Ákærði var sakfelldur fyrir líkamsárás á þáverandi sambýliskonu sína og barnsmóður, sbr. 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga en sýknaður af ákæru fyrir aðra líkamsárás á hana, sem og af broti gegn barnaverndarlögum. Refsing hans var ákveðin þriggja mánaða fangelsi, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar, auk þriðjungs sakarkostnaðar.