Eigandi jarðar krafðist þátttöku aðila sem á viðurkennd beitarréttindi innan eignarlandsins, í kostnaði við girðingu á afréttarlandinu. Kröfunni hafnað þar sem eigandi beitarréttarins var ekki talinn hafa skuldbundið sig til greiðsluþátttöku og í annan stað þar sem girðingin þar sem hún liggur var ekki talin skilja að heimaland og afrétt.