Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 29. apríl 2021 Mál nr. S - 236/2020: Ákæruvaldið (Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Dómur A. Mál þetta, sem var þingfest 11. febrúar 2020 og dómtekið 16. apríl 2021, var upphaflega höfðað með ákæru lög reglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu 14. janúar 2020, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] I. Brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa á tímabilinu 9. júní 2018 klukkan 21:13 til 23. júní 2018 klukkan 02:08 ítrekað sett sig í samband við A , kt. [...] með tölvupóstsendingum sem hér greinir, þrátt fyrir að honum væri bannað að setja sig í samband við hana samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu frá 4. júní [2018] sem birt var ákærða 8. júní [2018], sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykja víkur 12. júní 2018, R - 338/2018 : a. Laugardaginn 9. júní sent 41 tölvupóst frá netfanginu [...] @gmail.com á p óstfang A . b. Sunnudaginn 10. júní sent tölvupóst frá netfanginu [...] @gmail.com á póstfang A . c. Mánudaginn 11. júní sent 35 tölvupósta frá netfanginu [...] s@gmail.com á póstfang A . d. Miðvikudaginn 20. júní sent 4 tölvupósta undir nafninu B á póstfang A . e. Aðfara nótt föstudagsins 22. júní sent tölvupóst undir nafninu B á póstfang A . f. Aðfaranótt laugardagsins 23. júní sent tölvupóst undir nafninu B á póstfang A . 2 [Mál nr. 007 - 2018 - 36805] Telst þetta varða við 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa: 1. Fimmtudaginn 28. júní 2018 sent skilaboð í síma C , kt. [...] , vinkonu fyrrverandi kærustu sinnar A , undir nafninu D , og hótað A ofbeldi, sem var til þess fallið að vekja hjá A ótta um líf sitt og velferð, sem hér greinir: það ílla að mamma hennar er ekki eftir að þekkja hana þegar Nbannið er búið og ég laus. Ég mun muna þetta og ég mun leita hana upp þangað til ég finn hana. Og mér er alvara. Var ekkert nema nice við hana og þetta er það sem ég fæ til baka. Pff þið eruð báðar snar klikkaðar. Treatið kæroana ykkar fáránlega ílla og þið eruð bara svona vondar manneskjur. Komið allri sök á kærasta ykkar þegar það voru þið sem ko muð illa fram við þá og réðust á þá. En einsvo ég segi það var verið að boða mig í S - töku og ef ég fer inn þá má T eiga von á því að ég mun berja hana brjóta í henni bein og ég mun ræna hana, ég mun neyða hana í að láta mig fá kortið sitt og pin og taka al lt útaf. Ég mun komast að því á hvaða tímum hún er að vinna ég á vinkonur þar sem hún vinnur, ég mun sitja um hana þangað til ég sé hana og ég mun berja hana svo ílla. Og nú er ég ekki að djóka. Ef hún vill sleppa við þetta þá skal hún og segja að þetta al 2. Sunnudaginn 10. júní 2018 sent tölvupóst á póstfang fyrrverandi kærustu sinnar A og hótað A ofbeldi, sem var til þess fallið að vekja hjá A ótta um líf sitt og velferð, sem hér greinir: r. Ef eg fer inni fangelsi aftur utaf þer þa munt þu [Mál nr. 007 - 2018 - 36805] Teljast brot þessi varða við 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4 það að kveikja í húsunum ykkar. Drepa ykkur öll ef þið komið mér inn. Þa er mer orðið aaaaaalveg sama um ykkur [Mál nr. 007 - 2019 - 2847] Teljast brot þessi varða við 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. [IV]. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Laugardaginn 13. júlí 2019, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda norður Víkurveg í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Mál 007 - 2019 - 43987 2. Miðvikudaginn 6. nóvember 2019, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda um Miklubraut uns lögregla stöðvaði aksturinn við Grensásveg í Reykjavík. Mál 007 - 2019 - 69656 3. Miðvikudaginn 18. nóvember 2019, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda vestur Vesturlandsveg uns lögregla stöðvaði aksturinn við Á rtúnsbrekku í Reykjavík. Mál 007 - 2019 - 73140 Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar kostn Síðari ákæran á hendur ákærða var gefin út af sama lögreglustjóra 16. desember 2020 og var mál vegna hennar þing fest 22. sama mánaðar og sameinað hinu upphaflega máli. I. Hótanir og vopnalagabrot með því að hafa, sunnu daginn 3. febrúar 2019, í íbúð [...] að [...] í Hafnarfirði, veist með hnífi að F , kt. [...] , og ítrekað reynt að leggja til F með hnífnum, sem við það flúði frá ákærða út á svalir íbúðarinnar og lokaði svaladyrunum, 5 en ákærði haldið áfram atlögu sinni og slegið hnífnum ítrekað í gler í rúðu svalahurðarinnar uns það brotnaði og áfram gert ítrekaðar tilraunir til að leggja til F með hnífnum í gegnum brotna rúðuna, en háttsemi ákærða var til þess fallin að vekja hjá F ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína. [Mál nr. 007 - 2019 - 5874] Telst háttsemi þessi varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. II. Umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 6. desember 2019, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda um Gullinbrú í Reykjavík , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við Stórhöfða. [Mál nr. 007 - 2019 - 76659] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. Hóta nir með því að hafa, föstudaginn 8. maí 2020, í gegnum samskiptaforritið Facebook, sent G , kt. [...] , myndir af ýmist sér eða öðrum handleika skotvopn og samtímis sent honum eftirfarandi skilaboð sem voru til þess fallin að vekja hjá G ótta um líf, heilbri gði eða velferð sína: 1) Just to let you know man me and my gang will beat the shit out of you if you dont leave H alone. Its my women and im telling you i will find out where you live and i will go with my friends to your place with guns if needed. 2) I will kill you, literaly. 3) Beleve me man, i will go your hose one day. Listen now you dont speak to her again or i will find you. I will empty your appartment and leave you with nothing. I will squeeze every single money you got out of you. Understood? If not you will have to look in all directions everytime you walk out of your work. 6 4) Im telling you we are going to your place if you dont answer.. i will break up the glass on the door and go into your appartment. [Mál nr. 007 - 2020 - 24478] Telst háttsemi þes si varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. Umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 25. júní 2020, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda um bifreiðastæði við Fosshótel við Hnappavelli á Hornafirði. [Mál nr. 318 - 2020 - 8754] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. V. Umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 26. júní 2020, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda um Suðurlandsveg við Eldhraun í Skaftárhrep pi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [Mál nr. 318 - 2020 - 8776] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. VI. Hótanir með því að hafa, á tímabilinu 24. júní til 27. júní 2020, sent G , kt. [...] , eftir farandi skilaboð í gegnum samskiptaforrið Face book, en efni skilaboðanna voru til þess fallin að vekja hjá G ótta um líf, heil brigði eða velferð sína: 1) to be a warning that time. You ha ve no idea what i am capable of but i suggest you to just respect it or your going to end up with a broken bones 2) I will litteraly pee on your face. 3) And its not hard for me to get information when you get home at work and when you go to work. Keep that in mind. I will use a baseball bat hard on 7 your face. Because your the reason why there got trust issues in my relationship, your the one that screwed i t up so im just telling you now i will go hard on you. 4) Im going to put piss in your mouth man. [Mál nr. 007 - 2020 - 34988] Telst háttsemi þessi við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VII. Líkamsárás með því að hafa, föstudagskvöldið 26. júní 2020, við [...] í Reykja vík, veist með ofbeldi að G , kt. [...] , og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut brot bæði í nefbeini og kinnbeini. [Mál nr. 007 - 2020 - 3498 8] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VIII. Eignaspjöll og húsbrot með því að hafa, laugardagskvöldið 27. júní 2020, farið upp á svalir íbúðar við [...] í Reykjavík, en í íbúðinni voru fyrir þau H , kt. [.. .] , og G , kt. [...] , og brotið þar gler í 7 rúðum svalahurðar með hamri. [Mál nr. 007 - 2020 - 34988] Telst háttsemi þessi varða við 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IX. Fíkniefna - og vopnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 28. júní 2020, að [...] í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 2.367,6 g af kannabis laufum, 663,4 g af kannabisstönglum, 231,95 g af maríhúana og 25 kannabisplöntur, sem ákærði hafði ræktað um nokkurt skeið fram til þess dags, og li tboltabyssu án tilskilins leyfis, en lögregla fann allt framangreint sem og ræktunarbúnað við leit í húsnæðinu. [Mál nr. 007 - 2020 - 35156] 8 Telst háttsemi þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr., 1. m gr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum og 1. mgr. 12. gr. og 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. X. Umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 31. júlí 202 0, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði ákærða mældist tetrahýdrókannabínól 4,6 ng/ml) austur Miklubraut í Reykjavík, en lögregla stöðvaði aksturinn við verslunina N1 við Ártúnshöfða. [Mál nr. 007 - 2020 - 42664] Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. XI. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 29. ágúst 2020, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði ákærða mældist tetrahýdrókannabínól 2,7 ng/ml) um Sæbraut í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við verslunina Olís. [Mál nr. 007 - 202 0 - 49060] Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. XII. Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 30. ágúst 2020, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda og óhæf ur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði ákærða mældist tetrahýdrókannabínól 1,3 ng/ml) um Breið holtsbraut og Suðurfell í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við Unufell. [Mál nr. 007 - 2020 - 49239] Telst háttse mi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 9 XIII. Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 6. september 2020, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda um Norðlingabraut í Reykja vík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við verslunina Olís. [Mál nr. 007 - 2020 - 50817] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. XIV. Umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 21. september 2020, e kið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda um Skeifuna í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði akstur inn við verslunina Hagkaup. [Mál nr. 007 - 2020 - 54586] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. X V. Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 27. september 2020, ekið bifreiðinni [ [...] ] án gildra ökuréttinda um Hverfisgötu við Snorrabraut í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [Mál nr. 007 - 2020 - 56466] Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. XVI. Rán með því að hafa, miðvikudaginn 30. september 2020, veist með hótunum um ofbeldi að móður sinni, I , kt. [...] , á heimili hennar að [...] í Reykjavík, og neytt út úr henni fjármuni þar sem ákærði fór inn í eldhús heimilisins og náði í borðhníf og gekk á eftir henni með hnífinn á lofti og hótaði stinga hana ef hún léti hann ekki hafa 10.000 kr., sem hún svo gerði. 10 [Mál nr. 007 - 2020 - 73973] Telst háttsemi þessi varða við 252. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940. XVII. Fyrir brot í nánu sambandi á árinu 2020 og einnig brot gegn nálgunarbanni frá 30. júní [sama ár] með því að hafa: 1. Föstudaginn 22. maí, í íbúð ákærða að [...] í Reykjavík, veist með ofbeldi að þáverandi kærustu sinni og s ambúðaraðila, H , kt. [...] , og kýlt hana með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleið ingum að hún hlaut roða og bólgu á vinstra augnloki. [Mál nr. 007 - 2020 - 30489] 2. Fimmtudaginn 4. júní, í bifreið sem var í umráðum ákærða, þar sem hann ók bifreiðinni um G rafarvog við Gagnveg í Reykjavík, veist með ofbeldi að fyrr - verandi kærustu sinni og sambúðaraðila, H , kt. [...] , og kýlt hana með krepptum hnefa vinstra megin í höfuðið með þeim afleiðingum að hún hlaut heilahristing og yfirborðsáverka á hársverði. [Mál n r. 007 - 2020 - 30489] 3. Föstudaginn 26. júní sent fyrrverandi kærustu sinni og sambúðaraðila, H , kt. [...] , hótanir með eftirfarandi skilaboðum í síma hennar, en skilaboðin voru til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína: Ég er að fara fokking berja þig í klessu ef þú borgar mér ekki þó ég fari inni fangelsi nú er mér orðið drullu sama. Fokkar ekkert svona í mér og kemur svona fram við mig, ég var bara góður við þig helvítis mellan þín. Þú færð það sem þú gefur mundu það. Ég er að fara finna þig. Ég veit að þú lentir í Reykjavík klukkan 5 í dag. Shit eg er að fara fokking eta þig. Ég er að fara stúta þér. [Mál nr. 007 - 2020 - 34988] 4. Laugardagskvöldið 27. júní, í kjölfar þeirrar atlögu ákærða sem lýst er í ákæru - kafla VIII, sent fyrrverandi kærustu sinni og sambúðaraðila, H , kt. [...] , eftirfarandi skilaboðum í síma hennar, en efni skila boðanna voru til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þ. á m. G , kt. [...] : 11 1) Það er eins gott að þið segið ekkert eða það verður allt vitlaust. Þetta er ekki búið fyrr en hann borgar okkur 2 í skaðabætur. Og það er eins fokking gott að þu sert ekki að sleikja logguna því það verður farið alla leið i þig lika ef þu ert að reyna að gera mer fleyri grikki. Skit sama þo eg fari inn. Nu skallt þu bara passa þig. 2) Ef eitthvað gerist fyrir okkur þa skallt þu og þessi G fara biðja bænir að ekkert gerist fyrir ykkur þvi eg skal lofa þer þvi. Það verður sitið um húsið þitt, fjölskyldu þinnar og þa ð verður fundið ut hvar þið haldið ykkur. Allir minir vinir eru með mer i liði og það er engin að fara samþykkja það að önnur tussa treati mig svona og komi mer inn. [Mál nr. 007 - 2020 - 34988] 5. Á tímabilinu 30. júní til 16. júlí sent fyrrverandi kærustu sinn i og sambúðaraðila, H , kt. [...] , að minnsta kosti eitt þúsund skilaboð í síma hennar úr ýmsum símanúmerum og samskiptamiðlum þrátt fyrir að ákærða hafi verið bannað að nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti á umræddu t ímabili, sbr. ákvörðun lögreglustjórans á höfuð borgar svæðinu frá 28. júní 2020, sem birt var fyrir ákærða sama dag. Skilaboðin innihéldu m.a. eftirfarandi hótanir í garð H og voru til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sín a: Úr númerinu + [...] miðvikudaginn 1. júlí: 1) Ég vill fá fokking afsökunarbeiðni eða eg kem og drep þig einn daginn. 2) Ég ætla að skjóta þig i hausinn einn daginn. 3) Ég er ángríns að spá í að finna þig og drepa þig. 4) Ég mun drepa þig einn daginn. Þú skemmdir framtíðar plönin mín. 5) Ég mun drepa þig einn daginn bíddu bara. Úr númerinu + [...] miðvikudaginn 1. júlí: 6) Ég ætla drepa þig eg finn þig a næstu dogum. Þu ert ekki að fara komast upp með þetta. Helvitis helvitið þitt. Þú varst reið áðan þú hefur ekkert efni á því að vera reið við mig. Ég ætla drepa þig. Mér myndi gleðjast við að sjá þig hengja þig. 7) Nu verður þu að passa i hvaða áttir þu horfir i þegar þu gengur ur husinu. 8) Taka þig og skjota þig. 12 9) Þu ert að fara deyja fljotlega. 10) Haha þu skallt taka mig a orðunum þu ert ekki eftir að vera svona fyndin 11) Einn daginn þá muntu deyja á dulafullan hátt.. 12) Ég mun enda lif þitt fyrir það sem þu gerðir mer þvi þu endaðir lif mitt að innan, e g get aldrei orðið hamingjusamur aftur eftir þetta. 13) Og ég er gæji sem stendur alltaf við allt sem ég ætla mér þannig þú skallt taka mig a orðunum. Nu skallt þu passa þig og vera hrædd. 14) Ég er að fara drepa þig. [...] júlí: 15) Ég mun brjóta á þér andlitið og snoða þig. 16) Einn daginn verður hárlaus og ekki einu sinni með augabrýr.. ég mun taka það allt af þér. Úr númerinu + [...] sunnudaginn 5. júlí: 17) Veistu það H . Ég ætla hefna mín grimmt á þér þegar mér gefst tækifæri til þe ss. Ég ætla eyðileggja á þér andlitið fyrir það sem þú gerðir mér. [Mál nr. 007 - 2020 - 36577] 6. Miðvikudaginn 2. september 2020, á skemmtistaðnum Kofa Tómasar Frænda við Laugaveg 2 í Reykjavík, nálgast fyrrverandi kærustu sína og sambúðaraðila, H , kt. [...] , þrátt fyrir að ákærði sætti þá nálg unar banni gagnvart henni, sbr. ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu frá 28. júní 2020, sem birt var fyrir ákærða sama dag. [Mál nr. 007 - 2020 - 55017] 7. Á tímabilinu 1. ágúst til 17. september, sett sig í samb and við fyrrverandi kærustu sína og sambúðaraðila, H , kt. [...] , með því að hafa sent að minnsta kosti eitt þúsund skilaboð sem bárust í síma hennar, þrátt fyrir að ákærði sætti nálgunarbanni gagnvart henni á umræddu tímabili, sbr. ákvörðun lögreglustjóran s á höfuðborgarsvæðinu frá 28. júní 2020, sem birt var fyrir ákærða sama dag. Skilaboðin innihéldu m.a. eftirfarandi hótanir sem beind ust ýmist gegn H , vinkonu hennar Í , kt. [...] , fjöl skyldumeðlimum H og G , kt. [...] , 13 og voru til þess fallin að vekja hj á H ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þar á meðal þeirra sem hótanirnar vörðuðu: [...] 1) Ekki láta þér bregða að næsta kærasta min komi og berji þig seinna því ég er að fara láta það gerast. Og ég ætla að snoða þig. 2) Horfðu á öll skilaboðin frá mér.. ég er mjög reiður útí þig! Þú ættir að passa þig núna að mæta mér ekki á götunum því ég mun gera eitthvað rosalegt sem varðar lífstíð.. Ég er eftir að gjörsamlega missa mig á þig fyrir það sem þú gerðir.. Sama þó það sé nálgunarbann eða ekki.. ég er ekki hræddur. 3) Hlakka til að sjá þig sköllótta. Það er ekki 318.. þannig mer er sama þo eg fremji það brot, hár er eitthvað sem vex aftur. Yrði voða lítið hægt að vera við mig í dómi. Þetta er einsvo að fara i mál við hárgreiðslustofu. 4) Og hey ætla bara segja þer það nuna. Ef eg fretti eitthverstaðar að þu sert að dreyfa ut þvi sem eg er að segja við þig. Þá mun ég drepa þig i stað snoða þig. 5) Sama þó ég fari inn eða ekki ég mun alltaf standa við mitt. Viltu að hlutirnir gangi lengra eða bara sætta þig við að þú verður að setja hann upp? Viltu að ég fari að kála þér og familyuni með hríðskoðabyssum þegar ég losna úr jail? 6) Heyrðu nei va djók þú ert ekki búin að skipta um lögheimili. Heyrðu ætlaru a ð fokking hlusta og fara eftir þvi sem eg segi eða viltu að eg komi og berji þig með hnuajarni utum allan likama. Og brýt öll bein. Drullastu til þess að svara því mér er alvara. 7) Mér er orðið drullusama um líf mitt, skiptir mig engu fkn mali þo eg fai 16 á r, 25 ár eða Lífstíð. Hef engu að tapa. Ég er að fara fkn troða 50 mg af LSD i ykkur með sprautum. Se ykkur fljotlega. Ég ætla fokka upp geð heilsu ykkar. Ég er að fara senda ykkur til helvitis. Þar sem þið eigið heima. 8) Hvernig lýst þér á að innbyrða 50.00 0 microgröm af sýru?? Nú er ég að fara mæta i vinnuna hanns G og hann má búast við mér með 500x faldan 14 skammt af lsd handa sér beint í æð. Djofull hlakkar mer til að sja þennan mann þjast for the rest of his life. 9) Ok núna er ég að fara út og koma til þín n ema þú gefir mér svar. Gef þér 10min eða þu serð mig eftir sma. Ég mun leita af þér útum allt, klifra upp svalir ef þess þarf. Ég vill fá fokking skaðabætur, hlitur að skilja það. Mundu. Þú bauðst uppá þetta. Ég drep þig. Veistu mer hlakkar rosalega til að hitta þig uta gotu einhverntiman. Ég er utum allt alla daga, einn dag inn næ eg þer. Og þegar eg næ þer, þú ert eftir að vilja fara a hne og biðja bænir um að ég sé ekki eftir að permanently eyðileggja a þer skrokk - inn. Nú eru allir vinir minir að fara se gja mer hvar þu ert um leið og þeir sja þig. Og ég mun mæta á staðin um leið. Ég mun ekki hika við það. 10) Rænir mig ekkert til þess að riða öðrum gaur og eiga goða tima og rustar áttir þi g ekki á hversu hættulegur ég er. Ég var bara nice við þig. 11) Ok. Ég er búin að taka ákvörðun. Ég ræðst á fjölskyldu þína ef þú svarar ekki þá mæti ég til þeirra á morgun með hamar og geri allt vitlaust. Og hver sem reynir að standa fyrir mer eitthvað fær ha mar í hausinn það er bara þannig. Er kominn með fokking nog af folki að hafa mig að svona miklu fifli að vera gera allt fyrir það og fá svo svona framkomu til baka. Og leyfa því að komast upp með það. Ég er að fara ráðast á bræður þína. Með hamri. 12) Ég ætla brjota ur þer allar tennur þegar eg hitti þig. 13) Færð aldrei frið punktur ég ætla ónáða þig allt þitt líf. Fokkar ekkert svona i mer ég er að fara fara a a fullum krafti i þig það er bara þannig. Þu ert ekkert að fara sleppa neitt. 14) Ég ætla bara að segja þér það núna að ef þu ætlar að halda afram að bua til leiðindi þa gef eg sprautufikli slatta af dopi til þess að koma og raka af þer harið og fokka þer upp. 15) Og ég ætla taka allar tennurnar úr þér og rífa af þér hárið. 16) Það sem þú gerðir var ekki í lagi og ég æt la gera þér hluti sem eru enganvegin í lagi. Hluti sem þu munt aldrei gleyma. Hluti sem fá þig til þess að sjá eftir. Já þú ert búin að gera mig að psychopath ekki finnast það skrítið. Þú tókst gjörsamlega allt mitt líf og jarðaðir það og þú ert 15 ekkert að fara sleppa við neinar hefndir. Nema þú gerir þetta upp og borgir mér skaðabætur simple as that. Mér er orðið það sama að mér er sama um orðsporið mitt það er hvort sem er handónýtt eftir svona tussur einsvo þig. Mér er sama þó ég endi í fangelsi fyrir það . Mér er sama.. ég ætla bara stúta þér. 17) Ég vill að þú gerir mér þetta upp eða ég ætla enda líf þitt. 18) Og nu ætla eg að taka það skyrt fram. Ef eg fæ eina simhringingu fra logregluni eða eitthvað tengt henni eða einhver vinur minn frettir eða eg að þu sert d reyfandi ut að eg se berjandi kvennfolk. Eða þvi sem eg er að senda þá er ég að fara koma og drepa þig. 19) Eða veistu nei það er ekki fræðinlegur að ég sé að fara leyfa þér að komast upp með þetta. Ég ætla ónáða þig allt þitt líf. Sé þig á næstu dögum. Hlakka til að sjá þig næst verð ég ekki nice og ætla bara að tala við þig. Næst mun ég berja ur þer allar tennur. 20) Hvað segiru skita mella ætlaru að borga mer þessar 3 milljonir eða viltu hafa mig snar geðveikan a eftir þer. Ætla bara að taka það fram núna að mér er slétt sama hvað verður um mig og líf mitt ekki halda að ég sé ekki að meina það sem ég sei. Þú fokkaðir grimmt upp fyrir mer, eg mun enda lif þitt eða rusta a þer andlitinu fyrir það. Eg kem til þin i kvold ef þu borgar ekki. Ég veit alveg hvar þú býrð . Ég er að fara koma og drepa þig nu skallt þu vera hrædd eftir það sem þu gerðir mer. 21) En hinsvegar ef lögreglan fer að fokkast meira i mer utaf þer, ég sver það ég fæ haglabyssu lánaða eitthverstaðar og kem og skýt alla fjölskyldu þina og svo mig. 22) Ég er b úin að borga fyrir það að láta brjóta þig. 23) Eg er að fara finna ut hvar þu byrð og eg ætla berja þig aftur fyrir að birtast aftur uppa yfirborðið til þess einungis að rústa tilfinningunum minum og goðmensku minni aftur. 24) Ég ætla drepa þig. 25) Hættur að nenna hl usta a þina fake goðmensku vinir minir voru bunir að vara þig við. Eg ætla nuna sjalfur að stuta þer. Eg ætla brjota i þer öll bein. 16 26) Ok eg gefst upp. Nu ætla eg að finna þig eg er að fara koma til þin i kvold og eg ætla eyðileggja a þer andlitið fyrir að gefa svona mikin skit i þig. 27) Eg er að fara koma með hnif og stinga ykkur og brjota upp hurðina. Þið fokkið ekki svona i mer. Nu færðu að finna fyrir þvi. 28) Eg vill fa hverja einustu kronu til baka eða eg sting þig eg kem og tala við þig eftir sma. 29) Ok ég er a ð fara mæta heima til þín og stuta þer. 30) Djofull hlakka mer til að berja þessa Í vinkonu þina fyrir að tala skit um mig. Er hérna í hverfinu. Ég er að fara koma og hirða allt verðmætt og berja þessa vinkonu þina. Ég senti vinkonu þinni fullt af skilaboðum s em tileinka henni á facebook vonandi les hun þau og skilur. Það var allt á betri vegum svo kemur þessi vinkona þin og segir þer að loka a mig veistu eg ætla berja þessa vinkonu þina eg ætla lata allt bitna a henni fyrir að vera þrysta a þig það er bara þan nig. Úr númerinu [...] frá 14. september til 17. september: 31) Heyrðu þetta er X hér sko ef þu sættist ekki við mig nuna og hættir að valda mer þessum þviliku ahyggjum með að vera ekki með mer og bara allt i goðu þa er eg að fara koma og berja þig eg er komin með fokking nog af þvi að lata traðka yfir mig svona einsvo þu gerðir með að tala við vin minn u. 32) Veistu ég ætla drepa þig og þessa Í . Eg ætla fokking stuta ykkur þu kemur ekkert vandamalunum þinum yfir a mig þu ert að gera mig geðveikan. 33) Núna á morgun þá hringir þú í mig og biðst afsökunar og við vinnum úr þessu saman eða ég er a ð fara vera í hefndarhugleiðingum og leita af þer og þessari Í og drepa ykkur báðar. 34) Ég ángríns fer að mæta i vinnuna hja þessum gæja með hnif og stinga hann. Eg ætla gera það a morgun nema þu svarir mer. Ég er að fara drepa G er komin með nóg af því að lá ta fokkast i mer. 35) Ég er að fara drepa hann. 36) Ég er að fara drepa þennan mann. Nú er þér orðið alveg sama um hvað verður um mig ég er að fara drepa hann og svo mig. 37) Eg er að fara drepa hann nema þu hringir nuna og talar við mig. 17 38) Helvitið þitt veistu eg ætla drepa þennan gaur þu ert buin að yta mer nuna a þann stað þar sem mer er orðið alveg sama um mig og lif mitt. 39) Eg ætla drepa þennan G . 40) Ég ætla bara segja þér það núna að ef ég fer inn útaf þér ef þú hringir á lögregluna eða what ever þá kaupi bensín, helli því yfir þig og kveiki í þér og fyrirfer sjálfum mér þegar ég losna. Ég læt þig deyja hægt. Í sársauka. 41) Ég er að fara fa upplysingar um þennan gaur og þig það er bara þannig. Fokkar ekki svona i hausnum a mer það þarf einhver að gjalda fyrir þetta og það e r þessi gaur eg ætla stinga hann. Eg er að leita af upplysingum um þig og þennan gæja nuna utum allt. Buin ad fara til broðir þinns það svaraði engin þar. Eg er að fara finna ut hvar þessi gæji a heima. Hlustaðu nuna ef þu biður mig ekki afsökunar og stend ur við að reyna þetta þa er eg að fara drepa þig eða þennan gæja eg er nuna komin með nog og mer er skiiiit fucking sama hvað þu reynir að gera alveg slett. Þu ræður viltu að eitthver deyji?. 42) Nu skaltu standa við þin orð biðjast afsökunar hætta spila þessa helvitis leiki virða mig og allt verður i goðu eða eg er að fara drepa annaðhvort ykkar það er bara þannig og eg mun standa við það. Sama þo eg fari inn i sma tima það mun bara gera mig reiðari eg mun bara hella bensini yfir og kve. 43) Hlustaðu nuna eða eg e r að fara drepa þennan gæja. Er buin að mæta nuna i vinnuna hanns, heim til broðir þinns, heim til R til að fa upplysingar hvar þessi gæji byr eg er ekkert að djoka nuna skaltu hlusta. 44) Eg er að fara drepa þig og hann nema þu biðjir afsokunar og hjalpar mer að laga skemmdinar eftir þig og meinar það sem þu segir að þu elskir mig. Eg ætla drepa þennan gaur eg er að segja þer það. Eg ætla stinga hnif i eistun a honum og svo hjartað. 45) Og eg er að segja þer það ef loggan kemur hingað eða talar eitthvað við mig þa er eg að fara hella bensini yfir þig og kveikja i þer. 46) Ég ætla ráðast á þig þegar þu gengur ut. 47) Nu skal eg syna þer hvernig er að vera trituð einsvo litil tik þegar eg tek allar tennur utur þer. 18 Í gegnum samskiptaforritið Facebook, [...] , sent H ljós mynd af hafnaboltakylfu og í kjölfarið sent henni eftirfarandi skilaboð: 48) Þetta fær annaðhvort ykkar í andlitið. 49) Logguna aftur eg sver það eg mun hella yfir þig bensini og brenna þig til ösku. 50) Ætla bara að segja þér það núna. Ég er ekki hræddur við að fara i fangelsi, mér finnst fínt að vera inni en ef þú reynir að koma mer inn og ef það gerist, þú verður ekki á lífi eftir að ég losna. Þú ert búin að gera mig alveg 100% kærulausan. [Mál nr. 007 - 2020 - 55017] Teljast brot í öllum liðum þessa kafla varða við 1 . mgr. 218. gr. b. almennra hegn ingar - laga nr. 19/1940 en ákæruliðir nr. 5, 6 og 7 teljast einnig varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er krafist upptöku á framangreindum 2.367,6 g af kannabislaufum, 663,4 g af kanna - bis stönglum, 231,95 g af maríhúana, 25 kannabisplöntum, 24 stk. af anabólískum sterum af óþe kktri gerð, 7 millilítrum af anabólískum sterum í formi stungulyfsins nandrolon, 2,5 millilítra af anabólískum sterum í formi stungulyfsins testosteron og litboltabyssu sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með s íðari breyt ingum, 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en hald var lagt á framangreint í kjölfar afskipta lögreglu af háttsemi ákærða sem greint er frá í IX. kafla ákæru. Einkaréttarkröfur: Fyrir hönd H , kt. [...] , gerir Unnsteinn Örn Elvars son, lög maður, þá kröfu að ákærði, X , kt. [...] , greiði H miskabætur að fjárhæð [5.000.000 krónur] auk vaxta [samkvæmt] 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 22. maí 2020 en með dráttarvöxtum [sam - kvæ mt] 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er lið inn frá birtingu bótakröfunnar til greiðsludags. Þá er þess einnig 19 krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt s íðar fram lögðum málskostnaðar reikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutn ings - þóknun. Fyrir hönd G , kt. [...] , gerir Unnsteinn Örn Elvars son, lögmaður, þá kröfu að ákærði, X , kt. [...] , greiði G , miskabætur að fjárhæð [1.500.000 krónur] auk va xta [sam kvæmt] 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 13. maí 2020 en með dráttar vöxtum [samkvæmt] 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mán uður er liðinn frá birtingu kröfunnar til g reiðsludags. Þá er þess einnig krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða sam kvæmt síðar fram lögð um málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á mál flutn ings - Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og grein ir í báðum ákærum. Bótakrefjandinn H krefst þess endanlega að ákærði greiði henni miskabætur sem greinir í ákæru en með vöxtum frá 17. september 2020 og dráttar vöxtum frá 22. desember sama ár. Bótakrefjandinn, G , krefst þess endanlega að ákærði greiði hon um miskabætur sem greinir í ákæru en með vöxtum frá 26. júní 2020 og dráttar vöxtum frá 22. desember sama ár. Þá gera bótakrefjendur, hvor fyrir sig, kröfu um máls kostnað sem taki mið af tímaskýrslu lögmanns þeirra. Varðandi fyrri ákæruna þá játar ákærð i sök samkvæmt I., II. og IV. kafla. Einnig játar hann háttsemi sem greinir í III. kafla sömu ákæru með þeirri athuga semd að honum hafi ekki verið alvara með sendingu skilaboða. Varðandi seinni ákæruna þá játar ákærði sök sam kvæmt I. - VI. kafla og VIII. - X V. kafla. Hið sama á við um kafla XVII/6, að því er varðar brot gegn 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði neitar sök samkvæmt VII. og XVI. kafla. Ákærði játar háttsemi sem greinir í köflum XVII/1 - 2 í sömu ákæru en telur að atvik hafi verið með þ eim hætti að téður brotaþoli hafi í um rædd skipti veist að honum með ofbeldi og stofnað lífi hans í hættu, auk þess sem hann mót mælir heimfærslu þeirra brota til refsiákvæða sem greinir í ákæru. Þá játar ákærði hátt semi samkvæmt köflum XVII/3 - 7 en mó tmælir heimfærslu þeirra ákærukafla til refsi ákvæða sem greinir í ákæru, að því er varðar 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningar lögum. Ákærði gerir ekki athuga semdir við kröfur um upptöku og sviptingu öku réttar. Ákærði 20 krefst vægustu refsingar sem lö g leyfa varðandi brot sam kvæmt fyrri ákæru. Ákærði krefst sýknu af köflum VII og XVI í seinni ákæru. Hann krefst einnig sýknu af köf l um XVII/1 - 2 í seinni ákæru, en til vara að honum verði ekki gerð refsing. Þá krefst hann sýknu af köflum XVII/3 - 7 í seinni ákæru, að því er varðar meint brot gegn 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningar lögum. Að öðru leyti krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Einnig krefst ákærði þess að gæslu varðhalds tími sem hann hefur sætt vegna með - ferðar málsins komi að full u til frádráttar refs ingu. Varðandi bótakröfur þá krefst ákærði þess aðallega að þeim kröfum verði vísað frá dómi, en til vara að þær sæti verulegri lækkun. Ákærði krefst þess að sakar kostnaður í málinu verði að verulegu leyti felldur á ríkissjóð, auk þ ess sem hann krefst hæfilegra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum sem taki mið af tímaskýrslu. Við aðalmeðferð málsins beindi dómurinn því að sakflytjendum, með vísan til 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að sókn og vörn tæki til þess hvort heim - færsla meintra brota samkvæmt kafla XVII/1 - 2 í seinni ákæru, gæti, til vara, átt undir 217. gr. almennra hegningarlaga, og hvort meint brot samkvæmt undirliðum 3 - 5 og 7 í sama ákæru kafla gætu, til vara, átt undir 233. gr. almennr a hegningarlaga, allt framan - greint í stað 1. mgr. 218. gr. b í sömu lögum. B. Málsatvik: Ákærði hefur um árabil átt við geðræn vandamál að stríða, sem hafa meðal annars birst í hegðunartruflunum í tengslum við samskipti við aðra og þráhyggju, auk fíkni vanda og sjálfskaðandi hegðunar. Hann hefur í gegn um tíðina notið fulltingis foreldra sinna með margvísleg málefni, meðal annars varðandi fjárhagslegan stuðning og búsetu. Sam skipti hans við fjöl skyld una hafa á köflum verið erfið. Í byrjun mars 2020 k ynnt ist ákærði H sem hann þekkti frá fyrri tíð. Þau voru í sam skiptum og bjuggu saman frá því byrjun mars 2020 og fram í byrjun júní sama ár. Á þeim tíma bjó ákærði í leigu hús næði í eigu foreldra sinna og flutti H inn til hans. Hún hefur einnig átt við fíkni vanda að stríða, auk geðræns vanda. Ágreiningur er um hversu náið samband þeirra var á þeim tíma sem atvik áttu sér stað en fljótlega komu fram brestir í sam bandinu. Um helstu málsatvik vísast að öðru leyti ti l eftirfarandi umfjöllunar í tímaröð: 21 Vegna kafla XVII/1 - 2 í seinni ákæru: Þann 9. júní 2020 mætti H á lögreglustöð og gaf kæruskýrslu vegna meints ofbeldis af hálfu ákærða 22. maí og 4. júní sama ár á heimili þeirra. Um fyrra atvikið greindi H frá því að hún hefði sætt miklu andlegu ofbeldi á þeim tíma. Hún hefði ætlað að taka eigið líf með lyfjainntöku en ákærði orðið þess áskynja og brugðist illa við. Hann hefði ætlað að hringja í nánar tilgreinda konu, tengdri H vináttuböndum, og biðja hana um aðstoð . H hefði verið mótfallin því og hún rifið af honum símann. Hann hefði þá kýlt hana í gagnaugað. Í framhaldi hefði H leitað á bráðadeild Land spítalans í fylgd fyrrgreindrar konu. Á bráðadeildinni hefði hún fengið aðhlynningu en verið ófús að greina heilbr igðisstarfsfólki frá því sem á undan var gengið. Samkvæmt vottorði J læknis, dags. 19. október 2020, kom H fyrr greindan dag á bráða deild eftir að hafa tekið inn svefntöflur og neytt áfengis. Við læknisskoðun reyndist hún meðal ann ars vera með nýlega bó lgu og roða á vinstra augnloki og greindi frá því að sambýlismaður hennar hefði einhverju áður veitt henni þá áverka. Í framhaldi af fyrrgreindri komu á bráðadeild leitaði H aftur til ákærða og var með honum næstu daga á eftir. Í byrjun júní voru samski pti þeirra enn erfið og þann 4. sama mánaðar voru þau saman í bifreið í nágrenni við heimili þeirra þegar þeim varð sundur orða, auk þess sem H truflaði ákærða við aksturinn. Leiddi þetta til þess að ákærði sló hana þungu hnefahöfði í höfuðið. Þá var hún í umrætt skipti með kveikt á hljóð ritunarbúnaði og var upptöku síðar komið til lögreglu. H leitaði að kvöldi sama dags eftir aðstoð á bráðadeild og greindi frá því til að byrja með að hún hefði dottið. Sam kvæmt vottorði K læknis, dags. 23. júlí 2020, var H með einn auman blett vinstra megin á hvirfli sem hugsanlega hefði komið til vegna höggs. Vegna kafla VII, VIII og XVII í seinni ákæru o.fl.: Í framhaldi af fyrrgreindum atvikum í téðri bifreið slitu ákærði og H sambandi sínu og flutti hún út af he imilinu með sitt dót. Þá var hún um líkt leyti í samskiptum við G og fór hún síðar að búa hjá honum eða með honum á hans heimili. Að sögn ákærða voru sam - skipti hennar við G þegar orðin náin á meðan hún bjó með ákærða og trúnaðarbrestur því verið í sam ban dinu. Um þetta er ágreiningur en H hefur ekki kannast við sam skipti af þeim toga. Var ákærði ósáttur og brást meðal annars við því með því að senda G skilaboð 8. maí sem nánar greinir í ákærukafla III í seinni ákæru. 22 Að kvöldi 26. júní 2020 fór G að h eimili ákærða ásamt félaga sínum, L . Að sögn G ætlaði hann að reyna að ræða við ákærða en að sögn ákærða var um að ræða meinta líkamsárás samkvæmt ráðagerðum fyrrgreindra manna, auk H . Kom til átaka fyrir utan heimili ákærða umrætt kvöld og blandaðist féla gi hans, M , í þau atvik. Leiddi þetta til þess að ákærði sló G hnefa höggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Þá kom í framhaldi til frekari átaka milli þeirra og annarra á staðnum. Leitaði G í framhaldi á bráðadeild en sam kvæmt vottorði N læknis, dags. 14. júlí 2020, reyndist ákærði hafa hlotið brot bæði á nef - og kinnbeini. Tæpum sólarhringi síðar, að kvöldi 27. júní, kom til annarra atvika af svipuðum toga þegar ákærði fór ásamt öðrum manni á heimili G og olli þar skemmdum o.fl. sem ná nar greinir í kafla VIII í seinni ákæru. Þá hafði ákærði í aðdraganda þeirra atvika einnig sent H ógnandi skila boð í síma hennar, sbr. kafla XVII/3 í seinni ákæru, auk þess sem hann sendi henni skilaboð af sama toga síðar sama kvöld í framhaldi af þeim at vikum, sbr. kafla XVII/3 - 4 í seinni ákæru. Leiddi þetta til þess að ákærði var hand tekinn síðar sama kvöld, færður á lögreglustöð og yfirheyrður um fyrrgreind atvik o.fl. Í framhaldi var honum með ákvörðun lögreglustjóra gert að sæta nálgunarbanni gagn v art H í sex mánuði frá 30. júní að telja. Á meðan nálgunar bannið varði sendi ákærði H endur tekin skilaboð og nálgaðist hana á almannafæri, allt eins og nánar greinir í köflum XVII/5 - 7. Vegna kafla XVI í seinni ákæru: Á þeim tíma sem atvik þessi áttu sér stað var ákærði djúpt sokkinn í lyfjaneyslu. Um - ræddan dag, 30. september 2020, kom ákærði á heimili foreldra sinna og þá fjárvana. Var móðir hans, I , á staðnum ásamt yngri systur hans, E . Var móðir hans ófús að láta hann hafa peninga og er ágreiningur uppi í málinu hvort ákærði hafi neytt hana til að láta af hendi fjármuni með því að ógna henni með hnífi, eins og nánar greinir í ákæru. Leiddi þetta til þess að ákærði fékk að lokum tíu þús und krónur í peningum frá móður sinni og fór síðan af staðnum. Á meðan þessu fór fram hafði E samband við föður sinn sem var í vinnunni og greindi honum frá því hvað átti sér stað. Síðar sama dag leitaði I á lögreglustöðina við Vínlandsleið og gaf skýrslu þar sem hún bar sakir á ákærða um að hann hefði í fyrrgreindum samskiptum náð sér í borðhníf og haldið honum á lofti og hótað að stinga hana ef hún myndi ekki láta hann hafa pening. Hún hefði þá látið hann hafa fyrrgreinda fjárhæð í peningum. Þá greindi h ún nánar frá 23 að stæðum og lyfjaneyslu ákærða á þessum tíma, meðal annars sjálfskaðandi hegðun og að andlegt ástand hans hefði verið sérstaklega slæmt mánuðina á undan. Leiddi þetta til þess að ákærði var handtekinn síðar sama dag á heimili sínu og færður á lög reglustöð. Á meðan ákærði var í haldi lögreglu kom upp alvarlegt atvik með sjálf skaðandi hegðun án þess þó að ákærða yrði meint af. Við frekari rannsókn málsins var tekin símaskýrsla af fyrr greindri E sem greindi frá atvikum með svipuðum hætti og I , auk þess sem stutt skýrsla var tekin símleiðis af föður ákærða, O , um fyrrgreind atvik á heimili hans. Um málsatvik að öðru leyti vísast til verknaðarlýsinga í fyrrgreindum ákærum. Ákærði hefur sætt óslitnu gæsluvarðhaldi frá 1. október 2020 og hefur honum meðal annars á því tímabili verið gert að gangast undir geðrannsókn. Samkvæmt matsgerð dóm kvadds matsmanns, Ó , geðlæknis, dags. 2. febrúar 2021, er ákærði með nánar tilgreindar geð - grein ingar en skilyrði 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga eru ekki talin uppfyllt svo leiði til ósakhæfis hans. C. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði greindi meðal annars frá því að hann hefði þekkt til brotaþolans H frá fyrri tíð. Samskipti á milli þeirra hefðu hins vegar legið niðri uns leiðir þeirra lágu saman á ný í febrúar eða mars 2020. Hún hefði þegar í upphafi sambandsins flutt inn til hans í íbúð sem hann leigði af foreldrum sínum. Hún hefði haft með sér dótið sitt sem aðallega hefði verið fatnaður og snyrtidót. Á meðan þau bjuggu saman hefði ákærði greitt húsa leigu og séð um öll útgjöld en hún ekki lagt neitt til heimilisins. Til að byrja með og fyrstu þrjár vikurnar hefði sam bandið gengið vel en eftir það hefðu brestir verið farnir að koma í það. H hefði átt við andleg veikindi að stríða og farið að beit a hann endur tekið andlegu ofbeldi og það leitt einnig til ofbeldis af líkamlegum toga. Þau samskipti hefðu lagst þungt á hann og hann að lokum verið búinn að fá nóg. Að auki hefði hún verið að neyta áfengis og vímuefna mest allan tímann í sambandinu en h ann nær allan tímann verið án vímuefna. Þá hefði hann ekki verið að útvega henni slík efni. Samband þeirra hefði aldrei náð að vera náið og því í raun verið lokið í byrjun júní 2020. Þá hefði hún verið honum 24 ótrú í sambandinu og það meðal annars birst í þv í að hún var í sam skiptum við G á sama tíma og hún bjó með ákærða. Vegna kafla XVII/1 í seinni ákæru: Ákærði greindi meðal annars frá því að samskipti hans og H hefðu ekki verið góð á þeim tíma sem umrædd atvik áttu sér stað, 22. maí 2020. Í samtölum þe irra hefði komið fram að hún væri að elda síðustu sameiginlegu máltíðina þeirra en hann hefði ekki fylli lega gert sér grein fyrir því hvað hún meinti með því. Þá hefði hún verið að klóra og slá hann fyrr um kvöldið og hann verið búinn að vara hana við ef hún héldi því áfram. Ákærði hefði veitt því athygli, þegar þau voru að ganga til náða, að hún var óeðlilega mikið slöpp og þá hefði hann stuttu síðar orðið þess áskynja að hún var búin að taka inn of stóran skammt af svefntöflum. Honum hefði orðið ljóst að hún væri í hættu stödd. Að stæður hefðu hins vegar verið þannig að hann treysti sér ekki til að kalla til sjúkra bifreið út af kannabisræktun í íbúðinni á sama tíma. Þá hefði hann verið peninga laus og bifreið hans verið bensínlaus. Hann hefði því ætlað a ð hringja í R , vinkonu móður H , og biðja hana um að koma á stað inn. H hefði tekið því illa, rifið af honum símann og kýlt hann í and litið haldandi á sím anum. Hún hefði þá verið í fyrrgreindu ástandi og fremur máttlaus. Hann hefði verið búinn að fá alveg nóg miðað við það sem á undan var gengið, auk fyrri viðvörunar eins og áður greinir. Hann hefði því einhverju stuttu eftir að hafa fengið á sig andlitshöggið kýlt hana til baka í andlitið. Þá hefði R komið á staðinn einhverju síðar og fylgt H á sjúkra hús . Vegna kafla XVII/2 í seinni ákæru: Ákærði greindi frá því að hann hefði umræddan dag, 4. júní, verið að aka með H í bifreið á Fjallkonuvegi. Hann hefði verið ósáttur við hana þar sem hún hefði tekið frá hon um peninga, auk þess að vera í samskiptum við G . Þau hefðu verið að rífast í bifreiðinni þegar H hefði skyndilega gripið í stýrið á bifreiðinni og truflað hann við aksturinn svo leiddi til hættu í umferðinni. Hann hefði því slegið hana í höfuðið svo hún sleppti stýr inu. Þá hefði hann reiðst mjög í umrætt skipti þar sem hún hefði áður í þeirra sambandi verið búin að gera það sama og hann verið búinn að vara hana við. Vegna kafla VII í seinni ákæru: Ákærði greindi frá því að í aðdraganda umræddra atvika hefðu hann og H reynt að bæta sambandið og farið saman í ferðalag innanlands. Sú ferð hefði ekki gengið vel og meðal 25 annars leitt til lögregluafskipta af þeim. Umræddan dag, 26. júní 2020, stuttu eftir að ferðinni lauk, hefði hann viljað ræða við H um fyrrgreind atvik. Hann hefði verið ósáttur við hana og verið að reyna að ná sambandi við hana símleiðis. Það hefði leitt til þess að hún sendi honum skilaboð til baka og bað hann um að hitta sig við Perluna. M félagi hans hefði á sama tíma verið með honum og þeir verið heima hjá ákærða. Fyrr greind ski laboð hefðu leitt til þess að hann og M hugðust fara á bifreið til hennar. Ákærði hefði fyrir utan húsið, er hann var á leiðinni að bifreiðinni, orðið var við G og félaga hans, L . Þeir hefðu komið hlaupandi að þeim og verið mjög ógnandi í fasi. Þá hefði G verið með ásakanir um að ákærði væri að beita H ofbeldi. Ákærði hefði neitað þeim ásökun um og það síðan leitt til þess að G réðst á hann með ofbeldi. Ákærði hefði tekið til varna og kýlt G einu hnefahöggi í andlitið svo hann rotaðist og féll á jörðina. Ákærði hefði síðan hlaupið burtu en M félagi hans hefði þá þegar verið búinn að leggja á flótta. Ákærði hefði því næst orðið þess áskynja að G og L veittu honum eftirför. Hann hefði því stöðv að stuttu síðar svo leiddi til frekari átaka á milli þeirra. Þá hefði M blandast í þau átök og ákærði fengið á sig mörg högg og spörk. Nánar um þessi atvik kvaðst ákærði telja alveg víst að H hefði tekið þátt í því að leggja á ráðin með G og L að ráðast á hann í umrætt skipti. Hún hefði veitt þeim upplýsingar um heimilis fangið og í framhaldi blekkt hann til að koma út með téðum skila boðum. Vegna kafla XVI í seinni ákæru: Ákærði kvaðst á umræddum tíma, 30. september 2020, hafa verið djúpt sokkinn í lyfja neyslu og vantað peninga fyrir lyfjum. Hann hefði því komið á heimili foreldra sinna og beðið móður sína um lán. Hún hefði neitað honum því og haft miklar áhyggjur af honum. Þau hefðu farið að rífast en það síðan endað með því að móðir hans lét hann fá tíu þúsund krónur í peningum og hann síðan farið af staðnum. Ákærði kvaðst aldrei hafa tekið upp hníf í þessum samskiptum og þær sakir sem væru bornar á hann væru rangar. Móðir hans hefði einhverju áður verið búin að reyna að fá aðstoð hjá lögreglu en ekki fe ngið. Hún hefði á þeim tíma haft miklar áhyggjur af honum, meðal annars út af fyrri sjálfs vígstilraunum. Hún hefði því gripið til þess örþrifa ráðs að bera á hann rangar sakir um að hann hefði ógnað henni með hnífi og haft af henni peninga. Með því hefði hún viljað kalla fram aðgerðir af hálfu lögreglu. Þá hefðu samskipti hans og fjölskyldunnar batnað mikið frá því þessi atvik áttu sér stað. 2. 26 Brotaþolinn H , greindi meðal annars frá upphafi sambandsins með svipuðum hætti og ákærði. Þau hefðu byrjað að vera saman í mars 2020. Hún hefði þegar í upphafi flutt inn til hans með dótið sitt og það hefði aðallega verið fatnaður. Til að byrja með og fyrstu þrjár viku rnar hefði sambandið gengið vel en eftir það hefði farið að halla undan fæti. Ákærði hefði farið að beita hana endurtekið andlegu og líkamlegu ofbeldi en inn á milli hefði hann verið henni góður. Þá hefðu komið upp atvik þar sem þau hefðu veist hvort að öð ru með ofbeldi en hún hefði þá verið að svara fyrir sig eða verja sig. Þá hefði hún þegar illa gekk í samskiptunum leitað skjóls hjá R , vinkonu móður hennar, auk þess að leita til annarrar vin konu sinnar. Á sam bands tímanum hefði ákærði greitt húsa leigu og séð um öll útgjöld en hún hefði reynt að sjá um heimilið, elda og sjá um tiltekt. Þau hefðu borið hlýjan hug hvort til annars á milli þess sem illa gekk. Þá hefði brotaþoli hitt foreldra og systur ákærða og hún á tímabili séð framtíð í því að vera í sa mbandi með ákærða. Í upphafi sambandsins hefði hvorki ákærði né brotaþoli verið í neyslu vímuefna en ákærði hefði hins vegar þegar á leið fallið í slíka neyslu og hún að nokkru leyti tekið þátt í því. Í maí 2020 hefði sambandið með ákærða verið orðið mjö g slæmt sem leiddi til þess að hún flutti á tímabili út. Ákærði hefði viljað halda sambandinu áfram og ítrekað reynt að setja sig í samband við hana. Þetta hefði leitt til þess að hún hefði síðar í sama mán uði ákveðið að gefa honum tækifæri og þau farið a ð vera saman að nýju. Sam skiptin hefðu hins vegar fljótlega farið aftur í sama farið og erfið atvik komið upp, meðal annars í öku ferð eða ferðalögum þeirra út fyrir borgina og fleira af þeim toga. Þá hefði vin kona hennar reynt að fá hana til að le ita sér aðstoðar hjá Stíga mót um og lög reglu. Á svipuðum tíma hefðu hótanir verið að berast frá ákærða til kunningja hennar G . Þeim manni hefði hún kynnst í janúar sama ár en ekki verið í sér stökum samskiptum við hann frá þeim tíma. Ákærði hefði hin s vegar verið með meiningar um að hún væri að halda við G án þess að það ætti við rök að styðjast. Þá hefðu tilhæfulausar ásakanir ákærða af sama toga um að hún væri honum ótrú verið að koma upp á meðan þau voru saman. Ástandið með ákærða hefði stig magnas t til verri vegar á þessum tíma og það hefði leitt til þess að hún einangraði sig, taldi sig ekki geta grein öðrum frá og hún ekki haft í önnur hús að venda. Vegna kafla XVII/1 í seinni ákæru: Þann 22. maí 2020 hefði brotaþoli verið orðin ráðþrota vegna u ndangenginna erfiðra samskipta við ákærða. Hún hefði því ákveðið að svipta sig lífi með því að taka inn svefn - töflur. Ákærði hefði orðið þessa áskynja og orðið mjög reiður. Hann hefði ætlað að 27 hringja í R en brota þoli verið því mótfallinn. Hún hefði tekið símann af honum en ákærði þá brugðist illa við með því að kýla hana í andlitið. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa kannast við að hafa kýlt ákærða í tengslum við þessi atvik. Hún hefði síðan munað næst eftir sér þegar ákærði var að fylgja henni niður stigagangi nn og R að taka á móti henni fyrir utan húsið. Þá hefði hún næst munað eftir sér á sjúkrahúsinu, að tala við heilbrigðis starfsfólk og greina frá því að hún hefði verið beitt ofbeldi. Hún hefði síðan við útskrift af sjúkrahúsinu einhverju síðar látið ákærð a sækja sig og hún síðan búið hjá hon um í nokkurn tíma eftir það. Vegna kafla XVII/2 í seinni ákæru: Í byrjun júní sama ár kvaðst brotaþoli hafa ákveðið að slíta sambandinu við ákærða. Í að draganda þess hefði meðal annars komið upp atvik af neikvæðum t oga í bifreið með ákærða þar sem hann var ökumaður. Brota þoli hefði gripið í stýri bifreiðarinnar þegar henni var ekið á hægri ferð í hringtorgi í nágrenni við heimili þeirra og hún viljað að hann beygði. Ákærði hefði brugðist mjög illa við og kýlt hana þ ungu höggi ofarlega á höfuðið og henni liðið illa á eftir eins og hún væri með blæð ingu. Fjórum dögum síðar, þ.e. 8. júní, hefði brotaþoli ákveðið að slíta endanlega sambandinu og hún flutt út af heimilinu með dótið sitt. Til að byrja með hefði hún veri ð í felum hjá ömmu sinni og afa. Á meðan hefði ákærði ítrekað reynt að ná sambandi við hana sím - leiðis. Þá hefði hún síðar í sama mánuði fengið að vera hjá G en einnig verið í sam - skiptum við ákærða án þess að þau næðu saman aftur. Í því samhengi hefðu þau farið saman í ferð á hótel á landsbyggðinni en sú ferð ekki gengið vel. Þá hefði hún og G í fram haldi farið að vera saman í nánu sambandi. Vegna kafla VII í seinni ákæru: Brotaþoli greindi frá því að G hefði viljað tala við ákærða um það sem á undan va r gengið en hún verið mótfallin því og talið að ákærði myndi taka því illa. G hefði engu að síður farið að heimili ákærða að kvöldi föstudagsins 26. júní 2020. Í tengslum við þau atvik hefði G beðið hana um að senda ákærða skilaboð svo hann kæmi út úr húsi nu. Það hefði hún gert og tekið fram í skilaboðunum að hún væri fyrir utan húsið. Tilgangur inn með þessu hefði verið að ná tali af ákærða en ekki að G ætlaði að veitast að honum með ofbeldi. Þegar G kom til baka til brotaþola hefði hún hins vegar fengið a ð vita að ákærði 28 hefði strax brugðist illa við og ráðist á G . Hún hefði séð að G var nef brotinn og hún því fylgt honum sama dag á bráðadeild, ásamt L . Vegna síðari atvika o.fl.: Varðandi önnur meint brot sem áttu sér stað í framhaldi, sbr. kafla VIII og XVII/3 - 7 í seinni ákæru, þá greindi brotaþoli frá því að þau atvik hefðu verið henni mjög þungbær. Hið sama ætti við um önnur brot ákærða og þann tíma sem hefði liðið frá því at vik áttu sér stað. Hún hefði verið mjög hrædd og í mikilli andlegri vanlíðan. Hún hefði haft miklar áhyggjur af því að ákærði eða einhver á hans vegum léti verða af því að skaða hana. Hún hefði langtímum saman ekki farið úr húsi og hún væri enn mjög ótta slegin og hefði áhyggjur af því að einhver væri að elta hana. Þá hefði hún a f þessu tilefni leitað sér að - stoðar hjá sérfræð ingum til að bæta líðan sína. 3. Varðandi kafla VII í seinni ákæru o.fl.: Brotaþolinn G , greindi meðal annars frá því að hafa farið að heimili ákærða að kvöldi föstudagsins 26. júní 2020. Hann hefði orðið þess áskynja að vinkona hans, H , hefði sætt ofbeldi af hálfu ákærða og hann viljað ræða við ákærða út af því. Brotaþoli kvaðst hafa beðið vin sinn, L , um að koma með til að veita sér stuðning því hann hefði áður verið búinn að fá hótanir frá ákærða. Brotaþoli kvaðst hafa fengið heimilisfangið frá H . Þá hefði hún verið beðin um að senda ákærða skilaboð til að segja honum að hún væri fyrir utan húsið. Með þessu hefði brota þoli viljað fá ákærða til að koma út svo þeir gætu rætt saman. Þetta hefði gengið eftir og ákærði komið út ásamt félaga sínum. Þegar brotaþoli hefði ætlað að ræða við ákærða þá hefði hann strax brugðist illa við. Þá hefði ákærði að fyrra bragði ráðist á hann með því að slá hann með krepptum hnefa í andlitið. Hann hefði fallið á j örðina en risið strax á fætur. Í framhaldi hefði komið til rifrildis og frek ari átaka á milli brotaþola og ákærða og hann meðal annars kýlt ákærða í varnar skyni. Þá hefði fyrr greindur L , auk félaga ákærða, verið á staðnum og bland ast í átökin. Brota þoli og L hefðu einhverju síðar náð að koma sér burtu af staðnum á bif reið. Þá hefði brotaþoli í beinu framhaldi leitað sér læknisaðstoðar á bráða deild. Um samband brotaþola við H þá kvaðst hann hafa kynnst henni um áramótin 2020 og þau verið að skipt ast á skeytum frá þeim tíma. Hann hefði ekki vitað að hún væri í sambandi með öðrum manni en hann hefði fyrst farið að verða þess áskynja þegar hann 29 fór að fá hótanir frá ákærða. Þau hefðu framan af verið í óformlegum samskiptum en það síðan leitt til þess að þau fóru að vera saman sem kærustupar. Það samband hefði varað í um tvær eða þrjár vikur en upphaf þess mætti miða við þegar hún flutti heim til hans 18. júní 2020. Varðandi andlega vanlíðan þá greindi brotaþoli frá því að honum hefði liðið mjög illa e ftir fyrrgreind atvik. Þá hefðu önnur atvik og meint brot ákærða í hans garð tekið mjög á hann og valdið honum vanlíðan, auk röskunar á persónulegum högum, meðal annars búsetu og vinnustað. 4. Varðandi kafla VII í seinni ákæru: Vitnið L bar meðal annars um að hafa komið fyrrgreindan dag með G að heimili ákærða. Vitnið hefði verið með í för til að veita G stuðning þar sem ákærði hefði verið að hóta honum áður. G hefði ætlað að tala við ákærða út af því sem á undan var gengið með H . Þeir h efðu beðið fyrir utan húsið í fimm eða tíu mínútur uns ákærði kom út ásamt félaga sínum. Það hefði verið í framhaldi af því að H sendi ákærða skilaboð. Vitnið tók fram að H hefði ekki vitað af því að hann væri í umrætt skipti í för með G fyrir utan húsið. Þá kannaðist vitnið ekki við það að hafa farið á staðinn í þeim tilgangi að veitast að ákærða með ofbeldi. Þegar ákærði var kominn út hefði ekki reynst unnt að ræða við hann. Ákærði hefði strax ráðist á G með því að kýla hann í andlitið. G hefði fallið á j örðina við það að fá á sig höggið en risið strax á fætur og tekið til varna. Nánar aðspurður kvaðst vitnið hafa verið á hægri göngu um þrjá til fimm metra fyrir aftan G og séð það vel þegar ákærði veitti G fyrsta höggið. Frekari átök hefðu síðan átt sér st að og vitnið og félagi ákærða einnig blandast í þau atvik. Vitnið hefði lagt til að þeim átökum yrði hætt og hann síðan farið með G á bráða deild. Vitnið kvaðst vera góður vinur G og ekki verið hrifinn af sam - bandi hans við H . 5. Varðandi kafla VII í se inni ákæru o.fl.: Vitnið M gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Vitnið greindi frá því að G hefði ásamt öðrum manni að fyrra bragði ráðist á ákærða og vitnið að kvöldi 26. júní 2020 þegar þeir voru á leið frá heimili ákærða. Það hefði leitt til átaka og á kærði reynt að komast undan. Að auki hefði vitnið lent í átökum við þann mann sem fylgdi G . Vitnið kvaðst ekki hafa séð hvort ákærði kýldi G né heldur hvort G kýldi ákærða. Vitnið kvaðst ekki muna vel eftir fyrrgreindum atvikum vegna óreglu á þeim tíma. Hi ð sama ætti við um skýrslugjöf 30 hans hjá lögreglu vegna málsins. Aðspurður kvaðst vitnið kannast við að H hefði beitt ákærða ofbeldi á meðan þau tvö voru í sam bandi og ákærði leitað eftir aðstoð hjá vitninu út af því. 6. Varðandi kafla VII í seinni ákæ ru: Vitnið N læknir gaf skýrslu símleiðis og gerði grein fyrir og staðfesti læknisvottorð varðandi fyrrgreindan G , sbr. kafla VII í seinni ákæru. Við læknis skoðun hefði komið í ljós að G var brotinn í nefbeini og kinnbeini. Þá kvaðst vitnið telja að þeir áverkar gætu samrýmst einu hnefahöggi í andlitið. 7. Varðandi kafla III í fyrri ákæru: Vitnið E greindi meðal annars frá því að meintar hótanir sem hún fékk í skilaboðum frá ákærða 16. og 22. janúar 2019 hefðu komið illa við hana og hún orðið mjög hrædd. Hún hefði ótt ast að ákærði léti verða af því sem hann hótaði og hún hafi meðal annars gert ráð stafanir með neyðar hnapp, auk þess að flytja tímabundið út af heimilinu á annan stað. Þá hefði samband þeirra þokast til betri vegar síðar. Varðandi kafla X VI í seinni ákæru o.fl.: Vitnið E greindi meðal annars frá því að ákærði hefði komið á heimili foreldranna 30. september 2020 og viljað fá pen inga frá móður þeirra. Móðir þeirra hefði ekki viljað láta hann fá peninga og haft miklar áhyggjur af velferð ákæ rða og að hann myndi nota pen - ingana til að halda áfram vímu efna neyslu. Ákærði og móðir þeirra hefðu farið að rífast, meðal annars í eldhúsinu, og ákærði verið með hótanir um að rústa innan stokks munum. Vitnið kvaðst hafa verið nálæg sam hliða því að hú n var að senda skilaboð til föður síns til að segja honum hvað væri að gerast. Móðir þeirra hefði farið úr eldhúsinu en ákærði tekið upp hníf og farið á eftir henni. Vitnið kvaðst ekki muna hvernig ákærði hélt á hnífnum þegar hann fór úr eld hús inu. Þá kv aðst vitnið ekki hafa séð hvað gerðist á meðan móðir þeirra var frammi. Vitnið kvaðst hins vegar hafa heyrt þau rífast og öskra hvort á annað og ákærði enn að biðja um pen inginn uns móðir þeirra lét til leiðast og lét hann fá peninga. Móðirin hefði verið mjög reið og öskrað að ákærða að hún ætlaði að láta hann fá peninginn og hann ætti að drulla sér í burtu . Vitnið hefði á þeim tíma punkti verið mjög hrædd og þá verið stödd annars staðar í húsinu að hringja í föður sinn. Hún hefði 31 ekki séð hvort ákærði var að ógna móður hennar með hnífnum eða hvort hann var að hóta því að skaða sjálfan sig. Hún hefði aðeins heyrt í þeim. Ástandið á ákærða hefði ekki verið gott á þess um tíma vegna mikillar lyfja neyslu og móðir hennar haft miklar áhyggjur af lífi og vel fe rð ákærða. Þá hefði móðir hennar daginn áður leitað til lögreglu og viljað að hann yrði tekinn úr umferð svo hann færi sér ekki að voða. Aðspurð kvaðst vitnið ekki telja að móðir hennar hefði gengið svo langt að greina rangt frá um ræddum atvikum til að ná fram viðbrögðum hjá lögreglu. Hvað varðar samband ákærða og fyrrgreindrar H þá kvaðst vitnið E ekki telja að það hefði verið náið og hún hefði sjaldan komið á heimili foreldranna. H hefði átt við tiltekinn vanda að stríða og fjölskyldan ekki verið ánægð með sambandið. 8. Vegna kafla XVI í seinni ákæru o.fl.: Vitnið I , móðir ákærða, greindi meðal annars frá því að ákærði hefði daginn áður, þ.e. þriðjudaginn 29. sept ember 2020, komið á heimili hennar og beðið hana um peninga vegna lyfjaneyslu. Ákærði hefði verið mjög veikur og illa haldinn á þessum tíma vegna nánar tilgreindrar lyfjaneyslu. Vitnið og eiginmaður hennar, faðir ákærða, hefðu ítrekið verið búin að reyna að fá hann til að fara í meðferð og leita sér læknis aðstoðar á geðdeild en án árangurs . Vitnið hefði haft miklar áhyggjur af lífi og vel ferð ákærða ef illa færi með lyfjaneysluna, auk þess sem hann hefði verið að aka bif reið undir áhrifum. Vitnið kvaðst af þessu tilefni fyrr greindan dag hafa leitað til lög reglu með beiðni um aðstoð en ekki fengið þau við brögð sem hún hefði vænst og hún verið mjög ósátt við það. Næsta dag á eftir, miðvikudaginn 30. sama mánaðar, hefði ákærði hringt í vitnið og komið á heimilið og falast eftir meiri peningum frá henni að láni. Ástand ákærða hefði verið eins og áður og hann litið mjög illa út. Vitnið hefði haft sömu áhyggjur og áður ekki viljað láta hann fá peninga. Þau hefðu meðal annars farið að rífast þar sem þau voru stödd í eldhúsinu. Ákærði hefði talað um að hann ætlaði að rústa innanstokksmunum. Br auðhnífur hefði verið nálægur og ákærði tekið hann upp. Hann hefði talað um að hann ætlaði að skaða sjálfan sig með hnífnum en ekki að hann ætlaði að skaða vitnið með honum. Ákærði hefði aldrei hótað henni eða ógnað með hnífnum og ekkert alvarlegt gerst. V itnið hefði gengið rólega úr eldhúsinu, snúið baki í ákærða og farið fram í stofu. Ákærði hefði verið máttlítill og haldið á hnífn um eins og hann væri að fara að missa hann 32 frá sér en nánar aðspurð kvaðst hún ekki geta lýst því nákvæm lega hvernig hann hé lt á hnífnum. Ákærði hefði komið á eftir henni og þá eflaust með hnífinn í höndunum. Vitnið hefði hins vegar ekki skynjað það að hann væri að fara að gera henni neitt illt með honum. Hún hefði í framhaldi látið ákærða fá tíu þúsund krónur í peningum og sag t honum að drulla sér út og láta ekki sjá sig aftur. Hún hefði fyrst og fremst verið mjög reið og pirruð vegna þeirrar erfiðu stöðu sem var uppi. Henni hefði fundist eins og hún fengi ekki þá aðstoð sem hún þurfti og að lög reglan hefði ekki brugðist við sem skyldi frá því deginum áður. Vitnið kvaðst stuttu síðar hafa veitt ákærða eftirför á bifreið. Hún hefði ætlað að kom ast að því hver væri að selja honum lyf. Hún hefði hins vegar stuttu síðar misst sjónar af honum. Í framhaldi hefði hún afráðið að fa ra rakleiðis á lögreglustöðina á Vín landsleið og greina frá fyrr greindum atvikum. Hún hefði hins vegar í umrætt skipti ákveðið að greina lögreglu rangt frá með því að segja að ákærði hefði ógnað henni með hnífnum til að ná af henni peningum. Þetta hefð i verið hennar leið til að ná fram við brögðum hjá lög reglu svo eitthvað yrði gert í hans málum og hann tekinn úr um ferð áður en hann færi sér eða öðrum að voða. Varðandi samband ákærða og H þá bar vitnið um að það samband hefði ekki verið náið. H hefði verið talsvert eldri en ákærði og verið að glíma við tiltekin vandamál í sínu lífi og séð sér hag í því að flytja inn á hann. Fyrir þann tíma hefði ákærði verið án vímu efna í nokkurn tíma en það hins vegar þróast til verri vegar eftir að þau fóru a ð vera saman. 9. Vegna kafla XVI í seinni ákæru o.fl.: Vitnið O , faðir ákærða, greindi meðal annars frá því að ákærði hefði verið djúpt sokkinn í vímuefnavanda á umræddum tíma og vitnið reynt að koma því til leiðar að hann leitaði sér aðstoðar með vímuefnameðferð. Ákærði hefði átt að mæta í skimun á nánar tilgreindri meðferðarstöð dagana fyrir umrædd atvik en það ekki gengið eftir. Vitnið hefði verið mjög ósátt við ákærða út af þessu og meðal annars komið því á fram færi við ákærða með skeyta se nd ingum. Hið sama hefði verið uppi téðan dag, 30. sept ember 2020. Ákærði hefði þann dag sent vitninu skeyti um að hann ætlaði ekki að mæta í vímu efnameðferð. Vitnið kvaðst síðar sama dag, klukkan 14:59, hafa fengið SMS - skeyti frá E dóttur sinni með þeim upplýsingum að ákærði væri kominn á heimilið og hótandi því að rústa 33 einhverju þar inni nema hann fengi peninga. Þá hefði E hringt í hann stuttu síðar út af því sama og vitnið hraðað sér heim. Þegar heim var komið hefði ákærði og móðir hans hins vegar ver ið farin af staðnum. Vitnið greindi nánar frá peningalegri stöðu ákærða á þessum tíma. Um rædd atvik hefðu átt sér stað stuttu fyrir mánaðamót og rétt áður en ákærði fékk greiddar út bætur frá Trygg ingastofnun. Ákærði hefði verið orðinn fjárvana og veri ð að biðja um að fá peninga að láni fyrir vímuefnaneyslu. Þau hefðu hins vegar verið búin að fá alveg nóg af ákærða og ekki viljað lána honum peninga svo hann gæti haldið neyslunni áfram. Vitnið hefði í undanfara umræddra atvika með fyrrgreindum skeyta sen dingum verið búinn að vara ákærða við því að lögregla yrði kölluð til ef hann kæmi á heimilið illa haldinn af lyfja - neyslu. Móðir ákærða hefði verið hrædd þar sem ákærði var ógnandi en þá hefði hún ekki síður verið hrædd um hvað yrði um ákærða á meðan hann var í þessu ástandi. Ákærði hefði áður verið búinn að reyna að taka eigið líf og margoft hótað því að reyna það aftur. Vitnið kvaðst hafa fengið þá frásögn frá móður ákærða, eftir á, að hann hefði meðal annars haldið á hníf þegar hann var að biðja um peni nga en hún hefði ekki tekið því sem hótun og hann aldrei beitt hnífnum á neinn hátt gegn henni. Í ljósi aðdragandans hefði verið ljóst að um var að ræða lán en ekki að hann væri að taka af henni peninga. Móðir ákærða hefði verið mjög ósátt við viðbrögð lög reglu í aðdraganda umræddra atvika og þá kvaðst vitnið ekki vita hvað hún hefði sagt við skýrslugjöf hjá lögreglu. Varðandi samband ákærða og H þá bar vitnið um það með svipuðum hætti og vitnin E og I . 10. Varðandi kafla XVI í seinni ákæru: Vitni, rann sóknarlögreglumaður nr. T , kvaðst hafa tekið kæruskýrslu af fyrrgreindri I , móður ákærða. Þá hefði vitnið einnig tekið skýrslu símleiðis af dóttur hennar, E . Mæðgurnar hefðu greint frá atvikum með svipuðum hætti, þ.e. að ákærði hefði komið á heimilið og hó tað I með hnífi svo hann fengi tíu þúsund krónur frá henni í pen ingum. Vitnið kvaðst hafa gætt að b - lið 1. mgr. 117. gr., sbr. 2. mgr. 65. gr., laga nr. 88/2008 við framkvæmd skýrslutöku af þeim mæðgum. Skýrslan af I hefði verið hljóð rituð en láðst hefði að hljóðrita skýrsluna af E . Þá hefði framburður E verið skýrari en framburður I en 34 þær báðar verið trúverðugar í frásögn. I hefði ekki viljað nálgunarbann en hún lýst yfir áhyggjum sínum af honum. 11. Vegna kafla XVII/1 í seinni ákæru: Vitnið R greindi meðal annars frá því að annað hvort H eða ákærði hefði hringt í hana umræddan dag. Í símtalinu hefði komið fram að H væri illa haldin af lyfjaneyslu og sá sem hringdi treysti sér ekki til að fá sjúkrabifreið á stað inn. Vitnið kvaðst hafa hraðað sér á sta ðinn. H hefði verið fyrir utan húsið í mjög annarlegu ástandi og óviðræðuhæf. Hún hefði verið hálfdottandi og þvoglumælt. Vitnið hefði þurft að hjálpa henni inn í bifreiðina og spenna á hana öryggisbeltið. Vitnið hefði síðan keyrt hana rakleiðis á bráðadei ld. Vitnið kvaðst kannast við að H hefði leitað til hennar vegna erfiðra samskipta við ákærða á meðan samband þeirra hefði varað. Vitnið hefði hins vegar vegna veikinda ekki treyst sér til að setja sig inn í þau málefni og gæti því ekki borið um þau atvik. 12. Vegna kafla XVII/1 í seinni ákæru: Vitnið J læknir gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði nánar grein fyrir læknis - vottorði, dags. 19. október 2020. Vitnið greindi meðal annars frá því að umræddir áverkar gætu samrýmst því að högg hefði lent í andliti. Nánar aðspurður greindi vitnið frá því að brotaþoli hefði meðal annars greint frá því við læknisskoðun að hún og meintur gerandi væru bæði með reiðistjórnunarvanda og að hún hefði oft kýlt hann líka. 13. Vegna kafla XVII/2 í seinni ákæru: Vitn ið K læknir gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði nánar grein fyrir læknisvottorði, dags. 23. júlí 2020. Vitnið greindi meðal annars frá því að um ræddir áverkar gætu samrýmst því að högg hefði lent á höfði. Nánar aðspurður kvaðst vitnið telja mögu legt að staðsetning áverkans á ofanverðu höfði brotaþola gæti samrýmst því að hún hefði verið slegin þegar hún teygði sig í átt að ökumanni bifreiðar. 35 14. Vegna sakhæfismats: Ó geðlæknir, dómkvaddur matsmaður, gerði grein fyrir fyrrgreindu geðmati, helstu forsendum og niðurstöðum þess og staðfesti matsgerð. Greindi matsmaður meðal annars frá því að hvorki 15. gr. né heldur 16. gr. almennra hegningarlaga ætti við um ákærða. Ákærð i væri haldinn alvarlegri áráttuþráhyggjuröskun og lyfjafíkn, auk þess að vera með and félags legan persónuleika. D. Niðurstöður: 1. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 gildir sú grundvallar regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunarg ögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam - kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skyn samlegum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Þá metur dómurinn hvert sönn unar - gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt - anir má leiða um það, sbr. 2 . mgr. sömu laga greinar. Af framangreindum sönnunarreglum leiðir jafnframt að ekki hvílir á ákæru vald inu að hnekkja staðhæfingu ákærða um atvik sem horft gætu hon um til refsileysis vegna hlutrænna refsileysisástæðna, þar með talið neyðar varnar og neyðarréttar, svo leiði til sýknu, sbr. dóm Hæsta réttar Íslands í máli nr. 248/2000. 2. Um kafla III í fyrri ákæru: Ákærði hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt kafla III/1 - 2 í hinni fyrri ákæru með þeirri athug asemd að honum hafi ekki verið alvara með sendingu skilaboðanna. Hlutrænt séð var efni skilaboðanna af þeim toga að þau voru til þess fallin að vekja ótta um líf og velferð viðtakanda þeirra. Einnig liggur fyrir að um ræddur viðtakandi, brotaþolinn E , s ystir ákærða, bar um það fyrir dómi að um rædd skilaboð hefðu komið mjög illa við hana og hún upplifað mikinn ótta vegna þeirra. Að 36 framangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt þessum köflum ákær - unnar og varða þau við 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum. 3. Um kafla VII í seinni ákæru: Ákærði hefur kannast við að hafa slegið brotaþolann G með krepptum hnefa í andlitið að kvöldi 26. júní 2020 fyrir utan heimili sitt. Samrýmist það framburði G sem bar um það sama fyrir dómi. Þá ber þeim saman um að G hafi fallið á jörðina við það að fá á sig höggið og samrýmist það framburði vitnisins L . Af þessu verður ráðið að höggið hafi verið þungt. Sam kvæmt vætti og vottorði læknis ins N reyndist G við l æknisskoðun á bráðadeild síðar sama kvöld vera brotinn bæði á nef - og kinnbeini. Þá bar fyrrgreindur læknir um það fyrir dómi að áverkarnir gætu samrýmst einu hnefahöggi í andlit. Að framangreindu virtu telst sannað að ákærði hafi slegið G hnefahögg í andl itið eins og greinir í ákæru og með þeim afleiðingum sem þar greinir. Ákærði reisir vörn sína á neyðarvörn hvað þennan hluta málsins varðar, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga, og hefur borið um það að atvik hafi verið með þeim hætti að G hafi að fyrra b ragði ráðist að honum með ofbeldi. Þá hefur ákærði borið um að hann telji að um hafi verið að ræða skipu lega árás og að H hafi átt aðild að þeim atvikum með því að blekkja hann með skilaboðasendingum sem leiddu til þess að hann fór út á bifreiðastæði fyri r utan heimili sitt. Hvorki G né samferðarmaður hans L hafa hins vegar borið um það að umrædd atvik hafi verið með þeim hætti. Þvert á móti hafa þeir borið um það að G hafi ætlað að ræða við ákærða vegna mál efna H og hún verið fengin til að senda ákærða s keyti svo hann kæmi út. Ákærði hafi hins vegar strax og reynt var að ræða við hana fyrir utan brugðist illa við og ráðist að fyrra bragði á G . Vitnið M bar um það fyrir dómi að G og L hefðu að fyrra bragði ráðist á hann og ákærða í umrætt skipti og það síð an leitt til þess að til átaka kom á milli þeirra. Nánar aðspurður gat M hins vegar ekki lýst umræddum atvikum með ná kvæm um hætti, þar með talið hvort það var ákærði sem sló fyrsta höggið eða G . Framburður hans um fyrrgreind atvik var því í raun afar tak markaður og hefur lítið gildi fyrir úrlausn málsins. Þeim fjórum ber hins vegar saman um að til frekari átaka hafi komið eftir að ákærði kýldi G í andlitið. Þau meintu atvik eru hins vegar ekki úrlausnarefni þessa máls samkvæmt ákæru. Geta hin síðari meint u atvik því allt eins skýrt áverka á andliti ákærða samkvæmt ljósmynd sem hann lagði fram við 37 meðferð málsins fyrir dómi. Þá hefur H við skýrslu sína fyrir dómi þver tekið fyrir það að hafa átt nokkra aðkomu að um ræddum atvikum eða beitt ákærða blekk ingu m. Meðal málsgagna eru skilaboð frá ákærða til H , eftir umrædd atvik, þar sem hann virðist stæra sig af því að hafa veist að G og veitt honum áverka, sbr. skilaboð: það ekki að sucker puncha og kíla manninn eitt högg og rota hann og fara til baka í varnarstöðu því vinur hanns var að fara að hjóla í mig á meðan hann var að missa jafnvægi og detta á hlið á jörðina. Það er basic tactic í MMA að taka eitt högg færa sig til baka og þreyta hinn einstaklinginn með að blocka öll högg frá honum [.. .] Ég var einn Þá eru í máls gögn um önnur skilaboð, með óljósum tímasetn ingum, sem virðast stafa frá H , sem virðast geta stutt framburð ákærða um fyrr greinda meinta árás á hann að fyrra bragði eða að fyrir þeim hafi vakað að veita hon um ráðn ingu, sbr. skilaboð: But we re still thinking about teaching him a lesson for good. But I can not talk about it Ljóst er af þessum gögnum að þau gef a misvísandi mynd af um ræddum atvikum. Heilt á litið eru gögn þessi, sem og önnur samskiptagögn af þessum toga, hins vegar ekki nægjanlega skýr með tilliti til efnis og tíma setninga til að þau geti ráðið úrslit - um í málinu, að því er varðar varnir ákærð a um neyðar vörn. Að öllu framangreindu virtu hefur ákærða ekki tekist sönnun á því að G hafi að fyrra bragði ráðist á hann og að skilyrði neyðarvarnar samkvæmt 1. og 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga séu að öðru leyti uppfyllt. Verður ákærði því sa k felldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. sömu laga, eins og því er lýst í kafla VII í hinni seinni ákæru. 4. Um kafla XVI í seinni ákæru: Við úrlausn á þessum hluta málsins verður að líta til aðdraganda umræddra atvika og ástands ákærða á þeim tíma. Samkvæmt framburði foreldra ákærða fyrir dómi, sem sam - rýmist framburði E , var ákærði á því tímabili illa haldinn af lyfjaneyslu. Einnig báru foreldrarnir um sjálfskaðandi hegðun ákærða nokkru áður og hann meðal annars verið hætt kominn. Þá bar faðir ákær ða um að ákærði hefði ekki sinnt því sem til var ætlast svo hann gæti byrjað í vímuefnameðferð. Einnig ber for eldrunum saman um það að móðir ákærða hafi verið búin að leita til lög reglu en ekki fengið þau viðbrögð sem væntingar hennar stóðu til. Að frama n greindu virtu er unnt að leggja til grundvallar að ákærði hafi 38 á umræddum tíma verið illa haldinn af lyfjafíkn og fjölskyldan haft verulegar áhyggjur af honum. Þá hafi þau upp lifað mikið úrræða - eða von leysi um hvernig ætti að taka á vand anum. Ágrei n ings laust er í málinu að ákærði kom á heimili foreldra sinna umræddan dag, illa hald inn eins og áður greinir og fjárvana. Þá liggur fyrir að hann var þar í sam skipt um við móður sína, auk þess sem E systir hans var á staðnum. Fyrir liggur að ákærði h efur fyrir dómi borið um að hafa leitað til móður sinnar um peningalán, þau hafi farið að rífast en á endanum hafi hann fengið peninga að láni og farið af staðnum. Hann hefur hins vegar staðfastlega neitað því að hafa handleikið hníf í tengslum við þau atv ik og einnig því að hafa gengið á eftir móður sinni og rænt af henni peningum með hótunum, eins og greinir í ákæru. Fram burður ákærða um þetta samrýmist ekki nægjanlega fram burði E og móður ákærða sem báru báðar um að ákærði hefði í fyrr greindum atvikum hand leikið hníf þegar rifrildi var í eldhúsi. Að þessu virtu er ljóst að tæplega verður byggt á fram burði ákærða um hvað gerðist í umrætt skipti svo úrslitum ráði í mál inu. Sam kvæmt fram burði E vék hún frá móður sinni og ákærða eftir að þau fór að rífast og á meðan hún var í símasamskiptum við föður sinn. Hún gat því ekki borið um hvort eða hvað ákærði gerði þegar hann hélt á hnífnum, hvernig hann hélt á honum, hvað hann sagði við móður sína eða hvað ná kvæm lega gerðist eftir þau færðu sig úr el dhúsi og ósætti þeirra og tal hélt áfram á ná lægum stað annars staðar í húsinu. Samkvæmt fram - burði E heyrði hún aðeins hávært tal þeirra og varð hún þess síðan vör þegar ákærði fór af staðn um. Að þessu virtu er það í raun aðeins framburður móður ákærða sem getur ráðið úrslit um um þennan hluta málsins. Fyrir liggur að hún hefur breytt fram burði sínum verulega fyrir dómi frá því hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Fyrir dómi bar hún um að ákærði hefði ekki ógnað henni með hnífi og haft af henni pen inga gagnst ætt því sem hún bar um hjá lögreglu. Hann hefði aðeins haldið veiklulega á hnífnum og ekki ógnað henni með hon um og þá hefði hún aldrei verið í neinni hættu. Ákærði hefði aðeins verið með hót anir um að skaða sjálfan sig og hún að lok um látið undan þrý stingi hans, lánað honum peninga en verið afar ósátt við þá stöðu sem var uppi. Þá hefur hún fyrir dómi skýrt hinn breytta fram burð og gengist við því að hafa greint rangt frá hjá lögreglu en tilgangurinn með því hefði verið að kalla fram viðbrögð hjá lög reglu svo ákærði yrði tekinn úr umferð og færi sjálfum sér og öðrum ekki að voða. Þegar litið er til fyrrgreindra skýringa móður ákærða 39 og þess sem áður greinir um aðdraganda umræddra atvika þá er ljóst að fram burði hennar fyrir dómi verður ekki alfarið v ísað á bug. Verður því að sýkna ákærða af meintu broti gegn 252. gr. almennra hegningarlaga samkvæmt XVI. kafla hinnar seinni ákæru. 5. Um kafla XVII í seinni ákæru: Ákærði hefur kannast við að hafa slegið brotaþolann H hnefahöggi í andlitið eins og gre inir í kafla XVII/1. Þá er ekki ágreiningur um líkamlegar afleiðingar sem hlutust af verknaði, eins og þeim er lýst í ákæru. Er því sannað að ákærði kýldi H í andlitið á umræddum stað og tíma með þeim afleiðingum sem greinir í þess um kafla ákærunnar. Af f ramburði ákærða og vörnum hans fyrir dómi verður ráðið að á því sé byggt af hans hálfu að verkið hafi verið unnið í neyðarvörn og/eða hann hafi verið að gjalda H líku líkt þegar hann veitti henni andlitshöggið. Samkvæmt framburði ákærða mun H hafa slegið h ann í andlitið þegar hann ætlaði að hringja eftir aðstoð hjá R . Þá bar ákærði um að hann hefði stuttu síðar kýlt hana til baka í andlitið. Þegar að þessu virtu er ljóst að neyðarvörn getur ekki átt við um verkn aðinn og hefur ákærði ekki fært fram hald bær rök fyrir hinu gagnstæða. Þá getur það ekki leyst ákærða undan refsiábyrgð þótt H kunni að hafa slegið hann fyrst. Varnir ákærða varð andi þennan hluta ákær unnar hafa að öðru leyti hverfst um heimfærslu til refsi ákvæða en um það vísast til um fjöll unar hér síðar. Ákærði hefur kannast við að hafa kýlt H vinstra megin í höfuðið eins og greinir í kafla XVII/2. Þá er ekki ágreiningur um líkamlegar afleiðingar sem hlutust af verknaði, eins og þeim er lýst í ákæru. Er því sannað að ákærði veitti H umræt t höfuð högg á umræddum stað og tíma og með þeim afleiðingum sem greinir í þessum kafla ákærunnar. Af framburði ákærða og vörnum hans fyrir dómi verður ráðið að á því sé byggt af hans hálfu að verkið hafi verið unnið í neyðarvörn eða á grundvelli neyðar r éttar þar sem H hafi gripið í stýrið á meðan hann var að aka bifreiðinni og hún valdið hættu í um ferðinni og hann orðið að bregðast við svo ekki færi illa. Fyrir liggur að H hefur fyrir dómi kann ast við að hafa gripið í stýri bifreiðarinnar í umrætt ski pti en bifreiðinni hafi verið ekið á hægri ferð, hún hafi viljað að hann færi tiltekna leið á gatnamótum og engin hætta hafi verið á ferðum. Stendur þannig orð gegn orði um hvort hætta hafi verið á ferðum og hvort ákærða hafi verið nauðsynlegt að bregðast við eins og hann gerði í stað þess að grípa til vægari ráðstafana, t.d. með því að stöðva aksturinn. Við meðferð máls ins var spiluð hljóðupptaka af umræddu atviki en af þeirri upp töku verður helst ráðið að ákærði hafi 40 fyrst og fremst verið reiður og pirr aður í garð H eftir að hún greip í stýrið og hann hafi því brugðist við með því að slá hana um ræddu höggi í höfuðið. Að öllu framangreindu virtu er því ósannað að ákærði hafi slegið H í höfðið til þess að varna um ferðar óhappi og verður því ekki fallist á varnir hans á framangreindum grund velli. Varnir ákærða varðandi þennan hluta ákærunnar hafa að öðru leyti hverfst um heim færslu til refsi - ákvæða en um það vísast til umfjöllunar hér síðar. Hvað varðar brot samkvæmt köflum XVII/3 - 7 þá liggur fy rir að ákærði játar háttsemina en mómælir því að þau meintu brot verði felld undir 1. mgr. 218. gr. b í almenn um hegn - ingar lög um, sbr. lög nr. 23/2016. Varnir ákærða að þessu leyti, sem og vegna undir kafla 1 - 2 í sama ákærukafla, hafa að öðru leyti hver fst um það hvort tengsl hans og H og hin meintu brot og/eða brotatilvik hafi að öðru leyti verið af þeim toga að sér ákvæði 1. mgr. 218. gr. b í almenn um hegningar lögum, sbr. lög nr. 23/2016, eigi við hátt semina. Hvað varðar tengslin þá er ljóst af lög skýr ingar gögnum að dóm stólum er við beit ingu sér ákvæðis ins ætlað að leggja mat á það hvort það eigi við, meðal annars út frá tengsl um ger anda og þolanda og hvort háttsemin hafi falið í sér rof á trún aðar sambandi og trausti sem almennt má ætla að sé fyrir hendi í nánu sambandi, allt eins og atvikum máls og stöðu aðila er í raun háttað. Að auki er ekki skil yrði að um sé að ræða skráða sambúð og nær refsiverndin meðal annars til fyrr verandi sambúðaraðila. Þá er ljóst af lögskýringar - gögnum að sérákvæðið hefur það að markmiði að tryggja þeim sem þurfa að þola alvar - legt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna meiri og beinskeyttari réttarvernd en leiðir af hinum almennari refsiákvæðum. Samkvæmt því sem fram kemur í málsgögnum, og sem kom skýrar fram undir rekstri málsins fyrir dómi, liggur fyrir að ákærði og H bjuggu saman í óskráðri sambúð frá byrjun mars 2020 fram í byrjun júní sama ár. Þá verður ráðið af því sem fram hefur komið að þau hafi byrjað að vera saman sem kærustupar þegar hún flutti inn til hans en fljótlega hafi farið að ganga illa í sambandinu og alvar legir brestir verið komnir í það þegar komið var fram í maí. Þá hafi sam bandinu verið lokið í júní það ár. Að auki verður ráðið af því sem fram hefur komið að þau hafi á köfl um borið hlýjan hug hvort til annars og meðal annars reynt að ná saman aftur þegar illa gekk. Það hvort H hafi verið ótrú ákærða á meðan sambandið varði eða hvort hún hafi beitt hann andlegu eða líkamlega ofbeldi á 41 því tíma bili getur ekki ráðið úrslitum v ið mat á því hvort sérákvæðinu verði beitt í málinu. Þá verður og að taka tillit til þess að bæði virðast þau að einhverju leyti hafa verið að glíma við vímuefnavanda og geðræna vanheilsu á meðan þau voru í sambandinu og sam - skipti þeirra því verið eftir þ ví. Að öllu framangreindu virtu, og með hliðsjón af markmiði lög gjafans með sér ákvæðinu, sbr. lög nr. 23/2016, er það mat dómsins að þrátt fyrir hinn skamma sam búðar tíma og fyrrgreinda bresti í sam bandinu þá hafi það engu að síður verið af þeim toga s em ætlast er til að falli undir refsivernd sérákvæðis ins, eins og ber að túlka það í fram kvæmd, að uppfylltum öðrum lagaskilyrðum. Hvað varðar háttsemina, eins og henni er lýst í undirköflum 1 og 2, þá var um að ræða endurtekið ofbeldi ákærða í garð H á meðan þau voru í sambúð eða undir lok þeirrar sambúðar. Hvað varðar háttsemina, eins og henni er lýst í undirköflum 3 - 5 og 7, sbr. nán ari töluliði þeirra undirkafla, þá verður fallist á með ákæruvaldinu að í öllum þeim til vikum hafi verið um að ræða endurteknar grófar hótanir í garð H , eftir að þau slitu sambúð inni, sem voru mjög til þess fallnar að vekja hjá henni ótta um líf, heil brigði og velferð hennar og annarra sem stóðu henni nærri. Einnig liggur fyrir þessu tengt að H bar um það fyrir dómi að umræddar hótanir ollu henni í raun og veru miklum ótta. Þessu til við bótar verður fallist á það með ákæruvaldinu að háttsemi samkvæmt undir kafla 6 geti fallið undir það að hafa verið röskun á friði H með öðrum hætti í merk ingu fyrrgreinds refsiákvæðis. Þegar allt framangreint er virt saman, þ.e. fyrrgreind hátt semi, eins og henni er lýst í fyrrgreindum undir köflum 1 - 7, sbr. töluliði í undir köflum, sem er í raun óumdeild og telst sönnuð, sem og fyrrgreind tengsl ákærða og H á um ræddum tíma, þá verður að fallast á það með ákæruvaldinu að ákærði hafi með háttseminni endurtekið eða á alvar legan hátt með ofbeldi, hótunum og á annan hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð H , sem sam búðar aðila, eða fyrrverandi sambúðar aðila, í mer k ingu 1. mgr. 218. gr. b í almenn um hegn ingar lögum. Verður ákærði því sak felldur fyrir brot gegn því refsi - ákvæði. Með háttseminni samkvæmt undirköflum XVII/5 - 7, sbr. töluliði í undirköflum, setti ákærði sig endurtekið í samband við H , auk þess að nálgast hana í eitt skipti á veit inga - stað. Var það í andstöðu við það sem til var ætlast samkvæmt ákvörðun lögreglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálg unarbann frá 28. júní 2020 sem tók gildi gagnvart ákærða 42 sama dag og varði í sex mánuði. Með þessu braut ákærði endurtekið gegn téðu nálgunar - banni og verður hann því einnig sak felldur fyrir brot gegn 1. mgr. 232. gr. almennra hegn ingarlaga. 6. Um kafla I, II og IV í fyrri ákæru og kafla I - VI, VIII - XV í seinni ákæru: Ákærði hefur játað skýlaust fy rir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt köflum I, II og IV í hinni fyrri ákæru. Hið sama á við um þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt köflum I - VI og VIII - XV í hinni seinni ákæru og er játningin studd sakar gögnum. Samkvæmt því v erður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt fyrrgreind - um köflum ákær anna og eru þau rétt færð til refsiákvæða en með þeirri viðbót að fíkni - efna brot samkvæmt kafla IX í seinni ákæru telst einnig varða við 4. gr. laga nr. 65/1974. 7. Um ákvörðun refsin gar og annarra refsikenndra viðurlaga: Samkvæmt matsgerð og skýrslu fyrrgreinds dómkvadds matsmanns fyrir dómi leikur enginn vafi á því að ákærði er sakhæfur í merkingu 15. og 16. gr. almennra hegningar - laga. Að þessu virtu og með vísan til þess sem áður g reinir um sakfellingar ákærða fyrir brot gegn framan greindum refsiákvæðum verður nú að ákvarða ákærða refsingu. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 14. des ember 2020, á hann að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 201 3. Það sem hér skiptir einkum máli er að hann var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 2016 sakfelldur fyrir fíkni - efnalagabrot og honum gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði skilorðsbundið í tvö ár. Þá var ákærði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. des ember 2017 sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi kærustu, sem og gagnvart yngri systur, auk þess sem hann var sakfelldur fyrir endurteknar hótanir og brot gegn nálgunarbanni, eigna spjöll, fíkniefna - og lyfjalagabrot o.fl. Með dóminum va r hinn fyrri skilorðsdómur dæmdur upp og ákærða gert að sæta fangelsi í tólf mánuði. Ákærða var veitt reynslulausn 27. apríl 2018 af eftirstöðvum þess dóms, 120 dögum, og var ákvörðunin skilorðsbundin í eitt ár. Með úr skurði Héraðsdóms Reykjavíkur 4. febr úar 2019 var ákærða gert að sæta full nustu fyrr greindra eftirstöðva vegna skilorðsrofs, sbr. 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsingar. Brot ákærða sam kvæmt I. kafla í seinni ákæru þessa máls lá meðal annars til grund vallar þeirri nið urstöðu og lauk full nustu dómsins endanlega 4. júní 2019. 43 Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru öll framin eftir uppsögu dómsins frá 1. des ember 2017. Að því virtu fer um ákvörðun refsingar samkvæmt 77. gr. almennra hegn ingarlaga. Sak aferill ákærða horfir til refsi þyng ingar, sbr. 5. tölul. 70. gr. sömu laga. Í því sambandi verður sérstaklega litið til þess að ákærði hefur áður brotið gegn brota - þolunum A og E , sbr. fyrrgreindan dóm frá 1. desember 2017. Grófleiki og fjöldi brotati lvika í tengslum við brot í nánu sambandi, sem ákærði er nú sakfelldur fyrir, sbr. kafla III í fyrri ákæru og kafla XVII í seinni ákæru, var með meira móti og horfir til refsi þyng ingar, sbr. 2. og 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn ingar laga. Þá f ól ofbeldi sem ákærði er nú sakfelldur fyrir, sbr. kafla VII og XVII/1 - 2 í seinni ákæru, í sér röskun á mikilvægum verndarhagsmunum með tjóni fyrir brota þola, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að auki beind ust þær atlögur að hö fuð svæði téðra brotaþola en slíkt er almennt hættulegt og horfir til refsi þyngingar, sbr. 3. tölul. 1. mgr. sömu lagagreinar. Einnig verður að líta til þess að ákærða hefur áður verið gerð refsing fyrir vís vitandi ofbeldi. Eru fyrrgreind ofbeldisbrot því ítrekuð í merk ingu 1. mgr. 218. gr. c í almenn um hegningarlögum sem leiðir til refsi þyng ingar. Ákærða til málsbóta verður litið til játningar hans og góðrar fram komu fyrir dómi við meðferð málsins, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar laga. Tafir hafa orðið á málsmeð ferð hvað varðar brot samkvæmt hinni fyrri ákæru og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Að öllu framan greindu virtu er refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í tvö ár. Vegna alvarleika brota og sakafer ils ákærða er ekki unnt að skilorðs binda refsinguna. Með vísan til 76. gr. almennra hegn ingarlaga skal draga frá refsingunni gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt óslitið frá 1. október 2020 til dags ins í dag. Með vísan til 99. og 101. gr. laga nr. 77/20 19 verður ákærði sviptur ökurétti í tvö ár frá birtingu dómsins að telja. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 verða gerð upptæk 2.367,6 af kannabislaufum, 663,4 g af kannabisstönglum, 231,95 g af ma ríjúana og 25 kannabisplöntur. Einnig verða með vísan til 69. gr. a í almennum hegn - ingarlögum gerð upptæk 24 stykki af anabólískum sterum af óþekktri gerð, 7 millilítrar af anabólísk um sterum í formi stungulyfsins nandrolon og 2,5 millilítrar af anabólís kum 44 sterum í formi stungulyfsins testosteron. Þá verður með vísan til 1. mgr. 37. gr. laga nr. 16/1998 gerð upptæk litboltabyssa. 8. Um einkaréttarkröfur: Við úrlausn á bótakröfu H um miskabætur ber að líta til þess að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. b og 1. mgr. 232. gr. í almennum hegningarlögum, sbr. kafla XVII/1 - 7 í seinni ákæru. Eru því ekki efni til að vísa bótakröfunni frá dómi. Með hinni refsiv erðu háttsemi hefur ákærði með ólög mæt um og sak næm um hætti bakað sér skaða bótaábyrgð. Brotaþoli á því rétt á miska bótum úr hendi ákærða á grund velli a - og b - liða 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. síðari breyt ingar. Ákærði hefur ekk i fært fram haldbær rök fyrir hinu gagn stæða. Við ákvörðun miskabóta verður litið til grófleika háttseminnar sem þykir með meira móti gagn vart téðum brotaþola. Miskabætur verða eins og hér stendur á ákveðnar að álitum og með hliðsjón af dóm venju, 90 0 .00 0 krón ur , og verður ákærða gert að greiða brota þola þá fjárhæð með vöxtum, eins og nánar greinir í dóms orði. Upp hafstími dráttar vaxta mið ast við þingfestingardag málsins vegna seinni ákærunnar, 22. desember 2020. Brota þoli á tilkall til máls kostn að ar úr hendi ákærða vegna bóta kröf unnar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Ræðst sá kostnaður af tímaskýrslu lögmanns fyrrgreinds brota þola, 577.220 krónur, að teknu tilliti til virðis aukaskatts, og verður ákærða gert að greiða téð um brota - þola þá fjárhæð. Við úrlausn á bótakröfu brotaþolans G um miskabætur ber að líta til þess að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr., 231. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga, sbr. kafla III, VI, VII og VIII í seinni ákæru. Eru þv í ekki efni til að vísa bótakröfunni frá dómi. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði með ólög mætum og sak næm um hætti bakað sér skaða bótaábyrgð. Brotaþoli á því rétt á miska bótum úr hendi ákærða á grund velli a - og b - liða 1. mgr. 26. gr. skaðabó talaga. Ákærði hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir hinu gagn stæða. Miskabætur verða eins og hér stendur á ákveðnar að álitum og með hliðsjón af dóm venju, 500.000 krónur, og verður ákærða gert að greiða brotaþola þá fjárhæð með vöxtum, eins og nánar gr einir í dóms orði. Upphafstími dráttar - vaxta mið ast við fyrrgreindan þingfestingardag seinni ákær unnar. Brotaþoli á tilkall til máls kostnaðar úr hendi ákærða vegna bóta kröfunnar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Ræðst sá kostnaður af tím askýrslu lögmanns fyrr greinds brotaþola, 406.410 45 krónur, að teknu tilliti til virðis aukaskatts, og verður ákærða gert að greiða téðum brotaþola þá fjárhæð. 9. Um sakarkostnað o.fl.: Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr . 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008 verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkis - sjóðs. Til þess kostnaðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast af tíma skýrslu, 5.093.920 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 25.080 króna í aksturs kostnað verjanda. Þá verður ákærða einnig gert að greiða annað sakarkostnað sam kvæmt yfirliti ákæruvaldsins, 762.509 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi. Af hálfu bóta krefjenda, H og G , flutti málið Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með ferð málsins 4 . janúar 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt óslitið frá 1. október 2020 til dagsins í dag. Ákærði skal sæta sviptingu ökuréttar í tvö ár frá birtingu dómsins að telja. Gerð eru upptæk 2.367,6 g af kannabislaufum, 663,4 g af kannabisstönglum, 231,95 g af maríjúana, 25 kannabisplöntur, 24 stykki af anabólískum sterum af óþekktri gerð, 7 millilítrar af anaból ískum sterum í formi stungulyfsins nandrolon, 2,5 millilítrar af anabólísk um sterum í formi stungulyfsins testosteron og litboltabyssa. 46 Ákærði greiði H 90 0.000 krón ur í miskabætur með vöxtum sam kvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. september 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá 22. desember sama ár til greiðsludags, auk 577.220 króna í málskostnað. Ákærði greiði G 500.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. júní 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá 22. desember sama ár til greiðsludags, auk 406.410 króna í málskostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar m eð talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lög manns, 5.093.920 krónur, og 25.080 krónur vegna aksturs kostnaðar verjanda, auk 762.509 króna í annan sakar - kostnað. Daði Kristjánsson