Héraðsdómur Reykjavíkur     Dómur  15. janúar 2020     Mál nr.  E - 1788/2019 :     Zuism, trúfélag   ( Gunnar Egill Egilsson  lögmaður )   g egn   Ríkissjóður Íslands   ( Guðrún Sesselja Arnardóttir  lögmaður )       Dómur       Þetta mál, sem var tekið til dóms 5. desember 2019, höfðar trúfélagið Zuism,  kt.  [...] , Nethyl 2b,  Reykjavík, með stefnu birtri 16. apríl 2019 á hendur íslenska ríkinu.       Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld   að  fjár hæð 4.395.600 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og  verð tryggingu nr. 38/2001 af 1.465.200 kr. frá 15. febrúar 2019 til 15. mars 2019, af  2.930.400 kr. frá þeim degi til 15. apríl 2019, og af 4.395.600 kr. frá þeim degi   til  greiðslu dags.       Stefnandi krefst að auki málskostnaðar úr hendi stefnda, þ.m.t. virðisauka skatts.     Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda svo og að stefnandi verði  dæmdur til að greiða honum málskostnað.         Málsatvik       Stefnandi, trúfélagið  Zuism, var stofnað hér á landi í apríl 2013 og hlaut sama  ár viðurkenningu sem skráð trúfélag, sbr. lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög  nr. 108/1999. Sam kvæmt lögunum er heimilt, að upp fylltum tilteknum skilyrðum, að  skrá trú félög og lífs skoð un ar félög sérstakri skrán ingu, sem veitir þeim ýmis réttindi og  leggur jafnframt á þau til teknar skyldur. Meðal þeirra réttinda sem skráð trúfélög njóta  er að fá greidda hlut deild af inn heimtum tekju skatti ríkissjóðs, sbr. 1. gr. laga um sókn - argjöld o .fl. nr. 91/1987. Í 2. gr. sömu laga segir að ríkissjóður skuli greiða 15. hvers  mánaðar, af óskiptum tekju skatti, fjár hæð er rennur til skráðra trúfélaga. Greidd er  fjárhæð fyrir hvern félags mann sem er skráður í félagið hjá Þjóðskrá Íslands. Ríkis - sjó ður hefur undan farin ár greitt stefn anda tiltekna fjárhæð í samræmi við lögin.        Í 3. gr. laga nr. 108/1999 er fjallað um skilyrði þess að félag fái skráningu. Í  grein ar gerð með því frumvarpi sem varð að lögunum kemur fram, að með hugtakinu   félag   2     trú ar  - semdir við frumvarpið í kafla 3.0. Í samræmi við þetta er í 1. mgr. 3. gr. lag anna kveðið  á um   það skilyrði fyrir skráningu trúfélags að það sé félag sem leggur stund á átrúnað  eða trú. Í 3. mgr. 3. gr. er þess krafist meðal annars að félagið hafi virka og stöð uga  starfsemi og í því sé kjarni félagsmanna sem iðkar trú sína reglu lega. Að auki er f élaginu  skylt að annast tilteknar athafnir.       Í 4. gr. laganna eru talin upp þau gögn sem félag þarf að leggja fram með umsókn  um skráningu. Þar segir að leggja þurfi fram lög félagsins og allar aðrar reglur sem  kunni að gilda um ráðstöfun fjármuna þess og   hvernig starfsemi þess verði háttað, svo  sem reglulegt samkomuhald eða annað sem gefi til kynna að starfsemin sé stöðug og  virk. Séu skilyrði 3. og 4. gr. laganna ekki öll uppfyllt geti félag ekki fengið skrán ingu  sem trúfélag.       Í 5. gr. laga nr. 108/19 99 segir að skráð trúfélög skuli fyrir marslok ár hvert  senda sýslumanni skýrslu um starfsemi sína á næstliðnu ári og jafnframt gera grein fyrir  breytingum sem hafa orðið á þeim atriðum sem upplýsa ber um þegar sótt er um skrán - ingu. Sérstaklega skal gera  grein fyrir breytingum á félagatali og ráðstöfun fjár muna  félags. Tilkynna skal sýslumanni þegar í stað um skipun, flutning og starfslok for stöðu - manns og um tilnefningu nýs forstöðu manns, sbr. 2. mgr. 5. gr.       Samkvæmt 6. gr. laganna er sýslumanni heim ilt að fella félag af skrá vanræki  það skyldur sínar eða séu skilyrði skráningar ekki lengur fyrir hendi. Þá beri að veita  félag inu skriflega viðvörun og setja því frest til þess að bæta úr því sem er áfátt og skal  frest urinn ekki vera skemmri en einn má nuður. Verði ekki bætt úr því innan frests ins  getur sýslumaður ákveðið að fella skráninguna úr gildi, en áður en það er gert skal gefa  stjórn félagsins kost á að tjá sig um málið.         Í upphafi voru einungis örfáir skráðir í trúfélagið Zuism, en á árunum 2 015 og  2016 fjölg aði félagsmönnum verulega, eftir ágreining sem hafði staðið um yfirráð yfir  félag inu. Sá ágreiningur reis vegna þess að árið 2014 kom upp óvissa um það hver væri  for stöðumaður trúfélagsins. Þáverandi forstöðumaður hafði samband við sýsl u mann og  kvaðst vera hættur störfum sem forstöðumaður félagsins. Það gerði hann í kjöl far þess  að sýslumaður sendi honum bréf þar sem minnt var á að stefnanda bæri að afhenda  embætti sýslumanns árlegra skýrslu, sbr. 5. gr. laga nr. 108/1999. Á þessum tím a var  hins vegar ekki tilkynnt um nýjan forstöðumann félags ins og kvaðst fyrr ver andi  forstöðumaður ekkert um það vita og neitaði að veita frekari upp lýsingar.       Af þeim sökum birti sýslumaður auglýsingu í Lögbirtingablaði, þar sem fram  kom að ekki væri   vitað um neina starfsemi í félaginu og hvorki væri kunnugt um hver  væri forstöðumaður né hverjir skipuðu stjórn þess. Í auglýsingunni var skorað á alla þá   3     sem teldu sig veita félaginu forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram innan til - tekins fres ts. Í kjölfar auglýsingarinnar gaf einn maður sig fram, A, og kvaðst fara fyrir  hópi manna sem hefði reynt að starfa í félaginu og vildi að það starf aði áfram. A var  skráður forstöðumaður félagsins 1. júní 2015, eftir að hann hafði sent sýslumanni gögn  þa r að lútandi.       Nýr forstöðumaður félagsins óskaði eftir því í febrúar 2016 að greiðslu sóknar - gjalda til stefnanda yrði frestað þar til skrifleg ósk þess efni bærist frá félaginu. Hann  kvað ástæðu beiðninnar vera þá að ekki hefði tekist að greiða úr málum   varð andi rekstr - ar félag trúfélagsins. Skömmu síðar var lögð fram stjórn sýslu kæra vegna þeirrar ákvörð - unar sýslumanns að skrá umræddan mann sem forstöðumann stefn anda.       Í kjölfar þessa ákvað sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem fer með hlut verk  sýslumanns á grundvelli laganna, sbr. reglugerð nr. 1152/2014, að stöðva tíma bundið  greiðslu sóknargjalda til stefnanda, þar eð óvíst væri að stefnandi uppfyllti almenn  skilyrði 3. gr. um skráningu trúfélaga. Stefnandi höfðaði þá mál á hendur stefnda fyri r  Héraðs dómi Reykjavíkur, sem fékk númerið E - 969/2016. Í því krafðist hann greiðslu  sóknargjalda sem sýslumaður hafði stöðvað greiðslu á. Á meðan það mál var til með - ferðar kvað innanríkisráðuneytið upp úrskurð, sem felldi úr gildi þá ákvörðun sýslu - manns   að skrá A sem forstöðumann stefnanda. Því lá ekkert fyrir um það hver væri  for stöðu maður stefnanda. Dómur var kveðinn upp í máli nr. E - 969/2016 7. febrúar  2017, þar sem stefndi var sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Það var niður staða  dóms ins að stef nandi hefði ekki fært sönnur á að hann upp fyllti skil yrði laga nr.  108/1999 og ætti rétt á greiðslum sóknargjalda á grundvelli laga nr. 91/1987 um sókn - ar gjöld o.fl. Dómurinn staðfesti að stefnda hefði verið rétt að halda eftir sóknargjöldum  á meðan óví st væri hvort stefnandi uppfyllti skil yrði lag anna um skrán ingu. Stefnandi  áfrýjaði ekki dóminum.       Eftir þessi málaferli var greitt úr óvissunni um forstöðumanninn og frá október  2017 var Ágúst Arnar Ágústsson skráður forstöðumaður stefnanda. Þegar það   lá fyrir  greiddi stefndi stefnanda sóknargjöldin. Stefnandi var hins vegar ósáttur við að ekki  hefðu verið greiddir dráttarvextir af gjöldunum. Hann höfðaði tvö ný mál á hendur  stefnda, annars vegar mál nr. E - 4080/2017, þar sem krafist var dráttarvaxta af   gjöld - unum og hins vegar mál nr. E - 3898/2018, þar sem krafist var skaðabóta.       Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 108/1999 skal skráð trúfélag árlega fyrir lok  mars mánaðar senda sýslumanni skýrslu um starfsemi sína á næstliðnu ári.    Í lok mars  2018 sendi s tefnandi embættinu skýrslu sína fyrir árið 2017. Í yfir liti yfir ráðstöfun fjár -         Fyrir tæpu ári, 4. febrúar 2019, birtist tilkynning á heimasíðu stefnanda, þar sem  fram  kom að forstöðumaður félagsins, Ágúst Arnar Ágústsson, hefði ákveðið að hætta  eftir fjög urra ára starf. Jafnframt kom fram í tilkynningunni að trúfélagið myndi aug lýsa   4      fundi félags ins   í  september 2018 hefði verið kosin ný stjórn sem hefði tekið við um ára mótin 2018/2019.   stöðu        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra taldi að með framangreindri tilkynningu  væri enn á n ý komin upp óvissa um það hver væri forstöðumaður stefnanda. Í bréfi  sýslu manns til Fjársýslu ríkisins, dags. 5. febrúar 2019, kom meðal annars fram að  embættið hefði engar upplýsingar, hvorki um það hverjir skipuðu hina nýju stjórn né  hver stýrði félag i  inu    ins væri  í mikill i óvissu og þess farið á leit við Fjársýslu ríkisins að greiðslur sókn ar gjalda til  félagsins yrðu  stöðvaðar að sinni , eða nánar tiltekið til 15. mars 2019 á meðan þessi  atriði væru í óvissu. Forsvarsmönnum stefnanda var ekki greint frá vænt an legu greið slu - falli.       Í samskiptum lögmanns stefnanda og starfs manns sýslumannsem bætt is ins með  tölvu pósti upp úr miðjum febrúar staðfesti lögmaðurinn að engin breyting hefði verið  gerð á skipun Ágústs Arnars Ágústssonar sem forstöðu manns trúfélagsins og að sý slu - manni yrði tilkynnt um slíkar breytingar. Hann krafðist þess að sóknargjöld yrðu greidd.  Starfs maður sýslu manns stað festi að honum hefðu borist þessar upplýsingar og greindi  jafnframt frá því að Ágúst Arnar hefði verið færður á lista yfir forstöðume nn skráðra  félaga. Hann tók fram að afstaða yrði tekin til annarra skilyrða fyrir skráningu innan  skamms.       Þann 19. febrúar 2019 sendi sýslumaður Ágústi Arnari bréf þar sem óskað var  eftir nánar tilgreindum upplýsingum um starfsemi trúfélagsins, með vísan   til 2. mgr. 4.  gr. og 5. gr. laga nr. 108/1999. Í svarbréfi lögmanns stefnanda dags. 8. mars 2019 neitaði  lögmaðurinn, fyrir hönd stefnanda, að svara spurn ingum sýslu manns efnis lega, þar sem   aga heim  framt  óskaði lögmaðurinn eftir því að sýslu maður veitti upp lýs ingar um á hvaða laga - grundvelli hann byggði fyrirspurn sína og var í því sam bandi vísað til leið bein ing ar - skyldu sýslumanns, sbr. 7. gr. stjórn sýslu laga nr. 37/19 93.       Um miðjan mars skiptust lögmaður stefnanda og sýslumaður á sjónarmiðum í  tölvu pósti. Lögmaður stefnanda vildi fá að vita á hvaða lagaheimild sýslumaður byggði  rannsókn sína, fór fram á að henni yrði tafarlaust hætt og að sókn ar gjöld yrðu greidd  lö gum sam kvæmt. Í tölvupósti 20. mars 2019 ítrekaði embætti sýslumanns að stefn andi  hefði ekki svarað efnis lega umbeðnum fyrir spurnum um starfsemi félagsins. Tekið var  fram að sýslu maður hefði ótví ræða laga heim ild til þess að óska þessara upp lýs ing a, sbr.  5. gr. laga nr. 108/1999, svo og að honum væri skylt að ganga úr skugga um að skil yrði  lag anna fyrir skráningu trú félags væru uppfyllt.    5         Í lok mars 2019 sendi stefnandi embættinu leiðrétta skýrslu fyrir árið 2017, en  þá var liðið ár frá því að  hann sendi sýslumanni upphaflega skýrslu fyrir það ár. Í yfir liti  yfir ráðstöfun fjármuna voru fjárhæðir allar aðrar en þær sem tilgreindar voru í yfir litinu  sem stefnandi sendi embættinu í lok mars 2018 og engin fjárhæð var færð í reit inn          Sýslumaður óskaði eftir því við Fjársýslu ríkisins að greiðslur sóknar gjalda yrðu  áfram stöðvaðar, mánuð í senn, þar eð fyrirspurn sýslu manns á grund velli 5. gr. laga nr.  108/1999, um skýringar á ýmsum atriðum er vörðuðu starf semi stefn anda,   hefði ekki  verið svarað. Sýslumaður telur að af þeim gögnum sem embættið hafi undir höndum  verði ekki ráðið að félagið upp fylli skil yrði skráningar og því sé rétt að greiðslur á  sóknargjöldum verði stöðv aðar tíma bundið, þar til veittar hafa verið umbe ðnar  upplýsingar.       Stefnandi höfðaði þetta mál með stefnu birtri 16. apríl 2019. Fimm mánuðum  síðar, 13. september 2019, sendi stefnandi embætti sýslumanns svar við bréfi embætt - isins frá 19. febrúar sama ár. Með svar bréf inu fylgdi ársreikningur félagsi ns fyrir árið  2017 og var hann áritaður af for stöðu manni sama dag og bréfið var sent sýslumanni.       Málsástæður og lagarök stefnanda       Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefnda sé skylt að greiða sér sóknargjöld  sam kvæmt skýrum ákvæðum laga nr. 91/198 7 um sóknargjöld o.fl. Hann byggir einnig  á því að sýslumaður hafi látið stöðva greiðslur sóknar gjalda til stefnanda án laga - heimildar. Auk þess hafi sýslumaður ítrekað brotið gegn megin reglum stjórnsýslu - laga  nr. 37/1993, svo sem leiðbeiningarreglu, ran nsóknar reglu og gegn andmælarétti stefn - anda.        Stefnandi byggir á því að sýslumaður og Fjársýsla ríkisins hafi tekið íþyngj andi  stjórnvaldsákvörðun um rétt stefnanda. Þessar ákvarðanir hafi verið teknar án rök stuðn - ings og án þess að stefnandi kæmi að   sjónarmiðum sínum eða mót mælum, enda hafi  stefnanda ekki verið tilkynnt um ákvörðun sýslumanns, heldur hafi hann frétt af henni  frá Fjársýslu ríkisins. Þá hafi sýslumaður í engu fylgt skyldu sinni til að upp lýsa stefn - anda um stöðu mála.       Samkvæmt bráð abirgðaákvæði XII í lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl.  skuli gjald, sem rennur til skráðra trúfélaga, vera 925 krónur á mánuði fyrir árið 2019  fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári. Skráð sókn - ar börn trúfélagsin s Zuism skv. þessu ákvæði fyrir árið 2019 séu 1.584 talsins. Stefnu - krafa stefnanda byggist á framangreindu og er sundurliðuð á eftirfarandi hátt:      1.465.200 kr. frá 15. febrúar 2019 til 15. mars 2019,       2.930.400 kr. frá 15. mars 2019 til 15. apríl 2019,     6        4 .395.600 kr. frá 15. apríl 2019 til greiðsludags.       Samtala sóknargjalda sé 4.395.600 krónur sem sé stefnufjárhæð málsins.        Krafa stefnanda byggist á lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. og lögum nr.  108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Ste fnandi byggir einnig á lögum nr.  91/1991 um meðferð einkamála. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefn - andi við reglur III. og V. kafla laga nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðst við 129.  og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Varðandi varnarþing vísast til 33.  gr. laga nr. 91/1991.       Málsástæður og lagarök stefnda       Stefndi and mælir öllum málsástæðum stefnanda. Stefndi vísar fyrst til þess að  samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá sé heimilis fang stefnanda skráð að Net hyl 2b í  R eykjavík. Félagið hafi það heimilisfang einnig skráð hjá Fyrir tækja skrá ríkis skatt stjóra  og í netsímaskránni ja.is. Þegar húsnæðið að Net hyl 2 sé skoðað verði ekki greint að  þar fari fram nein starfsemi sem geti átt við trú félagið Zuism. Í veð bók hú ss ins séu ekki  upp lýs ingar um það að trúfélagið hafi nokkru sinni gert leigu samn ing um afnot af  húsnæði þar eða verið skráð sem eigandi hús næðisins.       Samkvæmt lögum nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög sé það  skil yrði fyrir skráningu   félags að það hafi virka og stöðuga starfsemi, sem felist meðal  ann ars í reglulegum samkomum eins og nánar sé greint í 3. gr. laganna. Orðalagið virk  og stöðug starfsemi sé ekki skýrt frekar í lögunum, en að mati stefnda sé ekki unnt að  skilja það á anna n hátt en þann að starfsemin sé stöðug, dag leg eða vikuleg.       Í skýrslu sem stefnandi afhenti um starfsemi ársins 2017 komi fram að félagið  hafi haldið 36 samkomur á því ári og í skýrslu sem stefn andi hafi afhent um starfsemi  ársins 2018 komi fram að sam komur hafi verið 49. Í félagið séu nú skráðir hátt í 2000  félags menn og ætla verði að félag með slíkan fjölda félagsmanna þurfi nokkurt hús pláss  til að halda uppi reglulegri starfsemi. Engar upplýsingar liggi hins vegar fyrir um það  hvar meintar samkomur   félagsins fari fram, hvorki á vef félagsins né annars staðar.  Ekkert verði ráðið af vef stefn anda,  www.zuism.is , hvar samkomur fari fram eða  hvernig unnt sé að taka þátt í starf semi félagsins eða iðka þau trú ar brögð   sem félagið  kenni sig við. Þá séu ekki neinar samkomur aug lýstar þar. Eins og greini í lýs ingu  málavaxta hafi félaginu verið send fyrir spurn þar sem óskað var upp lýs inga um hvar  starf semi félagsins færi fram og hvernig henni væri háttað. Við fyrir s purn inni hafi ekki  borist nein efnisleg svör. Stefndi telur í ljósi þessa að veru legur vafi leiki á um það að  félagið stundi eiginlega starfsemi trúfélags, enda liggi engar upp lýs ingar fyrir um sam - komu stað eða hvernig samkomur séu kynntar félags mönn um.       Á vefsíðu stefnanda komi fram að félagið endurgreiði sóknargjöld þeim sem um   7     það sækja á vef félagsins. Þar komi einnig fram að sóknargjöld hafi verið greidd öllum  sem sóttu um það fyrir síðasta ár og að fjárhæðin hafi numið 9.310 kr. handa hverjum  o g einum umsækjanda. Meðal þeirra gagna sem stefn andi lagði fram með umsókn sinni  um skráningu trúfélags eru lög félagsins. Í 5. kafla þeirra séu reglur um ráð stöfun  fjármuna félagsins. Þar sé þess ekki getið að félagið hafi heimild til að ráð stafa  sókna rgjöldum á þennan hátt eða að það hafi heimild til að greiða félags mönnum  nokkuð, enda geti það aldrei samræmst hlut verki trúfélags að miðla fé úr ríkis sjóði til  félags manna þess. Á vef stefn anda segi að einn af helgisiðum Zúista, svo kallað  Amargi ,  s é að endurgreiða sókn ar gjöld. Það sé byggt á því að Súmerar hafi fellt niður skuldir  vegna þeirrar áhættu sem fylgi skuldasöfnun. Stefndi telur þessa lýs ingu á helgi sið með  nokkrum ólík inda blæ, og til marks um það að félagið sé í raun mála mynda féla g.  Félaginu hafi verið send fyrir spurn um það hvort greiðsla til félags manna hafi farið  fram, hversu mikið hafi verið greitt og hvernig það samrýmist lögum félags ins. Við  þessari fyrirspurn hafi ekki borist efnis leg svör frekar en öðrum.       Í skýrslu se m stefnandi afhenti sýslumanni í lok mars 2018 vegna ársins 2017   þess að nokkrar skýr ingar fylgdu. Einnig hafi verið óskað skýringa á fjárreiðum félags - ins vegna þessa í  bréfinu frá 19. febrúar 2019, en engin efnisleg svör borist. Nokkru  síðar, 31. mars 2019, hafi borist leiðrétt skýrsla þar sem liðurinn  óvenjul egir liðir   var  felldur út og færð inn eign að fjárhæð 46.625.648 kr., en án frekari skýr inga. Óskað hafi  verið  nánari skýringa á fjárreiðum félags ins, auk þess sem óskað hafi verið eftir afriti  af ársreikningi félagsins fyrir árið 2017, en í 23. gr. laga félags ins komi fram að lög giltur  endurskoðandi skuli semja árs reikn ing félagsins og gera upp bók hald þess.   Stefn andi  sendi sýslumanni 13. september 2019 eintak af árs reikn ingi félags ins fyrir árið 2017.       Með hliðsjón af framangreindu telur stefndi verulegan vafa leika á því að stefn - andi sé í raun starfandi sem trúfélag, heldur sé það í reynd málamynda fé lags skapur.  Stefnandi hafi vefengt heimildir sýslumannsins á Norðurlandi eystra til eftir lits. Í 5. gr.  laga nr. 108/1999 komi fram að senda beri sýslumanni upp lýs ingar um þau atriði sem  gera beri grein fyrir við skráningu og tekið fram að tilgreina ei gi sérstaklega ráð stöfun  fjármuna. Þá skuli tilkynna sýslumanni þegar í stað um skipun, flutning og starfs lok  forstöðumanns og um tilnefningu nýs forstöðumanns. Í athuga semdum með því frum - varpi er varð að lögum nr. 108/1999 segi meðal annars um 5. gr.  að þær reglur sem þar  komi fram séu eðlilegar þegar höfð séu í huga réttaráhrif skrán ingar. Einkum sé haft í  huga eftirlit með ráðstöfun þeirra fjármuna sem renna til félags ins í formi sóknargjalda  og með stöðu forstöðumanns. Að mati stefnda hafi stefn a ndi ekki fylli lega svarað  spurningum sem sýslumaður hafi lagt fyrir stefn anda, þar á meðal um fjár reiður  trúfélagsins Zuism.    8         Samkvæmt 6. gr. laga nr. 108/1999 sé sýslumanni heimilt, að undangenginni  þeirri málsmeðferð sem kveðið er á um í þeirri grein , að fella niður skráningu félags séu  skil yrði fyrir skráningu þess ekki lengur uppfyllt eða vanræki félagið skyldur sínar sam - kvæmt lögunum. Samkvæmt 5. og 6. gr. laganna þurfi þau skilyrði sem lögin kveða á  um fyrir skráningu trúfélags einnig að vera up pfyllt á meðan félag starfar. Í almennum  athugasemdum með frumvarpi til laganna komi meðal annars fram um skil yrði fyrir því  að trúfélag verði skráð að rétt sé að gera ráð fyrir því að dóms -   og kirkju málaráðuneytið  (nú sýslumaðurinn á Norður landi eystra , sbr. lög nr. 145/2013 og reglugerð nr.  106/2014 og 1152/2014) geti óskað eftir öllum þeim gögnum sem skipta máli við mat  á því hvort skilyrðum lag anna um skráningu sé full nægt. Þær kröfur sem séu gerðar um  skráningu séu óbreyttar frá þeim reglum sem áð ur giltu, að öðru leyti en því að bætt sé  við að krefjast megi gagna um tengsl trú félags við erlendar eða alþjóðlegar  trúarhreyfingar ef því er að skipta. Einnig komi fram í athuga semd unum að sjálfsagt og  eðlilegt sé að félag geri grein fyrir ráðstöfun  þeirra fjár muna sem til þess renna á  grundvelli laga um sóknar gjöld o.fl. Í frum varp inu sé því lagt til að skýrt verði kveðið  á um upp lýs inga gjöf um ráðstöfun fjár muna sem renna til skráðra trú félaga skv.  nefndum lögum, sbr. nánar 5. gr. frum varp s ins.       Það sem rakið hafi verið sýni að það sé lagt í mat sýslumannsins á Norður landi  eystra hvort félag uppfylli hverju sinni þau skilyrði sem séu fyrir skrán ingu þess og  nánar koma fram í 3. og 4. gr. laga nr. 108/1999. Til þess að unnt sé að leggja  mat á það  þurfi sýslumaður ótvírætt að afla þeirra upplýsinga sem við eiga veiti félag þær ekki  sjálft. Á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar hafi sýslumaður sent stefn anda fyrir spurnir,  sem vörðuðu meðal annars starfsemi félagsins og fjárreiður þess. Sýsl umaður hafi jafn - framt óskað eftir árituðum ársreikningi félagsins fyrir starfsárið 2017, væri hann væri  fyrir hendi. Með því að biðja um upplýsingar frá stefn anda hafi stefndi sinnt rann - sóknarskyldu sinni, svo unnt yrði að ákveða fram hald máls ins. Jaf n framt felist í beiðn - inni leiðbeiningar til stefnanda um þær upp lýs ingar sem beri að gera grein fyrir sam - kvæmt lögunum, sbr. lögskýringar gögn. Þá sé aug ljóst að mati stefnda að stefn anda hafi  verið heimilt að koma að andmælum sínum, sem hann reynda r gerði þegar hann neitaði  að svara spurningum sýslumanns. Stefndi hafnar því þess vegna alfarið að brotið hafi  verið gegn fram an greindum megin reglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993.       Með hliðsjón af ákvæðum laganna um eftirlitsskyldu sýslumanns og skilyrð um  fyrir skráningu trúfélags, og athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr.  108/1999, verði að mati stefnda að líta svo á að sýslumanni sé bæði heimilt og skylt  sam kvæmt lögunum að óska þeirra upplýsinga og gagna er fram koma í bréfinu sem  sýslu mað ur sendi forstöðumanni stefnanda 19. febrúar 2019. Á meðan stefnandi hafi  ekki svarað fyrirspurnum sýslumanns og á meðan gögn sem óskað hafi verið eftir hafi  ekki borist telji stefndi að starfsemi félagsins sé í mikilli óvissu og að ekki séu forsendur   9     til  að meta hvort félagið uppfylli þau skilyrði sem lögin kveða á um fyrir skrán ingu  trúfélags og áframhaldandi starfsemi þess.       Með því að biðja Fjársýslu ríkisins að stöðva greiðslu sóknargjalda til stefn anda  um sinn, á meðan athugun á fjárreiðum og starf semi stefnanda fer fram, telur stefndi að  sýslumaður hafi sinnt lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. Þetta úrræði sé væg ara úrræði  en afturköllun skráningar trúfélags skv. 6. gr. laganna og telur stefndi að með því hafi  verið gætt meðalhófs, enda séu fleiri   réttaráhrif tengd skrán ingu trúfélags en réttur til  sóknargjalda, svo sem lagalegt gildi tiltekinna athafna for stöðu manna. Sókn ar gjöld séu  hins vegar tekin af almannafé og því séu veru legir almanna hagsmunir fólgnir í því að  sóknargjöld séu greidd á   réttan hátt og ein göngu til þeirra sem eru bærir til þess að taka  við þeim, þ.e. þeirra sem uppfylla skil yrði lag anna um skrán ingu trú félaga. Þessir  almannahagsmunir vegi að mati stefnda þyngra en hags munir félags ins, enda telur  stefndi alls óvíst  að stefn andi eigi rétt á greiðslum úr ríkis sjóði, sbr. það sem að framan  er rakið.       Að lokum bendir stefndi á að aðgerðin sé tímabundin. Komi í ljós að félagið  upp fylli skilyrði skráningar verði sóknargjöld greidd félaginu eftir gildandi reglum. Það  sé   því í höndum stefnanda að veita umbeðnar upplýsingar og eyða óvissu um starf semi  félagsins, eins og hann hafi áður gert, til þess að hann fái sóknargjöld greidd. Dómur  Héraðs dóms Reykjavíkur í máli nr. E - 969/2016 sem sé end anlegur, stað festi að stefnd a  sé heimilt að stöðva greiðslur sóknar gjalda sé óvissa um það hvort stefn andi upp fylli  skilyrði laga um skráningu trú félaga. Að mati stefnda ber því að sýkna hann af öllum  kröfum stefn anda.       Niðurstaða       Stefnandi höfðar þetta mál til þess að fá gre idd sóknargjöld úr ríkissjóði. Krafan  er um sóknargjöld fyrir þrjú tímabil. Í málinu liggur fyrir að embætti sýslu manns ins á  Norðurlandi eystra telur enn óljóst hvort stefnandi uppfylli skilyrði laga nr. 108/1999  um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og   því hefur stefnandi ekki fengið greidd nein  sóknargjöld frá 15. febrúar 2019.       Í þessu máli þarf að svara því hvort sýslumanni hafi verið heimilt að stöðva um  sinn greiðslur sóknargjalda til stefnanda.       Það er ótvírætt að embætti sýslumannsins á Norðurl andi eystra ber að hafa eftir - lit með starfsemi stefnanda sem annarra skráðra trúfélaga, sbr. 5. gr. laga nr. 108/1999.  Til þess að gegna þeirri eftirlitsskyldu þarf embættið að ganga úr skugga um að skráð  trúfélög uppfylli skilyrði skráningar, ekki einvör ðungu í upphafi heldur ætíð.       Embættið taldi vafa leika á því að stefnandi uppfyllti skilyrði þessara laga. Það  taldi sér því ekki heimilt að greiða félag inu sóknargjöld úr ríkissjóði. Í því skyni að gefa   10     stefnanda færi á að eyða þessari óvissu sendi sýs lumaður for stöðumanni stefn anda  erindi 19. febrúar 2019 og óskaði með því frekari upplýsinga um fjögur atriði í starf semi  stefn anda sem hann taldi ekki liggja nægilega skýrt fyrir.       Sjö mánuðum síðar, 13. september 2019, svaraði forstöðumaður stefnand a  erindi sýslumanns. Með svarinu fylgdi ársreikningur stefnanda fyrir árið 2017, sem  sýslu maður hafði beðið um, væri hann til. Sýslumaður taldi nauðsynlegt að fá skýr ingar  á upplýsingum um fjármál stefnanda sem stefnandi hafði veitt í skýrslu til sýslu m anns  í lok mars 2018 og vikið er að í lýsingu málavaxta.       Það er skil yrði 23. gr. samþykkta stefnanda að löggiltur endurskoðandi, sem sé  ekki félags maður, geri upp bókhald félagsins og semji ársreikning. Árs reikn ingurinn  sem stefnandi sendi sýslumanni   upp fyllir ekki það skilyrði, í það minnsta var hann ekki  áritaður af endurskoðanda og ekki verður séð að endurskoðandi hafi komið að gerð  hans. Meiru varðar þó að ársreikningurinn uppfyllir ekki skilyrði laga um árs reikn inga  nr. 3/2006, þar á meðal ekk i ákvæði 4. mgr. 6. gr. þeirra. Samkvæmt því skal við hvern  lið í efnahags -   og rekstrar reikn ingi sýnd sam svar andi fjárhæð fyrir fyrra reikn ingsár til  samanburðar. Í þessum árs reikn ingi er ekki neinn samanburður við árs reikn ing ársins  2016. Ekki er u heldur upp fyllt skilyrði 2. mgr. 3. gr. þess efnis að í árs reikn ingi verði  að vera skýringar. Stefnandi gerir því ekki grein fyrir því hvaða góða mál efni það var  sem hann veitti háa styrki árið 2017, í hverju aðkeypt þjón usta fyrir umtals verðar  fjá rhæðir fólst, svo og hvaða kostnað tengdan viðburðum félagið þurfti að greiða og  síð ast en ekki síst hvaða tengdi aðili það var sem fékk afar hátt lán frá stefn anda árið  2017. Í árs reikn ingnum voru ekki skýringar við einn einasta lið.       Sýslumaður óska ði einnig upplýsinga um aðstöðu félagsins því ekki yrði séð að  nein starfsemi væri á skráðu lögheimili stefnanda auk þess sem það gæti ekki hýst þann  fjölmenna hóp sem væri skráður í félagið. Sýslumaður óskaði upplýsinga um það  hvenær samkomur væru haldnar   og hvernig þær væru auglýstar félagsmönnum. Auk  þess óskaði hann upplýsinga um það hvar félagið leigði húsnæði og hvort samkomur  væru haldnar þar. Stefnandi svaraði því meðal ann  aðstöðu hjá þriðju aðilum vegna stærr  voru né hvar aðstaðan var. Í árs reikn ingi þess árs kemur ekki heldur fram að félagið hafi  greitt leigu fyrir húsnæði.         og b  húsum til þess að lágmarka húsnæðiskostnað. Einnig hefði  félagið aðgang að stórum sal á nánar tilgreindum stað í Borgartúni í Reykjavík. Þar  hefðu samkomur verið haldnar og athafnir farið fram. Ekki væri þó til sundur lið aður  list i yfir athafnir og sam komur félagsins árið 2017.       Þegar stefnandi sótti um skráningu sem trúfélag árið 2013 gaf hann upp að  félagið tengdist móðurkirkju Zuism í Delaware - fylki í Bandaríkjunum. Í bréfi sínu dags.   11     19. febrúar 2019 tók sýslu maður fram að y firvöld í því fylki virtust ekki hafa neinar  upp lýs ingar um þessa móður kirkju stefnanda. Af þeim ástæðum og með vísan til 3.  tölu liðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 108/1999 óskaði sýslu maður eftir nánari upp lýs ingum  um móður kirkjuna, svo og um tengsl st efnanda við hana.        Stefnandi svaraði því til að staðfestingu um stofnun og starfsemi samtaka Zuista  í Delaware mætti eflaust fá frá félagaskrá Delaware. Stefnandi lagði hins vegar ekki  fram nein gögn um tilvist þeirra trúarsamtaka en sagði að markmiðið m eð sam starfi  þessara tvennra samtaka væri að koma skilaboðum Zuism til sem flestra.       Í erindi sínu 19. febrúar 2019 vísaði sýslumaður í fjórða lagi til þess að trú -   og  lífs skoðunarfélög fengju árlega greidd sóknargjöld. Samkvæmt upplýsingum á vef  stefn anda endurgreiddi félagið félagsmönnum sínum sóknargjöldin. Af þessum sökum  óskaði sýslumaður upplýsinga um það hversu háar endurgreiðslurnar hefðu verið,  hverjir hefðu fengið þær, hvernig þær færu fram og á hvaða lagastoð félagið byggði  þær.       Í svari sín u kvaðst stefnandi hafa leitað til Persónuverndar sem hefði bent honum  á að til þess að afhenda mætti sýslumanni umbeðin gögn þyrfti eitthvert skil yrða 9. gr.  laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga að vera upp fyllt.  Stefnandi teldi   ekkert skilyrðanna uppfyllt og hann gæti því ekki svarað þessum þætti í  erindi sýslumanns.        Þótt það tengdist ekki lögum um persónuvernd svaraði stefnandi því ekki  hvernig endurgreiðslan færi fram, hversu háar endurgreiðslurnar hefðu verið, né heldur  á  hvaða lagaheimild það byggðist að félagið greiddi félagsmönnum sóknargjöld sem  því væru afhent til uppbyggingar safnaðarstarfs.       Samkvæmt fram lögðum gögnum hefur stefnandi ekki veitt sýslumanni frekari  upp lýsingar. Hann segir þó í lok bréfs síns, 13. se ptember 2019, að óski sýslumaður  frek ari upplýsinga sé sjálfsagt að verða við því.          Eins og áður greinir ákvað sýslu maður að óska eftir því við Fjársýsluna 5.  febrúar 2019 að hún stöðvaði að sinni greiðslur sókn ar gjalda til stefnanda þar eð vafi  lék i á því að félagið uppfyllti skilyrði laga. Dóminum sýnist ljóst að sýslumaður hafi þá  hvorki haft fullnægjandi upplýsingar um aðsetur né starf semi stefnanda og þar með ekki  fullnægjandi upplýsingar um hvort uppfyllt væri það skilyrði 3. mgr. 3. gr. laga  nr.  108/1999 að félagið hefði náð fótfestu og starfsemi þess væri virk og stöðug. Einnig  liggur fyrir að sýslumaður hafði ekki fengið fullnægjandi skýringar á ráðstöfun fjár - muna félagsins í skýrslu sem það afhenti sýslumanni í mars 2018. Auk þess hafði  fé lagið tilkynnt að það endurgreiddi félagsmönnum sóknargjöldin sem það fengi úr  ríkis sjóði án þess að fyrir því væri ótvíræð lagastoð.       Vegna eftirlitskyldu sinnar ber sýslumanni, eins og áður segir, að ganga úr   12     skugga um að skráð trú félög uppfylli á hve rjum tíma skilyrði laga nr. 108/1999. Af  þessum sökum óskaði embættið upplýsinga frá forstöðumanni stefnanda, með bréfi  dagsettu 19. febrúar 2019.       Fyrsta svarið sem sýslumanni barst frá stefnanda, í lok mars 2019, leiðrétt  skýrsla fyrir starfs árið 2017,   eyddi ekki þeirri óvissu hvort félagið uppfyllti skilyrði  lag anna. Stefnandi gaf ekki neinar skýringar á því hvers vegna svo mikill munur var á  fjár hæðum til greindum í upphaflegri skýrslu ársins 2017 og leið réttri skýrslu fyrir það  ár. Hvernig fjár mu num félagsins hafði verið ráðstafað var því enn óljósara eftir en áður.  Sýslu maður hafði því ekki fullnægjandi upplýsingar til þess að geta slegið því föstu að  stefn andi upp fyllti skilyrði laganna og þar með að hann ætti rétt til sóknar gjalda úr ríkis - sjóði. Það var því eðlilegt að sýslumaður bæði Fjársýsluna að stöðva enn um sinn  greiðslur sókn argjalda til stefnanda. Fram í miðjan september sl. sendi stefn andi sýslu - manni ekki neinar upplýsingar sem gátu breytt þessari stöðu.       Þær upplýsingar sem st efnandi veitti sýslumanni í svarbréfi sínu 13. september  2019 breyttu henni ekki heldur. Eins og rakið hefur verið veitir ársreikningurinn ófull - nægj andi upplýsingar um ráðstöfun fjármuna félagsins. Jafnframt veitti stefnandi ófull - nægjandi upp lýs ingar  um aðsetur félagsins, svo og samkomur og athafnir þess. Félagið  tilgreindi ekki hversu margar skírnir fóru fram, ferm ingar, giftingar eða útfarir. Ekki  var heldur greint frá því hvenær samkomur hefðu verið haldnar, en í upp haf legri skýrslu  stóð að þær h efðu verið 36.       Dómurinn fellst því á það með stefnda að stefnandi hafi ekki enn veitt embætti  Sýslu mannsins á Norðurlandi eystra fullnægjandi upplýsingar til þess að sýslumaður  geti metið hvort félagið hafi náð fótfestu, þannig að starfsemi þess sé virk   og stöðug og  að í því sé kjarni félagsmanna sem iðki trú sína á reglubundnum samkomum. Dóm ur inn  fellst einnig á að stefnandi hafi ekki veitt embættinu fullnægjandi upplýsingar til þess  að sýslumaður geti haft eftirlit með ráðstöfun fjármuna sem renna ti l félagsins úr ríkis - sjóði sem sóknargjöld. Í svari sínu til sýslumanns vék stefnandi ekki að því einu orði á  grund velli hvaða heimildar hann endurgreiddi félagsmönnum sóknargjöldin.       Dómurinn telur því að embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hafi  haft  næga lagastoð til þess að stöðva að sinni greiðslu sóknargjalda úr ríkissjóði þar til  embætt inu bærust full nægj andi upplýsingar um starfsemi og fjármál stefnanda.        Að mati dómsins hefur stefnandi ekki sýnt fram á að sýslumaður hafi vanrækt  máls m eðferðarreglu stjórnsýsluréttar sem kann að hafa skipt máli á því tæpa ári sem er  liðið frá því að sýslumaður hóf athugun á því hvort stefnandi uppfyllti skilyrði laga til  þess að viðhalda skráningu sinni sem trúfélag. Rökstuðningurinn fyrir því að stöðva  greiðslur sóknargjalda um sinn kom fram í fyrirspurn embættisins, dags. 19. febrúar  2019. Það er ljóst að ónógar upplýsingar frá stefnanda um þau atriði sem þar var spurt  um var ástæða þess að embættið taldi sér ekki heimilt, nema að betur athuguðu máli, a ð   13     líta svo á að stefnandi uppfyllti skilyrði skráningar. Um leið og stefnanda barst þessi  fyrirspurn hefði hann getað eytt þeirri óvissu sem sýslumaður taldi komna upp. Stef - nandi andmælti því hinsvegar að sýslumaður mætti yfirhöfuð afla sér upplýsinga um  starfsemi stefnda. Dómurinn telur að sýslumaður hefði ekki getað leiðbeint stefn anda  frekar en hann gerði í bréfum sínum. Fyrirspurn sýslumanns var skýr og það var ekki  vegna þess að sýslumaður leiðbeindi stefnanda ekki nægilega að svör stefnanda 13.  sept ember 2019 voru ekki nægilega skýr.       Að mati dómsins gætti embættið fyllilega meðalhófs þótt gögn frá félaginu væru  ófullnægjandi því ekki var gengið lengra en að stöðva greiðslur til félagsins, mánuð í  senn, þótt alvar legra úrræði hefði komið til greina , að undangenginni við vörun, sbr. 6.  gr. laga nr. 108/1999. Dómurinn fær ekki séð að unnt hefði verið að beita vægara úrræði  á meðan leyst er úr því hvort stefnandi uppfyllir skilyrði laga nr. 108/1999.         Dómurinn telur stefnanda því ekki hafa sýnt fram  á að hann hafi, enn sem komið  er, veitt embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra fullnægjandi upplýsingar um  starfsemi og fjármál stefnanda. Það réttarástand sem veitti sýslumanni heimild til þess  að stöðva greiðslur til stefnanda um sinn stendur því enn . Þar eð stefnandi hefur ekki  sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga nr. 108/1999 til þess að skylt sé að greiða  honum sóknargjöld verður stefndi sýknaður af kröfu stefnanda.          Þrátt fyrir þessi málsúrslit þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað a f málinu.       Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm.      D Ó M S O R Ð       Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnanda, trúfélagsins Zuism.       Málskostnaður milli aðila fellur niður.                   Ingiríður Lúðvíksdóttir