- Lykilorð:
- Börn
- Kynferðisbrot
- Miskabætur
- Sératkvæði
D Ó M U R
Héraðsdóms Norðurlands eystra miðvikudaginn 3. febrúar 2010 í máli
nr. S-270/2009:
Ákæruvaldið
(Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari)
gegn
X
(Arnar Sigfússon hdl.)
Mál þetta, sem var dómtekið 9. desember sl., höfðaði ríkissaksóknari hér fyrir dómi 28. september sl. með ákæru á hendur X;
„fyrir eftirfarandi kynferðisbrot gagnvart [A], fæddri […] 1992 og [B], fæddri […] 199[0], á tímabilinu frá janúar til mars 2008 á meðferðarheimilinu […], nema að annað sé tekið fram, en þær voru þá vistaðar á heimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og var ákærði starfsmaður á heimilinu:
1. Í bifreið á leið frá […] til […], kysst [A] á hálsinn og strokið á henni lærin utanklæða.
2. Í starfsmannaherbergi, snert brjóst og kynfæri [A] innanklæða og látið hana hafa munnmök við sig.
3. Í starfsmannaherbergi, káfað innanklæða á brjóstum, maga og rassi [B], látið hana fróa sér og látið hana hafa munnmök við sig.
4. Í starfsmannaherbergi, látið [A] fróa sér, haft við hana munnmök, látið hana hafa munnmök við sig og haft við hana samræði.
5. Í herbergi sem [A] dvaldist í, látið hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði.
6. Á bryggju á hafnarsvæðinu í Njarðvík, kysst [A] á munninn.
Telst háttsemi ákærða varða við 197. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 61/2007, en að auki telst háttsemi ákærða samkvæmt 2. til 5. ákærulið varða við 1. mgr. 201. gr. sömu laga og samkvæmt 1. og 6. tölulið við 2. mgr. 201. gr. sömu laga.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Einkaréttarkröfur:
Af hálfu [C], kennitala 000000-0000, vegna [A], kennitala 000000-0000, er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.600.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. febrúar 2008 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Af hálfu [B], kennitala 000000-0000, er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.000.000 auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. mars 2008 en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags.“
Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að bótakröfum verði vísað frá dómi. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, verði felldur á ríkissjóð.
I.
Ákærða er gefið að sök að hafa, er hann starfaði á framangreindu meðferðarheimili, brotið gegn tveimur stúlkum sem eru greindar í ákæru. Ákærði starfaði á heimilinu frá júnímánuði 2007 fram á árið 2009. Á þessu heimili eru vistaðir unglingar á vegum barnaverndaryfirvalda. Samhliða er rekið annað meðferðarheimili, […], af sömu aðilum. Mun ákærði hafa starfað þar að jöfnu á þeim tíma er þetta mál varðar. Hér á eftir vísar það til […] þegar nefnt er meðferðarheimili, nema annað sé tekið fram.
Eldri stúlkan hefur meira og minna verið undir handarjaðri barnaverndaryfirvalda alla ævi. Hún var lögð inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss 29. nóvember 2004 og brautskráð þaðan 25. febrúar árið eftir. Hún var síðan vistuð á meðferðarheimilinu, fyrst 5. júlí 2005 til 31. desember 2006 og aftur 27. mars 2007 til 1. apríl 2008.
Yngri stúlkan er fædd árið 1992. Hún var vistuð á meðferðarheimilinu frá 24. ágúst 2007 til 14. júlí 2008. Var það að undangenginni innlögn á sömu geðdeild.
Með bréfi 19. mars 2008 til lögreglustjórans á [ ] óskaði Ö félagsráðgjafi eftir því fyrir hönd Barnaverndar Reykjavíkur að rannsakað yrði hugsanlegt brot ákærða gegn eldri stúlkunni. Greindi hún frá því að daginn áður hefði starfsmaður Barnaverndarstofu komið á framfæri við hana upplýsingum þessa efnis, sem borist hefðu starfsmanni barnaverndar Seltjarnarness frá ónafngreindum aðila. Kvaðst hún hafa rætt vítt og breitt við stúlkuna sama dag og hún ritaði bréfið, án þess að spyrja hana beint um atvik. Hefði hún greint frá því að ákærði hefði kysst hana og káfað á henni. Jafnframt hefði hún eitt sinn fróað honum og haft munnmök við hann. Þá hefði hann, tvívegis svo hún vissi til, haft samfarir við yngri stúlkuna. Hefði hún orðið vitni að því er ákærði hafði samfarir við þá stúlku í starfsmannaherbergi. Henni hefði verið boðið að vera með, en neitað því.
Að ósk lögreglu voru báðar stúlkurnar yfirheyrðar fyrir dómi, sú eldri þann 1. apríl 2008, hin yngri þann 8. sama mánaðar.
Eldri stúlkan greindi frá því að þær yngri stúlkan hefðu stundum farið inn í starfsmannaherbergi til ákærða þegar kominn var háttatími. Hann hefði viljað að þær legðust upp í rúm hjá honum. Hann hefði farið með hendi inn undir föt hennar og hún þá fært hendina frá sér. Næsta sinn hefði yngri stúlkan yfirgefið þau. Þá hefði ákærði farið að strjúka brjóst hennar og reynt að fara með hendi inn undir föt hennar. Hann hefði síðan beðið hana að hafa samfarir við sig, en hún neitað og sagst vera á blæðingum. Ákærði hefði þá sett hendi hennar á lim sinn og hún fróað honum. Hann hefði beðið hana um að hafa munnmök við sig. Hún hefði neitað í fyrstu, en hann hefði beðið hana enn frekar og hún þá fallist á munnmökin. Þau hefðu ekki varað lengi og ákærða hefði ekki orðið sáðfall. Hún hefði sagt yngri stúlkunni frá þessu daginn eftir. Næsta kvöld hefðu þær báðar farið til ákærða. Þá hefði yngri stúlkan farið að strjúka ákærða um magann og síðan byrjað að fróa honum. Ákærði hefði síðan sleikt kynfæri yngri stúlkunnar og eftir það haft samfarir við hana á gólfinu.
Yngri stúlkan neitaði því alfarið við skýrslutöku fyrir dómi að ákærði hefði haft kynmök við hana og kvaðst ekki vita til þess að hann hefði haft mök við eldri stúlkuna. Hún tók fram að ákærði hefði hjálpað sér mikið og að hún væri afar reið eldri stúlkunni fyrir að bera sakir á ákærða, bæði sín vegna, hans og meðferðarheimilisins.
Með bréfi ríkissaksóknara 2. júní 2008 var málið fellt niður, með vísan til þess að fram komin gögn væru ekki talin nægileg eða líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli.
II.
Yngri stúlkan dvaldi áfram á meðferðarheimilinu til 14. júlí 2008. Þá um haustið fór hún í fóstur hjá hjónunum [D] og [E] á […]. Þann 17. mars 2009 sendi [D] lögreglu og starfsmönnum barnaverndaryfirvalda tölvupóst og greindi frá því að stúlkan hefði talað við þau hjón og lýst áhyggjum sínum af því að hún hefði rætt símleiðis við stúlku, vistaða á meðferðarheimilinu, sem hefði sagst hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða. [D] kvað stúlkuna hafa sérstakar áhyggjur vegna eigin reynslu af ákærða, sem hefði misnotað hana kynferðislega er hún var vistuð á meðferðarheimilinu. Kvaðst hann tilkynna um málið, bæði að beiðni stúlkunnar og jafnframt vegna þess að hann teldi sér það skylt.
Með bréfi 20. mars 2009 beindi Æ félagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar beiðni til lögreglu um að málið yrði tekið upp á ný. Var vísað til tilkynningar [D] og minnispunkta Þ sálfræðings og minnispunkta vegna könnunarviðtals í Barnahúsi, hvort tveggja dags. 20. mars 2009.
Í minnispunktum Þóru er rakið að yngri stúlkan hafi sótt 9 viðtöl til hennar frá 25. ágúst 2008. Í viðtali 3. mars 2009 hafi hún greint frá því að ákærði hafi haft við hana kynmök meðan hún dvaldi á meðferðarheimilinu. Kveðst Þ hafa hvatt hana til að greina fósturforeldrum sínum frá þessu og hugsa málið fram að næsta viðtali, en þá yrði að tilkynna yfirvöldum um þessa frásögn. Hafi stúlkan samþykkt þetta, en verið hrædd og kvíðin.
Í minnispunktum um könnunarviðtal í Barnahúsi, sem tekið var 17. mars 2009, segir í ágripi V forstöðumanns að stúlkan hafi greint frá kynferðislegu samneyti við hana af hálfu ákærða, fyrst um mánaðamót janúar-febrúar 2008. Í fyrsta tilvikinu hafi hann snert kynfæri hennar innan klæða, en síðan haft við hana samfarir og látið hana hafa munnmök við sig, oftar en einu sinni, þar af í eitt sinn að eldri stúlkunni viðstaddri. Hún hafi verið hrædd við ákærða og ekki þorað að greina frá þessu við skýrslutöku fyrir dómi. Einnig hafi forstöðumaður meðferðarheimilisins sagt að það myndi skaða orðspor þess ef hún ætlaði að ljúga um að eitthvað hafi gerst. Ástæða þess að hún greindi frá í þetta sinn hafi verið að hún hafi fengið símtal frá stúlku á meðferðarheimilinu sem hafi greint frá því að ákærði hafi verið að leita á hana.
Þann 24. mars 2009 ritaði Ö félagsráðgjafi lögreglu bréf fyrir hönd Barnaverndar Reykjavíkur og óskaði þess að mál eldri stúlkunnar yrði tekið til rannsóknar á ný.
Yngri stúlkan var yfirheyrð undir stjórn lögreglu í Barnahúsi þann 26. mars 2009. Hún kvaðst vera komin til að greina frá kynferðislegri misnotkun af hálfu ákærða í mörg skipti, alla vega alltaf þegar hann var á vakt, frá því í byrjun árs og fram til páska 2008. Nánar greint kvað hún fyrsta tilvikið hafa átt sér stað eftir að tilgreind vinkona hennar fór af meðferðarheimilinu. Hún lýsti þessu atviki svo að hún hefði eftir háttatíma farið í starfsmannaherbergi á stúlknagangi og beðið ákærða, sem þar var, um verkjatöflu. Hann hefði beðið hana að setjast á rúmið á meðan. Þar hefði hann sest hjá henni og þuklað á brjóstum hennar og kynfærum innan klæða. Spurð hvort ákærði hefði sagt eitthvað við hana sagði hún að hann hefði sagt eitthvað í þessa veru: „,,shit“, hvað er ég að gera...“ ,,...ég ætla bara að segja þér að ég hef aldrei gert þetta áður...“ Hún tók fram að hún myndi ekki allt sem hann sagði. Þau hefðu lagst niður á rúmið að umleitan ákærða. Hún hefði fundið til ótta, bæði vegna þess að ákærði hefði verið í Fáfni á Íslandi, það hefði hann alltaf verið að tala um, og einnig vegna þess að hún hefði lent í svipuðum aðstæðum áður og fundist hún upplifa þær á ný. Þessu atviki hefði lokið með því að hún hefði farið, enda átt að mæta í skóla daginn eftir og þurft að fara að sofa.
Stúlkan kvaðst aðspurð ekki geta lýst einstökum tilvikum í réttri röð. Hún var beðin að lýsa seinasta tilvikinu og kvað það hafa verið að undangengnum erfiðum degi hjá sér. Hún hefði verið inni í herbergi sínu og ákærði þá komið inn og farið að tala við hana út af því að henni hefði liðið illa. Síðan hefði hann farið fram aftur, en þegar búið hefði verið að læsa hefði hann komið á ný. Þá hefði hann farið að kyssa hana og snerta hana. Það hefði gengið alla leið. Spurð hvað hún ætti við kvað hún það vera kynlíf. Spurð hvort ákærði hefði sagt eitthvað sagði hún að hún myndi bara að hann hefði alltaf verið að tönnlast á því að þetta mætti ekki fara lengra. Ef hún segði frá þessu yrði hann ekki bara í ,,vondum málum“, heldur hún líka. Kvaðst hún hafa ímyndað sér að hann myndi láta drepa hana ,,eða eitthvað.“
Nánar spurð um þetta tilvik og aðdragandann að því sagði stúlkan að daginn áður hefðu þau verið á hestbaki. Þá hefði ákærði látið falla orð í þá veru að hann ætlaði ekki að sofa hjá henni ef hún héldi það. Um kvöldið, þegar hann hefði klætt hana úr buxum hefði hann sagt að hann væri að brjóta reglu sem hann hefði verið að reyna að setja, hann stæðist þetta bara ekki. Spurð hvort ákærði hefði afklæðst kvað hún hann hafa gert það að fullu. Spurð um útlit ákærða tók hún fram að hann væri með húðflúr, alla vega á hendinni, hún myndi ekki alveg eftir öllu húðflúrinu, sérstaklega ekki hvort húðflúr væri annars staðar á líkama hans. Spurð um fæðingarbletti eða þess háttar kvaðst hún ekki velta slíku fyrir sér.
Síðar í skýrslu stúlkunnar kom fram að hún væri ekki viss um hvort það hefði verið fyrir þetta tilvik sem þau voru á hestbaki daginn áður, eða annað fyrra tilvik.
Aðspurð kvaðst stúlkan hafa logið er hún gaf skýrslu fyrir dómi 8. apríl 2008. Hún nefndi að forstöðumaður hefði sagt við sig áður en hún fór í þá skýrslutöku að ef hún færi að ljúga þar myndi hún ekki aðeins eyðileggja orðspor ákærða, heldur einnig orðspor meðferðarheimilisins. Sér hefði liðið mjög illa og hún hefði ekki viljað skemma fyrir öllum. Einnig gat hún þess síðar í skýrslu sinni að ákærði hefði sagt að hún ,,þyrfti bara að halda algjörlega kjafti og þau myndu standa saman í þessu.“
Stúlkan var spurð um kynni sín og samband við eldri stúlkuna. Hún kvaðst hafa verið samtímis henni á ,,BUGL“ árið 2004 og 2005 og á meðferðarheimilinu. Hún kvaðst ekki hafa talað við hana síðan hún eyðilagði allt fyrir henni og átti þá við það að hún hefði eyðilagt allt þegar eldri stúlkan kærði. Spurð hvort hún vissi hvað komið hefði fyrir eldri stúlkuna kvaðst hún vita lítið, en eldri stúlkan vissi meira um hana, því að hún hefði verið viðstödd, alla vega eitt kvöldið. Þær hefðu þá ætlað að stelast inn á strákagang, en ákærði kallað til þeirra og sagt þeim að koma og tala við hann. Þá hefðu þær farið inn í starfsmannaherbergi til hans. Þar hefðu þær lagst í rúm og ákærði á milli þeirra. Þar hefði gerst allt í þá sömu veru og hún hefði áður greint frá að eldri stúlkunni viðstaddri.
Spurð um fjölda tilvika sagði stúlkan þau vera fleiri en tvö og fleiri en fjögur, en meira gæti hún ekki sagt. Spurð um ástæðu þess að hún greindi frá nú kvað hún vinkonu sína sem væri á meðferðarheimilinu hafa sagt að ákærði væri búinn að leita eitthvað á hana. Hún gæti ekki haft það á samviskunni ,,ef eitthvað kæmi fyrir vinkonu mína út af því að ég var svo mikill fáviti að halda kjafti.“
Hér að framan er rakið ágrip af könnunarviðtali við stúlkuna 18. mars sl. Endurrit þessa viðtals liggur frammi í málinu. Skýrir hún þar í meginatriðum frá á sama veg og hér hefur verið rakið. Þó kemur þar fram að það hafi verið fyrir fyrsta sinnið sem þau höfðu samfarir að þau ákærði voru á hestbaki og hann hefði talað um að hún gerði hann æstan en hann ætlaði samt ekki að sofa hjá henni. Síðan hefði hann um nóttina talað um að hann hefði brotið regluna.
Lögregla yfirheyrði yngri stúlkuna á ný 31. ágúst 2009. Þá nefndi hún að allra fyrsta tilvik hefði verið er þau ákærði voru í bifreið á leið frá sjúkrahúsi til meðferðarheimilisins. Þá hefði ákærði kysst hana á hálsinn og strokið á henni lærin. Næsta tilvik hefði verið þegar hún ætlaði að fá verkjatöflu. Hún var yfirheyrð ítarlega um það tilvik. Auk þess að endurtaka efnislega það sem hún hafði áður greint um það kvað hún ákærða þá hafa fengið hana til að hafa munnmök við sig, uns honum varð sáðlát. Hún var einnig yfirheyrð ítarlega um það tilvik þegar hún kvað sig og eldri stúlkuna hafa verið báðar inni í starfsmannaherbergi hjá ákærða. Skýrði hún frá því að ákærði hefði þuklað á henni, haft við hana munnmök og látið hana hafa munnmök við sig og loks haft samfarir við hana á gólfinu. Þá skýrði hún frá því að hún væri ekki viss um hvort það hefði verið eftir þetta tilvik eða hvort það hefði verið kvöldið eftir, sem eldri stúlkan hefði orðið ein eftir inni hjá ákærða, en hún hefði sagt sér að hún hefði þá haft munnmök við ákærða.
Stúlkan ítrekaði að um mörg tilvik hefði verið að ræða, jafnan inni í starfsmannaherbergi, utan einu sinni inni hjá henni. Sérstaklega spurð um það tilvik tók hún fram að ákærði hefði þá verið að tala um að hann hefði verið með [... ] og verið að sýna henni eitthvert ör eftir það.
Í skýrslum stúlkunnar kemur fram að hún var í páskaleyfi 2008 lögð inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítala- háskólasjúkrahúss. Ákærði hafði uppi á henni og kom henni til aðstoðar. Meðal annars fór hún með honum í heimsókn til foreldra hans. Segir hún að er hann var að aka henni heim til móður hennar hafi hann ekið niður að höfn í [...]. Þar hafi hann kysst hana eða reynt að kyssa hana á munninn, en síðan sagt eitthvað í þá veru að hann gæti þetta ekki.
III.
Ákærði og stúlkurnar báðar gáfu skýrslu hér fyrir dómi. Þá gáfu skýrslur sem vitni [C], [D], [E], [F], [G], [G], Ö, R, Æ, [I], [J], [K], Þ og [L].
Ákærði hefur frá upphafi eindregið og staðfastlega neitað öllum sakargiftum. Hann kveðst hafa starfað á meðferðarheimilinu frá sumri 2007 í um eitt og hálft ár uns honum hafi verið sagt upp vegna þessa máls. Hann kveðst hafa starfað á tímabilinu janúar-mars 2008 í sex daga mánaðarlega á […] og að öðru leyti á […] samkvæmt vaktaáætlun. Nánar tiltekið hafi hann verið að vinna nákvæmlega eina viku í janúar og eina viku í febrúar, þ.e. tvisvar sinnum þrjá daga á […]. Þá hafi hann unnið frá klukkan 8-23 og síðan tekið næturvakt. Starfsmaður að nafni [M] hafi gengið vaktir á móti honum í janúar, en starfsmaður að nafni [F] í febrúar.
Spurður um starf hans kvaðst hann hafa verið almennur starfsmaður. Hann hafi leiðbeint unglingunum, kennt þeim vinnubrögð og fylgst með að þeir fylgdu reglum heimilisins. Meðferðarstarfið byggðist á því að koma þeim á rétta braut. Mætti kalla hann nokkurs konar uppalanda.
Ákærði kveðst almennt hafa átt góð samskipti við yngri stúlkuna. Hafi orðið sér mikið áfall er hann hafi komið fyrst að henni eftir að hún hafi veitt sér áverka. Hann hafi ekið með hana til læknis til að gera að áverkanum. Hann telur að þetta hafi gerst í september eða október 2007. Á heimleið kveður hann stúlkuna hafa greint sér frá misnotkun sem hún hefði orðið fyrir. Kveðst hann hafa sagt henni að hún ætti að ræða við forstöðumann og kvenkyns starfsmann, þetta gæti hann ekki rætt við hana. Hann kveður stúlkuna oft hafa spjallað við sig og leitað til sín. Hann kveðst sérstaklega hafa haft afskipti af henni um páskana 2008 að beiðni kunningja hennar sem hafi haft áhyggjur af henni. Hann hafi þá rætt við hana símleiðis og komið því til leiðar að hún fargaði fíkniefnum sem hún hafði á sér. Nokkrum dögum seinna hafi stúlkan hringt til hans og sagst vera á leið á ,,BUGL“ í viðtal. Nokkru síðar hafi hún hringt á ný og sagst hafa strokið þaðan. Hann hafi þá verið kominn suður og mælt sér mót við hana. Hún hafi verið illa á sig komin vegna fíkniefnaneyslu. Hann hafi haft samband við móður stúlkunnar og síðan hafi stúlkan fallist á að fara heim. Í samráði við félagsráðgjafa hafi verið ákveðið að ákærði færi með stúlkuna á sjúkrahús. Hún hafi fengið tíma til að koma í blóðprufu morguninn eftir. Hann hafi síðan tekið hana með sér í heimsókn til foreldra sinna í [...]. Síðan hafi hann ekið henni heim til móður hennar í [...]. Daginn eftir hafi hann fylgt stúlkunni í blóðprufuna. Hann hafi síðan fylgt henni eftir uns barnaverndaryfirvöld tóku við umsjá hennar. Hann kveðst vera óvirkur alkóhólisti og hafa litið á aðstoð sína við stúlkuna frá þeim sjónarhóli. Kveður hann sér hafa þótt vænt um stúlkuna og vorkennt henni.
Ákærði kveðst hafa tekið þátt í að stofna klúbbinn Fáfni, en gengið úr honum fyrir níu árum vegna þess að sér hafi fundist hann ekki vera að þróast í rétta átt. Unglingunum á meðferðarheimilinu hafi verið kunnugt um þetta þar sem einhverjir þeirra hafi haft gamla þjóðskrá í tölvu og fundið þar að hann hafi verið skráður fyrirsvarsmaður Fáfnis. Hann hafi útskýrt fyrir unglingunum hvernig aðild hans hafi verið háttað og að þessi félagsskapur kæmi honum ekki við lengur.
Sérstaklega spurður hvort yngri stúlkan hafi komið til hans að biðja um verkjalyf kvað hann svo geta verið, en hún hafi aldrei komið til hans inn á starfsmannaherbergi. Hann segir að þau hafi oft verið á hestbaki og áreiðanlega tvö einhvern tíma.
Ákærði kveður eldri stúlkuna hafa verið hlédræga og erfiða. Sér hafi verið kunnugt um að hún hafi átt erfiða fortíð. Hann telji þó að hann hafi náð sambandi við hana eins og almennt hafi gerst um starfsmenn á heimilinu. Hann tók fram að hún haldi sig eindregið við ósanna sögu, hafi hún á annað borð sagt ósatt.
Ákærði kveður rangt að stúlkurnar hafi heimsótt hann í starfsmannaherbergi á næturvakt. Yfirleitt hafi hann gist í starfsmannaherbergi á strákagangi, en ekki á stelpugangi. Hann kveðst alls ekki hafa gist á stelpuganginum á því tímabili sem greint er í ákæru. Hann kveðst aldrei hafa staðið stúlkurnar að því að reyna að laumast milli ganganna að næturlagi.
Í málinu hefur verið lagður fram texti sem er sóttur í tölvu ákærða og hefur að geyma samskipti, netspjall, sem hann hefur nokkrum sinnum átt við yngri stúlkuna á tímabilinu frá 25. ágúst 2008 til 29. janúar 2009. Ekki þykir ástæða til að rekja efni þessara samtala, en þau eru á vinsamlegum og kumpánlegum nótum. Ákærði ávarpar stúlkuna þarna með orðinu ,,sæta“ og kallar hana prinsessu, auk þess sem hann getur þess í tilteknu samhengi að hann elski hana en ekki tiltekinn pilt. Ákærði var spurður um þetta orðalag. Kvað hann orðfæri sem þetta vera sér eðlislægt án þess að það hefði nokkra merkingu í þá veru að hann ætti í einhverju sérstöku sambandi við þann eða þá sem hann ávarpaði með þessum eða sambærilegum hætti.
Ákærði kveðst í raun ekki kunna neina skýringu á því að stúlkurnar bera á hann sakir. Sú eldri ,,bakki ekki út úr lygi“ og hún hafi byrjað á þessu. Áburður þeirrar yngri hafi komið sér á mjög á óvart. Hún hafi ásakað fleiri en hann fyrir misnotkun. Helst detti sér í hug að hún sækist með þessu eftir athygli.
Yngri stúlkan skýrði svo frá hér fyrir dómi að þau ákærði hefðu haft mikil samskipti meðan hún dvaldi á heimilinu. Hún hefði leitað til hans og treyst honum vel. Hafi hann verið fyrsta manneskjan sem hún hefði í langan tíma treyst vel og hún hefði greint honum frá trúnaðarmálum sínum. Hún sagðist hafa litið upp til hans, m.a. vegna þess að hann hefði haft reynslu af því að vera alkóhólisti og getað hætt því. Honum hefði ekki staðið á sama um hana og sér fundist að hann liti ekki á hana sem vonlaust tilfelli. Spurð hvenær samskiptin hefðu orðið kynferðisleg sagði hún að það hefði verið eftir að nánar greind stúlka yfirgaf heimilið. Þetta hefði raunar hafist með því að hún hefði skaðað sig og hann farið með hana að láta sauma sárin. Á heimleið hefði hann spurt hvers vegna hún ætti við vanlíðan að stríða og hún sagt honum það. Þá hefði hann farið að kyssa hana, sagt einhver huggunarorð og strokið henni um lærin. Hún hefði verið ringluð og ekki vitað hvað væri á ferðinni. Eftir þetta hefði hann oft talað um að hún væri uppáhaldsstelpan hans og kallað hana prinsessu.
Næst hefði það verið að hún hefði farið til ákærða og beðið um verkjatöflur sem oft endranær. Hann hefði látið hana setjast á rúmið og þau talað saman. Síðan hefði ákærði sest hjá henni, farið inn á hana og þuklað á brjóstum hennar og kynfærum innan klæða. Hann hefði sagt: ,,Hvað, rakarðu þig?“ og að hún þyrfti ekki að vera stressuð. Fleiri orð kvaðst hún ekki geta tengt beinlínis við þetta tilvik. Spurð um hvað hann hefði almennt sagt við hana kvaðst hún minnast þess að hann hefði sagt að þau þyrftu að ganga í gegnum þetta saman og að hann elskaði hana.
Frekar aðspurð um það tilvik sem hér er til umræðu kvað hún því hafa lokið með því að hún hefði haft munnmök við ákærða uns hann hefði fengið sáðlát. Síðan hefði hún farið til herbergis síns, enda klukkan verið orðin margt. Hún kvaðst ekki muna hvort ákærði hefði afklæðst í þetta sinn, í eitt sinn hefði hann verið í bol einum fata, en annars hefði hann afklæðst að fullu.
Spurð um næsta tilvik kvað stúlkan erfitt að muna þau í réttri röð, en kvaðst halda að það hefði verið þegar hún og eldri stúlkan hefðu ætlað að stelast inn á strákagang, en ákærði hefði þá kallað þær til sín og þær farið inn í starfsmannaherbergi til hans. Aðspurð kvað hún það hafa verið algengt að karlmaður gisti í starfsmannaherbergi á stúlknagangi og oft hefði það verið svo að starfsmaðurinn [F] hefði gist á strákagangi en ákærði á stúlknagangi. Þetta tilvik hefði gerst eftir að nánar greind stúlka kom á heimilið. Við þetta tækifæri hefðu þau ákærði ,,sofið saman“ og allt gerst milli þeirra sem gerst gat. Hún hefði einu sinni séð hann kyssa eldri stúlkuna. Hún kvaðst ekki muna hvort það hefði verið fyrir eða eftir þetta tilvik, líklega fyrir, sem eldri stúlkan hefði sagt henni að hún hefði haft munnmök við ákærða. Nánar spurð kvaðst stúlkan hafa haft munnmök við ákærða og hann hefði sett fingur í kynfæri hennar. Þá hefði hann haft munnmök við hana og notað ,,alls konar leiðir“ til að ,,fullnægja“ henni. Í lokin hefði hann sagt að aumingja [eldri stúlkan] fengi ekki að vera með og spurt hvort hún vildi ekki hafa munnmök við hann, en hún neitað. Aðspurð kvað stúlkan eldri stúlkuna hafa legið í rúminu og var viss um að hún hefði séð það sem fram fór. Yfirleitt hefði ákærði haft ljós á vegglampa, en sett eitthvað yfir hann til að deyfa ljósið.
Spurð hvort fleiri tilvik hefðu verið kvað stúlkan svo hafa verið, en þau væru í móðu, nema eitt til viðbótar. Hún kvaðst ekki geta sagt hversu mörg þau væru. Það sem hún myndi hefði verið hið seinasta, líklega rétt fyrir páskaleyfi, eða þegar hún hafi fengið ,,kast“ og verið send suður. Fyrr þetta kvöld hefði ákærði sagt henni að hann ætlaði að koma inn til hennar. Annað tilvik hefði verið þegar þau ,,sváfu saman“ í fyrsta skipti. Þá hefðu þau verið búin að vera á hestbaki um daginn, þegar ákærði hefði sagt að hann ætlaði ekki að sofa hjá henni, en sagt um nóttina að hann hefði brotið regluna.
Almennt kvað stúlkan síðasta tilvikið hafa verið líkt því sem hún hafði þegar lýst, hún hefði haft munnmök við ákærða, þau sofið saman og mikið gerst á milli þeirra. Hún rifjaði upp að þau hefðu rætt saman eftir á, m.a. um það að hún var að reyna að létta sig og hafði kastað upp. Hún kvaðst þó ekki vera viss um að tengja það við þetta sérstaka tilvik. Spurð hvort ákærði hefði talað um að hún mætti ekki segja frá þessu játaði hún því og kvað hann frá upphafi hafa talað um að það yrði ekki aðeins slæmt fyrir hann, heldur hana einnig. Spurð hvort ákærði hefði hótað henni kvað hún hann hafa sagt henni að hann þekkti marga úr Fáfni. Þetta hefði hann sagt einhvern tíma er þau voru að rífast. Þá hefði hann nefnt að hún mætti ekki segja frá vegna orðspors heimilisins o.fl.
Spurð um atvik í [...] sagðist stúlkan hafa verið að koma úr matarboði með ákærða hjá foreldrum hans. Þau hefðu stöðvað á bryggju í [...] og farið að kyssast, en hann síðan sagt að hann gæti þetta ekki, þau væru á leið heim til móður hennar.
Stúlkan rifjaði sjálfstætt upp að þegar eldri stúlkan fór í skýrslutöku fyrir dómi hefði ákærði komið til hennar og sagt að þau myndu standa saman í þessu. Spurð hvers vegna hún hefði sjálf greint frá við yfirheyrslu fyrir dómi með þeim hætti sem hún gerði kvaðst hún hafa verið hrædd og ekki viljað eyðileggja neitt fyrir neinum. Sér hefði fundist sem hún væri undir þrýstingi frá forstöðumanni, þótt hún geti hafa mistúlkað það. Þá hefði sér þótt vænt um ákærða og ekki gert sér fulla grein fyrir því hve hann hefði breytt rangt.
Ástæða þess að hún greindi síðan frá hefði verið símtal frá vinkonu hennar, [J], sem þá hefði dvalið á heimilinu. Hún hefði orðið þess áskynja að ákærði væri að leita á hana og ekki getað hugsað sér að sú stúlka þyrfti að ganga gegnum hið sama. Áður hefði hún þó verið búin að greina sálfræðingi frá þessu í trúnaði. Síðan hefði hún gert fósturforeldrum sínum aðvart.
Stúlkan greindi einnig frá því að hún hefði talað við eldri stúlkuna í síma eftir að þær gáfu skýrslur fyrst fyrir dómi. Þær hefðu rifist og borið sakir hvor á aðra um ósannsögli. Stúlkan kvaðst hafa talið að eldri stúlkan væri að hljóðrita það símtal.
Stúlkan lýsti því að þetta mál hefði hvílt þungt á henni. Sér fyndist stundum að þetta væri martröð og hún hlyti að fara að vakna af henni. Hún hefði sett mikið traust á ákærða og kvaðst velta mikið fyrir sér hvernig ástatt væri fyrir henni nú ef þessi atvik hefðu ekki gerst. Hún kvaðst ásaka sjálfa sig fyrir að hafa leyft þessu að gerast og leitast við að deyfa sig með neyslu eða með því að skaða sjálfa sig. Hafi hún átt mjög erfitt eftir að hún ákvað að greina frá atvikum. Hún dvelur nú á meðferðarheimilinu [...]. Aðspurð kvaðst hún fá aðstoð frá sálfræðingi. Aðspurð hvort hún hefði leitast við að skaða sig áður en þetta gerðist kvað hún svo vera, alloft. Hún kvaðst hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun áður en þessi atvik gerðust og hafa trúað ákærða fyrir því.
[ ... ]
Eldri stúlkan skýrði svo frá hér fyrir dómi að hún hefði dvalið á meðferðarheimilinu í nærri þrjú ár. Hún hefði farið þaðan í mars 2008. Spurð hvort þau ákærði hefðu talað mikið saman kvaðst hún ekki hafa talað mikið við neinn og ekki við hann umfram aðra starfsmenn. Spurð hvað hefði gerst milli þeirra sagði hún að hann hefði náttúrulega verið ,,graður.“ Þær yngri stúlkan hefðu verið inni í starfsmannaherbergi á stúlknagangi að spjalla við hann og þá hefði hann reynt að þukla á henni, en hún hefði alltaf fært hendi hans frá. Þegar þetta hefði gerst hefðu þær yngri stúlkan setið á rúmi og ákærði einnig og talað við þær. Ákærði hefði ítrekað reynt að þukla á henni, en hún bægt honum frá. Síðan hefði ákærði haft munnmök við yngri stúlkuna og þau yngri stúlkan síðan haft samfarir á gólfinu. Spurð um hvernig lýsing hefði verið sagði hún að ljóslampi hefði verið fyrir ofan rúmið. Aðspurð kvaðst hún halda að hún hefði ekki farið áður inn í þetta herbergi. Spurð um hvort hún myndi hverju hún hefði greint frá áður kvaðst hún ekki muna eftir því, hún reyndi yfirleitt að gleyma slíku. Spurð hvort hún myndi að hafa skýrt frá því að hafa fróað ákærða kvað hún það rétt og tók fram að hún hefði fróað honum ,,eitthvað smá.“ Nánar spurð hvort ákærði hefði þuklað brjóst hennar kvað hún hann hafa komist eitthvað inn á hana, en hún bægt honum frá. Spurð hvort hún hefði farið oftar inn í herbergi til ákærða kvað hún svo vera, það hefði verið áður en hún fór þangað með yngri stúlkunni, líklega daginn áður. Hún hefði sagt yngri stúlkunni frá því hvað ákærði hefði gert og hún hefði þá viljað fara inn í herbergi til ákærða um kvöldið. Hún kvaðst hafa verið rekin af heimilinu fyrir að bera sakir á ákærða. Aðspurð hvort hún hefði haft munnmök við ákærða neitaði hún því. Framburður hennar þess efnis á rannsóknarstigi var borinn undir hana og kvaðst hún þá ekkert muna eftir því. Hún sagði að atvik hefðu þá verið rétt búin að gerast. Hún kvaðst ekki hafa talað við yngri stúlkuna síðan rétt eftir að hún gaf skýrslu fyrir dómi. Þá hefði yngri stúlkan sagt að hún væri lygari. Stúlkan sagði að þetta tilvik hefði bæst við allt það sem hún hefði áður orðið fyrir og valdið sér þunglyndi. Hún kvað sér hafa þótt það skrýtið að yngri stúlkan vildi ekki segja satt.
Í skýrslu stúlkunnar kom fram að atvik hefðu gerst þegar sama stúlka og yngri stúlkan nefndi hefði verið nýkomin á heimilið. Þá kom einnig fram í skýrslu hennar að ákærði hefði alltaf verið inni á stúlknaganginum, jafnvel þótt kona hefði verið á vakt á móti honum.
Stúlkan var spurð hvort hún kannaðist við að hafa ávarpað ákærða gegnum tölvu daginn áður en hún gaf skýrslu á rannsóknarstigi. Tók hún fram að hún hefði verið spurð um þetta atriði þá einnig og að hún hefði ávarpað hann í þágu vinkonu sinnar, sem ekki hefði verið með tölvuaðgang og ekki vitað neitt um þessi tilvik. Spurð hvort hún hefði orðið vör við meira samband eða samskipti milli ákærða og yngri stúlkunnar kvað hún svo ekki vera. [...] Ítrekað aðspurð hvort hún hefði fróað ákærða sagði stúlkan að sig minnti það.
Aðspurð hvort ákærði hefði rætt þetta við hana og beðið hana að segja ekki frá atvikum neitaði hún því.
Vitnið [C] er móðir yngri stúlkunnar. Hún segir hana hafa átt við hegðunarvandamál að stríða og hafi verið ákveðið af þeim sökum að vista hana á meðferðarheimilinu. Hún hafi lítið rætt við hana um þau atvik sem þetta mál varðar, en stúlkan hafi talað um það veturinn 2008 að ekki væri hugsað á heimilinu um börnin eins og ætti að gera og hún vildi ekki vera þar, en hún hafi ekki viljað skýra það nánar. Vitnið kvað ákærða hafa komið heim til sín um páskana 2008, þegar hann hafði afskipti af stúlkunni. Vitnið kvað það hafa borist í tal að eldri stúlkan bæri ákærða sökum. Hafi dóttir hennar og ákærði bæði getið þess. Vitnið kvað dóttur sína og ákærða hafa verið mikið í sambandi, bæði í síma og gegnum tölvu. Stúlkan hefði sagst vera í uppáhaldi hjá ákærða. Vitnið kvað stúlkuna nú hafa dvalið á [...] og hafa átt misgóða tíma. Eftir að hún greindi frá atvikum hefði ástand hennar fremur versnað.
Vitnin [D] og [E] tóku yngri stúlkuna í fóstur haustið 2008. [D] tók fram að stúlkan hefði fyrst rætt þetta málefni við [E] og síðan sig. Hann kveðst hafa spurt hana hvort henni væri sama þótt hann léti það fara lengra, enda hefði hann metið málið alvarlegt. Tilefni þessa hefði verið að stúlkan vildi koma í veg fyrir að önnur stúlka yrði fyrir hinu sama. [D], sem er reyndur lögreglumaður og kveðst hafa lært sérstaklega til yfirheyrslutækni, kveðst hafa metið stúlkuna trúverðuga. Fram að þessu hefði fóstrið gengið vel, stúlkan staðið sig vel í skóla og einnig félagslega, en eftir þetta hefði orðið mikil breyting á. Stúlkan hefði farið í leyfi, ,,fallið“ og ekki komið aftur í fóstrið. Stúlkan hefði sagt sér að hún hefði verið misnotuð af starfsmanni, reglulega. Hann kvaðst hafa spurt hana hvers vegna hún hefði ekki greint rétt frá í upphafi og brýnt hana á að segja satt í framhaldinu. Hún hefði orðið fyrir þrýstingi af hálfu yfirmanna á heimilinu; hvort hún gerði sér grein fyrir að hún myndi eyðileggja líf ákærða. Þá hefði ákærði látið hana skilja að hann þekkti menn í Reykjavík, þ.e. hótað stúlkunni á einhvern hátt. Stúlkan hefði nefnt að einhverjar aðrar stúlkur hefðu orðið fyrir þessu. Hún hefði sagt sér að hún hefði hegðað sér illa á heimilinu eftir hvert tilvik.
[E] skýrði svo frá að stúlkan hefði skýrt sér lítillega frá því einhverju fyrr að hún hefði orðið fyrir misnotkun af hálfu starfsmanns á meðferðarheimilinu. Eftir símtal við stúlku sem þar dvaldi hefði hún orðið miður sín, hrædd og virst endurupplifa atvik. Þá hefði hún skýrt sér frá að leitað hefði verið á sig kynferðislega. Kvaðst vitnið hafa orðið þeirrar skoðunar að um alvarleg brot kynni að vera að ræða og spurt hvort hún vildi ræða þetta við [D]. Þá hefði hún sagt sér að önnur stúlka hefði orðið fyrir þessu á sama tíma. Eftir þetta hefði orðið mikil afturför hjá stúlkunni. Hún hefði farið að skaða sig og átt við mikla vanlíðan að stríða. Aðspurð kvaðst hún ekki muna til þess að önnur áföll hefðu dunið yfir hana á þessum tíma. Þá kvað hún stúlkuna hafa sagt að hún hefði ekki þorað að greina frá atvikum á sínum tíma, þar sem hún hefði verið hrædd við afleiðingar þess og henni hefði verið sagt að það myndi skerða orðspor meðferðarheimilisins og hins brotlega. Sérstaklega aðspurð kvaðst vitnið hafa talið stúlkuna vera trúanlega og ekki telja hana vera ósannsögla.
Vitnið [F] starfaði á meðferðarheimilinu samtímis ákærða. Kveðst hún hafa starfað þar frá mars 2007 til júní 2008. Hún kvað samskipti ákærða og yngri stúlkunnar hafa verið góð, þau hefðu talað mikið saman og hann borið umhyggju fyrir henni. Þá taldi hún að stúlkan hefði borið traust til ákærða. Hvað eldri stúlkuna varðaði hefði verið erfitt að hafa góð samskipti við hana. Yfirleitt, ef þau ákærði gengu vaktir samtímis, sem líklega hefði verið í flestum tilvikum ef hún var á vakt, hefði verið um 3-4 daga í röð að ræða, á að giska samtals 12-16 daga í mánuði. Þá hefði reglan verið að hún hefði gist á stúlknagangi en hann á strákagangi. Þetta hefði þó ekki verið einhlítt, þannig að sig minnti að það hefði komið þrisvar til fjórum sinnum fyrir að hún hefði sofið á strákagangi. Hafi það því getað gerst að ákærði svæfi á stúlknagangi þótt hún væri á vakt. Stundum hefðu tveir karlar gengið vaktir samtímis. Hún hefði orðið þess vör að ákærði hefði farið inn í herbergi yngri stúlkunnar að degi til eða snemma kvölds til að tala við hana, en kvaðst ekki vera viss um hvort hann hefði þá lokað herberginu eða ekki. Aðspurð kvaðst hún aldrei hafa orðið vör við óeðlileg samskipti milli ákærða og yngri stúlkunnar.
Vitnið [G], forstöðumaður meðferðarheimilisins, kveðst hafa rætt við yngri stúlkuna áður en skýrslur voru teknar fyrir dómi árið 2008. Stúlkan hefði sagt að eldri stúlkan hefði ákærða fyrir rangri sök. Vitnið kveðst hafa reynt að hughreysta stúlkuna og brýnt fyrir henni að segja satt og þá þyrfti hún ekki að hafa áhyggjur. Spurð hvort stúlkan gæti hafa upplifað þetta sem þrýsting kvað vitnið ekki hafa gefið henni neitt tilefni til þess. Vitnið kvaðst hafa reynt að vanda sig sem best hún gat vegna þessa máls, en tók fram að hún hefði metið það svo að yngri stúlkan segði satt á þessum tíma. Vitnið kvað yngri stúlkuna hafa leitað meira til ákærða en annarra karla sem störfuðu á heimilinu. Vitnið kvað kvenkyns starfsmann ævinlega hafa gist á stúlknagangi ef ekki voru tveir karlar á vakt, en svo hefði ekki verið á þeim tíma sem þetta mál varðar. [F] hefði þó verið í leyfi til 20. janúar 2008. Stúlka að nafni [...] hefði farið af heimilinu 15. janúar 2008 og stúlkan [...] hefði komið þangað, líklega í kringum miðjan febrúar. Spurð hvenær ákærði hefði farið með yngri stúlkuna til að láta gera að sárum hennar kvað hún það líklega hafa verið á árinu 2007. Eftir þá ferð hefði ákærði sagt að stúlkan hefði trúað sér fyrir tilteknu málefni. Hún hefði rætt þetta við stúlkuna og hún staðfest það.
Vitnið tók fram að ekki hefði á sínum tíma verið unnt að taka báðar stúlkurnar trúanlegar. Hún hefði hugleitt hvort ástæðan væri að þær væru báðar skotnar í sama stráknum, en það hefði e.t.v. verið frá yngri stúlkunni komið. Hún kvað yngri stúlkuna hafa verið erfiða í janúarmánuði 2008 og tók fram að hún hefði átt í miklum erfiðleikum um páskana það ár. Eldri stúlkuna kvað hún vera tortryggna og fáskiptna en hafa getað verið erfiða ef hún reiddist. Vitnið skoðaði vaktatöflur sem hafa verið lagðar fram í málinu varðandi febrúar og mars 2008. Kvað hún ákærða hafa verið á vakt 11. - 13. febrúar og aftur 25. – 27. febrúar. Í febrúar hefði [F] verið á vöktum á móti honum, seinni hlutann af vikunni sinni. Vitnið kvaðst hafa farið yfir þetta á sínum tíma, þ.á m. með [F] og hún hefði verið viss um að hún hefði alltaf sofið á stelpnaganginum á þessum tíma. Yngri stúlkan hefði farið suður í byrjun mars og ekki verið á heimilinu í þeim mánuði eftir það. Í mars hefði ákærði verið á vöktum 10. -12. mars og þá á móti [F].
Frekar aðspurð um 11.- 13. febrúar hvort verið gæti að þá hefði samkvæmt töflunni annar karlkyns starfsmaður en ákærði verið á vakt kvaðst vitnið lesa úr töflunni að þá hefði ákærði verið á vakt. Hugsanlega hefði ,,eitthvað verið gert vitlaust í tölvunni.“
Vitnið [H] rekur meðferðarheimilið ásamt [G]. Hann kveðst ekki hafa rætt neitt við yngri stúlkuna áður en hún gaf skýrslu fyrir dómi árið 2008. Hann kvað þá stúlku hafa leitað mikið til ákærða sem starfsmanns. Eldri stúlkan hefði almennt ekki leitað eftir liðsinni að fyrra bragði. Vitnið kvað þá stúlku hafa sagt við starfsmann eða –menn að hún vissi hvernig ætti að klekkja á karlmönnum. Hefði þetta orðið tilefni umræðu á starfsmannafundi og verið skilið sem óbein hótun. Vitnið kvaðst hins vegar ekki minnast þess almennt að hún hefði borið rangar sakir á einhverja. Vitnið kvað hafa komið fyrir að karl gisti á stúlknagangi ef tveir karlar voru á vakt, en annars hefði kona gist þar. Vitnið kvað sig og [G] ekki ganga vaktir nema í undantekningartilvikum. Vitnið kvaðst ekki geta skýrt neitt frekar en [G] gæti, fremur síður, hvað lesa mætti úr framlögðum vaktatöflum.
Vitnið Ö, félagsráðgjafi, kveðst hafa fengist við málefni eldri stúlkunnar frá árinu 2005. Hefði hún fylgt henni á margnefnt meðferðarheimili. Stúlkan hafi þurft á sérkennslu að halda. Eftir að stúlkan varð 18 ára hafi svæðisskrifstofa málefna fatlaðra átt að taka við málum hennar, en ekki hafi orðið úr því enn að hún fengi úrræði á vegum hennar. Hún búi nú á vegum Barnaverndar á fósturheimili, í lítilli íbúð og fái tilsjón starfsmanna heimilisins. Ö staðfesti að hafa rætt við stúlkuna og vísaði um það til fyrrgreindrar rannsóknarbeiðni. Hafi stúlkan þá sagst hafa haft munnmök við ákærða, sem hún hafi nefnt á nafn og einnig fróað honum. Þá hefði hún sagt að hún hefði horft á ákærða misnota aðra stúlku. Vitnið segir að stúlkunni hafi liðið illa, en hún sé neikvæð gagnvart meðferðaraðilum og ekki viljað þiggja neina aðstoð. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa reynt stúlkuna að ósannsögli, en miklu fremur sé að hún segi ekki frá einhverju.
Vitnið R yfirlæknir staðfesti matsgerð sem frammi liggur og hann ritaði. Verður efni hennar og atriði úr framburði vitnisins rakin síðar.
Vitnið Æ félagsráðgjafi hefur komið að málum yngri stúlkunnar frá árinu 2008. Kvað hún ástæðu þess að stúlkan var vistuð á heimilinu hafa verið að hún leitaðist við að skaða sjálfa sig og sýndi einkenni lystarstols. Dvölin hefði framan af gengið vel. Eftir áramót, mars-apríl 2008, hefði hegðunin versnað mikið og ekki verið í samræmi við dvalarlengd. Stúlkan hefði þá tekið reiðiköst og skaðað sig mikið. Þann 4. mars hefði verið tilkynnt að hún hefði reynt að fyrirfara sér. Hafi það verið fyrsta alvarlega sjálfsvígstilraun hennar. Þá hefði hún verið lögð inn á ,,BUGL.“ Síðar hefði hún farið í styrkt fóstur, en í janúar-febrúar 2009 [svo!] hefði farið að síga á verri hliðina. Hefði það verið tengt því að hún greindi frá ætluðum brotum ákærða. Eftir það hefði hún ekki náð jafnvægi aftur og verið neyðarvistuð á [...]. Ástand hennar sé alvarlegt, hún sé sjálfskaðandi og svífist í raun einskis til að skaða sig. Sé óttast mikið um hana. Vitnið tók fram að stúlkan hefði verið brotin fyrir og ekki mátt við miklu. Hún hefði talið, er hún tók við henni að það tækist að rétta hana við fyrir 18 ára aldur, en nú sé ljóst að það takist ekki. Stúlkan hafi verið í sálfræðimeðferð hjá Þ.
Vitnið [I] kveðst þekkja yngri stúlkuna lítillega, en hún hafi ekki greint sér frá neinu sem varðar þetta mál. [J] hafi sagt sér að yngri stúlkan hefði sagt ósatt frá í fyrsta sinnið.
Vitnið [J] kveðst hafa kynnst yngri stúlkunni í gegnum tölvu og síðan oft hafa talað við hana símleiðis þegar vitnið dvaldi á margnefndu meðferðarheimili. Vitnið kannaðist við að hafa greint henni frá sömu atvikum og vitnið hefði greint frá í Barnahúsi. Þá hefði yngri stúlkan sagt sér frá því að ákærði hefði gert eitthvað samskonar við sig og hvatt vitnið til að greina frá sinni reynslu við einhvern sem það treysti. Vitnið sagði að yngri stúlkan hefði sagst hafa neitað að eitthvað hefði komið fyrir hana og taldi það vera vegna þess að henni hefði verið hótað. Spurð nánar hverju hún hefði greint yngri stúlkunni frá sagði hún að í fyrra símtali hefðu það verið óviðeigandi orð frá ákærða. Í síðara símtali hefðu það verið athafnir ákærða sem hún hefði greint frá og vísaði til þess sem hún hefði greint frá í Barnahúsi. Var að skilja á henni að hún hefði sagt yngri stúlkunni frá atvikum nær jafnharðan og þau gerðust. Skýrsla um frásögn hennar þar hefur verið lögð fram í málinu, svo og lögregluskýrslur sem teknar voru við frekari rannsókn sem ekki mun hafa leitt til ákæru. Samkvæmt þessari skýrslu ber hún að athafnir ákærða hafi átt sér stað 16. mars 2009.
Vitnið [K] kveðst vera vinur eldri stúlkunnar. Hún hefði sagt honum frá því að hún og önnur stúlka hefðu verið misnotaðar á meðferðarheimilinu. Þær hefðu farið í herbergi til ákærða, sem hún hefði nefnt með nafni. Hefði hún greint frá munnmökum varðandi sig en munnmökum og ,,kynlífi“ varðandi hina stúlkuna. Vitnið kveðst hafa sagt stúlkunni að kæra þetta og hún hefði gert það einhverju seinna.
Vitnið Þ sálfræðingur staðfesti að hafa ritað vottorð sem liggur frammi í málinu. Hún reifaði að yngri stúlkan hefði verið í viðtölum hjá henni út af öðru broti. Hún hefði sýnt merki erfiðleika og áfallastreitu. Loks hefði hún greint frá því að ákærði hefði misnotað sig. Vitnið hefði ákveðið að tilkynna það ekki þá þegar, en hvatt stúlkuna til að ræða þetta við fósturforeldra sína. Það muni hún hafa gert eftir nokkra daga og þá hefði málið farið af stað. Stúlkan eigi erfitt með að ræða þetta mál og upplifi það sem mikið trúnaðarbrot af hálfu ákærða. Hún sveiflist milli reiði og væntumþykju í hans garð. Þá finni hún til sektarkenndar og finnist hún eiga sök á því að málið komi honum illa. Eftir að hún hafi greint frá þessu hafi meðferðin fyrst og fremst snúist um þetta mál og tilfinningar sem tengist því. Í fyrstu hafi henni verið létt, en síðan farið í djúpan dal, fundið til efa um að hún væri að gera rétt með því að greina frá og óttast að sér yrði ekki trúað. Vitnið segir stúlkuna hafa átt erfiða ævi, en eftir að hún greindi frá þessu lýsi hún miklu vonleysi og sýni mikla sjálfskaðandi hegðun. Eigi hún verulega erfitt með að takast á við tilfinningar tengdar þessu máli. Vitnið kveður stúlkuna munu þurfa á stuðningi að halda um langa tíð. Hún dvelji nú á langtímameðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu.
Vitnið [L] kveðst vera fyrrverandi kærasti yngri stúlkunnar. Hann kveður hana hafa greint sér frá því stuttu fyrir jól 2008 að ákærði hefði brotið gegn henni, misnotað hana, en ekki greint nánar frá atvikum. Hann kvaðst einnig hafa heyrt að að ákærði hefði brotið gegn eldri stúlkunni. Vitnið kveður ákærða vera góðan vin sinn og kveðst ekki hafa trúað þessu.
IV.
[...]
V.
Þann 29. október sl. var R yfirlæknir, sérfræðingur í almennum skurðlækningum og þvagfæraskurðlækningum, dómkvaddur að ósk skipaðs verjanda ákærða til að
[...]
VI.
Í ákæru er ætluðum brotum markaður tími frá janúar til mars 2008. Nánari afmörkun er að finna í framburði yngri stúlkunnar, sem kveður brotin hafa verið framin eftir að stúlka sem hún nafngreindi yfirgaf meðferðarheimilið. Samkvæmt eindregnum framburði [G] forstöðumanns var það þann 15. janúar 2008. Meint brot samkvæmt 4. og 5. tl. ákæru taldi yngri stúlkan hafa verið framin eftir að önnur tiltekin stúlka kom á heimilið. Kvað [G] þá stúlku hafa komið á heimilið um miðjan febrúar 2008. [G] kvað yngri stúlkuna ekki hafa dvalið á meðferðarheimilinu frá því í byrjun mars 2008.
Samkvæmt framburði [G], [H] forstöðumanns og [F] fyrirverandi starfsmanns heimilisins var það regla að karlkyns starfsmaður gisti ekki í starfsmannaherbergi á stúlknagangi ef kvenkyns starfsmaður var einnig á vakt. Í skýrslu sem lögregla tók af [F] 3. apríl 2008 tók hún fram að þessu væri ekki fylgt að fullu. Kæmi stundum fyrir að þau nenntu ekki að skipta um herbergi ef þannig stæði á vöktum að einn væri að fara þegar annar starfsmaður væri kominn. Kom þetta einnig fram í skýrslu [F] hér fyrir dómi. Spurð af lögreglu hvernig vaktir hennar og ákærða hefðu legið saman frá miðjum febrúar og fram í mars 2008 kvað hún ákærða hafa verið mikið í leyfi í febrúar og hefði hann verið leystur af. Þau hefðu unnið saman dagana 25., 26. og 27. febrúar og verið með gæslu yfir nóttina. Myndi hún ekki betur en að hún hefði þá sofið í starfsmannaherberginu á stelpnaganginum. Framburður [G] fyrir lögreglu sama dag var samhljóða um leyfi ákærða og dagsetningu vaktar. Kvaðst hún halda að á þeirri vakt hefði [F] sofið á stelpnaganginum. Hér fyrir dómi skoðaði [G] vaktatöflu sem liggur frammi vegna febrúar. Las hún úr töflunni að ákærði hefði að auki verið á vakt 11.-13. febrúar, einnig á móti [F]. Kom fram af hálfu ákærða að hann teldi að þarna væri taflan mislesin. Gæti svo verið, þar sem þessi vakt er öðruvísi auðkennd i töflunni en síðari vaktin. Ekki liggur fyrir vaktatafla vegna janúar 2008. Báðar stúlkurnar geta þess að ákærði hafi oft gist í starfsmannaherbergi á stúlknagangi þótt kvenkyns starfsmaður væri á vakt. Framangreind gögn þykja ekki hnekkja því svo öruggt verði talið.
VII.
Hér að framan er rakin skýrsla læknis um
[...]
Ákærði sýndi við aðalmeðferð málsins áberandi húðflúr á efri hluta líkama síns, bæði á fram- og upphandleggjum, framan á öxlum og á baki. Eldri stúlkan kvaðst hér fyrir dómi ekki vera viss um að ákærði hefði afklæðst að ofan að sér viðstaddri. Yngri stúlkan kvað hann hafa afklæðst að fullu í sinni viðurvist, en mundi ekki eftir öðrum húðflúrum en á handleggjum. Í skýrslu annarrar stúlkunnar kemur fram að ákærði hafi deyft ljós. Hins verður að geta að svo virðist sem lýsing þurfi að vera afar dauf til að ekki beri á því húðflúri sem prýðir ákærða.
Það að önnur stúlkan kannaðist alls ekki við greind auðkenni á líkama ákærða og hin ekki nema að litlu leyti eða óljóst, er ekki fallið til að styrkja framburð þeirra. Það verður hins vegar ekki talið leiða til þess að hann verði metinn ótrúverðugur að öllu leyti.
VIII.
Hér að framan er rakinn framburður stúlknanna fyrir dómi við rannsókn málsins í byrjun apríl 2008. Komu þá fram sömu aðalatriði í framburði eldri stúlkunnar og í skýrslu hennar við aðalmeðferð málsins, að því frátöldu að hún bar eindregið að hún hefði ekki haft munnmök við ákærða. Yngri stúlkan bar í apríl 2008 allar sakir af ákærða. Kveðst hún hafa skýrt rangt frá og hefur skýrt það með því að hún hafi viljað gæta trúnaðar við ákærða, en einnig óttast hann. Þá hafi hún borið umhyggju fyrir velferð ákærða og orðspori meðferðarheimilisins. Stúlkan hefur greint frá ástæðu þess að hún gerði uppskátt um meint brot ákærða, fyrst og fremst sem þeirri að stúlka, vistuð á meðferðarheimilinu, hafi borið ákærða sökum um kynferðislega áreitni í sín eyru. Hefur sú stúlka staðfest hér fyrir dómi að hafa gert svo. Í greinargerð Þ sálfræðings kemur fram að yngri stúlkunni sé tíðrætt um að hún hefði átt að stöðva hegðun ákærða og að hún kveðist sjá mjög eftir því að hafa greint rangt frá við skýrslutöku fyrir dómi. Er greinargerð Þ, sem rakin er að nokkru í kafla IV. hér að framan um efni viðtala sinna við stúlkuna almennt fallin til að styrkja framburð hennar.
Það að stúlkurnar bera efnislega samhljóða um meint brot ákærða samkvæmt 4. tl. ákæru, eins og nánar greinir hér á eftir, leiðir ekki til sérstakrar beinnar ályktunar þess efnis að fremur beri að taka þær trúanlegar hvora fyrir sig um aðra liði ákæru. Verður að meta sérstaklega um hvern lið fyrir sig hvort ákæruvaldið hafi fært fram nægilega sönnun um einstök atriði.
Í 1. lið ákæru er ákærða gefið að sök að hafa í bifreið á nánar greindri leið kysst yngri stúlkuna á hálsinn og strokið á henni lærin utanklæða. Er þetta talið varða við 197. gr. og 2. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum. Stúlkan skýrði fyrst frá þessu tilviki við yfirheyrslu 31. ágúst 2009 og síðan við aðalmeðferð þessa máls. Þá greindi hún einnig frá því að ákærði hefði sagt eitthvað henni til hughreystingar. Dómarar telja nokkurn vafa geta leikið á því, jafnvel þótt horft sé til framburðar stúlkunnar, að ákærði hafi þarna framið verknað sem fellur undir lýsingu greindra ákvæða, þ.e. að um hafi verið að ræða kynferðismök, önnur en samræði, eða kynferðislega áreitni. Verður að líta til þess að ekki er óhugsandi að stúlkan hafi síðar metið háttsemi ákærða í þessa veru í ljósi síðari atvika sem hún ber um. Vegna þessa vafa verður ákærði sýknaður af sakargiftum í þessum lið ákæru.
Í 2. lið ákæru er ákærða gefið að sök að hafa í starfsmannaherbergi snert brjóst og kynfæri yngri stúlkunnar innanklæða og látið hana hafa munnmök við sig. Er þetta talið varða við 197. gr. og 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum. Þessi ákæruliður er fyrst og fremst studdur framburði stúlkunnar. Hefur hún frá öndverðu, eftir að hún breytti framburði sínum, borið um þetta tilvik sem hið fyrsta, sé horft fram hjá tilvikinu í 1. ákærulið. Hafi hún ætlað að biðja ákærða um verkjatöflu en hann þá beðið hana að setjast á rúmið. Í fyrri skýrslu sinni fyrir lögreglu greindi hún frá tilteknum orðum sem ákærði hafi látið falla um það hvað hann væri að gera og að hann hefði aldrei gert þetta áður. Í þeirri skýrslu greindi hún aðeins frá því að hann hefði þuklað á brjóstum hennar og kynfærum innan klæða. Í síðari skýrslu sinni fyrir lögreglu, svo og í skýrslu hér fyrir dómi greindi hún frá því að ákærði hefði auk þess látið hana hafa við sig munnmök uns honum varð sáðlát.
Stúlkan er skýr í framburði sínum um þetta atvik og samsaga sjálfri sér með því fráviki sem síðast greindi. Hún er almennt trúverðug í framburði sínum sem fær almenna stoð í dagbókarfærslum hennar og frásögn sálfræðings af því sem fram hafi komið í viðtölum við hana, þótt ekki komi fram í þessum gögnum sértæk lýsing á einstökum tilvikum. Þegar þetta er virt í heild þykir ekki varhugavert að leggja framburð stúlkunnar til grundvallar. Verður talið sannað með honum að ákærði hafi gerst sekur um þann verknað sem í þessum ákærulið er lýst.
Í 3. lið ákæru er ákærða gefið að sök að hafa, í starfsmannaherbergi, káfað innanklæða á brjóstum, maga og rassi eldri stúlkunnar, látið hana fróa sér og látið hana hafa munnmök við sig.
Hér að framan er rakinn framburður eldri stúlkunnar fyrir dómi, fyrst í byrjun apríl 2008 og síðan við aðalmeðferð þessa máls. Í báðum tilvikum er megináhersla hennar á meint brot sem hún kveðst hafa orðið vitni að, sbr. 4. lið ákæru. Samkvæmt framburði eldri stúlkunnar í fyrra sinnið gerðist það kvöldið áður að stúlkurnar fóru báðar inn í starfsmannaherbergi til ákærða, en yngri stúlkan yfirgaf þau síðan. Hafi ákærði þá í fyrstu reynt að strjúka brjóst hennar og fara inn undir föt, en stúlkan bægt hönd hans frá. Síðan hafi beðið hana að hafa við sig samfarir en hún neitað. Þá hafi hann tekið hönd hennar og sett á lim sinn og látið hana fróa sér. Síðan hafi hún tekið hendina frá og yfirgefið herbergið. Síðar í skýrslugjöfinni, er hún var spurð á ný um þetta atvik gat hún þess að ákærði hefði beðið hana að hafa við sig munnmök, en hún neitað. Hann hefði ítrekað beiðnina og síðan farið ,,eitthvað með hausinn á mér svona niður“ og hún þá haft við hann munnmök, ,,eitthvað smá.“ Kvaðst hún hafa verið búin að gleyma þessu.
Í síðari skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst stúlkan alls ekki minnast þess að hafa haft munnmök við ákærða, en staðfesti ítrekað aðspurð að sig minnti að hafa fróað honum.
Í tilkynningu Ö félagsráðgjafa 19. mars 2008 kemur fram að hún hafi rætt vítt og breitt við stúlkuna án þess að spyrja hana beint um atvik. Hafi komið fram í frásögn hennar að hún hefði fróað ákærða og haft við hann munnmök. Er þetta efnislega í samræmi við fyrri skýrslu stúlkunnar fyrir dómi. Þá kemur fram í framburði yngri stúlkunnar að sú eldri hafi sagt henni að hún hefði haft munnmök við ákærða, líklega daginn eftir að það átti að hafa gerst.
Samkvæmt þessu greindi eldri stúlkan þeirri yngri, Ö og dómara frá því með tiltölulega skömmu millibili árið 2008 að hún hefði haft munnmök við ákærða. Er þessi samkvæmni í framburði hennar til þess fallin að styrkja trúverðugleika hennar. Þó ber að líta til þess að við síðari skýrslu hennar fyrir dómi neitaði hún því ítrekað aðspurð að minnast þess að hafa haft munnmök við ákærða. Verður með skírskotun til þess ekki talin komin fram sönnun um að svo hafi hún gert. Þá verður að líta til þess að stúlkan bar eindregið í síðari skýrslunni að ákærði hefði einkum káfað á brjóstum hennar og reynt að fara inn undir föt til þess. Verður samkvæmt því ekki talið, ef miðað er við endanlegan framburð hennar, að í honum felist annað en að ákærði hafi gert tilraun til að káfa á brjóstum hennar innan klæða. Stúlkan hefur hins vegar verið sjálfri sér samkvæm um þetta atriði. Með vísan til þess og einnig til samkvæmni í framburði hennar um það að hafa fróað ákærða, verður hann metinn trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar eins og hann hljóðar í síðari skýrslu hennar fyrir dómi og talið sannað að ákærði hafi reynt að káfa á brjóstum stúlkunnar og látið hana fróa sér.
Í 4. tl. ákæru er ákærða gefið að sök að hafa, í starfsmannaherbergi, látið yngri stúlkuna fróa sér, haft við hana munnmök, látið hana hafa munnmök við sig og haft við hana samræði. Þessi ákæruliður er studdur framburði beggja stúlknanna. Greindi eldri stúlkan frá þessu atviki við skýrslutöku 1. apríl 2008 þegar tiltölulega skammt var liðið frá því. Greindi hún efnislega frá á sama veg við aðalmeðferð málsins um þennan ákærulið.
Það verður talið nánast fjarstætt að stúlkurnar hafi í upphafi sammælst um að önnur bæri ranglega fyrir dómi en hin rétt. Sama verður að segja um þann möguleika, sérstaklega þegar litið er til efnis greinargerðar Þóru S. Einarsdóttur sálfræðings og dagbókar yngri stúlkunnar, að hún hafi síðar ákveðið að bera ákærða rangri sök. Verður ekki komist að annarri niðurstöðu en að stúlkurnar beri nú báðar rétt. Er skýring hinnar yngri á breyttum framburði trúverðug. Verður talið sannað með framburði stúlknanna, sem er efnislega samhljóða í öllum meginatriðum, að ákærði hafi framið þann verknað sem í þessum lið ákæru er lýst.
Í 5. tl. ákæru er ákærða gefið að sök að hafa í herbergi sem yngri stúlkan dvaldist í, látið hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Er þetta talið varða við 197. gr. og 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum. Yngri stúlkan skýrði frá þessu atviki bæði við lögreglurannsókn og við aðalmeðferð málsins. Henni var þetta tilvik minnisstætt þar sem það hefði gerst í herbergi hennar og verið það síðasta í röð sams konar tilvika innan veggja meðferðarheimilisins.
Hér að framan er rakið í umfjöllun um 2. lið ákæru að almennt séð verði framburður yngri stúlkunnar metinn trúverðugur. Eiga sömu sjónarmið við um mat á frásögn hennar um verknað ákærða í þessum lið, sem er skýr og stöðug. Verður framburður hennar einnig metinn trúverðugur hvað þennan lið varðar og lagður til grundvallar niðurstöðu. Verður ákærði samkvæmt því talinn sannur að sök samkvæmt þessum ákærulið.
Í 6. tl. ákæru er ákærða gefið að sök að hafa á bryggju á hafnarsvæðinu í [...], kysst yngri stúlkuna á munninn. Er þetta talið varða við 197. gr. og 2. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum.
Stúlkan og ákærði eru samsaga um að hann hafi komið henni til aðstoðar er hún hafði strokið af Barna- og unglingageðdeild Lsh. í páskaleyfi 2008. Hafi hann m.a. farið með hana í heimsókn til foreldra sinna og síðan ekið henni heim til móður hennar. Ber stúlkan að ákærði hafi á þeirri leið staðnæmst á eða við bryggju í Njarðvík og þar farið að kyssa hana en síðan látið orð falla á þá leið að hann gæti þetta ekki.
Framburður stúlkunnar er almennt trúverðugur eins og áður hefur verið rakið og er það einnig í þessu tilviki. Hún er hins vegar ein til frásagnar um greindan koss, gegn neitun ákærða. Þykir hér vera nokkur vafi, sbr. umfjöllun um 1. ákærulið, uppi um það hvort hann hafi verið með þeim hætti að verða metinn sem kynferðisleg áreitni, sbr. 2. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga, hvað þá sem önnur kynferðismök en samræði, sbr. 197. gr. sömu laga. Verður ákærði sýknaður af sakargiftum í þessum ákærulið með skírskotun til þessa vafa um eðli kossins.
Ekki þarf að fjölyrða um að meðferðarheimilið er vistheimili í skilningi 197. gr. almennra hegningarlaga, sbr. l. nr. 61/2007. Varða brot ákærða samkvæmt 2., 4. og 5. ákærulið refsingu samkvæmt því ákvæði, svo og sá verknaður sem hann er sakfelldur fyrir samkvæmt 3. ákærulið að láta stúlkuna fróa sér.
Samkvæmt lýsingu ákærða á starfi sínu gegndi hann ákveðnu uppeldis- og leiðbeiningarhlutverki gagnvart unglingum sem barnaverndaryfirvöld vistuðu á heimilinu. Í lýsingu á starfsemi heimilisins sem ákæruvaldið lagði fram í málinu og ber með sér að vera sótt af vefsíðu barnaverndarstofu, kemur m.a. fram að meðferðarstarf sé þar þríþætt, þar sem fléttað sé saman heimilis- og bústörfum, skólanámi og sálfræðilegri meðferð. Hér sé um nokkurs konar umhverfismeðferð að ræða þar sem daglegt líf sé notað til að takast á við hin ýmsu verkefni. Meðferðin sé einstaklingsmiðuð, vegna þess hve vandamál unglinganna séu margvísleg og oft ólík og því sé farið eftir þörfum, áhuga og getu hvers og eins allan meðferðartímann.
Samkvæmt þessu verður fallist á það að ákærða hafi verið trúað fyrir stúlkunum til uppeldis í skilningi 201. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 10. gr. l. nr. 61/2007 og 9. gr. l nr. 40/1992. Vegna refsimarka ákvæðisins ber að taka fram að yngri stúlkan var fullra 16 ára en hin stúlkan ekki fullra 18 ára á því tímabili sem brot voru framin. Brot ákærða samkvæmt 2., 4. og 5. ákærulið varða refsingu samkvæmt 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga, svo og sá verknaður sem hann er sakfelldur fyrir samkvæmt 3. ákærulið að láta stúlkuna fróa sér. Önnur háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir samkvæmt sama ákærulið varðar refsingu samkvæmt 2. mgr. sömu greinar. Er þar um að ræða fullframið brot samkvæmt verknaðarlýsingu ákvæðisins.
IX.
Ákærði hefur hreinan sakaferil. Brot sem hann er sakfelldur fyrir eru alvarlegs eðlis og varða þau fjögur sem refsa ber fyrir samkvæmt 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga allt að 8 ára fangelsi. Refsingu ber að tiltaka samkvæmt reglum 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun hennar ber að líta til 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og virða til refsiþyngingar að ákærða var ljóst að stúlkurnar voru vistaðar á heimilinu vegna þess að þær áttu við erfiðleika að stríða og áttu að vera þar í öruggu skjóli. Ákveðst refsing ákærða fangelsi í tvö ár og sex mánuði, sem ekki eru efni til að skilorðsbinda.
Í málinu eru hafðar uppi bótakröfur, sem getið er í ákæru og voru reifaðar og rökstuddar við munnlegan málflutning. Er í báðum tilvikum krafist miskabóta samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993 með síðari breytingum. Ákærði hefur bakað sér bótaskyldu samkvæmt þessu ákvæði gagnvart stúlkunum. Við ákvörðun þeirra verður litið til þess að fyrir liggur vottorð sálfræðings og fleiri gögn sem benda til þess að yngri stúlkan hafi orðið fyrir verulegri tilfinningaröskun og andlegum þjáningum sem verði a.m.k. að einhverju leyti raktar til brots ákærða. Hvað eldri stúlkuna varðar er slíkum gögnum ekki til að dreifa, en ljóst er að hún hefur átt við langvarandi erfiðleika að stríða og var verknaður ákærða til þess fallinn að auka á þá. Einnig verður litið til fjölda brota og grófleika gagnvart hvorri fyrir sig. Ákveðast miskabætur til eldri stúlkunnar 500.000 krónur en til hinnar yngri 1.250.000 krónur, í báðum tilvikum með vöxtum eins og krafist er og nánar eru greindir í dómsorði. Upphafstími dráttarvaxta er ákveðinn samkvæmt reglu 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Ákærða var birt bótakrafa yngri stúlkunnar 14. maí 2009, en hinnar eldri ekki svo séð verði fyrr en samhliða birtingu ákæru hinn 12. október 2009.
Eftir niðurstöðu málsins ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Nemur hann samkvæmt framlögðu yfirliti 295.142 krónum. Það athugast að þar eru tilgreindar greiðslur til verjanda vegna meðferðar málsins fram til 2. júní 2008, en ekki vegna réttargæslu á sama tímabili. Má þó finna gögn um að greitt hafi verið fyrir hana. Verður ákærði ekki dæmdur til að greiða þann þátt sakarkostnaðar þar sem yfirlitið verður talið bindandi kröfugerð um sakarkostnað af ákæruvaldsins hálfu. Ákvörðun málsvarnar- og réttargæslulauna tekur til starfa verjanda og réttargæslumanna frá því að málsrannsókn hófst á ný í mars 2009. Ákveðast þessar fjárhæðir, að virðisaukaskatti meðtöldum, eins og í dómsorði greinir. Jafnframt verður ákærði dæmdur til að greiða réttargæslumanni yngri stúlkunnar útlagðan ferðakostnað samkvæmt yfirliti, samtals 22.160 krónur.
Málið dæma héraðsdómararnir Erlingur Sigtryggsson, Ólafur Ólafsson og Þorsteinn Davíðsson. Greiðir hinn síðastnefndi eftirfarandi sératkvæði:
,,Ákærði neitar hverri sök sem á hann er borin í málinu og hefur staðfastlega gert allt frá upphafi rannsóknar. Í 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er skýrt kveðið á um að sönnunarbyrði um sekt hans, og hvaðeina annað sem talið yrði honum í óhag, hvíli á ákæruvaldinu en ekki ákærða. Af 1. mgr. 109. gr. sömu laga má ráða að sönnunin þarf að vera sterkari en svo að hún verði vefengd með skynsamlegum rökum. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar telst hann saklaus, svo lengi sem sekt hans hefur ekki verið sönnuð.
Ákærði er í málinu borinn sökum í sex liðum. Einn ákæruliðurinn, hinn fjórði, hefur, að því er sönnun varðar, þá sérstöðu að þar bera tvö vitni en ekki eitt um það sem þau segjast sjálf hafa séð af ætlaðri háttsemi ákærða. Framburður þeirra beggja, [A] og [B], var afar skýr og trúverðugur um þá háttsemi sem ákærða er gefin að sök. [A] hefur raunar tvívegis komið fyrir dóm og borið um ætlaða háttsemi ákærða gagnvart sér og gefið þar gjörólík svör. Tel ég hana hafa gefið trúverðuga skýringu á tvennum ólíkum framburði sínum og fái sú skýring stoð í framburði vitnanna [D], [E] og [J]. Með hinum skýra og trúverðuga framburði stúlknanna tveggja, sem er samhljóða í öllum aðalatriðum, tel ég að slá megi föstu að sönnuð sé sekt ákærða samkvæmt fjórða ákærulið, og breyti þá ekki neitun hans, þó ákærði hafi verið staðfastur um hana og sjálfum sér samkvæmur. Þá þykir mér ekki hagga þessari niðurstöðu þó hvorug stúlknanna hafi getað borið um áberandi húðflúr ákærða, en ekki verður talið að húðflúr ákærða hefði hlotið að festast í minni stúlknanna við þessar aðstæður, þó ég taki undir þau sjónarmið meirihluta dómenda að sú staðreynd, að hvorug stúlkan gat borið um húðflúrið, er ekki til að styðja framburð þeirra, og þá enn síður að því leyti að [A] hefur borið um að atvikin hafi verið allnokkur. Tek ég undir niðurstöðu meirihluta dómenda um sekt ákærða samkvæmt þessum ákærulið og heimfærslu til refsiákvæða.
Samkvæmt framanrituðu tel ég sekt ákærða sannaða samkvæmt þessum ákærulið. Ekki er hins vegar heimilt að nýta sakfellingu um eitt brot til sönnunar um annað, og má um þá reglu, eftir því sem við á hér, vísa til dóms Hæstaréttar Íslands í máli númer 359/2002 sem kveðinn var upp hinn 30. janúar 2003.
Um aðra ákæruliði ber jafnan aðeins eitt vitni um að hafa sjálft séð eða fundið ætlaða háttsemi ákærða; [B] í þriðja ákærulið en [A] í öðrum ákæruliðum. Í dóminum er rakinn framburður [B] um þriðja ákærulið og er ég sammála meirihlutanum um hann. Að því athuguðu tel ég þær báðar, [B] og [A], vera skýrar í framburði sínum og trúverðugar. Hinu verður hins vegar ekki horft fram hjá, að ákærði hefur ekki síður verið skýr og eindreginn í sínum framburði. Hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og út af fyrir sig ekki ótrúverðugur. Eins og rakið hefur verið, hafa önnur vitni ekki getað borið um að þau sjálf hafi heyrt eða séð neitt til ætlaðra athafna ákærða þó sum þeirra hafi borið að önnur hvor stúlkan hafi síðar sagt sér eitt og annað um það sem gerzt hafi. Engin önnur sönnunargögn liggja fyrir í málinu sem bæta hér um betur. Þar sem skylt er að skýra allan vafa hinum ákærða í hag, þykir mér sem ákæruvaldið hafi ekki fært fram sönnun á sekt ákærða samkvæmt framangreindum ákæruliðum, svo hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa, og sé því óhjákvæmilegt að sýkna hann af þeim.
Ég hef hér komizt að þeirri niðurstöðu að sakfella beri ákærða samkvæmt fjórða ákærulið en sýkna af öðrum. Ég tek undir þau sjónarmið um refsiákvörðun sem rakin eru í dóminum og tel refsingu ákærða hæfilega ákveðna í dóminum. Í ljósi málsúrslita tek ég einnig undir dómsniðurstöðu um bætur til stúlknanna og sakarkostnað.“
Gætt var ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 80/2008 áður en boðað var til uppkvaðningar dóms. Liggja fyrir skriflegar yfirlýsingar sakflytjenda og réttargæslumanna um að þeir telji óþarft að flytja málið á ný.
D Ó M S O R Ð:
Ákærði, X, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði.
Ákærði greiði [A] 1.250.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2008 til 14. júní 2009, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Ákærði greiði [B] 500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. mars 2008 til 12. nóvember 2009, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Ákærði greiði 1.572.302 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Sigfússonar hdl., 627.500 krónur, réttargæslulaun Gunnhildar Pétursdóttur hdl., skipaðs réttargæslumanns [A], 313.750 krónur, útlagðan ferðakostnað sama lögmanns, 22.160 krónur og réttargæslulaun Arnbjargar Sigurðardóttur hdl., skipaðs réttargæslumanns [B], 313.750 krónur.