Héraðsdómur Reykjaness Dómur 25. september 2025 Mál nr. S - 2827/2025 : Ákæruvaldið ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn David Badia Porras ( Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. september 2025, höfð aði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 18 . september 202 5 , á hendur David Badia Porras, f.d. , ríkisborgara ; fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 24. júlí 2025, staðið að innflutningi á samtals 15.805 g af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi nr. f rá , , til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku ákærða. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á samtals 15.805 g af maríhúana með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Ákærð i mætti við þingfestingu málsins í dag, játaði brot sitt án undandráttar og samþykkti upptökukröfu. Var þv í farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærð a hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst þess í málinu að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og að gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 24. júlí 2025 komi til frádráttar dæmdri refsingu. Þá krefst verjandi hæfilegrar þóknunar sér til handa. Með skýlausri játningu ákærð a , sem fær s toð í framlögðum gögnum, þykir sannað að ákærð i hafi gerst sek ur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. 2 Ákærð i er fædd ur í nóvember . Engra gagna nýtur um að ákærð i hafi áður gerst sek ur um refsiv erða háttsemi. Verður við ákvörðun refsingar tekið mið af þeirri staðreynd. Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærð i hafi verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hafi tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Verður litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar ákærða. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að ákærða flutti umtalsvert magn maríhúana til landsins ætla ð til söludreifingar í ágóðaskyni og að aðkoma hans er ómissandi liður í því ferli. Við ákvörðun refsingar er dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 48/2003 einnig hafður til hliðsjónar en frá uppkvaðningu hans heftur tíðni og alvarleiki brota af þessu tagi aukist. Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Með vísan til magns fíkniefnanna og alvarleika brotsins eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem ákærð i hefur sætt frá 24. júlí 202 5 að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Þá sæti ákærð i upptöku fíkniefna sem haldlögð voru af lögre glu við rannsókn málsins líkt og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærð a til að greiða allan sakarkostnað 1.617.861 krónu , sem er kostnaður við sýnarannsókn Háskóla Íslands, þóknun skipaðs verjanda ákærð a Ein ars Odds Sigurðssonar lögmanns á rannsóknarstigi og fyrir dómi sem þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 1.473.120 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og 29.963 krónur í aksturskostnað lögmannsins. Erna Björt Árnadóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærð i , David Badia Porras , sæti fangelsi í sex mánuði . Til frádráttar refsingu ákærð a komi gæsluvarðhald hans frá 24. júlí 202 5 að fullri dagatölu. Ákærð i sæti upptöku á 15.805 g af maríhúana. Ákær ð i greiði 1.617.861 krónu í sakarkostnað þar meðtalda 1.473.120 króna þóknun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti og 29.963 í aksturskostnað lögmannsins. 3 Erna Björt Árnadóttir