Héraðsdómur Reykjavíkur         Dómur   2 5 . febrúar 2021       Mál nr.  E - 5062/2020       Handafl ehf.   (Gestur Gunnarsson lögmaður)     g egn     VHM ehf.   ( Sævar Þór Jónsson lögmaður )         Málsmeðferð og  dómkröfur aðila   Mál þetta hefur höfðað með stefnu  áritaðri um birtingu 28. ágúst 2020,   af   Handafl i   ehf. ,  . Stefndi er  VHM ehf.,   .     Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð  20.152.217  kr.  auk dráttarvaxta s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og  verðtryggingu af 7.304.341  kr.  frá 6. maí 2020 til 21. maí 2020, af 14.739.667  kr.  frá  þeim degi til 30. maí 2020, af   19.030.634   kr.   frá þeim degi til 5. júní 2020, af  19.659.488   kr.   frá þeim degi til 6.  júní 2020 og af 20.152.218   kr.   frá þeim degi til  greiðsludags.     Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda   að skaðlausu.      Stefndi krefst aðallega   sýknu að svo stöddu af kröfum stefnanda.      Stefndi krefst þess  til vara  að dómkröfur stefnanda verði  stórlega lækkaðar .     Stefndi krefst þess að   málskostnaður  milli aðila  falli niður.    2       Mál þetta var dómtekið eftir aðalmeðferð þess miðvikudaginn 10. febrúar 2021.   Þær  breytingar hafa orðið á rekstri málsins að stefndi setti fram  þá  kröfu við aðalmeðferð  að h ann yrð i   aðallega sýknaður að svo stöddu, en fram að því var krafan einungis sú  að stefnukröfur yrðu lækkaðar ,   sbr. varakröfu nú. Fyrst nam krafan alls 7.282.283  krónum til lækkunar ,   sbr. greinargerð til dómsins. Við aðalmeðferð málsins var sú  krafa lækkuð niður í  6.642.512 krónur eins og nánar er gerð grein fyrir í niðurst ö ðu  málsins.     Við aðalmeðferð málsins gaf Þorsteinn H. Einarsson fyrirsvarsmaður stefnda skýrslu  og auk hans Skúl i Sigurðsson sem hefur umsjón með bókhaldi stefnda.     Málsatvik   Krafa stefnanda er byggð á níu reikningum   stefnanda   á hendur stefnda vegna þjónustu  sem stefnandi veitti stefnda á grundvelli samnings aðilanna frá 16. janúar 2020 .  Meginefni samning s ins  var   að stefnandi útv egaði stefnda sérhæfða aðstoðarmenn til  smíðavinnu o.fl.      Samkvæmt 2. gr. samningsins var hlutverk stefnanda að miðla starfsmönnum til  stefnda. Starfsmennirnir voru á launaskrá stefnanda og áttu að njóta réttinda og bera  skyldur samkvæmt  íslenskum lögum . Engar launþegaskyldur gagnvart starfs mönnum  skyldu hvíla á stefnda sem verkkaupa.  Samkvæmt  samningi aðila   skyldi  tímavinnutaxti vera 4.500 krónur auk virðisaukaskatts á klukkustund fyrir dag -   og  eftir vinnu . G iltu þessir taxtar   samkvæmt sam ningnum   bæði um sérhæfða  aðstoðarmenn og lærða iðnaðarmenn.      Ráðgert var að starfsmenn myndu   vinna svipaðan tímafjölda   yfir mánuðinn   og aðrir  starfsmenn verkkaup a ,   þ.e. stefnanda,  en þó var einnig gert ráð fyrir vinnu á  laugardögum. Áætlaður tímafjöldi st arfsmanna stefnanda hjá stefnda  var  50 - 58  klukkustundir á viku.  Teki ð  var  fram að ef launataxtar samkvæmt kjarasamningum  hækkuðu þá breyttust tímavinnutaxtar í samræmi við það.  Starf smenn stefnanda  skyldu notast við innstimplunarkerfi til að halda utan um  unna tíma, og  reikning sfærðir tímar   skyldu miðast við   samþykktar   skráningar í slíku kerfi.    3       R eikninga  skildi greiða  tvisvar í mánuði, þ.e. þann 6. og 21. hvers mánaðar samkvæmt  samþykktum vinnuskýrslum. Eindagi reikninga var  ákveðinn   14 dögum síðar.     S tarfsmenn stefnanda munu hafa hafið störf s amkvæmt framangreindu fyrirkomulagi ,   hjá stefnda fljótlega í kjölfar undirritunar samningsins og stefnandi  átt  að senda  reikninga í samræmi við fyrirmæli samningsins.   Reikningar voru  að sögn stefnanda  sendir 21. j anúar, 6. febrúar, 21. febrúar, 6. mars, 21. mars, 6. apríl og 21.  a príl   2020  og  greiddir 3. febrúar, 20. febrúar, 16. mars, 19. mars, 2. apríl, 20. apríl, 30. apríl og  4. maí.      Stefndi vísar til þess að af hálfu stefnanda séu dómkröfur taldar byggðar á r étti  stefnanda til greiðslu samkvæmt framlögðum reikningum, sem séu níu talsins á  tímabilinu 6. maí 2020 til 12. júní 2020. Um sé að ræða reikninga nr. 5280, 5288,  5287, 5283, 2643, 2642, 2641, 2646 og 2658, ásamt fylgiskjölum.     Þann 1. apríl 2020  verður e kki annað ráðið en að orðið hafi   umtalsverðar breytingar á  launataxta starfsmanna stefnanda, í sam r æmi við kjarasamninga Samiðnar og  Samtaka atvinnulífsins, sem undirritaðir voru vorið 2019. Á meðal stærstu breytinga  var upptaka svokallaðs virks vinnutíma,   þar sem starfsmaður í fullu starfi átti að fá  greiddar 37 vinnustundir í viku fyrir fullt starf. Með þessari breytingu varð deilitala  dagvinnutímakaups 160 tímar í stað 173,33 tíma. Við þessa breytingu hækkaði  tímakaup dagvinnu um 8,33%. Með   fram þessu br eytta fyrirkomulagi varð almenn  hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf, sem nam 18.000   kr.   á mánuði.   Stefndi hefur  ekki mótmælt því með rökum að þessar breytingar hafi orðið, en mótmælir áhrifum  þeirra á samningssamband aðila.     Þegar þessar breytingar urðu  á töxtum samkvæmt kjarasamningum breyttust taxtar  samkvæmt samningi aðila   að sögn stefnanda.   Tímavinnutaxti í dagvinnu  hafi  hækkað  úr 4.500 krónum auk virðisaukaskatts í 4.700 krónur auk virðisaukaskatts, eða því  sem nemur 4,4% hækkun. Eftirvinnutaxti h afi   hækkað   úr 4.500 krónum auk  virðisaukaskatts í 5.250 krónur auk virðisaukaskatts, eða því sem nemur 16,67%.  Báðar hækkanir voru  að mati stefnanda  mjög hóflegar og innan við það sem hækkun   4     hefði verið ef hækkun hefði tekið fullt mið af þeim breytingum sem u rðu á kjörum  starfsmanna stefnanda samkvæmt kjarasamningum.   Stefndi telur að þessar hækkanir  hafi verið í andstöðu við samning aðila og jafnframt að óheimilt hefði verið að  innheimta sérstaklega   fyrir yfirvinnu   þ.e.   5.250 krónur  auk   virðisaukaskatts.  Þá ha fi  breytingar þær sem samið hafi verið um ekki fjallað um hækkanir á tímakaupi.     Í fyrstu tveimur reikningum sem stefnandi sendi til stefnda eftir  kjarasamningsbreytingu fórst fyrir ,   að sögn stefnanda ,   að leiðrétta taxta og  hafi   því   verið   sendir leiðréttingarreikningar  3 0. maí 2020. Reikningarnir níu sem  hafi verið  gefnir út frá og með 6. maí 2020 og fram til síðasta reiknings, sem gefinn var út þann  6. júní 2020, hafa ekki fengist greiddir þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir þar um.     Stefndi  stöðvaði greiðslur framkominna reikninga og kveðst hafa gert það vegna  upplýsinga um stefnanda sem leitt hafi til þess að réttmætur vafi var að hans mati fyrir  hendi um hvort stefnandi hefði fullnægt þeim skyldum sem á honum hvíldu lögum  samkvæmt. Varðaði  vafinn ,   að sögn stefnda ,   rétta greiðslu launa, starfskjara og  annarra launatengdra gjalda vegna starfsmanna stefnanda sem störfuðu í þágu stefnda.  Jafnframt voru fyrir hendi efasemdir um hvort stefnandi h efði   staðið skil á  staðgreiðslu opinberra gjalda.     S tefndi  kveðst hafa  óskað eftir upplýsingum frá stefnanda með beiðni um staðfestingu  þess efnis að laun og kjör starfsmanna stefnanda sem störfuðu í þágu stefnda, væru í  samræmi við lög og kjarasamninga á Íslandi og að laun hafi verið greidd í samræmi  við l aunaseðla. Jafnframt  var óskað  eftir upplýsingum stefnanda varðandi skil á  virðisaukaskatti, staðgreiðslu og lífeyrissjóði téðra starfsmanna.      Með bréfi lögmanna stefnanda hinn 2. júní 2020 til stefnda   var því svarað til að   af  launaseðlum m ætti   ráða að st arfsmennirnir n ytu   í  það   minnsta lágmarkskjara  samkvæmt þeim kjarasamningum sem myndu gilda ef stefndi hefði ráðið  starfsmennina í vinnu. Jafnframt  að svo virtist sem kjör stafsmanna væru  umfram  lágmarkskjör.      5     Stefndi óskaði eftir frekari upplýsingum um sk il á virðisaukaskatti, staðgreiðslu og  lífeyrissjóð siðgjöldum . Í bréfi lögmanna stefnanda til stefnda  frá  3. júní 2020 kemur  fram að stefnandi t aldi   sér ekki skylt að veita stefnda umbeðnar upplýsingar. Hins  vegar staðfestu tveir lögmenn stefnanda, að þeir   h efðu   haft  milligö ng u  um greiðslur  og uppgjör fyrir hönd stefnanda á lífeyrissjóðsgjöldum, staðgreiðslu og  virðisaukaskatti, meðal annars vegna starfsmanna þeirra er stefndi hafði nýtt í  starfsemi sinni.      Með bréfi lögmanns stefnda til stefnanda 16. júní 2020, var enn á ný óskað eftir  upplýsingum um starfsmenn stefnanda sem unnið höfðu í þágu stefnda. Einkum var  óskað eftir upplýsingum er lutu að launakjörum  og   launagreiðslu m. Þá var   óskað  eftir  upplýsingum   fr á stefnanda  um   nöfn starfsmanna á vegum stefnanda sem unnið höfðu  í þágu stefnda, afriti af ráðningarsamningum starfsmanna, afriti af vinnuskýrslum  starfsmanna, afriti af launaseðlum starf s manna, staðfestingu á að laun starfsmanna  hefðu  verið greidd í s amræmi við launaseðla, staðfestingu á að launatengd gjöld  hefðu  verið innt af hendi sem og staðfestingu á opinberum gjöldum, einkum vegna  staðgreiðslu og  virðisaukaskatts . Stefndi vakti athygli á   því  sem hann sagði  lögbund na   starfsskyldu stefnanda ,   þ.e. að   veita umbeðnar upplýsingar og  afhenda gögn  þar a ð   lútandi.      Lögmaður stefnanda svaraði  með tölvuskeyti   26. júní 2020  þar sem   því var  hafnað að  veita stefnda  umbeðnar upplýsingar.     Stefndi lýsir því svo að þrátt fyrir skeytasendingar milli lögmanna aðila  hafi í júlí 2020  enn verið   fyrir hendi réttmætur vafi  í huga stefnda um  hvort stefnandi  hefði  fullnægt  þeim skyldum sem á  honum hvíla   lögum samkvæmt, varðandi greiðslu launa,   skatta  og gjalda.     Stefndi kveðst hafa bent á í júlí 2020 m.a. að   tímaskráningar  starfsmanna á verkstað í  innstimplunarkerfi á vegum stefnda ,   sem nefnist Tímavera ,   og þær tímaskráningar  sem stefnandi hef ði   látið af hendi, st önguðust   á. Fyrir tímabilið frá 1. apríl 2020 til  11. júní 2020  hafi verið   skráðar alls 4402 vinnustundir vegna v innu starfsmanna á   6     vegum stefnanda. Með hliðsjón af reikningum ,   útgefnum af stefnanda ,   hafi  hann hins  vegar innheimt   alls 4565,22 klukkustundir.      Í  sama erindi kveðst stefndi   jafnframt  hafa  vísað til samkomulags stefnanda og stefnda  þess efnis að stefnand i skyldi taka þátt í kostnaði vegna vinnufatnaðar starfsmanna og  greiða helming   þess kostnaðar . Þá var í bréfinu einnig  gerð krafa um greiðslu fyrir  máltíðir   starfsmanna stefnanda, sem stefnandi hafi ekki greitt fyrir.     Málsástæður og lagarök stefnanda   Ste fnandi byggir á því að greiðsluskylda stefnda sé skýr. Stefnandi hafi veitt stefnda  þjónustu á grundvelli samnings, þar sem kveðið   hafi verið   á um verð fyrir þjónustuna  og verðbreytingar, en stefndi hafi ekki greitt fyrir stóran hluta þeirrar þjónustu sem  hafi verið veitt. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi enga heimild til að halda eftir  greiðslu á reikningunum og byggir á því að engar ath ugasemdir sem fram hafa komið  af hálfu stefnda eigi við rök að styðjast. Jafnframt byggir stefnandi á því að allar  athugasemdir stefnda við reikninga og vinnuframlag hefðu þurft að koma fram strax  á þeim tíma sem þjónustan var veitt, og reikningar voru gef nir út, en að ekki stoði að  gera fyrst athugasemdir um einum og hálfum mánuði eftir að síðasti reikningur vegna  verksins var gefinn út.     Stefndi  hafi að sögn stefnanda   í fyrsta skipti  gert  efnislegar athugasemdir við útgefn a   reikninga með bréfi lögmanns st efnda til lögmanns stefnanda,  frá  17. júlí 2020. Af því  bréfi  hafi þó mátt   ráða að enginn ágreiningur væri um að stefndi stæði í skuld við  stefnanda, en það voru einhver atriði sem stefndi gerði athugasemdir við. Því bréfi  hafi verið svarað  að fullu með br éfi lögmanns stefnanda til lögmanns stefnda   20.  júlí  2020. Í svarbréfinu  hafi  enn á ný  verið  ítrekuð áskorun um að stefndi greiddi  útistandandi reikninga og tekið fram að ekki yrði séð að neitt væri því til fyrirstöðu  að stefndi greiddi í það minnsta þann  hluta skuldarinnar sem samkvæmt bréfi stefnda  væri óumdeildur. Við þessari áskorun h afi   ekki formlega verið brugðist og tilraunir til  sátta  og  eða efnislegra viðræðna haf i   reynst árangurslausar.      7     Stefnandi byggir á því að sú þjónusta sem hann veitti stefnd a hafi verið til algjörrar  fyrirmyndar og aldrei gerðar nokkrar athugasemdir við vinnuframlag starfsmanna  stefnanda.      Stefnandi vísar til meginreglna samninga -   og kröfuréttar um skuldbindingargildi  samninga og um efndir fjárskuldbindinga. Þá vísar stefnan di til meginreglna  verktakaréttar og til h l iðsjónar vísar stefnandi til laga um þjónustukaup nr. 42/2000  og laga um lausafjárkaup nr. 40/2000.      Krafa um dráttarvexti er byggð á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sér í  lagi III. kafla.   Krafa um m álskostnað er byggð á 129. og 130. gr. laga um meðferð  einkamála nr. 91/1991.      Málsástæður og lagarök stefnda   Stefndi krefst sýknu að svo stöddu af kröfum stefnanda. Kröfugerð hans í þessa veru ,   sem fyrst var sett fram við aðalmeðferð málsins ,   verður skil in þannig að hún byggi st   á  þeirri  meginmálsástæðu stefnda  sem sett var fram í greinargerð ,   en þá til stuðnings  því  sem er  varakr afa   stefnda nú  en  sem áður var aðalkrafa  hans,  um  að kröfur  stefnanda verði lækkaðar.     Stefndi byggir kröfu sína til lækkunar á  stefnukröfu   í fyrsta lagi á því að stefnandi hafi  ekki fullnægt  þeim  skyldum sem á  honum h víla lögum samkvæmt, varðandi greiðslu  launa, starfskjara, og annarra launatengdra gjalda, sem og staðgreiðslu opinberra  gjalda. Í öðru lagi byggir stefndi á að með ú tgefnum reikningum stefnanda hafi verið  innheimt ar   of margar vinnustundir miðað við raunverulegar vinnustundir á verkstað.  Í þriðja lagi byggir stefndi á því að tímavinnutaxti hafi verið hækkaður þvert gegn  samningi. Í fjórða lagi byggir stefndi á að stefn andi hafi ekki greitt fyrir sinn hluta  vegna vinnufatnaðar starfsmanna. Í fimmta lagi  byggir  stefndi á því að stefnandi hafi  ekki greitt fyrir máltíðir starfsmanna   eins og honum  beri  en við aðalmeðferð málsins  féll hann frá þeirri kröfu.     -------        8     Stefndi  kveðst hafa  stöðvað greiðslur framkominna reikninga vegna upplýsinga sem  lei tt hafi   til þess að réttmætur vafi væri fyrir hendi um hvort stefnandi hefði fullnægt  þeim skyldum sem á stefnanda hvíla lögum samkvæmt.      Lög nr. 139/2005 gild i   um starfsmannaleigur á innlendum vinnumarkaði og  starfsmenn þeirra. Jafnframt gild i   lögin um skyldur notendafyrirtækja í tengslum við  þjónustusamning þeirra við starfsmannaleigur, sbr. 1. gr. laganna. Samkvæmt 1. gr.  laganna ,   c - lið,   sé  stefndi í máli þess u skilgreindur sem notendafyrirtæki og stefnandi  skilgreindur sem starfsmannaleiga.     Í 1. og 2. mgr. 4. gr. b  í lögunum   sé   kveðið á um óskipta ábyrgð notendafyrirtækis á  grundvelli þjónustusamnings á vangoldnum lágmarkslaunum og öðrum  vangreiðslum. Ábyrgð  notendafyrirtækisins n ái   til vangoldinna launa og starfskjara  sem starfsmaður hefði að lágmarki átt að njóta, líkt  og  hann hefði verið ráðinn beint  til notendafyrirtækisins til að gegna sama starfi samkvæmt launum sem aðildarsamtök  vinnumarkaðarins semja u m. Þar að auki fall i   undir ábyrgð notendafyrirtækisins  launatengd gjöld, svo sem greiðslur til stéttarfélaga, tryggingagjald og mótframlag í  lífeyrissjóð. Í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987   sé   enn   fremur  kveðið á um að í þeim tilvikum sem   starfsmannaleiga virði að vettugi skuldbindingar  sínar er lút i   að staðgreiðslu, ber i   notendafyrirtækið ábyrgð, sbr. 4. mgr. 7. gr. og 20.  gr. laganna.     Með vísan til d - liðar 1. mgr. 4. gr. c og 2. mgr. 4. gr. c  í lögum  um starfsmannaleigur,  hafi   stefndi  ó skað  eftir upplýsingum hjá stefnanda  um   nöfn starfsmanna á vegum  stefnanda sem unnið höfðu í þágu stefnda, afriti af ráðningarsamningum starfsmanna,  afriti af vinnuskýrslum starfsmanna, afriti af launaseðlum starf s manna, staðfestingu á  að laun starfsmanna  hefðu  verið greidd í samræmi við launaseðla, staðfestingu á að  launatengd gjöld  hefðu  verið innt af hendi sem og staðfestingu á opinberum gjöldum,  einkum vegna staðgreiðslu og virðisaukaskatt s . Hafi  beiðninni  verið  hafnað.     Stefndi hafi gert   ótal tilraunir til þess að fá staðfestingu stefnanda á því að verið væri  að framfylgja markmiði laga um starfsmannaleigur.   Ljóst  sé  að ábyrgð  notendafyrirtækis  sé  rík. Stefndi h afi   reynt eftir fremsta megni að takmarka ábyrgð   9     notendafyrirtækisins með því  að sinna eftirlitsskyldu sinni, að því marki er heimildir  í lögum um starfsmannaleigur leyf i , með því að krefja stefnanda um upplýsingar.     Vegna upplýsinga sem stefndi  kveðst hafa   varðandi vanrækslu stefnanda á greiðslum  til starfsmanna og skilum á opinber um gjöldum, mat hann  svo  að réttast væri að halda  eftir greiðslum, þar sem ábyrgð notendafyrirtækis  sé   rík.      Stefndi  hafi haldið   eftir greiðslum vegna  þess að stefnandi hafi ekk i   lagt fram   fullnægjandi  sönnun á greiðslum til starfsmanna og skilum á opinbe rum gjöldum. Sú  vanefnd heimil i   stefnda að beita almennum vanefndaúrræðum kröfuréttar og halda  eftir greiðslu m.     -------     Í  samningi aðila sé   skýrt kveðið á um að starfsmenn verksala skuli stimpla sig inn og  út á verkstað í innstimplunarkerfi verksala ef i nnstimplunarkerfi   sé   ekki til staðar hjá  verkkaupa, annars hjá verkkaupa, og skul i   reikningsfærðir tímar miðast við  samþykkta skráningu í slíku kerfi. Stefndi  sé   með innstimplunarkerfi sem  starfsmennirnir  hafi notast   við.     Með bréfi lögmanns stefnda til  stefnanda   17. júlí 2020  hafi verið gerðar  athugasemdir  vegna tímaskráninga starfsmanna á verkstað í innstimplunarkerfi á vegum stefnda sem  nefnist Tímavera og tímaskráninga þeirra sem stefnandi  hafi látið af hendi.      Um sé að ræða   tímabil   sem komi fram á  n íu reikning um   stefnanda sem stefndi h afi   þegar greitt , reikningum  númer 5123, 5142, 5170, 5201, 5211, 5218, 5239, 5258 og  5267. Reikningarnir  sé u dagsettir á tímabilinu 21. janúar 2020 til 21. apríl 2020 og  tak i   til vinnu starfsmanna á tímabilinu 6. janúar   2020 til 20. apríl 2020. Með hliðsjón  af téðum níu reikningum, útgefnum af stefnanda,  hafi stefnandi  innheimt alls   fyrir   5.872,48 klukkustundir,   32.768.440 krónur. Stefndi byggir á  að  þarna sé   811,56  klukkustundum of auki ð . Miðað við að tímagjald sé 4.500  án virðisaukaskatts sé  lækkunin 4 .528.505 krónur með virðisaukaskatti .      10     Stefndi hefur fallið frá frekari kröfum vegna þessa frá því  sem   fram kom í greinargerð  hans.      -------     Í bréfi lögmanns stefnda til stefnanda   hafi j afnframt   verið   gerðar athugasemdir við  útseldan tímavinnutaxta, sem  hafi verið  hækkaður úr 4.500 krónum á klukkustund í  4.700 krónur auk virðisaukaskatts á klukkustund. Jafnframt h afi   stefnandi  hafið  að  rukka fyrir yfirvinnu starfsmanna 5.250 krónur auk virðisaukaskatts   á tímann .   Það sé  á skjön við samning aðila  þar  sem  einungis hafi verið  gert ráð fyrir einum taxta.      Stefndi mótmælir því sem fram k omi   í stefnu varðandi breytingar á launataxta  starfsmanna stefnanda. Þær kjarasamningsbreytingar til hækkunar, sem stefnand i vís i   til í stefnu,  sé u samningssambandi aðila óviðkomandi þar sem ekki   sé   um að ræða  hækkun á launataxta starfsmanna. Kjarasamningsbreytingarnar sem um ræði haf i   því  ekki gildi í samningssambandi aðila.     Þá hafnar stefndi framlögðum reikningi stefnanda n r. 2642 sem  sé   að fjárhæð 559.420  krónur með virðisaukaskatti. Jafnframt  hafnar hann  reikningi stefnanda nr. 2641 að  fjárhæð 224.939 krónur með virðisaukaskatti. Reikningarnir  séu  ekki sjálfstæðir í  þeim skilningi að tímarnir sem þar kom i   fram haf i   þegar v erið greiddir. Reikningarnir  grundvall i st einungis á hækkun á tímagjaldi starfsmanna stefnanda og greiðslu vegna  yfirvinnu, sem  eigi   sér enga stoð í samningi aðila . Því  sé   krafist lækkunar á  st e fnukröfum um samtals  784.359 krónur   vegna þessa.     Stefndi byggir á  þeirri  meginreglu samningaréttar sem fel i   í sér að menn get i   samið  um efni kröfuréttinda að vild sinni og get i   þar af leiðandi ákveðið efni samnings. Vísar  stefndi til meginreglunnar  um  að samninga skuli halda. Gerð  sé   krafa um að efni krö fu  verði að vera nægjanlega skýrt og þar  með  að  efni skyldu  sé  ljóst. Ekki  sé  unnt að  knýja fram efndir á óskýrri kröfu.      Stefndi krefst þess að krafa stefnanda verði lækkuð sem nem i   skyndilegri hækkun á  tímagjaldi og innheimtu vegna yfirvinnu starfsmanna   með útgefnum reikningum sem   11     stefnandi byggir kröfu sína á. Stefndi miðar við unna tíma samkvæmt Tímaveru sem  sé u 3.179,29 klst., þar sem tímagjaldið er 4.500 krónur auk virðisaukaskatts. Samtals  sé   það 978.691  króna  sem stefndi byggi á til lækkunar .     -------       Stefndi byggir kröfu sína til lækkunar  þá  jafnframt á vanefndum stefnanda til þátttöku  í greiðslu á vinnufatnaði starfsmanna stefnanda, sem stefndi  hafi lagt   út fyrir.       Stefndi  kaupi  öll vinnuföt af KH Vinnufötum ehf. Heildarfjár h æð sem stefndi  lagði út  fyrir vinnufatnaði starfsmanna stefnanda  hafi numið  701.914 krónu m .   Helming þess  beri stefnanda að greiða eða   350.957 kr .     -------     Stefndi hafnar því að athugasemdir séu of seint fram komnar, enda  hafi það verið   ákveðin mótmæli að greiða ekki umr ædda reikninga. Hvergi  sé kveðið á um að   athugasemdir við reikninga hefðu þurft að koma fram strax á þeim tíma sem þjónustan  var veitt.     Fjárhæð stefnda til lækkunar  nemur   samtals  6.642.512   krónu m .      -------     Um lagarök vísar  stefndi til laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005, einkum 1. gr., 1.  gr. c, 1. mgr. 1. gr. a, 5. gr. a, 1. og 2. mgr. 4. gr. b, d - lið 1. mgr. 4. gr. c og 2. mgr. 4.  gr. c  í lögunum . Stefndi byggir kröfur sínar einnig á lögum um staðgreiðslu opinberra  gjal da nr. 45/1987, einkum 4. mgr. 7. gr. og 20. gr. laganna. Stefndi byggir  og   á  meginreglum samninga -   og kröfuréttar og ólögfestum reglum um tómlæti.   Krafa um  málskostnað er studd við 1. mgr. 130 gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.      Niðurstaða    12     Eins og að framan er rakið er enginn ágreiningur  með  aðilum um samningssambandið  sjálft   í grunninn, tilkomu þess og tilgang sem og meginskyldur aðila . Jafnframt játar   stefndi að standa í skuld við stefnanda á grundvelli samningsins en telur að til  frádrátt ar skuldinni skuli koma tilgreindir frádráttarliðir.   Fjárhæð þeirra var við  aða l meðferð   málsins   lækkuð og nemur heildarkrafa stefnda nú til lækkunar 6.642.512  kr.  í stað  7.282.293 kr. ,   sbr. framangreint , en stefndi hefur alfarið fallið frá kröfu um  hlutdeild stefnanda í kos t naði við máltíðir ,  582.084 krónur ,   auk þess sem  fallið hefur  verið  frá kröfu að fjárhæð   57.697   kr.  sem byggðist á því að s tefndi taldi tíma unna af  starfsmönnum vera ofreiknað a   um 10,34 stundir á tímabilinu frá 6. maí til 12.   júní   2020 .      Af málatilbúnaði stefnda ,   bæði í greinargerð og svo við aðalmeðferð málsins ,   m ætti   ráða   að m eginágreiningur aðila sn úi st um hvort stefnda hafi verið rétt að halda eftir  greiðslum til stefnanda vegna þess að hann kveð i st hafa  haft  rökstuddan grun um að  stefnandi hafi ekki staðið skil á  sköttum og launatengdum gjöldum .   Honum hafi því   verið nauðugur sá kostur að halda eftir fé til að geta mætt kröfum hins opinbera og  lífeyrissjóð a   vegna þessara gjalda sem  hann  kveðst geta orðið ábyrgu r fyrir á  grundvelli laga nr.  139/2005 um starfsmannaleigur .   Sá hængur er hér á að ste f ndi  rökstyður ekki hvaða fjárhæð hann heldur eftir vegna þessa   og á hvaða grunni hann  þá  geri það . Stefndi gerir hins vegar   sundurliðaða r   kröfu r   vegna tiltekinna  frádrát tarliða sem er u   allir rökstuddir með viðeigandi hætti, þ.e. eins og málið er nú  rekið, vegna ofreiknaðra vinnustunda, vegna rangra launataxta og vegna kostnaðar  stefnanda við vinnufatnað  þar  sem hann krefur stefnanda um greiðslu  að   hlut a .   Þannig  er engin s érstök fjárkrafa   gerð   um lækkun stefnukröfu á grundvelli réttar til að halda  eftir greiðslu   á grundvelli framangreinds. Hægt er að líta svo á að sá málatilbúnaður  stefnda verði skiljanlegri ef tekið er mið af kröfu stefnda sem hann setti fram við  aðalmeðferð málsins um að hann verði sýknaður  að  svo stöddu, en samkvæmt 2.  m gr.  26.  g r. laga nr. 91 /1991 um meðferð einkamála  skal sýkna stefnda að svo stöddu ef  kröfunni  mætti  ella  fullnægja með aðför og hún  hvílir eða  getur hvílt á stefnda , en   efn d atími hennar er ekki kominn.       Dómurinn fær ekki séð að slík krafa komist að gegn andmælum gagnaðila jafn   seint  og raun ber vitni. Telja verður að ef gerð  er  sýknukrafa í máli sé hins vegar mögulegt   13     að leggja fram kröfu á síðari stigum um sýknu að svo stöddu, en dómurinn telur  reyndar hægt að fella á sakarefni slíkan dóm án kröfu undir  slíku m kringumstæðum .     -------     Samkvæmt lögum nr. 139/2005 eru lagðar ríkar skyldur á starfsmannaleigur sem ekki  er síst ætlað að girða fyrir með tilteknum hætti að vanhöld verði á greiðslum til og  vegna starfsmanna.  Markmið laganna er þannig að tryggja að laun og önnur starfsk jör  séu í samræmi við lög, reglugerðir og kjarasamninga.     Af málatilbúnaði stefnda varð framan af, ekki glögglega greint hvað  hefði  orðið til  þess að hann ákvað að stöðva greiðslur til stefnanda. Við aðalmeðferð kom fram að  það  hefði  einkum verið vegna þes s að stefn an di hafi skyndilega  gefið út reikninga í  nafni annars félags en það hafi vakið upp grun hjá stefnda um að ekki væri allt með  felldu. Stefnandi vildi meina að þetta  hefði  gerst fyrir mistök og dró þessa reikninga  til baka  strax og sendi nýja í  staðinn. Ekkert annað virðist hafa sérstaklega kallað á  tortryggni stefnda í garð stefnanda um að hætt a   gæti verið á því að stefndi myndi lenda  óverðskuldað í ábyrgð fyrir skuldum stefnanda.     Í bréfum frá lögmönnum stefnanda 2. og 3. júní 2020 þar sem svar að var erindum frá  lögmanni stefnda var vísað til launaseðla starfsmanna við verkið sem lögmenn  kváðust hafa yfirfarið sem og  til  bankayfirlit s . Var staðfest að laun hefð u   verið greidd.  Jafnframt staðfestu sömu lögmenn, að sögn umfram skyldu, að þeir hefðu   sjálfir  annast milligön g u um greiðslur og uppgjör  f.h. stefnanda á lífeyrissjóðsiðgjöldum,  staðgreiðslu og virðisaukaskatti, m.a. vegna starfsmanna sem stefndi hefði nýtt í  starfsemi sinni.   Stefndi taldi þetta ekki fullnægjandi og var því óskað eftir frek ari  upplýsingum með bréfi sem sent var beint á stefnanda 16.  j úní 2020 en virðist ekki  hafa komið til vitneskju a.m.k. lögmanna stefnanda fyrr en í lok mánaðarins. Með  tölvuskeyti 2.  j úlí  voru stefnda sendir allir launaseðlar hlutaðeigandi starfsmanna   og  s taðfest að laun hefðu verið greidd   en greint frá því að ekki væri hægt að senda  sundurliðaðar upplýsingar um  launatengd gjöld fyrir einstaka starfsmenn heldur væru  þar inni greiðslur vegna annarra starfsmanna stefnanda í öðrum verkum. Hins vegar   14     var boðist   til að inn a  af hendi  greiðslur vegna laun a tengdra gjalda  til viðkomandi  opinberra  aðila ,   eyrnamerkt viðkomandi starfsmönnum, tímabilum og viðtakendum.      Ekki verður séð að neinar athugasemdir hafi komið fram með rökstuddum og  sundurliðuðum hætti við kröfum stefnanda  eftir þetta  fyrr en með bréfi lögmanns  stefnda 17.  j úlí 2020   eftir að lögmaður stefnanda hafði tekið við málinu og krafið  stefnda um greiðslu  með tölvuskeyti 12. júní 2020.   Í  bréf i stefnda  var  hins vegar  ekki  minnst   á mein t vanhöld stefnanda á því að standa skil á launum og/eða launatengdum  gjöldum vegna starfsmanna, eða  meintan  rétt stefnda til að halda eftir greiðslum á  þeim grundvelli.   Verður   varla önnur ályktun dregin af því  en sú  að stefndi hafi talið  skýringar stefnanda ,   a.m.k. við svo búið,  fullnægjandi ,   sbr. framangreint.      Í þessu sambandi verður að líta til þess að samkvæmt  3. mgr. 4.  g r. b, laga nr. 139/2005  verður krafa á hendur noten dafyrirtæki samkvæmt lögunum á grundvelli  þjónustusamnings að hafa borist inna n   fjögurra mánaða frá gjalddaga viðkomandi  kröfu. Undir vissum kringumstæðum er hægt með ákvörðun dómstóla  að  lengja þann  ábyrgðartíma . Ekkert slíkt er hins vegar uppi í þessu má li og engar upplýsingar um að  kröfur hafi verið gerðar á hendur stefnda vegna þess samnings sem mál þetta snýst  um eða vegna einhverra vanhalda stefnanda gagnvart stefnda eða starfsmönnum  sínum.  Ekki verður í raun séð ,   eins og málið er vaxið ,   að myndast  hafi  einhver skylda  stefnanda gagnvart stefnda á grund v elli   framangreindra  laga   eða  að  upplýsingaskylda  stefnanda til Vinnumálastofnunar samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna hafi verið  van rækt   þannig að hafi girt fyrir útgáfu stofnunar innar á staðfestingu samkv æmt 3. mgr.   laganna   og að staðfesting hafi   a.m.k.   verið til reiðu fyrir stefnda samkvæmt 1. mgr. 4.  gr. a  í lögunum . Einnig er í málinu óljóst á hvaða grunni stefndi gat gert þær kröfur  sem félagið gerði á hendur stefnanda í ljósi framangreinds ,   að engar k röfur  höfðu  borist  frá starfsmönnum.  Án þess að það hafi þá þýðingu í málinu verður heldur ekki  annað  séð  í fljótu bragði en að stefnandi hafi  gefið stefnda nokkuð ítarlega r   u pplýsinga r samkvæmt beiðnum hans   og jafnvel boðist til að gera ráðstafanir til að   tryggja skaðleysi stefnda sem   virtust   umfram skyldu.   Þá liggur ekkert fyrir um það í  málinu að Vinnumálastofnun hafi haft einhver afskipti af samningssambandi aðila  samkvæmt ákvæðum framangreindra laga   eða aðrir opinberir aðilar .      15     Kröfur stefnda samkvæmt framangreindu eru vanreifaðar og ekki verður séð að þær  eigi við rök að styðjast eins og málið hefur verið lagt fyrir dóminn.  Því gæti það í raun  ekki skipt máli þótt  ekki væri fallist á að krafa um sýknu að svo stöddu kæmist að.  Ef nislegar forsendur fyrir slíkri niðurstöðu í málinu eru sjáanlega  þannig  ekki til  staðar.     Þá verður ekki fallist á að gagnstæð niðurstaða verði byggð á því að stefnandi hafi  ekki staðið skil á stað g reiðslu opinber r a gjalda og sé því stefnda rétt að halda  eftir  greiðslum á þeim grundvelli með vísan til ábyrgðar sem á stefnda gæti hvílt  samkvæmt   4. mgr. 7. gr. og 20. gr. laga nr. 45/1987.   Ekkert liggur þannig fyrir um  slík vanskil ,   um ábyrgð stefnda á slíkum vanskilum væru þau fyrir hendi og vanreifað  er  þá  jafnframt  á hvaða grunni stefndi ætti rétt á að halda eftir greiðslu. Eðli máls  samkvæmt ,   sbr. framangreint,  er síðan með öllu vanreifað hversu hárri fjárhæð stefndi  ætti þá rétt á að halda eftir.      Allur málatibúnaður stefnda í framangreinda veru er því a ð mati dómsins haldlaus.      -------     Verður þá vikið að einstökum kröfu m   stefnda sem hann hefur þó reifað   með  rökstuddum hætti hvað fjárhæðir varðar og hann krefst að komi til frádráttar kröfum  stefnanda.      Þar ber hæst krafa til lækkunar á þeim grundvelli að vinnuskýrslur sem stefnandi  byggir kröfu sínar á séu rangar en skýrslur sem miðast við skráningu hjá stefnda gefi  til kynna að þar skeiki alls 811,56 vinnustundum  sem þá sé ofaukið ,   s em miðað við  4.500 k róna grunngjald þýði lækkun á kröfu stefnanda um samtals  4.528.505 krónur  með virðisaukaskatti.      Ákvæði í samningi a ðila frá  16. janúar 2020 um tímaskráningu starfsmanna gæti verið  nákvæmara, en af því m á   ráða að meginreglan væri sú að um skráningu færi eftir kerfi  verksala, þ.e. stefnanda, ef ekki væri til staðar innstimplunarkerfi hjá verkkaupa,  stefnda í máli þessu.  Annars skyldi farið eftir kerfi verkkaupa samkvæmt samþykktri   16     skráningu. Fyrir liggur að   þrátt fyrir að stefndi var sjálfur með innstimplunarkerfi hjá  sér miðaði stefnandi sína reikningsgerð við eigið kerfi. Engar athugasemdir voru  gerðar að hálfu stefnd a   við  þá  skráningu á tímabilinu frá samningsgerð og þar til í júlí  2020 þegar allir reikni ngar voru útgefnir og megnið af þeim greiddir , en ekki verður  betur séð en að allir útgefnir reikningar frá 21. janúar til 4. maí 2020, 7 talsins ,   hafi  verið greiddir án allra athugasemda .  Þegar af þeirri ástæðu verður kröfu stefnda á  þessum grundvelli haf nað með vísan til tómlætis en stefnda var rétt að gera stefnanda  viðvart strax, ef hann taldi tímaskráningar stefnanda ekki réttar, enda  um   algjört  grundvallaratriði í samskiptum aðila að ræða og það   atriði   sem reikningar stefnanda  og samningssamband  einfa ldlega byggðust á.      Þess utan   sýndi lögmaður stefnanda fram á það við aðalmeðferð málsins með  rökstuddum hætti að þessi væri reyndar ekki raunin og að í tímaskráningu stefnda  vantaði einfaldlega daga  sem ágreiningslaust mætti vera að starfsmenn á vegum  st efnanda  hefðu  verið   við störf hjá stefnda. Þessari  sundurliðun  og rökstuðningi  stefnanda var ekki hnekkt af hálfu stefnda og ekki bornar á þá framsetningu brigður  með rökstuddum hætti , en stefnandi lagði þvert á móti fram   við aðalmeðferð,  yfirlit  sem byggð ist á framlögðum dómskjölum sem  ekki verður betur séð en að  hnekk i   málatilbúnaði stefnda . Þannig virðist þessi krafa stefnda til lækkunar ekki byggð á  þeim staðreyndum sem við blasa í framlögðum skjölum, a.m.k. er hún þá vanreifuð  bæði eins og hún var sett   fram og studd gögnum en enn frekar andspænis skýringum  stefnanda við aðalmeðferð s em á sér ,   eftir því sem best verður séð ,   beina skírskotun  til framlagðra gagna og samnings aðila. Þessari kröfu stefnda um lækkun á kröfum  stefnanda verður því hafnað.      --- ---     Stefndi krefst því næst lækkunar á þeim grundvelli að stefnanda hafi verið óheimilt  að hækka viðmiðunartímagjald starfsmanna úr 4.500 krónur á klukkustund fyrir bæði  dagvinnu og eftirvinnu, upp í 4.700 krónur fyrir dagvinnu og 5.2 5 0 krónur fyrir  yfirv innu.      17     Í samningi aðila  var   samið um að útseldur tímavinnutax t i sk y l d i vera 4.500 krónur  auk virðisaukaskatts bæði fyrir dagvinnu og eftirvinnu. Þá segir að breytist launataxtar  samkvæmt kjarasamningi til hækkunar breyt i st t í mavinnutaxtar í samræmi við það.  Ekki hefur verður gerður ágreiningur um að umgjörð samningssambands aðila ,   ef svo  má segja, er kjarasamningur Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins.  Sá samningur er því  til skoðunar þegar kemur t.a.m. að mati á því hvort starf smenn þeir sem um ræðir njóti  kjara sem eru a.m.k. lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum og lögum.   Nýr  kjarasamningur þessara aðila var undirritaður 3. maí 2019 og gilti frá 1. apríl það ár.  Samkvæmt honum skyldi  m.a. launaliður hækka um   18.000 kr.  á mánuði   frá og með  1. apríl 2020.   Jafnframt var kveðið á um nýja deilitölu dagvinnu og hækkun  dagvinnulauna sem því nam. Einnig var kveðið á um breytingar á útreikningi vegna  yfirvinnu.   Upplýsingar um þessar breytingar á kjarasamningum eru aðgengilegar m.a.  í kyn ningarefni frá samningsaðilum.     Því hefur ekki verið mótmælt að stefnandi hafi kynnt umræddar breytingar á  tímavinnutöxtum í byrjun maí 2020. Í svarbréfi lögmanns stefnanda 20. júlí 2020 við  athugasemdum stefnda í bréfi 17. júlí 2020 sem var ,   eins og fyrr  greinir ,   fyrsta merki  þess að með aðilum væri t ö lulegur ágreiningur, var umrædd hækkun rökstudd ítarlega  af hálfu stefnanda með skírskotun í þessa samninga en  sá rökstuðningur fær skýran  stuðning í þeim gögnum sem aðgengileg eru um umræddar hækkanir. Þessu m  rökstuðningi stefnanda  sem að hluta til var endurtekinn í stefnu málsins og reifaður  ítarlega við aðalmeðferð  þes s,  hefur stefndi ekki svarað með öðru en því að kannast  við breytingar á starfskjörum frá og með 1. apríl 2020 en halda því hins vegar fram að  ekki hafi verið um hækkanir að ræða heldur fyrst og fremst styttingu vinnutíma. Þetta  hefur stefndi hins vegar ekki  rökstutt með fullnægjandi hætti.      Eftir stendur því hvort stefnanda hafi verið heimilt að hækka tímagjald. Samkvæmt  samningi aðila var í upphafi vissulega samið um sama tímagjald í dagvinnu og  eftirvinnu. Eins og samningurinn er uppsettur verður þó ekki t alið að hann hafi girt  með öllu fyrir að yfirvinna gæti hækkað umfram dagvinnutaxta. Í samningi aðila er     skv .   kjarasamningum hækka þá br eytast  tímavinnutaxtar í samræmi við það  .      18     Andspænis   framangreindum   staðreyn dum málsins, í ljósi þess að stefndi gerði ekki  þá þegar athugasemdir við umræddar hækkanir, þótt ekki sé það úrslitaatriði, og því  að ekki verður betur séð en að báðum samningsaðilum hafi verið í mun að tryggja  launþegum ,   sem undir samning aðila heyrð u,   l ágmarkskjör samkvæmt íslenskum  lögum og kjarasamningum verður fallist á að framangreind hækkun stefnanda á  innheimtu gjaldi vegna einstakra starfsmanna hafi verið honum heimil.   Stefnandi  hefur rökstutt ágætlega   bæði grundvöll en einnig tölulegar forsendur  fyrir   hækkun á  yfirvinnutaxta umfram dagvinnutaxta án þess að það hafi kallað á rökstudd andsvör  stefnda önnur en þau að slík hækkun hafi ekki verið heimil ,   sbr. framangreint sem  dómurinn telur að standist ekki. Telur dómurinn því  ekki óvarlegt að fallast  á þessar  kröfur stefnanda eins og þær eru fram settar og verður honum því ekki gert að sæta  lækkun á kröfum sínum vegna þessa.      -------     Eftir stendur þá krafa stefnda um að lækka beri kröfur stefnanda vegna gagnkröfu  hans.  Þar er um að ræða kröfu   um þátt töku stefnanda í útlögðum kostnaði stefnda  vegna vinnufatnaðar e n sú   krafa   byggir ekki á lækkun á stefnukröfum á grundvelli  þess að þær séu of háar sem slíkar heldur er um að ræða sjálfstæða kröfu stefnda   vegna  kostnaðar sem hann hefur að sögn umfram skyld u lagt í. Stefnandi hefur þannig ekki  gert kröfu um þennan kostnað eins og gildir um aðrar kröfu málsins.      Krafa þessi nemur 350.957 krónum, sem er helmingur af kostnaði sem stefndi kveðst  hafa lagt í vegna vinnufatnaðar og styðst krafan við skýrt ákvæði  í samningi aðila.  Stefnand i gerir ekki ágreining um að honum beri skylda til að taka þátt í helmingi  sannanlegs kostnaðar vegna vinnufatnaðar. Hins vegar telur hann stefnda ekki hafa  lagt fram fullnægjandi gögn til stuðnings kröfu sinni.       Annars vegar  hefur stefndi lagt fram sundurliðað einhliða   óstaðfest   yfirlit yfir  lágmarksbúnað fyrir starfsmann ,   að hans mati ,   sem gerir ráð fyrir 63.810 kr. kostnaði  á hvern starfsmann eða alls 701.914 kr. fyrir 11 starfsmenn sem geri þá kröfu að  fjárhæð 350.957 kr. ,   sbr. framangreint ,   vegna helmings af kostnaði.  Hins vegar   leggur  stefndi fram reikning a   samtals að fjárhæð eitthvað  rétt yfir   milljón  króna  vegna kaupa   19     hans á   margs   konar  vinnufatnaði   og útbúnaði   frá K H Vinnufötum ehf. á  samningstímabilinu   en án beinnar te ngingar við verkið sjálft.       Dómurinn telur að krafa stefnda á þessum grunni sé réttmæt og stefnandi hefur enda  ekki gert ágreining um það. Gegn andmælum stefnanda um fjárhæð kröfunnar og  undirliggjandi gögn telur dómurinn  hins vegar ,   eins og krafan er  reifuð ,   ekki fært að  slá fjárhæð hennar fastri í þessu máli.  Verður því ekki fallist á að hún komi að svo  stöddu til lækkunar á kröfum stefnanda.      -------     Af  framangreindu leiðir að fallist verður á stefnukröfur eins og þær eru fram settar.  Ekki hafa kom ið fram rökstudd andmæli við vaxtakröfum stefnanda   en þær  styðjast  við gjalddaga útgefinna reikninga sem byggja á samningi aðila.      Eftir úrslitum málsins, með hliðsjón af málskostnaðaryfirliti stefnanda   og  málatilbúnaði aðila , og samkvæmt meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð  einkamála nr. 91/1991, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.000.000  króna  í málskostnað.     Málið fluttu  Gestur Gunnarsson lögmaður fyrir s tefnanda og  Sævar Þór Jónsson   lögmaður fyrir stefn da.     Lárentsínus Kristjánsson  héraðsdómari   kveður upp dóm þennan.     D ó m s o r ð     Stefndi ,   VHM ehf., greiði stefnanda ,   Handafli ehf., 20.152.217 krónur auk  dráttarvaxta samkvæmt 1. m gr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af  7.304.341 krónu frá 6. maí 2020 til 21. maí 2020, af 14.739.667 krónum frá þeim degi  til 30. maí 2020, af 19.030.634 krónum frá þeim degi til 5. júní 2020, af 19.659.488  krónum frá þeim degi til 6. j úní 2020 og af 20.152.218 krónum frá þeim degi til  greiðsludags.    20       Stefndi greiði stefnanda  2.00 0.000  króna  í málskostnað.     Lárentsínus Kristjánsson