Héraðsdómur Reykjaness Dómur 5. nóvember 2025 Mál nr. E - 2402/2024 : Tjarnarbúð ehf ( Heiðar Ásberg Atlason lögmaður ) g egn Hafnarfjarðarkaupstað ( Guðjón Ármannsson lögmaður ) D Ó M U R Mál þetta, sem dómtekið var 9. október 2025, var höfðað með stefnu 30. september 2024 sem þingfest var 2. október sama ár. Stefnandi er Tjarnarbúð ehf., , . Stefndi er Hafnarfjarðarkaupstaður, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Stefnandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi ákvörðun stefnda, dagsett 24. ágúst 2023, um að afturkalla úthlutun lóðarinnar Tjarnarvellir 2A, F233066, Hafnarfirði. Til vara gerir stefnandi þá kröfu að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna tjóns sem stefnandi varð fyrir við afturköllun á úthlutun lóðarinnar. Stefnandi gerir jafn - framt kröfu um málskostnað sér til handa úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu í málinu auk málskostnaðar. Málavextir Aðilar eru að mestu sammála um málavexti sem eru þeir helstir að árið 2009 úthlutaði stefndi, Hafnarfjarðarbær, lóðinni Tjarnarvellir 2A í Hafnarfirði (F233066) til einka - hlutafélagsins Manning og var lóðarleigusamningur undirritaður 5. október 2013 þar sem lóðin var leigð til 25 ára frá 1. september 2009 að telja. Í 4. gr. lóðarleigusamningsins er kveðið á um tímamörk tiltekinna framkvæmda - liða á lóðinni. Segir í ákvæðinu: a) að leggja inn fullunna aðaluppdrætti, eigi síðar en 1. maí 2014 2 b) að ljúka gerð sökkulveggja fyrir 1. nóvember 2014 c) að gera mannvirkið fokhelt og grófjafna lóð fyrir 1. nóvember 2015 d) að láta framkvæma öryggisúttekt áður en mannvirki er tekið í notkun eigi síðar en 1. nóvember 2016 Á fundi skipula gs - og byggingarfulltrúa 29. nóvember 2017 var samþykkt að veita lóðarhöfum frest til að hefja framkvæmdir á úthlutuðum atvinnuhúsalóðum og var tilkynning þess efnis send á fyrra heimilisfang stefnanda að , Hafnarfirði. Var í nýjum skilmálum meðal annar s gert ráð fyrir því að fullunnir aðaluppdrættir yrðu lagðir inn fyrir 4. desember 2018 sem og að mannvirki þyrfti að verða fokhelt fyrir 4. júní 2020. Var í bréfinu veittur frestur til 20. júní 2018 til að koma með skriflegar athugasemdir eða skila inn sk riflegum áætlunum um framkvæmdir á lóðinni. Með bréfi stefnda 29. mars 2023 var stefnanda tilkynnt um að tímamörk nýrra framkvæmdaskilmála sem samþykktir voru á framangreindum fundi skipulags - og byggingaryfirvalda væru fallin niður. Var stefnanda með br éfinu veittur frestur til 28. apríl 2023 til að skila inn gögnum eða koma með andmæli eða athugasemdir vegna máls - ins. Að öðrum kosti yrði litið svo á að stefnandi hefði fallið frá byggingaráformum og lóðarveiting felld niður. Í framhaldi þessa áttu málsað ilar í tölvupóstsamskiptum vegna lóðarinnar. Með tölvubréfi stefnda frá 2. maí 2023 var sá frestur sem stefnanda var veittur með fyrrgreindu bréfi bæjarins framlengdur til 12. maí sama ár og á ný með tölvubréfi 24. júní sama ár var fresturinn framlengdur t il 12. júlí það ár. Með bréfi 24. ágúst 2023 var stefnanda tilkynnt að lóðarúthlutun lóðarinnar hefði verið afturkölluð og að endur - greitt yrði í samræmi við 9. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Við upphaf aðalmeðferðar, 9. október síðastliðinn , gekk dómari á vettvang ásamt lögmönnum aðila og fyrirsvarsmönnum þeirra. Sigurður Ingi Jóelsson, fyrirsvarsmaður stefnanda, kom fyrir dóminn og gaf þar skýrslu. Sagðist hann hafa fest kaup á félaginu Tjarnarbúð ehf. árið 2015, en félagið hafi þá verið handhafi hinna umdeildu lóðarréttinda að Tjarnarvöllum 2A í Hafnarfirði. Kvaðst hann hafa fest kaup á lóðarréttindunum í þeim tilgangi að opna þar veitingasölu. Hins vegar hafi forsendur til að hefja slíka starfsemi ekki verið fyrir hendi á þessum tíma. St aðfesti Sigurður Ingi að hann hefði í mars 2023 fengið í hendur tilkynningu bæjarins 3 þar sem upplýst var um að tímamörk þau sem veitt höfðu verið til athafna vegna lóðar - innar væru fallin niður en jafnframt upplýst að aukinn frestur í því skyni yrði veittu r til 28. apríl sama ár. Ívar Bragason, bæjarlögmaður Hafnarfjarðar, kom einnig fyrir dóm. Kom fram í máli hans að þau tímamörk sem sett voru í umræddum lóðarleigusamningi hafi verið hefðbundin. Lóðarleigusamningar séu almennt mjög formfastir og þeir fres tir sem þar séu veittir séu þeir sömu eða svipaðir óháð stærð lóða eða þeirra mannvirkja sem þar sé ætlað að rísi. Aðspurður sagði vitnið ekki hafa komið til skoðunar að beita vægari úrræðum, svo sem dagsektum, enda skorti til þess lagaheimild í slíkum til vikum. Hins vegar hafi frestir verið framlengdir, líkt og gögn málsins bera með sér. Sagði hann bæinn leggja mikla áherslu á að hratt og vel sé byggt á þeim lóðum sem úthlutað hafi verið. Stefnandi hafi hins vegar ekkert lagt fram til bæjarins um uppbyggin gu lóðarinnar, svo sem uppdrætti eða framkvæmdaáætlun. Fyrir dóminn kom einnig vitnið Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, starfsmaður Icelandair hf., og lýsti aðkomu félagsins að gerð leigusamnings um bílastæði í nágrenni hinnar umdeildu lóðar. Helstu málsástæ ður og lagarök stefnanda a. Grundvöllur afturköllunar Stefnandi vísar til þess að margdæmt sé að lóðarúthlutun sveitarfélags feli í senn í sér stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gerning á sviði einkaréttar, sömuleiðis undirseld an meginreglum stjórnsýsluréttar. Niðurfelling slíkrar lóðar - úthlutun ar feli jafnframt í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem lúti sömu lögskiptum, nánar tiltekið afturköllun í skilningi stjórnsýsluréttar. Af hinni umdeildu ákvörðun stefnda verði ekki ráðið að stefndi hafi byggt heimild til afturköllunar á efni hinnar fyrri ákvörðunar um lóðarúthlutun, eins og það birtist í lóðarleigusamningi, en ekki á 25. gr. stjórnsýslulaga eða öðrum afturköllunar - reglum settra laga. Þannig hafi afturköllunin grundva llast á skilyrðum um tímafresti, sem hafi ekki verið fylgt. Kveðst stefnandi vísa til þess að brostið hafi forsendur þeirra tímafresta, sem í öndverðu höfðu verið settir fyrir uppbyggingu svæðisins, vegna ástands á íslenskum 4 eigu fjármálastofnana, í stað þess að fara í uppbyggingarferli. Hafi báðum málsaðilum verið ljóst að þessum frestum yrði ekki haldið upp á stefnanda, frekar en aðra lóðarhafa, og hefur stefndi í raun v iðurkennt í verki að hafa talið lóðarhafa óbundna af þessum fyrri frestum, sbr. fundargerð afgreiðslufundar skipulags - og byggingarfulltrúa 29. nóvember 2017. Hefði stefndi sannarlega talið að stefnandi hafi vanefnt lóðarleigusamninginn vegna þess að upphaflegum frestum hafi ekki verið fylgt, þrátt fyrir ástandið á þeim tíma, hefði stefnda jafnframt borið að láta þá skoðun sína tímanlega í ljós. Þar sem það hafi ekki verið gert leiði af óskráðri tómlætisreglu kröfuré ttar og þeirri meginreglu leiguréttar, sem endurspeglast í 4. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, að stefndi hafi fyrir sakir tómlætis glatað rétti til að bera slíka vanefnd fyrir sig. Í samræmi við afstöðu stefnda til upphaflegra fresta hafi hann tek ið að tilkynna lóðarhöfum um nýja fresti er skyldu gilda um uppbyggingu atvinnulóða á svæðinu. Stefnandi kveðst ekki gera athugasemdir við þá framkvæmd en telur að stefndi hefði með réttu átt að leitast við að skýra stöðu mála gagnvart lóðarhöfum eftir að öldur á byggingarmarkaði hafi lægt, með gerð nýrra og raunhæfra skilmála. Stefnandi kveðst á hinn bóginn telja ótækt að sér verði gert að bera hallann af þeim mistökum stefnda að tilkynna sér ekki um hina nýju fresti. Stefnandi kveðst í þessu minna á að br éf stefnda, dagsett 4. júní 2018, hafi aldrei borist sér og að hann hafi fyrst heyrt af hinum nýju skilmálum með bréfi sem honum hafi borist 28. apríl 2023, þegar hinir nýju frestir voru þegar að mestu leyti liðnir. Að sögn stefnanda hafi umrætt bréf frá 2 018 verið ranglega birt fyrri eigendum stefnanda, þrátt fyrir að opinber skráning eignarhalds og lögheimilis stefnanda hafi verið rétt. Þar sem slík birting teljist hvorki fullnægjandi á mælikvarða ákvaða að samningarétti né birtingar stjórnvaldsákvarðana að stjórnsýslu rétti telur stefnandi ljóst að hann sé ekki bundinn af þeim frestum sem fram komu í fyrr greindu bréfi. Af þeirri ástæðu geti stefndi ekki byggt heimild til afturköllunar á því að þeim frestum sem þar er getið hafi ekki verið fylgt, svo sem gert var í ákvörðun stefnda. Telur stefnandi þá fresti sem honum voru veittir til úrbóta og honum hafi fyrst borist eftir 28. apríl 2023 vera óraunhæfa og til málamynda og hafa engu breytt um framan greint. Hafi frestirnir enda verið andstæðir kröfuréttarl egri tillitsskyldu stefnda, réttmætis - og meðalhófsreglum stjórnsýsluréttar og banni við misbeitingu valds við val á leiðum til úrlausnar máls. 5 Þar sem stefnda sé hvorki unnt að byggja á vanefndum á upphaflegum frestum né á síðari frestum sé engri vanefnd fyrir að fara sem orðið gæti grundvöllur afturköll - unar. Því skorti stefnda heimild til afturköllunar, sem að mati stefnanda sé verulegur annmarki á ákvörðun hans og varði sem slíkur ógildingu. Stefnandi vísar til þess að hvað sem öllu líður þurfi ákvörð un um afturköllun að vera byggð á málefnalegum sjónarmiðum og megi ekki ganga lengra en efni standa til. Jafnvel þótt heimild til afturköllunar teldist vera fyrir hendi í málinu kveðst stefnandi byggja á því að beiting þeirrar heimildar hafi hvorki grundva llast á málefnalegum sjónar - miðum né verið í samræmi við meðalhóf. b. Réttmætisreglan Stefnandi kveðst telja ljóst að ákvörðun stefnda um afturköllun lóðarúthlutunar sé haldin verulegum annmarka þar sem hún sé grundvölluð á ómálefnalegum sjónarmiðum í bág a við óskráða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Af þeim sökum beri að fella hana úr gildi. Ákvörðun stefnda um afturköllun sé rökstudd á þá leið að þrátt fyrir að lóðar - höfum hafi verið játaðir rúmir frestir til að hefja uppbyggingu á lóðum sínum liggi nú fyrir að uppbygging á Tjarnarvöllum sé komin vel á veg og að hagsmunir sveitarfélagsins og annarra lóðarhafa séu að hún klárist fljótt og vel á öllum lóðum. Verður ákvörðun stefnda ekki skilin öðruvísi en að þetta sjónarmið hafi átt að vera ráðandi við af turköllun - ina. Stefnandi kveðst telja þetta sjónarmið vera málefnalegt í sjálfu sér. Hins vegar sé það tilfellið í máli hans að um sýndarrök hafi verið að ræða, ætlað til að fela þau raun - verulegu sjónarmið sem stefndi byggi ákvörðun sína á. Fyrir liggi a ð á meðan stefnandi hafi einn átt skýlausan rétt til afnota lóðarinnar samkvæmt gildum lóðarleigusamningi, svo og byggingarrétt í samræmi við deiliskipu - lag, hafi stefndi allt að einu staðið fyrir framkvæmdum á lóðinni án leyfis eða samráðs við stefnanda. Hafi þannig verið lagður breiður göngu - og hjólastígur í gegnum lóðina og tré gróðursett um hana þvera og endilanga, þvert á eignarrétt stefnanda og gildandi deiliskipulag. Þá hafi verið reist bílahlið sem loki aðgengi að bílastæðum innan lóðar stefnanda, en af skilti á vettvangi hafi stefnandi komist að raun um að stefndi hafi leigt bílastæðin út til einkaaðila, líkt og síðar hafi verið bent á í samskiptum aðila. Hafi þetta allt verið gert á meðan stefndi var skuldbundinn af lóðarleigusamningi við stefnand a. Kveðst stefnandi vísa til fyrirliggjandi deiliskipulags og loftmyndar af lóðinni til saman - burðar. 6 Að mati stefnanda sé af framangreindu ljóst að ákvörðun stefnda miði ekki að því að flýta fyrir uppbyggingu veitingasölu á lóð stefnanda í samræmi við gi ldandi deili - skipulag, enda sé af framkvæmdum og síðari samningsgerð stefnda einsýnt að frekari uppbygging á lóðinni standi ekki lengur til. Brýnir hagsmunir sveitarfélagsins og annarra lóðarhafa af því að fyrirhugaðri uppbyggingu ljúki sem fyrst hafi því ekki verið annað en átylla stefnda fyrir því að þurfa ekki að virða lóðarréttindi stefnanda. Afturköllunin skýrist því fyrst og fremst af einhliða tilraunum til að laga samningsskuldbindingar stefnda eftir á að þeim heimildarlausu framkvæmdum sem hann stóð að og spara útgjöld af fyrirséðri skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda, svo og leigutöku bílastæðanna vegna vanheimildar stefnda. Byggir stefnandi á því að ákvörðun sem sé grundvölluð á því að lágmarka óþægindi eða vandræðagang af því að greiða úr eigin m istökum, svo og á fjárhagslegum sjónarmiðum hins opinbera, séu ómálefnaleg sjónarmið. Hefðu aðgerðir stefnda raunverulega miðað að því að ljúka uppbyggingu á lóð - inni sem fyrst gefi augaleið að sú nálgun sem best hefði verið til þess fallin væri að veita stefnanda raunhæfa fresti til að standa að framkvæmdunum, líkt og vilji hans standi til og leitast hafi verið við í samskiptum við stefnda, sbr. bréf stefnanda til stefnda frá 7. febrúar 2024. Sú leið væri í öllum tilvikum skilvirkari og minna íþyngjandi f yrir stefn - anda fremur en að ráðstafa lóðinni til annars aðila til uppbyggingar. Álítur stefnandi að raunar megi efast um að nokkur ágreiningur væri til staðar ef stefnda gengi raunverulega til að ljúka uppbyggingu lóðarinnar í samræmi við deiliskipulag, e nda hafi stefnandi ítrekað lýst sig viljugan til þess og greitt lóðarleigu í samræmi við þann áframhaldandi vilja. Stefnandi kveðst árétta að honum hafi ekki verið ljósar þær nýju væntingar sem stefndi hafði til tímafresta við uppbyggingu svæðisins, þar s em honum hafi ekki borist bréf þess efnis fyrr en 28. apríl 2023. Hafi nýju tímafrestirnir þá að langmestu leyti verið liðnir. Til þess sé jafnframt að líta að enn hafa ekki risið hús við lóðir Tjarnarvalla 1, 5, 9 og 13 og því hafi engan veginn legið í au gum uppi, út frá aðstæðum á svæðinu, að brýnt væri að ljúka við umtalsvert minni framkvæmdir á lóð 2A, að viðlögðum missi lóðarréttinda. Lengst af hafi litlar sem engar forsendur legið til að opna veitingasölu á lóðinni í ljósi takmarkaðrar uppbyggingar á svæðinu. Virðist skyndilegur áhugi stefnda á tafarlausri uppbyggingu lóðarinnar raunar fyrst hafa kviknað þegar stefnda urðu ljós 7 þau mistök sem honum höfðu orðið á með ófullnægjandi tilkynningum um nýja fresti og heimildarlausri hagnýtingu á lóð stefnanda . Stefnandi kveður að öllu samandregnu einsýnt að sá rökstuðningur sem stefndi hafi fært fyrir afturköllun lóðarúthlutunarinnar sé fyrirsláttur einn, ætlaður til að greiða úr mistökum stefnda með hætti sem yrði honum síst til vandræða eða tjóns í formi bó ta - skyldu. Með sama hætti kveðst stefnandi telja þá augljóslega óraunhæfu málamyndafresti sem honum voru veittir eftir 28. apríl 2023, og stefndi byggði afturköllun meðal annars á, hafa með sama hætti þjónað ómálefnalegum sjónarmiðum. c. Misbeiting valds við val á leiðum til úrlausnar máls Stefnandi kveðst byggja á því að afturköllun á úthlutun lóðarinnar hafi brotið gegn óskráðri meginreglu stjórnsýsluréttar um bann við misbeitingu valds við val á leiðum til úrlausnar máls. Sá verulegi annmarki á ákvörðun stefnda eigi að leiða til ógildingar hennar. Af framkvæmdum á lóð stefnanda og útleigu bílastæða þar til þriðja aðila sé ljóst að hugmyndir stefnda um nýtingu lóðarinnar hafa tekið breytingum frá því henni var úthlutað og hún deiliskipulögð. Ljóst sé að stefndi gerir ekki lengur ráð fyrir frekari upp - byggingu á lóðinni eða rekstri veitingasölu. Stefnandi kveðst vera kunnugt um það hlutverk stefnda sem sveitarfélags að hafa skoðanir á landnýtingu innan vébanda sinna. Stefnandi árétti þó að um stýringu land notkunar gildi skýrar reglur sem stefnda beri að fara eftir. Hafi stefndi þannig viljað breyta fyrri landnotkun hefði með réttu þurft að breyta deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og greiða stefnanda bætur eða yfirtak a lóðina samkvæmt 51. gr. sömu laga vegna augljósra áhrifa á eignarréttindi hans. Stefndi geti hins vegar ekki staðið að ráðstöfunum og fram - kvæmdum sem gera lóðar - og byggingarréttindi stefnanda de facto ónothæf, að því búnu sett honum óraunhæfa fresti se m ómögulegt sé að fylgja og skákað í skjóli slíkra einhliða tilbúinna vanefnda. Með því hafi stefndi sniðgengið tímafrekari og fyrirhafnarmeiri málsmeðferð sem stefnda hafi með réttu borið að viðhafa. d. Meðalhófsreglan Stefnandi telur jafnframt ljóst að stefndi hafi með framferði sínu brotið gegn meðal - hófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga. Sá verulegi annmarki á ákvörðun stefnda ætti því, að mati stefnanda, að leiða til ógildingar hennar. 8 Stefnandi kveður afturköllun á lóðarúthlutun til sín hafa verið íþyn gjandi ákvörðun sem falið hafi í sér inngrip í stjórnarskrárvarin eignarréttindi hans, sem lóðarréttindi og byggingarréttur séu óumdeilanlega, og stefnandi hafi greitt sérstak lega fyrir allt fram til þessa dags. Stefnandi vísar til þess að fyrsta skilyrð i meðalhófsreglunnar sé að íþyngjandi ákvörðun þurfi að vera til þess fallin að ná lögmætu markmiði sem stefnt sé að. Í ljósi þess sem áður segir um brot stefnda gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins byggi stefn - andi á því að íþyngjandi afturköllun lóða rúthlutunarinnar hafi ekki þjónað lögmætu markmiði, heldur ómálefnalegum sjónarmiðum. Þegar af þeirri ástæðu falli hin íþyngjandi ákvörðun á prófsteini meðalhófsreglunnar. Verði hins vegar gengið út frá því að stefndi hafi sannarlega stefnt að því að lokið yrði hratt og örugglega við uppbyggingu lóðarinnar telur stefnandi allt að einu ljóst að önnur skilyrði meðalhófsreglunnar séu ekki uppfyllt. Stefnandi bendir í fyrsta lagi á markhæfni afturköllunar til að ná því lögmæta markmiði að ljúka uppbyggingu lóð arinnar hratt og örugglega. Þannig hefði samtal við stefnanda og krafa um úrbætur innan raunhæfra fresta um að ljúka uppbyggingu lóðar - innar verið mun betur til þess fallin að ná hinu lögmæta markmiði, fremur en afturköllun lóðarréttindanna. Með því að gef a stefnanda raunhæfa möguleika á að standa að upp - byggingu á lóðinni hefði mátt forðast hvort tveggja, að íþyngja stefnanda að óþörfu og fyrirsjáanlegar tafir af því að ráðstafa lóðinni til annars aðila til uppbygg ingar. Standi vilji stefnanda augljóslega til að ná sama markmiði og stefndi hafi að yfirvarpi, enda greiði stefnandi enn lóðarleigu vegna lóðarinnar og sé margbúinn að lýsa sig viljugan til að hrinda af stað framkvæmdum, þótt ógerningur hafi reynst að gera það innan þeirra skömmu og óraunhæfu fr esta sem stefndi hafi veitt honum. Þar sem sú nálgun hefði verið vægara úrræði til að ná stefndu markmiði hafi jafnframt brostið annað skilyrði meðalhófsreglunnar, þ.e. að lögmætu markmiði verði ekki náð með öðru og vægara móti. Í ljósi þess afskipta - og á hugaleysis sem stefndi hafi sýnt af sér varðandi svæðið og lóð stefnanda sæti mikilli furðu að stefndi ákveði einhliða og fyrirvaralaust að krefjast áætlana frá stefnanda innan jafn skamms frests og að framan greinir, að því virtu að engin fyrirmæli um slí kt höfðu borist áður og engum vægari úrræðum hafi verið beitt til að knýja á um framkvæmdir. Jafnvel þótt fallist verði á að engin vægari úrræði en afturköllun stæðu stefnda til boða telur stefnandi að stefndi hafi ekki gætt hófs við beit - ingu þess úrræðis , í samræmi við kröfu meðalhófsreglunnar um að ekki sé farið strangar 9 í sakir en nauðsyn beri til. Í ljósi þess að ákvörðun stefnda hafi lotið að stjórnarskrár - vörðum eignarréttindum stefnanda hefði afturköllun gegn greiðslu fullra bóta fyrir það tjón sem af henni hafi skapast samræmst betur kröfum um meðalhóf en einungis endur - greiðsla gatnagerðargjalda. Stefnandi telur einsýnt að hann sitji uppi með verulegt fjár - hagslegt tjón fái ákvörðun stefnda að standa, enda er endurgjaldið sem stefndi hyggst greiða vegna þessa fjarri því að nema raunverulegu verðmæti lóðarinnar. Álítur stefnandi að réttast væri að hann fengi hið minnsta verðmat lóðarinnar til baka gegn afturköllun hennar, í samræmi við varakröfu hans. Stefnandi kveðst jafnframt telja ljóst að framfer ði stefnda brjóti gegn meðalhófsreglunni í þrengri merkingu hennar. Stefnandi kveðst hafa verið í góðri trú um að ekki lægi á uppbyggingu lóðarinnar vegna verulegra tafa á upp - byggingu svæðisins í nágrenni lóðarinnar. Um leið og stefnanda varð ljóst að ste fndi legði áherslu á hraða uppbyggingu lóðarinnar, líkt og vikið hafi verið að í bréfi stefnda frá 29. mars 2023 þar sem veittur var frestur í þessu skyni til 28. apríl sama ár, lýsti stefnandi sig viljugan til að taka til óspilltra málanna. Með því að nei ta að taka sanngjarnt mið af aðstæðum stefnanda, þrátt fyrir að stefnda hafi láðst að tilkynna honum um nýja fresti til uppbyggingar, líkt og í tilviki annarra lóðarhafa, hafi verið lögð einstaklings - bundin og óhófleg byrði á stefnanda í andstöðu við meðal hófsreglu stjórnsýsluréttar og eignarréttarákvæða 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. gr. 1. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Stefnandi segir það gefa augaleið að hagsmunir hans af því að fá raunhæfa möguleika til að nýta lóðarréttindi sín með umsömdum hætti vegi til muna þyngra en hagsmunir stefnda af því að bjóða einhverjum öðrum að hefja sömu uppbyggingu á lóðinni. Stefnandi vísar til þess, í ljósi framangreinds, að það sé í hæsta máta óeðlilegt að slík einh liða og íþyngjandi ákvörðun sé tekin án þess að nokkurt tillit sé tekið til hags - muna þess sem ákvörðunin beinist að. Slíkt gangi beinlínis gegn markmiðum meðalhófs - reglunnar. Stefnandi segir að engum dyljist að sú leið sem stefndi hafi kosið sé ekki vægas ta úrræðið að stefndu markmiði, heldur hafi stefnandi beinlínis lýst yfir vilja sínum til að framkvæma þær úrbætur sem nauðsynlegar séu. Af þeim sökum beri að fallast á kröfur stefnanda. e. Réttmætar væntingar Stefnandi telur ákvörðun stefnda vera í tráss i við réttmætar væntingar hans, sem orðið hafi til fyrir tilverknað stefnda við það að lóðarleiga var innheimt eftir að tilkynnt var um 10 niðurfellingu úthlutunar og henni verið harðlega mótmælt af hálfu stefnanda. Með áfram - haldandi innheimtu lóðarleigu úr hendi stefnanda árið 2024 og athugasemdalausri við - töku greiðslna vegna þess hafi stefnandi talið að stefndi hefði fallið frá fyrri áformum sínum og hlustað á rödd skynseminnar og samhliða sýnt af sér góða stjórnsýsluhætti. Stefnandi kveðst hafa haft fylli lega réttmætar væntingar til stefnda sem stjórnvalds, ekki síst í ljósi þeirra augljósu annmarka sem hann segir afturköllunina hafa verið haldna. Stefnandi segir að ekki verði um það deilt að innheimta stefnda á lóðarleigu vegna ársins 2024 hafi verið til þess fallin að skapa honum réttmætar væntingar um að fallið hefði verið frá niðurfellingu úthlutunarinnar og að fallist hefði verið á kröfur stefnanda. Að sögn stefnanda hafi á þeim tíma engin svör borist við síðustu skilaboðum hans og í raun verið algjör óvissa um stöðu málsins. Í ljósi skýrrar afstöðu og vilja stefnanda til að halda lóðinni hafi lóðarleiga verið greidd á tilskildum tíma. Segir stefnandi að þegar svo hátti til vegi sjónarmið um meðalhóf mun meira en ella við úrlausn máls og nauðsyn legt s é að við úrlausn sé litið til hagsmuna þess aðila sem ákvörðun beinist að við úrlausn máls. Telur stefnandi með vísan til framangreindra sjónarmiða að fallast beri á kröfur hans í málinu. f. Varakrafa Stefnandi kveðst til vara gera þá kröfu að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna afturköllunar hans á úthlutun lóðarinnar. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé heimilt að höfða mál til að leita viðurkenningardóms um kröfu enda hafi aðili lögvarða hagsmuni af því að skor ið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Áskilnaður ákvæðis - ins um lögvarða hagsmuni hefur í dómum Hæstaréttar verið skýrður svo að sá er höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða að því nægar líkur að hann hafi orðið fyrir tjóni og gera grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu við atvik máls. Stefnandi segir ljóst að með því að honum hafi einungis boðist endurgreiðsla gatnagerðargjalds við afturköllun lóðarinnar hafi hann orðið fyrir fjártjóni sem nemi mis - mun raunvirðis lóðarinnar og gatnagerðargjaldsins. Á því tjóni beri stefndi ótvíræða ábyrgð vegna þeirra annmarka, hvers um sig og allra samanlagt, sem ákvörðun stefnda um afturköllun hafi verið haldin og vikið hafi verið að. Standi langvaran di 11 dómaframkvæmd til þess að telja brot stjórnvalda gegn stjórnsýslureglum fela í sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Af þeim sökum standi skilyrði til þess að viðurkenna skaðabótaskyldu stefnda í málinu. Stefnandi telur brýnt að staða hans verði ekki verri fjárhagslega en ef rétt og lög - leg málsmeðferð hefði verið viðhöfð við breytingu deiliskipulags fyrir lóðina í samræmi við breyttar hugmyndir stefnda um nýtingu hennar. Slík málsmeðferð hefði tryggt stefnanda rétt til bóta eða yfirtöku eignar á grundvelli 51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stefnandi kveðst um lagarök vísa til stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 12. og 20. gr. þeirra. Þá vísist til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar, einkum réttmætis - reglunnar, meginreglunnar um bann við misbeitingu valds við val á leiðum til úrlausnar máls og meginreglunnar um réttmætar væntingar. Þá vísar stefnandi til meginreglna samninga - og kröfuréttar um tómlæti, gagnkvæma tillitsskyldu og réttaráhrif ákvaða. Vísast til skipulagslaga nr. 123/2010, einkum 43. og 51. gr. þeirra. Stefnandi kveðst enn fremur vísa til 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. samningsviðauka við mann - réttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Um heimild til að setja fram viður - kenningarkröfu vísast til 2. mgr. 25. gr. laga n r. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi kveðst skora á stefnda að leggja fram gögn sem sýna fram á samráð og upplýsingagjöf gagnvart stefnanda sem lóðarhafa vegna hagnýtingar lóðarinnar, þar á meðal byggingar göngustígs á og við hina umþrættu lóð, sbr. 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991. Verði stefndi ekki við þeirri áskorun að sýna fram á samráð og upplýsingagjöf gagnvart stefnanda sem lóðarhafa kveðst stefnandi byggja á því að ekkert samráð hafi verið viðhaft og engar upplýsingar eða tilkynnin gar hafi verið sendar vegna þessa, sbr. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991. Helstu málsástæður stefnda og lagarök Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og kveðst mótmæla öllum málsástæðum hans. Stefndi byggir á því að ákvörðun hans um niðurfellingu lóðar úthlutunar hafi verið lögmæt og málefnaleg. Engin efni standi því til þess að fella um þrætta ákvörðun úr gildi. Þaðan af síður sé afturköllunin skaðabótaskyld að mati stefnda. Stefndi kveðst með öllu hafna því að hann hafi með einhverjum hætti bro tið gegn réttmætisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Þá hafni hann algjörlega 12 fullyrðingum stefnanda sem lúta að því að sveitarfélagið hafi misbeitt valdi við val á leiðum til úrlausnar máls. Sú lýsing stefnanda á atvikum málsins sé beinlínis röng . Stefndi sé handhafi beins eignarréttar að lóðinni Tjarnarvöllum 2A. Stefndi sem sveitar - félag geti ekki látið það viðgangast að leigutakar sitji á lóðum sínum svo árum skipti án þess að hefja framkvæmdir innan þeirra tímafresta sem settir hafa verið. St efndi kveðst leggja áherslu á að ekkert í ákvörðun um niðurfellingu lóðar - úthlutunar hafi brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga. Helst mætti gagnrýna bæinn fyrir að veita stefnanda of mikinn slaka varðandi tímafresti. Þannig liggi fyrir að ste fnandi hafi fengið miklu lengri frest til að hefja framkvæmdir en upphaflega hafi verið ákveðið í lóðarleigusamningi aðila og úthlutunarskilmálum. Um sé að ræða einkaréttar - legan samning þar sem stefnandi braut gegn samningsskuldbindingum sínum. Það sé hry ggjarstykki málsins. Aukinheldur hafi stefnanda ítrekað verið veittur frestur til að leggja fram sérstaka framkvæmdaáætlun. Því hafi stefnandi í engu sinnt, enda þótt tímafrestir í þinglýstum lóðarleigusamningi, dagsettum 5. október 2013, væru löngu liðni r. Kveðst stefndi byggja á því að hann hafi við þær aðstæður verið í fullum rétti til að afturkalla lóðaúthlutunina. Sú afturköllun hefði að sögn stefnda getað átt sér stað miklu fyrr. Þrátt fyrir það og um - fram skyldu hafi stefndi gefið stefnanda rúmt svi grúm til að bregðast við athugasemdum. Stefndi kveðst mótmæla atvikalýsingu stefnanda er lýtur að birtingu tilkynninganna. Vísar stefndi til þess að jafnvel þótt lýsing stefnanda væri lögð til grundvallar sé óumdeilt að stefnandi hafi fengið að minnsta kos ti nokkrar tilkynningar og hafi haft nægt svigrúm til að bregðast við áskorunum stefnda. Stefndi bendir á að í stefnu sé ítrekað vísað til þess að framlenging tímafresta samkvæmt lóðarleigusamningi hafi verið birt röngum aðila, þ.e. fyrri eigendum stefn - anda. Að mati stefnda verði ekki séð hvernig sá málatilbúnaður styðji við málstað stefn - anda. Hefði þessi framlenging fresta ekki komist til vitundar stefnanda hefði það í öllu falli leitt til þess að stefnandi væri bundinn af fyrri skilmálum sem kváðu á u m miklu skemmri tímafresti. Þrátt fyrir allt þetta hafi stefnandi látið hjá líða að hefja fram - kvæmdir. Stefnandi hafi ekki brugðist við boði stefnda árið 2023 um að leggja fram framkvæmdaáætlanir. Stefnandi hafi í engu sinnt fjölmörgum áskorunum um að sta nda við skyldur sínar samkvæmt lóðarsamningi og úthlutunarskilmálum. Því hafi verið óhjá - kvæmilegt að bærinn gripi til aðgerða í formi afturköllunar á lóðarúthlutun. Með því hafi bærinn gætt meðal annars að jafnræði gagnvart lóðarhöfum. 13 Stefndi kveðst byg gja á því, í ljósi alls framangreinds, að hann hafi verið í fullum rétti þegar hann tók ákvörðun um niðurfellingu lóðarúthlutunar stefnanda. Sú niðurstaða hafi átt sér skýra stoð í lóðarleigusamningi aðila og úthlutunarskilmálum. Þá hafi ákvörðunin að öllu leyti verið í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Vísað er til þess að af hálfu stefnanda sé á því byggt að stefndi hafi aldrei reynt að beita vægari úrræðum, eins og kröfu um dagsektir, til að þrýsta á framgang málsins, sbr. 56. gr. laga um ma nnvirki nr. 160/2010. Af lögmætisreglu stjórnsýsluréttar leiði að ákvarðanir stjórnvalda verði að vera í samræmi við lög og eiga sér viðhlítandi stoð í þeim. Stefndi kveðst árétta að engin mannvirkjagerð hafi verið byrjuð á lóðinni og ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir henni. Ákvæði 56. gr. laga nr. 160/2010 eigi því alls ekki átt við um umrætt tilvik. Stefndi kveðst hafna málatilbúnaði stefnanda hvað varðar réttmætar væntingar um að afturköllun yrði dregin til baka. Ljóst sé að sú ákvörðun að afturkalla lóðarúthlutun hafi verið bindandi eftir birtingu samkvæmt 20. gr. laga nr. 37/1993. Ekkert bendi til þess að stefnandi hafi mátt hafa væntingar um að ákvörðun um aftur köllun væri niður fallin. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á neinar ráðstafanir af sinni há lfu sem bendi til þess. Til að mynda hafi engar framkvæmdir hafist á lóðinni. Mála tilbúnaður stefnanda byggi á því að réttmætar væntingar hans til þess að fá að halda áfram lóðinni að Tjarnarvöllum 2A hafi stofnast eftir að honum hafi verið tilkynnt um ni ðurfell ingu lóðarúthlutunarinnar. Sú nálgun sýni að væntingar stefnanda hafi ekkert að gera með málsmeðferð fram að töku ákvörðunarinnar eða lögmæti ákvörðunarinnar í önd verðu. Beinist þessi málatilbúnaður því að atvikum sem áttu sér stað eftir að hin um deilda ákvörðun hafði verið tekin og tilkynnt stefnanda. Verði málatilbúnaður stefnanda því ekki skilinn öðruvísi en svo að hann telji að lögmæt ákvörðun, sem tilkynnt var með bréfi í ágúst 2023, eigi að hafa fallið úr gildi síðar vegna skorts á nýrri tilk ynningu. Stefndi kveðst hafna þessum málatilbúnaði í heild sinni. Engin þörf hafi verið á nýrri tilkynningu enda hafði stefnanda verið tilkynnt um upphaflega ákvörðun þegar eftir töku hennar. Stefndi kveðst hafna því að það geti haft einhverja þýðingu að hann hafi fyrir mistök rukkað stefnanda um lóðarleigu út árið 2024. Stefnanda sé fullkunnugt um að sú rukkun hafi verið send út fyrir mistök og hefur honum ítrekað verið boðin endurgreiðsla. Sú handvömm hafi því enga þýðingu varðandi umdeilda ákvörðun um a fturköllun lóðar - úthlutunar. Sé þannig hafnað fullyrðingum stefnanda um að óvissa hafi verið um gildi 14 ákvörðunarinnar. Þá sé því mótmælt að stefnandi hafi haft réttmætar væntingar um að fallið hefði verið frá niðurfellingu úthlutunarinnar. Stefndi ítrekar mótmæli við þann málatilbúnað stefnanda að ákvörðun um afturköllun lóðarúthlutunarinnar hafi á einhvern hátt verið leið til þess að auðvelda því að koma í gegn tilteknum skipulagsbreytingum. Aðalatriði málsins sé að stefnandi braut ítrekað gegn samningsbu ndnum skuldbindingum sínum við uppbyggingu á umræddri lóð. Við því var brugðist af hálfu stefnda í samræmi við góða stjórnsýslu. Bent sé á að umrædd lóð sé ekki lengur sjálfstæð lóð en það helgist af því að uppbygging stefnanda hafi aldrei hafist og hafi l óðaskipan því verið endurhugsuð. Stefndi kveðst mótmæla öllum þeim málsástæðum sem stefnandi setur fram til stuðnings varakröfu sinni. Hvorki sé til að dreifa saknæmri né ólögmætri háttsemi af hálfu stefnda. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á tjón. Stefna ndi hafi fengið ítrekuð tækifæri til að hefja framkvæmdir á lóðinni í samræmi við uppgefna tímafresti. Þess vegna hafi afturköllun verið lögmæt sem leiði til þess að stefnandi eigi ekki rétt til neinna bóta. Áréttað sé að stefnandi hafði ekki byggt neitt mannvirki á lóðinni og því eigi hann ekki rétt til greiðslu á grundvelli 9. gr. í lóðarleigusamningi aðila. Þar sé nánar tiltekið kveðið á um að stefnda sé heimilt að segja samningnum upp hafi stefnandi brotið gegn einhverju ákvæða samningsins. Skuli stefn - greiðslum sem stefndi þurfi að inna af hendi í kjölfar afturköllunar á lóðarúthlutun. Í því tilviki sem hér um ræðir sé engin greiðslus kylda fyrir hendi enda hafi byggingarleyfis - skyld mannvirkjagerð aldrei hafist á lóðinni og ekki um það sótt. Hvorki gildandi lög, lóðarleigusamningur né úthlutunarskilmálar styðji þannig við kröfu stefnanda að þessu leyti. Að öðru leyti kveðst stefndi vís a til sömu sjónarmiða og rakin eru varðandi kröfu um sýknu af aðalkröfu stefnanda. Því beri að sýkna stefnda af varakröfu stefnanda. Um lagarök kveðst stefndi vísa til stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum meðalhófsreglu 12. gr. laganna, sem og hinnar ólögfestu lögmætisreglu auk almennra reglna stjórnsýslu - réttar. 15 Forsendur og niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi þess aðallega að fel ld verði úr gildi ákvörðun stefnda frá 24. ágúst 2023 um að afturkalla úthlutun lóðarinnar Tjarnarvellir 2A, Hafnarfirði. Til vara gerir stefnandi þá kröfu að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda, Hafnarfjarðar - bæjar, vegna þess tjóns sem stefnandi tel ur sig hafa orðið fyrir vegna afturköllunar lóðar - réttindanna. Hefur stefnandi einkum vísað til þess að þeir tímafrestir sem honum hafi í - tefnandi í því sambandi meðal annars vísað til þess að honum hafi ekki borist tilkynning stefnda um framlengda fresti sem stefndi hafi sent með Kveður stefnandi si g af þeim sökum ekki vera bundinn af þeim frestum sem þar voru veittir. Fyrir liggur að með samþykki bæjarráðs Hafnarfjarðar 13. ágúst 2009 var sam - þykkt umsókn Manning ehf. um úthlutun á lóðinni Tjarnarvellir 2A, Hafnarfirði, undir pylsuvagn. Ágreinings laust er að þau réttindi voru síðar færð á nafn stefnanda. Máls - aðilar gerðu með sér lóðarleigusamning um lóðina 5. október 2013. Greinir þar að stefn - anda sé leigð lóðin Tjarnarvellir 2A, landnúmer 218408, til 25 ára frá 1. september 2009 að telja. Nánar tiltekið sé lóðin 430,6 fermetrar að flatarmáli og er lega hennar dregin upp á sérstöku mæliblaði, staðfestu af skipulags - og byggingarfulltrúa 8. maí 2009. Þá greinir meðal annars í 4. gr. lóðarleigusamningsins að lóðarhafa sé skylt að leggja inn fullunna aðaluppdrætti eigi síðar en 1. maí 2014, auk þess sem frestur er þar veittur til að ljúka við mannvirkjagerð til 1. nóvember 2016 og að lokaúttekt skuli fara fram eigi síðar ekki virt geti byggingarfulltrúi og Mannvirkjastofnun beitt ákvæðum 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, um dagsektir og fram kvæmdir á kostnað lóðarhafa. Í 9. gr. lóðarleigusamningsins segir að vilji Hafnarfjarðarbær ekki, að loknum leigutíma, en durnýja lóðarleigusamninginn með tilheyrandi mannvirkjum skuli bærinn greiða leigutaka sannvirði mannvirkis eða mannvirkja eftir samkomulagi eða mati dómkvaddra manna, enda sé við matið tekið fullt tillit til raunverulegs ástands mannvirkjanna. Þá greinir í ákvæðinu að brjóti leigutaki í einhverju ákvæði samningsins sé bænum heimilt að segja honum upp með sömu skilmálum og að framan greinir. 16 Eins og fram hefur komið samþykkti skipulags - og byggingarfulltrúi stefnda á fundi 29. nóvember 2017 að veita tilgre indum lóðarhöfum frest til að hefja framkvæmdir á lóðum sínum, þar á meðal á hinni umdeildu lóð. Var stefnanda tilkynnt um þá ákvörðun bæjarins með bréfi 4. júní 2018. Segir í bréfinu: Lóðarleigusamningi verður ekki breytt en eftirtaldir nýjir [svo] skilm álar gefnir: a) að leggja inn fullunna aðaluppdrætti eigi síðar en 4. desember 2018 b) að ljúka gerð sökkulveggja fyrir 4. júní 2019 c) að gera mannvirkið fokhelt og grófjafna lóð fyrir 4. júní 2020 d) öryggisúttekt verði lokið eigi síðar en 4. júní 20 21 e) lokaúttekt fari fram innan 36 mánaða frá öryggisúttekt eða eigi síðar en 4. júní 2024 Var stefnanda með bréfinu veittur frestur til 20. júní 2018 til að koma með skrif - legar athugasemdir eða skila inn skriflegum áætlunum um framkvæmdir á lóðinni. Fyrir liggur í málinu að stefnandi hófst hvorki handa við framkvæmdir á lóðinni né lagði inn uppdrætti eða annað til bæjaryfirvalda í samræmi við framangreind ákvæði lóðarleigusamnings, innan þeirra tímamarka sem þar voru veittir og honum mátti vera vel kunnugt um. Þrátt fyrir að vera kunni að bréf stefnda frá 4. júní 2018 hafi ekki borist stefnanda liggur fyrir að stefnanda barst bréf bæjarins frá 29. mars 2023 þar sem tilkynnt var að liðin væru tímamörk framlengdra framkvæmdaskilmála sem samþykktir vor u á afgreiðslufundi skipulags - og byggingarfulltrúa 29. nóvember 2017 og kynntir voru í fyrrgreindu bréfi frá 4. júní 2018. Var stefnanda þar veittur frestur til 28. apríl sama ár til að skila inn gögnum eða koma á framfæri andmælum eða athuga semdum. Því erindi svaraði starfsmaður stefnda með tölvubréfi 2. maí 2023 og óskaði þar eftir frekari fresti sem veittur var til 12. maí sama ár og síðar framlengdur til 12. júlí það ár, en þá voru liðin rúm níu ár frá því að þeir frestir sem félagi stefnanda var veit t til að leggja inn aðaluppdrætti liðu undir lok samkvæmt ákvæðum lóðarleigusamnings. Var stefnanda samkvæmt þessu því, umfram skyldu, veittur ríflegur viðbótarfrestur til and mæla og ráðstafana á lóðinni sem ekki verður ráðið að hafi verið nýttur af hálfu stefnanda að þessu leyti, til að mynda með því að leggja inn uppdrætti eða skriflega framkvæmda áætlun vegna uppbyggingar á lóðinni. Vanefndi stefnandi því með aðgerðaleysi sínu þær skyldur sem á honum hvíldu samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum lóðarleigusamn i ngsins. Var stefnda af þeim sökum heimilt að segja lóðarleigusamningnum upp án frekari fyrirvara 17 af bæjarins hálfu, og leysa til sín lóðina, eftir atvikum til ráðstöfunar á nýjan leik til sömu nota eða annarra, að lagaskilyrðum gættum. Í þessu sambandi ve rður höfð hliðsjón af þeirri meginreglu sem margsinnis hefur verið lögð til grundvallar í réttarframkvæmd, að sveitarfélögum sé heimilt að ráðstafa og hafa tekjur af landi sínu á grundvelli einkaréttarlegra samninga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Heyri það þó ekki til verkefna sem sveitarfélög - um er skylt að sinna samkvæmt lögum í samræmi við 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og hafa slíkar ráðstafanir verið taldar til ólögbundinna verkefna sveitar - félaga. Við ráðstöfun landgæða innan sveitarfélags ber því, sem stjórnvaldi, engu að síður að gæta meginreglna stjórnsýsluréttar, svo sem meðalhófsreglu og jafnræðisreglna. Til hliðsjónar má hér horfa til sjónarmiða í dómum Hæstaréttar frá 11. nóvember 2010 í máli nr. 151/2010, frá 31. maí 2012 í máli nr. 404/2011 og frá 1. júní 2022 í máli nr. 3/2022. Tekið er undir það með stefnda að sveitarfélög hafi af því augljósa hagsmuni, þar á meðal fjárhagslega, að byggingarréttarhafi ljúki við uppbyggingu á lóð innan til - greindra tímamarka samkvæmt úthlutunarskilmálum, líkt og það er orðað í dómi Lands - réttar frá 23. júní 2025 í máli nr. 453/2024, enda standa hagsmunir sveitarfélaga til þess, þar með taldir fjárhagslegir, að byggingarréttarhafar ljúki við uppbyggingu á ló ðum sínum innan tilgreindra tímamarka. Er það mat dómsins að fyrrgreind ákvæði lóðarleigu - samningsins séu bæði almenn og málefnaleg og verður ekki séð að stefnandi hafi sætt mismunun að þessu leyti og honum jafnframt veitt tilhlýðilegt rými til aðgerða svo af - stýra mætti afturköllun lóðarréttindanna. Með vísan til alls framangreinds er því jafn - framt hafnað að stefndi hafi brotið gegn meðalhófi með afturköllun lóðarréttindanna. Þá er því hafnað að stefndi hafi farið á svig við svokallaða réttmætisreglu stjó rnsýsluréttar enda verður lagt til grundvallar að málefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar ákvörðun stefnda. Hefur stefnandi enda engin gögn lagt fram um hið gagnstæða. Breyta síðari aðgerðir stefnda á lóðinni eða ráðstafanir á aðliggjandi lóðum, sv o sem útleiga bílastæða eða lagning göngu - og hjólastígs utan marka hinnar umdeildu lóðar, engu þar um. Eftir stendur að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi haft réttmætar væntingar til að ætla að réttindi hans til lóðarinnar stæðu óhögguð, einkum í ljósi innheimtu stefnda á lóðarleigu út árið 2024, en af hálfu stefnda hefur verið vísað til þess að gjöldin hafi verið innheimt fyrir mistök og að með því hafi enginn réttur skapast stefnanda til handa. 18 Í því efni verður ekki fram hjá því litið að upps ögn eða afturköllun lóðarréttind anna er ákvöð, sem barst stefnanda í síðasta lagi með bréfi lögmanns stefnda 24. ágúst 2023. Ekkert í síðari samskiptum aðila gaf stefnanda tilefni til að ætla að fallið hefði verið frá þeirri ákvörðun bæjarins sem stefnand a hafði verið tilkynnt bréflega. Þá gerði stefnandi engan reka að því að kanna réttmæti innheimtunnar eða aðhafðist nokkuð annað til samræmis við ætlaðar væntingar sínar, svo sem með því að leggja inn til bæjar ins gögn um uppbyggingu á lóðinni, líkt og kr afist var í lóðarleigusamningi málsaðila og rakið hefur verið. Þegar á allt framangreint er litið verður ekki fallist á að innheimta lóðargjalda hafi leitt af sér réttmætar væntingar hjá stefnanda um að ákvörðun bæjarins um að afturkalla lóðarréttindin hef ði verið dregin til baka. Að virtri þeirri afstöðu dómsins að hafna aðalkröfu stefnanda um að felld verði úr gildi ákvörðun stefnda frá 24. ágúst 2023 um að afturkalla úthlutun lóðarinnar eru engin efni til að fallast á varakröfu stefnanda um viðurkennin gu á skaðabótaskyldu stefnda, enda hafi umrædd ákvörðun stefnda hvorki verið saknæm né ólögmæt. Með vísan til alls þess sem rakið hefur verið er málsástæðum stefnanda hafnað og verður stefndi sýknaður af kröfum hans í máli þessu. Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað líkt og nánar greinir í dómsorði. Af hálfu stefnanda flutti málið Heiðar Ásberg Atlason lögmaður en Guðjón Ármannsson lögmaður af hálfu stefnda. Þórhallur Haukur Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, Hafnarfjarðarbær, er sýkn af kröfum stefnanda, Tjarnarbúðar ehf. Stefnandi greiði stefnda 837.000 krónur í málskostnað. Þórhallur Haukur Þorvaldsson