Héraðsdómur Norðurlands vestra     Dómur  8. júní 2022     Mál nr.  S - 43/2021 :     Ákæruvaldið   ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi )   g egn   X   ( Jón Stefán Hjaltalín Einarsson lögmaður )       Dómur   I   Mál þetta, sem tekið var til dóms  22. apríl   sl., var höfðað af lögreglustjóranum á  Norðurlandi vestra 26. febrúar 2021 á hendur  X , fæddri   , til heimilis að   , fyrir  umferðarlagabrot,     , suður Norðurlandsveg við   K  í Húnavatnshreppi, þar sem ákærða missti stjórn á  bifreiðinni þannig að hún valt og hafnaði utan vegar, óhæf til að stjórna bifreiðinni  örugglega  vegna áhrifa slævandi lyfjanna Nordíazepam, (Nordíazepam í blóði reyndist  100 ng/ml) og Búprenorfín (Búprenorfín í blóði reyndist 1,3 ng/ml.)   Telst brot ákærðu varða við 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr., sbr. 2. mgr., sbr. 1. mgr.  95. gr. umferðarlaga nr. 77,   2019.   Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls  sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 100. gr. umferðarlaga nr.     Ákærða krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og þess að  allir  sakarkostnað ur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda greiðist úr ríkissjóði.   II   Atvik máls   Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp við  K   í  Húnavatnshreppi kl. 08:19 ,   1. september 2020. Lögreglumaður hélt þegar á vettvang og  þegar hann kom þang að var verið að hlúa að ökumanni bifreiðarinnar ,   en bifreiðin var á  hvolfi utan vegar. Ummerki á vettvangi bentu til þess að bifreiðin hafi verið á suðurleið   2     og farið út af austan (ofan) við veginn og endað á hvolfi og verið mikið skemmd og  líknarbelgir út sprungnir.   Í skýrslunni segir að ekki hafi  v erið unnt að taka skýrslu af ökumanni á vettvangi  en ökumaðurinn hafi verið fluttur burt með sjúkrabifreið. Þá kemur fram í skýrslunni að  tilkynnandi,  A , hafi lýst því að hann hafi séð bifreiðina, sem ekki var ek ið sérstaklega  hratt, á suðurleið og hann hafi séð hana svífa   út af. H ann hafi þá strax hlúð að  ökumanninum ,   en til að losa hann hafi hann skorið á öryggisbeltið. Loks er aðgerðum  við að fjarlægja bifreiðina o.fl. lýst í skýrslunni. Af skýrslunni má ráða a ð ökumaður hafi  verið fluttur á Landspítala ,   því í henni kemur fram að þar hafi verið tekið blóðsýni úr  ökumanni ,   en það var tekið kl. 11:35 þennan dag.    Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræð um   kemur  fram að við rannsókn á bló ðsýni hafi lyfin sem getið er í ákæru í því magni sem þar  greinir fundist í blóði ákærðu. Alkóhól mældist hins vegar ekki. Í matsgerðinni segir að  gera megi ráð fyrir að ökumaður hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega vegna áhrifa  lyfjanna . Frekari ran nsókn fór ekki fram á málinu hjá lögreglu .    III   Framburður fyrir dómi   Fyrir dómi kvaðst ákærða hafa verið á leið frá Akureyri til Reykjavíkur en hún  muni lítið eftir slysinu   og því sem gerðist eftir það . H ún muni fyrst eftir sér á sjúkrahúsi  eftir að hún  gekkst undir aðgerð á baki . Hún gat ekki greint frá því hvað olli slysinu en  sagðist hafa ekið með 80 til 90 km hraða  sem hún geri að jafnaði   og þá hafi hún verið  útsofin þegar hún lagði af stað .  Ákærða greindi frá því að hún   hafi frá 2019 tekið  lyfið   S ubo xone en hún fái það skammtað  hjá heimahjúkrun  að morgni hvers dags   og svo fái  hún einnig lyf um miðjan dag og á kvöldin en öll séu þau skömmtuð af heimahjúkruninni.  Aðspurð kvaðst ákærða ekki  hafa fundið fyrir áhrifum lyfja við aksturinn. Ákærða gat  ekki s kýrt út hvers vegna Nordíazpam mældist í blóði hennar   en eina skýringin sé sú að  henni hafi verið gefið það á slysstað eða áður en blóðprufan var tekin .   Varðandi atvik  sem lýst er í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum  kvaðst ákærða á þeim tíma einnig hafa  te kið S uboxone   en í það skipti hafi lögreglan leyft henni að halda för sinni áfram eftir að  hún gaf þvagsýni og engir eftirmálar eftir það.   Vitnið  B   yfirlæknir heilsugæslunnar á  D   kvaðst á þeim tíma sem atvik máls þessa  áttu sér stað hafa verið læknir á Blön duósi. Hann hafi verið kallaður á slysstað og þar  hafi hann skoðað ákærðu, komið henni í sjúkrabíl, sk oðað hana á sjúkrahúsinu á   3     Blönduósi og ákveðið að koma henni til frekari skoðunar í Reykjavík. Vitnið kvaðst ekki  hafa gefið ákærðu nein lyf. Að sögn vit nisins sat ákærða fyrir utan bíl sinn þegar hann  kom á vettvang og hún hafi þá verið með meðvitund ,   en hún hafi verið slöpp og talað  óskýrt.   Hún hafi hins vegar verið ágætlega áttuð miðað við að hún hafði nýlega lent í  slysi.  Að sögn vitnisins eru fyrstu v iðbrögð á vettvangi að kanna ástand slasaðra ,   en alla  jafna séu lyf ekki gefin á slysstað. Vitnið kvaðst hafa farið með sjúkrabifreiðinni á  Blönduós en þar hafi verið sett upp  nál  svo   unnt væri að gefa lyf og saltvatnsvökvi  tengdur við nálina. Eftir skoðun   á Blönduósi hafi verið ákveðið að flytja ákærðu til  Reykjavíkur til frekari skoðunar . Ákærða hafi ekki verið með það mikla verki að ástæða  hafi verið til að gefa henni verkjalyf .  Vitnið kvaðst ekki hafa farið með ákærðu til  Reykjavíkur en hann mundi ekki  hvort læknir fylgdi ákærðu ,   en hann hafi ekki skráð það  hjá sér. Vitnið  kvaðst ekki geta svarað því hvort ákærðu hafi verið gefið róandi lyf í  fluginu til Reykjavíkur ,   en slíkt sé afar sjaldan gert . M eiri líkur séu á því að  sjúkling ar  fái   verkjalyf.  Að mat i vitnisins var ástand ákærðu, þegar hann sá hana síðast, ekki þannig  að  ástæða hafi verið til að gefa henni róandi lyf.    Vitnið  E , yfirlæknir á sjúkrahúsinu  F , kvað ákærðu vera skjólstæðing sinn og þá  staðfesti hann vottorð sem hann ritaði.  Að sögn vitnis ins hefur ákærða tekið Suboxon e   (Búprenorfin)  frá 2019 en það sé lyf við ópíóðafíkn og virki þannig að það slái á fíkn í  ópíóða.  Þá bar vitnið að lyfið S u boxon e  eitt og sér lei ði   ekki   til skerðingar á akstursgetu   þar sem það hafi ekki mikil slævandi áhrif ef það er tekið í eðlilegum skömmtum . Hins  vegar breytist þetta ef önnur lyf eru tekin með Suboxon e . Ef róandi lyf eru tekin með  Suboxon e   aukist áhrif beggja lyfjanna   og hann mælti ekki með því að fólk sem tekur  róandi lyf með  nefndu lyfi  aki bifreið .  Að sögn vitnisins myndast ekki mikið þol við  Suboxone lyfinu en þeir sem fá þetta lyf hafi þegar myndað þol gegn ópíóðum.   Vitnið  G   lögreglumaður kom á vettvang fljótlega eftir að tilkynning barst um  umferðaróhapp. Þe gar hann kom að hafi bíll verið utan vegar og verið var að hlúa að  ökumanni sem kvartaði undan verk í baki o .fl. Hann kvaðst ekki hafa séð neitt á vettvangi  sem gat gefið vísbendingar um ástæðu slyssins. Á staðnum hafi áhersla verið lögð á að  sinna ákærðu  og aðalatriði hafi verið að koma henni undir læknishendur. Venja sé, ef  ástæða þykir til, að taka blóðsýni eins fljótt og unnt er. Í þessu tilfelli hafi þess verið  óskað að blóðsýni yrði tekið á spítala.     Vitnið  H , forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskóla Ísl ands í lyfja -   og  eiturefnafræð um   staðfesti matsgerð sem hún gerði.  Vitnið bar að varfærnisregla sé notuð   4     í matsgerðum. Í þessu tilfelli hafi Búprenorfín mælst og rannsóknir sýni ekki hversu  mikil áhrif virka umbrotsefni þess hefur.  Að sögn vitnisins sýna  e rlendar rannsóknir  að  jafna  megi  styrk  efnisins sem mældist í blóði ákærðu   við Nordíazpam sem sé samvirkandi . Það  efni sé virka umbrotefni d iazepam   sem er  róandi og kvíðastillandi lyf   en styrkur þess sé ekki hár.  Ef ann að lyf hefði ekki mælst í  ákærðu kvað vitnið   að magn   Nordíazpam hafi verið það lítið  að  jafna mætti því við minna   Að sögn vitnisins höfðu liðið einhverjar klukkustundir frá því að  ákærða tók inn diazepam.  Búprenorfín sé  í   flokki ópíóða o g ef það er tekið reglulega til  að halda sig frá annarri neyslu myndist þol sem gerist ekki varðandi róandi lyfin eins og  diazpam. Af þessum sökum sé orðalagið í matsgerðinni varfærið   varðandi hæfni ákærðu  til aksturs. Það sé regla hjá þeim að segja ekki f ullvíst að ökumaður geti ekki stjórnað  ökutæki örugglega     Vitnið  bar að lyfin sem mældust í ákærðu séu samverkandi, magni upp hvort annað, og hafi  bæði áhrif á miðtaugakerfið.  Erfitt geti hins   vegar verið að meta áhrif ópíóða því fólk  myndi óþol gagnvart ákveðnum þáttum. Hins vegar myndist ekki þol gagnvart róandi  lyfjum hvað hæfni til aksturs varðar. Þannig geti t.d. sjúklingur með krabbamein sem  tekur ópíóðalyf myndað þol  sem þýði að hann þur fi alltaf hærri og hærri skammt til að  ná þeirri virkni lyfsins sem sóst er eftir . Ef ekkert þol hefur myndast væri ökumaður með  það magn sem mældist í ákærðu örugglega óhæfur til aksturs. Hins vegar hafi styrkurinn  í blóði ákærðu  verið nokkuð hár og þá  hafi hann verið hærri þegar slysið varð.   Vitnið bar  að  orðalag í matsgerðinni varðandi hæfni ákærðu til aksturs hefði ekki breyst þótt henni  hefði verið kunnugt um hve lengi ákærða hafði, að læknisráði, tekið Búprenorfín.  Að  sögn vitnisins fær hún engar up plýsingar um einstaklinginn sem blóðsýnið er tekið úr,  þannig viti hún ekkert um aldur, kyn eða nokkuð annað.    Eitt vitni til viðbótar gaf skýrslu fyrir dóminum en ekki eru efni til að rekja  framburð þess.    IV   Niðurstaða   Ákærðu er, líkt og í ákæru greinir,   gefið að sök að hafa verið óhæf til að stjórna  bifreið örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að  rannsókn lögreglu , fyrirliggjandi matsgerð   og framburður vitna sanni sekt ákærðu.  Ákærða krefst sýknu og byggir á því að ák æruvaldinu hafi ekki tekist að  sanna sekt   5     hennar. Vísar ákærða sérstaklega til þess að matsgerð sem fyrir liggur í málinu sé ekki  svo afdráttarlaus að sakfelling verði á henni byggð.   Tilkynning um útafakstur ákærðu barst lögreglu kl. 08:19 umræddan morgun  en  eins og áður er rakið var ákærða flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þar var dregið úr  henni blóð kl. 11:35 og það síðan sent til rannsóknar.  Í matsgerð sem rituð var eftir  rannsókn á blóðsýninu kemur fram að í sýninu hafi mælst 100 ng/ml af Nordíaze pam  sem er róandi lyf og einnig Búprenorfín (Suboxone) 1,3 ng/ml ,   en það er lyf sem  ákærða  tekur að læknisráði  við fíkn í ópíóða líkt og vitnið  E   lýsti. Í matsgerðinni kemur fram að  Búprenorfín sé verkjalyf af flokki ópíata og að það hafi slævandi verkun á   miðtaugakerfið og geti skert hæfni manna til aksturs bifreiða, jafnvel þegar það er tekið  í lækningalegum skömmtum. Þá segir að mikið þol geti myndast gegn verkun ópíata ef  þau e r u tekin að staðaldri.  Um Nordíazepam segir að það sé virkt umbrotsefni m.a.  díazepams, sem er róandi og kvíðastillandi lyf af flokki benzódíazepísambanda en      Að sögn   vitnisins  G   er orðalag í matsgerðinni varfærið og þá kom fram í máli hennar að lítið magn  Nordíazepam hafi mælst í blóði ákærðu ,   en jafna mætti magni Búprenorfíns við 0,7  áfengi.  Vitnið  E   lýsti því hins vegar að Búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni  fó lks til  akstur þegar lyfið er tekið  eftir ráðleggingum læknis .   Loks bendir lýsing læknisins, sem  kom á slysstað og skoðaði hana þar og nánar á heilsugæslustöð, ekki til þess að ákærða  hafi verið undir áhrifum lyfja.  Að þessu gættu, því að ákærða hefur að l æknisráði tekið  Búprenórfín frá því í ársbyrjun 2019 og þess vegna byggt upp nokkuð þol gagnvart því  lyfi og orðalagi matsgerðarinnar ,   er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi verið  óhæf  til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa lyfja. Er ákærða þ ví sýknuð af kröfum  ákæruvaldsins í máli þessu.    Að fenginni þessari niðurstöðu ber að greiða allan sakarkostnað málsins úr  ríkissjóði. Samkvæmt yfirliti sækjanda nam sakarkostnaður við rannsókn málsins hjá  lögreglu 136.195 krónum. Þessum kostnaði til viðb ótar eru málsvarnarlaun verjanda  ákærðu , sem þykja að teknu tilliti til umfangs málsins, að meðtöldum virðisaukaskatti,  hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir. Loks telst 37.400 króna ferðakostnaður  verjanda til sakarkostnaðar.    Sigurður Hólmar Kristj ánsson aðstoðarsaksóknari lögreglustjórans á Norðurlandi  vestra sótti málið.    6     Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum  1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála.      Dómsorð:   Ákærða,  X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.    Allur sakarkostnaður, þar með talin  837.000   króna málsvarnarlaun verjanda  ákærðu   og 37.400 króna ferðakostnaður , Jóns Stefáns Hjaltalín, lögmanns greiðist úr  ríkissjóði.                    Halldór Halldórsson