Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. september 202 5 Mál nr. S - 3957/2025 : Héraðssaksóknari (Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Algimantas Saltenis (Snorri Sturluson lögmaður) Carlos Alberto Lara Leonides (Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður) og Jorge Fernando De Vuono Otarola ( Birkir Már Árnason lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. ágúst sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssak sóknara 3. júlí 2025 , á hendur Algimantas Saltenis, kt. , í Reykjavík, Carlos Alberto Lara Leonides , ríkisborgara , fæddum , og Jorge Fernando De Vuono Otarola , ríkisborgara , fæddum , fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í apríl 2025 í félagi staðið að innflutningi á samtals 3.002,01 g af kókaíni, sem hafði 78 80% að styrkleika, sem falið var í þremur pottum, frá Spáni til Íslands ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni en fíkniefnin fundust við leit í bifreiðinni við handtöku ákærðu sunnudaginn 13. apríl, þegar lögregla stöðvaði bifreiðina á Kjalarnesi á leið þeirra frá Reykjavík að á Akranesi þar sem þeir ætluðu að fjarlægja fíkniefnin úr pottunum og undirbúa sölud r eifingu þeirra. Ákærðu skiptu með sér verkum sem hér greinir; 1. Ákærði Jorge flutti fíkniefnin frá Spáni til Íslands falin í þremur pottum í ferða - tösku með farþegaferjunni Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar að morgni miðviku - dagsins 9. apríl en daginn efti r hélt ákærði áfram för sinni með langferðabifreiðum og kom með fíkniefnin til Reykjavíkur föstudaginn 11. apríl en ákærði dvaldi á hótelinu í þar til meðákærði Algimantas sótti hann sunnudaginn 13. apríl og sama dag fékk ákærði greiddar 5.000 evru r inn á bankareikning sinn fyrir milligöngu meðákærða Carlos. 2 2. Ákærði Carlos setti sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin og afhenti meðákærða Jorge þau á Spáni föstudaginn 4. apríl og lét honum í té leiðbeiningar um ferða tilhögun og lagði út fyrir ferðakostnaði og samdi við óþekktan mann um greiðslur til ákærða og meðákærða Jorge fyrir að flytja fíkniefnin til Íslands en ákærði kom hingað til lands aðfaranótt sunnudagsins 13. apríl með flugi frá Madríd og tók meðákærði Alg imantas á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ók honum að . Að morgni sunnudagsins 13. apríl sóttu ákærði og meðákærði Algimantas meðákærða Jorge á hótelið og vog og smelluláspoka að í Reykjavík en ákærði átti að koma því til leiða r að fíkniefni n yrðu fjarlægð úr pottunum og vi g tuð til að hægt yrði að koma þeim í söludreifingu. Við handtöku sunnudaginn 13. apríl var ákærði með 2.000 evrur í reiðufé sem meðákærði Algimantas hafði látið hann fá. 3. Ákærði Algimantas átti í samskiptum við óþekktan man n föstudaginn 1 1 . apríl um að útvega tiltekin verkfæri auk upplýsinga um en sunnudaginn 13. apríl lagði lögreglan hald á verkfæri að . Ákærði Algimantas sótti meðákærða Carlos á Keflavíkurflugvöll aðfaranótt sunnudagsins 13. apríl og ók honum að og sótti meðákærða Carlos aftur að morgni sama dags og skömmu síðar meðákærða Jorge að hótelinu auk þess sem ákærði sótti vog og smelluláspoka að , allt til að hægt yrði að fjarlægja fíkniefnin úr pottunum og koma þeim í sölud r eifingu. Ákærði tók ú t úr hraðbanka samtals 5.000 evrur í reiðufé dagana 9. og 10. apríl og afhenti meðákærða Carlos 2.000 evrur í reiðufé sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutning á fíkniefnunum. Telst þetta varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess e r krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakar - kostnaðar. Þess er krafist að framangreind fíkniefni verði gerð upptæk með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og f íkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með áorðnum breytingum. Þess er krafist að verkfæri, sbr. munaskrá nr. , og grammavog og smelluláspokar, sbr. munaskrá , verði gerð upptæk með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr . 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með áorðnum breytingum. Þess er krafist að samtals 2.000 evrur í reiðufé sem fundust við leit á ákærða Carlos við handtöku, sbr. munaskrá , verð i gert upptækt með vísan til 1. mgr. 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009. Þess er krafist að eftirfarandi munir ákærðu verði gerðir upptækir með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegning arlaga: 3 Þess er krafist að ákærða Jorge verði gert að sæta upptöku á Samsung farsíma (munur ). Þess er krafist að ákærða Carlos verði gert að sæta upptöku á Samsung farsíma (munur ). Þess er krafist að ákærða Algimantas verði gert að sæta upptöku Xiaomi farsíma (munur Verjandi ákærða Jorge s krefst aðallega sýknu, til vara að honum verði ekki gerð refsing og til þrautavara vægustu refsingar er lög leyfa sem öll verði skilorðsbundin. Jafnframt krefst hann frádrátt ar gæsluvarðhalds vistar og mótmælir upptökukröfu vegna farsíma. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa sem greidd verði úr ríkissjóði . Verjandi ákærða Carlos ar krefst vægustu refsingar sem lög leyfa , frádráttar gæsluvarðhaldsvistar og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Verjandi ákærða Algimantas ar krefst aðallega sýknu en til vara krefst hann væg - ustu refsingar er lög leyfa og frádráttar gæsluvarðhaldsvistar. Hann mótmælir upptöku - kröfum og krefst hæfilegra málsvarnarlauna sé r til handa. Málsatvik Við farþegagreiningu vegna komu farþega - og bílaferjunnar Norr æ nu til Seyðis - fjarðar 9. apríl 2025 vaknaði grunur um að einn farþeganna, ákærði Jorge, spænskur r í kisborgari, áður búsettur í Úrúgvæ , væri mögulega með fíkniefni meðferðis , og tilkynnti t ollgæsla lögreglu um þann grun. Við rannsókn á ferðum ákærða kom í ljós að tollgæsla í Færeyjum hafði rætt við hann á meðan ferjan dvaldi í Færeyjum. Greindi hann þar frá því að hann væri á leið til Í slands til að skoða norðurljósin og hitta þar vinkonu sína , sem hann hefði hitt á landinu tveimur árum fyrr. Ákveðið var að fylgja ákærða eftir þar sem talið var líklegt að hann væri ekki raunverulegur eigandi ætlaðra fíkniefna, heldur hefði hann verið fenginn til að flytja þ au til landsins. Grunaði lögreglu að fíkniefni væri að finna í pottasetti með þremur pottum sem hann hafði meðferðis. Við komu Norr æ nu til Seyðisfjarðar var ákærði Jorge færður til annars stigs viðtals á landamærunum . K vaðst hann þá vera kominn til lands ins til að sjá n orðurljósin og hitta konu sem hann h e fði kynnst hér þegar hann hefði komið til landsins árið 2022. K ona n héti A og kvaðst ákærði ætla að færa henni pottasett sem hann hefði meðferðis. Hann kvaðst ætla a ð gista hjá henni og hefði hug á að fe rðast frá Seyðisfirði til Reykjavíkur með rútu. Hann kvaðst búa í Barselóna á Spáni og hefði tekið rútu þaðan til Par í s ar í Frakklandi og þaðan hefði hann tekið aðra rútu til Hamb o rg ar í Þýskalandi og síðan hefði hann tekið lest til Hirtshals í Danmörku. Hann ætla ði að dvelja á Ís landi í u. þ .b. sex daga en væri ekki búinn að kaupa far til baka. Hann útskýrði að hann hefði 4 valið þessa ferðaleið, frekar en að fljúga beint frá Spáni til Í slands , þar sem hún væri ódýrar i. H ann hefði greitt 500 evrur fyrir ferjuna , auk þess sem hann hefði þurft að greiða fyrir bæði lest og rútur á leiðinni. Það að auki hefði hann gist tvær nætur á leiðinni og hefði greitt fyrir þá gistingu. Við athugun lögregl u á v erð i fyrir flug frá Barselóna til Í slands re yndist ódýrasta flugið kosta 163 evrur á þessum tíma. Farangur ákærða Jorge s var skoðaður og hlustunar - og staðsetninga r búnaði var komið fyrir með leynd í farangri hans. P ottasettið sem hann hafði meðferðis var röntgenmyndað af tollgæslunni og kom í l jós að á mynd mátti greina eitthv ert lífrænt efni í botnum þess . Ákærði Jorge var frjáls ferða sinn a að viðtalinu loknu en var fylgt eftir af lög - reglu. Ákærði fór beint á gisti hús á Seyðisfirði . Eftir innritun þar fór hann í stutta göngu - ferð um bæinn, fór inn í matvöruverslun og síðan aftur á gistiheimilið. Hann fór einnig í mat á veitingastað en virtist ekki skoða umhverfið. Samkvæmt skýrslu lögreglu var ákærði var um sig og fylgdist með umferð í kringum sig. Þá átti hann samtöl á spænsk u í gegnum samskiptaforrit. Morguninn eftir fór hann með rútu til Egilsstaða . Hann fór með rútunni á flugvöllinn, en ætlaði sér greinilega ekki að fara svo langt og fór því til baka með rútunni að tjaldstæðinu á Egilsstöðum þar sem hann eyddi næstu klukku - stundum í aðstöðuhúsinu auk þess að fara inn á gisti - /kaffihús . Þá gekk hann inn á bensín - stöð og inn í matvöruverslun . Hann skoðaði ekki náttúruna eða umhverfið en var mjög var um sig . Um kl. 12:30 fór hann að s trætóstoppustöðinni við tjaldstæðið og beið þar í nokkra stund uns hann áttaði sig á því að engin rúta færi þaðan þann dag, en strætó gengur ekki frá Egilsstöðum á miðvikudögum og fimmtudögum. Ákærði bókaði þá eina nótt á gistiheimili en tók síðan strætó til Akureyrar og það an til Reykjavíkur og kom þangað síðla kvölds 11. apríl. Eftir komuna þangað fór hann í matvöruverslun og keypti lítilræði af vörum. Hann átti nokkur samtöl á spænsku og heyrðist m.a. segja við ókunnan aðila að hann væri á bílastæði við matvöruverslun og þ að væri í lagi, en lögregla telur að sam - talið hafi virst snúast um það hvort ákærði hefði orðið var við eftirför. Þá heyrðist að ákærði var að fá upplýsingar um gististað sinn. Eftir að hafa beðið í um klukkustund kom leigubifreið og sótti hann og ók honum að hóteli í . Ákærði y firgaf herbergið sitt einungis til að fara út að reykja. Daginn eftir yfirgaf ákærði hótelherbergið aðeins til að fara út að reykja og fara í matvörubúð. Virtist hann leggja sig og horfa á sjónvarp til skiptis. Á sunnudagsmorgni yfirgaf ákærði herbergi sitt um kl. 9:20. Hann fór í anddyri hótelsins og virtist bíða eftir einhverjum. Hann notaði símann sinn ítrekað og talaði spænsku. Kl. 10:15 stóð hann í d yrunum og s kima ði eins og hann væri að bíða eftir ein - hverjum en gekk svo af stað í framhaldinu. Hann g ekk í átt að bifreiðinni sem lagt var í Vegmúla og settist þar inn í aftursæti ð . Í bílnum voru tveir aðrir menn og ó ku þeir saman í burtu. Frá Vegmúla óku þeir að Lóuhólum þar sem þeir fóru þrír saman inn í verslun og keyptu ýmsar vörur. Þá óku þeir um Seljahverfi, inn í og stoppuðu þar 5 við hús nr. á leið sinni þangað og skima eftir eftirliti. Mennirnir stoppuðu einungis í um tvær mínútur í áður en þeir óku út úr hverfinu, út á Breiðholtsbraut, þaðan á Suðurlandsveg, svo Vesturlandsveg í gegn um Mosfellsbæ uns þeir voru stöðvaðir á Vesturlandsvegi til móts við meðferðarstöðina Vík. Mennirnir í bifreiðinni vor u handteknir kl. 11:21. Ákærði Jorge sat hægra megin í aftursæti, ákærði Carlos sat í fremra farþegasæti fyrir framan Jorge og ákærði Algi - mantas ók bifreiðinni. Ákærðu voru færðir í handjárn og gerð á þeim öryggisleit. Við þá le it voru símar þeirra haldlagðir og gáfu þeir upp lykilorð símanna , en sími ákærða Jorge s var ólæstur. Vi ð snögga skoðun á vettvangi mátt sjá aug l jós samskipti vegna málsins við aðra aðila , m.a. um hvað þyrfti að útvega til að opna pottana. Ljósmyndir voru teknar strax af þessum samskiptum en þe gar skoða átti þessi samskipti nánar skömmu síðar kom í l jós að ákærði Algimantas haf ð i við handtökuna náð að hringja í aðila sem s í ðan ey ddi þessum skilaboðum. Í farangursgeymslu bifreiðarinnar var taska ákærða Jorge s . T askan var opnuð og staðfest að allir þrír pottarnir væru þar á sínum stað. Pottarnir voru síðan fjarlægðir úr bifreiðinni í tæknideild lögreglunnar þar sem efnin voru fjarlægð úr pottunum og greind. Í pottunum reyndist vera kókaín samtals 3.002,01 g sem skiptist þannig að í einum pottinum voru 1.206,69 g, í öðrum 998,72 g og í þeim þriðja 796,60 g. Í bifreiðinni fannst einnig ný ónotuð grammavog og þrír kassar af smelluláspokum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknastofu Háskóla Íslands í l yfja - og eiturefnafræði, dags. 14. maí 2025, voru tekin þrjú sýni úr efnunum. Reyndust sýnin innihalda kókaín og prókaín . Efnapróf bentu til þess að kókaínið væri að mestu á formi kókaínklóríðs. Styrkur kókaíns í fyrst a sýninu var 79%, sem samsvarar 88% af kókaínklóríði, í næsta sýni 78%, sem samsvarar 87% af kókaínklóríði og í því þriðja 80%, sem samsvarar 90% af kókaínkló ríði. Fram kemur í matsgerðinni að p rókaín er lyf sem notað er til stað - deyfingar en þ að telst ekki til ávana - og fíknief n a . Við rannsókn málsins komst lögreglan að því að ákærði Carlos hafði verið með gistiheimili á leigu að við Akranes. Er þangað var komið var lögreglu bent á hús næði sem ákærði Carlos hefði tekið á leigu daginn áður og gist í. Um var að ræða lítinn kofa með alrými ásamt sérsalerni. Inni var koja, eldhús, lítið borð og stólar. Á gólfinu var rauður höldupoki sem í voru ýmis s konar handverkfæri; hamar, tvö skrúfjárn, lítið kúbein, meitill, dúkahnífur, fínn pensill og töng. Þá voru þar tvær ferð a töskur, ein hand - farangurstaska og önnur stærri. Í þeim var farangur; föt, matur, lyf o.fl. Á borðinu var svartur líti ll bakpoki sem innihélt tannbursta, lyf , rakvél og vegabréf stílað á ákærða Carlos. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 6 Ákærði Jorge kvaðst hafa kynnst meðákærða Carlosi fyrir tveimur til þremur árum í Barselóna . Hann væri ekki mjög tæknivæddur og meðákærði Carlos hjálpaði honum oft við ferðaplön og bókanir. Hann þekkti hins vegar ekkert til meðákærða Algimantas ar . Ákærði Carlos hefði beðið hann um að fara með pottasett með sér til Íslands . Hann vissi ekkert um nein fíkniefni og hefði fyrst heyrt af þeim við hand töku. Ferð hans til Íslands hefði verið löngu plönuð. Hann hefði áður komið hingað með flugi og séð höfuðborgina en hefði í þetta sinn viljað sjá meira af landsbyggðinni og því ferðast með skipi. Hann hefði upphaflega ætlað sér að vera viku lengur en síðan breytt því og ætlað sér heim daginn eftir handtökuna. Hann hefði fengið ónotatilfinningu við að sjá meðákærða Carlos hér á landi og sagt honum að hann þyrfti að fara heim vegna fjölskyldunnar. Hann hefði þá grunað að eitthvað væri á seyði e ins og vopna - eða fíkniefnaviðskipti. Hann hefði þó ekki vitað það fyrir víst fyrr en lögreglan hefði sagt honum frá efnunum sem fundust. Ákærði kvaðst ekki hafa gætt sín nægilega vel og tengst fólki sem væri ekki nógu gott og hefði nýtt sér að hann væri að fara til Íslands. Meðákærði Carlos hefði látið hann hafa ferðatösku sem pottarnir hefðu passað í til að taka með í ferðina og þeir hefðu keypt föt á hann til að fylla upp í töskuna. Pottarnir hefðu átt að vera gjöf til vinkonu með - ákærða Carlosar sem hé ti A og væri nýlega flutt til Íslands. Hann hefði ekki spurt nánar út í þetta en samband þeirra meðákærða hefði ekki verið gott á þessum tíma. Hann hefði tekið töskuna og hafið ferðalagið með rútuferðum. Meðákærði Carlos hefði skipulagt ferðina fyrir hann og hann skrifað niður hvernig hann ætti að ferðast. Hann hefði keypt farmiða sjálfur en Carlos hefði bókað allt sem hefði þurft að bóka á netinu. Hann hefði sjálfur greitt fyrir ferðirnar og gistinguna. Hann hefði verið í síma sambandi við meðákærða Carlos á leiðinni um hvernig ferðalagið gengi, en hann talaði ekki annað tungumál en spænsku. Ákærði kvaðst ekki hafa fengið greitt fyrir ferðina. Hins vegar hefði meðákærði Carlos skuldað honum peninga og hann hefði fengið greiðslu upp í þá skuld að fjárhæð 5. 000 evrur sem hefði komið til hans með millifærslu frá vini meðákærða Carlosar. Ákærði kvaðst ekki vita nafn vinar meðákærða eða hvers vegna greiðslan hefði farið fram með þessum hætti. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa verið í fjárhagsvandræðum en hann hefði það gott og ferð aði st mikið. Meðákærði Carlos hefði hringt í hann kvöldið fyrir handtökuna og sag st vera komin n til landsins en það hefði komið honum mjög á óvart. Meðákærði hefði sagt honum að maður myndi koma að sækja hann næsta dag og aka honum t il sín svo hann myndi spara sér hótelgistingu síðustu nóttina. Hann hefði svo hringt aftur og ætlað að koma með bílstjóranum að sækja hann. Þeir hefðu komið við í matvöru verslun en síðan stoppað við heimahús þar sem bílstjórinn hefði farið út og rætt við m ann sem hefði afhent honum gulan plastpoka úr matvöruverslun sem bílstjórinn hefði sett undir bílstjórasætið. 7 Ákærði sagðist ekki vita hvað hefði verið í pokanum en það hefði ekki verið mikið. Þeir hefðu síðan haldið ferðinni áfram að dvalarstað meðákærða Carlosar en verið handteknir á leiðinni. Ákærði Carlos játar sök í málinu. Hann kvað kunningja sinn hafa spurt sig hvort hann þekkti einhvern sem gæti ferðast til Íslands með fíkniefni . Hann hefði sagst ætla að kanna málið. Hann hefði svo hringt í meðákærða Jorge , sem hann hefði kynnst nokkrum árum fyrr, og spurt hvort hann væri tilbúinn til þess að taka þetta að sér gegn greiðslu . Meðákærði hefði svarað jákvætt og síðan komið til hans til Madr í d 7. apríl sl. þar sem hann hefði fengið peninga til að greiða fyrir ferðina , kaupa föt o.fl . Hann hefði sjálfur skipulagt ferðina og séð um bókanir á netinu þar sem meðákærði kynni ekki á það í samræmi við fyrirmæli skipuleggjandans . Ákærði hefði spurt hvers vegna ætti ekki að fara með flugi og fengið þau svö r að þessi leið væri öruggari. Meðákærði Jorge hefði skrifað niður hvernig hann ætti að ferðast . Meðákærð a hefði verið fullkunnugt um að hann væri að flytja fíkniefni en hvorugur þeirra hefði vitað um magn efnanna. Ákærð i hefði fengið pottana afhenta 9. ap ríl , látið í ferðatösku og afhent meðákærða Jorge. Hann hefði einnig fengið peninga til að kaupa föt til ferðarinnar og fylla upp í ferðatöskuna . Meðákærði hefði síðan lagt af stað samdægurs og þeir hefðu verið í sambandi meðan á ferðinni hefði staðið. Me ðákærði hefði þurft aðstoð við að finna leiðina til Reykjavíkur og komið þangað á föstudegi án vandræða. Ákærði hefði tilkynnt skipuleggjandanum að allt gengi vel en þá hefði hann sagt ákærða að hann ætti sjálfur að fara til Íslands til að segja með - ákærða Jorge hver ætti að taka við fíkniefnunum. Hann hefði keypt flugmiða til að komast á laugardeginum og komið til landsins aðfaranótt sunnudagsins. Ákærði hefði átt að fá 2.000 evrur greiddar strax en svo yrðu 3.000 evrur greiddar með millifærslu þegar hann kæmi heim . Hann hefði átt að fara í húsnæði þar sem hann myndi taka efnið úr pottunum , vigta það og afhenda þegar haft yrði samband við hann . Maðurinn hefði sent meðákærða Algimantas til að sækja hann á flugvöllinn og aka honum á hótel , en hann hefði ekki þekkt hann áður . Hann hefði gefið meðákærða heimilisfangið. Morguninn eftir hefði hann hringt í meðákærða Jorge og sagt að hann væri kominn til landsins og myndi sækja hann. Meðákærði Jorge hefði ekki vitað að von væri á honum til landsins en sagt honum a ð hann þyrfti að komast heim í afmæli dóttur sinnar og þeir hefðu því bókað flug. Hann hefði einnig beðið um bankaupplýsingar meðákærða til að hægt væri að millifæra á hann 5.000 evrur sem hann átti að fá greiddar fyrir verkið . Hann hefði framsent þær uppl ýsingar til skipuleggjandans sem hefði lagt inn og sent honum staðfestingu á því. Hann hefði sjálfur þurft að fá peninga til að kaupa mat og sækja meðákærða Jorge til að fá fíkniefnin . M eðákærði Algimantas hefði komið og sótt hann um morguninn og látið hann fá 2.000 evrurnar sem hann átt i að fá greiddar. Þeir 8 hefðu farið að hótel i meðákærða Jorge s til að sækja hann og svo komið við í matvöru - verslun. Þeir hefðu einnig stoppað hjá vini meðákærða Algimantas ar . Meðákærði hefði farið út , ræ tt stutt lega við manninn og komið til baka með plastpoka. Þetta hefði verið hvítur eða gulur poki en hann vissi ekkert hvað hefði verið í honum. Meðákærði hefði sett pokann á gólfið við fætur sér eða undir sætið. Ákærði kvaðst áður hafa óskað eftir vog fyrir vigtu n efnanna og pokum fyrir pökkun þeirra, auk verkfæra, við skipuleggjand - ann . M eðákærð i Algimantas hefði komið með poka til hans á sunnudagsmorgninum en hann hefði ekki skoðað hvað væri í honum. Ákærði kvað erfiða fjárhagsstöðu ástæðu þess að hann hefði te kið þetta verkefni að sér. Hann vildi taka ábyrgð á háttsemi sinni og segja hreinskilnislega frá. Hann hefði vitað að um væri að ræða innflutning á kókaíni en ekki vitað um magn þess. Hann vissi ekki hver ætti fíkniefnin eða hver stæði á bak við þetta , en hann hefði aldrei séð ma nn inn sem hann hefði verið í samskiptum við . Hann taldi þann mann heita B og vera með símanúmer frá Litháen. Sá maður hefði skipulagt innflutninginn og sent honum allar upplýsingar. M eðákærð i Jorge hefði ekki verið í samskiptum við B . Ákærði hefði átt að fá 2.000 evrur greiddar fyrir að útvega meðákærða Jorge og 3.000 evrur fyrir að taka efnin úr pottunum, vigta og afhenda. Hann hefði sjálfur ekki viljað flytja fíkni efnin yfir landamæri en meðákærði Jorge hefði verið tilbúinn til þe ss. Ákærði kvaðst ekki hafa skuldað meðákærða neina peninga. Hann kvaðst líta svo á að hann hefði verið milliliður í þessum innflutningi. Ákærði Algimantas kvaðst vera mikið í því að sækja fólk og skutla og færi t.a.m. um fimm sinnum í viku á flugvöllinn í þeim tilgangi, bæði um dag og nótt núna meðan hann væri atvinnulaus, en annars fyrir eða eftir vinnu. Hann kvaðst auglýsa þjónustu sína sem skutlari á Facebook. Þetta hefði hann gert í 6 7 ár og hefði eignast marga kunningja sem hringi í hann og biðji h ann að skutla. Hann hefði búið á Íslandi frá árinu 2016 og ætti hér tvö börn. Í apríl sl. hefði hann verið beðinn um að sækja mann á flugvöllinn og aka honum á hótel. Um hefði verið að ræða meðákærða Carlos og komið hefði í ljós að hann væri ekki með faran gur meðferðis og væri ekki að fara til Reykjavíkur heldur á Akranes. Hann hefði ekið honum á gististaðinn og svo farið heim. Hann hefði síðan verið beðinn um það morguninn eftir að sækja meðákærða aftur, fara með honum að versla matvöru og hugsanlega sækja annan mann og skutla honum til baka. Ákærði kvaðst hafa boðist til að lána bifreið sína til þessa en það hefði verið afþakkað. Hann hefði því sótt meðákærða og tekið með. Hann hefði látið meðákærða fá 2.000 evrur eins og honum hefði verið sagt að gera . Á bakaleiðinni hefði hann skutlað heim og fengið sér te með meðákærða. Meðákærði hefði látið hann hafa heimilisfang á hóteli í þar sem þeir myndu sækja annan mann. Þar hefði meðákærði Jorge komið í bif reiðina og sett farangur í skottið. Þeir hefðu síðan ekið upp í Breiðholt þar sem þeir hefðu farið í 9 matvöruverslun. Síðan hefðu þeir stoppað hjá kunningja hans, sem hann myndi ekki nafnið á. Sá hefði látið hann fá vigt sem hann hefði sett í bifreiðina. Vi gtin tengdist málinu ekki en hann hefði ætlað að nota hana til að vigta gull sem hann ætlaði að selja í Litháen . Hann hefði tvær vogir heima sem sýndu mismunandi niðurstöðu og því þurft aðra nákvæma. Hann hefði viljað stoppa þarna í leiðinni því annars hef ði hann misst af manninum, sem færi á fyllerí um kvöldið. Hann hefði sett pokann á gólfið við fætur sér án þess að líta ofan í hann en maðurinn hefði vitað hvað hann þyrfti að fá. Ákærði kvaðst ekki þekkja meðákærðu og fyrst hafa séð þá þarna í apríl. Han n hefði fengið beiðni með smáskilaboðum um að sækja meðákærða Carlos á flugvöllinn og keyra hann til Reykjavíkur frá manni sem nefnist C og sé frá , en kallist D í símanum hans. Hann þekki þennan mann ekki en aðstoði hann þegar hann þurfi á að halda. St undum hrin g i C fimm sinnum á dag og biðji um aðstoð en stundum heyri hann ekki frá honum í mánuð. Þá skipti hann stundum peningum fyrir hann og það hafi hann gert í þessu tilviki. Komið hafi verið með krónur til hans í upphafi apr í l og hann síðan beðinn um að taka út 2.000 evrur og afhenda meðákærða Carlosi. Hann vissi ekki í hvaða tilgangi þetta hefði verið. Hann skipti gjarnan peningum, milli færi o.fl. gegn þóknun. C hafi einnig verið sá sem bað hann um að sækja meðákærða Carlos aftur á sunnudagsmorgninum. Hann hefði jafnframt beðið ákærða um að útvega verkfærin sem hefðu verið á mynd í símanum hans. C hefði beðið hann að fara í Bauha u s og kaupa verkfærin en hann hefði sjálfur átt mikið af verkfærum og því fundist óþarfi a ð kaupa ný. Hann hefði ekki vitað hvers vegna meðákærði Carlos hefði þurft verkfærin og ekki spurt. Ákærði taldi að beiðni um verkfærin hefði komið frá C á sama tíma og hann hefði sent honum heimilisfangið á gististað meðákærða Carlosar. Það hefði verið fy rir þessa helgi. Hann hefði því verið búinn að sjá heim i lisfangið á húsnæð inu á Akranesi áður en hann hefði sótt meðákærða á flugvöllinn. Hann hefði látið með ákærða Carlos hafa verkfærin annað hvort á laugardagskvöldi nu eða á sunnudagsmorg n inum en þegar hann hefði farið frá Akranesi hefði hann ekki vitað að hann m y ndi skutla meðákærða aftur daginn eftir. Meðákærði hefði tekið fram í bifreiðinni að hann þyrfti að komast í matvöruverslun og beðið hann um að koma aftur daginn eftir . Hann hefði látið meðákær ða Carlos fá 2.000 evrur þegar hann hefði sótt hann morguninn eftir. hefði þá verið með honum í bifreiðinni. Ákærði kvaðst ekki vita neitt um fíkniefni og hann hefði ekki tekið að sér akstur - inn hefði hann vitað að þetta tengdist slíku. Ald r ei hefði v erið rætt um fíkniefni og hann hefði ekki skilið meðákærðu sem hefðu rætt saman á spænsku. Spurður um símtal hans við handtöku kvaðst hann telja að hann hefði verið að svara símtali en hann hefði sjálfur ekki getað hringt. 10 Vitnið E kvaðst hafa haft samband við ákærða Algimantas þann 13. apríl sl. og beðið hann um að koma til sín með vodka. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við samferðamenn hans. Hann hefði verið mjög timbraður þennan dag og viljað fá vodka en verið bíllaus. Hann þekkt i ákærð a ekki en vissi að hann ynni sem skutlari og því hefði hann haft samband við hann. Hugur hans hefði verið allur við vodkað og hann minnti að ákærði Algimantas hefði komið með það til hans. Hann var ekki viss um hvort hann hefði afhent ákærða eitthva ð, hugsanlega hefði hann greitt honum peninga fyrir áfengið . Spurður hvort hann hefði afhent ákærða gulan innkaupapoka með vog og smelluláspokum sagði vitnið að svo gæti verið en hann væri ekki viss. Hann héldi að hann hefði einungis verið í sambandi við á kærða vegna vodka. Hann hefði sent honum skilaboð með heimilisfangi sínu til að ákærði gæti komið með áfengið. Lögreglumaður nr. F , sem stýrði rannsókn málsins, kvað upphaf málsins hafa verið að tollgæsla og lögreglan á Austurlandi hefðu óskað eftir aðst oð lögreglu á höfuð - borgarsvæðinu vegna gruns um að verið væri að flytja inn fíkniefni með ferjunni Norrænu. Lögregla hefði haft eftirlit með ákærða Jorge upp frá því og notast við ýmsan tæknibúnað til þess. Í ljós hefði komið að ákærði var í símasamskiptu m við ákærða Carlos á ferð sinni en hann hefði ekki átt samskipti við aðra utan þeirra sem hefðu veitt honum þjónustu vegna fæðis og gistingar og ekki skoðað sig neitt um . Þegar ákærði Jorge hefði yfirgefið hótel sitt í Reykjavík á sunnudagsmorgni hefðu ák ærðu Carlos og Algi - mantas verið í bifreið skammt frá. Ákærði Jorge hefði gengið til þeirra, sett töskuna sína í bílinn og svo sest inn. Bifreiðinni hefði verið fylgt að Bónus í Lóuhólum þar sem ákærðu hefðu farið inn og keypt matvöru og síðan að heimili í . Þar hefði ákærði Algimantas sótt vigt og smelluláspoka í Bónus - poka. Lögregla hefði ekki fylgst með samskiptum við en ákærðu hefðu greint frá því sem þar hefði gerst , auk þess sem Bónus - pokinn hefði fundist við leit í bifreiðinni. Bifreiðin hefð i verið stöðvuð til móts við á Kjalarnesi en lögregla hefði þá ekki vitað hvert ferðinni væri heitið. Ákærði Algimantas hefði verið ökumaður bifreiðar - innar, ákærði Carlos s e t ið í farþegasæti frammi í og ákærði Jorge í aftursæti. Bifreiðin hefði verið færð á lögreglustöð þar sem pottarnir með kókaíninu fundust. Þá hafi fundist bókun frá gistihúsinu og lögreglumenn því farið þangað. Þar hafi fund i st verkfæri sem sjá mátti mynd af í samskiptum í síma ákærða Algimantas ar . Við handtökuna hafi ákærði Ca rlos verið með peninga á sér sem taldir séu greiðsla fyrir hlutverk hans í fíkni - efnaviðskiptunum. Þá hafi fundist í síma hans kvittun fyrir greiðslu til ákærða Jorge s , en ákærði Carlos hefði verið í samskiptum við erlendan aðila sem greitt hefði ákærða Jo rge. Hann hefði jafnframt rætt við hann um að þurfa vigt og poka og sá aðili hefði greinilega komið upplýsingum um það til ákærða Algimantas ar . Lögregla hefði ekki upplýsingar 11 um hver þessi erlendi aðili væri, en þó hefði komið fram að hann hefði litháískt símanúmer. Ákærði Algimantas hefði tekið á móti ákærða Carlos i við komuna til landsins og ekið honum að . Samskipti um það hefðu fundist í síma ákærða Algimantas ar , frá því áður en ákærði Carlos hefði komið til landsins , en það væri ekki í samræmi við framburð ákærða Algimantas ar hjá lögreglu. Ákærði Algimantas hefði síðan komið aftur til ákærða Carlosar morguninn eftir með verkfæri og ekið með hann til Reykjavíkur að sækja ákærða Jorge. Þá hefði hann látið ákærða Carlos hafa peninga sem hann hefði tek ið út úr banka nokkru fyrir komu hans til landsins. Fram hefði komið hjá ákærða Carlos i að hann hefði fengið fyrirmæli um að fara til Íslands. Bókun á flugi fyrir hann hefði verið gerð 9. apríl sl. , þ.e. sama dag og ákærði Jorge hefði komið til Íslands. Þá hefði komið fram að ákærði Jorge hefði óskað þess að komast heim og hefði átt að fara daginn eftir handtökuna. Við handtöku ákærðu hefðu verið teknar myndi r af síma ákærða Algi - mantas ar , m.a. af verkfærum. Þegar skoða hefði átt myndirnar betur hefði verið búið að eyða þeim. Komið hefði í ljós að ákærði hefði náð að hringja í aðila sem nefndur væri opna pottana og ná fíkniefnunum út. Lögreglumaður nr. G sér um farþegagreiningar í Norrænu. Borist hefðu upp - lýsingar frá tollgæslu um mann sem grunaður væri um að flytja fíkniefni til landsins. Málið hefði verið unnið í samvinnu tollgæslu, lögreglunnar fyrir austan og á höfuð - borgarsvæðinu. Hann hefði rætt við ákærða Jorge við komu hans til landsins en þá hefði verið búið að ákveða að fylgja honum eftir til að reyna að hafa upp i á þeim sem stæðu að baki innflutningnum. Vitnið hefði einkum spurt ákærða hvernig hann hefði háttað ferðalagi sínu og hvað hann ætlaði sér að gera á Íslandi. Ákærði hefði greint frá ferð sinni frá Spáni til Parísar, Hamb o rgar og Hirtshals þar sem hann hefði svo tekið ferjuna til Færeyja og Íslands. Hann hefði sagt ástæðuna þá að hann l angaði að skoða sig um , auk þess sem þetta væri ódýrara en að fljúga. Þær upplýsingar hans væru þó ekki réttar. Ákærði hefði greint frá því að ætla að skoða norðurljósin, eins og hann hefði dreymt um, og heimsækja vinkonu sína. Vitnið kvaðst ekki minnast þ ess að hafa rætt um pottasettið sem ákærði hafði meðferðis, en vísaði um það til lögregluskýrslu. Vitnið kvað ákærða hafa verið fylgt eftir á ferðum sínum en ómerktir lögreglumenn hefðu haft auga á honum allan tímann. Það hefði tekið hann tvo daga að komas t til Reykjavíkur. Hann hefði gist eina nótt á gistihúsi á Seyðisfirði, farið þaðan til Egilsstaða og gist þar aðra nótt þegar í ljós hefði komið að engar rútur hefðu farið þaðan þann dag. Ákærði hefði síðan farið með rútu til Akureyrar og þaðan til Reykja víkur en aðkomu vitnisins að málinu hefði lokið þa r . 12 L ögreglumaður nr. H kvaðst hafa verið beðinn um að rannsak a bifreið og ferðatösku sem fannst í henni. Í ferðatöskunni hefðu reynst þrír pottar sem grunur hefði leikið á um að í væru fíkniefni . Hún hefði tekið ljósmyndir af mununum og því sem fundist hefði. Komið hefði í ljóst að falskur botn var í pottunum . Hún hefði flett falska botninum frá ásamt samstarfsmanni en þetta hefði verið vel fest og þurft hefði verkfæri til þess. Inni í hverjum bo tni hefði verið að finna efni sem hefði verið for prófað og reynst jákvætt fyrir kókaíni. Efnið hefði því næst verið vigtað á lögbundinni vigt. Tekin hefðu verið sýni úr efnunum úr hverjum potti fyrir sig og sen d Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og e iturefnafræði til styrkleikamælingar . Lögreglumaður nr. I greindi frá aðkomu sinni að rannsókn málsins. H ú n hefði m.a. tekið þátt í handtökum, fært ákærða Carlos á lögreglustöð og gert ljósmynd a skýrslu um muni sem fundust á honum. H ú n hefði komið að han dtökunni þar sem búið hefði verið að stöð v a för ákærðu og sett ákærða Carlos í járn. Hún hefði verið viðstödd þegar farið hefði verið yfir vasa hans og ger t skýrslu um það. Ákærði hefði verið sam - vinnuþýður og verið með tvo farsíma á sér , veski og umslag með 2.000 evrum og banka - kvittunum vegna úttekta á þeim. Ákærði hefði heimil a ð skoðun á símunum og gefið upp leyninúmer. Hún hefði gert skýrslu um munina en skoðun á símum hefði verið í höndum annars lögreglumanns. Aðspurð taldi vitnið að hún hefði ekki ve rið með kveikt á búk - myndavél við handtökuna. Lögreglumaður nr. J greindi frá aðkomu sinni að málinu og vinnu við ým is verkefn i , m.a. handtök ur , húsleit ir og yfirheyrsl ur . Sérstaklega spurð hvort notast hefði verið við búkmyndavélar við handtökur taldi h ún svo ekki vera. Vitnið greindi frá skoðun gagna úr símum ákærðu. Hún hefði skrifað skýrslu um skjámyndir af síma ákærða Carlosar sem teknar hefði verið á vettvangi til þess að vernda sönnunargögn . Þar hefði verið að finna heimilisfang á staðnum þar sem h ann gisti og nafn tengiliðarins en sést hefði að hann hefði áður verið kallaður . Sama símanúmer væri á bak við bæði nöfnin. Um hefði verið að ræða screenshot sem ákærði hefði sjálfur tekið og vistað í myndagalleríi símans annars vegar og hins veg ar mynd úr Whats A pp þar sem ákærði hef ði verið að óska eftir peningum, vog og plastpokum. Hún hefði einnig unnið skýrslu um skoðun á farsíma ákærða Jorge s . Þar hefði verið að finna mikið af samskipt um við ákærða Carlos eftir komu hans til landsins. Ákærði Carlos hefði aðstoðað hann við að bóka hótel og leiðbeint honum í gegnum ferlið. Vitnið kvað textann hafa verið þýddan með google translate en lögreglumaður sem tali spænsku hefði farið yfir hljóð s kilaboðin og þýtt. Vitnið staðfesti einnig ljósmyndaskýrslu um farsíma ákærða Algi mantas ar þar sem hann væri að biðja um heimilisfang sem hann ætti að fara á . Þessi samskipti hefðu átt sér stað skömmu áður en þeir hefðu komið þangað, sama dag og þeir hefð u verið 13 handteknir. Í farsíma ákærða Carlosar hefði verið að finna samskipti við ákærða Jorge og samskipti við aðilann sem hann kallaði . Þeir hefðu átt sam skipti um greiðslur til ákærða Jorge s og fram hefði komið að ákærði Carlos fengi greiddar 2.000 evrur hér á landi og meira síðar. Vitnið greindi frá símtalaskrá frá handtökudeg inum úr síma ákærða Carlosar. Samkvæmt skránni hefði hann rætt við meðákærða Jorge og og öll símtölin hefðu farið fram í gegnum Whats A pp. Ákærði Carlos hefði verið með tvo síma en annar hefði einungis innihaldið persónuleg samskipti sem komu málinu ekki við. Lögreglumaður nr. K skýrði frá vinnu sinni við málið . Hann kvaðst hafa komið að handtöku ákærða Carlosar. Lítið hefði verið rætt við hann en hann hefði verið beðinn um að afhenda farsíma sem hann hefði gert. Símarnir hefðu farið í bifreið með ákærða en vitnið hefði ekki skoðað þá. Ákærði hefði einnig afhent peninga sem hann hefði haft meðferðis. Vitnið hefði kynnt ákærða réttarstöðuna vegna handtökunnar. Hann hefði ekki verið með búkmyndavél við handtökuna og myndi ekki hvort einhver annar hefði verið með hana. Vitnið staðfesti skýrslu um leit í bifreiðinni sem ákærðu hefðu verið á. Bifreiðin hefði verið færð á lögreglustöðina að Vínlandsleið. Tæk nideild hefði aðstoðað v ið leitina og fundist hefðu pottar með fíkniefnum. Grammavog og smellu láspokar hefðu verið í Bónus - poka sem var í aftursæti bifreiðarinnar. Lögreglumaður nr. L greindi frá aðkomu sinni að málinu. Hann kvaðst m.a. hafa komið að handtöku ákærðu þar sem þe ir hefðu verið stöðvaðir á leið úr bænum í átt að Akranesi. Ákærðu hefðu verið samvinnuþýðir og handtakan gengið vel fyrir sig. Hann hefði ekki verið með búkmyndavél, en vissi ekki hvernig því hefði verið háttað með aðra lögreglumenn á vettvangi . Hann hefð i sjálfur komið að handtöku ákærða Algimantas ar , sem hefði verið settur í handjárn og í aftursæti lögreglubifreiðarinnar. Ákærði hefði verið rólegur og samvinnuþýður. Óskað hefði verið eftir að skoða síma sem hann hefði verið með á sér og ákærði hefði heim ilað það. Síminn hefði reynst ólæstur og verið skoðaður stuttlega og teknar nokkrar myndir af samskiptum við óþekktan aðila og mynd úr þeim. Þá hefðu þeir séð heimilisfangið þar sem ákærðu hefðu komið við fyrr um morguninn og upplýsingar um gistihúsið að [ . S íminn hefði svo verið settur fram í bílinn í glasa - h aldara á milli sætanna en ákærði Algimantas setið í aftursætinu . Þegar vitnið hefði ekki fylgst með hefði ákærði náð símanum, en hann hefði komið að honum að tala í síman n þrátt fyrir að hann hefði verið handjárnaður fyrir aftan bak. Hendur hans hefðu verið við aðra hlið hans og hann að tala. Vitnið kvaðst ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvernig ákærða hefði tekist þetta en ákærði hefði greinilega verið í miðju samtali og hann hefði tekið sím an n af honum og lagt á. Vitnið vissi ekki hvort ákærði hefði hringt eða hringt hefði verið í hann, en þetta mætti sjá af símtalaskrá úr símanum. Eftir þetta hefðu skila - boð úr samtali ákærða og óþekkta aðilans horfið , m.a. ljósmyndin af verkfærunum, en 14 það hefði komið í ljós þegar síminn hefði verið skoðaður á lögreglustöð. Í bifreiðinni hefði einnig fundist Bónus - poki við fætur ákærða Algimantas ar . Spurður um nákvæmni tímasetningar á handtöku ákærða Algimantas ar kvað vitnið þetta vera nokkuð n ákvæmt enda v æru upplýsingar settar inn í kerfi lögreglu um handtökuna sem hægt væri að skoða til að skrá tímasetningu handtökunnar. Lögreglumaðurinn gerði einnig grein fyrir húsleit að gistihúsinu . Lögregla hefði haldið þangað vegna skilaboða um þennan stað í sí ma ákærða Algimantas ar . Þegar þangað hefði verið komið hefðu aðrir leigjendur lýst ákærða Carlos i og hvar hann hefði gist. Um hefði verið að ræða lítinn kofa með einu alrými og baðherbergi. Þar hefði lög - regla fundið dótið hans og lagt hald á það . M eðal an nars hefði þar fund i st rauður poki með verkfærum ; t ö ng um og meitl um , skrúfjárn i o . fl. Lögreglumaður nr. M staðfesti rannsókn sína á síma ákærða Algimantas ar . Komið hefði í ljós að hann hefði verið með tvö sim - kort, eitt íslenskt og annað erlent með svæðisnúmeri nu +370. Erfitt væri að sjá hvaða númer hefði verið notað hvert sinn. Á símtalaskrá ákærða hefði sést að hann hefði átt samskipti rétt eftir handtökuna, en hann hefði náð að nota símann sinn þrátt fyrir að vera í handjárnum. Í símtalaskrá sjáis t að hann haf i hringt í aðila að nafni D á Whats A pp rétt eftir handtöku. Þar sjáist að ákærði hafi verið sá sem hringdi og að símtalinu hafi verið svarað. Ekki hafi komið í ljós við rannsóknina hver D sé en vitnið hafi ekki komið að því að rekja það. Þó me gi sjá símanúmerið sem viðkomandi hafi notað. Ákærði h efði jafnframt átt samskipti við E . Meðal gagna málsins sé skjáskot af samskiptum ákærða við E þar sem hann fá i sent heimilisfang hans en í símanum hafi einnig verið upp lýsingar um að ákærði hefði leit að að heimilisfanginu á google maps að morgni 13. apríl. Myndir sem hafi sést í síma ákærða við handtöku hafi verið horfnar skömmu síðar en skýringar á því kunni að vera að finna í því að sá sem sent hafi myndir eða skilaboð geti stundum eytt þeim þannig a ð móttakandi sjái þau ekki lengur frekar en sendandinn. Verk færi sem sést hafi á myndum í síma ákærða hafi verið sambærileg við þau sem fundist hafi á gistihúsinu . Sérfræðingur í tæknideild lögreglu nr. N kvaðst hafa tekið á móti ferðatösku úr bifreið ásamt lögreglumanni. Þrír álpottar hefðu komið í ljós og þeir hefðu reynst hafa falskan botn. Ýmis áhöld hefðu verið notuð til að þvinga upp botnana í pottunum því ekki hefði reynst mögulegt að opna þá með hö ndunum. Þegar pottarnir hefðu verið skornir í sundur hefði komið í ljós kókaín, en efnið úr hverjum potti fyrir sig hefði verið tekið úr og vigtað sérstaklega og síðan forprófað í tæknideildinni. Að því loknu hefði það verið sent í greiningu hjá Rannsóknas tofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði í samræmi við staðlað verklag. Það færi eftir magni efna hversu mikið hlutfall þeirra væri sent í greiningu. 15 Sérfræðingur í tæknideild lögreglu nr. O greindi frá því að henni hefði borist poki með verkfærum sem hún hefði leitað lífsýna eða blóðs á. Ekkert hefði fundist en þó hefðu verið tekin stroksýni til varðveislu. Verkfærin hefðu borist í pappakassa þar sem þau hefðu verið í rauðum Heimkaup a - poka en myndir af þessu megi sjá meðal gagna málsins. Um hafi v erið að ræða hamar, skrúfjárn, meitil, kúbein, töng og pensil, auk hnífs með blaði sem hefði ekki verið hægt að ýta fram. Ekkert markvert hefði fundist við rann sókn á verkfærunum. P , verkefnastjóri á Rannsóknastof u Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði , staðfesti matsgerð vegna greiningar á fíkniefnunum og kvað sýni hafa borist í formi hvíts dufts. Við rannsókn á því hefði komið í ljós að um væri að ræða kókaín að styrkleika 78 80%. Hann greindi frá því að prókaín , sem hefði einnig ver ið að finna í sýnunum , væri staðdeyfilyf sem stundum væri notað til að drýgja fíkniefni, sérstaklega kókaín. Virkni kókaíns væri svipuð en þetta efni hermdi eftir því. Niðurstaða Ákærðu er gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á samtals 3.002,01 g af kókaíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni og er hlut hvers og eins lýst sérstaklega í ákæru . Ákærði Carlos hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærðu Jorge og Algimantas neita báðir sök og krefjast sýknu . Ákærði Jorge reisir sýknukröfu sína á því að hann hafi ekkert vitað um fíkniefni n og einungis ætlað sér að flytja pottasett til Íslands fyrir vin sinn. Hann hafi verið blekktur og því ekki haft ásetning til brotsins. Ákærði Algimantas byggir jafnframt á því að hann hafi ekki vitað um fíkniefn in og einungis verið bílstjóri meðákærðu gegn greiðslu. Ákærðu voru handteknir 13. apríl sl. þar sem þeir óku bifreið á Vesturlandsvegi á leið út úr bænum. Í farangursgeymslu bifreiðarinnar fannst taska sem ákærði Jorge hafði komið með til landsins en í henni voru þrír ál pottar sem reyndust innihalda samtals 3.002,01 g af kókaíni. Ákærða Jorge hafði verið fylgt eftir um nokkurra daga skeið eftir að grunur kom upp um innflutning fíkniefna við farþegagreiningu í Norræn u en ákærðu Carlos og Algimantas komu til sögunnar þennan dag er þeir sóttu ákærða Jorge og farangur hans á bifreið. Ferðum ákærðu er nánar lýst í málsatvikakafla. Þekkt er, úr málum er varða innflutning fíkniefna , að oft er notast við milliliði og hlutverkum skipt, jafnvel þannig að milliliðir viti einungis hvert þeirra hlutverk er en 16 þekki ekki til annarra í keðjunni. Tilgangur þe ss a er að koma því til leiðar að fíkniefnin fari á milli landa frá sendanda til endanlegs móttakanda án þess að löggæsluyfirvöld k omist á snoðir um málið eða aðila þess. Fram er komið í málinu að ákærðu Carlos og Jorge þekktust og voru í samskiptum meðan á ferð ákærða Jorge s stóð. Ákærði Jorge virðist ekki hafa átt samskipti við aðra sem tengjast málinu, en ákærði Carlos átti samskip ti við mann vegna málsins sem kallaður hefur verið ýmsum mismunandi nöfnum og virðist vera frá , en ekki hefur verið leitt í ljós um hvern er þar að ræða. Einnig hefur komið fram að ákærði Algimantas var í samskiptum við þann mann, en virðist ekki hafa þekkt meðákærðu fyrir komu þeirra til landsins. Ákærði Jorge greindi frá því fyrir dóminum að ferð hans til landsins hefði verið skipulögð með löngum fyrirvara . Ástæða ferðatilhögunar hans hefði verið sú að hann hefði langað að sjá landsbyggðina. Hann hefði flutt með sér pottasett til að færa vinkonu ákærða Carlosar sem væri nýlega flutt til landsins en hann hefði ekkert vitað um fíkniefni í pottunum. Hann teldi sig hafa verið notað an af slæmu fólki. Þá greindi hann frá því að greiðsla inn á bankar eikning hans að fjárhæð 5.000 evrur væri vegna skuldar ákærða Carlos ar við hann. Ákærði gaf tvisvar sinnum skýrslu hjá lögreglu. Þ ar lýsti hann atvikum með talsvert ólíkum hætti. Í skýrslu hans 13. apríl kom fram að hann hefði komið til landsins til að sj á norðurljósin en þó hefði ekki tekist að sjá þau vegna anna. Pottasettið hefði hann ætlað að færa vinkonu sinni sem hann hefði kynnst árið 2022. Hún hefði þá búið á farfuglaheimili en væri nú komin í eigin íbúð. Hann hefði reynt að ná sambandi við hana me ðan á ferðalaginu hefði staðið en ekki fundið hana. Ákærði neitaði því í fyrstu að hafa vitað um fíkniefni í pottunum en snerist svo hugur og játaði að hafa vitað um fíkniefni n . Eitthv ert fólk hefði fengið hann til að gera þetta og séð um allar bókanir fyrir ferðalagið. taka þetta með sér til Ákærði staðf esti að meðákærði Carlos væri einn þeirra sem hefði fengið hann til verks ins. Þegar hann var spurður hvort vinkonan sem hann nefndi vær i raunverulegur aðil i kvað hann svo ekki vera. Hann hefði einungis átt að gefa þetta nafn upp yrði hann spurður. Við sk ýrslu töku af ákærða hjá lögreglu þremur dögum síðar kvaðst ákærði alveg hafa getað hætt við ferðina. Hann hefði fengið óþægilega tilfinningu um leið og hann hefði verið beðinn um að fara með pakkann. Ákærði Carlos hefði skipulagt alla ferðina og verið sá e ini sem hann hefði átt samskipti við. Honum hefði síðan komið á óvart að ákærði Carlos hefði komið til landsins. Ákærði Carlos hefur , eins og að framan greinir , játað sinn þátt í málinu. Hann sagðist hafa verið beðinn um að útvega mann til að flytja fíkni efni til landsins og hann hefði þá haft samband við meðákærða Jorge sem hefði fallist á að taka þetta að sér gegn greiðslu. Hann hefði svo skipulagt ferðalag ákærða Jorge s . Ákærði Jorge hefði vitað að 17 hann væri að flytja fíkniefni þótt hann hefði ekki vita ð hversu mikið magn væri um að ræða. Þá sagði ákærði Carlos að greiðsla til með ákærða Jorge s að fjárhæð 5.000 evrur, sem hann hafði kvittun fyrir í síma sínum , væri greiðsla til meðákærða fyrir að flytja efnin til landsins. Framburður ákærða Jorge s fyrir dómi er eins og að framan greinir í ósamræmi við framburð hans hjá lögreglu. Hjá lögreglu játaði hann háttsemi sína og lýsti atvikum með svipuðum hætti og ákærði Carlos gerir . Skýringar hans á ferðalagi með rútum og skipi hafa verið mismunandi og st andast ekki skoðun. Ákærði hélt því t.a.m. fram að ódýrara væri að ferðast með þessum hætti en með flugi, en svo virðist alls ekki vera. Þá tóku skýringar hans á pottunum breytingum frá því að hann hefði ætlað að færa vinkonu sinni pottana yfir í að hann v issi ekki hvort um væri að ræða raunverulega manneskju og svo í að um væri að ræða vinkonu meðákærða Carlosar sem hefði átt að taka við pott - unum. Þá lýsti hann greiðslu til sín á 5.000 evrum með mismunandi hætti, kvaðst upp - haflega hafa átt að fá þessa gr eiðslu fyrir verkið, en neitaði því síðan að þessi greiðsla tengdist málinu. Samkvæmt framangreindu hefur framburður ákærða tekið miklum breytingum við meðferð málsins en hann hefur engar skýringar gefið á því . Að því virtu þykir framburður hans afar ótrúverðugur. Fyrir liggur að ákærði ferðaðist með fíkniefnin í ferðatösku til landsins. Ferð ákærða, sem búsettur er í Barselóna , hófst í Madr í d þar sem hann tók við fíkniefnunum frá meðákærða Carlosi og fór með r útu til Parísar í Frakklandi, þaðan til Hamborgar í Þýskalandi og þar tók hann lest til Hirtshals í Danmörku þar sem hann fór um borð í Norrænu sem sigldi til Íslands með viðkomu í Færeyjum. Fylgst var náið með ferðum ákærða eftir komuna til Íslands. Ljóst var að hann var ekki að koma hingað sem ferðamaður, þar sem hann skoðaði sig hvorki um né hitti neinn. Af símagögnum sést að hann var í samskiptum við ákærða Carlos á ferðalaginu og er það í samræmi við framburð ákærðu beggja þar um. Af samskiptum þeirra sést að ákærði Carlos sá um alla skipulagningu ferðarinnar, bókaði gistingu og gaf leiðbein ingar um ferðatilhögun. Í samskiptunum kemur fram að ákærða Jorge var ljóst að fleiri aðilar tengdust málinu, þar sem sjá má að h onum var sagt að hann þurfi að hitta annan mann til að fá greitt og að einhver myndi sækja hann. Þá er á meðal málsgagna kvittu n fyrir greiðslu að fjárhæð 5.000 evrur inn á bankareikning ákærða Jorge s og samskipti ákærða Carlosar vegna þeirrar greiðslu. Af þeim verður ekki annað ráðið en að um sé að ræða greiðslu til ákærða Jorge s fyrir að flytja fíkniefnin til landsins en það er í samræmi við framburð hans hjá lögreglu og framburð ákærða Carlosar fyrir dómi. Skýringar ákærða á erindi hans til landsins, tilhögun ferðalagsins og hvers vegna hann hafði pottasett meðferðis verða að teljast með miklum ólíkindablæ. Þá hefur hann verið missaga um ástæðu þess að hann hafði pottasettið meðferðis. Meðákærði Carlos hefur borið að ákærði Jorge hafi vitað um fíkniefnin og ákærði Jorge gekkst sjálfur við 18 því hjá lögreglu. Ferðalag ákærða var skipulagt af meðákærða Carlosi sem hann var í stöðugum samskiptum við á leiðinni. Þegar allt framangreint er virt er ljóst að ákærða gat ekki dulist að hann væri að flytja fíkniefni til landsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hann hafi verið beittur einhvers konar þvin gunum til þess að taka þátt í innflutningnum. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Ákærði Algimantas hefur alfarið neitað því að tengjast málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann væri skutlari og hefði einungis te kið að sér að aka manni að beiðni annars mann s í sem hann ynni stundum ýmis s konar verkefni fyrir. Hann hefði verið beðinn um að sækja ákærða Carlos á flugvöllinn og aka honum á hótel en svo verið beðinn um að sækja hann aftur morguninn eftir, aka honum um og fara síðan með hann til baka á gististaðinn. Þá hefði hann afhent meðákærða Carlosi 2.000 evrur samkvæmt beiðni mannsins frá og komið með verkfæri til hans , en hann hefði ekki spurt sérstaklega um tilga ng þessa . Hann skýrði viðkomustað sinn að morgni handtökudags við íbúðarhúsnæði þannig að um væri að ræða heimili kunningja. Þar hefði hann fengið vigt sem hann hefði ætlað að vigta gullhálsmen með. Hann hefði ekki vitað um nein fíkniefni og þekkti ekki me ðákærðu. Er ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu á handtökudegi lýsti hann aðkomu sinni með svipuðum hætti. Spurður um verkfærin sem hann útvegaði meðákærða Carlosi kvað hann þau vera til byggingarvinnu og hann vildi vera viss um að þetta væru rétt verkfæri se m hann væri að kaupa. Hann kannaðist þá ekkert við greiðslu til ákærða Carlosar upp á 2.000 evrur. Þá skýrði hann viðkomustað sinn við íbúðarhúsnæði á handtökudegi þannig að það snerist um launagreiðslur en þarna byggi maður sem ynni með honum. Við skýrsl utöku hjá lögreglu þremur dögum síðar sagðist ákærði Algimantas hafa boðið með ákærða Carlosi far á flugvellinum þegar fólk sem hann hefði ætlað að aka hefði ekki komið til landsins og hann því vantað farþega . Ákærði Carlos hefði sýnt honum heimilisfangið í símanum sínum. Þegar borið var undir hann að í síma hans hefðu fundist samskipti frá deginum áður en ákærði Carlos kom til landsins þar sem hann hefði fengið sent heimilisfang gististaðar hans sagðist hann fá alls konar skilaboð og hugsan - lega ekki hafa t ekið eftir þessu. Þegar borin var undir hann mynd af verkfærum úr skila - boðunum sagði hann mannin n frá vinnu á Selfossi við flísar og pall. Hann neitaði því að hafa látið meðákærða Carlos hafa verkfæri. Þegar borið var undir hann að meðákærðu hefðu lýst því að hann hefði fengið gulan poka á viðkomustað sínum á handtökudegi viðurkenndi hann það og sagði að þar í væri vog til að vigta gullhálsmen en kvaðst ekkert vita um smelluláspoka na í gula pokanum . Spurður um símtal eftir handtöku sagðist hann hafa svarað símtali frá manni sem hann hefði ætlað að hjálpa að flytja. Hann hefði ekki séð hvað hann væri að gera við símann. 19 Ákærði Algimantas hefur staðfastlega neitað því að hafa vitað u m fíkniefnin í málinu, en hins vegar hefur framburður hans um margt annað verið misvísandi. Fyrir liggur að ákærði Algimantas sótti meðákærða Carlos á flugvöllinn við komu hans til landsins. Í síma hans voru upplýsingar, sem hann hafði fengið sendar áður , um dvalarstað meðákærða . Sá aðili sem sendi ákærða Algimantas á flugvöllinn að sækja meðákærða er með sama símanúmer og sá sem ákærði Carlos var í samskiptum við um ferðina, þótt þeir hafi notað mismunandi nöfn fyrir hann. Sjá má af símasamskiptum sem er a ð finna meðal málsgagna að sá aðili ber upplýsingar á milli ákærðu Algimantas ar og Carlosar og má þar nefna upplýsingar um verkfæri og vog og smelluláspoka. Svo virðist sem ákærði Carlos taki við fyrirmælum frá þeim aðila, m.a. um að fara til Íslands og ta ka fíkniefnin úr pottasettinu. Ákærði Algimantas greindi frá því að hann sin n ti ýmsum verkefnum fyrir þennan mann, m.a. skutlaði hann fólki og skipti peningum. Ákærði Algimantas kom við heima hjá vitninu E á leið þeirra ákærðu að gistihúsinu 13. apríl sl. Meðákærðu lýstu því báðir að hann hefði hitt þar mann sem hefði afhent honum gulan poka sem hann hefði svo sett á gólf bifreið arinnar. Við handtöku þeirra fannst pokinn í bílnum og innihélt hann vog og smellu láspoka. Skýringar ákærða A l gim antas ar á þessari heimsókn eru fráleitar . Hjá lögreglu greindi hann frá allt öðru nafni á þeim manni sem hann hefði verið að hitta. Þá sagði vitnið E fyrir dómi allt aðra og jafn ótrúverðuga sögu af fundi þeirra. Í samskiptum ákærða Carlosar og l itháíska a ðilans óskaði ákærði eftir vog og smelluláspokum eins og var að finna í pokanum. Skýringar ákærða Algimantas ar á þá vegu að hann hafi ætlað að vigta gullkeðju eru því fjarstæðukenndar . Við handtöku ákærðu hafði ákærði Carlos á sér umslag með 2.000 evrum o g jafn - framt var þar að finna kvittanir vegna úttek ta úr hraðbönkum. Hann greindi frá því að um væri að ræða greiðslu til sín fyrir að útvega mann sem flutti efnið til landsins sem ákærði Algimantas hefði afhent sér. Meðal málsgagna er að finna nánari uppl ýsingar um úttekt fjárins og myndir af ákærða Algimantas að taka út úr banka. Hann vildi ekki kannast við þetta við skýrslutöku hjá lögreglu en viðurkenndi fyrir dómi að hafa gert þetta að beiðni mannsins frá . Ákærði Algimantas viðurkenndi einnig fyri r dóminum að hafa farið með verkfæri til meðákærða Carlosar. Hann hefði fengið senda mynd af verkfærum sem hann ætti að kaupa og fara með til meðákærða en hefði ákveðið að nota sín e i gin verkfæri. Við hand - töku ákærða fannst myndin meðal samskipta í síma hans en skömmu síðar var hún horfin. Við handtökuna var ákærði færður í aftur sæti lögreglubifreiðar en síminn hans geymdur frammi í milli sætanna. Lögreglumaður greindi frá því að hann hefði komið að ákærða í símtali þar sem hann hefði náð símanum þrátt fy rir að vera handjárnaður fyrir aftan bak. Ákærði Algimantas hefur neitað því að hafa hringt neitt, en s amkvæmt símtalaskrá 20 símans hringdi hann á þessum tíma í manninn frá og svo virðist sem sá hafi eytt samskiptum milli þeirra . Þegar horft er á allt framangreint verður að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði Algimantas hafi verið þátttakandi í innflutningnum . Hann sá um meðákærða Carlos meðan hann dvaldi hér á landi, ók honum um, útvegaði fjármuni til að greiða honum og útvegaði muni til þess að nota við að ná fíkniefnunum úr pottunum og vigta þau og pakka. Þá var hann á leið með meðákærðu og fíkniefnin þangað sem átti að opna pottana. Getur honum ekki hafa dulist hvað væri um að vera. Ákærði gerði allt framan - greint samkvæmt fyrirmælum ma nnsins frá . Virðist hann þannig hafa haft afmarkað hlutverk við innflutninginn, en ekki hafa skipulagt hann. Ákærði Algimantas byggir á því að verði hann sakfelldur verði að líta svo á að þát t taka hans geti einungis talist hlutdeild. Þegar horft er til hlutar ákærða Algimantas ar sem hér hefur verið gerð grein fyrir telur dómurinn að ekki sé hægt að líta svo á að hann hafi átt það veigalítinn þátt í brotunum að hann verði ekki talinn aðalmaður í þeim. Verður þannig litið svo á að um ve rkskipta aðild ákærðu sé að ræða. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Ákærðu hafa borið því við að þeir hafi ekki haft vitneskju um magn og/eða tegund fíkniefnanna sem þeir höfðu í fórum sínum. Eins og að fram an er rakið er ljóst að þeim gat ekki dulist að um fíkniefni var að ræða. Þótt þeim hafi hugsanlega ekki verið fyllilega ljóst um hvað væri að ræða er ljóst að þeir létu sér það í léttu rúmi liggja . Þar sem um var að ræða mikið magn fíkniefna af talsverðum styrkleika verður að líta svo á að þau hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Eru brot ákærðu því rétt heimfærð til 173. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. R efsing , upptökukröfur og sakarkostnaður Við ákvörðun refsingar ákærðu verður að líta til þess að þeir hafa verið sakfelldir fyrir innflutning á miklu magni fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni og til styrkleika efn - anna . Þá var um að ræða samverknað með verkskiptri aðild, sbr. 2. mgr. 70. gr. al mennra hegningarlaga, þótt hlutverk hvers og eins hafi verið mismunandi. Gæsluvarðhald allra ákærðu frá 13. apríl sl. verður dregið frá refsingu. Ákærði Jorge er fæddur í . Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot svo kunnugt sé. Við ákvörðun refsingar hans verður, auk framan greinds, litið sérstaklega til þess að ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hlut verk hans við innflutning fíkniefnanna hafi verið annað og meira en að flytja efnin hingað til lands og afhenda þau viðtakanda. Me ð hliðsjón af öllu framangreindu og vísan til 1., 3., 5. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og kemur gæsluvarðhald ákærða til frádráttar refsingu eins og að framan greinir. 21 Ákærði Carlos er fæddur í . Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot svo kunnugt sé. Undir meðferð málsins játaði ákærði brot sín skýlaust. Horfir það honum til málsbóta, sbr. 8. t l. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá liggur fyrir að ákærði v eitti aðstoð og upplýsingar sem hafa verulega þýðingu við að upplýsa brot hans og aðild annarra að brotinu, sbr. 9. t l. sama ákvæðis. Samkvæmt 9. t l. 1. mgr. 74. gr. laganna má færa refsingu sem í lögum er lögð við broti niður úr lágmarki þegar svo stendur á að ákærði segir af sjálfsdáðum til brots síns og skýrir hreinskilnislega frá öllum atvikum að því eða veitir af sjálfsdáðum aðstoð eða upplýsingar sem hafa verulega þýð ingu við að upplýsa brot hans, aðild annarra að brotinu eða önnur brot. Við ákvörðun refsingar verður litið til framangreinds og refsing ákærða milduð með vísan til 9. t l. 1. mgr. 74. gr. laganna. Með hliðsjón af öllu framangreindu og hlutverk i ákærða við brotin þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö og hálft ár og kemur gæs luvarðhald ákærða til frádráttar refsingunni . Ákærði Algimantas er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags . 2. júlí 2025 , var honum gerð s ekt fyrir brot gegn h - lið 2. mgr. 116. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga með dómi H éraðsdóms Reykjaness í og í október 2017 gekkst hann undir sátt vegna tollalagabrots. Við ákvörðun refsingar hans verður, auk framangreinds, litið til þess að gögn málsins bera með sér að hann laut boðvaldi annarra en sá ekki um skipulagningu verknaðarins. M eð hliðsjón af öllu framangreindu og vísan til 1., 3., 5. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og kemur gæsluvarðhald hans til frádráttar refsingu. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er u gerð upptæk 3.002,01 g af kókaíni sem lagt var hald á undir rannsókn málsins. Jafnframt verða gerð upptæk með vísan til lagaákvæða í ákæru verkfær i , grammavog og smelluláspokar sem ætlaðir voru til ólögmætrar með - ferðar efna. Ákærði Carlos hefur fallist á upptökukröfu á 2.000 evrum og Samsung - farsíma og verður það gert upptækt með vísan til lagaákvæða í ákæru. Ákærðu Algi - mantas og Jorge hafa hins vegar mótmælt upptöku á farsímum í þeirra eigu. Símar ákærðu voru notaðir við framningu brots þeirra og verða þ ví gerðir upptækir með vísan til lagaákvæðis í ákæru. Ákærði Algimantas greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlu - sonar lögmanns, 3.348.000 krónur, 71.064 krónur í aksturskostnað og 736.560 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði Carlos greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns, 3.348.000 krónur, 119.286 krónur í aksturskostnað og 677.970 krónur í annan sakarkostnað. 22 Ákærði Jorge greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Birkis Más Árnasonar lögma nns, 2.644.920 krónur. Ákærðu greiði óskipt 1.204.437 krónur í annan sakarkostnað. Við ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdó ttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Algimantas Saltenis, sæti fangelsi í þrjú ár . Gæsluvarðhald ákærða frá 13. apríl sl. kemur til frádráttar refsingu. Ákærði, Carlos Alberto Lara Leonides, sæti fangelsi í tvö og hálft ár . Gæslu - varðhald ákærða frá 13. apríl sl. kemur til frádráttar refsingu. Ákærði, Jorge Fernando De Vuono Otarola, sæti fangelsi í þrjú ár . Gæsluvarðhald ákærða frá 13. apríl sl. kemur til frádráttar refsingu. Ákærðu sæti upptöku á 3.002,01 g af kókaíni, v erkfærum, grammavog og smellu - láspokum. Ákærði Algimantas sæti upptöku á Xiaomi - farsíma. Ákærði Carlos sæti upptöku á 2.000 evrum og Samsung - farsíma. Ákærði Jorge sæti upptöku á Samsung - farsíma. Ákærði Algimantas greiði málsvarnarlaun skipað s verjanda síns, Snorra Sturlu - sonar lögmanns, 3.348.000 krónur, 71.064 krónur í aksturskostnað og 736.560 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði Carlos greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns , 3.348.000 krónur, 119.286 krónur í aksturskostnað og 677.970 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði Jorge greiði málsvarnarlaun skipað s verjanda síns, Birkis Más Árnasonar lögmanns, 2.644.920 krónur. Ákærðu greiði óskipt 1.204.437 krónur í annan sakarkostnað. Barbara Björns dóttir