Í málinu voru tveir karlmenn ákærðir. Annar fyrir þjófnað en hinn aðallega fyrir peningaþvætti en til vara hylmingu. Báðir sýknaðir og þá var kröfu varðandi peningaþvætti sem og einkaréttarkröfu vísað frá dómi.
Ágreiningur um ákvörðun sýslumanns að taka til greina kröfu um sölu á fasteign til slita á sameign. Kröfu sóknaraðila um ógildingu ákvörðunar sýslumanns hafnað.
Stefnandi krafðist ómerkingar tiltekinna ummæla sem stefnda viðhafði á spjallþráðum á internetinu og víðar. Þá krafðist hann miskabóta úr hendi stefndu. Krafa stefnanda um ómerkingu var að hluta tekin til greina og stefndu gert að greiða honum miskabætur.