Héraðsdómur Reykjaness Dómur 28. febrúar 2025 Mál nr. S - 433/2025 : Ákæruvaldið ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Richard Danh ( Kristín Eva Geirsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 2 7 . febrúar 202 5 og dómtekið sama dag , höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 13. febrúar 2025 á hendur Richard Danh , fæðingadagur: , ríkisborgara ; fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, m eð því að hafa laugardaginn 4. janúar 20 25 , staðið að innflutningi á samtals 15.025 g af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en f íkniefnin flutt i á kærð i til sem farþegi með flugi nr. frá , til , falin í farangurstösku ákærðu. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Krafist er upptöku á samtals 15.025 g af maríhúana með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. I. Ákærð i mætti við þingfestingu málsins 27. febrúar 2025 og játaði brot sitt án undandráttar og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins . Var því farið með mál þetta samkvæmt 16 4. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærð a hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu á kærð a er þess krafist að h onum v erði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og að gæsluvarðhald sem h ann hefur sætt frá 4 . janúar 202 5 komi til frádráttar dæmdri refsingu. Þá krefst verjandi hæfilegrar þóknunar sér til handa sem greidd verði úr ríkissjóði . 2 Með skýlausri játningu ákærð a , s em fær stoð í framlögðum gögnum, þykir sannað að ákærð i hafi gerst sek ur um þá háttsemi sem h onum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákærð i er fædd ur árið . Engra gagna nýtur um að ákærð i hafi áður gerst sek ur um refsiverða háttsemi. Verður við ákvörðun refsingar tekið mið af þeirri staðreynd. Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærð i hafi verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hafi tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands . Þáttu r hans hafi einskorðast við að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Verður litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar ákærð a . Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að ákærð i flutti umtalsvert magn maríhúana til l andsins ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni og að aðkoma h ans hafi verið ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin fangelsi í 14 mánuði . Eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu 11 mánaða refsingarinn ar og skal hún niður falla að liðnum þremur árum haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem ákærð i hefur sætt frá 4 . janúar 202 5 að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. F allist er á upptökukröfu ákæruvaldsins eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði greiði þók n un skipaðs verjanda síns, Kristínar Evu Geirsdóttur lögmanns, sem þyk ir hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu verjandans og umfangi málsins 1.048.465 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og 98.700 krónur í aksturskostnað verjandans. Ákærði greiði annan sakarkostnað 11 4 . 778 krónur. Auður Bergþórsdóttir , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærð i , Richard Danh , sæti fangelsi í 14 mánu ði en fresta skal fullnustu 11 mánaða refsingarinnar og niður skal sá hluti hennar falla að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þess að telja haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til frádráttar refsingu ákærð a komi gæsluvarðhald ákærð a frá 4. janúar 2025 að fullri dagatölu. Ákærð i sæti upptöku á 15.025 g af maríhúana. Ákærð i greiði 1.048.465 króna þóknun skipaðs verjanda síns, Kristínar Evu Geirsdóttur lögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti og 98.700 krónur í aksturskostnað lögmannsins. Ákærði greiði annan sakarkostnað 114.778 krónur. 3 Auður Bergþórsdóttir