Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 23. október 202 5 Mál nr. S - 5103/2025 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) gegn Heimi Erni Haraldss yni (Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður) Dómur Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Mál þetta, sem dómtekið var 21. október sl. , er höfðað með ákæru , útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 16. september 2025 , á hendur Heimi Erni Haraldssyni, kt. , , , fyrir b rot gegn nálgunarbanni og umsáturseinelti, með því að hafa, þann 2. ágúst 2025, sett sig í samband við [A] , kt. , með því að hringja í síma [A] , í símanúmerið og með því að hafa þann 2. ágúst 2025, sett sig í samband við [A] , með því að senda sms skilaboð í síma hennar, í símanúmerið , þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem honum var birt þann 30. maí 2025, verið gert að sæta nálgunarbanni allt til 29. janúar 2026, þar sem ákærða var bannað að vei ta henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Háttsemin var til þess fallin að valda [A] hræðslu og kvíða. Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. og 1. mgr. 232. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. gerir þá kröfu f.h. brotaþola, [A] , kt. , að ákærði, Heimir Örn Haraldsson, kt. , verði dæmdur til að greiða brotaþola skaðabætur að fjárhæð krónur 3.000.000 - , ásamt vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 2. ágúst 2025 til þess dags þegar liðinn var mánuður frá því að ákærða var birt bótakrafa en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, fr á þeim degi til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola málskostnað við að halda fram kröfu þessari skv. síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Ef fallist verður á beiðni brotaþola um skipun réttargæslumann s er þess krafist að þóknun réttargæslumanns verði greidd úr ríkissjóði. 2 2 Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra r þóknunar sér til handa . Þá krefst verjandi ákærða sýknu af málskostnaðarkröfu brotaþola , en v ið þingfestingu máls ins lýsti réttargæslumaður því yfir að fallist yrði á greiðslu 350.000 króna til lúkningar á miskabótakröfu brotaþola og kvaðst ákærði samþykkja það. Niðurstaða varðandi sekt ákærða o.fl. 3 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðfer ð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 4 Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Niðurstaða varðandi refsingu ákærða , einkaréttarkröfu o.fl. 5 Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 16. september 2025 var ákærða m eð dómi Héraðsdóms 2018 gert að greiða fésekt að fjárhæð 120.000 króna fyrir brot gegn 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með dómi sama dómstóls 2024 var ákærða gert að sæta 5 mánaða fangelsi, skilorðsbu ndið til 3 ára fyrir brot gegn 1. mgr. 232. gr. og 1. mgr. 232. gr. a sömu laga. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru framin innan skilorðstíma. Verður skilorðsdómurinn tekinn upp, sbr. 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga og ákærða gerð refsi ng í einu lagi fyrir öll brotin . 6 Við ákvörðun refsingar horfir ákærða til málsbóta að hann játaði brot sín skýlaust og hefur fallist á greiðslu miskabóta , sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Á hinn bóginn horfir til þyngingar að á kærði er nú í þriðja sinn sakfelldur fyrir endurtekin brot gegn nálgunarbanni og telst brot hans vera ítrekun, sbr. 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga. Þá er ákærði nú sakfelldur í annað sinn fyrir umsáturseinelti, sbr. 232. gr. a almennra hegnin garlaga. Hefur háttsemin í öll skiptin beinst að sama brotaþola, en samkvæmt gögnum málsins hefur þráhyggju hegðun hans gagnvart brotaþola staðið yfir í 14 ár og hefur hann margendurtekið brot gegn nálgunarbanni á þeim tíma. Hefur háttsemi ákærða samkvæmt m álsgögnum haft veruleg áhrif á líðan og lífsgæði brotaþola. Þrátt fyrir að ákærða hafi verið gerðar ljósar alvarlegar afleiðingar háttseminnar á líf brotaþola og þrátt fyrir að hann hafi leitað sér faglegrar aðstoðar við þráhyggjunni, þá hefur ákærði ekki látið sér segjast. 7 Með hliðsjón af framansögðu og þeirri refsivernd sem löggjafinn stefndi að fyrir brotaþola með 232. gr. a almennra hegningarlaga þykir ekki fært að skilorðsbinda refsingu ákærða að öllu leyti , þrátt fyrir að rétt þyki að horfa til þess vilja sem ákærði hefur sýnt til að ráða bóta á vanda sýnum með aðstoð sérfræðinga . Verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í 9 mánuði, en fresta skal fullnustu sex mánaða refsingarinnar og hún falli niður að liðnum þre mur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 8 Með háttsemi sinni hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Með vísan til afstöðu aðila við þingfestingu málsins verður falli st á bótakröfu brotaþola ásamt vöxtum eins og greinir í dómsorði. Þá 3 verður fallist á málskostnaðarkröfu brotaþola eins og greinir í dómsorði að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Er við þá ákvörðun tekið mið af vinnu lögmannsins við gerð bótakröfu og eft irfylgd hennar við þingfestingu málsins . Lögmaður inn var tilnefndur réttargæslumaður brotaþola á rannsóknarstigi, en ekki skipaður til starfans fyrir dómi . Um þóknun vegna starfa hans á rannsóknarstigi fer eftir 2. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008. 9 Ákærði greiði sakarkostnað málsins, sem er málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðbjargar Benjamínsdóttur , lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin eins og í dómsorði krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 10 Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarss on aðstoðarsaksóknari . Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Heimir Örn Haraldsson sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu sex mánaða refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þre mur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Guðbjargar Benjamínsdóttur lögmanns, 4 01 .7 6 0 krónur. Ákærði greiði A , brotaþola , 350.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. m gr . 8 . gr. l aga nr. 38/2001 frá 2. ágúst 2025 til 21. nóvember 2025, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags . Ákærði greiði brotaþola 2 34 . 36 0 krónur í málskostnað. Hlynur Jónsson