Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14 . janúar 2020 Mál nr. S - 5316/2020 : Héraðssaksóknari ( Dröfn Kærnested saksóknarfulltrúi ) g egn X ( Bjarni Hauksson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 18. desember sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af Héraðssaksóknara 20. ágúst 2020, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 17. maí 2019 á heimili sínu að [...] í [...] , stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi og tekið upp myndskeið af A , kt. [...] , og B , kt. [...] , sem voru þar nakta r eða hálfnaktar að skipta um föt, en með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi þeirra og sýndi þeim ósiðlegt athæfi. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu C , kt. [...] , vegna ólögráða dóttur hennar, A , kt. [...] , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 17. maí 2019, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafan er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða ve rði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Af hálfu D , kt. [...] , vegna ólögráða dóttur hennar, B , kt. [...] , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000, - auk vaxta skv. 2 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 17. maí 2019, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bót akrafan er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa , lækkunar miskabóta og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði ve rið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot s itt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur [...] [...] . Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Við ákvörðun refsingar verður litið til greiðlegrar játningar ákærða og jafnframt þess hvað honum gekk til með brotinu sem be indist að tveimur ungum stúlkum . Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Af hálfu A og B er þess krafist að ákærði greiði þeim hvorri um sig 1.000.000 króna í miskabætur. Brot ákærða var til þess fallið að valda þeim miska og eiga þær rétt á bótum skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja bætu r til hvorrar þeirra fyrir sig hæfilega metnar 3 00.00 0 krónur ásamt vöxtum eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 550.560 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, þóknun réttargæslumann s brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 436.480 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti, og 38.158 krónu r í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Dröfn Kærnested aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 3 00.000 krónur, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 17. maí 2019 til 9. janúar 2021 , en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludag s. 3 Ákærði greiði B 3 00.000 krónur, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð tryggingu, frá 17. maí 2019 til 9. janúar 2021 , en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til gr eiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 550.560 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 436.480 krónur og 38.158 krónu r í annan sakarkostnað. Barbara Björnsdóttir