D Ó M U R   17. desember 2020           Mál nr.   E - 5178/2019:   Stefnandi:   A     (Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður)     Stefndi:   Íslenska ríkið     (Ólafur Helgi Árnason lögmaður)       Dómarar:   Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari og dómsfor maður, Ingibjörg  Þorsteinsdót tir héraðsdómari og Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í  lyflækningum, með smitsjúkdómalækningar sem undirsérgrein        1   D Ó M U R   Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2020 í máli nr. E - 5178/2019:   A   (Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður)   gegn   íslenska ríkinu   (Ólafu r Helgi Árnason lögmaður)       Mál þetta, sem var dómtekið 26. nóvember sl., var höfðað 23. september 2019.     Stefnandi er A, [... , ...].     Stefndi er íslenska ríkið, stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg í Reykjavík.     Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur  til þess að greiða stefnanda  14.173.500 krónur, með 4,5% vöxtum af 2.820.500 krónum frá 17. desember 2009 til  20. júní 2011, e n af 14.173.500 krónum frá þeim degi til 26. september 2019, en þá  með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um v exti og  verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun  Sjúkratrygginga Íslands 15. maí 2015 að fj árhæð 10.122.845 krónur. Þá er krafist  málskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.     Stefndi krefst aðallega sýknu og máls kostnaðar en til vara lækkunar á  dómkröfum stefnanda og að málskostnaður verði felldur niður.                 I     Tildrög málsins eru þa u að stefnandi leitaði 17. desember 2009 á  heilsugæslustöðina [...] og var hann bólusettur gegn inflúensu af stofni A (H1N1), þ.e.   svokallaðri svínaflensu, með Pandemrix - bóluefni. Stefnandi kveðst í kjölfarið hafa átt  það til að sofna fyrirvaralaust eða up plifa máttleysi. Leitaði hann til heimilislæknis um  mitt ár 2010 sem síðar sendi hann í ársbyrjun 2011 til B, sérfræðings í  taugal ækningum, vegna gruns um drómasýki (e. narcolepsy) með slekjuköstum (e.  cataplexy). Í kjölfarið fór stefnandi í svefnrannsókn,   vefjaflokkagreiningu og fleiri  rannsóknir. Var niðurstaðan sú að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar  fyrrgreindra r bólusetningar 17. desember 2009.     Stefnandi byggir málsókn sína einkum á því að hann hafi fylgt tilmælum  yfirvalda. Bólusetn ingin hafi valdið stefnanda tjóni sem stefnda bæri að bæta honum.     Með umsókn sem barst Sjúkratryggingum Íslands 11. apríl 2013 só tti stefnandi  um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. Með ákvörðun  stofnunarinnar, dags. 15. maí 2015, var   fallist á bótarétt stefnanda. Fram kemur í  ákvörðuninni að meiri líkur en minni séu á því að stefnandi hafi orðið fyrir alvarlegu m     2   fylgikvilla bólusetningar. Ekki voru metnar tímabundnar afleiðingar þar sem talið var  ljóst að bætur myndu ná hámarki samkvæ mt lögunum. Var varanlegur miski stefnanda  metinn 20 stig og varanleg örorka að lágmarki 14%. Fékk stefnandi greiddar  hámarksbætur   á þessum grundvelli, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga um sjúklingatryggingu,  samtals 10.122.845 krónur að meðtöldum vöxtum.     Stefnand i taldi afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum  Íslands og aflaði af því tilefni matsgerðar C, sérfræðilæknis   í heila -   og  taugasjúkdómum, á grundvelli 10. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, en stefnda var  veittur kostur á að gæta hagsmuna  sinna við matið. Í matsbeiðninni er því meðal  annars lýst að stefnandi byggi á því að bólusetning með Pandemrix gegn  svínaflensunn i sé orsök veikinda hans. Í matsgerð C er meðal annars vísað til vottorðs   ki með slekjuköstum og  svínaflensubólusetningar. Kveðst C sammála því mati og vísar því til stuðnings til  yfirlitsgreina sem eru m eðfylgjandi matsgerðinni. Stöðugleikapunktur er talinn hafa  verið 20. júní 2011. Varðandi mat á varanlegum miska kemur fram að   við matið hafi  verið höfð hliðsjón af miskatöflu örorkunefndar en þar sem ekki sé þar fjallað um  drómasýki eða slekjuköst sé miða ð við lið I.E. og flogaveiki eftir heilaáverka sem  þarfnist meðferðar. Varanlegur miski sé metinn 25 stig. Við mat á varanlegr i örorku  stefnanda er tekið fram í matsgerðinni að þegar afleiðingar  svínaflensubólusetningarinnar hafi komið fram hafi stefnandi  verið tvítugur að aldri  og nýlokið stúdentsprófi. Hann hafi þá haft hug á frekara námi en ekki gert upp hug  sinn og sinnt alme nnum störfum á vinnumarkaði. Hann hafi síðan gert tilraun til  frekara náms en það ekki gengið vegna drómasýkinnar. Hann sé nú í vi nnu þar sem  hann sé háður skilningi vinnuveitanda. Afleiðingar bólusetningarinnar komi til með að  há stefnanda um alla framtíð   og komi í veg fyrir að hann geti stundað nám. Þá séu  líkur á að afleiðingarnar muni skerða starfsval hans í framtíðinni og mögule ika á  tekjuöflun með auka -   eða yfirvinnu. Varanleg örorka sé metin 25%.     Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefn andi, Þórólfur Guðnason  sóttvarnalæknir, en hann starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis  á árunum 2009 og 201 0, og C, sérfræðilæknir í heila -   og taugasjúkdómum.                 II     Stefnandi byggir á því að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda  samkvæmt meginreglum skaðabótaréttarins um sök og vinnuveitandaábyrgð. Vegna  heimsfaraldurs inflúensu af stofni A (H1N1)   hafi viðbúnaðarstig  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hækka ð á efsta stig á vormánuðum 2009.  Samhliða þessu hafi Lyfjastofnun Evrópu veitt leyfi til breytingar á  frumgerðarbóluefnum og síðar markaðsskráningu þeirra án þess að neinar staðfestar     3   upplýsin gar hafi legið fyrir um virkni aukaverkana eða afleiðingar bólu setningar.  Íslensk heilbrigðisyfirvöld, þ.m.t. embætti sóttvarnalæknis, hafi tekið ákvörðun um að  panta 300.000 skammta af bóluefni og ráðist í bólusetningu allrar þjóðarinnar með  tilraunabólue fni, sem ekki hefði farið í gegnum viðurkennt tilraunaferli. Ek ki hafi  legið fyrir upplýsingar um virkni eða aukaverkanir og ekki hafi fengist nein reynsla á  það þar sem efnið hafi ekki farið í gegnum nauðsynlegar prófanir til að ganga úr  skugga um öryggi  þess. Lyfjastofnun hafi enn fremur gefið út markaðsleyfi fyrir  bóluefnið, þótt fyrir lægi að ekki væru uppfyllt lögbundin skilyrði til þess, á þeim  grundvelli að veita mætti sérstakt markaðsleyfi þegar Alþjóðaheilbrigðis - málastofnunin hefði lýst yfir heims faraldri. Því hafi verið slegið af lögbundnum  öryggiskröfum af  hálfu Lyfjastofnunar og stefnda.      Allir landsmenn hafi eindregið verið hvattir til bólusetningar af hálfu íslenskra  heilbrigðisyfirvalda, til að mynda fyrir tilstuðlan Embættis landlæknis og  s óttvarnalæknis, sem fullyrt hafi að bóluefnið væri bæði áhrifar íkt og öruggt. Þetta  hafi verið gert án áhættumats á mögulegum veikindum, þótt þá þegar lægi fyrir að  mögulegur heimsfaraldur inflúensu væri ekki hættulegur fullfrísku fólki. Stefnandi  hafi því   verið í góðri trú um að hann væri að sýna af sér eðlilega og s kynsamlega  háttsemi með því að verða við áskorun opinberra yfirvalda og fara í bólusetningu 17.  desember 2009.     Yfirvöld heilbrigðismála og almannavarna, sem stefndi beri ábyrgð á með  vísan til   reglna um vinnuveitandaábyrgð, hafi tekið ákvörðun um notkun á   tilraunabóluefni sem hvorki hefði farið í gegnum viðurkennt og vottað þróunar -   og  tilraunaferli né hefði verið þekkt hvaða virkni og aukaverkanir hefði. Lyfjastofnun  hafi með engum hætti upplý st um mögulegar aukaverkanir bóluefnisins heldur fullyrt  að það   væri öruggt. Yfirvöld heilbrigðismála hafi ítrekað fullyrt á opinberum  vettvangi að bólusetningin hefði engar alvarlegar aukaverkanir í för með sér þrátt fyrir  að hefðbundnu tilraunaferli með  bóluefnið hefði ekki verið lokið áður en  allsherjarbólusetning  hefði hafist. Bóluefnið hafi því verið sett í allsherjarnotkun  hérlendis þrátt fyrir að virkni þess væri ekki þekkt og því síður mögulegar  aukaverkanir. Fylgiseðill á íslensku, sem hefði átt að   vera eðlileg forsenda  markaðsleyfis hér á landi, hafi ekki ver ið gefinn út fyrr en eftir almenna notkun  bóluefnisins mánuðum saman, eða nánar tiltekið 22. desember 2009, þ.e. eftir að  stefnandi hafi verið bólusettur. Því hafi stefnandi engar upplýsingar f engið um  innihaldsefni bóluefnisins, virkni þess eða mögulegar  aukaverkanir fyrir  bólusetninguna. Lyfjastofnun hafi borið að sjá til þess að markaðsleyfi væri ekki gefið  út fyrir lyf á Íslandi nema það væri öruggt og hefði staðist klínískar prófanir, sbr.  7. og  9. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. Stefnda hafi einnig borið a ð sjá til þess að ekki væri tekið  til notkunar bóluefni hér á landi sem myndi fela í sér hættu og skaða fyrir notendur     4   þess, sbr. ákvæði laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, enda hafi t.a.m .  landlæknisembættinu og sóttvarnalækni borið að ganga úr skugg a um öryggi  bóluefnisins áður en það hafi verið tekið í notkun. Stefndi verði að bera ábyrgð á  vanrækslu og röngum ákvörðunum þessara aðila. Þess skuli getið að stefndi muni hafa  ábyrgst gagnva rt framleiðanda og innflytjanda lyfjanna skaðleysi af notkun þe ss  hérlendis.     Aðilar sem stefndi beri ábyrgð á hafi síðan með engum hætti hlutast til um að  notkun lyfsins yrði hætt og markaðsleyfi þess afturkallað þegar ljóst hafi orðið að  yfirvofandi fara ldur væri í rénun og ekki væri um alvarlega drepsótt að ræða. Þ vert á  móti hafi verið ítrekuð hvatning til almennings um að halda áfram bólusetningu og að  umrætt bóluefni væri öruggt. Með þessu hafi hagsmunum stefnanda verið stefnt í  hættu af stórfelldu gá leysi af hálfu stefnda. Háttsemi stefnda og aðila á hans vegum  hafi verið ólögmæt og í andstöðu við skráðar og óskráðar réttarreglur.     Af þessu leiði að stefndi verði á grundvelli almennra réttarreglna  skaðabótaréttar, sakarreglunnar og reglunnar um vinnuv eitandaábyrgð að bera ábyrgð  á tjóni stefnanda. Sú ákvörðun yfi rvalda að nota óþekkt bóluefni með óþekktum  afleiðingum í allsherjarbólusetningu hafi óhjákvæmilega í för með sér að íslenska  ríkið beri skaðabótaábyrgð á tjóni einstaklinga af bólusetningunni.     Stefnandi byggi enn fremur á því að ljóst sé að bólusetning m eð bóluefninu  Pandemrix gegn svínaflensunni sé orsök þeirra alvarlegu veikinda sem hann hafi átt  við að stríða síðan í byrjun árs 2010. Í ljósi atvika sé það stefnda að sanna að orsakir  drómasý ki stefnanda og slekjukasta séu aðrar en bólusetning með umrædd u lyfi. Hér  sé vísað til reglu um öfuga sönnunarbyrði sem myndast hafi á þessu sviði, en  samkvæmt henni nægi tjónþola að sanna að tjón hafi orðið, en hinn bótaskyldi sé laus  undan ábyrgð ef han n geti sýnt fram á að tjónið verði ekki rakið til sakar hans eð a  manna sem hann beri ábyrgð á.      Íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð á háttsemi starfsmanna sinna á grundvelli  meginreglna skaðabótaréttar um sök og vinnuveitandaábyrgð. Af þessum sökum beri  s tefnda því að greiða stefnanda bætur vegna þess tjóns sem enn e r óbætt sökum  ákvæðis 2. mgr. 5. gr. laga nr. 111/2000 um hámarksbótafjárhæð.     Verði ekki fallist á að stefndi beri ábyrgð með vísan til meginreglna  skaðabótaréttar um sök og vinnuveitandaábyrg ð sé vísað til þess að stefndi beri ábyrgð  á grundvelli laga nr . 25/1991 um skaðsemisábyrgð, enda hafi lyfið Pandemrix verið  haldið ágalla í skilningi 5. gr. laganna.     Dómkröfur stefnanda sundurliðist með eftirfarandi hætti:      1.    Bætur skv. 4. gr. skbl.:   4.000.000 x (9256/3282) x 25%           kr. 2.820.500, -      5     2.    Bætur sk v. 5.  7. gr. skbl.:   1.200.000 x (7387/3282) = 2.700.914     2.700.914 x 16,813 x 25%              kr. 11.353.000, -     SAMTALS                 kr. 14.173.500, -              Kröfugerð stefnanda miðist við fyrrnefnda matsg erð C,  sérfræðilæknis í heila -   og taugasjúkdómum , dags. 30. ágú st 2019. Tekið sé mið af lögum nr. 50/1993 eins og  þau hafi verið á slysdegi.      Krafa stefnanda um bætur vegna varanlegs miska byggist á 4. gr. laga nr.  50/1993. Varanlegur miski stefnanda hafi   verið metinn 25 stig. Fjárhæð bótanna taki  mið af grunnfjárhæð inni 4.000.000 krónur, uppfærðri miðað við lánskjaravísitölu í  september 2019 sem hafi verið 9256, sbr. 15. gr. laganna.      Krafa stefnanda um bætur vegna varanlegrar örorku byggist á 5. til 7.  gr. laga  nr. 50/1993. Varanleg örorka stefnanda hafi verið meti n 25%. Á stöðugleikapunkti  sem metinn hafi verið 20. júní 2011 hafi aldursstuðull stefnanda samkvæmt 6. gr.  laganna verið 16,813. Árslaunaviðmið sé dregið af viðmiði 3. mgr. 7. gr. skbl., þ.e.  1.200.000 krónum, uppreiknuðum miðað við lánskjaravísitölu á st öðugleikapunkti 20.  júní 2011 sem hafi verið 7387.     Krafist sé 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 vegna bóta fyrir  varanlegan miska frá 17. desember 2009 fram að 20. júní 2011, en frá   þeim degi  einnig af bótum vegna varanlegrar örorku, samkvæmt 1 6. gr. laganna, fram til  þingfestingardags, en dráttarvaxta af heildarkröfu samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.  38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Til frádráttar kröfu stefnanda komi innborgu n  Sjúkratrygginga Íslands 15. maí 2015 að fjárhæð 10.122.845 kr ónur.     Kröfur stefnanda styðjist við lög nr. 50/1993 og almennar ólögfestar reglur  íslensks réttar um skaðabætur, einkum sakarregluna og regluna um  vinnuveitandaábyrgð. Einnig sé vísað til laga   nr. 111/2000, laga nr. 40/2007, lyfjalaga  nr. 93/1994, laga nr . 41/2007 um landlækni og laga nr. 25/1991.                   III     Stefndi kveðst hafna og mótmæla öllum málsástæðum stefnanda. Með bréfi  ríkislögmanns til þáverandi  lögmanns stefnanda hafi bótaskyldu st efnda verið hafnað  þar sem þá hafi legið fyrir bréf sóttvarnaráðs þar sem fram hafi komið að þá líkt og nú  sé ekki búið að staðfesta orsakasamband milli bólusetningar með Pandemrix og  drómasýki þótt tölfræðileg tengsl h afi fundist í sumum löndum en öðrum e kki.     6   Sóttvarnaráð sé skipað samkvæmt 6. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Ljóst sé af  samsetningu ráðsins að víðfeðm þekking sé fyrir hendi í ráðinu. Í IV. kafla laga nr.  19/1997 sé fjallað um viðbrögð vegna mögulegrar far sóttar. Þar séu heimildir til að  legg ja einstaklinga inn á sjúkrahús í einangrun með dómsúrskurði. Slík sé alvaran  þegar líkur séu á smitsjúkdómum í ákveðnum tilvikum.     Eigi að fallast á það með stefnanda að hann eigi bótakröfu á hendur stefnda  verði að up pfylla þau skilyrði sem skaðabótaregl ur gera ráð fyrir. Það þurfi að liggja  fyrir ólögmæti og einnig sök starfsmanna stefnda svo og orsakatengsl.      Ljóst sé að á þessum tíma hafi almannahagsmunum þótt best borgið með því  að fá sem flesta til bólusetningar  því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin h afi hækkað  viðbúnaðarstig yfir á hættustig og þörf hafi verið á því að bregðast hratt við á Íslandi  sem og annars staðar.       Stefnandi verði að sanna að öll skilyrði skaðabótareglna séu uppfyllt svo að  bótaskyldu varði.   Það sé ekki um að ræða öfuga sönnuna rbyrði í þeim efnum eins og  stefnandi telji að eigi við. Raunar megi samt segja að slík öfug sönnun liggi fyrir þar  sem komið hafi fram hjá sóttvarnaráði að sönnun um orsakatengsl liggi ekki fyrir.     Almennt gildi sú gru ndvallarregla í skaðabótarétti að tjó nþoli þurfi að færa  sönnur fyrir því að annar aðili beri ábyrgð á því tjóni sem hann telji sig hafa orðið  fyrir. Sýna þurfi fram á saknæmi, ólögmæti og orsakatengsl.      Í ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands segi að telja me gi að meiri líkur en minni  séu á að t jónþoli hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla bólusetningar. Vísað sé til 4.  töluliðar 2. gr. laga nr. 111/2000. Í því ákvæði sé ekki fjallað um sök eða viðurkennd  sök stefnda eins og þó megi lesa út úr stefnu. Ekki s é því unnt að byggja bótaskyldu  stefn da á þeirri niðurstöðu.      Eftir standi þá álit sóttvarnaráðs um að enn sem komið er sé orsakasamband  milli bólusetningar með Pandemrix og drómasýki ekki staðfest þótt tölfræðileg tengsl  hafi fundist í sumum löndum en öð rum ekki.      Sakargrundvöllur málsins  sé því ósannaður.                 IV     Stefnandi höfðar mál þetta til heimtu skaðabóta úr hendi stefnda vegna meints  tjóns af völdum bólusetningar sem stefnandi undirgekkst á vegum stefnda 17.  desember 2009. Ekki er ágreiningur u m umfang líkamstjóns stefnanda, en st efndi  byggir einkum á því að ekkert orsakasamhengi sé á milli veikinda stefnda og  umræddrar bólusetningar auk þess sem engin saknæm eða ólögmæt háttsemi af hálfu  stefnda liggi fyrir.     Eins og áður segir aflaði stefnandi   einhliða matsgerðar C, sérfræðilækni s í  heila -   og taugasjúkdómum, utan réttar. Þetta var stefnanda heimilt samkvæmt 10. gr.     7   laga nr. 50/1993. sbr. 9. gr. laga nr. 37/1993 sem breyttu lögum nr. 50/1993. Stefnda  gafst kostur á að gæta hagsmuna sinna við fra mkvæmd matsins. Í matsgerðinni er  með al annars vísað til vottorðs B, sérfræðilæknis í taugalækningum, sem var sá læknir    nsubólusetningar. C tekur  undir þá ni ðurstöðu og vísar því til stuðnings til yfirlitsgreina sem eru meðfylgjandi  matsgerðinni. Síðan er fjallað um mat hans á tjóni stefnanda vegna bólusetningarinnar,  eins og áður er rakið.     Stefndi vefengir ekki niðurstöðu r matsgerðarinnar hvað tjón stefnanda   varðar  en dregur í efa að matsgerðin feli í sér sönnun á orsakasamhengi milli bólusetningar  og veikinda stefnanda. Í þessu samhengi telur stefndi að orðalag matsspurninga gefi til  kynna að matsmanni hafi ekki verið ætl að að fjalla um orsakasamhengi. Telur   stefndi  því nærtækast að litið sé til niðurstöðu í bréfi sóttvarnaráðs til velferðarráðuneytisins,  dags. 20. nóvember 2013, þar sem fram kemur að ráðið telji að enn sem komið er sé  orsakasamband á milli bólusetninga me ð Pandemrix og drómasýki ekki staðfes t þótt  tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Þess skal getið að í sama bréfi  sóttvarnaráðs segir einnig að tölfræðilega marktækt samband á milli drómasýki og  bólusetningu með Pandemrix hafi reynst vera fyrir h endi meðal barna og ungmenna í  tiltek num löndum. Þá liggur fyrir í málinu bréf Embættis landlæknis til  Sjúkratrygginga Íslands, dags. 14. febrúar 2013, þar sem meðal annars er rakið að  vegna hugsanlegra tengsla drómasýki við bólusetningu með Pandemrix mæli st  Lyfjastofnun Evrópu til þess að þa ð bóluefni verði einungis notað gegn svínaflensu  hjá einstaklingum yngri en 19 ára ef annað virkt bóluefni reynist ekki vera fyrir hendi      Í matsbeiðni stefnanda er gerð ítarleg grein fyrir tilefni matsins. Þar er meðal   annars rakin ákvörðun Sjúkratrygging a Íslands 15. maí 2015 um að greiða stefnanda  bætur úr sjúklingatryggingu þar sem stofnunin taldi meiri líkur en minni á því að  tjónþoli hefði orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla vegna umræddrar bólusetningar. Þá  kemur f ram í matsbeiðninni að stefnandi bygg i á því að bólusetning með Pandemrix  sé orsök veikinda hans. Einnig segir í matsbeiðninni að verði það niðurstaða  matsgerðar að stefnandi búi við tjón sem sannarlega megi rekja til bólusetningarinnar  hyggist hann beina  bótakröfum að stefnda. Loks kom eftir farandi fram um það sem   ítarlega, rökstudda og skriflega álitsgerð um afleiðingar bólusetningarinnar þann 17.   ikið nánar að tilteknum þáttum sem me tnir skyldu á  grundvelli laga nr. 50/1993. Fyrir dómi staðfesti matsmaðurinn að í þessu ljósi hefði  hann talið nauðsynlegt að fjalla um orsakatengsl í matsgerðinni. Staðfesti hann einnig  það mat sitt að orsakatengsl vær u á milli umræddrar bólusetningar og  drómasýki  stefnanda. Að öllu þessu virtu er ekki unnt að fallast á það með stefnda að líta beri     8   fram hjá umfjöllun í matsgerðinni um orsakatengsl, en stefnda gafst, eins og áður  segir, kostur á að gæta hagsmuna sinna vi ð framkvæmd matsins. Þar sem stefndi  hefur  hvorki nýtt sér heimild 10. gr. laga nr. 50/1993 til að bera matsgerðina undir  örorkunefnd né óskað eftir dómkvaðningu matsmanna til að hnekkja henni verður hún  lögð til grundvallar niðurstöðu í málinu, sbr. til h liðsjónar dóm Hæstaréttar 24. janúar  2013 í máli nr. 542/2012, enda eru niðurstöður matsgerðarinnar vel rökstuddar og  sannfærandi að mati dómsins. Telst því sannað að stefnandi varð fyrir því tjóni sem  rakið er í matsgerðinni og að það tjón stafaði af umræ ddri bólusetningu stefnanda 17.  desem ber 2009.      Stefnandi byggir á því að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda,  aðallega á sakargrundvelli, sbr. einnig reglu skaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð,  en til vara á því að um hlutlæga ábyrgð stefnda   sé að ræða samkvæmt lögum nr.  25/199 1.     Hvað fyrra atriðið varðar þá byggir stefnandi ekki á því að starfsmenn  Heilbrigðisstofnunar  [...]   hafi sýnt af sér saknæma háttsemi í tengslum við  bólusetninguna. Aftur á móti hafi íslensk yfirvöld hvatt alla l andsmenn til að fara í  bólusetningu án þes s að kunnugt væri um aukaverkanir bóluefnisins. Þannig hafi verið  ráðist í bólusetningu með tilraunabóluefni sem ekki hefði farið í gegnum viðurkennt  tilraunaferli. Lyfjastofnun hafi enn fremur gefið út markaðsleyf i fyrir bóluefnið þótt  ekki væru uppfyllt  lögbundin skilyrði til þess. Nægar rannsóknir hefðu á því stigi ekki  farið fram á bóluefninu og ekki hefði legið fyrir fylgiseðill um aukaverkanir fyrr en  eftir bólusetninguna. Samt sem áður hafi verið fullyrt við  almenning að bólusetning  væri örugg, sbr.  fyrirliggjandi fréttatilkynningar af vef Embættis landlæknis. Þannig  hafi til dæmis komið fram í slíkri fréttatilkynningu, dags. 6. nóvember 2009, að  fullvíst sé og margsannað að bóluefnið veiti góða vörn hér á lan di gegn veikinni. Þar  segi einnig að ekki  sé vitað um nein tilvik alvarlegra aukaverkana bólusetningar með  lyfinu hér á landi eða erlendis. Þá segi í ódagsettri fréttatilkynningu á vef  Heilbrigðisstofnunar  [...]   stuttu fyrir upphaf bólusetningar hér á   landi að bóluefnið sé  öruggt og árangursríkt.     Fyrir dómi bar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem starfaði sem yfirlæknir  á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á árunum 2009 og 2010, um aðdraganda þess að  umrætt bóluefni var keypt. Lýsti vitnið því að f rá árinu 2005 hefðu heilbrigðisyfirvöld  unnið a ð undirbúningi viðbragða við heimsfaraldri sem upp kynni að koma, en slíkir  atburðir gætu átt sér stað á 10 til 30 ára fresti. Helsta vörnin sem vitnið og  samstarfsmenn þess hefðu séð fyrir sér í þeirri undirb úningsvinnu hefði verið notkun á  bóluefni. Þega r um væri að ræða faraldur inflúensu, eins og í þessu tilviki, þá væri  almennt búið að gera samning við framleiðanda bóluefnis þegar heimsfaraldur færi af  stað. Menn gætu þó ekki vitað fyrir fram um hvers kona r faraldur yrði að ræða hverju     9   sinni. Samningur   um bóluefni hefði verið gerður við fyrirtækið GlaxoSmithKline sem  hefði verið búið að rannsaka sitt efni á þúsundum einstaklinga, þó þannig að það hefði  þá verið efni með öðrum stofni af veirunni. Faraldurinn   hefði síðan farið af stað í  Bandaríkjunum og M exíkó. Snemma hefði orðið ljóst að þetta væri alvarlegur  faraldur. Eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði lýst því yfir að um væri að  ræða heimsfaraldur hefðu íslensk heilbrigðisyfirvöld farið í það ve rkefni að kaupa  300.000 skammta af bóluefninu P andemrix með það að markmiði að helmingur  þjóðarinnar yrði bólusettur, þ.e. hver einstaklingur fengi tvo skammta af efninu. Farið  hefði svo að um 150.000 manns hefðu verið bólusettir hérlendis og hefði bóluset ningu  lokið að mestu leyti undir lok ársins 200 9. Mat heilbrigðisyfirvalda hefði í kjölfarið  verið að bóluefnið hefði verið mjög virkt, það hefði stöðvað faraldurinn og að gróflega  áætlað hefðu um 60.000 manns getað sýkst hér á landi ef bóluefnið hefði ekk i verið  notað. Aðspurt um af hverju lyfin Tamif lu og Reflenza við flensunni hefðu ekki verið  notuð í meiri mæli af heilbrigðisyfirvöldum í stað bólusetningar svaraði vitnið því til  að mat manna hefði verið að vandinn við umrædd lyf væri að nota þyrfti þau  svo fljótt  til að þau kæmu að gagni, þ.e. á fyr sta eða öðrum degi veikindanna, auk þess sem  þeim lyfjum fylgdu aukaverkanir.     Ágreiningslaust er að hér var um að ræða heimsfaraldur inflúensu af stofni A  (H1N1), þ.e. svokallaðrar svínaflensu, og hafði viðbú naðarstig Alþjóðaheilbrigðis - málastofnunarinnar   verið hækkað yfir á stig 4 vorið 2009 en í framhaldi af því  hækkuðu íslensk stjórnvöld viðbúnaðarstig af óvissustigi yfir á hættustig, sbr.  fréttatilkynningu á vef Embættis landlæknis, dags. 29. apríl 2009. Ve rður ekki talið að  það mat þeirra sem störfuðu   á vegum stefnda að bregðast bæri skjótt við aðsteðjandi  heimsfaraldri með bólusetningu, rétt eins og beinlínis er ráðgert í sérreglu 2. mgr. 12.  gr. laga nr. 19/1997, hafi verið saknæmt. Þá standa ákvæði laga  nr. 93/1994 ekki í vegi  fyrir slíkum ráðstöfun um eins og hér háttar til, sbr. einnig að óumdeilt er í málinu að  miðlægt markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu vegna bóluefnisins lá fyrir áður en  stefnandi var bólusettur. Telst því ósannað að slegið hafi verið  af lögbundnum  öryggiskröfum af hálfu stefnda.  Þá liggur ekkert fyrir í málinu sem gefur til kynna að  íslenskum yfirvöldum hafi, þegar stefnandi var bólusettur, mátt vera kunnugt um þá  fágætu aukaverkun sem síðar var tengd gjöf umrædds bóluefnis. Hvað varða r  fylgiseðil vegna bóluefnisins þá verður ekki   séð að skortur á slíkum seðli hafi orðið  stefnanda til tjóns, enda var hér um að ræða aukaverkun sem ósannað telst að þekkt  hafi verið á sviði lyfjafræði eða læknavísinda þegar stefnandi var bólusettur. Hefði  hún þar með ekki komið fram á slíkum fylgiseðl i. Einnig telst ósannað að starfsmenn  stefnda sem falli undir ákvæði laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu hafi sýnt af sér  saknæma háttsemi í tengslum við kaup á bóluefninu eða við notkun þess. Þá verður  orð alag í fyrirliggjandi yfirlýsingum stjórnvalda   til almennings þar sem hvatt var til     10   bólusetningar ekki talið saknæmt eins og atvikum öllum var háttað, enda var þar  miðað við fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á umræddu bóluefni.  Loks er  ekki unnt að fallast á það með stefnanda að ti lvísun til kostnaðar í 17. gr. laga  nr. 19/1997 renni stoðum undir bótakröfu hans.      Að öllu framangreindu virtu telst ósannað að stefndi eða starfsmenn á vegum  stefnda hafi sýnt af sér saknæma háttsemi í tengs lum við það tjón sem stefnandi varð  fyrir.      E ftir stendur sú málsástæða stefnanda að stefndi beri ábyrgð á tjóni hans á  grundvelli laga nr. 25/1991. Í þeim efnum byggir stefnandi á því að umrætt bóluefni  hafi verið haldið ágalla í skilningi 5. gr. laganna .      Hugtakið vara er skilgreint í 3. gr. laga  nr. 25/1991 og geta lyf fallið þar undir,  sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 10. mars 2005 í máli nr. 380/2004. Forsenda þess  að lögum nr. 25/1991 verði beitt í hinu fyrirliggjandi máli er að stefnandi sýni fr am á  að umrætt bóluefni hafi verið haldið ágal la, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Samkvæmt 5.  gr. laga nr. 25/1991 telst vara haldin ágalla í skilningi laganna þegar hún er ekki svo   .  Hvernig hún var boðin og kynnt. 2. Notkun þe irri sem með sanngirni mátti gera ráð   aukaverkun af bóluefni, eins og sú sem stefnandi varð fyrir, geti einungis talist ágalli í  skilningi 5. gr. laganna ef fyrir lá vitneskja   um þá aukaverkun á þeim tíma þegar varan  var boðin án þess að upplýst væri um aukaverkunina. Eins og áður segir telst ósannað  að stefnda hafi verið kunnugt um umrædda aukaverkun þegar bóluefnið var boðið  stefn anda og verður ekki önnur ályktun dregin af gö gnum málsins en að slík þekking  hafi ekki verið fyrir hendi á sviði lyfjafræði eða læknavísinda á umræddum tíma.  Einnig hefur þegar verið rakið að bóluefnið var ekki kynnt með óforsvaranlegum hætti  af hálfu ste fnda eins og atvikum öllum var háttað. Ekki er   því unnt að leggja til  grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti orðið grundvöllur  bótaskyldu stefnda samkvæmt lögum nr. 25/1991. Öll sömu rök eiga við um þann  málatilbúnað stefnanda að ágalli nn gæti falist í skorti á fylgiseðli með bólue fninu,  enda er ljóst að slíkur fylgiseðill hefði ekki innihaldið upplýsingar um aukaverkanir  sem óþekktar voru á sviði lyfjafræði og læknavísinda á þeim tíma.      Að öllu framangreindu virtu verður ekki hjá því k omist að sýkna stefnda af  kröfum stefnanda.     E ftir atvikum er rétt að málskostnaður falli niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar í  málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, dags. 20. ágúst 2015. Allur gjafsóknarkostnaður  stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þ óknun lögmanns hans og fyrrum  lögmanns hans ei ns og nánar greinir í dómsorði, en þær þóknanir eru í samræmi við  dómvenju ákveðnar án tillits til virðisaukaskatts.      11     Af hálfu stefnanda flutti málið Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður.     Af hálfu stefnda flutti  málið Ólafur Helgi Árnason lögmaður.     Dóm þenn an kveða upp Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari og dómsformaður,  Ingibjörg Þorsteinsdóttir  héraðsdómari og Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í  lyflækningum, með smitsjúkdómalækningar sem undirsérgrein. Dómsformaður tók  við meðferð málsins 2. september sl.,  en hafði fram til þess engin afskipti haft af  meðferð þess .                 D Ó M S O R Ð:     Stefndi , íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, A.     Málskostnaður fellur niður.     Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin  þóknun lögma nns hans, Guðbjargar Benjamínsdóttur, 1.300.000 krónur, og þóknun  fyrrum lögmanns hans, Gu ðjóns Ólafs Jónssonar, 350.000 krónur.                 Arnaldur Hjartarson               Ingibjörg Þorsteinsdóttir               Magnús Gottfreðsson