Héraðsdóm ur Suðurlands Dómur 12. nóvember 2019 Mál nr. E - 59/2019 : A ( Eiríkur Guðlaugsson lögmaður ) g egn B ( Jón G. Briem lögmaður) Dómur . Mál þetta, sem dómtekið var 22. október sl., er höfðað með stefnu birtri 25. febrúar sl. Stefnandi er dánarbú A. Stefndi er B . Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 3.772.000 krónur ásamt almennum vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. mars 2015 til 10. febrúar 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dómsins Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af stefnukröfum eða að þær verði lækkaðar verulega. Þá er þess krafist að upphafsdagur vaxta verði mun síðar en krafist er í stefnu. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt málsk ostnaðarreikningi. Málavextir. Mál þetta er höfðað af dánarbúi sem tekið var til opinberra skipta þann 2018 en stefndi er sonur hinnar látnu, A , en hún lést þann 2018. Á skiptafundi þann sl. fór fram atkvæðagreiðsla um það hvort halda ætti á fram innheimtu vegna kröfu stefnanda á hendur stefnda, en á fundinum voru mætt erfingjar A , stefndi og dóttir hennar, C . Atkvæði féllu jöfn og tók skiptastjóri þá ákvörðun í samræmi við ákvæði 5. mgr. 70. gr. laga nr. 20/1991 að innheim t uaðgerðum skyldi ha ldið áfram. 2 Í stefnu er því haldið fram að A hafi lánað stefnda umtalsverðar fjárhæðir frá árinu 2009 til ársins 2011, en stefndi heldur því fram að ekki hafi verið um lán að ræða, heldur styrki eða gjafir. Stefnandi bendir á að A hafi geymt kvittanir og yfirlit yfir millifærslur til stefnda í umslögum sem merkt hafi verið sem skuldir stefnda eða með álíkum hætti. Ekki er ágreiningur um það að A hafi í 22 skipti frá 2009 til 2011 lagt inn á eða millifært á bankareikning stefnda samtals 3.772.000 k rónur. Þann 2011 mun A hafa verið lögð inn á bráðadeild Landspítalans og í kjölfarið hafi hún verið færð á lokaða heilabilunardeild . Hún mun hafa verið svipt lögræði þann 2011 og búið á 2012 til dánardags. Innheimtuviðvörun mun hafa verið s end stefnda þann ., en með bréfi dagsettu þann sl. mun lögmaður stefnda hafa mótmælt kröfum stefnanda. Stefndi kveður A hafa verið ákaflega hjálpsama og hafi hún viljað leggja honum lið, enda hafi hann verið öryrki um margra ára skeið. Þá hafi hún viljað bæta honum að hann hafi ekki fengið sambærileg hlunnindi og C systir hans hafi fengið í formi lágrar leigu fyrir sem A hafi átt. Þá hafi A talið að C hafi svikið út úr sér eignarhlut sinn í eftir skipti við D sambýlismann sinn og föður C . Þá bendir stefndi á að C hafi unnið og hafi því verið eðlilegt að hún annaðist gerð skattframtala fyrir A . Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því að gögn málsins sýni að greiðslur A til stefnda hafi verið lán, hún hafi geymt öll gögn, kvittanir og yfirlit yfir millifærslur til stefnda. Þá hafi hún yfirleitt ljósritað gögnin í þríriti og geymt þau. Hefði verið tilgangslaust að geyma kvittanir og gögn með framangreindum hætti ef um gja fir eða styrki hefði verið að ræða. Þá hafi hún geymt kvittanir og yfirlit yfir millifærslur í umslögum sem merkt hafi verið sem skuldir stefnda. Fyrir liggi að ástand A hafi verið mjög slæmt þegar hún hafi verið lögð inn á bráðadeild Landspítalans þann 2011, hún hafi verið greind með . Sé ljóst að hún hafi verið veik í þó nokkurn tíma fyrir innlögn og í ljósi veikinda hennar hafi stefnda borið að ganga frá málum með öruggum hætti þannig að vilji og tilgangur A með umræddum ráðstöfunum væri ljós. H afi raunverulega verið um gjafir að ræða hafi stefnda borið að tryggja sér sönnun um það, enda um háar fjárhæðir að ræða og margar greiðslur. Þá hafi skuld stefnda við A komið fram á skattframtölum hennar frá 3 árinu 2011 eftir að C , dóttir A hefði sent lei ðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra. Þá teljist gjafir eða styrkir til skattskyldra tekna og sé ljóst að greiðslur A til stefnda hafi verið það háar að ekki hafi verið um tækifærisgjafir að ræða. Þá liggi ekkert fyrir um að stefndi hafi greitt skatt af g reiðslum A til hans. Stefnandi telur að engin gögn styðji þá fullyrðingu stefnda að með greiðslum A til hans hafi hún viljað bæta upp fyrir lága leigu sem C hennar hafi greitt vegna leigu á húsnæði í eigu A . Stefnandi rökstyður vaxtakröfu sína með þeim hæ tti að oft beri að greiða vexti af peningakröfu þótt ekki hafi verið um það samið, ef lánveiting hefur verið til langs tíma og lánsfjárhæð ekki smávægileg. Vegna reglna um fyrningu á vaxtakröfum gerir stefnandi aðeins kröfu um vexti fjögur ár aftur í tíman n, en dráttarvaxta sé krafist frá þeim tíma er mánuður var liðinn frá því stefnda var send innheimtuviðvörun þann 2019. Stefnandi vísar til meginreglu kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga, en hún fái m.a. lagastoð í 45. og 51. gr. laga nr. 50/2000 . Um gjalddaga kröfunnar er einkum vísað til meginreglu 49. gr. sömu laga. Krafa um almenna vexti er studd við 3. og 4. gr. laga nr. 38/2001 og krafa um dráttarvexti er studd við III. kafla sömu laga. Málskostnaðarkrafa er reist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir á því að almennar sönnunarreglur einkamála leiði til þess að stefnanda beri að sanna og rökstyðja kröfur sínar sem byggist á því að greiðslur A til stefnda hafi verið lán sem beri að endurgreiða með vöxtum. Stefndi mótmælir því að stefnanda hafi tekist sú sönnun. Stefndi byggir á því að A hafi ávallt haft frumkvæði að greiðslunum og oft sagt honum af hverju hún greiddi en hún hafi aldrei sagst vera að lána honum. Stefndi hafi aldrei falast eftir láni frá A og hefði ekki viljað fá slíkt lán. Það hefði kallað á endurgreiðslu sem hann hefði ekki getað ábyrgst. Í skattframtölum A frá 2003 til og með 2010 telji hún ekki fram kröfu á hendur stefnda. S tefndi telur það styðja þá málsástæðu hans að hún hafi ekki hugsað greiðslurnar sem lán. C dóttir A setji lánin fyrst á skattframtal A 2011 og er því mótmælt að hún hafi haft umboð til þess. Stefndi byggir á því að það hafi meira vægi sem sönnun hvað A hef ði sjálf sett inn á skattframtöl sín, en það sem C hefði sett þar inn eftir lögræðissviptingu A . 4 Stefndi byggir á því að A hafi geymt kvittanir fyrir hverju sem var og mótmælir því að geymsla kvittana sem varði stefnda teljist sönnun þess að hún hafi ætla ð honum að endurgreiða þær upphæðir. Hún hafi aldrei krafið stefnda um endurgreiðslu og þá mótmælir stefndi því að þær kvittanir sem lagðar séu fram hafi komið upp úr þeim umslögum sem dskj. 21 sýni. Þá mótmælir stefndi því sem röngu og órökstuddu að veiki ndi A eigi að leiða til þess að sönnunarbyrði um eðli greiðslnanna eigi að flytjast yfir á hann. Hann hafi engin tök á að sanna tilgang hverrar greiðslu, enda hafi hann ekki alltaf vitað af þeim. Þá mótmælir stefndi því að samþykki ríkisskattstjóra við því að upplýsingar um ætlaðar skuldir stefnda væru færðar inn á framtalið skeri úr um það hvort um lán hafi verið að ræða eða ekki. Það sé ljóst að hann hafi aðeins fengið upplýsingar frá C , sem hafi verið starfsmaður embættisins. Hafi stefndi ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort um lán, styrk eða gjafir hafi verið að ræða. Þá mótmælir stefndi því sem röngu og órökstuddu að jafnvel þótt stefndi hefði ekki greitt skatt af fjárstuðningi A , sanni það að um lán hafi verið að ræða en ekki gjafir. Með þ ví væri skattframtali gert hærra undir höfði en tilefni sé, en skattframtöl séu aðeins tilkynningar til skattyfirvalda um álagningarstofna. Stefndi byggir á því að meginreglan sem fram komi í 3. gr. laga nr. 38/2001 sé skýr, hafi aðilar ekki samið um vex ti eigi kröfuhafi ekki rétt á þeim. Stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að undantekningarregla sé til sem beita skuli. Stefndi reisir málskostnaðarkröfu á 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða. Ekki er um það deilt í máli þessu að A , móðir stefn da og hálfsystur hans, C , hafi innt þær greiðslur af hendi til stefnda sem mál þetta snýst um og er hvorki ágreiningur um fjárhæðir né dagsetningar. Snýst ágreiningur aðila um það hvort greiðslurnar hafi verið í formi láns til stefnda eða hvort um styrki e ða gjafir til hans hafi verið að ræða eins og hann heldur fram. Ljóst er að A sjálf taldi ekki fram skuldir stefnda við hana á skattframtölum, það gerist ekki fyrr en C dóttir hennar sendir leiðréttingarbeiðni til ríkisskattstjóra á árinu 2011, en um þær m undir mun A hafa verið lögð inn á heilabilunardeild. Það eina sem bendir til þess að stefndi hafi staðið í skuld við móður B hvaða kvittanir eða yfirlit yfir millifærslur hafi verið í þessum umslögum. Að mati 5 dómsins liggur því ekki fyrir svo óyggjandi sé hver vilji A hafi verið í þessum efnum. Þá ber til þess að líta að ekki er óalgeng t að foreldrar styrki börn sín án þess að ætlast til endurgreiðslu eða að um fyrirframgreiddan arf sé að ræða. Þá verður ekki fram hjá því horft að C , hálfsystir stefnda, annaðist gerð skattframtala fyrir móður sína, en sem erfingi í dánarbúinu hefur hún h agsmuni af því að umræddar greiðslur til stefnda teljist vera lán til hans sem honum beri að endurgreiða dánarbúinu. Eins og mál þetta er vaxið verður að telja að það standi stefnanda næst að sanna að greiðslur A til hans hafi verið lán sem honum beri að endurgreiða. Með vísan til alls framanritaðs verður að telja að sú sönnun hafi ekki tekist og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kvað upp dóm inn. DÓMSORÐ: Stefndi, C , skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, dánarbús A , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson.