Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 15 . maí 20 25 Mál nr. E - 5586/2022 : A (Elías Karl Guðmundsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Jóhanna Katrín Magnúsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þess, þann 20. mars sl., var höfðað með stefnu, birtri, 23. nóvember 2022, af stefnanda, A , [...] , á hendur stefnda, íslenska ríkinu, Arnarhváli, Reykjavík, vegna Sjúkratrygginga Íslands, [...] . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða henni 2.546.500 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu: þá af kr. 189.502 frá 1. mars 2021 til 1. apríl 2021, af kr. 335.038 frá þeim degi til 1. maí 2021, af kr. 480.574 frá þeim degi til 1. júní 2021, af kr. 626.110 frá þeim degi til 1. júlí 2021, af kr. 771.646 frá þeim degi til 1. ágúst 2021, af kr. 917.182 frá þeim degi til 1. september 2021, af kr. 1.062.718 frá þeim degi til 1. október 2021, af kr. 1.208.254 frá þeim degi til 1. nóvember 2021, af kr. 1.353.790 frá þeim degi til 1. desember 2021, af kr. 1.499.326 frá þeim degi til 1. janúar 2022, af kr. 1.644.862 frá þeim degi til 1. febrúar 2022, af kr. 1.795.135 frá þeim degi til 1. mars 2022 , af kr. 1.945.408 frá þeim degi til 1. apríl 2022, af kr. 2.095.681 frá þeim degi til 1. maí 2022, af kr. 2.245.954 frá þeim degi til 1. júní 2022, af kr. 2.396.227 frá þeim degi til 1. júlí 2022, en af kr. 2.546.500 frá þeim degi til greiðsludags. Stefna ndi krefst þess einnig að stefndi verði dæmdur til þess að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.000.000 króna, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 29. september 2020 til 11. ágúst 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr . 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar af stefnda að teknu tilliti til virðisaukaskatts og áréttar stefnandi rétt sinn til gjafsóknar vegna málflutnings fyrir EFTA - dómstólnum. Stefndi krefst aðallega sýknu af öll um dómkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmd til þess að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Til vara er af hálfu stefnda krafist verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda og að í því tilviki verði málskostnaður felldur niður. 2 Aflað va r ráðgefandi álits frá EFTA - dómstólnum í tengslum við rekstur málsins, sbr. fyrirliggjandi álit EFTA - dómstólsins frá 20. nóvember 2024 í máli nr. 3/2024. Ágreiningsefni og málsatvik Stefnandi málsins er félagsmaður í Lyfjafræðingafélagi Íslands. Hún hóf s törf hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) sem sérfræðingur í lyfjadeild SÍ árið 2006, en starfaði síðar sem deildarstjóri sjúkraþjónustudeildar, sem nú heitir heilbrigðisþjónustudeild. Um launakjör hennar fór eftir kjarasamningi Lyfjafræðingafélagsins við ste fnda. Í starfi sem deildarstjóri hafði stefnandi mannaforráð yfir sextán manns þegar mest lét. Hinn 29. september 2020 var stefnanda, auk þrettán annarra starfsmanna hjá SÍ í stjórnunarstöðum, sagt upp störfum sem deildarstjóra á grundvelli skipulagsbreyti nga hjá SÍ, er tóku gildi 1. janúar 2021. Skipulagsbreytingarnar voru byggðar á greiningar - vinnu sem stjórnendur SÍ tóku þátt í, m.a. stefnandi. Niðurstöður greiningarvinnunnar voru kynntar og ræddar á fundum með stjórnendum, auk þess sem helstu niðurstöð ur voru einnig kynntar á almennum starfsmannafundum. Breytingarnar áttu að miða að því að fækka stjórnendum hjá SÍ. Uppsagnarfrestur stefnanda var þrír mánuðir. Fljótlega eftir uppsögnina skrifaði stefnandi undir nýjan ráðningarsamning er fól í sér launalæ kkun frá fyrri ráðningarkjörum. Sá ráðningarsamningur tók gildi að loknum uppsagnarfresti, 1. febrúar 2021. Stefnandi var áfram í ráðningarsambandi við SÍ, en hóf töku launalauss ársleyfis 1. ágúst 2022, og fékk þá heimild til að fara í annað starf. Tildrö g málsins eru annars þau að í tölvupósti sem forstjóri SÍ sendi sviðsstjórum og deildarstjórum SÍ, 23. september 2020, var upplýst að tillaga að breyttu skipulagi hefði verið send stjórn SÍ. Kom þar fram að ef stjórnin samþykkti tillöguna væri mikilvægt að fara án tafar yfir þær niðurstöður með sérhverjum stjórnanda. Tillaga um nýtt skipulag SÍ var samþykkt af stjórn á fundi 24. september 2020. Sama dag var stefnandi boðuð á fund þar sem breytingar voru kynntar, m.a. að staða hennar sem deildarstjóra sjúkra þjónustudeildar yrði lögð niður og að henni yrði sagt upp því starfi, en samhliða yrði henni boðið nýtt starf, sbr. það sem rakið er hér að framan. Hinn 30. september 2020 var stefnanda afhent uppsagnarbréf, dags. 29. september s.á. Þar kom fram að 1. janú ar 2021 myndi nýtt skipurit SÍ taka gildi. Í nýju skipuriti SÍ yrðu verkefni sjúkraþjónustudeildar sameinuð verkefnum þriggja annarra deilda í nýrri deild, heilbrigðisþjónustudeild. Staða deildarstjóra sjúkraþjónustu - deildar yrði þá lögð niður frá og með sama tíma. Var stefnanda því sagt upp störfum sem deildarstjóra sjúkraþjónustudeildarinnar með fjögurra mánaða fyrirvara miðað við mánaðamótin október/ nóvember 2020 í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings frá 1. október 2008 og 43. gr. laga nr. 70/1996. Þá kom fram að starfslok stefnanda sem deildarstjóra yrðu 31. desember 2020 og að laun yrðu greidd út uppsagnarfrestinn í samræmi við ákvæði umrædds ráðningarsamnings. 3 Með bréfi forstjóra SÍ, dags. 15. október 2020, var stefnanda svo þess í stað boðið starf sérfræðings 3 í heilbrigðisþjónustudeild SÍ. Skrifaði hún undir slíkan ráðningar - samning með rafrænum hætti 1. desember 2020. Við nánari skipulagningu hinnar nýju deildar var síðan ákveðið að skilgreina hlutverk verkefnastjóra í tengslum við tilgreind ver kefni og stefnanda boðin umrædd staða. Stefnandi þáði stöðu verkefnastjóra og tók til starfa sem slíkur 1. mars 2021 og fékk svo greidd laun í samræmi við það. Eitt af yfirlýstum markmiðum skipulagsbreytinga innan SÍ var að styrkja innra skipulag SÍ og ska pa styrkari, stærri og sveigjanlegri rekstrareiningar, en slík breyting hefði óhjákvæmilega í för með sér fækkun stjórnenda. Breytingarnar og uppsagnirnar voru því að mati stefnda einkum byggðar á rekstrarlegum forsendum og ákvarðanirnar teknar í hagræðing arskyni, enda hefðu verkefni stofnunarinnar aukist mjög síðustu ár. Þar sem um uppsögn 14 starfsmanna var að ræða hafði SÍ samráð við Vinnumálastofnun (VMST) áður en uppsagnirnar voru kynntar. Fyrir liggur að ráðgjöf VMST var á þá leið að ekki bæri að ti lkynna um hópuppsögn til VMST á grundvelli laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir þar sem lögin næðu ekki til opinberra stofnana, en auk þess væri fjöldi þeirra starfsmanna sem segja ætti upp ekki slíkur að uppsagnirnar gætu yfirleitt talist vera hópuppsögn í sk ilningi laga nr. 63/2000. Þrír fyrrum starfsmenn SÍ, sem tóku við uppsagnarbréfi frá SÍ um leið og stefnandi, 29. september 2020, beindu kvörtun til umboðsmanns Alþingis (UA) vegna málsins. Þar gerðu þeir athugasemdir við það hvernig staðið hefði verið að uppsögnum þeirra. Í málatilbúnaði starfsmannanna kom fram að þeir teldu að um hópuppsögn í skilningi laga nr. 63/2000 hefði verið að ræða. Röksemdafærslan var byggð á því að þar sem fjórtán manns hefði verið sagt upp störfum hjá SÍ, sem væri meira en 10% þ eirra sem hefðu starfað hjá stofnuninni, hefði vinnuveitanda borið að fylgja málsmeðferðarreglum laga nr. 63/2000 í aðdraganda uppsagnanna, m.a. hvað varðaði upplýsingarétt starfsmanns, samráðsskyldu og tilkynningarskyldu, sbr. II. og III. kafla laganna. U A lauk athugun á málinu með áliti sínu í máli nr. 11320/2021. Í áliti UA í máli nr. 11320/2021 frá 24. júní 2022 komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að umræddar uppsagnir hefðu talist hópuppsögn í skilningi laga nr. 63/2000. Því hefði vinnuveitanda bori ð að fara eftir ákvæðum laganna áður en kæmi til uppsagnanna, en þetta hefði stofnunin ekki gert. UA beindi því til stofnunarinnar að hún skyldi því rétta hlut þeirra starfsmanna SÍ sem hefðu fengið uppsagnarbréf, en eftirlét dómstólum að öðru leyti að met a réttaráhrif þessa annmarka á lagaframkvæmd. Taldi UA þannig, gagnstætt fyrrgreindu áliti frá VMST, að lög um hópuppsagnir ættu einnig við um opinberar stofnanir, auk þess sem ekki væri heimilt að telja til starfsmanna í skilningi laganna nefndarmenn og s tjórnarmenn SÍ. Var það niðurstaða UA að mat SÍ á heildarfjölda starfsmanna hefði því ekki verið í samræmi við lög nr. 63/2000, þar sem hann hefði verið ofmetinn um a.m.k. fimm manns, eða stjórnarmenn 4 SÍ sem taldir voru með. Taldi umboðsmaður að þótt stjór narmenn fengju greidda þóknun fyrir störf sín af rekstrarfé stofnunarinnar væri ekki hægt að líta svo á að þeir lytu stjórn nokkurs innan hennar eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni væri með þeim hætti að þeir gætu talist starfsmenn hennar í skiln ingi laga nr. 63/2000. Í kjölfar þess að umrætt álit UA lá fyrir sendi lögmaður stefnanda fyrirsvarsmanni vinnuveitanda bréf, dags. 11. júlí 2022, þar sem farið var fram á að hlutur stefnanda yrði réttur, þá vegna sams konar ólögmætrar uppsagnar hennar, en farið var fram á leiðréttingu á launum auk miskabóta. Erindinu var svarað í bréfi, dags. 3. ágúst 2022, þar sem kröfum stefnanda var hafnað. Sættir hafi ekki náðst og því er málið höfðað. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggi á því að stefndi sem vinnuveitandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um hópuppsagnir nr. 63/2000 í aðdraganda þess að stefnanda var sagt upp störfum. Stefnandi eigi rétt til bóta vegna þessa, sbr. m.a. 11. gr. laganna. Krafan miði að því að stefnanda verði bætt það tjón sem h in ólögmæta framkvæmd vinnuveitanda hafi valdið henni og miðist skaðabótakrafan við tekjutap sem stefnandi hafi orðið fyrir frá og með uppsögn og allt þar til stefnandi hóf töku launalauss leyfis 1. ágúst 2022. Stefndi hafi sem vinnuveitandi brotið gegn ák væðum laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir í aðdraganda uppsagnar stefnanda. Lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir gildi um þau tilvik þegar tilteknum fjölda starfsmanna sé sagt upp á 30 daga tímabili, og uppsagnirnar tengist ekki hverjum og einum starfsmanni, sbr. b - lið 1. mgr. 1. gr. laganna. Lögin séu sett til að uppfylla skyldu íslenska ríkisins samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, og um leið til innleiðingar á tilskipun nr. 98/59/EB um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um hópupps agnir og með síðari breytingum. Tilskipunin hafi verið tekin upp í viðauka XVIII við EES - samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES - nefndarinnar þann 30. apríl 1999. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 skuli skýra lög og reglur, að svo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES - samninginn og þær reglur er á honum byggist. Lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir mæli fyrir um málsmeðferð sem vinnuveitanda beri að fylgja áður en hann segi stórum hópi starfsmanna upp störfum. Tilgangurinn sé sá að forðast hópuppsagnir og tryggja það að fulltrúar stjórnvalda og starfsmanna njóti a.m.k. samráðs við vinnuveitanda áður en hópi starfsmanna sé sagt upp störfum. Lögin gildi m.a. þegar fjöldi starfsmanna, sem sagt sé upp á 30 daga tímabili, sé að minnsta kosti 10% starfsmanna í fyrirtækjum sem venjulega séu með hið minnsta 100 starfsmenn en færri en 300 starfsmenn í vinnu, eins og SÍ. Umboðsmaður Alþingis hafi fjallað um það hvort lögin giltu um uppsagnir hjá stefnda í áliti sínu í máli nr. 11320/2021 og talið að þau tækju bæði til opinberra stofnana og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði. Lögin tækju þar með til SÍ svo fremi að fjöldi þeirra 5 starfsmanna sem sagt hefði verið upp hefði verið a.m.k. 10% þeirra sem væru venjulega í vinnu hjá stofnuninni. Í skýringum SÍ til umboðs manns hafi komið fram að SÍ hefði talið fimm stjórnarmenn, skipaða af ráðherra, til heildarfjölda starfsmanna SÍ og þar með hefðu þeir 14 sem sagt var upp ekki náð því að vera 10% starfsmanna, sem SÍ hefði talið vera 143. Umboðsmaður hafi ekki fallist á þá skýringu og tekið fram að í tilskipun nr. 98/59/EB hefði hugtakið starfsmaður, þ.e. launþegi, sjálfstæða og samræmda merkingu sem einkenndist af því að starfsmaður innti af hendi vinnu um skeið undir stjórn einhvers innan fyrirtækisins fyrir þóknun. Hins vegar yrði ráðið af lögum um SÍ að stjórnarmönnum væri í umboði ráðherra falið að hafa eftirlit með skipulagi og starfsemi stofnunarinnar er að öðru leyti lyti stjórn forstjóra. Stjórnarmenn SÍ væru skipaðir af ráðherra til ákveðins tíma og væru þar af lei ðandi óháðir stjórnunarvaldi forstjóra. Þar af leiðandi væri ekki unnt að líta svo á að stjórnarmennirnir lytu stjórn nokkurs innan SÍ eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni væri með þeim hætti að þeir teldust starfsmenn hennar í skilningi laga um h ópuppsagnir. Niðurstaða umboðsmanns hafi því orðið sú að stefndi hefði ofmetið fjölda starfsmanna SÍ um a.m.k. fimm og af þeim sökum hefði stofnuninni borið að fara að ákvæðum laga um hópuppsagnir í aðdraganda umræddra uppsagna. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. lag a nr. 63/2000 skuli atvinnurekandi sem áformi hópuppsagnir svo fljótt sem auðið er hafa samráð við trúnaðarmann stéttarfélaga, eða við annan fulltrúa starfsmanna, með það fyrir augum að ná samkomulagi. Í samráði felist skylda atvinnurekanda til þess að kyn na og ræða við trúnaðarmann eða fulltrúa starfsmanna um áformin, rökstyðja þau og gefa þeim kost á að koma sjónarmiðum sínum og tillögum á framfæri áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna. Þá séu enn frekari skyldu r lagðar á atvinnurekanda í 6. gr. þeirra, þar sem segi að atvinnurekandi skuli láta trúnaðarmanni í té allar upplýsingar sem máli skipti um fyrirhugaðar uppsagnir, sem og til Vinnumálastofnunar (VMST). Vinnuveitandi hafi brotið gegn framangreindum skyldum í aðdraganda hópupp - sagnar 29. október 2020. Ekkert samráð hafi verið haft við trúnaðarmenn stéttarfélaga á vinnustaðnum eða við aðra fulltrúa starfsmanna, auk þess sem trúnaðar - mönnum hafi ekki verið veittar upplýsingar um fyrirhugaðar uppsagnir. Að hö fðu samráði samkvæmt 5. og 6. gr. laganna skuli atvinnurekandi, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna, einnig senda VMST skriflega tilkynningu um fyrirhugaðar uppsagnir, þar sem koma skuli fram allar upplýsingar er máli skipti um fyrirhugaðar hópuppsagnir og um samr áð samkvæmt 5. og 6. gr. Í 8. gr. sé tekið fram að uppsagnir eftir lögunum taki fyrst gildi 30 dögum eftir að tilkynning um uppsagnir samkvæmt 7. gr. berist VMST. Vinnuveitandi hafi hér brotið gegn framangreindum skyldum, enda hafi stofnunin aldrei sent sk riflega tilkynningu til VMST um fyrirhugaðar uppsagnir, eins og henni hafi borið að gera. Þar sem vinnuveitandi hafi brotið svo freklega gegn ákvæðum laga 6 um hópuppsagnir verði að telja að ákvörðun um það að segja upp 14 starfsmönnum af 139 á sama tíma haf i þannig verið ólögmæt. Sé ljóst að uppsögn stefnanda hafi verið framkvæmd með hætti sem brotið hafi ótvírætt gegn ákvæðum laga. Í kjölfar uppsagnar 29. október 2020 hafi stefnandi skrifað undir nýjan ráðningar - samning við stefnda sem falið hafi í sér lak ari launakjör. Nýr ráðningarsamningur hafi tekið gildi 1. febrúar 2021 í kjölfar þriggja mánaða uppsagnarfrests á hinum eldri ráðningarsamningi. Við breytingarnar hafi laun stefnanda lækkað úr launaflokki 34 - 8 samkvæmt kjarasamningi Lyfjafræðingafélags Ísl ands niður í launaflokk 26 - 8. Áðurnefnd tilskipun nr. 98/59/EB sé hljóð um inntak skaðabótaskyldu atvinnurekanda sem brjóti gegn ákvæðum hennar. Þar sé þó í 6. gr. mælt fyrir um skyldu aðildarríkja til að tryggja að starfsmenn eða fulltrúar þeirra njóti le iða í gegnum dómstóla eða stjórnvöld til þess að tryggja fylgispekt við regluverkið. Hér á landi hafi m.a. verið komið til móts við þessa skyldu með skaðabótaákvæði í lögum nr. 63/2000. Samkvæmt 11. gr. laganna skuli atvinnurekandi sem brjóti þannig af áse ttu ráði eða af gáleysi gegn lögunum bera skaðabótaskyldu eftir almennum reglum. Lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir séu hljóð um umfang bótafjárhæðar, en af lestri 6. gr. tilskipunar nr. 98/59/EB verði ráðið að bætur verði að vera nægar að umfangi til að tryg gja fylgispekt við regluverkið. Í sumum aðildarríkjum ESB og EES hafi bótafjár - hæðir verið miðaðar við að uppsögn í trássi við málsmeðferðarreglur tilskipunarinnar tæki ekki gildi, auk þess sem reglur sumra ríkja kveði á um sektir á vinnuveitanda fyrir að láta undir höfuð leggjast að tilkynna hópuppsögn til þar til bæra stjórnvalda. Hér á landi hafi aldrei komið til greiðslu bóta á grundvelli 11. gr. laga nr. 63/2000. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi þó í áliti sínu frá 15. desember 2021 í máli nr. 84844 t alið að 11. gr. laga nr. 63/2000 veitti starfsfólki virkt skaðabótaúrræði vegna brota atvinnurekanda á skyldum sínum samkvæmt lögunum, og að íslenska ríkið fullnægði því skilyrðum 6. gr. tilskipunar nr. 98/59/EB um virkt bótaúrræði. Þótt lögin séu þannig h ljóð um inntak bótafjárhæðar þyki stefnanda liggja beinast við að henni verði greiddar skaðabætur sem nemi mismun, annars vegar á launum hennar fyrir ólögmæta uppsögn á ráðningarsamningi 29. október 2020, og hins vegar á launum eftir að nýr ráðningarsamnin gur hennar hafi tekið gildi 1. febrúar 2021, og allt þar til hún hafi hafið töku launalauss leyfis 1. ágúst 2022, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 23/2020. Krafa stefnanda miðist við mismun á mánaðarlaunum samkvæmt launaflokkum 34 - 8 og 26 - 8 í kjarasamningi LFÍ við ríkið frá gildistöku nýs ráðningar - samnings til starfsloka stefnanda í júní 2022, auk 13,04% orlofsfjár, sbr. gr. 4.2.1 í kjarasamningi Lyfjafræðingafélags Íslands við ríkið og 2. mgr. 7. gr. laga um orlof nr. 30/1987. Með vísan til framangreinds sundurliðist skaðabótakrafa stefnanda svo: Mismunur launa í febrúar 2021 kr. 189.502 7 mars 145.536 apríl 145.536 maí 145.536 júní 145.536 júlí 145.536 ágúst 145.536 sep tember 145.536 október 145.536 nóvember 145.536 desember 145.536 janúar 2022 150.273 febrúar 150.273 mars 150.273 apríl 150.273 maí 150.273 júní 150.273 ----------------------------- Samtals kr. 2.546.497 Auk skaðabótakröfu geri stefnandi kröfu um miskabætur vegna meingerðar sem hún hafi mátt þola af hálfu vinnuveitanda í tengslum við uppsögnina. Stefnandi hafi mátt þola auðmýkingu í starfi vegna málsins og hafi upplifað uppsögnina sem atlögu að starfsheiðr i sínum. Ósk stefnanda um fundi til að ræða frekara fyrirkomulag starfa, eða mögulegan flutning á milli sviða/deilda innan SÍ, hafi þannig verið virt að vettugi. Hafi stefnandi þurft að una því að tekin hafi verið af henni mannaforráð þrátt fyrir það að ve rkefnastaða hennar að öðru leyti hafi verið óbreytt. Þá hafi stefnandi upplifað sig hlunnfarna af hálfu æðstu stjórnenda vinnuveitandans, sem vart hafi virt stefnanda viðlits á vinnustaðnum. Þessi framkoma vinnuveitanda hafi valdið stefnanda mikilli vanlíð an og hafi hún m.a. sótt tíma hjá sálfræðingi vegna þessa. Samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga sé heimilt að láta þann er beri ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess er misgert hafi verið við. Stefnandi telji að í framangreindri háttsemi vinnuveitanda, sem brotið hafi gegn ákvæðum laga nr. 63/2000, hafi falist atlaga gegn æru hennar og persónu. Stefnandi krefjist miskabóta úr hendi stefnda vegna þess að fjárhæð 2.000.000 króna. Mál sástæður og lagarök stefnda 8 Af hálfu stefnda sé kröfum og málsástæðum stefnanda mótmælt. Telji stefndi að meint tjón stefnanda sé ósannað, auk þess sem ekki hafi verið sýnt fram á það að starfsmenn stefnda hafi valdið stefnanda tjóni með saknæmum og ólögmæ tum hætti. Lög um hópuppsagnir nr. 63/2000 hafi verið sett til innleiðingar á tilskipun ESB nr. 98/59/EB um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um hópuppsagnir. Í b - lið 2. mgr. 1. gr. tilskipunar nr. 98/59/EB komi fram að hún gildi ekki um þá sem starfi við opinbera stjórnsýslu eða hjá stofnunum er lúti opinberum rétti. Í íslensku lögunum um hópuppsagnir sé ekki tekið afgerandi fram að opinberar stofnanir heyri undir ákvæði laganna, en þar sé einungis vísað til atvinnurekenda og fyrirtækja. Hins vegar sé í l ögunum ekki heldur tiltekið að þau undanskilji opinberar stofnanir, eins og gert sé í tilskipuninni. Af hálfu VMST hafi verið byggt á því að ákvæði laga um hópuppsagnir eigi ekki við um opinberar stofnanir og því þurfi ekki að tilkynna slíkar uppsagnir til VMST. Virðist sé afstaða byggð á framangreindu undantekningarákvæði tilskipunar - innar, en samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 beri að skýra lög og reglur, að svo miklu leyti er við eigi, til samræmis við EES - samninginn og reglur er á honum byggist. Fyrir Lan dsrétti hafi verið rekið mál nr. 748/2020, er varði m.a. það hvort ákvæði laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir eigi við um opinberar stofnanir. Hafi Landsréttur óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins um m.a. þetta atriði og sé þess nú beðið. Í ljósi óvi ssu um þetta og þar sem þessi undantekning á gildissviði tilskipunarinnar komi ekki fram berum orðum í lögum nr. 63/2000 hafi fjármálaráðuneytið leiðbeint stofnunum ríkisins um að gæta að þeim sérstöku málsmeðferðarreglum sem sé að finna í lögum nr. 63/200 0 í þeim sérstöku tilvikum þar sem þau kunni að eiga við. Samkvæmt gildissviði laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir eigi lögin við þegar atvinnurekandi segir uppi hópi af starfsmönnum, að uppfylltum tilteknum tölulegum viðmiðum. Þá sé skilyrði að ástæðan fyrir uppsögninni tengist ekki ákveðnum einstak - lingum og að uppsagnirnar eigi sér stað á 30 daga tímabili, sbr. 1. gr. laga nr. 63/2000. samkvæmt ráðningarsamningum sem gerðir er u til ákveðins tíma eða vegna sérstakra verkefna, nema slíkar uppsagnir eigi sér stað áður en þeir samningar renna út eða - úrskurðar, sbr. 3. gr. Þá liggi fyrir dómur Hérað sdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 3257/ 2020 er mæli fyrir um að hópur starfsmanna verði að missa vinnuna, þ.e. að ráðningarsambandi atvinnurekanda og starfsmanna hafi verið slitið til að lögin eigi við. Þeim dómi hafi verið áfrýjað til Landsréttar og sé nú þ ar sem mál nr. 748/2020. Markmið laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir sé að veita starfsmönnum vernd gegn slíkum uppsögnum, þ.e. að tryggja meðalhóf með því að fyrirskipa samráð um leiðir til að koma eftir atvikum í veg fyrir þær. Auk þess snúi markmið laganna að því að 9 leggja þá skyldu á atvinnurekanda að tilkynna stjórnvöldum vinnumarkaðsmála, þ.e. VMST, fyrir fram um slíkar uppsagnir svo þau geti gripið til viðeigandi ráðstafana. Samkvæmt 43. gr., sbr. 44. gr., laga nr. 70/1996 hafi forstöðumaður stofnunar r étt til að segja starfsmanni upp störfum eftir því sem fyrir sé mælt um í ráðningar - samningi. Sé þá almennt ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar ef annað en brot á starfsskyldum eigi við, svo sem þegar verið sé að fækka st arfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri. Einn þeirra stjórnenda sem sagt hafi verið upp störfum um leið og stefnanda hafi höfðað mál vegna þess og dómur fallið í héraði 3. júní 2022, sbr. mál nr. E - 2584/2021, en málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar og sé þar mál nr. 420/2022. Í dómi héraðsdóms segi m.a. um umræddar uppsagnir: voru hjá Sjúkratryggingum Íslands í september 2020 hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum og að stjórn og forstjóri hafi tekið ákvarðanir sínar með hagsmuni forstöðumenn ríkisstofnana hefðu víðtækar heimildir og svigrúm til mats á því hvort breyta þyrfti skipulagi stofnunar , og þá hvernig, til að bæta rekstur hennar. Enn fremur að slíkum skipulagsbreytingum fylgi stundum uppsagnir. Stefndi byggir á því að forstjóra SÍ hafi verið heimilt að segja stefnanda upp starfi deildarstjóra í tengslum við skipulagsbreytingarnar og hafi stefnandi þá átt rétt til óbreyttra launakjara í fjóra mánuði frá uppsögn í samræmi við ráðningarsamning. Í 8. gr. laga um hópuppsagnir segi að uppsagnir samkvæmt lögunum taki fyrst gildi 30 dögum eftir að tilkynning um uppsagnir berist VMST. Þótt VMST ha fi talið að ekki bæri að tilkynna uppsagnirnar skriflega samkvæmt 7. gr. laganna sé engu að síður ljóst að VMST hafi verið kunnugt um uppsagnirnar eftir hið munnlega samráð. Í 9. gr. laga nr. 63/2000 segi síðan að uppsagnarfrestur starfsmanna samkvæmt lögu m, kjarasamningum eða ráðningarsamningum breytist ekki þrátt fyrir ákvæði laganna, nema hvað varði starfsmenn sem eigi styttri uppsagnarfrest en 30 daga. Þannig sé lögunum ætlað að tryggja að þeir sem verði fyrir áhrifum hópuppsagna njóti að lágmarki eins mánaðar uppsagnarfrests, sbr. tölvupóstssamskipti SÍ og VMST 29. október 2020. Lögin geri ekki ráð fyrir öðrum ívilnunum í tengslum við uppsagnar - frest. Stefnandi hafi þannig haldið óbreyttum kjörum í fjóra mánuði, frá 1. október 2020 til 1. febrúar 2021, þar til hún hafi tekið við starfi sérfræðings 3 hjá SÍ og svo starfi verkefnastjóra 1. mars 2021. Stefndi byggi á því að hvort heldur sem opinberar stofnanir verði taldar falla undir ákvæði laga um hópuppsagnir eða ekki hafi ekki þurft að byggja á ákvæðum 5., 6. og 7. gr. laganna, þar sem sá fjöldi sem sagt hafi verið upp hafi ekki náð því að vera 10% starfsmanna stofnunarinnar, sbr. b - lið 1. mgr. 1. gr. Þannig snúist málið um það hvort 10 mat SÍ á fjölda starfsmanna SÍ þegar starfsfólki hafi verið sagt upp s törfum vegna skipulagsbreytinga og samhliða boðið nýtt starf hafi samræmst lögum nr. 63/2000. Við mat á fjölda starfsmanna hafi SÍ talið með stjórnarmenn stofnunarinnar, sbr. 6. gr. laga nr. 112/2008, sem leitt hafi til þess að tölulegu viðmiði laga nr. 63 /2000 hafi ekki verið náð. Hefðu stjórnarmennirnir ekki verið taldir með sé ljóst að b - liður 1. mgr. 1. gr. laganna hefði átt við enda starfi fleiri en 100 starfsmenn hjá stofnuninni. Hugtakið starfsmaður sé ekki skilgreint í lögum nr. 63/2000, né í lögský ringar - gögnum með þeim. En í málinu liggi fyrir andstæðar niðurstöður, annars vegar VMST en hins vegar UA, um það hverjir teljist til starfsmanna í skilningi laganna. Afstaða VMST sé sú að heimilt sé að telja starfsmenn nefnda og stjórnarmanna stofnana se m sannanlega séu venjulega í vinnu hjá atvinnurekanda með í heildarfjölda starfsmanna við mat á hvort um hópuppsögn sé að ræða í skilningi laga nr. 63/2000. Vísi VMST til þess í svari við fyrirspurn BHM að stofnunin geri ekki greinarmun á starfssviði starf smanna, eðli starfa er heyri undir atvinnurekanda eða hvar ákvörðun um uppsögn hafi verið tekin. Þá segi í svarinu að þótt ekki hafi komið til uppsagna hjá nefndar - eða stjórnarmönnum SÍ sé ljóst að uppsagnir nefndar - og stjórnarmanna kynnu að koma til sko ðunar á grunni laga um hópuppsagnir. Beri að skoða það í því ljósi að lögin gildi án tillits til þess hvort ákvörðun um hópuppsagnir sé tekin af atvinnurekanda, eða fyrirtæki sem sé í ráðandi aðstöðu gagnvart honum, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Heimfært yf ir á opinbera aðila kynni það t.d. að eiga við þegar tilfærslur eða sameiningar ríkisstofnana eigi sér stað eða þær séu lagðar niður. Í þeim tilfellum myndi útreikningur á fjölda sem sagt væri upp einnig taka mið af uppsögnum nefndar - og stjórnarmanna og þ ví bæri að telja þau störf til heildarstarfa stofnunar/ fyrirtækis. Stefndi telji að leggja eigi hér til grundvallar framangreinda afstöðu VMST í máli þessu, en það sé hlutverk hennar að annast framkvæmd laga um hópuppsagnir nr. 63/2000 af hálfu stjórnvald a auk þess sem stofnunin fari með stjórnsýsluvald. Kröfum og málatilbúnaði stefnanda um það að SÍ hafi brotið gegn lögunum um hópuppsagnir sé því hafnað enda hafi þau lög ekki átt við um þessar tilteknu uppsagnir SÍ. Verði niðurstaða dómsins þó sú að lög u m hópuppsagnir nr. 63/2000 hafi átt hér við, og að málsmeðferðarreglum laganna hafi þá ekki verið fylgt þegar stefnanda hafi verið sagt upp störfum og henni verið boðið nýtt starf hjá stefnda, sé byggt á því að stefnandi hafi engu að síður ekki sýnt fram á það að hún hafi orðið fyrir tjóni eða réttarspjöllum vegna þessa og hún eigi þar af leiðandi ekki rétt á skaðabótum. Samkvæmt 11. gr. laga nr. 63/2000 geti atvinnurekandi er brjóti gegn lögunum af ásetningi eða gáleysi orðið skaðabótaskyldur samkvæmt alme nnum reglum. Hér hafi SÍ upplýst VMST um fyrirhugaðar uppsagnir og mat og ráðlegging VMST verið sú að skipulagsbreytingarnar féllu ekki undir lög um hópuppsagnir og því væri tilkynn - ingar ekki þörf. Stefndi hafni að SÍ hafi brotið gegn lögunum af ásetning i eða gáleysi. 11 Eitt af meginskilyrðum skaðabótaábyrgðar sé það að tjón liggi fyrir. Þá gildi sú meginregla skaðabótaréttar að tjónþoli þurfi að færa sönnur fyrir því að annar aðili beri skyldu til að bæta tjón hans. Þá þurfi tjónþoli að sýna fram á orsakat engsl milli háttsemi og þess tjóns sem krafist sé bóta fyrir og sennilega afleiðingu. Þá þurfi að sýna fram á að tjóni hafi verið valdið með saknæmum og ólögmætum hætti. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna þess að skort hafi á s amráð samkvæmt 5. og 6. gr. né heldur vegna þess að skrifleg tilkynning hafi ekki borist til VMST um hópuppsögn samkvæmt 7. gr. laganna, en VMST hafi fengið munnlegar upplýsingar um fyrirhugaðar uppsagnir og ekki talið að um hópuppsögn væri að ræða. Á grun ni laga nr. 70/1996 (starfsmannalög) njóti opinberir starfsmenn ríkari verndar en starfsmenn á almennum vinnumarkaði þegar komi að uppsögn á ráðningar - samningi. Ríkisstofnun eins og SÍ þurfi að gæta að reglum er leiði af starfsmanna - lögum þegar ákvarðani r um uppsögn á ráðningarsamningi séu teknar. Hér liggi fyrir að gætt hafi verið að málsmeðferðarreglum starfsmannalaga við uppsögn starfsmanna, þ. á m. stefnanda, vegna rekstrarlegra ástæðna SÍ og að ákvarðanirnar hafi einnig verið réttmætar og málefnalega r, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 2584/2021. Gætt hafi verið sérstaklega að meðalhófi þar sem öllum starfsmönnum sem sagt hafi verið upp störfum hjá SÍ hafi samhliða verið boðið nýtt starf hjá stofnuninni. Þannig hafi verið komið í veg fyrir ráðningarslit á milli hlutaðeigandi starfsmanna og SÍ. Með vísan til framangreinds fái stefndi ekki séð, með tilliti til markmiðs laga um hópuppsagnir og hlutverks VMST, hverju tilkynning til þeirra og samráð við trúnaðar - menn hefði breytt. Skilyrði um sa knæma háttsemi sé ekki heldur uppfyllt, enda liggi fyrir afstaða VMST er SÍ sem atvinnurekandi hafi starfað eftir og farið að ráðlegg - ingum þeirrar stofnunar í aðdraganda uppsagnanna. Hafni stefndi því að SÍ hafi af ásettu ráði eða gáleysi brotið gegn lög um um hópuppsagnir og séu skilyrði sakarreglu því ekki uppfyllt. Með vísan til þessa telji stefndi að ekki hafi verið sýnt fram á að stefnandi hafi orðið fyrir fjárhagstjóni vegna saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi SÍ. Verði niðurstaðan hins vegar sú að upp sögn stefnanda teljist hafa verið ólögmæt og ríkið sé bótaskylt á grunni 11. gr. laga nr. 63/2000 sé bótafjárhæð mótmælt sem of hárri. Við ákvörðun um fjárhæð bóta verði þá að taka mið af öðrum sambærilegum málum, en samkvæmt dómvenju séu bætur jafnan dæmd ar að álitum í slíkum málum. Þurfi þá að horfa til þess að starfsmenn ríkisins megi almennt búast við því að breytingar geti orðið á starfsumhverfi þeirra og þar með á störfum og verkefnum. Starfsmaður, sem ráðinn hafi verið ótímabundið með gagnkvæmum upps agnarfresti, geti ekki gengið út frá því að starfið verði óbreytt alla starfsævina. Mál nr. 23/2020, sbr. dóm Hæstaréttar sem stefnandi vísi til, sé ólíkt og ótengt hennar máli og geti ekki haft hér fordæmisgildi, enda búi aðrar forsendur, réttarreglur og sjónarmið að baki. 12 Stefnandi geri kröfu um miskabætur, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, vegna meingerðar sem hún telji sig hafa mátt þola af hálfu vinnuveitanda við uppsögn. Sé fullyrt að hún hafi mátt þola auðmýkingu í starfi, auk þes s sem hún hafi upplifað uppsögnina sem atlögu að starfsheiðri sínum. Þá hafi ósk hennar um fundi verið virt að vettugi, hún þurft að sæta því að tekin væru af henni mannaforráð þrátt fyrir óbreytta verkefnastöðu og hún hafi upplifað sig hlunnfarna af hálfu æðstu stjórnenda SÍ er hafi vart virt hana viðlits. Öllum þessum málsástæðum sé hér hafnað. Opinberir starfsmenn geti ekki gert ráð fyrir því að starf þeirra verði ætíð óbreytt, enda sé mælt fyrir um það í lögum að þeir geti þurft að una því að breytingar verði á störfum þeirra eða að þeim verði sagt upp störfum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Uppsögn stefnanda hafi verið liður í víðtækum skipulagsbreytingum hjá SÍ sem staðfestar hafi verið af stjórn SÍ. Í tengslum við þær breytingar hafi 14 stjórnendum verið sagt upp störfum og stefnandi verið ein af þeim. Uppsögnin hafi þannig á engan hátt tengst persónu stefnanda. Leitast hafi verið við að koma til móts við þá sem orðið hafi fyrir skipulagsbreytingunum, m.a. með því að bjóða þeim ný störf og fundi með forstjóra, mannauðsstjóra, o.fl. Stefndi hafni því að stefnandi hafi þannig mátt þola auðmýkingu í starfi vegna breytinganna, en gætt hafi verið fyllsta meðalhófs með því að bjóða henni annað starf, sem hún hafi þegið. Starf stefnanda og ábyrgð hafi breys t verulega við þetta en í því hafi ekki falist nein atlaga gegn æru eða persónu stefnanda. Fullyrðingar um að óskir stefnanda um fundi til að ræða fyrirkomulag starfa eða mögulegan flutning á milli sviða/deilda hafi verið virtar að vettugi eigi ekki við rö k að styðjast. Forstjóri SÍ, mannauðsstjóri og sviðsstjóri réttindasviðs hafi ítrekað rætt við stefnanda og hún m.a. verið hvött til að sækja um lausar stöður í öðrum deildum en það hafi hún ekki gert. Stefnanda hafi verið boðið að taka að sér starf sem ve rkefnastjóri í heilbrigðisþjónustudeild. Á fundum með stefnanda hafði hins vegar komið fram að hún hefði áhuga á að starfa í Eftirlitsdeild sem sé á þjónustusviði. Í minnispunktum af fundi með sviðsstjóra réttindasviðs og mannauðsstjóra með stefnanda, dags . 18. febrúar 2021, komi fram að stefnandi hafi verið hvött til að setja sig í samband við deildarstjóra eftirlitsdeildar og sviðsstjóra þjónustusviðs ef hún hefði áhuga á starfi í eftirlitsdeild, sem þá hafi verið fyrirsjáanlegt að myndi losna. Í minnispu nktunum komi fram að stefnandi hafi lagt sérstaka áherslu á að launkjör skiptu miklu máli, en að starfið í eftirlitsdeild hafi verið starf sérfræðings 3 og því lægra launað en starf hennar sem verkefnisstjóra í heilbrigðisþjónustudeild. Hinn 19. febrúar 20 21 hafi mannauðsstjóri SÍ svo sent tölvupóst og þar vísað til fundarins daginn áður. Hafi mannauðsstjórinn upplýst stefnanda um það að auglýsing vegna starfs sérfræðings í eftirlitsdeild myndi birtast sama dag og hvatt stefnanda til þess að sækja um starfi ð. Einnig hafi henni aftur verið bent á það að hafa samband við stjórnendur eftirlitsdeildar og þjónustusviðs ef hún hefði áhuga á starfinu. Í tölvupósti 13 mannauðsstjóra til stefnanda, dags. 22. febrúar 2021, hafi mannauðsstjóri getið þess að ákveðið hefði verið að auglýsa starfið þar sem ljóst hafi verið að töluverður áhugi væri á starfinu innanhúss og út frá sjónarmiðum um jafnræði hafi verið talið nauðsynlegt að fara í formlegt ráðningarferli og auglýsa starfið á Starfatorgi. Mannauðsstjórinn hafi einnig nefnt í þessum pósti að hún hefði upplýst sviðsstjóra þjónustusviðs um að stefnandi hefði hugsanlega áhuga á starfinu og hvatt stefnanda til að sækja um það. Tekið hafi verið fram að stefnandi sem lyfjafræðingur með sinn bakgrunn ætti að eiga góða möguleik a á að skora hátt í mati miðað við hæfnikröfur. Af samskiptunum megi sjá að stefnanda hafi ekki verið sýnt tómlæti. Þvert á móti hafi hún ítrekað verið hvött til að sækja um starf er losnað hafi í eftirlitsdeild og bent á að hún væri vel hæf í starfið. St efnandi hafi ítrekað verið hvött til að ræða við stjórnendur deildarinnar auk þess sem hún hafi verið upplýst um að mannauðsstjóri hefði rætt um áhuga hennar á starfi innan eftirlitsdeildar við sviðsstjóra þjónustusviðs. Sem dæmi um aðra fundi sem haldnir hafi verið með stefnanda megi nefna þrjá fundi í október 2020 og fundi 3. nóvember 2020 og 18. febrúar 2021. Þar hafi mannauðsstjóri verið einn eða með forstjóra eða sviðsstjóra réttindasviðs. Auk þess að ræða áhuga stefnanda á starfi í eftirlitsdeild hafi á þessum fundum m.a. verið rætt um upplifun stefnanda af skipulagsbreytingunum og líðan hennar, nýtt starf ásamt tilheyrandi starfslýsingu, auk launakjara. Þá hafi stefnandi verið hvött til að sækja um stjórnendastöður er auglýstar hafi verið í tengslum v ið innleiðingu nýs skipurits. Þrátt fyrir ítrekaða hvatningu til að sækja um laust starf í eftirlitsdeild hafi stefnandi valið að taka boði um starf verkefnastjóra. Hinn 5. mars 2021 hafi stefnandi svo ritað undir tilkynningu um breytingu á starfi þar sem segi að hún færist í starf verkefnastjóra. Stefnandi haldi fram að hún hafi þurft að una að tekin væru af henni mannaforráð, þrátt fyrir að verkefnastaðan væri að öðru leyti óbreytt. Sé þessu mótmælt sem röngu. Við skipulagsbreytinguna hafi deildir verið s ameinaðar. Sjúkraþjónustudeild, þar sem stefnandi hafi verið deildarstjóri, hafi verið lögð niður og verkefnin sameinuð verkefnum þriggja annarra deilda. Í sjúkraþjónustudeild hafi starfað 10 starfsmenn í lok árs 2020 en 29 verið í nýju deildinni. Stefnand a hafi verið boðið starf verkefna - stjóra í nýju deildinni er hún hafi þegið en deildarstjóri borið ábyrgð á rekstri hennar. Málaflokkar er haldið hafi verið utan um í sjúkraþjónustudeild 2020 hafi verið margir og útgjöld SÍ vegna þeirra numið yfir 20 mill jörðum króna. Það sé því ljóst að ábyrgð deildarstjóra hafi verið mikil, auk þess sem hún hafi þá farið með mannaforráð. Fullyrðing stefnanda um óbreytta verkefnastöðu sé að mati stefnda fráleit. Þannig hafi í starfslýsingu stefnanda frá 8. janúar 2020 m.a . eftirfarandi verkefni verið tilgreind: verkefnum sem falla undir hana. 14 deildarinnar og ber reglulega að endurmeta skipulag og vinnuferla til að bæta og þróa starfsemi deildarinnar. samráði við sviðsstjóra. Gerir starfsáætlun fyrir hvert komandi almanaksár. Í starfslýsingu stefnanda er tekið hafi gildi 1. janúar 2021 segi hins vegar að um sé að ræða sérfræðingsstarf vegna afgreiðslu reikninga sérgreinalækna, ljósmæðra og sjúkraflutnin gsaðila. Verkefnin er felist í starfinu séu aðkoma að yfirferð og afgreiðslu reikninga, aðkoma að leiðbeiningum til einstaklinga og veitenda heilbrigðisþjónustu, þátttaka í símsvörun og svörun fyrirspurna, samkvæmt nánari ákvörðun deildarstjóra. Stefnandi hafi því hvorki borið ábyrgð á málaflokkunum né starfsmannamálum og ekki lengur þurft að fylgjast með fjárheimildum og sinna áætlanagerð eins og áður. Þegar stefnandi hafi svo tekið við verkefnastjórastöðunni í mars 2021 hafi hún til viðbótar við það sem t ilgreint sé í starfslýsingu frá 1. janúar 2021 tekið við daglegri umsjón vegna þessara verkefna. Hún hafi hins vegar ekki farið með stjórnunarlega ábyrgð eða mannaforráð, eins og komi skýrt fram í síðari starfslýsingunni. Hvað varði fullyrðingar um að stef nanda hafi verið sýnt tómlæti af hálfu æðstu stjórnenda sé því mótmælt sem röngu. Þvert á móti hafi ítrekað verið fundað með stefnanda þar sem farið hafi verið yfir málið. Þá hafi henni margoft verið boðin frekari samtöl með mannauðsstjóra auk þess sem hen ni hafi verið boðið starf verkefnastjóra. Þá hafi stefnanda verið boðið að leita til sálfræðings á kostnað stofnunarinnar, ef hún óskaði þess. Þetta komi fram í tölvupósti frá 19. febrúar 2021, sem mannauðsstjóri hafi sent stefnanda í framhaldi af fundi þe irra. Enn fremur segi í tölvupóstinum að sérstaklega hafi verið haft samband við sálfræðistofuna B til þess að kanna hverjir væru þar reyndastir og tryggja að stefnandi fengi sem bestan stuðning. Þegar stefnandi hafi svo síðar óskað eftir launalausu leyfi í eitt ár til að starfa fyrir lyfjaverslun hafi það verið samþykkt. Ekki hafi verið sjálfgefið að SÍ yrði við slíkri ósk, en í viðleitni til að koma frekar til móts við stefnanda hafi verið ákveðið að fallast á hana. Sé fráleitt að halda fram að æðstu stjó rnendur hafi vart virt stefnanda viðlits. Með hliðsjón af öllu framansögðu telji stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að ákvörðun SÍ um uppsögn hennar hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnanda í skilningi 26. gr . skaðabótalaga. Í öllu falli sé þá ljóst að miskabótakrafa stefnanda sé of há og í engu samræmi við dómaframkvæmd. Verði fallist á réttmæti miskabótakröfu sé krafist verulegrar lækkunar á fjárhæðinni. Að öðru leyti en hér að framan greinir sé málatilbúnað i stefnanda mótmælt í heild sinni. Beri samkvæmt öllu framansögðu að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. 15 Niðurstaða Málavextir eru í megindráttum óumdeildir, auk þess sem álitaefni í málinu hafa skýrst frekar undir rekstri þess. Í því sambandi má fyrst nefna að leitað var álits EFTA - dómstólsins um annars vegar skýringu á því hvort mögulega mætti líta á stjórnarmenn hjá skilningi i - liðar 1. mgr. 1. gr. tilskipunar nr. 98/59/EB um samræmingu laga um hópuppsagnir, er innleidd hefur verið inn á EES svæðið, svo sem rakið hefur verið. Hins vegar v ar leitað álits um það hvort ákvæði 6. gr. sömu tilskipunar fæli í sér einhverjar aðrar eða frekari kröfur en þær að EES - aðildarríkin mæli almennt fyrir um skaðabótaskyldu í lögum vegna brota á reglum tilskipunarinnar. Liggur nú fyrir ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins frá 20. nóvember 2024 í máli hans nr. E - 3/24, sem tekið verður mið af. Ljóst er að túlkun á þessum ákvæðum tilskipunar nr. 98/59/EB hefur afgerandi þýðingu fyrir túlkun á annars vegar 1. gr. en hins vegar 11. gr. laga nr. 63/2000 um hópuppsagni r, sem reynir öðru fremur á í máli þessu, þar sem deilt er um annars vegar hvort stefnanda hafi verið sagt upp í hópuppsögn en hins vegar hvort og hvers lags skaðabótaskylda hafi þá stofnast við annmarka á því ferli, en síðara álitaefnið kemur hér ekki til álita nema um hópuppsögn hafi verið að ræða. Auk framangreinds liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 3/2024 frá 18. september sl., þar sem skýrt hefur verið að lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir taki til slíkrar réttarverndar fyrir opinbera starfsmenn með því að almenn undanþága varðandi þá í tilskipun nr. 98/59/EB hafi ekki verið tekin upp í lög nr. 63/2000. Er því ljóst að lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir gilda fullum fetum um opinbera starfsmenn. Fyrir dómi gáfu vitnaskýrslur fyrrum forstjó ri SÍ, fyrrum starfsmannastjóri SÍ, sem og yfirmaður þess sviðs innan SÍ er stefnandi heyrði undir þegar hún starfaði þar. Svo sem að framan greinir er óumdeilt lykilatriði í máli þessu hvort skilyrði í lögum nr. 63/2000 um hópuppsagnir eigi yfirleitt við um það tilvik sem hér um ræðir, sbr. skilyrði í b - lið 1. mgr. 1. gr., sbr. 2. mgr., laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir. Ræðst það hvort hér hafi verið um hópuppsögn að ræða óumdeilt af því hvort telja hafi mátt stjórnarmenn SÍ með í heildarstarfsmannafjölda SÍ þegar stefnanda og 13 öðrum stjórnendum var sagt þar upp störfum í framangreindum skipulags - breytingum 29. september 2020. Fyrir liggur að við umræddar uppsagnir hafi SÍ ekki talið lög nr. 63/2000 eiga við, en í öllu falli miðað heildarstarfsmannafjöld ann við fjölda manns á launaskrá og stjórnar - og nefndarmenn SÍ því verið taldir með. Leiddi þetta til þess að heildarstarfsmannafjöldinn var talinn vera 143 alls, en ekki 138 eins og ef fimm stjórnarmenn í stjórn SÍ hefðu ekki verið taldir með. Ekki er de ilt um að miða beri hér við eftirfarandi reglu b - liðar 1. mgr. 1. gr., sbr. 2. mgr. laga nr. 63/2000 . 16 Lög þessi gilda um hópuppsagnir atvinnurekanda á starfsmönnum af ástæðum sem ekki tengjast hverjum einstökum þeirra þegar fjöldi starfsmanna sem s agt er upp á 30 daga tímabili er: b. að minnsta kosti 10% starfsmanna í fyrirtækjum sem venjulega hafa hið minnsta 100 starfsmenn en færri en 300 starfsmenn í vinnu, Við útreikning á fjölda þeirra sem sagt er upp skv. 1. mgr. skal litið á uppsögn ráðningarsamnings einstakra starfsmanna sem jafngilda hópuppsögnum að því Er því ljóst að mat á því hvort fylgja hafi þurft sérstökum málsmeðferðarreglum samkvæmt II. kafla laga nr. 63/2000 um h ópuppsagnir, sem lúta að upplýsingum og samráði, í hér umræddu tilviki ræðst alfarið af því hvort telja hafi mátt fimm stjórnarmenn SÍ með í heildarstarfsmannafjölda SÍ, eins og gert var, eða ekki. Dómurinn telur þá liggja ljóst fyrir í málinu að umræddu f erli um hópuppsagnir hafi ekki verið fylgt, en SÍ hafði haft visst samráð við VMST er taldi ekki þörf á slíku ferli. Hugtakið starfsmaður er ekki skýrt í lögum nr. 63/2000 eða í lögskýringargögnum lögunum hlýtur öðru frá 20. júlí 1998 um samræmingu aðildarríkjanna um hópuppsagnir. Fyrir liggur að í lögum nr. 63/2000 er tekið mið af innleiðingu tilskipunarinnar á EES - svæðinu og þau voru sérstaklega sett í því skyni, sbr. 14. gr. laganna. Enn fremur liggur fyrir að umrætt - rétti, sjálfstæða og samræmda merkingu er ráðist hefur m.a. af dómaframkvæmd Dómstóls ESB. Er þet ta ítarlega útskýrt í ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins nr. E - 3/24 vegna þessa máls, en einnig í áliti Umboðsmanns Alþingis (UA) í máli nr. 11320/2021, frá 24. júní 2022, er varðaði kvörtun þriggja af framangreindum 14 fyrrum stjórnendum hjá SÍ sem sagt va r upp. Eins og rakið er í ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins í málinu, og í téðu áliti UA, liggur fyrir að umrædd lög nr. 63/2000 verði í ljósi framangreinds, og þá með vísan til 3. gr. laga nr. 2/1993, og almennra sjónarmiða um sjálfstæða og samræmda skýr ingu EES - reglna, skýrð til samræmis við efni tilskipunar nr. 98/597EB. Sé tekið mið af því er ljóst að dómaframkvæmd sú sem liggur fyrir varðandi hugtakið hlutlæga sjónarhorn að einkum verði þar að taka mið af raunverulegum réttindum og skyldum viðkomandi einstaklings í starfssambandi hans við atvinnurekanda. Fyrir liggur að samkvæmt dómaframkvæmdinni er jafnan litið til þess hvort u sambandi, það er að einstaklingur hafi yfir tiltekið tímabil veitt lögaðilanum þjónustu, þar sem hann lýtur boðvaldi 17 annarra, og fær greidda þóknun fyrir. Þá liggur enn fremur fyrir að stjórnarmenn í háttar greiningu talist vera nokkurs konar undirmenn innan vébanda lögaðilans. Er því ljóst að meta þarf hér sérstaklega stöðu hinna fimm stjórnarmanna hjá SÍ í þessu tilliti og taka þá sérstaklega mið af 6. gr. laga nr. 112/200 8 um sjúkratryggingar, eins og rakið er í áliti UA í máli nr. 11320/2021. Þar komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að þótt stjórnarmenn SÍ, sem skipaðir væru af heilbrigðisráðherra, teldust leggja fram vinnu gegn þóknun frá SÍ vegna starfans í þágu SÍ væ ri staða þeirra sú að þeir lytu í starfinu ekki boðvaldi nokkurs innan SÍ og væru m.a. óháðir forstjóra. Gætu stjórnarmenn SÍ því ekki talist vera starfsmenn SÍ í skilningi laga nr. 63/2000, er leiddi aftur til þess að borið hefði að fylgja málsmeðferðarre glum um hópuppsagnir, þar sem hlutfall þeirra er sagt var upp fór þá ótvírætt yfir fyrrgreint 10% mark. Ljóst er, og skýrðist enn frekar við málflutning, að ágreiningur málsaðila í þessu tilliti snýr nú einkum að því hvort umræddir fimm stjórnarmenn hjá SÍ geti fallið undir þeir hafi lotið boðvaldi í umræddum störfum sínum sem stjórnarmenn hjá SÍ. Vísar stefnandi þá einkum til álits UA í máli nr. 11320/2021 og telur ljó st að líta verði til þess að stjórnarmenn í SÍ geti ekki talist hafa lotið boðvaldi nokkurs aðila innan SÍ, þar sem heilbrigðisráðherra sem skipar þá geti ekki talist tilheyra SÍ. Vísar stefnandi þá til þess að líta verði til 6. gr. laga nr. 112/2008 um sj úkratryggingar um samband stjórnarmanna og SÍ og 25. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en á grundvelli þeirra teljist stjórnarmennirnir sjálfstæðir í störfum sínum, þeir veiti ekki þjónustu eftir leiðbeiningum eða undir boðvaldi annarra aðila innan SÍ og ekki sé hægt að víkja stjórnarmönnunum úr starfi hvenær sem er án takmarkana. Stefndi vísar hér hins vegar til þess að eins og ráða megi af ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins, er aflað hafi verið vegna málsins, geti ekki haft þýðingu við þetta mat að heilbrigðisráðherra, sem skipi alla stjórn SÍ að vild sem svokallaða ráðherrastjórn, sé - dómstólinn álitinu aðeins til boðvalds tengt því hvort þeir teljist nægilega óháðir. Vísar stefndi þá til þess að í 4. gr. laga nr. 63/2000 komi fram að lögin gildi án tillits til þess hvort ákvörðun um hópuppsagnir sé tekin af atvinnurekanda sjálfum eða fyrirtæki sem sé í ráðandi stöðu gagnva rt honum. Fyrir liggi, að mati stefnda, að þótt stjórnarmenn SÍ njóti nokkurs svigrúms þegar þeir sinni verkefnum sínum lúti þeir stjórn og eftirliti heilbrigðisráðherra, sem líkja megi þá við stjórn, hluthafafund eða eftirlitsstjórn. Ráðherra geti þannig hvenær sem er vikið stjórnarmönnum SÍ úr starfi og þeir beri því ábyrgð gagnvart aðila sem þeir hafi enga stjórn yfir og beri því í raun skylda til þess að taka ákvarðanir í samræmi við væntingar ráðherranns en að öðrum kosti geti ráðherra vikið þeim úr st jórninni í skjóli vantrausts. 18 Sé litið til álits EFTA - dómstólsins í máli nr. E - 3/24, þar sem leitað var svara við framangreindu álitaefni kemur þar eftirfarandi fram í svari við spurningu nr. 1. ingi tilskipunar 98/59/EB frá 20. júlí 1998 um samræmingu laga aðildarríkjanna um hópuppsagnir, ef þeir, yfir tiltekið tímabil, veita lögaðilanum þjónustu þar sem þeir lúta boðvaldi Sé litið til framangreinds og þess e r kemur fram í hinu ráðgefandi áliti í tengslum við framangreint álitaefni virðist EFTA - dómstólinn þar gefa landsdómstólnum þær leiðbeiningar að framangreind skilyrði, þ. á m. um það að lúta boðvaldi annarra, séu þess eðlis að eðli umrædds ráðningarsamband s að landsrétti, þ.e. form þess, skipti ekki máli við matið, og því sé t.d. ekki unnt að fallast á það að stjórnarmenn SÍ geti í hinum venjulega skilningi hugtaksins, sbr. 35. 37. mgr. í áliti EFTA - dómstólsins. Þá slær EFTA - dómstólinn því föstu í 38. mgr. álitsins að augljóst sé m.t.t. beiðni landsdómstólsins að stjórnarmenn SÍ veiti ákveðna þjónustu yfir tiltekið tímabil gegn þóknun. Aðalatriði verði því að teljast hv Enn fremur er síðan rakið í 39. 42. mgr. ráðgefandi álitsins að að því marki sem óvissa kunni að vera um skilyrðið um boðvald annarra þurfi að taka mið af öllum þáttum og aðstæðum sem einkenna umrætt samband aðila, það er aðstæðum við ráðningu, eðli verkefna sem viðkomandi eru falin, í hvaða samhengi verkefnin hafi verið innt af hendi, umfang valdheimilda, að hversu miklu leyti hafi verið haft eftirlit með vinnunni og hvernig megi síðan víkja viðkomandi frá st örfum sem slíkum. Stjórnarmenn er sinna slíku starfi eftir leiðsögn eða undir stjórn annars aðila innan félags, og gerlegt er að víkja úr starfi hvenær sem er án takmarkana, fullnægi þá að ómaframkvæmdar. Vísar EFTA - dómstólinn þá til þess að það sé landsdómstólsins að meta frekar hér umrædd skilyrði um boðvald annarra. Þó beri að horfa sérstaklega til þess markmiðs tilskipunarinnar að veita launþegum ríkari vernd þegar um hópuppsagnir er að ræða og verður það hér útfært þannig að ekki beri að túlka þröngri skýringu hugtakið - lið 1. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar, sbr. 45. 46. mgr. ráðgefandi álitsins. Sé þá í ljósi framangreinds litið til stöðu umræddra stjórnarmanna í SÍ, þ.e. hv ort þeir geti talist lúta boðvaldi annarra og teljist þá til stafsmanna í skilningi laga nr. laga nr. 63/2000, fjallar um stjórn SÍ í lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 og með síðari breytingum. Er þar í 4. gr. laganna mælt fyrir um það að ráðherra far i með yfirstjórn sjúkratrygginga og samningsgerð um heilbrigðisþjónustu og aðra aðstoð samkvæmt lögum þessum, og yfirstjórn sjúkratryggingastofnunarinnar. Enn fremur er fjallað sérstaklega í 6. gr. laganna um stjórn SÍ, en þar segir: 19 menn í stjórn sjúkratryggingastofnunarinnar og skal einn skipaður formaður stjórnar og annar varaformaður. Skipaðir skulu jafnmargir menn til vara. Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim og situr forstjóri fundi stjórnarinnar með málfrels i og tillögurétti. Ráðherra setur stjórninni erindisbréf og ákveður þóknun til stjórnarmanna sem skal greidd af rekstrarfé stofnunarinnar. Stjórn sjúkratryggingastofnunarinnar skal staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma. Formaður stjórnar sjúkratryggingastofnunarinnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi hennar og gera honum viðvart ef starfsemi og þjónusta er ekki í Eins og ráða má af framangreindu telst stjórn SÍ sem lögin mæla fyrir um í reynd mm stjórnarmennirnir sitja þar eftir tilnefningu og að skipan ráðherra, en stofnunin sem slík virðist samkvæmt lögunum vera undirstofnun heilbrigðisráðuneytisins og heyrir þá beint undir það. Þó svo að stjórnarmennirnir virðist hafa nokkuð rýmra svigrúm í störfum sínum fyrir SÍ en aðrir, og þá einkum gagnvart forstjóra SÍ, verður ekki annað ráðið en að þeir lúti engu að síður boðvaldi ráðherra í verulegum efnum og sitji sem slíkir í skjóli hans. Með hliðsjón af leiðbeiningum EFTA - dómstólsins um það að túlk a beri hugtakið - rýmkandi lögskýringu, þegar um jaðartilvik er að ræða, fellst dómurinn á það með stefnda að umræddir fimm stjórnarmenn í SÍ falli undir skilgreiningu á hug takinu umrædd hugtaksskilyrði um það að hafa veitt lögaðilanum þjónustu yfir tiltekið tímabil þar sem þeir lúta boðvaldi annarra og gegn greiðslu þóknunar. Verður þv í með hliðsjón af framangreindu fallist á með stefnda að í hér umræddu tilviki, það er í tengslum við uppsögn stefnanda og 13 annarra stjórnenda hjá SÍ, 29. september 2020 hafi SÍ ekki borið lagaskylda til þess að virkja sérstakar málsmeðferðarreglur í II. kafla laga um hópuppsagnir nr. 63/2000, svo sem stefnandi hefur byggt hér á, þar sem ekki þykir vera sýnt fram á að sagt hafi verið upp a.m.k. 10% af heildarstarfsmannafjölda stofnunarinnar SÍ, sem er skilyrði þessa. Af framangreindu leiðir að ekki þykja koma til frekari álita kröfur stefnanda í máli þessu um skaðabætur og miskabætur sér til handa, sbr. 11. gr. laga nr. 63/2000, þar sem líta verður svo á að þær kröfur hafi, eins og þær liggja hér fyrir, alfarið grundvallast á ætluðu ólögmæti hvað varðar fr amkvæmdina af hálfu stefnda í tengslum við uppsögn stefnanda, í ljósi laga nr. 63/2000, sem nú hefur verið hafnað. 20 Í ljósi alls framangreinds verður niðurstaða máls þessa því sú að sýkna beri stefnda af dómkröfum stefnanda í máli þessu. Hvað varðar málskos tnað á milli aðila telur dómurinn rétt, með hliðsjón af atvikum öllum, að hann verði látinn niður falla. Hvað varðar fyrirvara stefnanda um gjafsókn hennar fyrir EFTA - dómstólnum hefur stefnandi upplýst dóminn um að ekki tókst að afla gjafsóknarleyfis í því skyni þrátt fyrir ákvæði 4. gr. laga nr. 21/1994. Málið flutti fyrir stefnanda Elías Karl Guðmundsson lögmaður, en fyrir stefnda flutti málið Jóhanna Katrín Magnúsdóttir lögmaður. Dómsuppsaga í málinu hefur dregist, einkum þar sem að beðið var úrlausna r um gjafsóknarleyfi, en gætt var í því sambandi skilyrða í 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af dómkröfum stefnanda, A , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Pétur Dam Leifsson