Héraðsdómur Reykjaness Dómur 21. júlí 2025 Mál nr. E - 2223/2022 : A ( Hafsteinn Viðar Hafsteinsson lögmaður ) g egn B (sjálfur) og B (sjálfur) gegn A (Hafsteinn Viðar Hafsteinsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 26. maí sl., var höfðað 1. nóvember 2022 af A , , á hendur B , . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 805.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 537.500 krónum frá 10. mars 2022 til 9. apríl 2022 en af 805.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnað ar úr hendi stefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Þá krefst hann þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Með stefnu birtri 15. nóvember 2024 höfðaði stefndi m ál á hendur stefnanda þar sem hann krefst þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða sér 493.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 11. október 2021 til greiðsludags. Þá krefst hann þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Stefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda auk málskostnaðar. 2 Stefnandi í fyrra málinu er hinn sami og stefndi í síðara málinu og öfugt. Sakarefni beggja mála er hið sama og hefði mátt höfða seinna málið sem gagnsök í hinu fyrr a, sbr. b. lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í samráði við lögmenn voru málin sameinuð í eitt undir málsnúmerinu E - 2223/2022 og verður í I. M álsatvik A . Stefnandi höfðaði mál þetta til heimtu útistandandi skuldar stefnda vegna MBA - náms sem stefndi sótti við skólann. Er því þannig lýst svo í stefnu að stefndi hafi ekki greitt tvo reikninga útgefna 10. mars 2022 og 9. apríl 2022 samtals að fjárhæð 805.000 krónur og að málið sé höfðað þar sem innheimtutilraunir hafi ekki skilað árangri. Fyrir liggur að stefndi stundaði MBA - nám við skólann á árunum 2020 - 2022. Skólagjöld fyrir allt tímabilið voru 4.475.000 krónur og skyldu þau greidd þannig að skrásetningargj ald að fjárhæð 75.000 krónur var greitt við skráningu, 200.000 krónur áður en kennsla hófst haustið 2020 og loks með átta afborgunum að fjárhæð 537.500 krónur sem dreifðust jafnt yfir allar fjórar annir námsins. Óumdeilt er í málinu að fyrirkomulag námsin s breyttist nokkuð vegna atvika sem upp komu á námstímanum. Þannig varð Covid - 19 faraldurinn, og samkomutakmarkanir sem honum fylgdu, meðal annars til þess að ekki var farið í fyrirhugaða námsferð til YALE háskóla í Bandaríkjunum og námskeiðið þess í stað kennt í fjarnámi á Íslandi. Þá brá svo við 21. janúar 2021 að kaldavatnsleiðsla við Suðurgötu í Reykjavík gaf sig með þeim afleiðingum að vatn flæddi í fyrirlestrarsali stefnda. Leiddi það til þess að hætta þurfti kennslu í HT - 101, hringstofu sem sérstakle ga var hönnuð fyrir MBA - námið. Var kennsla flutt í Veröld Vigdísar, á Hótel Sögu og loks Háskólabíó. Stefndi kveður umræddar breytingar hafa falið í sér verulega breyttar forsendur í náminu. Þá kveður hann ýmsa vankanta hafa verið á samskiptum við stjórne ndur námsins og viðbrögðum vegna kvartana sem hann beindi til yfirstjórnenda. Að því er varðar síðastgreindu atriðin liggja fyrir ítarleg tölvupóstsamskipti stefnda og stjórnenda námsins sem af verður ráðið að stefnda hafi misboðið framkoma stjórnenda. Lau t óánægja stefnda meðal annars að samskiptum við stjórnendur í tilefni af því að óvíst var á tímabili hvort stefndi kæmist með sama flugi og aðrir nemendur í námsferð til Barcelona vorið 2022. Meðal gagna málsins er tölvubréf C , verkefnastjóra námsins, til hluta nemenda 14. febrúar 2022 þar 3 sem fram kom að enn vantaði upplýsingar frá viðkomandi nemendum vegna ferðarinnar, m.a. vegabréfsnúmer, upplýsingar um ofnæmi og fatastærð vegna kaupa á treyjum fyrir nemendur. Var óskað eftir að umbeðnar upplýsingar yrð u sendar sem fyrst. Stefndi mun ekki hafa svarað því tölvubréfi en daginn eftir sendi forstöðumaður MBA námsins eftirfarandi tölvubréf til stefnda í tilefni af því að hann hafði ekki skilað umbeðnum [B] Ég vil vekj a athygli á að náskeiðið í Art of Leadership (Stjórnun - IESE MBA227F) sem þú ert skráður í nú á vormisseri er skyldunámskeið í MBA námi við A og því þarf að ljúka til þess að útskrifast. Þar sem að þú hefur ekki svarað neinum tölvupóstum frá verkefnastjóra, C , varðandi ferðatilhögun þá gerum við ráð fyrir því að þú sért að skipuleggja ferðina sjálfur. Námskeiðið verður Stefndi mun hafa svarað síðastgreindu tölvubréfi sama dag og veitt upplýsingar um vegabréfsnúmer. Með öðru tölvubréf i fyrrgreindrar C 16. febrúar 2022 lýsti hún fyrir stefnda þeim flugum til og frá Barcelona sem kæmu til greina og benti á að stefndi gæti farið í gegnum Amsterdam sama dag og hópurinn færi. Kvað hún nemendahópinn fara í gegnum Kaupmannahöfn en að þær uppl ýsingar hefðu borist frá Icelandair að þau ættu erfitt með að fá staðfest sæti í fluglegginn hjá SAS, Kaupmannahöfn Barcelona, þar sem það flug væri orðið svo mikið bókað. Bauðst verkefnastjórinn til þess að kanna það aftur ef stefndi vildi frekar fljúga út með hópnum. Stefndi brást við því tölvubréfi með [C] . Ég er ekki að fara að fljúga út með öðru flugi en hópurinn. Mér þykir lang eðlilegast að starfsfólk MBA - deildar taki það á sig að fljúga tvö saman til Barcelona í ljósi þess að það er orðið uppselt í hitt flugið. Ég flýg heim með sér stað milli stefnda og forsvarsmanna námsins í tengslum við framangreint en með tölvubréfi 2. mars 2022 ti l D , forstöðumann námsins, gerði stefndi eftirfarandi athugasemd í tilefni af því að hann taldi sig ekki hafa fengið réttar upplýsingar um laust [D] . Varstu vísvitandi að ljúga því að mér í SMS skilaboðum þann 15. febrúar síðastliðinn að það vær ástæða þess að ég þyrfti að fljúga út með öðru flugi? Ég er bara að reyna að skilja hvort þú sért í alvöru reiðubúin að ljúga að nemendum MBA - námsins ef slíkt geti sparað MBA - deildinni nokkra þúsu ndkarla. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hefur aldrei verið uppselt í þetta tiltekna flug en aftur á móti hafi flugmiðinn hækkað mjög mikið dagana eftir að þið keyptuð flesta flugmiða hópsins. Bestu kveðjur, B D mun hafa svarað því 4 tölvubréfi sama da [B] . Við myndum aldrei vísvitandi ljúga að nemendum og það er ómaklegt að halda slíku fram. Það var aldrei uppselt í Icelandair flugið frá KEF til CPH. Hins vegar fengum við ekki staðfest sæti í tengiflugið frá CPH til BCN á þ essum tíma. Það var einn annar MBA nemi sem ákvað síðar að fljúga aðra leið til BCN og þá mögulega breyttist staðan þannig að við gátum bókað þig. Kveðja, [D] Ráðið verður af fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum að stefndi hafi ekki fellt sig við framangr eindar skýringar. Í framhaldinu sendi hann þannig fjölda tölvubréfa á bæði C , verkefnastjóra námsins, og D , þar sem hann innti þær eftir svörum varðandi það hvort logið hefði verið að honum varðandi umrædda ferð. Kvaðst stefndi sjálfur hafa skoðað bókunars íðu Icelandair og að fullyrðing Sögu um að uppselt væri í flugið væri lygi. Kvað stefndi ljóst að ekki hefði verið vilji til þess að bóka far fyrir stefnda með bekknum þar sem flugmiðinn hefði hækkað og því hefði átt að senda hann með öðru flugi. Sendi ste fndi ítrekuð tölvubréf og bað um skýringar á svörum verkefnastjórans auk þess sem hann sendi hluta samskiptanna á rektor skólans. Þá sendi stefndi formlega kvörtun vegna framgöngu forstöðumanns MBA námsins á E , stjórnarformann námsins, 7. mars 2022 þar sem hann kvað D hafa logið því að sér í SMS - skilaboðum að hann þyrfti að fljúga með öðru flugi til Barcelona þar sem uppselt væri í flugið sem bekkurinn flaug með til þess að spara MBA - deildinni pening. Loks kvartaði hann undan því að forstöðumaðurinn Umrædd E mun hafa svarað því svo til að stefnda hefði ekki verið sagt ósatt að því er ferðatilhögun til og frá Barcelona varðaði, en stefndi kvað E þá vera að staðfesta eitthvað sem ekki hefði ver ið svarað og óskaði eftir að svör bærust um af hverju flug stefnda hefði ekki verið bókað strax í gegnum bókunarsíðu Icelandair. Því svaraði E með [B] , Ég tel að það sé búið að svara þér og mun ég ekki br egðast við frekari póstum um þetta mál. Þú átt flugmiða eins og Í öðru tölvubréfi stefnda til E 9. mars 2022, sem afrit var sent á F , rektor stefnda, lýsti stefndi því að þar sem E ætlaði ekki að bregðast við frekari póstum um málið teldi stefndi málið komið á þann stað að rétt væri að leyfa rektor skólans að fylgjast með stefndi vona að E breytti um stefnu o g svaraði með jákvæðni að leiðarljósi í stað þess að vera í endalausri vörn. 5 Degi síðar sendi stefndi E og rektor tölvubréf þar sem hann lýsti því yfir að engar greiðslur myndu berast frá honum í tengslum við MBA - námið á meðan málið væri óleyst. Fór stefn di þess á leit að allar upplýsingar/ljósmyndir af honum yrðu fjarlægðar af vefsvæði MBA - deildar. Óánægja stefnda laut einnig að samskiptum í tengslum við beiðni hans 23. desember 2021 um upplýsingar frá skólanum eftir að hann hafði fengið einkunnina 0 fyr stefndi óskað eftir rökstuðningi og tilteknum upplýsingum í tengslum við það hvernig viðkomandi kennari grundvallaði einkunnina og hvernig gætt hefði verið samræmis og jafnr æðis við mat á einkunnum nemenda. Þá hafði stefndi óskað eftir upplýsingum um lagaheimildir kennara fyrir rafrænt eftirlit á Canvas, námsumsjónarkerfi stefnda, og upplýsingum sem sýndu fjölda þeirra nemenda sem ekki spurðu kennara a.m.k. einnar spurningar í tímum. Beiðni stefnda hafði verið hafnað af forstöðumanni MBA námsins og hann í kjölfarið kvartað til deildarforseta viðskiptafræðideildar yfir töfum á málinu og því að forstöðumaðurinn hefði ekki leiðbeint sér um rétt kæruferli. Stefndi skaut í kjölfari ð málinu til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema 20. apríl 2022 sem komst að því í áliti sínu 19. október 2022 að forstöðumanni námsins hefði borið að leiðbeina stefnda um það strax í upphafi að honum væri rétt að beina erindi sínu til deildarforseta viðskiptafræðideildar, eða beina sjálf erindinu þangað, og í framhaldinu hafi deildarforseta borið að hraða afgreiðslu á erindi hans . Þá sagði í álitinu að tafir á afgreiðslu erindis stefnda hefðu m.a. leitt til þess að mál hans komst ekki á dagskrá fundar háskólaráðs 5. maí 2022. Var málsmeðferð á erindi stefnda að því er varðaði málskot til háskólaráðs talin hafa samrýmst stjórnsýslulögum. B. Áður en til greiðslu síðustu tveggja reikninga vegna námsgjalda kom vorið 2022, eða síðustu önn námsins hjá stefn da, fóru fram umræður á meðal nemenda og stjórnenda um mögulegan afslátt af námsgjöldum vegna þeirra breytinga sem höfðu orðið á náminu. Verður af gögnum málsins ráðið að umræðan hafi einkum lotið að þeirri breytingu að fyrirhuguð ferð til YALE háskóla var ekki farin og að nemendur höfðu ekki fengið kennslu í fyrrgreindri kennslustofu í kjölfar vatnslekans í janúar 2021. Með tölvubréfi D , forstöðumanns viðskiptafræðistofnunar stefnanda, til nemenda 2. mars 2022 var tilkynnt að stjórn MBA - námsins hefði teki ð ákvörðun um að veita 270.000 króna afslátt af skólagjöldum. Var til þess vísað að margvíslegar áskoranir hefðu 6 haft áhrif á námið, m.a. Covid - 19 faraldurinn, sem hefði m.a. haft áhrif á fyrirhugaða Yale námsferð og almennt starf í náminu. Þá var vísað ti l þess að vatnsleki í skólastofu MBA - námsins hefði haft mikil áhrif. Kom fram að síðari greiðsluseðill vormisseris 2022 yrði lækkaður sem þessu næmi. Skólagjöld lækkuðu samkvæmt þessu í 4.205.000 krónur. Með bréfi nokkurra nemenda til stjórnar MBA - námsins 9. mars 2022 var krafist frekari lækkunar á skólagjöldum vegna breytinga sem höfðu orðið á fyrirkomulagi námsins. Með svarbréfi stjórnar 28. mars 2022 var því lýst að samkomutakmarkanir vegna Covid - 19 hefðu dregið úr getu stjórnar til þess að skipuleggja námið og viðburði sem almennt væru haldnir, auk þess sem kennslustofa MBA - námsins, hefði verið ónothæf vegna vatnstjóns sem hefði orðið í Háskólanum í ársbyrjun 2021. Þessar aðstæður hefðu óhjákvæmilega haft áhrif á umgjörð námsins eins og það hefði verið sett upp og kynnt fyrir umsækjendum um námið. Brugðist hefði verið við eftir bestu getu, m.a. með því að fá fleiri stjórnendur til þess að koma á staðinn og koma á stefnumóti við atvinnulífið. Þegar ljóst hefði orðið eftir umtalsverða skipulagningu, flugmi ða - og hótelpantanir að ferð til Yale yrði ekki að veruleika vegna Covid - 19 hafi verið farið í að skipuleggja aðra ferð innanlands og hafi nemendur helst viljað fara á Suðurland. Enn á ný hefðu samkomutakmarkanir hins vegar haft áhrif og úr orðið að ekki v ar hægt að fara með nemendahópinn út á land. Því hefði verið brugðið á það ráð að panta tíu fundarherbergi á Hilton með tilheyrandi kostnaði svo nemendur fengju fyrirtaks kennsluaðstöðu og möguleika á samveru eins og best yrði á kosið miðað við aðstæður. Þ á hefði stjórn og starfsfólk lagt sig fram um að láta þessar óviðráðanlegu kringumstæður hafa sem minnst áhrif á umgjörð námsins. Aðstaðan sem notuð hefði verið í sal 3 í Háskólabíó væri sú besta sem hægt væri að bjóða upp á, m.a. til þess að tryggja fjarl ægðatakmarkanir og einnig til þess að hægt væri að tryggja öfluga fjarkennslu. Aðrir nemendahópar hefðu verið færðir úr þeirri stofu til þess að MBA - nemendur gætu stundað sitt nám í staðkennslu. Meðal annars vegna þessa hafi verið tekin ákvörðun um að veit tur yrði 275.000 króna afsláttur af skólagjöldum fyrir hvern nemanda og væri sá afsláttur gefinn m.a. vegna kostnaðar sem ekki hafi verið greiddur vegna ferðar til Yale. Stjórn Viðskiptafræðistofnunar teldi ekki forsendur til að veita frekari afslátt af sk ólagjöldum vegna þeirra ástæðna sem raktar væru í bréfi nemenda enda hafi útgjöld vegna námsins á námstíma ekki minnkað. Stjórn teldi sig hafa veitt fullnægjandi kennslu og þjónustu 7 sem kynnt hefði verið sem innifalin í skólagjöldum eftir því sem aðstæður hefðu leyft. Beiðni um frekari afslátt af skólagjöldum væri því hafnað. Óumdeilt er sem fyrr segir að stefndi greiddi ekki síðustu tvo reikninga sem stefnandi gaf út vegna skólagjalda og byggði þá afstöðu sína á því að hann ætti rétt á frekari afslætti ve gna breytinga á náminu. Með bréfi E , stjórnarformanns viðskiptafræðistofnunar, til stefnda 19. maí 2022 var vísað til þess að skólagjöld vegna vormisseris 2022 væru ógreidd og að stefndi fengi vikufrest til þess að inna þau af hendi. Að öðrum kosti myndi l eiðbeinandi ekki fara yfir lokaritgerð sem stefndi hafði skilað 16. maí 2022 og hann myndi þar af leiðandi ekki brautskrást 25. júní 2022. Með bréfi stefnda 20. maí 2022 voru gerðar athugasemdir við erindi stjórnarformannsins og því lýst að málefnalegar á stæður lægju því að baki að skólagjöld hefðu ekki verið greidd. Krafðist stefndi þess að lokaritgerð hans yrði yfirfarin enda hefði stefndi enga heimild til að beita þvingunarúrræðum á borð við þau sem lýst hefði. Ráðið verður af gögnum málsins og framburð um fyrir dómi að lokaritgerð stefnda hafi, þrátt fyrir fyrrgreinda yfirlýsingu, verið yfirfarin til einkunnar og hann útskrifast með samnemendum sínum sumarið 2022. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnda voru sendar innheimtuviðvaranir vegna fyrrgreind ra tveggja reikninga 21. mars og 19. apríl 2022, auk þess sem hann fékk send innheimtubréf 8. og 19. apríl og 2. og 9. maí 2022. Þar sem stefndi hélt að sér höndum varðandi greiðslu umræddra reikninga höfðaði stefnandi mál þetta 1. nóvember 2022. C. Með m atsbeiðni, sem lögð var fram í þinghaldi 1. febrúar 2023, fór stefndi þess á leit að dómkvaddur yrði matsmaður til þess að meta nánar tilgreind atriði í tengslum við námið sem stefndi sótti á árunum 2020 - 2022. Var G rekstrarhagfræðingur dómkvaddur til star fans í þinghaldi 10. mars 2023. Lutu fyrstu fjórar matsspurningarnar að því að meta hvort loforð hefðu verið uppfyllt í MBA - náminu á árunum 2020 - 2022 á eftirfarandi atriðum: a) gæð um tengdum aðstöðumálum , þ.m.t. með tilliti til kennsluaðstöðu og setustof u þar sem stærsti hluti námsins fór ekki fram í viðurkenndri MBA kennslustofu með auknum þægindum heldur í hefðbundnum kennslustofum, b) gæðum tengdum kennslu , þ.m.t. með tilliti til þess að stór hluti námsins fór fram í fjarnámi í stað staðarnáms og min na farið í fyrirtækjaheimsóknir, 8 c) gæðum tengdum stjórnun og þjónustu , þ.m.t. með tilliti til alþjóðlegrar gæðavottunar sem MBA námið hefur fengið vegna stjórnunar/þjónustu og með hliðsjón af viðbrögðum stjórnenda við kvörtunum nemenda vegna annmarka á skipulagi, kennslu og öðrum atriðum tengdum náminu, og d) gæðum tengdum námsferð í Yale háskóla í Bandaríkjunum , þ.m.t. með tilliti til þess að námið fór fram í fjarnámi á Íslandi í stað staðarnáms í Bandaríkjunum auk annarra frávika sem fylgdu breyttu f forstöðumanns MBA deildar gagnvart matsbeiðanda í tengslum við flugmiðakaup til Barcelona og lögbrota sama starfsmanns MBA deildar á réttindum matsbeiðanda eins og þau eru reifuð í áliti áfrýjunarnefndar í málefnum nemenda nr. Loks var í fimmtu spurningu matsbeiðni óskað mats á því hvert hæfilegt og sanngjarnt endurgjald vegna MBA - náms stefnda á árunum 2020 - 2022. Matsgerð dómkvadds matsmanns lá fyrir í október 2024 og var lögð fram á dómþingi 8. október. Í henni var lýst því mati dómkvadds matsmanns að ekki hefði að fullu eða á fullnægjandi hátt verið staðið við loforð eða fyrirheit um gæði tengd kennslu og aðstöðu málum og gæðum tengdum fyrirhugaðri námsferð í YALE háskóla í Bandaríkjunum og bekkjarskipan með því að tveir árgangar MBA - námsins sátu á sama tíma sama námskeiðið. Þá var það mat matmannsins að háttsemi stjórnenda í tengslum við flugmiðakaup stefnda til B arcelona vegna námsferðar í IESE háskóla hafi ekki verið í samræmi við góða stjórnunarhætti og að loforð um tiltekinn gæði í þeim efnum hafi ekki verið efnd. Þá hafi stjórn námsins brugðist við afgreiðslu erindis stefnda, þar sem hann óskaði eftir tilteknu m gögnum og upplýsingum að því er varðaði matsþáttinn - námsins á kvörtun stefnda vegna framgöngu forstöðumanns námsins í tengslum við pöntun flugmiða fyrir stefnda vegna námsferðar til Barc elona hafi ekki samrýmst því sem stefndi mátti vænta og krefjast mætti af stefnanda sem opinberri menntastofnun á háskólastigi. Í matsgerðinni var einnig að finna rekstrarupplýsingar stefnanda fyrir árin 2016 - 2022 og skólaárin 2016/17 til 2021/2022, eða se x skólaár, sundurliðaðar eftir tekjum og kostnaðarflokkum miðað við nánar tilgreindra flokkun matsmanns. Í stuttu máli var það niðurstaða matsmanns, út frá samanburði við fyrri ár miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, að sanngjarnt endurgjald fyrir nám ste fnda á árunum 2020 - 2022 hafi verið 2.903.000 krónur í stað 4.475.000 krónur. Verður að niðurstöðum matsgerðar að öðru leyti vikið eftir þörfum í niðurstöðukafla dómsins. D. 9 Eftir að fyrrgreind matsgerð lá fyrir höfðaði stefndi mál gegn stefnanda og krafði st þess að stefnandi yrði dæmdur til að greiða stefnda 493.000 krónur með dráttarvöxtum. Reisti stefndi kröfu sína í því sambandi á niðurstöðum dómkvadds matsmanns og gerði kröfu um fyrrgreinda fjárhæð að frádregnum þeim 805.000 krónum sem stefndi hafði þe gar haldið eftir og 275.000 krónum sem stefndi hafði ákveðið að veita nemendum í afslátt af námsgjöldum. Var það mál sem fyrr segir sameinað hinu eldra máli, sbr. b. lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Meðal gagna málsins er yfirlý sing H , rekstrarstjóra félagsvísindasviðs stefnanda, 7. nóvember 2024, þar sem fram kemur að matsmaður hafi misskilið bókhaldsfærslur í bókhaldi viðskiptafræðistofnunar stefnanda sem hafi valdið því að reiknaður kostnaður vegna hlutdeildar stofnunarinnar í sameiginlegri þjónustu væri umtalsvert hærra metinn en ella. Matsmaður hafi fengið þessa hreyfingarlista við matsvinnu sína en ekki kannað efni þeirra nægilega vel. Kostnaðurinn sé vegna hreyfingarlista nr. 106120 og 106200 og hafi fallið til á árinu 2019 . Í matsgerð sé miðað við meðaltal skólaáranna 2018/19 og 2019/20 og kostnaðurinn metinn af matsmanni sem 35.314.000 krónur hvort skólaárið eða samtals 69.127.000 krónur, sbr. töflur í matsgerð. Á bak við þessar tölur sé kostnaður upp á 1.200.000 krónur ve gna netkönnunar hjá fyrrum nemendum sem keypt hafi verið af félagsvísindastofnun stefnanda. Þá sé færsla upp á 69.127.204 krónur vegna breytinga í bókhaldi hjá viðskiptafræðistofnun þar sem bókhald vegna MBA - námsins hafi verið sameinað almennu bókhaldi. Á móti þessu sé einnig tekjufærsla vegna verkefnisins. Ljóst sé því að um sé að ræða einskiptisaðgerð sem ekki geti verið hluti af kostnaðargrunni við samanburð milli ára sem matsmaður notist við í matsgerðinni. Auk þess séu tvær færslur upp á 150.000 krónur hvor, samtals 300.000 krónur, kostnaður við nám á vegum Háskóla - námi stefnanda óviðkomandi en séu þrátt fyrir það hluti af kostnaðargrunni matsmanns. II. Málsástæður og lagarök aðila Málsástæður st efnanda vegna kröfu um greiðslu eftirstöðva námsgjalda Stefnandi byggir kröfu sína um greiðslu 805.000 króna úr hendi stefnda á því að stefndi hafi ekki greitt námsgjöld vegna MBA - náms sem hann stundaði hjá stefnda vorið 2022. Vísar stefnandi til þess að krafan byggi á tveimur reikningum, öðrum að fjárhæð 537.500 krónur og hinum 267.500 krónur, eða samtals 805.000 krónur. Skuldin hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og því sé nauðsynlegt að fá dóm fyrir 10 kröfunni. Um lagarök vísar stefnan di til reglna samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga og ákvæða laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu að því er varðar kröfu um dráttarvexti. Málsástæður stefnda vegna kröfu stefnanda um greiðslu eftirstöðva námsgjalda Kröfu sína um sýknu af aðalkröfu stefnanda reisir stefndi á því að kennslan hafi verið haldin slíkum ágöllum að stefndi eigi vegna þess rétt á skaðabótum eða afslætti úr hendi stefnanda. Stefnandi hafi viðurkennt að gæði kennslunnar hafi verið haldin galla og s é ljóst að kennslan hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem stefnandi hafði lofað stefnda við upphaf námsins. Þá hafi kennslan ekki samrýmst þeim réttmætu væntingum sem stefndi hafi mátt gera til kennslunnar. Á vefsíðu námsins hafi verið lofað að stefndi fengi f rábæra kennsluaðstöðu þar sem kennt yrði í sérstaklega hannaðri MBA - kennslustofu auk aðgangs að sérstakri setustofu, að farið yrði í tvær námsferðir erlendis, heimsóknir til fyrirtækja og stofnana, og að stjórnun og þjónustu við nemendur væri sérstaklega g óð þar sem hún hefði hlotið erlenda gæðavottun. Þessir eiginleikar hafi ekki verið uppfylltir og hafi það haft neikvæð áhrif á upplifun stefnda af náminu. Hann hafi setið stærstan hluta kennslunnar í fjarnámi eða venjulegri kennslustofu í stað staðarnáms í MBA - kennslustofu með auknum gæðum. Fyrir liggi að stefnandi hafi sjálfur gert bótakröfu á hendur þriðja aðila vegna vatnstjónsins sem byggi m.a. á því að hann hafi þurft að flytja kennslu til um margra mánaða skeið. Þá hafi stefndi ekki haft aðgang að sér stakri setustofu sem hann átti að geta nýtt milli kennslustunda, farið á mis við námsferð til Bandaríkjanna og í stað þess setið námskeiðið í fjarnámi á Íslandi. Stefnandi hafi auk þess ekki boðið upp á neinar fyrirtækjaheimsóknir og stjórnun og þjónusta s tarfsfólks MBA - deildarinnar verið að litlum gæðum eins og staðfest hafi verið af áfrýjunarnefnd í málefnum nemenda. Loks hafi samskipti stefnda við starfsfólk MBA - námsins verið slæm alla vorönnina 2022 og einkennst af hroka og yfirgangi þar sem spurningum stefnda var ekki svarað eða honum hótað. Stefndi reisir kröfu um afslátt á sömu sjónarmiðum og rakin hafa verið um vanefndir varðandi gæði MBA - námsins, sbr. 13. gr. laga nr. 42/2000 með lögjöfnun. Stefndi hafi mátt treysta að hann væri að kaupa kennslu s em væri í sérstaklega góðum gæðum. Á það hafi verulega skort og því sé óhjákvæmilegt að dæma honum afslátt af skólagjöldum. Dæma verði afslátt að álitum sem þyki hæfilega ákveðinn 805.000 krónur, 11 en sá afsláttur sé í réttu hlutfalli við verðrýrnun sem vane fnd stefnanda hafi valdið honum. Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna kauparéttar um þjónustukaup, einkum um afslátt og skaðabætur, reglna samninga - og kröfuréttar og skaðabótaréttar. Málsástæður stefnda að því er varðar gagn kröfu hans um endurgreiðslu námsgjalda Kröfu sína um greiðslu 493.000 króna úr hendi stefnanda reisir stefndi á því að hann eigi rétt á afslætti að fjárhæð 1.573.000 krónur sem samsvari þeirri verðrýrnun sem rekja megi til ágalla á gæðum MBA - námsins. Þessi fjárhæð afsláttar sé niðurstaða matsgerðar dómkvadds matsmanns sem hafi staðfest að stefnandi hafi ekki staðið við fyrirheit varðandi MBA - kennslustofu þar sem allir sæju aðra nemendur heldur verið notast við ráðstefnusal á Hótel Sögu, bókasafn í húsi Vigdísar og bíósal í Háskólabíó. Þá hafi matsmaður staðfest að stefnandi hafi ekki staðið við þau fyrirheit að bjóða upp á góðar og þægilegar setustofur nálægt kennslustofum sambærilegri þeirri sem boðið hafi verið upp á við hliðina á MBA - kennslustofunni auk þess sem matsmaður hafi talið stóran hluta kennslu hafa farið fram í fjarnámi sem hafi rýrt verulega bæði upplifun og hópsamskipti, sem væri eitt grundvallaratriða í MBA - námi. Í matsgerð hafi einnig komið fram að stefnandi hafi gefið fyrirheit um ferð til YALE hásk óla en ekki uppfyllt það loforð. Það væri enda ekki sama upplifun að sitja námskeið í fjarnámi og auk þess með öðrum bekk sem hafi leitt til þess að nemendur í tímum voru helmingi fleiri. Í þriðja lagi hafi matsmaður staðfest að ekki hafi verið uppfyllt fy rirheit um góða stjórnunarhætti, enda hafi stefnda verið sýnd ótilhlýðileg viðbrögð og hegðun sem ekki sé sæmandi menntastofnun á æðra háskólastigi sérhæfðri í kennslu og þjálfun á sviði stjórnunar, leiðtogahæfni og samskipta. Hafi matsmaður þannig gert at hugasemdir við að staðið hafi til að láta stefnda ferðast einan síns liðs til Barcelona, honum verið sagt ósatt og málefnalegum spurningum hans ekki verið svarað. Stefndi vísar einnig til þess að sjá megi af gögnum í formi tölvubréfa og umræðna á samfélag smiðlum að samnemendur stefnda lýsi sömu neikvæðu upplifun á litlum gæðum á stjórnun og þjónustu. Stefndi telji að ástæður þessa megi að hluta rekja til þess að öllum starfsmönnum og stjórn MBA - námsins hafi verið skipt út skömmu eftir að stefndi hafi hafið annað námsárið sitt og hafi ekki allir haft til að bera nauðsynlega þekkingu og reynslu til að halda uppi háu þjónustustigi við nemendur. Sem dæmi megi nefna að skólinn hafi ekki gripið til neinna viðbragða til þess að jafna námsálag sem í 12 sumum lotum haf i verið lítið sem ekkert þar sem áföngum var aflýst en mikið þegar bætt var við áföngum sem áður hafði verið aflýst. Nemendur hafi ekki verið upplýstir um þann rétt sinn að þurfa ekki að skrifa lokaritgerð samkvæmt 5. mgr. 18. gr. reglna háskólans nr. 643/ 2011, en það hefði breytt stefnda miklu hefði hann getað sleppt því að skila lokaritgerð og þess í stað fengið að taka aðra áfanga eða námskeið sem hefðu verið lausir við stress sem fylgdi því að nemendur vissu ekki hvort þeir næðu að klára lokaritgerð og útskrifast með öðrum samnemendum. Loks hafi stjórnun verið að litlum gæðum þegar farið var í innheimtuaðgerðir gagnvart stefnda áður en kröfubréfi nemenda var svarað varðandi afslátt af náminu auk þess sem stefndi hefði verið beittur ólögmætum innheimtuaðg erðum þegar honum var hótað að hann myndi ekki útskrifast án þess að greiða námsgjöld að fullu. Stefnandi hafi dregið hótunina til baka og hafi stefndi þá einn útskrifast án þess að greiða skólagjöldin að fullu á meðan aðrir nemendur, sem brugðist höfðu vi ð sambærilegri hótun, höfðu greitt skólagjöldin að fullu í þeirri trú að fá annars ekki að útskrifast. Loks hafi stjórnun verið ábótavant þegar neitað var að ræða munnlega við samninganefnd bekkjarins um hærri afslátt og einnig er gerð var tilraun til að s tytta ferðina til Barcelona um einn dag. Hvað fjárhæð fjárkröfu sinnar snertir vísar stefndi til þess að matsmaður telji að sanngjarnt og hæfilegt endurgjald vegna MBA - námsins hjá stefnda á árunum 2020 - 2022 hafi jafngilt 1.573.000 króna lægri fjárhæð en námið kostaði. Matsmaður telji að stefnandi hafi sjálfur fengið samtals 650.533 krónur í afslátt frá YALE háskóla í Bandaríkjunum á hvern nemanda bæði vegna þess að námskeiðinu var breytt í fjarnám og vegna aukins magnafsláttar þar sem fyrra árs árgangur n ámsins hafi tekið námskeiðið með nemendahópi stefnda. Þá hafi skólinn fengið í afslátt 153.595 krónur sem skiptist í flug (69.200 krónur), hótelgistingu (64.395 krónur) og annan ferðakostnað (20.000 krónur) miðað við hvern nemanda. Þetta séu því að mati ma tsmannsins samtals 804.128 krónur á hvern nemanda sem stefnandi hafi stungið í sinn vasa þótt augljóslega sé þarna um að ræða afslátt sem stefnanda beri að endurgreiða í vasa hvers og eins nemanda. Þessu samkvæmt því hefði afslátturinn að lágmarki átt að vera 924.128 krónur. Mismunurinn á þeirri fjárhæð og þeirrar heildarfjárhæðar sem matsmaður komist að, þ.e. 1.573.000 krónur, sé samtals 648.872 krónur. Stefndi telji að þess ar aukalegu 648.872 krónur hjá matsmanni séu varlega áætlaðar miðað við verðrýrnun námsins vegna umræddra gæðafrávika varðandi aðstöðumál og stjórnarhætti. Stefndi telji því að niðurstaða 13 matsmannsins sé vel rökstudd og því sé sanngjarnt og hæfilegt endurg jald vegna námsins 1.573.000 krónur. Kröfufjárhæð stefnda fáist með því að líta til afsláttarfjárhæðinnar og draga frá annars vegar 805.000 krónur sem stefndi hafi haldið eftir með því að greiða ekki síðustu tvo reikninga stefnanda og hins vegar með því að draga frá 275.000 krónur sem stefnandi hafi þegar veitt stefnda í afslátt. Dráttarvaxtakrafa miðist við 11. október 2021 þegar stefndi hafi greitt áttunda reikninginn sinn og þannig sama dag og stefnandi ofrukkaði stefnda um kröfufjárhæðina, eða 493.000 k rónur. Stefnandi hafi vitað að ágreiningur væri um greiðsluskyldu og að það gæti komið til endurheimtu ofgreidds fjár. Stefnandi vísar til 37. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála varðandi neytendavarnarþing, almennra reglna kauparéttar um þjónustuk aup, einkum um afslátt og skaðabætur, reglna samninga - og kröfuréttar og skaðabótaréttar. Málsástæður stefnanda varðandi gagnkröfu stefnda um endurgreiðslu námsgjalda Stefnandi reisir kröfu sína um sýknu af gagnkröfu kröfu stefnda á því að stefndi hafi ekki sýnt fram á að hann eigi þær kröfur sem hann haldi fram á hendur stefnanda. Sá sem hefji háskólanám sé fyrst og fremst að fá aðgang að þekkingu og kennslu, sbr. til hliðsjónar 2. mgr. 2. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla. Sinni nemandi náminu nægilega vel ljúki því með brautskráningu sem staðfestingu á að nemandinn hafi tileinkað sér tiltekna þekkingu. Stefndi hafi þannig ekki verið að kaupa sér þjónustu í skilningi lag a, hvorki settra laga um þjónustukaup nr. 42/2000 né almennra reglna kauparéttar. Virðið fyrir nemandann sé á endanum fólgið í þekkingunni annars vegar og hins vegar í námsgráðunni sem fáist við brautskráningu. Nemandi sæki slíkt sennilega í þeirri von að námsgráðan veiti aðgang að fjölbreyttari, áhugaverðari og betri störfum og eftir atvikum hærri launum. Stefndi hafi ekki verið að kaupa upplifun eða nokkuð slíkt enda sé stefnandi ekki að selja miða á tónleika eða uppistand. Stefndi hafi brautskráðst með M BA - gráðu og séu engar athugasemdir gerðar við gæði kennslu eða námsins sem slíks. Upplifun stefnda af náminu sé auk þess að miklu leyti á hans eigin ábyrgð. Mótmælt sé að nokkur loforð í skilningi laga hafi verið veitt og sé málatilbúnaður um hin ætluðu l oforð, þ.e. hvernig og hvar þau komu fram, vanreifaður. Matsbeiðni stefnda bæti litlu við í þeim efnum öðru en óljósum hugleiðingum stefnda um námið sem séu ósannaðar með öllu. Af hálfu stefnanda er á því byggt að matsgerð dómkvadds matsmanns sé haldin ve rulegum ágöllum hvað þetta atriði varði en matsmaður skilgreini hugtakið loforð á 14 g skilgreining loforðs sem sé almennt skilgreind sem viljayfirlýsing loforðsgjafa sem feli í sér skuldbindingu af hans hálfu og sé beint til loforðsmóttakanda og komin til vitundar hans fyrir tilstilli loforðsgjafans. Þegar af þessum sökum sé hún að vettug i virðandi við úrlausn málsins. Hvað varðar skilyrði afsláttar byggir stefnandi á því að stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að slíkur réttur sé til staðar og að skilyrði fyrir beitingu afsláttar séu fyrir hendi. Engin tilraun sé gerð í stefnu stefnda ti l þess að rökstyðja að sá réttur sé til staðar. Krafan virðist reist á almennum reglum kauparéttar um þjónustukaup án þess að það sé rökstutt frekar. Ekki sé nein almenn lögfest eða ólögfest regla í íslenskum rétti um beitingu afsláttar og stefnandi hafi e kki byggt á neinni ákveðinni lagaheimild. Þegar af þessum sökum beri að sýkna stefnanda af kröfu stefnda. Engar forsendur séu auk þess til þess að lögjafna frá ákvæðum laga nr. 42/2000 um þjónustukaup enda sé nám stefnanda ekki þjónusta í skilningi fyrrgre indra laga. Námskeið eða nám sé ekki hefðbundin þjónusta í skilningi laga. Viðvíkjandi réttmætar væntingar stefnda byggir stefnandi á því að stefndi hafi ekki getað haft væntingar til þess að námið færi ekki fram að hluta í fjarnámi eða að ekki kæmu upp á rekstrar við samnemendur eða starfsmenn skólans. Þegar stefndi hafi sótt um innritun í námið hafi fyrstu bylgju Covid - 19 verið að ljúka, en á þeim tíma hafi heilbrigðisyfirvöld ítrekað gefið út að björninn væri ekki unnin og að allt gæti hæglega farið á ve rri veg með tiltölulega skjótum hætti. Stefnda hafi ekki getað dulist þetta og mátt vera ljóst að vel gæti farið svo að jafnvel stór hluti námsins færi fram í fjarnámi og að örðugt yrði að bjóða upp á heimsóknir í fyrirtæki. Þá sé ljóst að aldrei sé hægt a ð útiloka árekstra við aðra nemendur eða starfsfólk. Vottun MBA - námsins feli ekki í sér loforð um að allt gangi slétt og fellt fyrir sig í samskiptum fólks eða að engin mistök kunni að eiga sér stað við úrvinnslu einstakra mála. Verði komist að því að ste fnandi hafi veitt stefnda loforð sem ekki hafi verið að fullu efnd er á því byggt af hálfu stefnanda að honum hafi verið það ómögulegt vegna óviðráðanlegra ytri atvika eða force majeure. Kröfur stefnda sem grundvallist á aðstöðumálum annars vegar og hins v egar YALE ferðinni sem ekki var varin varði atriði sem hafi ekki verið á valdi stefnanda að bregðast við. Stefnandi hafi enda ekkert haft að gera með það hvernig samkomutakmarkanir þróuðust en augljóst sé að þær hafi haft áhrif 15 á það hvaða kennslustofur va r hægt að nota eða hvort yfir höfuð hafi verið hægt að halda staðnám. Sama eigi við um YALE ferðina, en stefnandi hafi lítið getað ráðið för varðandi sóttvarnaraðgerðir bandarískra eða íslenskra yfirvalda. Þá hafi faraldurinn gert það almennt erfiðara að s kipuleggja fram í tímann. Enn fremur hafi stefnandi með engu móti getað séð fyrir tjónið sem varð er vatnsleiðsla sprakk með þeim afleiðingum að ekki reyndist unnt að nota MBA - stofuna, HT - 101. Þá hafi tekið lengri tíma en áætlað var að koma stofunni í ken nsluhæft horf vegna matsmála sem tengdust tjóni á húsakosti stefnanda. Viðbrögð stefnanda hafi verið að útvega húsnæði eftir bestu mögulegu getu og bregðast við ábendingum nemenda eins og hægt var. Á það sé bent að stefndi hafi þegið kennslu og þekkingu hj á stefnanda allan námstíma sinn og það án þess að gera athugasemdir við t.a.m. aðstöðumál eftir að stofa HT - 101 varð ónothæf. Hann hafi aldrei kannað hvort hægt væri að fresta náminu eða hætta að sinni á meðan áhrifa heimsfaraldurs eða vatnstjóns gætti. Ha nn hafi þannig ekki leitast við að takmarka tjón sitt og sé það á hans ábyrgð, en þetta bendi að mati stefnanda einnig til þess að stefndi hafi fyrst og fremst verið að kaupa sér aðgang að þekkingu og kennslu svo sem áður segi. Af hálfu stefnanda er sérs taklega vikið að matsgerð dómkvadds matsmanns og meintum annmörkum á henni. Vísar stefnandi til þess í fyrsta lagi að matsmaður hafi útbúið kostnaðargrunn til samanburðar milli námsára. Inni í þeim grunni sé kostnaður vegna einskiptiskostnaðar hjá stefnand a sem á móti hafi bókast tekjur þannig að nettó áhrifin núlluðust út. Vísist um þetta til bréfs rekstrarstjóra félagsvísindasviðs stefnanda 7. nóvember 2024, en af því sé ljóst að matsmaður hafi tekið tillit til kostnaðarliða sem tilheyrðu ekki MBA - námi s tefnanda. Matsmaður hafi þannig ranglega reiknað afslátt af þessum kostnaðarliðum. Við gerð kostnaðargrunnsins hafi matsmaður ákveðið að reyna að miða bókhaldið við skólaár þrátt fyrir að allt bókhald sé fært miðað við almanaksárið og kostnaður dreifist ek ki endilega með jöfnum hætti yfir árið. Skekki þetta matið en stefnandi hafi ítrekað bent á það í matsvinnunni án þess að á það hafi verið hlustað. Þetta atriði eitt og sér eigi að leiða til þess að matsgerðin sé að vettugi virðandi. Kostnaðargrunnurinn og mat matsmanns á afslætti byggi einnig á námsritgerð samnemenda stefnda. Þetta séu ámælisverð vinnubrögð enda feli þetta ekki í sér sjálfstæða athugun matsmanns á viðfangsefninu heldur sé byggt á ritgerð nemanda sem hafi að nokkru leyti sömu hagsmuni og st efndi í málinu. Loks meti matsmaður afslátt vegna YALE ferðar 650.000 krónur en bæti við þá fjárhæð því sem hann telji vera hluta af þeim afslætti sem stefnandi bauð að álitum 120.000 krónur. Fái hann þannig út að 16 heildarafsláttur vegna YALE sé metinn 770. 000 krónur án þess að rökstyðja þetta sérstaklega. Þetta sé í andstöðu við matsbeiðni og feli í sér ótæk vinnubrögð. Stefnandi byggir auk þess á því að rannsókn matsmanns hafi verið ófullnægjandi. Matsmaður leggi út af ýmsu í málinu án þess að hafa kannað það til hlítar. Nefnir stefnandi í því sambandi dæmi um umfjöllun um innheimtu stefnda á ógreiddum námsgjöldum í matsgerð, einkum að því er varði aðra nemendur en stefnda, en matsmaður hafi aldrei kallað eftir upplýsingum um það hvernig stefnandi hagaði i nnheimtu. Þá nefnir stefnandi ályktanir matsmanns um ástæður þess að námsgjöld hafi síðar verið lækkuð. Þetta sé algjörlega úr lausu lofti gripið enda hafi matsmaður aldrei óskað eftir upplýsingum um þetta frá stefnanda. Auk þess hafi matsmaður aldrei kann að hjá aðilum málsins hvenær stefnda varð ljóst að hann færi með fluginu sem hann óskaði eftir til Barcelona. Matsmaður meti þetta til afsláttar en fyrir liggi að stefndi hafi farið með því flugi sem hann sjálfur óskaði. Þá hafi matsmaður aldrei óskað uppl ýsinga um hugsanlegar bótakröfur stefnanda vegna vatnsleka í húsnæðinu en engu að síður gefið sér að stefnandi eigi kröfu á hendur veitufyrirtæki vegna lekans. Allt sýni þetta að vinnubrögðum matsmanns hafi verið verulega ábótavant og sé niðurstaða matsman ns ómarktæk fyrir vikið. Matsmaður hafi einnig gert athugasemdir við gagnaframlagningu stefnanda í matsferlinu en hann hafi hins vegar aldrei gert athugasemdir hvað það varði við stefnanda sjálfan. Stefnandi hafi þvert á móti ítrekað óskað eftir staðfestin gum matsmanns um að gagnaframlagning væri fullnægjandi en hann ekki svarað því. Hvað varðar matsgerð dómkvadds matsmanns bendir stefnandi einnig á að matsmaður hafi farið út fyrir sérþekkingu sína og fyrirliggjandi matsbeiðni. Stundum hafi matsmaður auk þ ess verið á mörkum þess að meta lögfræðileg atriði, svo sem umfjöllun hans um jafnræðisreglu og góða stjórnsýsluhætti sýni. Þá hafi hann dregið ályktanir um innheimtu ógreiddra námsgjalda. Matsmaður hafi enga sérstaka þekkingu á innheimtum heldur virðist l áta persónulegar skoðanir ráða för en ekki faglega þekkingu. Stefnandi byggir einnig á því að hafi stefndi átt rétt til afsláttar úr hendi stefnanda hafi hann glatað þeim rétti a.m.k. að hluta sakir tómlætis. Sé litið til settra laga á sviði kauparéttar s é í þeim öllum kveðið á um skyldu kaupanda til að tilkynna seljanda um galla og að hann hyggist bera slíkan galla fyrir sig, ella glatist sá réttur, sbr. til hliðsjónar 17. gr. þjónustukaupalaga nr. 42/2000 og ákvæði 48. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignaka up. Stefnandi kannist ekki við að nokkur kvörtun hafi borist frá stefnda vegna aðstöðumála eða tilhögunar á námskeiði við YALE - háskóla, hvað þá innan hæfilegs 17 frests. Auk þess beri stefndi sjálfur ábyrgð á hluta af ætluðu tjóni, en hegðun stefnda gagnvart starfsfólki stefnanda og samskiptastíll hafi leitt til þess að öll samskipti hafi farið á verri veg en ella. Á því beri stefnandi ekki einn ábyrgð. Stefnandi bendir loks á að námsgjöld hafi ekki verið sundurliðuð eða sérgreind gagnvart umsækjendum um MBA - námið varðandi einstaka hluta þess, svo sem vegna námsferða. Stefnandi hafi efnt að fullu skyldur sínar gagnvart nemendum með veitingu kennslu og náms, þ.m.t. við YALE háskóla. Eins og sjáist af gögnum málsins sé ljóst að þau ár sem stefndi var í náminu ha fi námið verið rekið með óverulegum hagnaði eða um 1,2 m.kr. að meðaltali á ári. Rauntölur sýni þannig að þrátt fyrir lægri útgjöld sem matsmaður bendi á vegna YALE háskóla sé með engu móti hægt að komast að þeirri niðurstöðu að stefndi hafi verið ofrukkað ur eða eigi rétt á afslætti. Loks er dráttarvaxtakröfu stefnda mótmælt á þeim forsendum að stefndi hafi sjálfur sagt að um væri að ræða kröfu um afslátt. Eins og krafan sé sett fram miði hún við endurheimtu ofgreidds fjár. Stefndi hafi jafnframt aldrei se nt kröfubréf á stefnanda. Verði fallist á kröfur hans í heild eða að hluta sé rétt að miða dráttarvexti við mánuð frá því að stefna var þingfest, til vara frá þingfestingardegi og til þrautavara frá birtingardegi stefnu 15. nóvember 2024. Um lagarök vísar stefnandi til reglna fjármuna - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga, ólögfestra meginreglna kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik eða force majeure, reglna um afslátt, meginreglna skaðabótaréttar um takmörkun tjóns og eigin sök auk reglna kaupa - og kröfuréttar um tómlæti. III. Forsendur og niðurstaða A. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um greiðslu eftirstöðva námsgjalda vegna MBA - náms sem stefndi tók á árunum 2020 - 2022 hjá stefn anda , en óumdeilt er að stefndi greiddi ekki síðustu tv o greiðsluseðla sem hann fékk senda samtals að fjárhæð 805.000 krónur. Stefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda og reisir þá kröfu á því að slíkir gallar hafi verið á náminu, meðal annars að því er varðaði aðstöðu , stjórnun og þjónustu, að stefndi eigi tilk all til afsláttar af skólagjöldum úr hendi stefnanda. Í máli, sem stefndi höfðaði eftir að matsgerð dómkvadds matsmanns lá fyrir og sameinað var máli þessu, ger ir hann síðan gagnkröfu á hendur stefnanda um greiðslu 493.000 króna á grundvelli þess sem hann telur sig hafa ofgreitt s tefnanda miðað vankanta á náminu sem staðfestir 18 hafi verið með matsgerð dómkvadds matsmanns. Reisir stefndi nánar kröfur sína r á því að hann eigi rétt á afslætti af skólagjöldum að fjárhæð 1.573.000 krónur þar sem stefnandi hafi ek ki staðið við gefin loforð um gæði námsins að því er varðaði aðstöðumál, námsferð til YALE og þann þátt sem laut að stjórnun og þjónustu . Stefnandi mótmælir því að námið hafi verið haldið umræddum vanköntum og telur skilyrði afsláttar ekki fyrir hendi. Eng in almenn lögfest eða ólögfest regla sé til í íslenskum rétti um beitingu afsláttar og hafi stefnandi ekki byggt á neinni lagaheimild. Þá hafi stefnandi ekki getað haft réttmætar væntingar til þess að námið yrði ekki kennt í fjarnámi eða að hann myndi ekki lenda í árekstrum við samnemendur eða starfsmenn stefnanda. Teljist stefnandi hafa gefið loforð í þá veru hafi stefnanda í öllu falli verið ómögulegt að efna þau loforð vegna óviðráðanlegra ytri atvika á borð við Covid - 19 og vatnsleka sem kom upp í húsnæð i stefnanda. Stefnandi byggir einnig á því að matsgerð dómkvadds matsmanns sé ábótavant og verði ekki lögð til grundvallar kröfu stefnda um afslátt. Loks byggir hann á því að stefndi hafi sýnt af sér tómlæti við að halda uppi kröfum sínum. Í greinargerð s inni í aðalsök fjallar stefndi um að námið hafi verið haldið slíkum ágöllum að hann eigi vegna þess rétt greinargerðinni er ekki fjallað nánar um skaða bótagrundvöll málsins og í stefnu stefnda í gagnsök er krafa hans grundvölluð á þeirri málsástæðu að hann eigi rétt til afsláttar en ekki fjallað um að byggt sé á að skaðabótaskylda sé fyrir hendi. Samkvæmt því, og þar sem stefndi hefur að öðru leyti ekki fært fyrir því rök að skilyrði bótaábyrgðar séu fyrir h endi, verður við úrlausn málsins miðað við að kröfur stefnda séu í reynd reistar á því að hann eigi rétt á afslætti vegna meintra vankanta á náminu. Hvað varðar nánar lagagrundvöll krafna stefnda er fallist á það með stefnanda að krafa um afslátt verði ek ki reist á reglum laga nr. 42/2000 um þjónustukaup, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga. Af meginreglum samninga - og kauparéttar leiðir á hinn bóginn að stefndi getur átt rétt á afslætti af námsgjöldum sýni hann fram á að slíkur galli hafi verið á náminu miðað við gefin loforð að sanngjarnt og eðlilegt sé að dæma afslátt af skólagjöldum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 18. júní 2009 í máli nr. 667/2008. Sem fyrr segir aflaði stefndi matsgerðar dómkvadds matsmanns undir rekstri málsins. Í niðurstöðu m sínum taldi matsmaður að ekki hafi að fullu verið staðið við loforð eða fyrirheit að því er varðaði það að kennsla var að stórum hluta í fjarnámi frekar 19 en staðnámi, sem rýrt hafi verulega hópsamskipti, sem sé eitt grundvallaratriði hvers MBA - náms. Þá ha fi aðstaða verið verulega skert vegna vatnstjóns í MBA - skólastofunni sem hefði verið kynnt sérstaklega sem kennslustofa MBA - námsins. Þá var það niðurstaða matsmanns að loforð hvað varðaði námsferð í YALE háskóla hafi ekki verið uppfyllt. Nemendur hafi fari ð á mis við þá einstöku upplifun að setjast á skólabekk í því MBA - umhverfi sem einkennir og umlykur einn virtasta og besta MBA - skóla heims en í staðinn setið með sitja með öðrum árgangi í fjarnámi þar sem ekki náðist sama samheldni og hópstemning. Stjórnen dur hefðu einnig brugðist að því er varðaði stjórnun og þjónustu þegar kom að flugmiðakaupum fyrir stefnda til Barcelona, ekki hafi verið gætt að svarað og/eða þær með einbe þar sem fullyrt hafi verið að ekki v æri hægt að bóka stefnda með samnemendum sínum. Ljóst sé að stefnda hafi ekki verið ætlað að ferðast með hópi samnemenda til Barcelona heldur einn síns liðs og hafi stjórnarformaður ekki svarað ítrekuðum póstum frá stefnda. Í matsgerðinni s egir síðan um fr reyndist matsmanni afar erfitt að fá tölvupósta frá matsþola í samhangandi röð til þess að geta séð sjálfur óslitna atburðarrás um það hver sagði hvað og hvenær og við hvaða aðstæður. Það hafðist þó á e Í niðurstöðu sinni varðandi hæfilegt og sanngjarnt endurgjald vegna MBA - námsins dregur matsmaður fram fyrrgreinda annmarka og metur þá til lækkunar miðað við kostnaðargrunn fyrri ára. Telur matsmaður hæfilegt og sanngjarnt endurgjald fyrir námið vera 2.172.000 krónur þegar tekið hefur verið tillit til lækkunar á launakostnaði leiðréttingar vegna YALE - námskeiðs, lækkunar á kostnaði vegna húsnæðis og aðstöðu og lækkunar vegna hlutdeildar MBA - námsins í sameiginlegri þjónustu. Matsmaður - náminu og telur þau verðmæti, sem ekki mótist vel inni í kostnaðargrunni, 730.000 krónur. Að því virtu er það niðu rstaða matsmanns að hæfilegt og sanngjarnt endurgjald fyrir MBA - námið sé 2.902.000 krónur í stað 4.475.000 krónur er jafngildi 1.380.000 króna lækkun. 20 B. Við aðalmeðferð málsins komu fyrir dóminn stefndi, I og Í , fyrrum starfsmenn MBA - námsins, E stjórnarformaður námsins, J og K , fyrrum nemendur, L prófessor og forseti viðskiptafræðideildar, M , prófessor við viðskiptafræðideild og stjórnarmaður MBA - námsins, C , verkefnastjóri, N stjórnarmaður námsins, D , forstöðumaður viðskiptafræðistofnunar stefnanda, H , rekstrarstjóri félagsvísindasviðs stefnanda , og G dómkvaddur matsmaður. Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst s tefndi hafa sótt um inngöngu í MBA - námið til þess að læra að stofna fyrirtæki. Stefndi lýsti mætingu sinni í námið og kvaðst hafa mætt ýmist á staðinn eða hlýtt á kennslu á fjarfundi. Hann kvaðst sjálfur ekki hafa kvartað formlega yfir aðstöðu í náminu eða því að ekki var farið til YALE en að hann hafi árið 2022 gert athugasemdir við stjórnarhætti vegna samskipta um ferð til Barcelona. H ann staðfesti hins vegar að hann hefði farið í flug i með samnemendum sínum til Barcelona. I , fyrrum starfsmaður MBA - námsins, lýsti aðkomu sinni að náminu og óánægju sinni með stjórn námsins. Hún k vaðst upphaflega hafa átt gott samstarf við stjórn ina þar t il ný stjórn tók við árið 2021. Við það hafi samskipti stjórnar og starfsmanna gjörbreyst til hins verra og starfsmennirnir verið útilokaðir frá ákvörðunartöku. Hún kvaðst hafa tekið við kvörtunum frá nemendum þar sem mikil óánægja h afi verið með aðbúnað. Gert ekki verið tekið vel á móti þeim í Vigdísarhúsi þar sem kennsla fór fyrst fram eftir að hringstofu nni var lokað. Hún kvað hugsanlegt að hægt hefði verið að mæta n emendum betur en gert var en að hún gæti ekki svarað til um það . Aðspurð um mætingu stefnda í kennslustundir kvaðst hún hafa heyrt að mæting hans hefði ekki verið eins góð og annarra. Vitnið Í , annar fyrrum starfsmaður námsins sem einnig lét af störfum ve gna óánægju , bar á sömu lund og I . Hún kvað starf ið í þjónustu við nemendur hafa breyst mjög eftir að ný stjórn tók við og að hún ásamt I hefði verið sett til hliðar. Vitnið kvað óánægju hafa verið meðal nemenda vegna breytinga á fyrirkomulagi námsins. Rey nt hefði verið að bregðast við kvörtunum eftir bestu getu en líklega ha fi ekki verið hægt að uppfylla allar óskir vegna leka og Covid - 19. Í skýrslu E , stjórnarformanns MBA - námsins, kom fram að gengið hefði á ýmsu í náminu vegna Covid - 19 faraldursins, aðall ega að því er húsnæðismál varðaði, og að mikil vinna hefði farið í að bregðast við þeim áskorunum sem upp komu. Fyrst hefði 21 bekkurinn flust úr hringstofu námsins í Veröld Vigdísar og síða r Háskólabíó, sem hafi verið talinn besti staðurinn upp á hljóðgæði. Aðspurð um hvort hún myndi eftir stefnda kvaðst hún fyrst hafa hitt hann á flugvellinum í Barcelona vorið 2022. Hún hefði heyrt Hvað varðaði breytingar í tengslum við fyrirhugaða YALE - ferð kvað hún sta rfsmenn hafa reynt að finna eitthvað sambærilegt að sama gæðaflokki þegar ljóst varð að ekki yrði farið til YALE vegna Covid - faraldursins. Það hefði síðan verið leyst þannig að námskeiðið var haldið eins og áður en ekki í staðkennslu heldur fjarkennslu . Vi tnið kvað MBA - námið hjá stefnanda hafa hlotið svokallaða AMBA vottun árið 2017 til fimm ára og að næsta vottun hafi átt að fást árið 2022. Þá hafi sendinefnd átt að koma hingað til lands til þess að taka út námið með tilliti til hæfni kennara, gæði kennslu , skipulags, stjórnunar o.fl. Nefndin hafi hins vegar ekki komist til Íslands og námið af þeim sökum fengið þriggja ára vottun. Sendinefndin hefði síðan komið í febrúar 2025 og þá aftur fengist fimm ára vottun. Aðspurð um það hvort YALE háskóli hafi veitt stefnanda afslátt vegna breytinga yfir í fjarnám bar vitnið að svo hefði ekki verið. Nokkru síðar í skýrslutökunni kvaðst hún hins Vitnið J , sem var nemandi í næsta árgangi á eftir stefnda, bar fyrir dóminum að Y ALE námskeiðið, sem hún sótti með samnemendum sínum og árganginum á undan, hafa verið mikil vonbrigði miðað við hvernig ferðin hefði verið seld nemendum, m.a. út frá þeirri upplifun að koma í skólann. Þá hefðu samskipti við stjórnendur námsins verið sérstök, lítið um svör og þeir verið pirraðir á nemendum þega r spurt var út í YALE námskeiðið. Hún kvað Barcelona ferð nemenda hins vegar hafa verið frábæra. Í sama streng tók nemandinn K sem kvað námið hafa verið býsna fjarri því sem nemendur hafi búist við. Þau hafi flakkað mikið á milli, samráð og samtal hafi van tað og skoðanir nemenda ekki verið virtar. Aðspurður um hvort stefndi hafi mætt í tíma kvað vitnið L , prófessor og forseti viðskiptafræðideildar, bar í skýrslu sinni að hann hefði kennt eitt námskeið í MBA - náminu en ekki muna eftir stefnda úr kennslustundum. Stefndi væri hins vegar mjög eftirminnilegur fyrir þær sakir að mörg mál sem hann vörðuðu he fðu komið upp og tekið mikinn tíma af starfsfólki . Kvaðst hann hafa kennt yfir 1000 nemendum en að afar sjaldgæft væri að einn nemandi tæki sv o mikla orku og tíma af starfsfólki eins og stefndi . Aðspurður um það af hverju hætt hafi verið við að gera það að skilyrði fyrir yfirferð lokaverkefnis að nemendur greiddu síðustu greiðsluseðla 22 bar hann að lögfræðingur hefði ráðlagt s tjórnendum að einfalda málið svo að eftir stæði aðeins deila um innheimtu en ekki útskrift ir . Skólagjöld hefðu einnig verið lækkuð þar sem kostnaðarliður tengdur utanlandsferð hefði ekki gengið eftir. Aðspurður um það hvort hann vissi til þess að skólinn h efði fengið 35 milljónir í afslátt frá YALE vegna breytinga á námskeiðinu kvaðst hann ekki muna einstaka tölur í því sambandi. M , prófessor við viðskiptafræðideild og stjórnarmaður MBA námsins, kvað deildina hafa sparað tiltekna fjármuni við að hætt var v ið YALE ferðina án þess að hún gæti nefnt fjárhæðir í því sambandi. Hún tók fram að allt hefði verið reynt til þess að bæta nemendum upp breytingar á náminu og að E stjórnarformaður námsins verið í stöðugu samtali við þá sem höfðu með húsnæði nemenda að ge ra til þess að gera upplifun nemenda eins góða og mögulegt væri þrátt fyrir hömlur í samfélaginu. Að lokum hefði verið ákveðið að lækka skólagjöld sem næmi kostnaði sem sparaðist vegna þess að ekki var farið erlendis en það hefði engu að síður þurft að gre iða fyrir kennarana, aðstöðuna hér heima o.fl. Vitnið C , verkefnastjóri námsins, kvaðst hafa séð um samskipti við nemendur, veitingar o.fl. í kennsl u ásamt skipulagi ferðar til Barcelona. Hún kvað stefnda ekki hafa svarað tölvubréfi þar sem kallað var eft ir tilteknum upplýsingum frá nemendum fyrir ferðina fyrir tilskilinn tíma. Hann hefði því dottið út úr hópbókun fyrir nemendur. D hafi síðan sent honum sms og upplýst um möguleika á tilhögun hans ferðar en hann ekki samþykkt að fara án hópsins. Starfsmenn námsins hefðu fyrst fengið þær upplýsingar frá fulltrúa Icelandair að það væri ekki hægt að staðfesta sæti fyrir stefnda en síðan h efði það þó gengið eftir. Vitnið kvaðst fyrst hafa séð stefnda í fluginu til Barcelona en hún mundi ekki eftir að hafa séð ha nn mæta í kennslustundir . Aðspurð um samskiptin við stefnda kvað vitnið hann ekki hafa svarað neinum tölvubréfum fyrr en D sendi honum sms. N , stjórnarmaður í náminu, lýsti því að mikill tími hefði farið í MBA - námið hjá Ástu Dís , stjórnarformanni námsins , og hún gert sitt besta til þess að sinna því hlutverki. Allt kapp hafi verið lagt á að mæta nemendum á erfiðum tímum. D , forstöðumaður viðskiptafræðistofnunar, lýsti einnig erfiðum aðstæðum stjórnenda í kjölfar vatnsleka og Covid - 19. Hún kvaðst skilja að nemendur hafi viljað vera í MBA - stofunni, en að nauðsynlegt hafi verið að finna annan kost og Háskólabíó hafi verið besti kosturinn í stöðunni til þess að tryggja að hægt væri að halda staðnám með 2 metra bili í samræmi við samkomutakmarkanir. Vitnið kvað st hafa þekkt alla 23 nemendur með nafni en ekki séð stefnda fyrr en fyrst í flugvélinni til Barcelona að hún sá stefnda. Aðspurð um sérútbúna aðstöðu MBA nemenda í Gimli bar hún að nemendur hefðu allir verið með kort og getað nýtt aðstöðuna. Innt eftir sams kiptum við stefnda í tengslum við miðakaup til Barcelona bar D að allir nemendur aðrir en stefndi hefðu verið í sambandi við sig eða Sögu vegna ferðarinnar. Ekkert hefði hins vegar heyrst frá stefnda. Hún hefði því reynt að hringja og loks brugðið á það rá ð að senda stefnda sms. Hann hafi þá svarað á þá leið að hann ætlaði með en á þeim tímapunkti en vitnið hefði talið að fullt væri í vélina þar sem Icelandair degi síðar og farið með hópnum . Það hafi hins vegar gengið illa að útskýra þetta fyrir stefnda. Aðspurð um fjárhæð afsláttar sem veittur var bar hún að tekið hafði verið mið af því hvernig afsláttur hefði verið reiknaður áður og kostnaði við að halda YALE námsk eiðið á Hilton hóteli í stað þess að fara erlendis. Afslátturinn hafi samanstaðið af kannast við að stefnandi hefði sparað 35 milljónir vegna YALE ferðarinnar og ekki við þær tölur sem matsmaður miðaði við í matsgerð. Vitnið H , rekstrarstjóri félagsvísindasviðs stefnanda, lýsti því í skýrslu sinni að hún hefði tekið þátt í viðbrögðum vegna vatnslekans 21. janúar 2021 og að ljóst hefði verið að stofan yrði ónothæf um nánustu f ramtíð. Leitað hefði verið ým is sa leiða til þess að mæta þörfum nemenda og um leið tryggja að sóttvarnarreglum væri fylgt og niðurstaðan verið að færa kennsluna á Hótel Sögu þar sem nemendur hefðu aðgang að eldhúsi, setustofu o.fl. Hún kvaðst hafa ráðist í að finna nýja stofu um leið og lekinn kom upp og að kennsla hefði farið fram á Hótel Sögu daginn eftir. Það væri því ekki rétt sem fram kæmi í matsgerð dómkvadds matsmanns að brugðist hefði verið seint og illa við. Hótel Saga væri við hlið skólans og þess i lausn hefði gert það að verkum að nemendur gátu áfram nýtt aðstöðuna sem boðið hafði verið upp á við hlið MBA - stofunnar, en þeirri aðstöðu hefði aldrei verið lokað. Vitnið kvaðst hafa reynt að fá stofu 3 í Háskólabíó, sem hefði verið flottasta stofan sem skólinn hafði á sínum snærum, en hún hefði verið í notkun. Síðan hefði verið ráðist í að færa kennsluna sem þar var fyrir til þess að gera MBA - n emendum til geðs. Ekki hefði verið hægt að útvega bogadregna stofu á pöllum, eins og MBA - stofan væri, enda hefð i eina stofan þeirrar tegundar utan skólans verið í Þjóðminjasafninu og hún ekki verið laus. 24 Aðspurð um það hvort afgangurinn af náminu almanaksárið 2022 - 2023 hefði verið 3.600.000 krón a svaraði hún játandi. Innt eftir útskýringum á yfirlýsingum hennar v arðandi misskilning á bókhaldsfærslum í matsgerð dómkvadds matsmanns kvað hún matsmann hafa farið ranglega með færslu að fjárhæð 69.127.000 krón a . Í bókhaldi stefnanda væri notast við svokölluð viðfangs - eða verkefnanúmer . Fyrir árið 2019 hefði MBA - námið verið undir einu númeri, VMV - nám , eða Viðskiptafræði með vinnu, undir öðru númeri og loks skrifstofa viðskiptafræðistofnunar undir því þriðja. Eftir að VMV - náminu hafi verið hætt hafi verið ákveðið árið 2019 að sameina hin tvö númerin í eitt og þannig hæt t a að flokka kostnað eftir því hvort um væri að ræða MBA - námið eða skrifstofuhald. Með færslunni sem matsmaður tekið til hafi verið ætlunin að yfirfæra það sem stóð eftir á MBA - Um hefði verið að ræða breytingar á því hver nig bókhaldið v æri fært vegna MBA - námsins, eða millifærslu í bókhaldinu, en ekki kostnað. Sama ætti við um aðrar færslur sem vitnið hefði vísað til í yfirlýsingu sinni, eða rekstrargjald upp á 11, 19, og 20 milljónir. Um væri að ræða gjöld vegna rekstrar á skrifstofunni sem hefði verið færður inn. Námslínurnar greiddu inn á skrifstofuna gjald sem þær ættu að bera af rekstri skrifstofunnar, annars vegar VMV og hins vegar MBA, en þetta væri ekki kostnaður. Þetta væri þannig eins og tekjufærsla á viðkomandi nú meri og gjaldfærsla á námslínunum en engin framlög sem hefðu komið inn í MBA - námið. Hún kvað innheimtuferli síðustu greiðsluseðla til stefnda hafa farið stefnanda. Vitnið hefði ekki komið nálægt innheimtunni enda færu þau mál alltaf í sama ferli hjá umræddri skrifstofu en ekki deildum eða öðrum sviðum skólans. C. Sem fyrr segir liggur í málinu frammi matsgerð dómkvadds matsmanns þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að eðlilegt endurgjald fyrir námið sem stefndi sótti sé verulega minna en stefnandi krefur hann um. Dómkvaddur matsmaður, G , kom fyrir dóminn og staðfesti matsgerð sína. Hann kvaðst ekki hafa metið gæði kennslunnar sem slíkrar en metið stjórnun og stjórnsýslu út frá launakostnaði kennara og kostnaðargrunni síðustu ára. Aðspurður um yfirlýsingu rekstrarstjóra félagsvísindasviðs stefnanda varðandi það að kostnaðarliðir hefðu ratað í kostnaðargrunn matsmanns sem ætt u ekki heima þar bar matsmaðurinn að eina fjárhæðin sem skipti einhverju máli í því sambandi væru u.þ.b. 69.000.000 króna þar sem stefnandi hefði verið að rukka undirdeildina, MBA, fyrir hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Samfella hefði verið í þeim kostnaðarlið 25 miðað við síðustu ár og því hefði hann tekið þet ta með í reikninginn. Um væri að ræða kostnað en tekjufærsla skólans sjálfs kæmi á móti. Er borinn var undir matsmanninn framburður rekstrarstjórans, þess efnis að það væri ekki tekjufærsla á móti, kvað hann það þýða að gögnin frá stefnanda væru ekki rétt og að það kæmi á óvart. Aðspurður um samanburð á kostnaði vegna YALE háskóla milli ára kvaðst matsmaðurinn hafa tekið tillit til kostnaðargrunnsins árið 2019, enda væri það árið sem kæmi til skoðunar þegar nemandi ákvað að skrá sig í námið. Hann hefði ekk i metið kostnað vegna þessa liðar árið sem stefndi sat námið, þrátt fyrir að YALE námskeiðið hefði verið haldið , þar sem það hefði verið haldið með svo miklum frávikum frá fyrr i árum . Enginn kostnaður hefði því verið reiknaður af námskeiðshaldinu hér á lan di. Auk þess væri ljóst að kostnaður vegna samstarfsskóla hefði fallið niður úr 27.000.000 krónum niður í 16.000.000 króna árið 2022 þar sem ekki var farið í ferðina. Inntur eftir því hvernig hann verðlagði upplifun nemanda kvað matsmaðurinn það alltaf hu glægt mat. Nálgunin hefði tekið mið af því annars vegar hver kostnaðurinn væri og hins vegar hefði hann litið til könnunar sem gerð var í tengslum við lokaprófsritgerð MBA - nemanda um námið. Í þeirri ritgerð hefðu spurningar verið lagðar fyrir nemendur um u pplifun á náminu. Inntur eftir því hvort um væri að ræða tilviljun að endanlegt mat matmannsins á hæfilegu endurgjaldi væri keimlíkt niðurstöðu umræddrar námsritgerðar kvað hann það algjöra tilviljun. Aðspurður um það hvort hann hefði kallað eftir upplýsin gum frá stefnanda varðandi þá fullyrðingu í matsgerð að ekkert lægi fyrir um hvenær stefndi fékk flugmiða til Barcelona í hendur kvað st matsmaður ekki telja það skipta máli hvort stefndi fékk flugmiðann viku fyrr eða síðar. Þá kvaðst hann ekki hafa tekið t illit til þess, við mat á samskiptum stjórnenda við stefnda í tengslum við viðkomandi ferð, að stefndi hefði í reyn d fengið flugmiða með hópnum í samræmi við kröfur sínar. Loks hefði hann ekki tekið tillit til þess að kostnaður af miðakaupum fyrir stefnda hefði að endingu orðið meir i . Hvað varðar niðurstöðu matsgerðar þess efnis að skólinn hafi ekki brugðist hratt og örugglega við því að útvega nýja stofu fyrir kennslu kvaðst matsmaðurinn hafa lesið tölvubréf starfsmanna í kjölfar þess að vatnsleki kom upp og metið það svo að leit að Samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála metur dómari sönnunargildi matsgerða. Þótt matsgerð dómkvadds matsmanns sé um margt ítarl eg er hún því marki brennd að þar er slegið föstum fullyrðingum um matskennd atriði sem 26 ekki heyra undir sérsvið dómkvadds matsmanns að meta og á köflum atriði sem eru á hendi dómsins. Þá byggir hluti niðurstaðna matsmanns á óefnislegum atriðum og hæglægu mati á upplifun sem ekki getur talist fullnægjandi grundvöllur niðurstöðu um lækkun endurgjalds hins keypta náms. Aukinheldur er það mat dómsins að fullyrðingar matsmanns hafi á köflum verið einhliða og að nokkru dregið dám af afstöðu og lýsingu stefnda sj álfs. Vísast í þeim efnum m.a. til fullyrðinga í matsgerð þar sem matsmaður með innh eimtufyrirtækinu heldur en lykilviðskiptavinum (nemendum) skólans, sem hafa staðið með matsþola í gegnum þrengingar og erfiðleika í tengslum við Covid - 19, árekstrar og ra ngar fullyrðingar, sem hljóta að hafa valdið MBA - nemanum, matsbeiðanda, talsverðu hugarvíli, umróti og röskun á einbeitingu við nám, sem hann ekki sjálfbært til að lýsinga matsmanns um að skort hafi á leiðtogahæfni og góða stjórnsýsluhætti er stefndi var spurður hvort hann sæi um ferðatilhögun til Barcelona sjálfur og lýsingu á því að vanrækt upplýsinga Auk framangreinds hefur stefnandi að mati dómsins fært fyrir því viðhlítandi rök að matsma ður kunni að hafa lagt til grundvallar rangar forsendur, eða eftir atvikum haft yfir að ráða röngu m upplýsingum, að því er varðaði ákveðna kostnaðarliði MBA - námsins miðað við fyrri ár sem haft hafi áhrif á mat á mismun að því er kostnaðar grunn milli ára varðaði . Vísast um það m.a. til hreyfinga sem H , rekstrarstjóri félagsvísindasviðs, fjallaði um í skýrslu sinni og taldi gefa skakka mynd af kostnaði. Enn fremur verður ekki litið fram hjá því að matsmaður lýsti því í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði ekki tekið tillit til kostnaðar sem kom til vegna fyrrgreinds YALE - námskeiðs sem haldið var hér á landi og þess að stefndi fékk á endanum flugmiða í samræmi við kröfur sínar . Eru það atriði sem að mati dómsins atriði sem hefðu átt að líta til er hæfilegt endurgjald var metið. Að síðustu er til þess að líta að jafnvel þótt fallist yrði á þá niðurstöðu matsgerðar að kostnaður stefnanda hafi lækkað á námsárum stefnda miðað við fyrri ár leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að stefndi eigi rétt á afslætti sem því nemur, enda liggur ekkert fyrir um að stefnandi hafi ábyrgst að námsgjöld tækju að öllu leyti mi ð af útlögðum kostnaði. 27 Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins , sem skipaður er sérfróðum meðdómara, að ekki verði byggt á niðurstöðu matsgerðar varðandi hæfilegt endurgjald fyrir nám það sem stefndi sótti hjá stefnanda á áru num 2020 - 2022. Hvað varðar það álitaefni hvort stefndi hafi allt að einu sýnt fram á að hann eigi rétt til afsláttar af skólagjöldum þykir sannað að fyrirkomulag námsins hafi vikið nokkuð frá því sem nemendur, þ á m. stefndi, máttu reikna með í upphafi mið að við kynningarefni og skólagjöld í náminu. Þá verður að fallast á það með stefnda að hann hafi, meðal annars vegna hinna háu gjalda, mátt vænta minni frávika frá auglýstu fyrirkomulagi en hinn almenni háskólanemi. Á hinn bóginn liggur sem fyrr segir fyri r að stefndi útskrifaðist vorið 2022 með samnemendum sínum, hlaut MBA - gráðu vorið 2022 og gat eftir því sem gögn málsins bera með sér sótt öll námskeið í ýmist staðnámi eða fjarnámi. Þau atriði sem stefndi leggur mesta áherslu á í málatilbúnaði sínum lúta að því að MBA - skólastofan og kaffistofa sem henni fylgir hafi ekki verið notuð og að námið hafi að stórum hluta verið kennt í fjarnámi. Hvað umrædd atriði varðar þykir hins vegar sannað, með framburði fjölda vitna fyrir dómi, að stefndi hafi sótt staðnám m inna en aðrir nemendur. Þannig voru sumir kennarar fyrst að sjá hann í Barcelona ferð sem farin var á fjórðu önn fyrirkomulagi námsins að því er varðaði skólastofu, aðbúnað og fjar nám hlutu þannig að hafa bitnað minna á stefnda en hann virðist byggja á. Sem fyrr segir komu á námstíma stefnda upp utanaðkomandi atvik sem stefnanda varð ekki kennt um og hann gat illa ráðið við, þ.e. heimsfaraldur og vatnsleki sem gerði að verkum að MBA - stofa stefnanda varð ónothæf með öllu. Játa varð stjórnendum námsins tilhlýðilegt svigrúm til þess að bregðast við þeim atburðum sem trufluðu kennslu, meðal annars að því er varðaði val á kennslustofu og tilhögun náms við erlendan samstarfsskóla. Verðu r raunar ekki annað ráðið af framburðum vitna fyrir dómi en að allt kapp hafi verið lagt á að greiða úr þeim málum sem komu upp með hliðsjón af þörfum MBA - nema og að valdar hafi verið bestu kennslustofurnar sem völ var á miðað við aðstæður. Þá liggur sem f yrr segir fyrir að öll námskeið voru kennd, þau kenndu sömu kennarar og áður og frávik að því er námsefnið sjálft varðar virðast hafa verið minniháttar. Auk þess sem hér hefur verið rakið verður að fallast á það með stefnanda að stór hluti þess sem stefn di telur ábótavant hafi lotið að matskenndum atriðum og upplifun sem eðli málsins samkvæmt gat verið ólík milli nemenda innbyrðis. Á það t.d. við um 28 samskipti við stjórnendur, framkomu starfsmanna og viðbrögð við kvörtunum. Stefndi gat ekki vænst þess að u mrædd atriði væru í samræmi við hans væntingar eða að skugga myndi aldrei bera á samskipti. Í því sambandi verður og að líta til þess að ekki verður annað ráðið en að meint erfið samskipti hafi a.m.k. að einhverju leyti mátt rekja til stefnda sjálfs. Önnur atriði sem stefndi tiltekur eru atriði sem hann gat ekki með réttu reiknað með að yrðu í samræmi við hans hugmyndir, svo sem að því er varðaði tilhögun og lengd ferða, samskipti í tengslum við kaup á flugmiða, tiltekinn fjölda fyrirtækjaheimsókna o.fl. Lo ks er haldlaus sú málsástæða að meintir brestir í innheimtuferli skólans leiði til þess að stjórnun eða þjónustu teljist hafa verið verulega ábótavant. Samkvæmt öllu framangreindu er það mat dómsins að þótt breytingar á fyrirkomulagi námsins hafi vissulega raskað upplifun stefnda og annarra nemenda sé ekki um að ræða atriði sem leiði til afsláttar af námsgjöldum. Verður stefnda samkvæmt því gert að greiða útistandandi skuld við stefnanda. Af framangreindu leiðir einnig að stefnandi er sýkn af gagnkröfu stefnda. Eftir atvikum öllum, og m.a. með hliðsjón af því að ýmis vafaatriði eru í málinu, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þyki r þrátt fyrir framangreint rétt að stefnandi greiði stefnda hluta hans málskostnaðar, eða 500.000 krónur. Þá þykir rétt að skuld stefnda beri fyrst dráttarvexti við uppsögu dóms. Halldóra Þorsteinsdóttir dómsformaður kveður upp dóm þennan ásamt Huldu Árna dóttur héraðsdómara og Hrefnu Sigríði Briem sérfróðum meðdómara að gættum fyrirmælum 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómso r ð: Stefndi, B , greiði stefnanda, A , 805.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/ 2001 um vexti og verðtryggingu frá deginum í dag að telja. Stefnandi skal sýkn af gagnkröfu stefnda. Stefnandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað. Halldóra Þorsteinsdóttir Hulda Árnadóttir Hrefna Sigríður Briem