Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 30 . október 2025 Mál nr. S - 6616/2024 : Héraðssaksóknari ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Norbert Walicki ( Snorri Sturluson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 10. október sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðs - saksóknara 1. nóvember 2024 , á hendur Norbert Walicki, kennitala , , Reykjavík, fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa skömmu eftir miðnætti föstudaginn 9. júní 2023, á gistiheimili við í , fyrirvara laust og með ofbeldi lagt til A með eldhúshníf með 18,5 cm löngu hnífs blaði og skorið hann þvert yfir framanverðan háls me ð þeim afleiðingum að A hlaut skurð á hálsi sem sauma þurfti saman en með háttseminni reyndi ákærði að svipta A lífi. Telst þetta varða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar o g greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. I Málsatvik Samkvæmt frumskýrslu lögregl u barst lögreglu tilkynning laust eftir miðnætti aðfaranótt föstudagsins 9. júní 2023, um að ráðist hefði verið á mann og hann skorinn á háls að . Þegar lögregla kom á vettvang var árásarþolinn A þar og hélt hann um hálsinn. Var hann fluttur án tafar á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar. Var lögreglu tjáð að árásaraðilinn, ákærði í máli þessu, hefði verið læstur inni í reykherbergi. Var hann færður í handjárn og fluttur á lögreglustöð. 2 Lögreglan ræddi við vitnið B á vettvangi. Kvað hann hafa k omið upp ágreining fyrr um kvöldið milli ákærða og brotaþola vegna rusls sem ákærði hefði skilið eftir í eldhúsaðstöðunni. Kvaðst hann síðan hafa verið í reykherberginu nokkru síðar ásamt brotaþola og vitninu C þegar ákærði hefði gengið inn í herbergið. He fði þá hnífur dottið úr annarri buxnaskálm hans. Ákærði hefði hins vegar haldið á öðrum hníf og hefði komið aftan að brotaþola og skorið hann háls að framanverðu. Hefði hann síðan lyft hnífnum eins og hann ætlaði að stinga brotaþola. Hann kvaðst hins vegar hafa náð að yfirbuga ákærða ásamt C og D og hefðu þeir tekið af honum hnífinn. Hefðu þeir síðan læst ákærða inni í herberginu. Lögreglan ræddi við vitnið C á vettvangi. Hann kvaðst hafa verið ásamt brotaþola og vitninu B í reykherberginu þegar ákærði he fði gengið þar inn. Hefði hnífur dottið úr buxnaskálm hans. Hann hefði haldið á öðrum hníf og skorið brotaþola á háls með honum. Tekin var skýrsla af brotaþola hjá lögreglu á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Kvað hann þar árás ákærða hafa verið án fyrir vara. Kvaðst hann hafa verið í reyk - herberginu ásamt vinum sínum þegar ákærði hefði komið þar inn. Hefði hann heyrt eitt - hvað detta í gólfið og snúið sér við og séð hníf á gólfinu. Hefði ákærði þá hreyft höndina snöggt í áttina að sér og hefði hann þá fund ið til í hálsinum og lagt höndina á hálsinn. Hefði hann síðan séð blóð á höndum sínum. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu 12. júní 2023. Hann kvað deilur við ákærða hafa byrjað í sameiginlegu eldhúsi. Hefði hann bent honum á að fara út með rusl sem lykta ði illa. Hefði ákærði brugðist illa við og kallað hann ljótum nöfnum á rússnesku. Um einni eða tveimur klukkustundum síðar kvaðst brotaþoli hafa farið inn í reykherbergi ásamt B , landa sínum, og pólskum strák að nafni C . Þar hefði ákærði verið. Kvaðst brotaþoli hafa boðið honum sígarettu, enda hefði hann ekki talið neitt illt vera á milli þeirra. Ákærði hefði neitað og yfirgefið herbergið. Skömmu síðar hefði hann komið aftur í herbergið en brotaþoli hefði þá snúið baki í dyrnar. Kvaðst hann hafa heyrt eitthvað falla í gólfið, hefði heyrt að vitnið B hefði kallað hnífur, snúið sér að hluta við og þá fundið þegar hann var skorinn á háls. Kvaðst brotaþoli ekki gera sér grein fyrir hvort ákærði hefði staðið beint fyrir aftan sig eða á hlið, þetta hefði gerst svo hratt og fyrir - varalaust. Kvaðst hann hafa gripið um hálsinn en það hefði blætt töluvert úr honum. Vitnið B gaf skýrslu hjá lögreglu 12. júní 2023. Hann kvað einhverjar deilur hafa verið milli ákærða og brotaþola. Kva ðst hann hafa reynt að túlka fyrir þá þar sem brotaþoli talaði ekki ensku. Hefðu deilurnar snúist um rusl sem ákærði hefði borið ábyrgð á. Þetta hefði gengið yfir. Þeir hefðu hins vegar hist aftur um klukkustund síðar og hefði brotaþoli þá boðið ákærða síg arettu sem hann hefði ekki þegið heldur yfirgefið herbergið. Ákærði hefði síðan ekki löngu síðar komið aftur í herbergið og kvaðst hann þá hafa séð hvar hnífur datt úr buxum hans. Í sömu andrá hefði hann ráðist að brotaþola með annan hníf í hendi. Kvaðst h ann hafa séð blóð koma úr brotaþola í kjölfarið. Ákærði hefði þá 3 hafið hnífinn á loft eins og hann ætlaði að stinga brotaþola en vitnið hefði þá ásamt pólskum strák að nafni C stokkið á manninn og yfirbugað hann. Þeir hefðu tekið af honum hnífana og lokað hann inni í herberginu þar til lögreglan hefði komið. Vitnið C gaf skýrslu hjá lögreglu 16. júní 2023. Hann kvaðst hafa verið í reykherberginu að reykja ásamt fleirum þegar ákærði hefði komið þarna að. Hafi þeir sem hafi verið með honum boðið honum sígare ttu en hann ekki þegið hana og farið út. Hann hefði síðan komið til baka og þegar hann hefði staðið í dyragættinni hefði eitthvað þungt dottið í gólfið. Hefðu þeir síðar séð að það var hnífur. Hann hefði hins vegar verið með annan hníf falinn inni í hendin ni og skyndilega hefði hann brugðið honum að hálsi brotaþola. Hann hefði ásamt öðrum á staðnum í kjölfarið afvopnað ákærða og lokað inni í herbergi. Vitnið D gaf skýrslu hjá lögreglu 12. júní 2023. Hann kvaðst hafa verið staddur í eldhúsinu þegar brotaþol i og ákærði hefðu farið að deila um rusl sem hefði verið farið að lykta illa. Síðar, þegar þeir hefðu verið búnir að borða og ganga frá eftir matinn, hefðu þeir verið í reykherberginu. Hann hefði vikið frá en komið til baka þegar átökin hefðu verið afstaði n og aðstoðað við að loka manninn í herberginu. Ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu 9. júní, daginn eftir umrædda atburði sem gerðust aðfaranótt þess dags. Hann kvað hóp manna hafa verið með læti á ganginum þar sem hann byggi og hefði hann farið til þei rra til að fá þá til þess að vera ekki með læti. Þá hefði hann fengið högg frá þeim í andlitið. Eftir þetta muni hann ekki hvað hafi gerst en muni þó að hann hafi verið með hníf til að verja sig. Honum var kynnt að hann væri grunaður um að hafa veitt brota þola lífshættulegan áverka og kvaðst hann þá hvorki neita né játa sök, hann hefði verið að verja sig. Ákærði gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 20. júní 2023. Hann kvaðst þá hafa farið fram í umrætt sinn vegna hávaða sem hefði borist til hans. Þar hefðu veri ð fyrir sjö menn og hefði brotaþoli slegið hann tveimur höggum í andlitið. Kvaðst hann þá hafa farið í herbergið sitt og náð í tvo hnífa, sem hann hefði haft hvorn í sinni hendinni. Hann hefði síðan farið fram aftur. Hefði hann notað hnífana til að leggja áherslu á að þeir ættu ekki að sýna honum virðingarleysi og til þess að verja sig frekari höggum. Einhverjir mannanna hefðu tekið um handleggi hans í því skyni að ná af honum hnífnum og við það hefði brotaþoli skorist á hálsi. Hann kvaðst í upphafi hafa ha ldið öðrum hnífnum í höfuðhæð brotaþola og því væri sennilegt að hnífurinn hefði farið í hálsinn á honum og hann skorist. Hefði þetta allt gerst í eldhúsinu. Þeir hefðu síðan lokað hann í reykherberginu. Hann hefði gert þetta til að þeir myndu ekki ráðast að honum aftur. Aðspurður um hvort umræddir menn hefðu ógnað honum á nokkurn hátt eða elt hann að herberginu eftir þau upphaflegu átök sem hann lýsti kvað hann svo ekki vera. Hann kvaðst hins vegar hafa upplifað framkomu þeirra sem niðurlægingu. 4 Í kjölfar umræddra atburða voru tekin blóðsýni úr ákærða. Reyndist blóðsýnið innihalda 2,84 af etanóli . Í málinu liggur fyrir læknisvottorð E , sérfræðings í bráðalækningum, vegna brotaþola. Kemur þar fram að brotaþoli hafi verið með skurð þvert framan á hálsi sem ekki hafi reynst vera hættulegur áverki. Hann hafi hins vegar verið nálægt mörgum lífsnauðsynlegum líffærum sem hefðu getað skaddast og valdið lífshættulegum áverka. II Skýrslur fyrir dómi Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa verið mjög drukkinn í umrætt sinn. Hefði hann séð hvar tveir menn hefðu verið á leið í herbergið hans. Hefði hann ekki þekkt þá. Hefði hann ekki vitað hvað þeir vildu og byrjað að spjalla við þá. Hefðu þeir verið reiðir og öskrað á hann og annar hefði slegið hann í andlitið. Hefði hann í k jölfarið farið í herbergið sitt og velt fyrir sér af hverju þetta hefði gerst. Hefði hann síðan ákveðið að fara til baka og tekið með sér hníf til að vera öruggari. Þegar hann hefði komið fram á ganginn hefði hann heyrt mann öskra. Hefði sá maður tekið í h önd hans og þá hefði orðið slys. Hann hafi ekki ætlað að særa neinn eða drepa. Hann hefði sveiflað hnífnum í áttina að þessum mönnum en hann teldi að það hefði verið vegna þess að annar mannanna hefði tekið í hönd hans. Kvað hann hafa verið um að ræða silf urlitaðan eldhúshníf. Kvaðst hann ekki vita nákvæmlega hvernig þetta hefði gerst. Aðspurður um hvort hann hefði mögulega haft fleiri hnífa með sér kvað hann það geta verið. Hann hefði tekið hnífana með sér til að hræða umrædda menn. Aðspurður um hvers vegn a hann hefði ekki verið í herbergi sínu eftir þau átök sem hann lýsti við umrædda menn, í stað þessa að fara aftur fram með hnífa meðferðis, kvaðst hann ekki geta svarað því. Hann hefði verið í uppnámi. Brotaþoli, A , sem gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum fj arfunda búnað, kvaðst hafa verið að reykja í reykherbergi í umrætt sinn þegar ókunnugur maður hefði skyndilega komið þar inn og beitt hníf gegn sér. Þeir hefðu ekki átt nein samskipti fyrir þetta. Þetta hefði gerst mjög hratt þannig að hann hefði ekki náð að snúa sér við. Í kjölfar árásarinnar hefðu menn sem hefðu verið á vettvangi yfirbugað árásarmanninn. Hann kvaðst muna eftir deilum milli íbúa hússins vegna rusls en kvaðst ekki vita hvort deilurnar hefðu verið við þennan mann. Aðspurður um þann framburð sinn hjá lögreglu að hann hefði náð að snúa sér áður en hann hefði verið skorinn kvað hann þetta hafa gerst mjög hratt. Hann hefði kannski náð að snúa sér til hálfs en hann telji þó ekki. Kvaðst hann telja að hann myndi atvik betur nú en þegar hann gaf ský rslu hjá lögreglu. Að spurður um áverkana sem hann hlaut við árásina kvaðst hann enn finna til þegar hann kyngdi. Vitnið B , sem gaf skýrslu fyrir dómi gegnum fjarfundabúnað, kvaðst hafa búið að ásamt fleirum. Hefðu þar verið menn frá og . Umrætt kvöld hefði einn hinna verið mjög drukkinn og hefði verið mikið drasl í kringum hann. Hefði A , 5 brotaþoli, sagt við hann að hann ætti ekki að ganga svona um þar sem fleiri en hann byggju þarna. Hefði maðurinn farið í herbergið sitt eftir þetta. Allnokk ru síðar hefði hann ásamt brotaþolanum A , D og C , verið að reykja í reykherberginu. Hefði A snúið bakinu í dyrnar en hann sjálfur hefði snúið að þeim. Hefðu dyrnar þá skyndilega opnast og maðurinn gengið þar inn. Hefði hnífur dottið í gólfið. Kvaðst hann h afa hrópað hann hefur hníf en maðurinn hefði verið með annan hníf og hefði án fyrirvara skorið A í hálsinn. Hefði A ekki náð að snúa sér við og hefði því ekki náð að verja sig. Vitnið kvaðst hafa tekið hnífinn af manninum, ásamt D og C , og lokað hann inni í herberginu. Þeir hefðu síðan hringt á sjúkrabíl og lögreglu. Vitnið D , sem gaf skýrslu fyrir dómi gegnum fjarfundabúnað, kvaðst hafa búið á umræddu gistiheimili ásamt fleirum. Einn þeirra sem þar hefðu búið hefði skilið eftir drasl um allt dag eftir dag. Hefðu hann og fleiri ákveðið að ræða við þennan mann og fengið fólk til að túlka fyrir sig. Hefðu þeir útskýrt fyrir honum að ekki mætti skilja eftir drasl úti um allt, m.a. þar sem þeir borðuðu. Hefði maðurinn brugðist reiður vi ð, öskrað á þá að þeir væru ekki yfirmenn hans og farið inn til sín. Um klukkustund síðar kvaðst vitnið hafa farið í herbergið sitt. Hefði nokkru síðar verið bankað á hurðina. Hefði þar verið um að ræða þennan mann. Hefði hann spurt hvar hinir væru og hefð i hann sagt manninum að þeir væru í reykherberginu. Eftir fimm mínútur hefði hann heyrt raddir og farið fram og þá heyrt öskur og læti. Hefði honum verið sagt að A hefði verið skorinn á háls. Kvaðst hann hafa séð hníf á gólfinu. Hefðu hann og fleiri tekið manninn og sett hann inni í herbergi og lokað hann þar inni þar til lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang. Aðspurður um hvort hinir mennirnir hefðu sagt honum hvað hefði gerst kvað hann þá hafa sagt að umræddur maður hefði komið inn í herbergið og náð að sker a A á háls, en hann hefði snúið baki í umræddan mann. F , sérfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, gaf skýrslu fyrir dómi. Hún staðfesti skýrslur sem hún gerði við rannsókn málsins. Kemur þar m.a. fram að blóð hafi fundist á bol, buxum o g skóm ákærða. Þá staðfesti hún að blóð hefði fundist á blaðinu á stórum IKEA - hníf sem fundist hefði á vettvangi. E , sérfræðingur í bráðalækningum, sem ritaði læknisvott orð sem fyrir liggur í málinu gaf skýrslu fyrir dóminum. Aðspurð um hversu miklu hefði mátt skeika til að skurðurinn hefði valdið meira tjóni kvað hún bæði slagæðar og bláæðar vera nálægt honum og ef skorið hefði verið í þær hefði brotaþola blætt hratt út. Hún treysti sér ekki til að fullyrða hversu miklu dýpri skurðurinn hefði þurft að ver a til að verða lífshættulegur en kvað slíka skurði almennt séð til þess fallna að vera lífshættulegir. Lögreglumenn G og H gáfu skýrslu fyrir dómi en ekki er ástæða til að rekja hvað þar kom fram. III. 6 Niðurstaða Ákærða er gefin að sök tilraun til manndrá ps með því að hafa skömmu eftir miðnætti föstudaginn 9. júní 2023, á gistiheimili við í , fyrirvaralaust og með ofbeldi lagt til A með eldhúshníf með 18,5 cm löngu hnífsblaði og skorið hann þvert yfir framanverðan háls með þeim afleiðingum að A hlau t skurð á hálsi sem sauma þurfti saman og hafa þannig reyn t að svipta A lífi. Ákærði gengst við því að hafa valdið þeim áverkum sem brotaþoli hlaut í umrætt sinn en neitar sök í málinu. Hefur hann borið fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að e kki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera brotaþola á háls. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa sótt hnífa í herbergi sitt eftir að hafa verið sleginn af manni, sem þar hefði verið ásamt öðrum mann. Hefði hann sótt hnífana til að vera ö ruggari og til að hræða þessa umræddu menn. Kvaðst hann síðan hafa sveiflað öðrum hnífnum í áttina að þessum mönnum en kvaðst telja að það hefði verið vegna þess að annar mannanna hefði tekið í hönd hans. Kvaðst hann ekki vita nákvæmlega hvernig þetta hefð i gerst. Þessi framburður hans fyrir dómi var ekki að öllu leyti í samræmi við framburð hans hjá lögreglu. Þar kvað hann sjö menn hafa verið með hávaða og að brotaþoli hefði slegið hann tvisvar í andlitið. Þá sagði hann þar að einhverjir þessara manna hefð u reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hefði hnífurinn sennilega farið í háls brotaþola. Brotaþolinn A og vitnið B gáfu að mati dóms ins trúverðugan framburð fyrir dómi. Þá gaf vitnið C skýrslu hjá lög reglu sem var í aðalatriðum á sama veg og skýrslur þeirra, en ekki tókst að hafa uppi á vitninu fyrir aðalmeðferð máls þessa og gaf það því ekki skýrslu fyrir dómi. Verður því skýrsla hans metin með hliðsjón af 3. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í skýrslum þeirra allra kom fram að eftir að ákærði hefði komið með hnífana í reykherbergið, og hefði samkvæmt framburðum vitnisins B fyrir dómi og C hjá lögreglu misst annan á gólfið, hefði hann fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi brotaþola og skorið hann á háls. Eftir það hefði hann síðan verið yfirbugaður. Voru öll vitnin sammála um að atlagan hefði verið skyndileg og að hann hefði án fyrirvara brugðið hnífnum að hálsi brotaþola og þannig skorið hann á háls. Með vísan til umræddra framburða vitnanna, sem dómurinn metur trúverðuga, telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að ákærði hafi í umrætt sinn veist að brota - þola með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Þá telur dómurinn að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til a ð skera brotaþola á háls. V erður ekki annað séð en að ásetningur ákærða til verksins hafi verið styrkur og einbeittur þótt ástand hans megi að einhverju leyti skýra með tilliti til áfengisáhrifa. Það leysir ákærða ekki undan refsiábyrgð, sbr. 17. gr. almen nra hegn ingarlaga. 7 Til að verknaður ákærða verði talin n tilraun til manndráps þarf ákæruvaldið að sýna fram á að ákærði hafi, á verknaðarstundu, ekki aðeins haft ásetning til ofbeldis - verksins heldur hafi ásetningur hans einnig náð til þeirrar afleiðinga r að brotaþoli b iði bana af. Við mat á því er litið til aðdraganda verknaðar og aðstæð na þegar ákærði vann verkið, a fleiðinga árásarinnar, hættueiginleika hennar og þess sem ákærði mátti ætla um þá . Sem fyrr sagði eru framburðir ákærða og vitna ekki samhlj óða um aðdraganda brots ákærða. Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa verið kýldur af brotaþola skömmu áður, en vitnin B og D báru hins vegar að deilur hefðu verið fyrr um daginn milli ákærða og umræddra vitna ásamt brotaþola og vitnisins C . Á sama veg bar brotaþo li í skýrslu sinni hjá lögreglu og fyrir dómi kannaðist hann við slíkar deilur, en mundi ekki hvort ákærði hefði verið sá sem deilt var við. Þegar litið er til umræddra framburða, og þá sérstaklega trúverðugra og samhljóða framburða vitn anna B og D , telur dómurinn að sýnt hafi verið fram á að brotaþoli og um rædd vitni hafi deilt við ákærða í aðdraganda brotsins en ekki að átök hafi þá orðið milli þeirra. Fyrir liggur að ákærði fór í herbergi sitt eftir umræddar deilur og sótti þar tvo hnífa. Sagðist hann fyrir dómi hafa sótt þá til að vera öruggari og til þess að hræða umrædda menn. Fór hann síðan aftur í reykherbergið þar sem hann réðst að brotaþola og lagði til hans með öðrum hnífnum, skyndilega og án fyrirvara. Kemur fram í fyrirliggj - andi læknisvottor ði E , sérfræðings í bráðalækningum, að áverk inn sem brotaþoli hlaut hafi ekki verið hættulegur en hann hefði verið nálægt mörgum lífsnauðsynlegum líffærum sem hefðu getað skaddast og valdið lífshættulegum áverka. Þá sagði hún fyrir dómi að slíkir skurðir á háls væru almennt til þess fallnir að vera lífs hættulegir. Þegar litið er til alls þessa er það niðurstaða dómsins að ákærða hafi ekki getað dulist að við þá snöggu atlögu með hættulegu vopni sem hann beindi að hálsi brotaþola væri lífi brotaþola stefnt í hættu. Lét hann sér afleiðingar brostins í léttu rúmi liggja og réð hending ein að ekki hlutust af alvarlegri áverkar við atlögu ákærða en raun bar vitni. Þá er það niðurstaða dómsins, með vísan til framangreinds, að því fari fjarri að ákærði hafi sýn t fram á að skilyrði 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga um neyðarvörn séu uppfyllt í máli þessu, enda bendir ekkert til að ákærði hafi verið að verjast eða afstýra ólögmætri árás í umrætt sinn. Þá telur dómurinn sömuleiðis að því fari fjarri að ákærði hafi sýnt fram á að uppfyllt séu í málinu skilyrði 2. mgr. 12. almennra hegningarlaga, um að hann hafi farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann hafi orðið svo skel f dur eða forviða að hann hafi ekki fullkomlega gætt sín . Með vísan til framangreinds er ákærði sakfelldur fyrir það brot sem honum er gefið að sök og er það rétt heimfært til refsiákvæða. 8 Ákvörðun refsingar Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst sekur um brot. Við ákvörðun refsingar horfir til þyngingar að um var að ræða alvarlegt og tilefnislaust brot sem beindist gegn lífi og heilsu brotaþola, og hættu legu vopni var beitt. Með vísan til alls þessa og 1., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarla ga verður ákærði dæmdur í fangelsi í fimm ár. Með vísan til 76. gr. í almennum hegningarlögum ber að draga frá refsingu með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði sætt i við rannsókn málsins , eins og nánar greinir í dómsorði. Sakarkostnaður Eftir úrslitu m máls ber ákærða að greiða allan sakarkostnað, samtals 2. 497 .221 krónu r , sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 19/1991, sem skiptist þannig að málsvarnarlaun verjanda hans, Snorra Sturlusonar lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, eru ákveðin 2. 250 .000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og annar sakarkostnaður, samkvæmt yfirliti og framlögðum reikningum, er samtals 247.221 krón a. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigurður Ólafsson saksóknari. Björn Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp dóm þen nan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Norbert Walicki , sæti fangelsi í fimm ár. Til frádráttar refsingu með fullri dagatölu kemur gæsluvarðhald ákærða frá 9. júní til 22. júní 202 3 . Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lög - manns, 2. 250 .000 krónur, og 247.221 krónu í annan sakarkostnað. Björn Þorvaldsson