 mótmælti hann því sem hann kallaði órökstuddar dylgjur í sinn garð sem röngum, ólögmætum og óviðurkvæmilegum. Þá kvaðst stefndi ekki ætla að leggja fram gögn sem vernduð væru af persónuverndarreglum. Þrátt fyrir þessi mótmæli sín lagði stefndi fram í sama þinghaldi 25 . nóvember læknisvottorð og útprentun úr sjúkraskrá sinni. Þar kemur fram að stefndi hafi gengist undir aðgerð vegna brjóskloss árið 2005 en náð góðum bata. Ekkert kemur fram í þeim gögnum um að stefndi sé óvinnufær af heilbrigðisástæðum. Ljóst er að ste fndi hefur samkvæmt framansögðu ekki orðið við áskorun stefnenda um að leggja fram staðfest skattframtöl síðustu þriggja tekjuára ásamt staðgreiðslufyrirliti síðastliðins árs. Í 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkam ála, er kveðið á um að gagn aðila beri að verða við áskorun aðila um að leggja fram skjal sem hann hefur í vörslum sínum ef aðili á rétt til skjalsins án tillits til málsins eða ef efni skjalsins er slíkt að gagnaðila væri skylt að bera vitni um það ef hann væri ekki aðili að málinu. Verði aðili ekki við slíkri áskorun um að leggja fram skjal sem þykir sannað að hann hafi undir höndum getur dómari skýrt það svo að hann samþykki frásögn áskoranda um efni skjalsins, sbr. 6 8 . gr. laga nr. 91/1991. Dómurinn fær ekki séð að stefnda sé stætt á því að neita að leggja fram eigin skattaframtöl og staðgreiðsluyfirlit til að sýna fram á núverandi fjárhagsstöðu sína í samræmi við áskorun stefnanda á grundvelli reglna um persónuvernd. Samkvæmt ákvæði 4. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2018, um persónuv ernd og vinnslu persónuupplýsinga, gilda lögin ekki þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. Að mati dómsins liggur enginn vafi á því að beiting sönnunarmats samkvæmt 44. gr. laga nr. 91/1991 fellur undir meðferð dómsvalds í skilningi 4. mgr. 4. gr. laga nr . 90/2018. Við sönnunarmat dómsins verður jafnframt að horfa til þess að stefnendur hafa að öðru leyti takmörkuð úrræði til 16 að sýna fram á líkur þess að þau fái fullnustu kröfu sinnar samkvæmt ákvæði 3. mgr. 165. gr. ef stefndi gæti með réttu vikist undan áskorun þeirra án afleiðinga fyrir sönnunarmat . Ljóst er að kröfuhöfum væri í mörgum tilvikum ófært að sýna fram á að síðara skilyrði 3. mgr. 165. gr. um fullnustu kröfu væri fullnægt ef gjaldþrota einstaklingur gæti vikist undan því að veita upplýsingar um fjárhag sinn þegar hann hefur fengið áskorun um það. Þegar tekin er afstaða til þess hvort stefnendur hafi axlað sönnunarbyrði sína samkvæmt 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 er enn fremur ekki unnt að horfa fram hjá því að skýringar stefnda á afdrifum þeirra fjármuna sem hann aflaði með refsiverðum hætti eru um margt óljósar og upplýsingar sem stefndi hefur veitt um fjárhagsstöðu sína eru mjög á reiki . Þannig hefur stefndi ítrekað sjálfur gefið til kynna, bæði fyrir dómi í sakamálinu á hendur honum, sem og í bréfi lögmanns hans 24. september 2017 til stefnenda þessa máls, að hann sé borgunarmaður fyrir þeirri kröfu stefnenda sem mál þetta fjallar um . Stefndi bar enn fremur fyrir skiptastjóra að hann hefði nýtt sér ágóðann af refsiverðri háttsemi sinni ti l að greiða niður lán og skuldir . Samkvæmt skattframtöl um hans fyrir árin 201 5 til 201 6 sem fyrir liggja í málinu námu skuldir og vaxtagjöld hans og eiginkonu hans samtals 56.565.211 í árslok 2014 en samtals 59.863.720 kr í árslok 2015 . Stærstur hluti skul da á skattframtali bæði árin er skuldin við [A] , að fjárhæð 42.000.000 kr. Að lokum verður ekki hjá því komist að geta óvenjulegra viðskipta með fasteign stefnanda að Þingási 37 sem hann átti með eiginkonu sinni, en eignin var samkvæmt gögnum málsins seld Maríu Vestberg Guðmundsdóttur og Eiði Fannari Erlendssyni 16. júní 2016 á 58.000.000 kr. Eiginkona hans, Jóna Guðrún Ívarsdóttir, keypti svo eignina einungis átta dögum síðar af þeim Elísu Björgu Elísdóttur og Pétri Ármanni Hjaltasyni , öðrum aðilum en key ptu eignina átta dögum áður, á 48.000.000 kr., en stefndi kvað alla fjármuni af sölu fasteignarinnar hafa runnið til eiginkonu sinnar. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður að leggja til grundvallar að stefnendur hafi axlað sönnunarbyrði sína samkvæmt ákvæði 3. mgr. 165. gr. um að líkur séu á því að þeir fái kröfu sína greidda og þá að minnsta kosti meirihluta hennar . Í samræmi við það sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að fallast beri á kröfu stefnenda í málinu. Leiðir af þeirri niðurstöðu að stefnda ber að greiða allan kostnað stefnenda af rekstri málsins , sem telst hæfilega ákveðinn 996.000 króna. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 17 Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Dómsorð: Fallist er á kröfu stefnenda, Gísla Sigurjóns Jónsssonar, Halldóru Oddsdóttur og Laufeyjar Helgadóttur, um að viðurkenn t verði að fyrningu skaðabótakröfu sem dánarbúi [A] var dæmd úr hendi stefnda , Bergs Axelssonar, samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 5. októbe r 2017 í máli nr. 790/2016 að fjárhæð 42.000.000 kr., auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 30.000.000 kr. frá 1. ágúst 2014 til 8. september 2014, en af 42.000.000 kr. frá þeim degi til 26. mars 2016, en með dráttarvöxt um samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags , sé slitið . Jafnframt eru viðurkennd fyrningarslit kröfu um málskostnað , 275.000 kr. fyrir héraðsdómi og 200.000 kr. fyrir Hæstarétti. Stefndi , Bergur Axelsson, greiði stef nendum, þeim Gísla Sigurjóni Jónssyni, Halldóru Oddsdóttur og Laufeyju Helgadóttir, alls 996.000 kr. í málskostnað.