Héraðsdómur Reykjaness Dómur 23 . jú n í 2025. Mál ið nr. S - 3202 /202 4 : Ákæruvaldið ( Karl Ingi Vilbergsson varahéraðs saksóknari) gegn X ( Snorri Sturluson lögmaður) ( Sigurður Freyr Sigurðsson réttargæslumaður ) Dómur: Mál þetta var þingfest 19. desember 2024 og dómtekið 11. júní 2025. Málið er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara 9. desember 2024 á hendur ákærða, X, [...], fyrir eftirgreind brot: 1. Fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa sunnudaginn 15. september 2024, að Hraunhólum við Krýsuvíkurveg, skammt vestan við Vatnsskarðsnámur, veist að dóttur sinni A, [...] og banað henni með því að slá hana margoft í höfuðið með hamri. Er háttsemin talin varða vi ð 211. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. F yrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum 0,54 grömm af hassi, 2,01 gramm af kannabisblönduðu efni, 40,76 grömm af kókaíni, 114,25 grömm af maríhúana, 12, 54 grömm af MDMA, 0,41 gramm af MDMA - kristöllum, 7 stykki af Alprazolam Krka, 2 stykki af Flunitrazepam Mylan, 8 stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og 1 stykki af Rivotril, sem lögregla fann við leit í vörugámi við [...] í Hafnarfirði sunnudaginn 15. september 2024. Er háttsemin talin varða vi ð 2. og 3. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, sbr. lög. nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og við 2. gr., sbr. 14. gr. 2 reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitssk yld efni, sbr. reglugerð nr. 8 08/2018. 3. F yrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 14. maí 2024, í bílskúr við [...] í Reykjavík, haft í vörslum , í sölu - og dreifingarskyni, 79 kannabisplöntu r og um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað sömu plöntur , en lögregla lagði hald á plönturnar við húsleit. Er háttsemin talin varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni með áorðnum breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni með áorðnum breytingum. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærð i verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á ofangreindum fíkniefnum og fíknilyfjum samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 . Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, f.h. B, [...] , móður hinnar látnu stúlku og þess krafist að ákærð i verði dæmdur til greiðslu 5.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygging u frá 15. september 2024 til þess dags er liðinn er mánuður frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. , sbr. 9. gr. sömu laga , frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða 1.500.000 krónur í útfararkostnað, sbr. 12. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Loks verði ákærði dæmdur til greiðslu þóknunar Sigurðar Freys Sigurðssonar réttargæslumanns B samkvæmt tímaskýrslu . Á dómþingi 5. maí sl. játaði ákærði þá háttsemi sem honum er gefið að sök í 2. og 3. tölulið ákæru og samþykkti upptökukröfur ákæruvaldsins. Þá gekkst ákærði óbeint við því að hafa orðið dóttur sinni að bana með hamri, svo sem honum er gefið að sök í 1. tölulið, en játaði ekki að hafa haft ásetning til að d repa hana. Sætti málið því aðalmeðferð um sakarefni samkvæmt þeim ákærulið. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa fyrir þá háttsemi sem hann er borinn í ákæru og að til frádráttar dæmdri refsingu komi óslitið gæsluvarðhald frá 16. september 2024. Á kærði samþykkir framlagðar bótakröfur eins og þær eru teknar upp í ákæru . Verjandi krefst málsvarnarlauna að mati dómsins. 3 I . - Bakgrunnur ákærða og yfirlit fjölskyldusögu. 1. Ákærði kveðst hafa átt afar erfiða barnæsku; hún einkennst af [...]. Að loknum grunnskóla hóf hann iðnnám en flosnaði fljótlega upp úr því og hefur einkum unnið við vinnuvélar og vörubílakstur. Um tvítugt fór ákærði að drekka úr hófi og kynntist upp úr því kannabis og sterkari fíkniefnum. Þrátt fyrir neyslusögu hefur hann einnig teki ð sér löng tímabil í neysluhlé. Tvítugur hóf ákærði sambúð, var með þeirri konu í tæp fjögur ár og eignuðust þau soninn [...]. Ákærði var [...] dæmdur í 44 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, afplánaði þar af 20 mánuði og fékk [...] 2009 re ynslulausn af (aðsóknarkennd) frá barnsaldri. 2. Ákærði kynntist B 2011 - 2012 og fluttu þau fljótlega saman. Þeim fæddist dóttirin A í 2014 og slitu samvistir 2019 - 2020 . Ákærði bjó um tíma í einbýlishúsi að [...] í Reykjavík, en missti hú s næði ð eftir að upp komst um kannabisræktun í húsinu 14. maí 2024. Í kjölfarið fékk ákærði að gista á heimili B og A að [...] í Reykjavík og virðist hafa dvalið þar mánuðina fyrir andlát A. B ber ákærða vel söguna; segir hann góðan föður, hafa verið afar hændan að A, samband þeirra feðgina náið og ekkert sem gaf til kynna að hann vildi vinna dóttur sinn i mein. II. - Forsaga máls. Laust eftir hádegi sunnudaginn 15. september 2024 fóru ákærði og A í [...] bifreið B frá heimili mæðgnanna að [...]. Eftir viðkomu á bensínstöð N1 í Hafnarfirði kl. 12:31 lá leið þeirra að [...] þar sem ákærði hafði gám á lei gu og þaðan að vinnustað ákærða að [...]. Þangað komu feðginin kl. 13:09, dvöldu í um hálfa klukkustund og þar segist ákærði hafa sótt klaufhamar sem hann hugðist nota til að brjóta berglög í Krýsuvíkurhrauni og sýna dóttur sinni. Eftir akstur um miðbæ Haf narfjarðar ók ákærði áleiðis til Krýsuvíkur, var kominn á Krýsuvíkurveg kl. 13:57, ók framhjá Vatnsskarðsnámum, sneri bifreiðinni svo við og lagði henni sunnan við afleggjara að námunum kl. 14:20. Samkvæmt staðsetningarbúnaði í farsíma A dvaldi hún í 32 mí nútur norðan við svokallaðan Hraunhól. Eftir það er næsta staðsetning farsímans vestan við Hraunhól kl. 15:06 og frá þeim tíma greinist ekki hreyfing á síma A. Liðu síðan rúmar þrjár klukkustundir í óvissu um staðsetningu hennar. 4 III. - Upphaf lögreg lurannsóknar og sértækar rannsóknaraðgerðir. 1. Sama dag kl. 18:13 hringdi ákærði í Neyðarlínuna 112 og óskaði eftir aðstoð lögreglu að Vatnsskarðsnámum. Í upptöku af samtali ákærða við lögreglu segist hann Hann kvaðst hafa barið viðkomandi með vopni, tilgreindi A dóttur sína í því sambandi og sagði að A, hér eftir brotaþoli, lægi dáin í gjótu í miðju hrauni. 2. Er lögreglumenn komu á staðinn sáu þeir til ákærða norðaust an við Hraunhól, gegnt Vatnsskarðsnámum og handtóku án mótspyrnu kl. 18:41. Ákærði greindi frá því að brotaþoli lægi í gjótu, í 5 - 10 mínútna göngufjarlægð og ætti lögregla að finna hana án vandkvæða. Fylgt var leiðbeiningum ákærða og fannst brotaþoli nokkr um mínútum síðar vestan við Hraunhól þar sem hún lá á bakinu, lífvana, köld og með mikla áverka á hnakka. Við hlið líksins var blóðugur klaufhamar. Örskammt frá lá handrituð orðsending ákærða þar sem hann biður sína nánustu fyrirgefningar. Mæld loftlína þv ert yfir Hraunhól frá staðsetningu líksins til handtökustaðar ákærða er 265 metrar. Ákærði hafði skorið vinstri framhandlegg sinn með dúkahnífi og var því farið með hann í sjúkrabifreið á bráðamóttöku LSH. Á leiðinni þangað mun ákærði hafa greint lögreglum anni C frá því að hann hefði barið dóttur sína með hamri og skilið hamarinn eftir við hlið hennar. Vettvangur var myndaður gaumgæfilega, klaufhamarinn haldlagður og blóðsýni og önnur sýni tekin til sértækra rannsókna. Samkvæmt niðurstöðum frumrannsóknar mu n brotaþola hafa verið ráðinn bani með umræddum hamri og atlagan átt sér stað þar sem lík hennar og hamarinn fundust. Farsími brotaþola fannst í mittistösku hennar. bifreiðin fannst í um 500 metra fjarlægð frá vettvangi. Bendir ekkert til þess að bifre iðin tengist andláti brotaþola. 3. Þann 17. september 2024 framkvæmdi D réttarmeinafræðingur krufningu á líki brotaþola og naut til þess aðstoðar [...] réttarlæknis. Er skemmst frá því að segja að samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sérfræðinganna benda niðurstöð ur krufningar sterklega til þess að dánarorsök verði rakin til áverka á höfði brotaþola, að þeir áverkar hafi komið til við vísvitandi árás annars manns með barefli og að viðkomandi hafi greitt brotaþola minnst 9 - 10 högg á hnakka. 5 4. Samkvæmt skýrslu sérf ræðings E hjá tæknideild lögreglu mældist lengd haldlagðs hamars 32,5 sm og breidd hamarshauss 12,5 sm. Hausinn er með hringlaga slagfleti, 2,5 sm í þvermál og klauf á hinum endanum mældist 3,2 sm á breidd. Á hamrinum greindist blóð. Er óumdeilt að ákærði sótti sama klaufhamar á vinnustað sinn að Hringhellu 12 áður en hann og brotaþoli héldu til Krýsuvíkur. Fjöldi blóðsýna (80) var sendur til DNA sérfræðigreiningar í Svíþjóð. Samkvæmt niðurstöðum þeirra rannsókna höfðu öll blóðsýni sem greindust á hamarsh aus sama DNA snið og DNA snið í blóði brotaþola. Þá reyndist eitt blóðsýni úr derhúfu ákærða hafa sama DNA snið og í blóði brotaþola. Önnur blóðsýni úr fatnaði ákærða höfðu aðeins að geyma hans DNA snið. 5. Ákærða var dregið blóðsýni til lyfja - og vímuefn arannsókna kl. 19:45 á meintum brotadegi. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna mældist hvorki alkóhól né önnur vímuefni/lyf í blóði. Í þvagsýni mældist tetrahýdrókannabínólsýra í óverulegu magni. III . - Skýrslutökur af ákærða og móður hinnar látnu. 1. Ákærði ga f fjórar skýrslur hjá lögreglu; 15. september, 18. september, 2. október og 28. nóvember 2024; ávallt að viðstöddum verjanda. 1.1. Við fyrstu skýrslugjöf gekkst ákærði við því að hafa banað dóttur sinni. Hann kvaðst muna eftir að hafa hringt í Neyðarlínun a og viðurkennt að hafa orðið dóttur sinni að bana. Ákærði kvað daginn hafa byrjað á ósköp venjulegan hátt, hann og brotaþoli hugðist sýna brotaþola berglög. 1.2. Við skýrslugjöf 18. september bar ákærði með líkum hætti um för þeirra feðgina frá heimili brotaþola, gat þess að þau hefðu komið við á vinnustað hans í og ákærði sótt þar klaufhamar til að geta brotið hraunlög í Vatnsskarðsnámum og sýnt dóttur sinni bergm yndanir. Þau hafi svo gengið um svæðið við námurnar. Eftir það muni ákærði næst eftir sér í brekku, búinn að skera sig, þannig ætlað að taka eigið líf og þess vegna skilið eftir orðsendinguna til sinna nánustu. Ákærði kvaðst ekki geta útskýrt hvað gerðist með 6 brotaþola, en hann hafi verið með hamarinn og notað hann til að slá dóttur sína í höfuðið. Ákærði kvaðst vita að hann hafi drepið hana, en ekki geta útskýrt af hverju og sagðist og svo drap ég upp á milli feðginanna. Ákærði gekkst við því að hafa haft í sínum vörslum haldlögð fíkniefni samkvæmt 2. tölulið ákæru, en sór af sér öll tengsl við hina svokölluðu albönsku mafíu. 1.3. Við skýrslugjöf 2. október kvaðst ákærði ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Nánar aðspurður um atlögu að brotaþola kvaðst ákærði telja að hann hljóti að hafa drepið hana með hamrinum; þau hafi verið þarna tvö ein og því komi enginn annar til greina brotaþola að Vatnsskarðsnámum til að vinna henni mein, tiltók þvert á móti að hún hafi iðulega haft jákvæð og róandi áhrif á hann og þess vegna hafi hann viljað hafa hana með sér umræddan dag. Aðspurður kvaðst ákærði vera rétthentur, hann hafa brotið einhverja hraunmola með hamrinum og brotaþoli jafnvel líka. Hann kvaðst ekki vita eða muna hvernig hann og brotaþoli stóðu þegar hann greiddi h enni högg í höfuðið með hamrinum og kvaðst síðast muna eftir brotaþola á lífi, standandi fyrir framan hann. Fyrir þann tíma hafi ekkert komið upp á milli þeirra, þeim ekki orðið sundurorða og sagði hann brotaþola aðspurður hvernig hann drap brotaþola svaraði Ákærða var kynnt að samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum réttarkrufningar hafi brotaþola verið greidd 9 - 10 högg í höfuðið. Hann kvaðst ekkert geta s agt um það, gekkst ekki við því að hafa greitt dóttur sinni svo mörg högg með hamri, hann ekki muna eftir höggum, en sagði hljóta að vera að hann hafi slegið hana því enginn annar hafi verið á staðnum. Hann kvaðst hafa athugað hvort brotaþoli væri með púls , séð að hún var blóðug á höfði og vitað að hún væri látin. Ákærði kvaðst ekki vita hvað hann gerði á þeim rúmu þremur klukkustundum sem liðu frá því farsími brotaþola hætti að hreyfast um kl. 15:06 og þar til hann hringdi í Neyðarlínuna kl. 18:13. 1.4. V ið skýrslugjöf 28. nóvember kvaðst ákærði ekkert hafa við fyrri framburð að bæta og sagði atvik ekki hafa rifjast upp fyrir sér. Hann kvaðst umræddan sunnudag hafa 7 einhve r væri að fylgjast með honum, enda nýbúið að standa hann að kannabisræktun. Hann hafi sótt klaufhamarinn á vinnustað sinn í Hafnarfirði, þau feðgin síðan ekið að Vatnsskarðsnámum og þar brotið hraunmola og jarðlög. Ákærða var í framhaldi kynnt að hann væri margoft búinn að játa fyrir lögreglu að hafa banað brotaþola, en aldrei greint 2. B móðir brotaþola gaf lögregluskýrslu 18. september 2024. Hún sagði ákærða hafa fengið að gista á heimili hennar og brotaþola fyrir andlátið og sunnudagurinn 15. september byrjað á ósköp venjulegan hátt; þau snætt morgunverð, brotaþoli horft á sjónvarp og ákærði tekið til dót sem hann sagðist ætla með í geymslu. Hann hafi boðið brotaþola að fara með, B afhent þeim gjafabréf fyrir pylsum í N1 og feðginin ekið frá heimilinu glöð og sátt. B hafi fylgst með staðsetningu farsíma brotaþola, séð að svo virtist sem slokknaði á símanum við Krýsuvíkurveg upp úr kl. 15, hún svo farið að ókyrrast um kl. 18 þegar feðginin höfðu ekki skilað sér heim, hún hringt í þau til skiptis en hvorugt svarað. IV . - Aðrar rannsóknaraðgerðir. 1. Með dómsúrskurði 16. september 2024 var ákærða gert að sæt a geðrannsókn í þágu rannsóknar máls. Liggur fyrir í því sambandi matsgerð F geðlæknis 7. janúar 2025, sem hún staðfesti fyrir dómi. Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur ákærða ekki hafa verið í geðrofsástandi þegar hann segist hafa banað dóttur sinni 15. september 2024 og ekkert bendi til þess að hann hafi verið alls ófær um að stjórna þeim gjörðum sínum í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Þá bendi ekkert til þess að refsing geti ekki borið árangur í skilningi 16. gr. sömu laga. 2. Undir rekstri máls voru geðlæknarnir G og H dómkvaddir til yfirmatsstarfa og skiluðu þeir yfirmatsgerð 14. apríl 2025. Yfirmatsmenn staðfestu niðurstöður undirmatsmanns um að ákærði hafi verið fær um að stjórna gjörðum sínum í skilningi 15. gr. almennra he gningarlaga á dánarstundu dóttur hans og að ekkert bendi til þess að refsing geti ekki borið árangur í skilningi 16. gr. laganna. Fram kemur í yfirmati að aukin 8 kannabisnotkun og be ndi ekkert til þess að ákærði hafi haft geðrofseinkenni af nokkru tagi á verknaðarstundu. Yfirmatsmenn staðfestu greindar niðurstöður fyrir dómi. 3. Í málinu liggur fyrir krufningarskýrsla réttarlæknanna D og [...] 20. desember 2024. Þar segir að myndgrei ningarrannsókn á höfði brotaþola hafi leitt í ljós innkýlt kúpubrot, aftanvert hægra megin á hnakka, með mörgum beinpörtum sem farið hafi inn í heila. Ennfremur, blæðingu í heilavef, aðlægt brotinu og blóð í hliðarhólfum heila. Þá hafi skoðun á hálsi brota þola leitt í ljós litabreytingar á húð, efst á hægri og vinstri hluta háls á móts við kjálkabarð og skoðun á hægri upphandlegg og vinstri úlnlið leitt í ljós leðurhúðarblæðingar. Af skýrslunni er ljóst a ð brotaþoli bar ekki merki um áverka á andliti, þar m eð talið enni. Samkvæmt skýrslunni mældist brotaþoli 144 cm á hæð og 30 kg á þyngd. Höfuð buxum, hlýrabol, grárri hettupeysu, dökku dúnvesti og í svörtum skóm. Allur fatnaðu r var hreinn og sat eðlilega á líkama brotaþola þegar fyrst var komið að henni. Fram kemur í skýrslunni að D hafi verið kvaddur á vettvang að kvöldi sunnudagsins 15. september 2024, hann framkvæmt frumskoðun á líki brotaþola kl. 20:45 og m.a. mælt líkam shita hinnar látnu. Að gættu útihitastigi og að teknu tilliti til óvissuþátta segir D að mögulegt sé að andlát brotaþola hafi borið að minna en fjórum klukkustundum áður en fyrsta líkskoðun fór fram. Í niðurlagi krufningarskýrslu eru dregnar saman helstu n iðurstöður og ályktanir þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft og bendir sterklega til þess að krafturinn hafi komið á í mörgum brögðum í formi högga annars manns með hö rðu og sljóu áhaldi. Útlit áverkanna bendir til þess að áhaldið hafi haft takmarkaðan ákomuflöt og að höggin hafi kjálkabarðinu [...] bendir sterkl ega til þess að þær hafi komið til við sljóan kraft í formi þrýstings eða mögulegs steyts gegnt svæðunum. Staðsetning, eðli og innbyrðis afstaða Samkvæmt skýrslunni voru sterklega til þess að dánarorsökin hafi verið afleiðing áverkanna á heilanum og 9 migerðar og aðrir möguleikar eru því sem V . - Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. 1. Ákærði greindi frá því við aðalmeðferð máls að hann og brotaþoli hafi umræddan sunnudag farið frá heimili hennar til Hafnarfjarðar, ákærði komið fíkniefnum fyrir í gámi, þau síðan farið á vinnustað ákærða, hann sótt þar klaufhamar til að geta brotið berglö g og sýnt dóttur sinni og feðginin haldið þaðan að Vatnsskarðsnámum. Þar hafi þau rölt um svæðið við Hraunhól, skoðað og brotið berglög og leikið saman áður en ákærði banaði brotaþola með hamrinum. Hann kvaðst ekki vita hvað nákvæmlega gerðist í þessu samb nánar hvað gerðist, vísaði til framburðar síns hjá lögreglu, kvaðst muna afar lítið eftir atvikum að andláti brotaþola, ekki muna hvort hún hafi fallið til jarðar undan hamarshöggu m og ekki muna eftir að hafa fært líkama hennar til eftir andlát. Sjálfur hafi hann rankað við sér í einhverri brekku, þá verið búinn að skera sig á púls, eftir það labbað Ákærði kvaðst ekki muna hvað gerðist næst, en muna óljóst eftir að hafa labbað eitthvað um og svo hringt í lögreglu. Aðspurður kvað hann engan annan hafa verið á eða við vettvang þegar brotaþoli lést og því hljóti hann að hafa banað henni með hamrin um. Ákærði kvaðst þó ekki muna eftir að hafa greitt brotaþola högg með hamrinum, en hafa Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa hringt í Neyðarlínuna og sagst hafa banað dóttur sinni, en vita að sú væri raunin eftir l allt mjög þokukennt og óljóst í minni hans. Í framhaldi kvaðst ákærði lítið muna eftir sér fyrr en hann kom í fangelsið á Hólmsheiði 1 - 2 sólarhringum eftir andlát brotaþola. Til dæmis myndi hann ekkert eftir fy rstu skýrslugjöf hjá lögreglu 15. september 2024 og fyrstu geðskoðun þann dag. 10 Ákærði kvaðst ekki muna eftir neinu sem gæti hafa valdið skyndilegri reiði eða öðru ástandi sem orðið hafi til þess að hann banaði dóttur sinni. Ekkert hafi komið upp á milli þ upplifað vondar og yfirþyrmandi minningar úr slæmri barnæsku sem gætu hafa gert hann reiðan eða ofsahræddan. Ákærði kvaðst þó ekki vita hvort sú hafi verið raunin og hann ætti afar erfitt með að útskýra hugarástand sitt. Í framhaldi kvaðst ákærði ekki hafa hugmynd Aðspurður um greinda maráverka á kjálkabörðum brotaþola, aftanverðum hálsi, hægri framhandlegg og vinstri úlnlið kvaðst ákærði ek ki geta útskýrt þá áverka og ekki minnast þess að hafa tekið um kverkar eða háls stúlkunnar. Þá kvaðst hann í raun ekki vita hvort og hvernig hann beitti hamri gegn höfði dóttur sinnar, en sagði að enginn annar kæmi til greina og öll gögn bendi til þess að hann hafi drepið stúlkuna. Hann kvaðst ekki vita hvort hann hafi greitt dóttur sinni 9 - 10 högg í hnakka með hamrinum, en sagði svo geta verið; hann viti það ekki. Ákærði þvertók fyrir að andlát hennar tengdist albönsku mafíunni, fíkniefnaviðskiptum og/eða skuldum hans við ónefnda aðila. Ákærða var kynnt að samkvæmt rannsóknargögnum máls hafi liðið rúmar þrjár klukkustundir frá því farsími brotaþola staðnæmdist þar sem lík hennar fannst og þar til ákærði hringdi í lögreglu. Hann kvaðst ekki vita með neinni vissu hvað hann gerði á þeim tíma sem þarna leið á milli, ekki muna eftir símhringingum móður brotaþola um sexleytið og ekki vita hvort slíkar hringingar hafi orðið til þess að hann hringdi í lögreglu. 2. Lögreglumaður C var meðal fyrstu lögreglumanna á v ettvang við Hraunhól, ritaði aðkomuskýrslu vegna málsins og staðfesti hana fyrir dómi. Hann kvaðst hafa komið að handtöku ákærða, spurt hvar dóttir hans væri, ákærði vísað lögreglu í átt að stúlkunni og sagt að hún lægi í nálægri gjótu. Gætt hafi verið rét tarfarsákvæða gagnvart ákærða og hann viðurkennt að hafa banað dóttur sinni. Lögreglumaðurinn hafi svo fylgt ákærða í sjúkrabifreið á bráðadeild LSH, ákærði á leiðinni greint frá því að hann hafi barið stúlkuna með hamri og skilið hamarinn eftir við lík he nnar, lögreglumaðurinn skráð þá frásögn í minnisbók og notað þær nótur þegar hann ritaði aðkomuskýrsluna að kvöldi sama dags. 11 3. D réttarlæknir kom fyrir dóm og staðfesti krufningarskýrslu þá sem frá greinir í kafla IV. - 3. að framan. Hann kvað dánarorsök b rotaþola vera mörg stök brot í höfuðkúpu, á svæði frá aftanverðum hnakka og fram eftir hægri hluta hnakka, sem sum hafi gengið inn í heila, gefið frá sér heilavef, valdið dreifðum heilaáverkum og stúlkan látist af þeim sökum. Áverkakerfið styðji að stúlkan hafi verið barin oft í höfuðið með sljóu áhaldi og þau högg banað henni. D kvaðst geta staðfest af öryggi að stúlkan hafi hlotið minnst 9 - 10 högg í hnakkann og sagði ekkert í áverkamyndinni geta komið í veg fyrir þá ályktun að áverkarnir hafi hlotist af þ eim klaufhamri sem hér um ræðir. Hann kvað líklegt að stúlkan hafi staðið þegar höfuðáverkar komu til og hún lítið eða ekki verið hreyfð úr stað eftir að hún féll til jarðar. Auk höfuðáverka hafi greinst minni áverkar í formi ferskra húðblæðinga aftan á h álsi og á hægri upphandlegg. Aðspurður um fíngerðar húðblæðingar á kjálkabörðum myndast ef einhver tekur um kjálkann. Áverkana mætti túlka svo að einhver hafi tekið um andli t eða ofanverðan háls stúlkunnar. Af áverkunum að dæma væri ekkert hægt að segja til um hvort gerandi hafi staðið fyrir framan eða aftan stúlkuna þegar áverkar komu til, en líklega hafi einhver gripið um hálssvæðið og sé það nærtækasta skýring áverkanna. L eðurhúðarblæðing aftan á hálsi gæti svo skýrst af einhverjum þrýstingi eða jafnvel þungu höggi sem kæmi þar á. Aðspurður um leðurhúðarblæðingu á innanverðum hægri upphandlegg bar D að slíkir áverkar komi til fyrir þrýsting eða snarpt högg á svæðið, svo sem ef gripið er um upphandlegg. Ekki þurfi mikinn kraft til að valda slíkum áverka. Aðspurður um leðurhúðarblæðingar á vinstri úlnlið kvað D mega útskýra þann áverka með sama hætti og áverkinn líklega komið til fyrir tak. D taldi langlíklegast að allar leður húðarblæðingar hafi komið til fyrir andlát brotaþola á meðan blóðrás var virk í líkama hennar og blóðþrýstingur til staðar. Hann kvað leðurhúðarblæðingar vera mjög sérstaka tegund af mari og ekki vita til þess að slíkir áverkar komi til eftir andlát, svo s em við endurlífgunartilraunir. Aðspurður staðfesti D að brotaþoli hafi verið áverkalaus í andliti, þar á meðal enni og sagði markvert að vantað hafi litlar skrámur, til dæmis á nefi, sem oft sjáist við óreiðukenndar árásir, svo sem manndrápsárásir. Hann k vað ekki þurfa að koma á óvart þótt aðeins hafi fundist einn blóðdropi úr stúlkunni á derhúfu ákærða, sagði blæðingar frá höfði ekki fela í sér sprautun á blóði líkt og þegar slagæðar fara í sundur og að hár 12 brotaþola gæti hæglega hafa temprað blóðstreymi frá höfði hennar. D kvað allt benda til ræða; engin merki um varnaráverka á líki stúlkunnar og áverkar hennar ekki verið 4. Sérfræðingur I kom fyrir dóm og staðfesti þær lögregluskýrslur sem eftir hann liggja. Hann kvað blóðferlarannsókn ekki hafa farið fram að öðru leyti en því að teknar voru myndir af blóði á vettvangi og nánasta umhver fi, blóðsýni tekin og þau send til rannsókna. Hann kvað mikið blóð hafa verið þar sem upphafleg höfuðstaða líksins var þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang og færðu hana úr stað til að eiga hægar um vik með endurlífgunartilraunir. Stúlkan hafi verið m eð sítt hár og það haft áhrif á að blóðdreifing varð minni en ella. Lögreglumaðurinn bar að miðað við aðkomu og aðstæður á vettvangi og áverka brotaþola sé langlíklegast að stúlkunni hafi verið ráðinn bani á þeim stað sem hún fannst og til þess notaður sá hamar sem fannst við hlið líksins. 5. Sérfræðingur E kom fyrir dóm og staðfesti tæknideildarskýrslur sem eftir hann liggja, þar á meðal skýrslur um rannsókn á fatnaði ákærða og brotaþola og töku og meðferð greindra blóðsýna. Hann sagði blóð úr brotaþola se m fannst á derhúfu ákærða teljast blóðsletta, ekki blóðkám. Þá staðfesti sérfræðingurinn niðurstöður rannsókna á haldlögðum klaufhamri og kvað öll blóðsýni af hamrinum stafa frá brotaþola. Ekki hafi reynst unnt að lyfta nothæfum fingraförum af hamarsskefti . Hann kvað útilokað að hanskar sem fundust í fórum ákærða gætu haft áhrif í þessu tilliti, enda ekkert blóð úr brotaþola greinst á hönskunum. 6. F geðlæknir og undirmatsmaður bar fyrir dómi að hún hafi framkvæmt ítarlega geðskoðun á ákærða strax að kvöldi 15. september og ekki greint minnstu einkenni um geðrof. Á því hafi ekki orðið breyting í seinni viðtölum við ákærða. F staðfesti að hún hafi falið [...] sérfræðingi í klínískri taugasálfræði að framkvæma taugasálfræðilegt mat á ákærða 5. desember 2024 og niðurstöður þeirra prófana leitt í ljós að taugasálfræðilegir veikleikar ákærða bendi ekki til þess að hann glími við alvarlega minniserfiðleika eða væri að þróa með sér alvarlegar minnistruflanir. Taugasálfræðilegir veikleikar geti því ekki útskýrt minni sleysi ákærða um þann verknað sem hann er ákærður fyrir. 13 F bar að ákærði hafi í fyrsta viðtali munað töluvert meira eftir atvikum 15. september en í seinni viðtölum; hann til dæmis munað að hafa greitt dóttur sinni fleiri en eitt högg, en í seinni viðtölu m lítt viljað ræða atburði og virtist sem því fylgdi svo mikill hann láti uppi. Hann sé þó ekki vísvitandi að reyna að fela eitthvað. Á hinn bóginn taldi F útilokað að minnisleysi ákærða stafi af geðrofi. 7. G yfirmatsmaður bar fyrir dómi að eftir mörg viðtöl og símtöl við ákærða, viðræður við barnsmæður hans og á grundvelli undirmatsgerð ar og annarra rannsóknargagna hafi yfirmatsmenn ekkert haft undir höndum sem benti til þess að ákærði hafi verið ófær um að stjórna gjörðum sínum sunnudaginn 15. september 2024. G kvað ákærða lítið hafa greint frá þeim atburði sem hér um ræðir og hann sags t muna lítið eftir því sem gerðist í Krýsuvíkurhrauni. G kvaðst ekki kunna skýringu á meintu minnisleysi og hann sveiflast á milli í vafa um hvort þetta væri ómeðvitaður flótti ákærða frá því sem gerðist eða hann hreinlega að segja ósatt. Aðspurður hvort frásögn ákærða í viðtölum við yfirmatsmenn um ofbeldi í æsku gæti átt við rök að styðjast eða væri hluti af ranghugmyndum ákærða bar G að ákærði hafi talað mikið um meint ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir sem barn, sú frásögn ágerst og orðið sífellt grófa ri eftir því sem viðtölum fjölgaði og G talið frásögn ákærða fremur ótrúverðuga, óháð því hvort ákærði hafi sætt ofbeldi í æsku. Ákærði gæti þarna hafa verið að reyna að fegra hlut sinn og létta á eigin ábyrgð á verknaðinum. Frásögn barnsmæðra ákærða styðj i ekki sérstaklega hið mikla ofbeldi í æsku sem ákærði greindi frá. G kvað meintar ranghugmyndir ákærða hafa verið skoðaðar eins gaumgæfilega og unnt var og geðrof eða 8. H yfirmatsmaður bar fyrir dómi að eftir yfirlestur fyrirliggjandi gagna og viðtöl við ákærða hafi ekki verið unnt að greina merki um geðrofshugmyndir eða geðrofsástand hafi hrjáð hann um sumarið. 14 ur fyrir, hvort heldur minnisleysi, en hann gæti einnig verið að gera sér það upp og segð i hreinlega ósatt um minnisleysið. Málið væri um margt óvenjulegt, svo sem fyrir þær sakir að engin skýring hafi fengist á drápinu og að ákærði beri fyrir sig minnisleysi í um þriggja klukkustunda skeið eftir drápið þótt hann hafi virkað eðlilegur í samski ptum við móður brotaþola fyrr um daginn, lögreglumenn ekki greint neitt óeðlilegt í fari ákærða á vettvangi og undirmatsmaður ekki greint minnstu geðrofseinkenni við geðskoðun á ákærða að kvöldi sama dags. VI . - Málatilbúnaður ákæruvaldsins og ákærða. 1. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að ákærði hafi fyrir dómi játað með skýlausum hætti manndráp á dóttur sinni. Sú játning sé í samræmi við frásögn ákærða í símtali við Neyðarlínuna, frásögn hans á vettvangi og í sjúkrabifreið á leið á bráðadeild LSH, framburð hans við fyrstu skýrslugjöf hjá lögreglu og öll önnur rannsóknargögn máls. Beri því allt að sama brunni að sakfella beri ákærða samkvæmt ákæru. Breyti engu um þá niðurstöðu þótt ákærði beri nú fyrir sig minnisleysi um verknaðinn, en meint minnisle ysi hafi vaxið eftir því sem tíminn líður og telji þrír dómkvaddir sérfræðingar í geðlækningum að efast megi um raunverulegt minnisleysi eða minnistap ákærða. Við úrlausn máls beri að leggja til grundvallar niðurstöður réttarkrufningar og samhljóða dómsvæt ti D réttarlæknis, sem taki af tvímæli um dánarorsök brotaþola og að ákærði hafi greitt dóttur sinni að minnsta kosti 9 - 10 högg í höfuð með klaufhamri. Þá telji réttarlæknirinn nær öruggt að ákærði hafi áður en stúlkan lést gripið um háls hennar við kjálka , í hægri upphandlegg og vinstri úlnlið og eftir það drepið hana með hamrinum. Ákærði sé að áliti þriggja geðlækna sakhæfur og því beri að refsa honum fyrir ódæðið. Ákæruvaldið telji að háttsemin varði við 211. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga og að manndrápsákvæðið tæmi hér ekki sök gagnvart 218. gr. b, sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómur nr. 31/2022. Verði ekki á það fallist beri að beita ákvæði 3. mgr. 70. gr. sömu laga, enda um nákomið fórnarlamb að ræða. Við ákvörðun refsinga r beri að virða háttsemi ákærða sem beinan ásetning til manndráps, enda ákærði 15 á engum tímapunkti gefið skýringar á því af hverju hann banaði eigin dóttur. Að öllu gættu telji ákæruvaldið að refsing skuli að lágmarki vera fangelsi í 16 ár. 2. Af hálfu ákærða er á því byggt að hann hafi fyrir dómi játað skýlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkt framlagðar bótakröfur að fullu. Beri að virða þetta ákærða til hagsbóta, sem og þá staðreynd að hann hafi frá upphafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upp lýsa málið, játað manndráp strax á vettvangi og skýrt hreinskilnislega frá öllum atvikum eftir besta minni. Andlegt ástand ákærða hafi verið afar bágborið geðrofsástandi. Sömu atriði skýri verulega skert minni ákærða um atvik að verknaðinum og verknaðinn sjálfan. Óháð því hafi hann aldrei afneitað ábyrgð á verknaðinum og sýnt einlæga iðrun yfir því sem hann gerði á hlut dóttur sinnar. Að gættum þessum atriðum beri að líta til 5., 8. og 9. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, ákærða til hagsbóta, sem og til 75. gr. laganna og dæma ekki þyngri refsingu en fangelsi í 12 - 14 ár, sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómur nr. 408/2005 og landsréttardómur nr. 62/2021. VI I . - Niðurstöður. 1. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður ákærði því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamle gum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða a f um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 2. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist framburði hans hjá lö greglu og öðrum rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi og þau fíkniefnalagabrot sem ákært er fyrir í 2. og 3. tölulið ákæru og þar þykir í báðum tilvikum rétt heimfærð til refsiákvæða. Að kröfu ákæruvaldsins og með vísan t il 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni með áorðnum breytingum ber að 16 gera upptæk til ríkissjóðs öll þau haldlögðu fíkniefni, fíknilyf og önnur lyf sem tilgreind eru í 2. og 3. tölulið, svo sem nánar greinir í dómsorði. 3. Megin sakargift ir þessa máls lúta að því hvort ákærði sé sannur að manndrápi og stórfelldu broti í nánu sambandi samkvæmt 211. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með því að hafa sunnudaginn 15. september 2024, við Hraunhól, skammt vest an við Vatnsskarðsnámur, veist að ára dóttur sinni A og ráðið henni bana af ásetningi með því að slá hana margoft í höfuðið með hamri. 3.1. Í símtali ákærða við Neyðarlínuna, sem hófst kl. 18:13 umræddan dag, gekkst ákærði við því að hafa banað dóttur sinni með vopni og sagði hana liggja í nálægri gjótu. Samkvæmt dómsvætti lögreglumanns C gekkst ákærði í framhaldi við því á vettvangi, að gættum viðeigandi réttarfarsákvæðum, að hafa drepið dóttur sína, sagði hana liggja í nálægri gjótu og vísaði lögreglu í átt að líkinu. Samkvæmt vætti sama lögreglumanns gekkst ákærði aftur við manndrápinu í sjúkrabifreið á leið á bráðadeild LSH, kvaðst hafa barið dóttur sína með hamri og skilið hamarinn eftir við hlið líksins. Upptökur úr búkmyndavél lögreglumannsins vor u spilaðar við aðalmeðferð máls og styðja vitnisburð hans. Þær upplýsingar sem ákærði þannig veitti á fyrstu klukkustundum eftir andlát brotaþola virðast réttar. 3.2. Að kvöldi sama dags var ákærði yfirheyrður af lögreglu og sætti fyrstu geðskoðun af hálfu F undirmatsmanns. Sem fyrr gekkst ákærði við því að hafa orðið dóttur sinni að bana. Í kjölfarið var ákærði yfirheyrður þrívegis af lögreglu. Í annarri yfirheyrslu gekkst ákærði við því að hafa haldið á klaufhamri, notað hann til að slá dóttur sína í höfu ðið og þannig drepið hana. Í þriðju yfirheyrslu dró ákærði úr fyrri framburði um andlát stúlkunnar, kvaðst telja að hann hafi drepið hana með hamrinum, því enginn annar hafi ærða kynnt að frumniðurstöður réttarkrufningar bentu til þess að brotaþola hafi verið greidd að minnsta kosti 9 - 10 högg í höfuðið. Ákærði gekkst ekki við því að hafa greitt stúlkunni svo mörg högg og sagðist svo ekki muna eftir höggum. Í fjórðu og síðustu yfirheyrslunni kvaðst ákærði ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Þegar gengið var á hann að útskýra hvernig og hvers vegna hann banaði dóttur sinni kvaðst ákærði líkt og áður ekki vita það og ekki geta svarað slíkum spurningum. 17 3.3. Ákærði gekkst á eng um tímapunkti við því, hvorki hjá lögreglu né í viðtölum við undirmatsmann og yfirmatsmenn, að hafa haft ásetning til að bana dóttur sinni. Á þessu varð ekki breyting þegar ákærði kom fyrir dóm 5. maí sl., sagðist þá ekki vita betur en að hann hafi banað d óttur sinni, en gæti ekki játað manndráp af ásetningi. Þrátt fyrir að ákærði gæfi síðan ítarlega skýrslu við aðalmeðferð máls 11. júní sl. kom ekkert nýtt fram sem varpað getur ljósi á nákvæmlega hvernig og af hverju ákærði eigi að hafa banað stúlkunni með klaufhamri. Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega hvað gerðist og lítið muna ákærði ekki muna hvort stúlkan hafi fallið til jarðar undan hamarshöggum, en séð að hún verið á staðnum og því hljóti hann að hafa drepið hana með hamarshöggum í höfuð. Ákærð i gaf ekki skýringar á þeim verknaði, bar fyrir sig minnisleysi í því sambandi, sagði ekkert hafa komið upp á milli þeirra feðgina við Hraunhól, sagði brotaþola vera við dóttur hans áréttaði hann að enginn annar kæmi til greina og þvertók fyrir að andlát hennar tengdist hinni svokölluðu albönsku mafíu, fíkniefnaviðskiptum og/eða skuldum ákærða við ónefnda aðila. 3.4. Samkvæmt heildstæðu mati á dómsframburði ákærða, sem samrýmist í öllum meginatriðum framburði hans hjá lögreglu og öðru sem rakið er í köflum 3.1. og 3.2. að framan, sem og niðurstöðum lögreglurannsókna á haldlögðum klaufhamr i, niðurstöðum réttarkrufningar á líki brotaþola og skýru dómsvætti D réttarlæknis um dánarorsök stúlkunnar og lágmarksfjölda greiddra hamarshögga er sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi greint sinn veist með ofbeldi að A dóttur sinn i og banað henni með því að slá hana margoft í höfuðið með hamrinum. Að virtum hæstaréttardómi nr. 31/2022 og nýföllnum landsréttardómi 12. júní 2025 í máli nr. 932/2024 þykir háttsemin hlutrænt séð falla undir manndrápsákvæði 211. gr. og heimilisofbeldisá kvæði 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Eftir stendur hvort lögfull sönnun sé fram komin um að ákærði hafi haft ásetning til að bana stúlkunni, hvert hafi þá verið ásetningsstig í skilningi 18. gr. hegningarlaganna, hvort ákærði hafi 18 veri ð sakhæfur á verknaðarstund í skilningi 15. sömu laga og sé svo, hvort refsing geti borið árangur í skilningi 16. gr. 3.5. Í málinu liggur ekki fyrir játning ákærða um ásetning til manndráps eða ásetning til að beita dóttur sína með sama verknaði heimiliso fbeldi. Af dómsframburði ákærða verður ekkert ráðið um aðdraganda atlögunnar og hvaða hvatir lágu að baki henni. Verður engu slegið föstu í þessu sambandi. Af framburði ákærða verður heldur ekki ráðið hver var huglæg afstaða hans til sjálfrar atlögunnar og afleiðinga hennar fyrir brotaþola. Er þannig ekkert fram komið sem getur útskýrt af hverju ákærði veittist að dóttur sinni með hamrinum og hvað honum gekk til með því að slá hana svo oft í höfuðið sem raun ber vitni. Á líkinu fundust engir varnaráverkar o g fatnaður stúlkunnar var hreinn og ótilfærður þegar lögregla kom á vettvang. Þegar við þetta bætist að hamarshöggin gengu öll í hnakka brotaþola er nærtækast að ætla að ákærði hafi veist skyndilega aftan að henni með hamrinum og stúlkan átt sér einskis il ls von þegar fyrsta höggið kom í hnakka Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins a ð um ásetningsverk hafi verið að ræða. Að gættum þeim fjölda hamarshögga sem ákærði sannanlega greiddi brotaþola verður ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að ákærði hafi á verknaðarstund haft einbeittan ásetning til að ráða stúlkunni bana. Á hinn bógi nn er varhugavert a ð draga aðra ályktun en að um skyndiásetning hafi verið að ræða sem vaknaði með ákærða í námunda við gjótuna þar sem brotaþoli fannst. Verður við það miðað við úrlausn máls og ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefið að sök í 1. tölulið ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða samkvæmt 211. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. 3.6. Með hliðsjón af geðheilbrigðisrannsóknum F, G og H og dómsvætti geðlæknanna þriggja er það álit héraðsdóms, sem skipaður er sérfræðingi í geðlækningum, að fallast beri á þá samhljóða niðurstöðu undir - og yfirmatsgerða að ákærði hafi verið sakhæfur í skilni ngi 15. gr. almennra hegningarlaga þegar hann réði brotaþola bana og að ekkert sé fram komið í málinu sem styðji að ákærði hafi verið í geðrofi eða borið einkenni um geðrof á verknaðarstund eða eftir verknaðinn. Einnig er fallist á þá niðurstöðu matsmanna að ástand ákærða á verknaðarstund hafi ekki verið og sé ekki með þeim hætti 19 að refsing geti ekki borið árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Verður ákærða því refsað fyrir athæfi sitt. 4. Ákærði var síðast uppvís að refsiverðri háttsemi 2019. Hefur sakaferill e kki áhrif við ákvörðun refsingar. Ekkert er fram komið í málinu sem styður með haldbærum hætti að ákærði hafi banað brotaþola í ákafri geðshræringu eða vegna annars skammvinns ójafnvægis á geðsmunum svo réttlætt geti beitingu refsilækkunarsjónarmiða 75. gr . almennra hegningarlaga, enda liðu allt að þrjár klukkustundir frá manndrápinu þar til ákærði hringdi í lögreglu. Þá er ekkert fram komið af hálfu ákærða sem réttlætt gæti beitingu 4., 5. eða 6. töluliðar 1. mgr. 74. gr. sömu laga. Atlaga ákærða að ár a dóttur sinni var heiftarleg og vægðarlaus. Að því gættu og með vísan til 1., 2., 3., 4. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr., sbr. og 77. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 16 ára fangelsi . Til frádráttar refsingunni komi að fullr i dagatölu gæsluvarðhald ákærða frá 16. september 2024, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. 5. Af hálfu B , móður hinnar látnu stúlku, er þess krafist að ákærð i verði dæmdur til greiðslu 5.000.000 króna miskabóta samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og til greiðslu 1.500.000 króna í útfararkostnað, sbr. 12. gr. sömu laga. Voru b ótakröfurnar birtar verjanda ákærða 16. desember 2024. Ákærði hefur viðurkennt bótaskyldu fyrir dómi og samþykkt bótakröfurnar eins og þær eru settar fram í ákæru. Verð ur ákærði því dæmdur til að greiða sömu bætur með vöxtum eins og frá greinir í dómsorði. 6. Samkvæmt greindum málsúrslitum ber loks að dæma ákærða til að greiðslu alls sakarkostnaðar, en til hans telst 3.547.539 króna útlagður kostnaður ákæruvaldsins, þókn un Sigurðar Freys Sigurðssonar réttargæslumanns móður hinnar látnu við rannsókn og meðferð máls og málsvarnarlaun Snorra Sturlusonar verjanda ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttar gæslumanns og viðmiðunarreglna Dómstólasýslunnar nr. 1/2025 þykir þóknun hans hæfilega ákveðin 1.674.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málið er umfangsmikið og ljóst að gríðarleg vinna liggur að baki verjandastörfum, meðal annars vegna matsfunda, g æsluvarðhaldsúrskurða, viðtala og funda við ákærða og undirbúnings 20 málsvarnar. Að þessu gættu þykja málsvarnarlaun verjanda hæfilega ákveðin 6.696.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm inn . Auk hans dæmdu í málinu Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og Sigurður Páll Pálsson geðlæknir. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi 16 ár. Til frádráttar þeirri refsingu komi að fullri dagatölu gæsluvarðhald ákærða frá 16. september 2024. Ákærði sæti uppt öku á 79 kannabisplöntu m, 40,76 grömmum af kókaíni, 114,25 grömmum af maríhúana, 12,54 grömmum af MDMA, 0,41 grammi af MDMA - kristöllum, 0,54 grömmum af hassi, 2,01 grammi af kannabisblönduðu efni, 7 stykkjum af Alprazolam Krka, 2 stykkjum af Flunitrazepam Mylan, 8 stykkjum af Gabapenstad, 24 stykkjum af MDMA og 1 stykki af Rivotril. Ákærði greiði B , [...], krónur 5.000.000 í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygging u frá 15. september 2024 til 16. janúar 2025, en með d ráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. , sbr. 9. gr. sömu laga , frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði ákærði B 1.500.000 krónur í útfararkostnað . Ákærði greiði 11.917.539 krónur í sakarkostnað, þar með talda 1.670.000 króna þóknun Sigurðar Freys Sigurðssonar réttargæslumanns B og 6.696.000 króna málsvarnarlaun Snorra Sturlusonar verjanda síns. Jónas Jóhannsson Halldóra Þorsteinsdóttir Sigurður Páll Pálsson