Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 15 . janúar 20 20 Mál nr. E - 461/2019 : REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf. ( Sigurður Ágústsson lögmaður ) g egn Sýsluma nninum á höfuðborgarsvæð inu ( Soffía Jónsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 22. nóvember 2019, höfðaði R EYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, Reykjavík, hinn 5 . febrúar 2019 , á hendur Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Hlíða r smára 1, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær að felld verði úr gildi sú ákvörðun stefnda frá 17. desember 2018 að synja stefnanda um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II/íbúðir í íbúð stefnanda nr. 210 að Tryggvagötu 21, fastanr. 236 - 3649, 101 Reykjavík. Þá er krafis t málskostnaðar . Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk málskostnaðar. I Yfirlit yfir m álsatvik og ágreiningsefni Málsatvik teljast í meginatriðum óumdeild. M eð um s ókn 31. október 2018 til stefnda óskaði stefnandi eftir rekstrarleyfi til sölu gistingar samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og reglugerð nr. 1277/2016 sama efnis. Nánar tiltekið óskaði hann eftir leyfi í flokki II, gististaður án veitinga, vegna íbúðar 210 að Tryggv agötu 21, Reykjavík. Við meðferð málsins aflaði stefndi lögbundinnar umsagnar Reykjavíkurborgar , dags. 16. nóvember 2018. Í umsögninni var lagst gegn því að erindi stefnda yrði samþykkt, með þeim orðum að erindið samræmdist hvorki gildandi aðalskipulagi n é deiliskipulagi, en fyrir því voru nánari rök færð í umsögninni í stuttu máli. Lutu þau rök að því að eftir að gildandi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 2030 hefði verið breytt í ágúst 2017 væri ekki heimilt að breyta húsnæði í miðborgarkjarna (svæði M1a ), þar sem Tryggvagata 21 væri staðsett, í gististarfsemi , nema slíkt væri heimilað í gildandi 2 deiliskipulagi. Var svo vísað til þess að samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 18. maí 2006 væri ekki gert ráð fyrir að gististarfsemi væri heimil á R eit 1, s em lóð Tryggvagötu 21 tilheyrði. Með bréfi stefnda, dags. 21. nóvember s.á., var stefnanda tilkynnt að til stæði að synja umsókn hans þar sem Reykjavíkurborg hefði veitt neikvæða umsögn um erindið og stefnda væri því óheimilt að gefa út rekstrarleyfi, me ð vísan til 4. og 5. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007. Lögmaður stefnanda kom athugasemdum sínum við fyrirhugaða ákvörðun á framfæri við stefnda með bréfi, dags. 29. nóvember s.á. Var þar m.a. vísað til þess að umsögn Reykjavíkurborgar byggði st á breytingu sem varð á aðalskipulagi borgarinnar með breytingartillögu 10b, sem tekið hafi gildi 21. ágúst 2018 [sic] . Sú breyting hefði 90/2013 og því væri óheimilt að byggja á henni við afgreiðslu umsóknar [stefnanda] . Í bréfinu voru röksemdir stefnanda nánar reifaðar og er þar í meginatriðum um að ræða sömu málsástæður og stefnandi heldur fram í máli þessu . Samdægurs kynnti stefndi Reykjavíkurborg framkomnar athugasemdir með tölvupósti og óskaði eftir afstöðu borgarinnar til þeirra. Með tölvubréfi lögmanns á umhverfis - og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, 3. desember s.á., var tilkynnt að Reykjavíkurborg féllist ekki á framkomnar athugasemdir við fyrirhugaða synjun og að umsög n skrifstofu borgarstjórnar væri ítrekuð. Var áréttað að óheimilt væri samkvæmt aðalskipulagi að breyta húsnæði á svæði M1a í gististarfsemi nema það væri sérstaklega tilgreint í deiliskipulagi. Ákvörðun stefnda um að synj a umsókn stefnanda um rekstrarley fi var tilkynnt honum með bréfi, dags 17. desember s.á. Var þar tekið fram að athugasemdir stefnanda hefðu verið kynntar Reykjavíkurborg en að umsagnaraðilinn hefði ekki fallist á þær heldur ítrekað fyrri umsögn sína. Var tekið fram að stefndi teldi ekkert hafa komið fram sem hróflaði við skyldubundnu mati lögbundinna umsagnaraðila, sem bindandi væri fyrir leyfisveitanda . Í bréfinu var leiðbeint um kæruleið til atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins og kærufrest, en stefnandi kaus að neyta ekki stjórnsýslu kæru áður en hann bar ákvörðun stefnda undir dóm með málsókn þessari. Stefnandi tekur fram í stefnu að hann telji bæði umsögn Reykjavíkurborgar og ákvörðun stefnda ranga þar sem fyrrgreind breytingartillaga standist ekki lög , auk þess sem verulegir annma rkar hafi verið á meðferð hennar . S amhliða máli þessu hafi stefnandi 3 höfðað mál á hendur Reykjavíkurborg til ógildingar á fyrrgreindri breytingartillögu nr. 10b. Hann hygg i st reka dómsmálin tvö samhliða en ósk i eftir því að þau verði sameinuð , tel ji dómurinn það til skýringar eða hagræðis, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Við fyrirtöku máls þessa 26. júní 2019 andmælti stefndi ósk stefnanda um sameiningu mál s þessa við framangreint mál stefnanda á hendur Reykjavíkurborg se m rekið er hér fyrir dómi og hefur fengið máls númerið E - 462/2019 . Var þá bókað í þingbók að dómari t e ldi það í fljótu ekki til hagræðis að sameina málin . Í sama þinghaldi var gagnaöflun lýst lokið og aðalmeðferð máls þessa ákveðin. Ekki voru gefnar skýrs lur við aðalmeðferð málsins. II Málsástæður stefnanda Í köflum II og III verður málsástæðum aðila og þeim réttarheimildum sem þeir byggja á einungis lýst að því marki sem þörf krefur til úrlausnar málsins, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi vísar til 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og byggir á því að í eignarrétti manna að fasteignum fel i st m.a. ráðstöfunar - og hagnýtingarréttur eignar í lögmætum tilgangi og í hagnaðarskyni, svo sem með útleigu til langs eða skamms tíma, innan þeirra takmarkana sem ákveð nar séu með lögum. Gert sé ráð fyrir g ististarfsemi í íbúðum í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald , að því gefnu að starfsemin uppfylli skilyrði laganna. Þá njóti atvinnufrelsi manna verndar samkvæmt 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar . Í skipulagsvaldi sveitarfélaga felist að unnt sé að takmarka eignarrétt manna með skipulagsáætlunum, en þ ar sem slíkar takmarkanir varð i grundvallarmannréttindi borgaranna megi ekki g anga lengra en nauðsynlegt er til þess að ná þeim markmiðum sem að er stefnt við framkvæmd skipulagsmála . Beri að skýra slíkar takmarkanir þröngt og túlka óskýrar skipulagsáætlanir borgurunum í hag. Á kvarðanir sveitarfélaga að þessu leyti þurfi að styðj a st við skýrar lagaheimildir og samræm ast lögum . Óheimilt er að banna tiltekna leyfilega starfsemi með aðalskipulagi S tefnandi byggir á því að meðferð breytingartillögu nr. 10b á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 2030 hafi ekki samræmst ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Með breytingartillögunni hafi verulegar takmarkanir, 4 sem jafngild i banni, verið lagðar við því að eigendur fasteigna á skipulagssvæði M1a gætu starfrækt þar gis tiþjónustu í flokkum II - IV samkvæmt lögum nr. 85/2007 . Að mati stefnanda sé sveitarstjórnum óheimilt að mæla í aðalskipulagi fyrir um svo verulegar takmarkanir tiltekinnar leyfilegrar starfsemi , og hefði með réttu átt að mæla fyrir um þær í deiliskipulagi, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Fyrir þessu færir stefnandi nánari rök með vísan til ýmissa ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 í málsgreinum nr. 9 16 í stefnu , sem óþarft er að rekja hér . Þá lætur stefnandi þess getið a ð hann hafi eignast lóðina undir umræddri fasteign og byggingarrétt á henni á árinu 2014, þ.e. rúmum þremur árum áður en hin umdeilda aðalskipulagsbreyting tók gildi. Hann hafi því haft réttmætar væntingar til þess að geta leigt út íbúðir í húsum á umræddr i lóð í hagnaðarskyni til skamms tíma á grundvelli þágildandi skipulagsáætlana. Þessar væntingar stefnanda um hagnaðarvon hafi nú orðið að engu með hinni umdeildu aðalskipulagsbreytingu. Kveðst s tefnandi áskilja sér rétt til að höfða mál til heimtu skaðabó ta vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir vegna þessa. Deiliskipulagsáætlanir á svæðinu mæla ekki fyrir um takmarkanir á gististarfsemi S tefnandi byggir einnig á því að tilvísun í umsögn Reykjavíkurborgar til orðalags gildandi deiliskipulags fyrir R eit 1, sbr. deiliskipulagsbreytingu sem tók gildi 25. júní 2014 , hafi ekki þýðingu við úrlausn ágreinings í málinu, en orðalag þess sé í öllum helstu atriðum sambærilegt orðalagi upphaflegs deiliskipulags reitsins frá 2006. Af umsögninni megi ráða að aðeins sé verið að benda á að gististarfsemi sé ekki sérstaklega heimiluð í deiliskipulaginu og sé hún því, á grundvelli aðalskipulagsins, óheimil. Ef stefndi ætlar sér aftur á móti að byggja á því að gististarfsemi sé einnig óheimil á grundvelli deiliskipulagsins til öryggis á atriði varðandi túlkun deiliskipulagsáætlana fyrir Reit 1 sem talin eru í málsgreinum nr. 18 21 í stefnu, en ekki er þörf á að rekja hér vegna úrlausnar málsins . Ágreiningur um hagnýtingu stefnanda á íbú ð sinni á undir lög nr. 26/1994 Þá byggir stefnandi á því að með aðalskipulagsbreytingu nr. 10b hafi Reykjavíkurborg tekið fram fyrir hendurnar á löggjafanum, sem hafi sérstaklega markað málum vegna ágreinings um hagnýtingu séreignar í fjöleignarhúsum far veg með 1. mgr. 27. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Ágreiningur um það hvort útleiga stefnanda á íbúð sinni muni fela í sér ólögmæta hagnýtingu á íbúð eigi því undir lög nr. 26/1994, en hvorki lög nr. 123/2010 né lög nr. 85/2007. 5 Meðferð breytinga rtillögu nr. 10b ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar Stefnandi byggir ennfremur á því að meðferð breytingartillögu nr. 10b hafi ekki verið í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar. Af þeim sökum sé skipulagsáætlunin háð svo verulegum annm arka að varði ógildingu Vísar stefnandi sérstaklega til þess að við meðferð hennar hafi verið brotið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu stjórnsýslur é ttar, sbr. 10 og 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og gegn jafnræðisreglum stjórnsýslu - og stjórnskipunarréttar, allt eins og nánar er rakið í málsgreinum 25 2 6 í stefnu , en óþarft er að rekja þá umfjöllun hér vegna úrlausnar málsins . Að öllu framang reindu virtu kveður stefnandi að ekki hafi verið fullnægjandi lagaheimild til þess að Reykjavíkuborg samþykkti fyrrgreinda aðalskipulagsbreytingu samkvæmt breytingartillögu nr. 10b , að því marki sem varðar bann við gististarfsemi á svæði M1a. Aðalskipulags breytingin sé því haldin svo verulegum annmarka að varði ógildingu hennar. Byggir stefnandi á því að ákvörðun stefnda frá 17. desember 2018 , um að synja stefnanda um gististaðaleyfi í flokki II, hafi beinlínis bygg s t á framangreindri breytingartillögu og s é því háð sömu annmörkum . V arði það ógildingu hennar. Ástæðan sé sú að umsögn Reykjavíkurborgar sé lögbundin umsögn sem sýslumaður sé bundinn af, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2007. Við aðalmeðferð málsins byggði stefnandi jafnframt á því að umsögn Reykjavíku rborgar, sem aflað var við málsmeðferð stefnda og ákvörðun hans byggðist á, sé haldin svo verulegum annmörkum að varði ógildingu hennar , en efnisannmarkar á lögbundinni umsögn geti leitt til ógildingar þeirrar stjórnvaldsákvörðunar sem byggist á umsögninni . Mótmælti stefndi þei rri málsástæðu bæði sem of seint fram kom inni og efnislega rangri. III Málsástæður stefnda Stefndi kveðst hafna öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum . Í 2. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald komi m.a. fram það markmið laganna að tryggja að starfsemi veitinga - og gististaða falli að skipulagi viðkomandi sveitarfélags hverju sinni. Með skipulagslögum nr. 123/2010 sé sveitarstjórnum falið víðtækt vald til ákvarðana um skipulag innan marka sveitarfélag s. Sú lagaheimild sæki einnig stoð til stjórnarskrárvarins sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga, sbr. 78. gr. 6 stjórnarskrárinnar. Samkvæmt 2. málslið 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga t a k i aðalskipulag gildi þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn, hlo tið staðfestingu Skipulagsstofnunar og verið birt í B - deild Stjórnartíðinda. Stefndi byggir á því að það sé ekki í hans valdi að hnekkja samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur. Skipulagsstofnun hafi eftirlit með framkvæmd skipulagslaga og skipulagsreglugerða, sem m.a. felist í að fara yfir skipulag s tillögur sveitarfélaga og staðfesta. Skipulagsstofnun hafi með auglýsingu 21. ágúst 2017 , sem birt hafi verið í B - deild Stjórnartíðinda 4. september s.á., staðfest umrædda breytingu á aðalskipul agi Reykjavíkur 2010 2030, sem samþykkt hafi verið af borgarráði 6. júlí 2017. Í 10. gr. laga nr. 85/2007 sé að finna fyrirmæli um það með hvaða hætti sýslumönnum beri að meðhöndla umsóknir um leyfi til að reka gististað án veitinga . Byggir stefndi á því að hann hafi farið að þeim fyrirmælum við afgreiðslu á umsókn stefnanda. Samkvæmt 4. mgr. 10. gr. sé sýslumanni skylt að leita umsagna aðila sem taldir eru upp í ákvæðinu, þ. á m. sveitarstjórnar. Í 5. mgr. sama lagaákvæðis segir að s ýslumanni sé óheimilt að gefa út rekstrarleyfi leggist einhver umsagnaraðili gegn útgáfu leyfisins með neikvæðri umsögn. Af orðalagi 5. mgr. 10. gr. sé ljóst að umsagnir umsagnaraðila eru bindandi. Þetta sé áréttað í frumvarpi sem varð að lögum nr. 85/2007 , en í umfjöllun um 10. gr. segi orðrétt að umsagnir umsagnaraðila séu bindandi. Í 14. gr. séu fyrirmæli um að sýslumanni beri að synja um rekst r arleyfi ef umsagnaraðili skv. 10. gr. mæli r gegn útgáfu þess. Sk uli umsækjanda tilkynnt skriflega um fyrirhug aða synjun og skuli getið um ástæður þess og gefa umsækjanda hæfilegan tíma til að bæta úr því sem ábótavant er við umsókn, ef þess er kostur, en að öðrum kosti sk uli umsókn synjað. Stefndi hafi farið í hvívetna að laga - og stjórnvaldsfyrirmælum við undirb úning og töku ákvörðunar í máli stefnanda. Því ber i að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Þegar stefndi meðhöndlaði leyfisumsókn stefnanda haf ð i umrædd breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur verið staðfest og auglýst af Skipulagsstofnun með lögboðnum hætti. Í breytingunni séu sérákvæði sem takmark i uppbyggingu hótela og gististaða í miðborgarkjarna (M1a), þar sem fasteignin sem umsókn stefnanda laut að sé staðsett. Í auglýsingu Skipulagsstofnunar frá 21. ágúst 2017 sé þar að auki sérstaklega tekið fram að mál s meðferð Reykjavíkurborgar hafi verið í samræmi við 1. mgr. 36. gr. 7 skipulagslaga. Mótmælt sé sem ósannaðri þeirri málsástæðu stefnanda að breytingin sem borgarráð samþykkti á aðalskipulaginu í júlí 2017 fái ekki staði st lög. Á kvörðun stefnda hafi ekki lotið að því að svipta stefnanda áður útgefnu rekst r arleyfi. H afi því h vorki v erið brotið gegn eigna r rétti hans né atvinnufrelsi. Öndverðum málsástæðum sé mótmælt sem röngum. Umsögn Reykjavíkurborgar , sem ákvörðun stef nda byggði st á, sé rökstudd, byggð á staðreyndum málsins og sé í málefnalegum tengslum við bæði lagagrundvöllinn í 1. tl. 4. mgr. 10. gr. , sem tilgreini að sveitarstjórn staðfesti að starfsemi sé í samræmi við skipulagsskilmála , sem og þ að markmið laga nr. 85/2007 að tryggt verði að leyfisskyld starfsemi falli að skipulagi viðkomandi sveitarfélags eins og það er hverju sinni. Með vísan til framangreinds sé umsögn Reykjavíkurborgar ekki haldin neinum þeim annmörkum að varði ógildingu á ákvörðun stefnda um að synja stefnanda um rekst r arleyfi. Því ber i að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. IV Niðurstaða Við aðalmeðferð málsins var mótmælt sem of seint fram kominni og rangri þeirri málsástæðu stefnanda, sem kom fram við munnlegan málflutning, að umsögn R eykjavíkurborgar væri haldin efnisannmarka er varð að i ógildi hennar og að ákvörðun stefnda væri af þeim sökum ógildanleg. Sú málsástæða kemur hvergi fram berum orðum í stefnu og verður heldur ekki ráðin með nægilega skýrum hætti af efni hennar, þar á meðal af 27. málsgrein hennar sem lögmaður stefnanda vísaði til við málflutning . Telst framangreind málsástæða því of seint fram komin og kemur hún ekki til álita, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Jafnvel þótt málsástæðan teldist ek ki of seint fram komin , þá hafa ekki verið færð fram viðhlítandi rök fyrir því að umsögn Reykjavíkurborgar , sem óumdeilt er að tók mið af gildandi skipulagsákvæðum, hafi verið haldin svo verulegum og augljósum annmörkum að þýðingu geti haft varðandi gildi umþrættrar ákvörðunar stefnda . Á þetta við, hvað sem líður athugasemdum stefnanda við gildi og túlkun þeirra skipulagsákvæða sem lágu til grundvallar umsögninni , eins og nánar verður vikið að síðar . Fyrir liggur að stefnandi hefur höfðað hér fyrir dómi m ál nr. E - 462/2019 á hendur Reykjavíkurborg með kröfu um ógildingu umræddrar aðalskipulagsbreytingar, en því máli er enn ólokið. Fór stefnandi þess á leit að það mál yrði sameinað þessu máli, með 8 vísan til 1. mgr. liðar 30. gr. laga nr. 91/1991, en eins og fyrr kom fram, í kafla I, var ekki orðið við þeirri beiðni. Þar sem aðild þess máls til varnar er ekki sú sama og að máli þessu hefði sameining málanna einungis komið til greina á grundvelli c - liðar 1 mgr. 30. gr., þ.e. ef höfða hefði mátt eitt mál um kröf urnar, sbr. 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Skilyrði þess lagaákvæðis er að dómkröfur eigi rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Hefur stefnandi ekki rökstutt að því skilyrði sé fullnægt, en dómari telur að svo sé ekki og að því hafi sameini ng málanna , gegn mótmælum stefnda, ekki komið til greina, sbr. 2. mgr. 30. gr. laganna. Þá verður ekki séð að sameining málanna hefði neinu breytt varðandi niðurstöðu um þá dómkröfu sem höfð er uppi í þessu máli. Í því sambandi skal tekið fram að ekki er f allist á að dóm a r Hæstaréttar Íslands í mál um nr. 13 7 /2012 og 138 /2012, sem stefnandi vísaði til við munnlegan málflutning sem fyrirmynd að tilhögun málatilbúnaðar síns , hafi fordæmisgildi í máli þessu , enda eru bæði atvik og dómkröfur í þeim málum annars eðlis en í því máli sem hér er til umfjöllunar. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg eigi ekki aðild að máli nu byggir stefnandi einkum á málsástæðum sem lúta að því að umrædd breyting á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar standist ekki lög og að meðferð skipulagsbreytingarinnar hafi ekki samræmst lögum. bor garinnar. Stefndi hafnar hins vegar öllum slíkum málsástæðum stefnanda sem þýðingarlausum. Þá ákvörðun um synjun rekstrarleyfis sem stefnandi krefst að verði ógilt tók stefndi sem leyfisveitandi á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald . Samkvæmt 2. gr. laganna er það meðal annars ma rkmið þeirra að tryggja að starfsemi sem lögin taka til falli að skipulagi viðkomandi sveitarfélags hverju sinni. Samkvæmt 4. mgr. 10. gr. laga nna er leyfisveitanda skylt að afla umsagnar svei tarstjórnar. Helgast sú lagaskylda væntanlega bæði af sjónarmiðum um sjálfsstjórn sveitarfélaga og af því að leyfisveitendur, eins og stefndi, hafa enga aðkomu að skipulagsmálum sveitarfélaga og enga sérþekkingu á slíkum málum. Þá er leyfisveitanda óheimil t að gefa út rekstrarleyfi í trássi við neikvæða umsögn umsagnaraðila, sbr. 5. mgr. sömu greinar og eru slíkar umsagnir þannig bindandi, eins og skýrt er tekið fram í athugasemd um að baki 10. gr. frumvarps til laganna. Ekki liggur annað fyrir , og í raun ekki á öðru byggt , en að við meðferð umsóknar stefnanda hafi stefndi farið að lögum nr. 85/2007 , réttarreglum stjórnsýsluréttar og að málsmeðferðin hafi að öðru leyti samræmst sjónarmiðum um v andaða stjórnsýsluhætti. 9 Stefndi kynnti t.d. stefnanda umsögn Reykjavíkurborgar og bar athugasemdir stefnanda undir umsagnaraðilann, áður en umþrætt ákvörðun var tekin. Þær athugasemdir leiddu ekki til þess að umsagnaraðilinn breytti umsögn sinni . Umsögnin tók, eins og fyrr sagði , mið af gildandi skipulagsákvæðum á þ eim tíma er umsögnin var veitt. Stefndi ályktaði að ekkert væri komið fram í málinu sem hróflaði við skyldubundnu mati hins lögbundna umsagnaraðila. V erður ekki séð að þeirri ályktun hafi verið áfátt . Fyrir annarri niðurstöðu hafa a.m.k. ekki verið færð fr am viðhlítandi rök . Um matskennda stjórnvaldsákvörðun var að ræða, en ekki lögbundna ákvörðun , enda þótt matið fari að mestu fram hjá umsagnaraðilum . Er því ekki um þá aðstöðu að ræða að að stefnandi hafi átt lögvarinn rétt til þess að orðið yrði við umsó kn hans að lögbundnum skilyrðum uppfylltum og v erður ekki séð að vegið hafi verið að stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnufrelsi stefnanda með ákvörðun stefnda . Nái hann þeirri niðurstöðu sem hann sækist eftir með málssókn sinni á hendur Reykjavíkurborg er ekkert því til fyrirstöðu að hann sæki á ný um rekstrarleyfi stefnda. Samkvæmt framanrituðu geta allar málsástæður st efnand a sem lúta að ætluðum annmörkum á gildandi s kipulagsákvæð um , og túlkun umsagnaraðila á þeim, ekki leitt til þess að fallist verði á dóm kröfu hans um ógildingu ákvörðunar stefnda um synjun rekstrarleyfis . Er þeim því hafnað. Í stefnu er einnig vikið að því að ágreiningur málsins eigi í raun undir lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús . Þeirri málsástæðu virðist aðeins hald ið fram í tengslum við málsástæður um gildi skipulagsákvæða, sem hér að framan hefur verið hafnað. Að því marki sem henni kann að vera haldið fram sjá lfstætt , þá er hún haldlaus , enda ljóst að rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 þurfti til þeirrar hag nýtingar íbúðar sem stefnandi stefndi að, eins og umsókn hans um rekstrar leyfi er til marks um. Þar sem öllum málsástæðum stefnanda hefur verið hafnað ber að sýkna stefnd a af öllum dómkröfum stefnanda. Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn , eftir efni og umfangi málsins, með þeirri fjárhæð sem í dómsorði greinir. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Við dómsuppsögu var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. 10 Dómso r ð: Stefndi, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, er sýkn af öllum dómkröfum stefnanda, REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 8 0 0.000 krónur í málskostn að. Hildur Briem