Stefnandi, húsfélag, höfðaði mál á hendur seljanda íbúðanna og verktaka sem annaðist innanhússfrágang hússins og byggingastjóra, auk þess sem tryggingafélagi byggingastjórans var stefnt til réttargæslu. Hafði stefnandi uppi kröfur um skaðabætur eða afslátt vegna galla á sameign fasteignarinnar. Fallist var á skaðabótakröfu stefnanda á hendur seljanda, með vísan til matsgerðar dómkvadds matsmanns, þar sem talið var um að ræða galla í skilningi laga nr. 40/2002. Málskostnaður var dæmdur milli hluta aðila, en að öðru leyti látinn niður falla.