Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður 24. janúar 2022 Mál nr. E - 4159/2021: Arna Rúnarsdóttir og Rúna Helgadóttir (Jón Egilsson lögmaður) gegn Hundaræktarfélagi Íslands, (Jónas Friðrik Jónsson lögmaður) og Arnheiði Runólfsdóttur, Svanhildi Skúladóttur og Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur til réttargæslu Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 4. janúar 2022, var höfðað 30. ágúst 2021 af Örnu Rúnarsdóttur, [...] , og Rúnu Helgadóttur, [...] , á hendur stjórn Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 35, Reykjavík. Þá er fulltrúum siðanefn dar félagsins, Arnheiði Runólfsdóttur, Svanhildi Skúladóttur og Sóleyju Ragnarsdóttur, stefnt til réttargæslu. Dómkröfur stefnenda eru aðallega þær að ógiltur verði með dómi bráðabirgðaúrskurður siðanefndar í máli nr. 6/2021 frá 20. ágúst 2021 þar sem ste fnendur voru meðal annars útilokaðar frá allri þátttöku í störfum Hundaræktarfélags Íslands og ræktunarstörfum í tengslum við félagið í þrjá mánuði, sem eru hámarksviðurlög. Þá gera stefnendur þá kröfu að staðfest verði með dómi að kæru stjórnar Hundarækt arfélags Íslands verði vísað frá siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands. Þá gera stefnendur þá kröfu, verði ekki fallist á kröfu stefnenda um frávísun, að staðfest verði með dómi að meintur þáttur stefnenda verði sundurskilinn og stefndu gert að rökstyðja sé rstaklega meintan þátt hvorrar kærðu um sig áður en siðanefnd tekur málið fyrir. Verði ekki fallist á frávísun gerir stefnandi Arna Rúnarsdóttir þá kröfu að staðfest verði með dómi að hún sé alfarið sýknuð af ávirðingum stefndu og meintur þáttur hennar ve rði metinn sjálfstætt. Þá gerir stefnandi Rúna Helgadóttir þá kröfu að staðfest verði með dómi að hún sé alfarið sýknuð og hennar þáttur verði metinn sjálfstætt. Þá krefjast stefnendur þess að útgefnar og greiddar ættbækur tíkarinnar Myrru og afkvæma henn ar séu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélags Íslands. 2 Stefnendur krefjast þess til vara að úrskurður siðanefndar verði með dómi dæmdur ólögmætur og að engu hafandi ef meðferð málsins fyrir dómi tekur meira en þrjá mánuði frá birtingu bráðabirgðaúrskurðarins. Til þrautavara gera stefnendur þá kröfu að staðfest verði með dómi vægustu viðurlög fyrir meint brot stefnenda, aðfinnsla eða áminning. Komi til brottvikningar úr Hundaræktarfélagi Íslands verði þeirri brottvikningu mark aður eins skammur tími og lög frekast heimila miðað við að ábornar sakir séu rangar. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar. Stefndi gerir á þessu stigi máls þá kröfu að dómkröfum stefnenda verði vísað frá dómi og að stefnendum verði gert að greiða málskos tnað. Í þessum þætti málsins krefjast stefnendur, sem hér eru varnaraðilar, þess að kröfum um frávísun málsins verði hafnað og krefjast auk þess málskostnaðar. I Málsatvik Mál þetta varðar málsmeðferð og bráðabirgðaúrskurð siðanefndar Hundaræktarfélags Íslands þar sem stefnendur máls þessa voru útilokaðar frá allri þátttöku í starfi Hundaræktarfélagsins og frá því að gegna dómarastörfum eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagi ð í þrjá mánuði. Þá var þeim samkvæmt bráðabirgðaúrskurðinum óheimilt að nota ræktunarnafnið Gjóska um þriggja mánaða skeið auk þess sem þær voru útilokaðar frá rétti til að fá afhent ættbókarskírteini Hundaræktarfélagsins á sama tímabili. Umræddur bráðab irgðaúrskurður byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar félagsins. Byggðist kæran á því að röng ræktunartík hefði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Stefnendur hefð u auk þess brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að mæta ekki með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni. Stefnendur hefðu einnig neitað að gefa upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu st efnendur tilkynnt félaginu eigandaskipti á tiltekinni tík, sem samkvæmt vottorði dýralæknis hefði verið aflífuð nokkru áður. Þetta hefðu þær gert í þeim tilgangi að veita sambýlismanni stefnandans Rúnu atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer - deildar félagsins. St efnendur hefðu einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins í tölvupósti um að hún hefði gerst sek um húsbrot og lagt félagsmenn í einelti. Loks byggðist kæran á því að stefnendur hefðu í marsmánuði 2021 ætlað að para undaneldishundinn Ja go við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ekki liggur annað fyrir í málinu en að siðanefnd hafi málið enn til meðferðar. Hins vegar var við meðferð málsins hjá nefndinni kveðinn upp sá bráðabirgðaúrskurður sem hér er deilt um. Þá er í máli þessu deilt um málsmeðferð stjórnar félagsins og siðanefndar. 3 II Málsástæður sóknaraðila, stefnda, fyrir kröfu sinni um frávísun málsins Stefndi byggir á því að stefnda skorti aðildarhæfi í málinu. Hafi stefnendur kosið að beina málsókn sinni á hendur stjórn Hundaræktarfélagsins, en ekki félaginu sjálfu. Stjórn félagsins sé stjórnareining innan félagsins sem samanstandi af fimm einstaklingum kjörnum til ákveðins tíma. Slík stjórnareining sé ekki lögpersóna með hæfi til að bera réttindi og skyldur að landslögum , samanber 1. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefndi byggir á því að aðild stefnda sé vanreifuð í stefnu. Ekki sé þar að finna röksemdir fyrir því að beina megi málssókn að þessari tilteknu stjórnareiningu félagsins. Stefndi byggir á því að málatilbúnaður stefnenda í heild sinni uppfylli ekki meginreglur laga um skýran og glöggan málatilbúnað. Hann sé óljós og skorti á að málsástæður séu skýrar sem og önnur atvik. Þá sé erfitt að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir efnisúr lausn málsins, enda sé þar vísað til laga um meðferð einkamála, sakamála og almennra hegningarlaga, sem vart varði efni málsins. Þá sé þar vísað til stjórnsýsluréttar án þess að fram komi rök fyrir þýðingu þess. Hvað varðar þá dómkröfu stefnenda að ógiltu r verði bráðabirgðaúrskurður siðanefndar Hundaræktarfélags Íslands í máli nr. 6/2021 byggir stefndi á því að hún snúi að innri málefnum almenns félags sem ekki eigi undir lögsögu dómstóla, samanber 24. gr. laga um meðferð einkamála, 74. gr. stjórnarkrár og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem mæli fyrir um frelsi manna til að stofna félög í lögmætum tilgangi. Með því sé félögum tryggður réttur til sjálfsákvörðunar um starfsemi, skipulag, réttindi og skyldur félagsmanna og önnur atriði sem varða innra ski pulag. Með aðild að Hundaræktarfélagi Íslands skuldbindi félagsmenn sig til að fylgja lögum félagsins og samþykki lögsögu siðanefndar og agareglur. Skuli því leysa mál sem upp koma varðandi möguleg brot á lögum félagsins á vettvangi þess í samræmi við lög félagsins, samanber meginreglur félagaréttar og 74. gr. stjórnarskrár. Stefndi bendir einnig á að krafa stefnenda varði kröfu um ógildingu bráðabirgðaúrskurðar sjálfstæðrar siðanefndar innan vébanda Hundaræktarfélags Íslands. Sé ómögulegt að átta sig á h vaða sjónarmið búi að baki því að beina málssókn vegna slíkrar kröfu að hliðsettri stjórnareiningu innan Hundaræktarfélagsins, sem sé kærandi í málinu hjá siðanefndinni. Þá sé bráðabirgðaúrskurðurinn fallinn úr gildi og hafi stefnendur því ekki lögvarða ha gsmuni af dómkröfunni. Eigi það við um flestar dómkröfur stefnenda. Varðandi dómkröfu stefnenda um að kæru stjórnar Hundaræktarfélags Íslands verði vísað frá siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands þá byggir stefndi á því að hún falli 4 ekki undir lögsögu dómst óla. Feli hún í sér að dómstólum sé ætlað að koma í stað siðanefndar félagsins, sem hafi málið til meðferðar. Varðandi varakröfu stefnenda, um að staðfest verði með dómi að meintur þáttur stefnenda verði sundurskilinn og stefnda gert að rökstyðja sérstakl ega meintan þátt hvorrar kærðu um sig áður en siðanefnd taki málið fyrir, telur stefndi að hún falli ekki undir lögsögu dómstóla, sé ekki nægilega afmörkuð og skýr, auk þess sem hún sé vanreifuð. Sé þess krafist að dómstólar taki tvær ákvarðanir um málsmeð ferð kærumáls hjá siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands. Eigi dómurinn að kveða á um að stefnda sé skylt að rökstyðja þátt stefnenda hvors um sig í meintum brotum og að siðanefnd taki málið ekki fyrir fyrr en þáttur hvorrar um sig hafi verið rökstuddur sérst aklega í kæru. Telur stefndi það ekki falla undir lögsögu dómstóla. Þá byggir stefndi á því að þessi krafa sé ekki nægjanlega afmörkuð og skýr. Þannig sé þess krafist að ótilgreindur þáttur stefnenda verði sundurskilinn með ótilgreindum hætti. Telur stefnd i að krafan sé einnig vanreifuð enda sé ekki varpað á það skýru ljósi hverjir séu þeir þættir sem beri að sundurskilja eða hvaða málsástæður og lagarök standi að baki kröfunni. Varðandi varakröfu stefnenda um að þeir verði báðir sýknaðir af öllum ávirðing um stefnda og meintur þáttur þeirra verði metinn sjálfstætt telur stefndi að hún eigi ekki undir lögsögu dómstóla, hún sé hvorki nægilega afmörkuð eða skýr auk þess að vera vanreifuð. Sé með henni ætlast til að dómstólar taki sér lögsögu í máli sem er til meðferðar fyrir siðanefnd í almennu félagi og taki ákvörðun um efnisniðurstöðu þess. Slík krafa eigi ekki undir dómstóla. Sé krafist sýknu af ótilgreindum ávirðingum með því skilyrði að þáttur hvors stefnanda um sig verði metinn sjálfstætt. Þá sé málatilbú naður stefnenda vanreifaður enda ekki sett fram í stefnu af hvaða ávirðingum krafist er sýknu. Þá byggir stefndi á því að innbyrðis ósamræmi sé í kröfugerð stefnenda. Gerðar séu tvær samhliða varakröfur, önnur sem feli í sér að siðanefnd haldi áfram meðfe rð málsins en hin að dómstólar komi í stað siðanefndar og sýkni stefnendur. Þessi málatilbúnaður sé óljós. Varðandi dómkröfu stefnenda um að útgefnar og greiddar ættbækur tíkarinnar Myrru og afkvæma hennar séu eign skráðra hundeigenda en ekki Hundaræktarf élags Íslands telur stefndi að stefnendur hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn hennar. Feli hún í sér beiðni um lögfræðilegt álit dómstóla sem sé í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. Sé tilgreint að hópur hundeigenda, sem ekki eigi a ðild að dómsmálinu, hyggist sækja rétt sinn vegna meints ágreinings um ættbækur. Af umfjöllun í stefnu sé ljóst að stefnendur séu ekki í hópi hundaeigenda sem eigi afkvæmi undan umræddri tík. Þá eigi stefnendur ekki tíkina Myrru, eina hundinn sem tilgreind ur sé í dómkröfunni. Hafi stefnendur því ekki lögvarða hagsmuni af efnisúrlausn dómkröfunnar og beri því að vísa henni frá. Þá sé krafan vanreifuð. Ekki sé gerð grein fyrir ættbókum 5 eða málsástæðum að baki meints eignarréttar yfir þeim, ekki hversu margar ættbækur sé um að ræða, hver afkvæmin séu eða hversu mörg þau séu. Varðandi dómkröfu stefnenda til vara, um að úrskurður siðanefndar verði með dómi dæmdur ólögmætur og að engu hafandi ef meðferð málsins fyrir dómi tekur meira en þrjá mánuði frá birtingu b ráðabirgðaúrskurðarins, telur stefndi að krafan varði atvik sem hafi verið ókomin við höfðun málsins og séu enn ókomin. Beinist krafan því að afstæðum hagsmunum og beri að vísa henni frá, samanber 1. mgr. 26. gr. laga um meðferð einkamála. Þá séu málsástæð ur um ólögmæti slíks framtíðarúrskurðar vanreifaðar enda liggi ekki fyrir efni eða forsendur slíkrar niðurstöðu. Sé því útilokað að setja fram varnir vegna þessa. Þá bendir stefndi á að umræddri dómkröfu sé beint gegn hliðsettri stjórnareiningu innan Hunda ræktarfélagsins en ekki að þeirri einingu sem kveða myndi upp hinn væntanlega úrskurð. Varðandi þrautavarakröfu stefnenda, um að dómurinn staðfesti vægustu viðurlög fyrir meint brot stefnenda, aðfinnslu eða áminningu, og að brottvikningu úr Hundaræktarfél agi Íslands, komi til hennar, verði markaður eins skammur tími og lög frekast heimili miðað við að ábornar sakir séu rangar, telur stefndi að þar sé þess krafist að dómstólar taki að sér hlutverk siðanefndar Hundaræktarfélagsins. Sé þannig ætlast til að dó mstólar taki sérstaka ákvörðun um að beita agaviðurlögum samkvæmt reglum almenns félags. Telur stefndi að ekki falli undir lögsögu dómstóla að taka ákvörðun um efnisniðurstöðu í máli sem er til meðferðar hjá siðanefnd í almennu félagi. Þá telur stefndi að krafan sé ekki dómtæk. Gerð sé krafa um vægustu viðurlög sem séu talin upp, en síðan sett skilyrði um skamman tíma ef beitt yrði harðari viðurlögum. Þá sé í kröfunni sú þversögn að dómkrafan hafi að geyma yfirlýsingu um að ábornar sakir séu rangar en dómst óll eigi þó að dæma viðurlög. Krafan sé ekki nægilega skýr og ákveðin og beri að vísa henni frá. Loks telur stefndi að krafan sé vanreifuð enda verði ekki séð í stefnu hvaða málsástæður eða lagarök búi að baki málatilbúnaði stefnenda. Málsástæður varnarað ila, stefnenda. Varðandi aðildarhæfi stjórnar Hundaræktarfélagsins byggja stefnendur á því að ef ekki verður talið að hún geti átt aðild að málinu sé stefnunni einfaldlega beint gegn félaginu sjálfu. Stjórn félagsins hafi verið stefnt þar sem það hafi veri ð hún sem kærði stefnendur til siðanefndar félagsins. Benda stefnendur á að stjórn félagsins sé aðili að málinu hjá Hundaræktarfélaginu. Því hafi þótt eðlilegt að stefna henni í máli þessu. Hins vegar liggi fyrir að ef fallist verður á kröfur í málinu þá b indi það félagið sjálft. Fyrir liggi að stefna hafi verið birt fyrir fyrirsvarsmönnum félagsins og því skipti í raun ekki máli hvorum sé stefnt. Hér sé alls ekki um það að ræða að röngum aðila hafi verið stefnt. Aðilinn sé Hundaræktarfélag Íslands. 6 Stefne ndur telji dómkröfur sínar vera skýrar. Frávísun dómkrafna eigi að vera undantekning. Verði fallist á dómkröfurnar þá séu þær allar þess eðlis að unnt sé að framfylgja þeim. Þá hafi vísanir stefnenda til lagatilvísana í stefnu verið slitnar úr samhengi. III Niðurstaða Stefndi telur að vísa beri málin frá þar sem stefnda, stjórn Hundaræktarfélags Íslands, skorti aðildarhæfi í málinu. Rétt er að stjórn félags er ekki persóna að lögum, sem getur átt réttindi eða og borið skyldur að landslögum, samanber 1. m gr. 16. gr. laga um meðferð einkamála. Skortir því stefnda, stjórn Hundaræktarfélagsins, hæfi til að geta orðið aðili að dómsmáli. Fyrir dómi upplýsti lögmaður stefnenda hins vegar að málinu væri í raun beint gegn félaginu sjálfu, og hefði stefna í málinu verið birt fyrir fyrirsvarsmönnum félagsins. Þótt lögmaðurinn hafi ekki verið að öllu leyti verið skýr eða afdráttaraus um þetta atriði í málflutningi sínum telur dómurinn að miða verði við að Hundaræktarfélaginu sjálfu sé stefnt í málinu og verður málinu því ekki vísað frá á þessum forsendum, enda hefur stefna verið birt fyrirsvarsmönnum félagsins. Að mati dómsins er málatilbúnaður stefnenda nokkuð óskýr í heild sinni og á mörkum þess að fullnægt sé skilyrði um skýran og glöggan málatilbúnað. Þykir þó ekk i rétt að vísa málinu frá á þeim forsendum heldur taka til skoðunar einstakar dómkröfur stefnenda. Stefnendur krefjast þess aðallega að ógiltur verði bráðabirgðaúrskurður siðanefndar Hundaræktarfélags Íslands í máli nr. 6/2021. Stefndi krefst þess að þeirri kröfu verði vísað frá dómi, meðal annars á grundvelli þeirrar málsástæðu að umræddur bráðabirgðaúrskurður snúi að innri málefnum félags sem ekki eigi undir lögsögu dómstóla. Á þá málsástæðu verður ekki fallist. Með umræddum bráðabirgðaúrskurði var s tefnendum vikið úr félagi sem þær hafa hagsmuni af að vera í, meðal annars fjárhagslega. Hljóta því dómstólar að hafa úrskurðarvald um það hvort farið hafi verið að félagslögum við úrskurð um brottvísun og geta ógilt úrskurð ef svo hefur ekki verið. Með um ræddum bráðabirgðaúrskurði var stefnendum hins vegar einungis vikið úr félaginu í þrjá mánuði, sem nú eru liðnir. Hafa stefnendur því ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn umræddrar dómkröfu og er dómkröfunni af þeim sökum vísað frá dómi. Sumar dómkröfur stefn enda snúa að því að dómurinn stigi inn í málsmeðferð á óloknu máli hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Á það við um þær kröfur að staðfest verði með dómi að kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins verði vísað frá siðanefnd félagsins og að meintur þáttur stefnen da í brotum verði sundurskilinn og rökstuddur sjálfstætt áður en siðanefnd taki málið fyrir. Þessar dómkröfur geta ekki átt undir 7 dómstóla. Hér er um að ræða innri málefni félags og rétt þess til að leysa úr ágreiningi á grundvelli laga félagsins. Verða þv í einstök atriði í slíkri málsmeðferð ekki borin undir dómstóla. Þessum dómkröfum er því vísað frá dómi. Stefnendur gera þá varakröfu að þær verði sýknaðar af öllum ávirðingum sem á þær eru bornar í því máli sem er til meðferðar hjá siðanefnd Hundaræktarfé lagsins. Fallist er á það með stefnda að slík krafa getur ekki átt undir dómstóla. Með henni er ætlast til að dómstólar taki efnislega afstöðu í máli sem er til meðferðar hjá siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands. Með öllu er óljóst hver niðurstaða siðanefnd ar verður í málinu og verður málið fyrir siðanefnd því ekki borið undir dómstóla á þessu stigi. Þá er dómkrafa þessi bæði vanreifuð og óskýr. Dómkröfunni er því vísað frá dómi. Stefnendur gera þá dómkröfu að útgefnar og greiddar ættbækur tíkarinnar Myrru o g afkvæma hennar séu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélags Íslands. Ekkert liggur fyrir um það í málinu að stefnendur séu eigendur einhverra umræddra hunda. Þá liggur ekki fyrir hverjir umræddir hundaeigendur eru. Þá eru stef nendur ekki eigendur tíkarinnar Myrru. Með hliðsjón af öllu þessu geta stefnendur ekki talist hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn dómkröfunnar. Að auki er umrædd dómkrafa bæði verulega óskýr og vanreifuð. Henni er því vísað frá dómi. Stefnendur gera þá dómkr öfu til vara að úrskurður siðanefndar verði með dómi dæmdur ólögmætur og að engu hafandi ef meðferð málsins fyrir dómi tekur meira en þrjá mánuði frá birtingu bráðabirgðaúrskurðarins. Með umræddri dómkröfu virðist farið fram á að ófallinn úrskurður verði t alinn ólögmætur. Slík krafa er þannig í eðli sínu að dómstólar hafa ekki yfir henni lögsögu. Að auki er umrædd dómkrafa bæði óskýr og vanreifuð. Henni er því vísað frá dómi. Stefnendur gera loks þá þrautavarakröfu að dómurinn staðfesti vægustu viðurlög fyr ir meint brot stefnenda, aðfinnslu eða áminningu. Jafnframt krefjast þær þess að komi til brottvikningar úr Hundaræktarfélagi Íslands, verði þeirri brottvikningu markaður eins skammur tími og lög frekast heimila miðað við að ábornar sakir séu rangar. Með þ essari kröfu er þess krafist að dómurinn bæði stigi inn í málsmeðferð siðanefndar Hundaræktarfélagsins og taki ákvörðun um viðurlög í málinu. Slík krafa er þannig í eðli sínu að dómstólar hafa ekki yfir henni lögsögu. Að auki er umrædd dómkrafa bæði óskýr og vanreifuð. Henni er því vísað frá dómi. Eins og rakið er hér að framan er öllum dómkröfum stefnenda vísað frá dómi. Af því leiðir að málinu í heild sinni er vísað frá dómi. Með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnendum gert að greið a stefnda, óskipt, 450.000 krónur í málskostnað. Björn Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. 8 Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur, Arna Rúnarsdóttir og Rúna Helgadóttir, greiði stefnda, Hundaræktarfélagi Íslands, 450.000 k rónur í málskostnað. Björn Þorvaldsson (sign.)