Ákærðu Y var gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás og ólögmæt nauðung og ákærða X gefið að sök brot í nánu sambandi gegn fyrrum sambýliskonu sinni. Þeim var jafnframt gefið að sök að hafa með háttsemi sinni brotið gegn börnum brotaþola. Voru bæði ákærðu fundin sek um líkamsárás skv. 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og því ekki fallist á það með ákæruvaldinu að árás þeirra yrði felld undir 1., sbr. 2. mgr., 218. gr. b í almennum hegningarlögum, í tilviki ákærða X, eða undir 2. mgr. 218. gr. í sömu lögum. Þá var brot ákærðu Y einnig talið varða við 225. gr. almennra hegningarlaga og brot þeirra beggja að auki við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.