Um dómstólinn

Héraðsdómur Suðurlands, Austurvegi 4, Selfossi. Sími:432-5080
  

Skrifstofa dómstólsins að Austurvegi 4, Selfossi, er opin frá kl. 9.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00 alla virka daga.

Símsvörun er opin frá 9.00 til 12.00 og frá 13.00 til 15.00 alla virka daga. 

Dómstjóri er Sigurður Gísli Gíslason.

Upplýsingar um dómsmálagjöld og reikningsnúmer má finna hér.

Héraðsdómur Suðurlands starfar samkvæmt lögum nr. 50/2016.

Umdæmi Héraðsdóms Suðurlands skiptist í tvær dómþinghár, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1109/2010.

Eftirtalin sveitarfélög heyra til umdæmis hans:

a. Ásahreppur, Bláskógarbyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus.

Þingstaður: Héraðsdómur Suðurlands, Austurvegi 4, Selfossi.

Regluleg dómþing í einkamálum eru 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar kl.14.00.

Hlé eru á reglulegum dómþingum í einkamálum mánuðina júlí og ágúst svo og frá 20. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum, ár hvert. Þá falla regluleg dómþing í einkamálum niður á lögboðnum frídögum, sbr. lög nr. 88/1971.

b. Vestmanneyjabær.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns, Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum.

Regluleg dómþing í einkamálum eru haldin 2. fimmtudag hvers mánaðar kl.15.00,  mánuðina febrúar, mars, apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember.

Þá falla regluleg dómþing í einkamálum niður á lögboðnum frídögum, sbr. lög nr. 88/1971.