Ákærði, sem var sakfelldur fyrir að aka sviptur ökurétti, rauf með því broti skilorð skilorðsbundins hluta refsingar eldri dóms. Var sá hluti þess dóms tekinn upp og dæmdur með refsingu þessa máls sem þótti hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skyldi fullnustu tveggja mánaða skilorðsbundið í tvö ár.