Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 4 . j úní 2025 Mál nr. E - 6483/2024 : A (Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður) gegn í slenska ríki nu (Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður) Dómur Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1. Mál þetta, sem dómtekið var 8 . maí 2015 , var höfðað 30. október 202 4 af A , , Reykjavík , gegn í slenska ríki nu , Arnarhvoli , Reykja vík . 2. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 2.782.238 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur frá 28. febrúar 2024 til greiðsludags auk málskostnaðar. 3. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar. Helstu málsat vik 4. Stefnandi hafði starfað sem læknir í Danmörku um árabil þegar hún fluttist til Íslands haustið 2019 og hóf störf á . Stefnandi var barnshafandi á þessum tíma og í ársbyrjun 2020 óskaði hún eftir greiðslum úr F æðingarorlofssjóði . Með bréfi Fæðing arorlofssjóðs þann 3. m ars 2020 v oru stefnanda ákvarðaðar lágmarksgreiðslur úr sjóðnum á grundvelli þágildandi laga nr. 95/2000 um fæðinga r - og foreldraorlof en sam kvæmt þeim tekur upphæð greið sl na mið af tekjum á innlendum vinnumarkaði á við miðunartímab ilinu , sbr. 13. gr. laganna. Því var ekki tekið tillit til tekna stefnanda á dönskum vinnumarkaði í útreikningi orlofsgreiðslna. 5. Stefnandi kærði ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs til ú rskurðarnefndar velferðarmála sem s t aðfesti niðurstöðuna með úrskurði 2. s ep tember 2020. 2 6. Ste f nandi höfðaði mál til að hnekkja ákvörðun sjóðsins og úrskurði nefndarinnar . Ágreiningur í því dómsmáli laut að því hvort líta ætti til tekna sem stefnandi aflaði við störf í Danmörku við útreikning á greiðslum til hennar úr sjóðnum. 7. Undir rekstri málsins var leitað ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins um það hvort íslensk framkvæmd um greiðslu úr F æðingarorlofssjóði væri í samræmi við ákvæði reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa. EFTA - dómstóllinn lét í té ráðg efandi álit sitt með dómi 29. júlí 2022 , sem var efnislega á þann veg að 6. gr. og 2. o g 3. mgr. 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 áskilj i ekki að Fæðingarorlofssjóður reikn i bótafjárhæð á grundvelli tekna sem aflað sé í öðru EES - ríki. Hins vegar beri að túlka ákvæði 2. og 3. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar með hliðsjón af markmiði 29. gr. EES - samningsins og skuli miða fjárhæð bóta sem veittar væru farandlaunþeg a, sem aðeins aflaði tekna í öðru EES - ríki á því tímabili sem miðað væri við í landslögum, við tekjur launamanns með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegndi svipuðu starfi í því EES - ríki þar sem sótt væri um bætur . 8. Í héraðsdóm i var íslenska ríkið sýknað af kröfum stefnanda. Stefnandi fékk leyfi til að áfrýja dóminum beint til Hæstaréttar. M eð dómi H æstaréttar 28. f ebrúar 2024 í máli nr. 24 /2023 var sá sýknudómur staðfestur . Í dóminum er vísað til þess að í ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins hafi komið fram að skýra beri ákvæði reglugerðar ( EB ) nr. 883/2004 þvert á það sem ákvæði laga nr. 95/2000 segja til um. Fæðingarorlofssjóður hafi hins vegar ekki getað virt að vettugi skýr og afdráttarlaus fyrirmæli laga nr. 95/2000 við greiðslu úr sjóðnum og var því íslenska ríkið sýknað. 9. Í dómi Hæstarétt ar er áréttað að ef einstakling a r eða lögaðil ar far a á mis við að njóta réttinda sinna á grundvelli þjóðréttarskuldbindinga samkvæmt EES - samningnum geti þeir látið reyna á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins að fullnægðum skilyrðum sem um hana gilda. Í máli því sem hér er ti l úrlausnar krefst stefnandi greiðslu skaðabóta á þeim grundvelli og var málið þingfest 5. nóvember 202 4 . Helstu m álsástæður og lagarök stefnanda 10. Stefnandi byggir skaðabóta kröfu sína á því að íslensk a ríkið hafi ekki innleitt skuldbind - ingu sína samkvæmt EES - samningnum , að því er varðar ávinnslu réttar til að fá greitt úr Fæðingarorlofssjóði til að koma í veg fyrir að launþegi frá öðru EES - ríki yrði verr settur hvað fjárhæð greiðslna úr sjóðnum varðaði með flutningi til landsins , með bre ytingu á lögum nr. 95/2000 . Vegna þess hafi stefnandi orðið fyrir tjóni sem nem i 2.782.238 krónum. 3 11. Stefnandi byggir rétt til skaðabóta á því að í 29. gr. EES - samningsins, sem nánar er útfærð í 6. gr. og 2. o g 3. m gr. 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, um að frjáls för launafólks skuli tryggð með þeim hætti að það viðhaldi bótarétti sínum við flutning milli EES - ríkja og verði ekki af réttindum eða mismunað vegna þess eins að hafa nýtt sér réttinn til frjálsrar farar. 12. Stefnandi byggir einnig á því að um alvarlega vanrækslu á skuldbindingum hafi verið að ræða að hálfu stefnda við setningu laga nr. 95/2000 . M eginmál EES - samningsins hafi lagagildi hér á landi. Í áðurnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 24/2023 hafi verið stað - fest að misræmi sé á milli þess sem fram komi í 13. g r. laga nr. 95/2000 og þeirra efnis - legu reglna sem giltu um launþega sem fari á milli landa innan EES - ríkja við útreikning fjárhæðar úr Fæðingarorlofssjóði. Í því felist að markmið EES - samningsins um einsleitni , svo o g það að koma á og tryggja rétt einkaaðila til jafnræðis og jafnra tækifæri , séu fyrir borð borin. 13. Þá byggir stefnandi á því að það sé orsakasamband milli vanrækslu stefnda á skuldbind - ingum sínum og þess tjóns sem stefnandi varð fyrir. Hefði stefndi sinnt skyldu sinni við innleiðingu skuldbindinga sinna samkvæmt EES - rétti hefði stefnandi verið eins sett þegar kæmi að greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði og hún hefði verið ef hún hefði starf að sem læknir hér á landi alla 18 mánuðina fyrir fæðingu barns hennar . 14. Stefnandi byggir kröfu sína um að dráttarvexti r reiknist frá 28. f ebrúar 2024 á því að þá hafi Hæstiréttur Íslands staðfest með óyggjandi hætti að stefndi hafi ekki innleitt reglur EES - samningsins með réttum hætti. Um lagarök vísar stefnandi til ákvæða lag a nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 1. mgr. 6. gr. og 8. og 9. gr. laganna. 15. Um málskostnaðarkröfu vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Helstu m álsástæður og lagarök stefnda 16. Stefndi byggir á því að til að íslenska ríkið geti verið skaðabótaskyl t vegna brota á skuld - bindingum samkvæmt EES - samningnum þurfi stefnandi að geta sýnt fram á annars vegar að hægt sé að leiða ré ttindi hennar af EES - rétti og að reglan sé nægilega skýr og óskilyrt og hins vegar að vanræksla á s kuldbindingum íslenska ríkisins sé nægilega alvarleg. Telur stefndi að hvorugt skilyrðið sé uppfyllt í máli þessu. 17. Stefndi byggir á því að ekki sé hægt að leiða það beint af ákvæði 21. gr. reglugerð ar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa með skýrum hætti að reikna hafi átt greiðslur til stefnanda með þeim hætti að miða eigi við tekjur einhvers með 4 sambærilega starfsreynslu, hæfi og í sambærilegu starfi líkt og komi fram í ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins . Skýring EFTA - dómstólsins á 2. o g 3. m gr. 21. g r. reglugerðar - innar byggi ekki á orðalagi þeirra ákvæða heldur mjög sértækri beitingu dómstólsins á þessum ákvæ ð um reglugerðarinnar með hliðsjón af meginreglu 29. g r. EES - samningsins um frjálsa för launafólks. Bendir stefndi á að ákvæði 29. g r. EES - samningsins sé ekki þess eðlis að einstaklingar geti byggt rétt sinn á því. Ákvæðið sé samsvarandi 48. g r. stofnsáttmála Evrópusambandsins og feli í sér fyrirmæli til lögg jaf ans í hverju aðildarríki að mæla fyrir um tilteknar reglur en hafi ekki be in réttaráhrif að ESB - rétti . 18. Stefndi bendir á að sú reikniregla um fjárhæð bóta í áliti EF T A - dómstólsins sé fyrst og fr e mst byggð á dómi Evrópudómstólsins í máli gegn Svíþjóð, mál i nr. C - 257/10 (Bergström), sem vísað er sérstaklega til í álitinu . Stefndi bendir á að fæðingar - og foreldra orlof s kerfin í Svíþjóð og á Íslandi s éu ólík. Í máli Bergström hafi Evrópudómstóllinn þurft að smíða reiknireglu vegna tómarúms í sænsku löggjöfinni á meðan íslenska lög gjöfin var skýr um að stefnandi ætti rétt á ákveðinn i fjárhæð miðað við starfshlutfall hennar á ávinnslutímabilinu . 19. Stefndi byggir á að annað skilyrði bótaskyldu, sem gerir kröfu um að vanræksla á skuld - bindingum ríkisins sé nægilega alvarleg , sé ekki uppfyllt í máli þessu. Við mat á van - rækslu á skuldbindingu hafi í dómaframkvæmd verið litið til skýrleika reglna Evrópu - sambandsins og hvort skýr dómaframkvæmd liggi fyrir um túlkun þeirrar reglu sem um ræðir. Í þessu sambandi bendir stefndi á að skilningur sem EFTA - dómstóllinn taldi að leggja yrði í orðalag 21. g r. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 sé andstæður orðanna hljóðan og að þau fordæmi sem vísað er til í áliti EFTA - dómstólsins séu ekki nægilega sambærileg máli stefnanda og því ekki augljóst að leggja ætti þau fordæmi til grundvallar laga breytin gum eða framkvæmd laga á Íslandi. Þá þurfi einnig að hafa það í huga að markmið reglugerða r (EB) nr. 883/2004 hafi verið að samræma reglur aðildarríkjanna um almanna tryggingar en ekki að kerfin yrð u einsleit. Reglugerðinni var þannig ætlað að tryggja jafn ræði einstaklinga til aðgangs að almannatryggingakerfum aðildarríkjanna. 20. Þá bendir stefndi á að löggjöfin um fæðingar - og foreldraorlof hafi tekið nokkrum breytingum að höfðu samráði við Eftirlit s stofnun EFTA (ESA) , meðal annars ákvæðið í 13. g r. laganna um rétt foreldra til greiðslu úr F æðingaorlofssjóði . Í áliti ESA hafi engin athugasem d verið gerð um framkvæmd útreiknings á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði eða umfjöllun um að leggja bæri saman þau tímabil sem nauðsynleg séu til að reikna fjárhæð bóta, þrátt fyrir að ESA hafi fjallað sérstaklega um þau ákvæði laganna og 5 ákvæði reglugerðar (EB) n r. 883/2004 sem varð i þennan rétt. Verði því að leggja til grundvallar að fyrirkomulagið við útreikning bóta greiðslna hafi ekki þótt b rjóta í bága við EES - r é tt að mati ESA. Þar af leiðandi hafi íslenskum stjórnvöldum ekki verið ljóst að þau hafi með framkvæmd sinni verið að brjóta gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES - samningnum. 21. Stefndi byggir á því að íslensk stjórnvöld hafi verið í g óðri trú við innleiðingu reglugerðar (EB) nr. 883/2004 . Sérstaklega hafi verið tiltekið í 21. gr. reglugerðarinnar að ekki b eri að taka tillit til tekna sem aflað væri í öðru EES - ríki á viðmiðunartímabilinu en ákvæðið væri sérregla gagnvart 5. g r. regluger ðarinnar . Engar frekari leiðbeiningar hafi verið í ákvæðinu og því hafi verið gert r á ð fyrir því í lögum nr. 95/2000 að einstaklingar í sömu stöðu og stefnandi ættu einungis rétt á lágmarksgreiðslum . 22. Um málskostnað a rkröf u sína vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Niðurstað a 23. Fyrir liggur dómur Hæstaréttar í áðurnefndu máli nr. 24/2023 sem staðfestir að þá skuld - binding u leiði af EES - samningnum að fjárhæð greiðslna til foreldris í fæðingar - og foreldraorlofi eigi að ákveða með h liðsjón af tekjum launþega með sambærilega stöðu á innlendum vinnumarkaði. Bar stefnda þannig að koma í veg fyrir að launþegi á borð við stefnanda, sem flytti til landsins frá öðru EES - ríki , yrði verr settur hvað varðaði fjárhæð greiðslna úr Fæðingarorlofs sjóði en ef starfað hefði verið allt viðmiðunartíma bilið hér á landi . A f dómi Hæstaréttar verður einnig ráðið að sú skuldbinding var ekki innleidd rétti - lega í landsrétt með þeim breytingum sem gerðar voru á þágildandi lögum nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof . 24. Ágreiningsefni í máli nu sem hér er til úrlausnar er það hvort stefndi sé skaða bótaskyldur gagnvart stefnanda þar sem þessi skuldbinding samkvæmt EES - rétti hafi ekki verið innleidd með því að haga lögum nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof til samræmis við hana. Stefndi gerir ekki athugasemd við tölulegan útreikning á kröfu stefnanda en telur skilyrði fyrir bótaskyldu ekki vera fyrir hendi. 25. Óu mdeilt er í málinu að einstaklingar eigi kröfu til þess að íslenskri löggjöf sé hagað til samræmis við EES - reglur og takist það ekki geti íslenska ríkið orðið skaðabótaskylt að íslenskum rétti að vissum skilyrðum uppfylltum . Leiðir það af lögum nr. 2/1993 og meginreglum og meginmarkmiðum EES - samningsins , sbr. til hliðsjónar dóm Hæsta - réttar 16. desember 1999 í máli nr. 236/1999 . 6 26. Hæstiréttur hefur slegið því föstu í samræmi við rá ðgefandi álit EFTA - dómstól sins að stefndi geti orðið skaðabótaskyld ur vegna br ota á skuldbindingum sínum samkvæmt EES - rétti að þremur skilyrðum uppfylltum. Í fyrsta lagi verður að felast í EES - reglunni að einstaklingar öðlist tiltekin réttindi og ákvæði hennar verða að bera með sér hver þau réttindi eru. Í öðru lagi verður að vera um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbind - ingum ríkisins að ræða. Í þriðja lagi verður að vera orsakasamband milli vanræks lu ríkis - ins á skuldbindingum sínum og þess tjóns sem viðkomandi einstaklingur verður fyrir , sbr. dóm Hæstaréttar 2. október 2014 í máli nr. 92/2013 og dóm Hæstaréttar 11. október 2018 í máli nr. 154/2017 . 27. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 24/2023, sem fjall aði um rétt stefnanda til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði, var tekið fram að þótt ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins væru ekki bindandi í íslenskum rétti hefðu þau í réttarframkvæmd verið lögð til grundvallar við skýringu á efni EES - reglna. Með hliðsjón af þ eirri réttarframkvæmd og umræddum dómi Hæstaréttar verður litið svo á að stefnandi hafi sýnt fram á að hægt sé að leiða réttindi hennar af EES - rétti og fyrsta s kilyrðið fyrir skaðabótaskyldu sé því uppfyllt. 28. Ágreiningslaust er að þriðja skilyrðið um að ors aka samband sé á milli vanrækslu stefnda á að innleiða skuldbindingu sína og þess tjóns sem stefnandi varð fyrir er uppfyllt. Eftir stendur ágreiningur málsaðila um það hvort um sé að ræða nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum stefnda. 29. Þessi áskilna ður um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum EFTA - ríkja hefur verið skýrður nánar í dómaframkvæmd . Þ annig hefur EFTA - dómstóllinn lagt til grund - vallar að þýðingu hafi hvort ríkið hafi með bersýnilegum og alvarlegum hætti virt að vettugi þær takmark anir sem valdheimildum þess séu settar. Við það mat skipti verulegu máli hversu skýrt og nákvæmt það ákvæði er sem brotið er gegn og hvert svigrúm það eftirlætur innlendum stjórnvöldum. Þá hafi það einnig verulega þýðingu hvort brotinu og því tjóni sem af hlaust hafi verið valdið af ásetningi eða misgáningi og hvort um sé að ræða afsakanlegan misskilning á EES - reglum. Við matið beri auk þess að hafa hliðsjón af því hvort skýr dómaframkvæmd liggi fyrir um túlkun þeirrar reglu sem um ræðir. Af dómaframkvæmd H æstaréttar verður ráðið að hann leggur sama mælikvarða til grund - vallar, sbr. einkum áðurnefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 92/2013. 30. Í 13. g r. þágildandi l aga nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof kemur skýrt fram að upphæð greiðslna t a ki mið af tekjum einstaklings á innlendum vinnumarkaði á við - miðunartímabilinu . Löggjöfin tók nokkrum breytingum áður en þau voru felld úr gildi 7 með lögum nr. 144/2020 um sama efni. Sumar þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum nr. 95/2000 byggðu á samráði við ESA , sem er ætlað að hafa eftirlit með skuldbind ingum ríkja samkvæmt EES - samningum. Nokkrar athugasemdir kom u fram af hálfu ESA og var við þeim bru gðist með lögum nr. 136/2011 um breytingu á lögum nr. 95/2000. Þrátt fyrir að ESA hefði tekið lögin til sérstakr ar skoðunar gerði stofnunin enga athuga semd við að upphæð greiðslna tæki mið af tekjum einstaklings á innlendum vinnu markaði á viðmunartímabilinu. 31. Í 28. gr. EES - samningsins er ákvæði um rétt launþega til frjálsrar farar milli aðildarríkja. Í 29. g r. samn ingsins er kveðið á um að samningsaðilar skuli á sviði almannatrygginga tryggja launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum að lögð verði saman öll tímabil sem taka beri til greina samkvæmt lögum hinna ýmsu landa til að öðlast og viðhalda bótarétti, sv o og að reikna fjárhæð bóta. 32. Til að ná þessari samræmingu almannatryggingakerfa aðildarríkjanna var sett reglugerð (EB) nr. 883/2004 og felur 6. g r. reglugerðarinnar í sér að launþeg ar standi jöfnum fótum hvað viðkemur söfnun bótaréttar , hvort sem þeir hafi á viðmiðunartímabilinu starfað í heimaríkinu eða öðru ríki Evrópska efnahagssv æ ðisins. Stefndi hafði réttilega innleitt efnisákvæði 6. gr . reglugerðarinnar í íslenskan rétt og því taldist starfstími stefn anda á dönskum vinnumarkaði tryggja henni rétt á grei ð slum úr Fæðingar orlofssjóði. Efni 6. gr. reglugerðarinnar lýtur þó aðeins að bótarétti en ekki útreikningi bóta. 33. Í 21. gr. reglugerðarinnar er fjallað um hvað a kröfur eru gerðar til aðildarríkja um að horfa til tekna sem aflað hefur verið utan he imaríkis við útreikning bóta greiðslna . Í 2. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að í EES - r í ki, þar sem gert er ráð fyrir því í lög gjöfinni að bætur í peningum séu reiknaðar út eftir meðaltekjum, skuli þar til bær stofnun eingöngu ákvarða meðaltek jur með hliðsjón af tekjum sem greiddar voru á þeim tíma bilum sem hlutaðeigandi hefur lokið samkvæmt fyrr greindri löggjöf. Sama á við í tilvik um þar sem bætur í peningum eru reiknaðar eftir viðmiðunartekjum, sbr. 3. mgr. 21. gr . reglugerðarinnar. 34. Í fyrr greindum dómi EFTA - d ó mstólsins í máli stefnanda kom skýrt fram að samkvæmt 2. o g 3. mgr. 21. gr . reglugerðarinnar væri útreikningur bóta tengdur við tekjur á íslensk - um vinnumarkaði . Hins vegar taldi EFTA - dómstóllinn að 21. g r. reglugerðarinnar yrð i að túlka með hliðsjón af 29. gr. EES - samningsins svo að farandlaunþegi myndi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta sker t ist vegna þess að þeir hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar . 8 35. Við mat á því hvort stefndi hafi sýnt af sér nægilega alvarlega vanrækslu á skuld bind - ingum sínum samkvæmt EES - rétti verður að líta til þess hversu skýr og óskilyrt um rædd regla er og hvort skýr dómaframkvæmd liggi fyrir um túlkun hennar, sbr. áður nefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 92/ 2013 . 36. F ramangreind ákvæð i reglugerðar (EB) nr. 883/2004 gera ráð fyrir því samkvæmt orð - anna hljóðan að útreikningur bóta sé tengdur við tekjur greiddar á innlendum vinnu - markaði. Í áliti ESA var , eins og áður segir , engin athugasemd gerð um framkvæmd út - r eiknings á bóta greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði , þrátt fyrir að stofnunin fjallaði sérstak - lega um þau ákvæði laga nr. 95/2000 sem og ákvæði reglugerðar (EB) nr. 883/2004 sem varða þennan rétt . Verður ekki annað ráðið en að fyrirkomulagið á útr ei kningi bóta - greiðslna hafi ekki þótt brjóta í bága við EES - reglur að mati ESA . Ljóst má því telja að ítarleg yfirferð ESA hafi ekki orðið til þess að í slensk stjórnvöld vissu eða mættu vita að þau hefðu með framkvæmd sinni verið að brjóta gegn skuldbindingum sínu m samkvæmt EES - samningnum . 37. Áður en ákvörðun var tekin í stjórnsýslumáli stefnanda lágu auk þess ekki fyrir dómar EFTA - dómstólsins eða Evrópudómstólsins í málum sem gefið gátu stefnda skýrlega til kynna að framkvæmd hans á útreikningi bótagreiðslna vegna fæ ðingarorlofs væri ekki í samræmi við EES - rétt. 38. Að öllu framansögðu virtu verður ekki talið að stefndi hafi með bersýnilegum og alvar - legum hætti virt að vettugi takmarkanir valdheimilda sinna með því að vanrækja að tryggja samræmi milli reglugerðar (EB) nr . 883/2004 og reglna þágildandi laga nr. 9 5 /200 0 . Í samræmi við þá niðurstöðu teljast ekki uppfyllt skilyrði fyrir skaðabótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda vegna mistaka stefnda við að laga ákvæði laga nr. 95/2000 réttilega að ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 883/2004 . Því ber að sýkna stefnda af kröfu m stefnanda . 39. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. 40. Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður flutti málið fyrir stefnanda og Fanney Rós Þorsteins - dóttir lögmaður fyrir stefnda. 41. Brynjar Níelsson , settur héraðsdómari , kveður upp dóm þennan. 9 Dóms orð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað ur af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Brynjar Níelsson