Sóknaraðili, erlend samtök, krafðist þess að ákvörðun sýslumanns um að synja kröfu samtakanna um lögbann við hýsingu á vefsíðu, veitingu aðgangs að henni og dreifingu upplýsinga af henni, yrði felld úr gildi og að lagt yrði fyrir sýslumann að leggja á lögbann samkvæmt þeirri kröfu. Kröfunni var beint að fyrirtæki sem veitir þjónustu við hýsingu vefsíðna. Í málinu reyndi meðal annars á málsástæður varðandi hatursorðræðu, tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Öllum dómkröfum sóknaraðila var hafnað og varnaraðila dæmdur málskostnaður úr hendi hans.