Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 24. febrúar 2025 Mál nr. S - 380/2024 : Ákæruvaldið ( Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Friðrik Smárason lögmaður ) (Áslaug Lára Lárusdóttir réttargæslumaður bótakrefjanda) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 27. janúar s.l. , var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara , dagsettri 1 2. september 202 4 , á hendur X , , , Akureyri, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa þriðjudaginn 27. september 2022, á þáverandi heimili sínu að , Akureyri, fengið óþekkta konu til þess skera forhúð af getnaðarlim ólögráða sonar síns A , kt. . Voru afleiðingarnar af háttseminni þær að leitað var með A á sjúkrahúsið á Akureyri þann 27. september 2022 þar sem hann dvaldist í tvo daga eftir að hann hafði þurft að gangast undir svæfingu og í kjölfarið skurðaðgerð en með þessari hát tsemi ógnaði ákærða lífi og velferð A á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Telst framangreind háttsemi varða við 2. mgr. 218. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess e r krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Fyrir hönd A , kt. , er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtr yggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 27. september 2022, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að kær ð a verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutnings - þóknun Ákærða krefst aðallega sýknu af refsi kröfu ákæruvalds , en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. H ún krefst þess að bótakröfu verði vísað frá dómi, til vara sýknu af bótakröfu en til 2 þrautavara að hún verði lækkuð verulega . Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda ákærð u og að sakarkostnaður verði felldur á r íkissjóð að öllu leyti eða hluta . Upphaf lögreglurannsóknar og rannsóknaraðgerðir Frumrannsókn lögreglu Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning þriðjudaginn 27. september 2022 kl. 14:06 frá forstöðuhjúkrunarfræðingi á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) , um að þar væri stödd B , félagsráðgjafi hjá barnver n darþjónustu Eyjafjarðar . Hún hefði komið á bráðadeild með dreng , sem hafi verið umskorinn um morguninn í heimahúsi og síðan orðið vart blæðingar. Lögreglumaður fór þegar á bráðamóttöku SAk og aflaði upplýsinga um málsatvik . Hann hitti þar fyrir, B og á kærð u , móður brotaþola. B hafði tekið við tilkynningu um morguninn frá leikskólanum C þess efnis að brotaþoli hef ði ekki komið í leikskól ann þennan dag , þar sem hann væri að fara í umskurð og yrði hann fjarverandi af þeim sökum næstu fjórtán daga. Eldri sonur ákærðu , D , kom hins vegar í leikskólann þennan morgun. B hafði í fyrstu samband við SAk og Læknastofur Akureyrar til að kanna hvort brotaþoli væri þar til meðferðar eða ætti pantaðan tíma vegna umskurðar . Svo reyndist ekki vera. Um kl ukkan 10:15 fór hún að , Akureyri og hitti ákærðu þar fyrir , auk brotaþola. Í ljós kom að umskurði brotaþola var lokið þegar B kom á staðinn og hafi aðgerðin farið fram stuttu áður í st o fu íb ú ðarinnar að . Ákærða kvað erlenda konu hafa framkvæmt aðgerðina . Ákærða framvísað i nafnspjaldi þar sem fram kom meðal annars E , from specialist in circumcission (wanzam), auk þriggja símanúmer a , tvö ítölsk og eitt þýskt . Einnig kemur fram á nafnspjaldinu áletrunin Health Service Trainee, ásamt netfangi og tilvísun til hreinlætis . B fór til starfsstöðvar sinnar eftir að hafa tekið ljósmyndir á vettvangi . F ór síðan aftur að um kl ukkan 11:30 . A ð frumkvæði B og með samþykki ákærðu um var ákveðið að brotaþoli færi á bráðamóttöku SAk vegna blæðingar um klukkan 12:30 . Samkvæmt upplýsingum sem lögreglan aflaði í upphafi rannsóknarinnar mun kona sem framkvæm di aðgerðina að , Akureyri, hafa komið gagngert frá Ítalíu í þessu skyni . Hún mun hafa komið til landsins með flugi 26. september 2022 og farið til baka með flugi til til Feneyja á Ítalíu daginn eftir aðgerðina, miðvikudaginn 28. september 2022. N afn konunnar mun vera F , sa mkvæmt bókunum hjá flugfélaginu Lufthansa . Lögreglan aflaði úrskurðar héraðsdóms til að kanna notkun þeirra þriggja símanúmera sem fram koma á fyrrgreindu nafnspjaldi . Ekkert kom fram við þá rannsókn , sem varpaði ljósi á viðkomandi konu með beinum hætti , en eitt símanúmerið hafði verið notað á umráðasvæði íslenskra símafyrirtækja tímabilinu 26. september til 28. september 2022. Í upphafi rannsóknar útbjó lögreglan verkbeiðni til ítalskra yfirvalda m eð milligöngu Alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, þar sem óskað var eftir upplýsingum um fyrrgreinda F . Enginn svör bárust hins vegar frá Ítalíu við rannsókn málsins, þrátt fyrir ítrekanir. 3 Lögreglan innsiglaði íbúð ákærðu að , Akureyri, að kvöldi 27. september 2022. Daginn eftir heimilaði ákærða lögreglunni að ger a þar húsleit , sem fram fór þ ann dag að viðstöddum tilnefndum verjanda ákærðu. Ellefu l jósmyndir , sem teknar voru á vettvangi við húsleitina , liggja fyrir í málinu , en engin húsleitarskýrsla. Skrifleg læknisfræðileg gögn um brotaþola Við rannsókn málsins aflaði lö gregla einnig neðangreindra skriflegra gagna um læknis meðferð á brotaþola á SAk : 1) K omunótu handlæknissviðs, dags. 28. september 2022, gerð af G , skurðlækni 2) M eðferðarseðil s hjúkrunar á bráðamóttöku, dags. 27. september 2022, gerð af H , hjúkrunarfræðingi 3) S júkraskrá r almennra barnalækninga , dags. 27. september 2022, gerð af I , barnalækni 4) A ðgerðarlýsing u handlæknissviðs, dags. 27. september 2022, gerð af J , sérfræðingur í þvagfæraskurðlæ k ningum 5) Á verkavottorð s , dags. 4. apríl 2024 gert af K , sérfræðingi í skurðlækningum . Samkvæmt framangreindri komunótu var brotaþoli skoðaður um kl. 14:30 af G , skurðlækni , J , þvagfærasku r ðlæk ni, og I , barnalækni. Var þá á kveðið að draga saman sár á limi brotaþola með þráðum í svæfingu á skurðstofu. Það var hins vegar K , skurðlæknir , sem gerði aðgerð á brotaþola, ásamt J , þvagfæraskurðlækni, s amkvæmt fyrrgreind ri aðgerðarlýsingu og áverkavottorð i . Aðgerðin var gerð eftir svæfingu og deyfingu. B rennt var fyrir lítilháttar blæðingar úr sárinu og það hre insað , m.a. fjarlægður saumur af óþekktri gerð. Ytra blað forhúðarinnar var saumað upp að kóngnum . Að litlum hluta voru til staðar leifar a f innra blaði forhúðar og var það saumað við ytra blað , en annars staðar var dregið að skaftinu eins og hægt var . Þvagrás brotaþola reyndist heil. Settur var upp þvagleggur til að leiða fram hjá sárasvæðinu til að byrja með. Eftir aðgerðina var ákveðið að brotaþoli yrði að minnsta kosti eina nótt á sjúkrahúsinu . Daginn eftir leit allt vel út , en honum var leyft að v era eina nótt til viðbótar . Á kveðið var að útskrifa brotaþola tveimur dögum eftir aðgerð , enda leit allt vel út hjá honum. Skýrslugjöf hjá lögreg lu Ákærða gaf skýrslu hjá lögreglu þann 21. september 2023. Hún er með ríkisfang. Hún kvaðst hafa þ egar hú n var ð ófrísk af brotaþola farið að huga að hvernig best væri að framkvæma umskurð á honum. Hún lét umsk era eldri son sinn á Almeria á Spáni nokkru áður . Þegar kom að umskera brotaþola hafi hún ekki verið með gil t vegabréf og því ekki v erið möguleg t að fara erlendis í því skyni , enda erfitt að fara langan veg með fjölskyldu na . Hún hafi haft samband við vinkonu sína á Ítalíu, sem bent i henni á konu sem ræki stöð til að sinna umskurðar aðgerðum . Vinkon a hennar hafi síðan sent henni nafnspjald konunnar. Efti r fæðingu brotaþola hafi hún haft samband við konuna . Hún kvaðst vera með starfsreynslu frá á þessu sviði. Ákærða áleit að hún væri frá . Konan kvaðst reiðubúin að koma til 4 Íslands . Það varð úr og kom hún til Akureyrar daginn fyrir aðgerðina og gist i hjá ákærðu eina nótt. Ákærða kvað aðgerðina hafa farið fram í stofunni heim hjá henni. Hún kveðst hafa gefið brotaþola 125 mg. endaþarmsstíl fyrir aðgerðina, en ekki önnur lyf. Hún kveðst ekki vita hvort konan hafi gefið honum einhver lyf. Ákærða kvaðst ekki viljað horfa á aðgerðina, en séð að brotaþoli hafi legið á gólfinu í stofunni, þar sem aðgerðin fór fram. Hún hafi treyst konunni til að framkvæma aðgerðina . Brotaþoli hafi verið vakandi meðan aðgerðin fór fram og hafi hann grátið allan tímann. Aðgerðin hafi tekið tæpar tíu mínútur, en að henni lokinni hafi konan sett bómull og sárabindi á lim brotaþola , eftir að hafa borið á skurðsvæðið Povidona og Mercurocomo. Konan hafi verið með bláa einnota hanska og klæðst slopp með hettu á meðan aðgerðinn i stóð. Að lokinni aðgerð hafi konan f a rið með Strætó til Reykjavíkur . Ákærða kveðst hafa greitt henni 300 evrur í reiðufé fyrir verkið og 20.000 krónur í ferðakostnað . Ákærða kvaðst ekki hafa rætt aðgerðina við L , barnsf ö ð u r hennar , þar sem hann hafi verið erlendis á þessum tíma. Ákærða kvaðst hafa látið vita á leikskólanum að umskurður væri í undirbúningi á brotaþola , þegar hún fór með eldri son sinn til vistunar morguninn sem aðgerðin fór fram. Ákærða kvaðst hafa rætt við ljósmóðu r um umskurð s aðgerðir og komist að því að slíkar aðgerðir væri ekki framkvæmdar á Íslandi. Hún sagðist ekki þekkja íslensk lög og baðst afsökunar á því ef lög hefðu verið brotin. Henni fannst vera pressa á sér þegar konan var komin til Íslands og kvaðst hafa verið örlítið hrædd við hana. Ákærða kvað heilsu brotaþola vera góða þegar skýrslan var tekin. L , kt. , með ríkisfang, gaf skýrslu hjá lögreglu 20. september 2023 og hafði þá réttarstöðu sakbornings. Hann er faðir brotaþola . Hann k vaðst haf a verið í útlöndum þegar umskurður brotaþola fór f ram. Hann kvað lögregluna hafa hringt í sig þennan dag og til kynnt það sem gerst hafði. Hann sagðist ekki hafa vitað af aðgerðinni . Hann kvaðst hafa flogið til Íslands daginn eftir. Á þessum tíma hafi hann og ákærða ekki búið saman , en e ftir komuna til Íslands hafi hann tekið íbúð á leigu fyrir fjölskylduna. Skýrslugjafi kvað það vera t rú í fjölskyldu sinni að drengir sem ekki væri umskornir fyrir tíu ára aldur myndu deyja. Hann ský rði frá því að eldri sonur hans og ákærðu hafi verið umskorinn á Spáni, þar sem enginn hafi getað framkvæmt þá aðgerð á Íslandi. S kýrslugjafi kvað ákærðu nýkoma til Íslands og hafi ekki þekkt til laga og reglna hér á landi. Hún hafi verið hrædd um að missa brotaþola og þess vegna farið þessa leið. S kýrslugjafi kvað brotaþola líða vel þegar skýrslan var tekin. 5 Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærð a kvaðst hafa komið til Íslands í febrúar 2020, þá ólétt af eldri syni sínu m . Við mæðraeftirlit kvaðst hún hafa spurt ljósmóður hvort hún gæti fengið umskurð fyrir son sinn. Ljósmóðirin hafi benti henni á spítalann. Fæðingalæknirinn hafi sagt að umskurð ur væri ekki gerð ur á spítalanum og hún kvaðst hafa skil i ð það þannig að það væri ekki gert á þessum spítala , þar sem enginn sérfræðingur væri til staðar á þessu sviði . Eftir fæðinguna kvaðst hún hafa spur t ljósmóður hvort möguleiki væri á umskurði en hún hafi svarað neitand i og sag t að sumir færu til útlanda í þessum erindagerðum. Ákærða kvað að e ldri sonur sinn hafi verið umskorinn í Almeríu á Spáni á spítala hjá sérfræðingi á meðan hún hafði gild ferða gögn . Hún kv a ðst ekki hafa viljað fara þangað aftur , þar sem ferðalagið þangað væri erfitt. Ákærða kvaðst þá hafa hrin gt í vinkonu sína á Ítalíu til að leita ráða um umskurð . Vinkonan hafi sen t henni nafnspjald konu sem hún kannaðist við, hafði hitt hana í lest. Ákærða kvaðst hafa hring t í þessa konu , sem kvaðst hafa starfsreynslu á þessu sviði á Ítalíu og Þýskalandi. Ákærða kvaðst þá hafa sent tölvupóst til innflyt je nda yfirvalda og b eðið um leyfi að fá að ferðast til út landa . Eftir sex mánuði hafi kom ið svar . Þ á hafi vegabréfsáritun hennar verið runnin út , synir hennar komnir með leikskólapláss og hún ekki viljað taka þá úr leikskólanum. Ákærða kv a ðst hafa hringt í konuna á Ítalíu og skýrt henni frá því að hún gæti ekki komið þangað. Kona n sagðist einnig vinna á Íslandi, það fannst ákærðu hljóma vel . Ákveðið var að konan kæmi til Íslands til að vinna verkið fyrir umsamið verð , 300 evrur. Konan hafi bókaði flug sem var síðan aflýst. Hún hafi ó vænt hring t í ákærðu og sag st vera komin til Íslands. Ákærða kvaðst h afa reiknað með að umskurðurinn færi fram í Reykjavík. Konan hafi þá boðist til að koma til Akureyrar , af því ákærða væri með tvö l í til börn . Konan vildi a ð ákærða borgaði flugið fyrir hana. Konan hafi kom ið seint daginn fyrir umskurðinn og gist hjá ákærðu um nóttina. Þegar ákærða hafi sótt börn in sín á leikskólann daginn fyrir umskurðinn hafi hún skýr t frá því að brotaþoli kæmi ekki daginn eftir vegna umskurð ar . Ákærða kvað umskurðinn hafi farið fram á stofugólfinu eftir þrif og sótthreinsun með spritti og hafi hún brei tt hvítt handklæði á gólfið og konan hafi framkvæm t umskurðinn þar. Ákærða telur að brotaþoli hafi ekki verið deyfður fyrir aðgerðina. Ekkert blóð hafi verið í hvíta handklæð inu eftir aðgerðina , sem tók 5 - 10 mínútur. Ákærða kvað st hafa verið inn i í stofunni ef eitthvað hefði komið upp á meðan aðgerðinni , en hafi jafnframt sinnti eldri syni sínum í öðru herbergi. Hún kvaðst ekki hafa séð aðgerðina. Hún kvaðst ekki hafa haft neitt um það að segja hvernig aðgerðin fór fram og ekki tekið neinar ákvarðanir um lyfjagjö f. Konan hafi l átið ákærðu hafa joð til sótthreinsunar og ráð lagt að brotaþola yrði gefið verkjalyf á 5 - 6 klukkustunda fresti. Eftir umskurðinn hafi fulltrúar frá barnaverndaryfirvöldum komið heimili sitt. Þeir hafi kannað aðstæður og spur t um konu na sem framkvæmdi umskurðinn. Ákærða hafi afhent þeim nafnspjald hennar og hafi tjáð þeim að hún væri sérfræðingur. Þá hafi fulltrú i barnavern daryfirvalda lagt til til að brotaþoli færi upp á s pítala til skoðunar til að tryggja að allt væri í lagi. Ákærða kveðst hafa samþykkt það og f arið með þeim. Ekki hafi blætt úr brotaþola við komuna á sjúkrahúsið. Eftir skoðun hafi verkjalyfin smá saman hætt að virka á brotaþola , hann orðið verkjaður og f arið að gráta. 6 Ákærða kveðst hafa látið umskera brotaþola, son sinn , í góðri trú til að hann gæti lifað góðu lífi. Hún kvaðst vera kristin. Það væri hefð hjá henn ar fólki og manninum hennar að láta umskera drengi. Hún kvaðst ekki hafa vitað að þetta væri brot á íslenskum lögum , taldi að hún væri ekki að gera neitt rangt. Hún kveðst hafa umskorið brotaþola vegna hefðar og trúar. Hún kvaðst vera móðir og hafa verið áhyggjufull vildi ekki taka neina áhæt t u varðandi drenginn, þar sem hefðin hjá manninum hennar sé sú að láta umskera. Hún vildi ekki að þetta yrði of seint. Ákærða kveðst ekki hafa rætt tímasetningu umskurðarins við manninn sinn, hann haf i verið útlöndum á þessum tíma , en hún hafi gert það í byrjun þegar áætlað var að láta gera umskurðinn í útlöndum. Ákærða kvaðst ekki h afa rætt það við manninn sinn hvenær þyrfti í síðasta lagi að vera búið að umskera brotaþola, en það hafi v erið nauðsynlegt. Ákærða kvað brotaþola hafa það gott núna. Hún á þrjú börn, tvo stráka og eina stúlku sem öll eru fædd á Íslandi. Ákærð a staðfesti n afnspjald konunnar sem framkvæmdi umskurðinn og lögreglan haldlagði við rannsók n málsins . Einnig staðfesti hún lögregluskýrslu sem tekin var af henni við rannsókn málsins Vitnið , L , faðir brotaþola, kvað það hefð hjá s inni fjölskyldu að umskera drengi fyrir tíu ára aldur . Ef það væri ekki gert lei ddi það til dauða. Þ að hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun að láta umskera brotaþola á þeim tíma sem það var gert . Vitnið kvaðst ekki hafa vitað um tímasetninguna . Hann og ákærða hafi verið búin að ráðger a að láta gera það erlendis, en það h e f ði ekki gengið. Vitnið kvaðst ekki hafa verið á Íslandi þegar umskurðurinn átti sér stað. Lögreglan haf i haft samband við han n og l átið hann vita hvað h a fði gerst. Þegar hann kom til landsins tveimur dögum seinna var b rotaþoli kominn heim af sjúkrahúsinu og leið vel. Vitnið kvaðst hafa búið á Íslandi síðustu átta ár. Hann tók fram að ákærða væri góð kona og góð móðir. Vitnið hvað brotaþola hafa jafnað sig vel. Hann hafi verið farinn að hoppa um þremur dögum eftir spítal a vistina og hann sé glaður og kátur strákur bæði heima og í skóla num. Vitnið staðfesti að hafa gefið skýrslu sem sakborningur á rannsóknars t igi. Vitnið , l ögreglumaður nr. M , kvaðst hafa rannsakað málið í upphafi eftir tilkynningu frá barnavernd. Vitnið kvaðst hafi farið á sjúkrahús ið Akureyrar og hi tt ákærðu þar , án þess að taka af henni skýrslu , þar sem h enni leið greinlega mjög illa. Hann fékk hins vegar upplýsingar á vettvangi frá henni um konuna sem gerði umskurðinn á brotaþola . Nafn hennar reyndist vera F . Markmiðið lögreglunnar hafi verið að hafa upp á henni og stöðva för hennar úr landi. Á grundvelli upplýsinga frá ákærðu beindi hann erindi til Keflavíkurflugvallar með beiðni um að för hennar úr landi yrði stöðvuð. Það gekk ekki eftir. Einnig fékk lögregl a heimild hjá héraðsdómi til að skoða hjá íslenskum símafyrirtækjum þrjú erlend símanúmer , sem konan hafði látið ákærðu hafa. Vitnið kvaðst hafa gert frumskýrslu málsins, en kvaðst ekki hafa farið í húsrannsókn á heimili ákærðu 28. september 2022 . Hann kvaðst hafa komið að frekari vinnu við að hafa upp á konunni . Með milligö n gu Alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hafi verið útbú in verkbeiðni til ítalskra yfirvalda , þar sem óskað var upplýsingum um fyrrgreinda F . Enginn svör bárust hins vegar frá Ítalíu við rannsókn mál s ins , þrátt fyrir ítrekanir. 7 Vitnið staðfesti að hafa ritað frumskýrslu í málinu og aðkomuskýrslu. Vitnið , B , félagsráðgjafi hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar , kvaðst hafa tekið við tilkynningu frá Leiks k ól anum C , þar sem móðir hafði látið vita um fyrirhugaðan umskurð á brotaþola . Í fyrstu hafi verið kannað hvort brotaþoli ætti pantaðan tíma á sjúkrastofnunum á Akureyri. Það reyndist ekki vera. F arið hafi verið á heimili ákærðu , en þar hafi v erið ákærð a og brotaþol i. Vitnið kvaðst hafa f en gið upplýsingar um að umskurður hafi verið gerður stuttu áður . Vitnið sá e kkert á brotaþola við komu , virtist hress og kátur. Aðkoman í íbúðinni hafi ekki verið góð, mjög vond lykt og lítið um innanstokksmuni. Ákærða hafi sýnt hvar umskurðurinn fór fram inn í stofu. Tæki og tól h afi verið til staðar í sorpi , meðal annars umbúðir og skæri. Vitnið kvaðst ekki hafa séð að íbúðin hafi verið sérst aklega þrif in. Vitnið kvaðst hafa ráðlagt að drengurinn færi upp á spítala og var kom i ð þangað um tólf leytið. Ákærða hafi verið óörugg við komu sína á heimilið og hún hafi f a rið eitthvað seinna á spítalann. Vitnið kvað töluverða bið hafa verið eftir skoðun á brotaþola . Á þeim tíma hafi hann ekki fengið nein verkjalyf og eftir um það bil tvo tíma hafi farið að gráta mikið og farið að blæða úr honum . Upp úr því fékk hann skoðun á bráðadeild. Vitnið staðfesti gerð dagál s í málsgögnum, sem var unnin að kvöldi eða daginn eftir aðgerðina. Vitnið , J , þvagfæraskurðlæknir , kvaðst hafa skoðað brotaþola á bráðadeild SAk ásamt fleiri læknum. Þeim hafi þótt r étt að skoða áverkana í svæfingu, enda mjög erfitt að skoða börn í þessu ástandi án svæfingar. Eftir skoðun í svæfingu kom í ljós að gera þurfti aðgerð á brotaþola. Vitnið kvað K , skurðlækni , hafa verið ábyr gan fyrir aðgerðinni , en að v itn i ð haf i gert marga þætti aðgerð inni , enda hafi hann haft meiri reynslu á þessu sviði . Brotaþoli hafi verið leiðsludeyfður í getnaðarlim með staðdeyfilyfi. Í ljós kom fe rskur léttblæðandi yfirborðsáverki, ekki djúpur, eins og eftir umskurð, sem átti eftir að klára með saumum. Aðspurður kvaðst vitnið ekki hafa skoðað brotaþola strax við komu á bráðadeild og því gæti hann ekki staðfest blæðingu á þeirri stundu. Þvagrásin hafi verið heil. Í sárinu hafi verið þráður, eingirni, sem líklega hafð verið notaður til að stöðvar bláæðablæðingu. Hann hafi verið fjarlægður. Brennt hafi verið fyrir allar blæðingar til að stöðva þær . Um hafi verið að ræða bláæðablæðing u , sem ekki haf i verið lífshættuleg í þessu tilviki. Síðan hafi verið saumað saman ytra blað forhúðar upp að in nra bla ði forhúðar, að því marki , sem það var enn til staðar . Síðan hafi verið b úið um sárið og settur þvagleggu r til að öryggis fram hjá sárasvæðinu , að minnsta kosti fyrsta sólarhringinn. Aðspurður kvað vitnið hafa heyrt að innra og ytra bl að forhúðar væri ekki alltaf saumað saman , en í kennslubókum sem hann hafi kynnt sér væri hins vegar mælt eindregið með að sauma saman blöðin. Aðspurður kvað vitni ð að umskurð ur í heimahúsi fylg di aukin sýking a rhætta . Einnig kvað hann erfiðar við þær aðstæður að bregðast við óvæntum uppákomum. Aðspurður k vað vitnið ekki vera hægt að segja með vissu hvað hefði gerst ef aðgerðin hefði ekki verið gerð. Í því sambandi nefndi hann helst örmyndun við sárið og í versta falli drep í kringum sárið. Aðspurður taldi vitnið að umskurð ur og eftirfarandi aðgerð haf i verið töluvert inngrip í líf brotaþola. 8 Vitnið kvaðst vita að umskurðsaðgerðir í lækningaskyni væri framkvæmd a r á L andspítala num , en slíkar aðgerðir væru ekki gerð a r á Akureyri. Aðspurður kvaðst hann ekki vita til að umskurð i r væri gerð i r hér á landi af menningarlegum ástæðum . Aðspurður taldi vitn i ð að umskurð ur inn á brotaþola hafi verið vel gerður á fyrsta stigi, en tók fram að inn ra blað forhúðar hafi verið nánast allt fjarlægt. Hann kvað umskurðinn ekki hafa verið lokið að fullu, þar sem eftir var að sa u ma sárkantana saman. Aðspur t t aldi vitnið að brotaþoli ætti ekki að bera skaða eða lýti af þess u inngripi, en tók fram að hann h afi ekki skoðað brotaþola eftir aðgerðina. Aðspurður taldi h ann að aukin hætta hafi verið á varanlegum skaða eða lýti, ef skurðaðgerð in hefði ekki verið gerð . Vitnið staðfesti aðgerð a rlýsing u og efni hennar, sem hann gerði, dags. 27. sep tember 2022. Aðspurður kvaðst hann þó ekki geta staðfest að ástæða komu brotþola hafi verið töluverð blæðing. Hann kvaðst ekki hafa skoðað brotaþola við komu, heldur einhverju seinna á sjúkrahúsinu. Vitnið , K , skurðlæknir , kvaðst hafa skoðað brotaþola á bráðadeild SAk ásamt fleiri læknum , en ekki við komu hans þangað. Laga hafi þurft skurð á getnaðarlim eftir umskurð í heimahúsi. Það hafi verið töluverð blæðing og áverki sem þurfti að laga. Ekki hafi verið um að ræða líf s hættuleg a blæðing u . Vitnið kvaðst hafa verið ábyrgur skurðlæknir við aðgerðina , en J , þvagfæraskurðlæknir , hafi einnig tekið þátt í henni. Vitnið kvaðst hafa s koðaði brotaþola í legunni á sjúkrahúsinu og við útskrift, en hann hafi ekki séð brotaþola síðan. Aðspurður um áhættu að framkvæma umskurð í heimahúsi nefndi hann sérstaklega blæðingar - og sýkingarhættu. Vitnið taldi ekki nauðsynlegt að gera umskurð á skurðstofu við fullkomnustu aðstæður . Hann tók fram að umskurðsaðgerðir fær u fram við allar mögulegar aðstæður í heiminum. Vitnið tald i e rfitt að meta hvernig málin hefðu þróast , ef ekki hefði verið gripið inn í með skurðaðgerð. Blæðingin hafi vissulega verið virk, en líklega hefði hún stöðvast án aðgerðar. Þetta hafi ekki verið hættuleg blæðing að mati vitnisins við þessar aðstæður. Hann kvað erfitt að spá fyrir um hvernig vefir á lim brotaþola hefðu gróið , ef ekki hefði verið gerð aðgerð í kjölfarið . Umskurðurinn hafi verið hálf gerð ur að mati vitnisins , búið var að skera forhúðina frá, eftir stóð opið sár og húðin laus frá , en almen na reglan sé sú að sauma húðkantin n við rétt neðan við kónginn til festa forhúðina og til að koma í veg fyrir myndun örvefs. Hann tók fram að enginn anna r skað i hafi komið í ljós, s.s. hafi þvagrásin verið heil. Vitni taldi að brotaþoli hafi ekki verið með mikla verki daginn eftir, en honum fannst óþægilegt að láta skipta um umbúðir á sárinu. Vitnið tók fram að það vissi ekki um venjur við slíkar aðgerðir sem gerðar væru heimahús um , svo sem hvort saumað væri eða ekki . Hann kvaðst eingöngu hafa séð ummer ki eftir umskurð i , sem hefðu verið saumað i r. Aðspur t kvað vitnið umskurð brotaþola og eftirfarandi aðgerð hafa verið alvarlegt inngrip í líf hans við þessar aðstæður. Umskurður við bestu aðstæður væri mun minna inngrip. Aðspurður taldi vitnið að umskurðsaðgerðir á drengjum og fullorð n u m karlmönnum væru framkvæmdar á Íslandi, en eingöngu af læknisfræðilegum ástæðum. Hann kvaðst hafa starfað við lækningar í Svíþjóð . Þ ar í landi væri töluvert leitað á bráðamóttöku sjúkrahúsa vegna afleiðinga umskurð s aðgerð a, sem væru gerðar utan sjúkrahúsa . Aðspur t kvað st vitnið að umskurð i r af menningarlegum ástæðum væri talsvert 9 algeng i r í Svíþjóð. Að litlum hluta væru slíkar aðgerðir gerðar inn á sjúkrahúsum Aðspurður kvaðst vitnið ekki sjálfur gera umskurðsaðgerðir á n þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Aðspurður kvað hann umskurð geta haft afleiðingar , en tók fram að oftast hefðu slíkar aðgerðir ekki neinar a fleiðingar og vísaði til þess að slíkar aðgerðir væri gríðarlega algengar í heiminum. Vitnið staðfesti áverkavottorð og efni þess, sem hann gerði, dags. 4. apríl 2024. Auk þess gáfu skýrslu fyrir dómi, I , barnalæknir og H , hjúkrunarfræðingur. Niðurstaða Ákærð u í máli þessu er gefið að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás , brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa þriðju dagsins 27. október 20 22, á þáverandi heimili sínu að , Akureyri , fengið óþekkta konu til að skera forhúð af getnaðarlim ólögráða sonar s íns , bro taþola , í málinu. Samkvæmt ákærunni u rðu afleiðingar háttseminnar þær að leitað var með brotaþola á sjúkrahúsið á Akureyri sama dag . Hann hafi dvalist þar í tvo daga eftir að haf a þurft að gangast undir svæfingu og skurðaðgerð. Í ákæru er jafnframt tilgre int að ákærða hafi með þessari háttsemi ógnað lífi og velferð brotaþola á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Í ákæru er þessi háttsem i talin va rða við 2. mgr. 218. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr . b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022. Samkvæmt 108. gr., 109. og 111. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu um sekt ákærðu og atvik, sem telja má henni í óhag . D ómari metur hverju sinni hvort nægileg s önnun liggi fyrir, sem ekki verð ur vefengd með skynsamlegum rökum , um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti. Dómur skal jafnan reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Óumdeilt er í málinu að ákærða fékk erlenda konu til að koma til landsins gegn gjaldi til að umskera son sinn, brotaþola . Óumdeilt er að ákærða fór með forsjá sonar síns þegar umskurðurinn fór fram og að f aðir hans var samþykkur að hann yrði umskorinn. Sa m kvæmt framburði föðurins hjá lögreglu sem hann staðfesti fyrir dómi voru hann og ákærða búin að ákveða að umskera brotaþola , þótt hann vissi ekki fyrir fram af aðgerðinni þann 27. september 2022 . Á þeim tíma var hann staddur í útlöndum . Ákærða hefur frá upphafi rannsóknar haldið því fram að hún hafi hvorki séð umskurðinn né haft nein áhrif á framkvæmd hans , enda hafi hún talið að viðkomandi kona væri sérfræðingur á þessu sviði . Ekkert í málinu varpar ljósi á að ákærða hafi gefið konunni fyrirmæli um framkvæmd umskurðarins . V erður sú staðreynd lögð til grundvallar við úrlausn málsins. Ákærða kveðst hafa treyst konunni til verksins á grundvelli þeirra upplýsinga sem hún hafi aflað fyrir aðgerðina. Viðkomandi kona kynnti sig sem sérfræðing á þessu sviði , einnig eins og kemur fram á framlögðu nafnspjaldi hennar . Ekkert liggur fyrir í málinu sem sannar raunverule ga færni konunnar til þessa verks og ber ákæruvaldið hallan af því . Ekki er nægileg sönnun fram komin í málinu , sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum , að konan sem framkvæmdi umskurðinn hafi verið óhæf til þess og það hafi átt að vera ákærðu ljóst. 10 Það er alkunna að umskurður ungra drengja er algengur víða um heim og hefur svo verið um langan aldur. Umskurð ur eru stundum framkvæmd u r af læknisfræðilegum ástæðum, en einnig mjög oft af t rúarleg um sjónarmið um og öðrum samfélagshefð um . Í þessu sambandi er vísað til ummæla vitnisins K , skurðlæknis. Ákærða er með ríkisfang og kom til Íslands árið 2020. Fyrir dómi kvaðst hún v era kristin og hefði vanist því að drengir væri umskornir. Barnsfaðir hennar er einnig með ríkisfang. Fyrir lögreglu og fyrir dómi lýsti hann því að það væri sterk hefð fyrir því í hans fjölskyldu að umskera drengi fyrir tíu ára aldur. Ef það væri ekki gert myndu þeir deyja. Umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi , andstætt líkamsárás g agnvart kynfærum stúlkna og kvenna , samanber 218. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. l . 83/2005, 3. gr. og l . 153/2020, 7. gr. Ákærða bar fyrir lögreglu og fyrir dómi að hún hafi verið í góðri trú að láta umskera brotaþola og eingöngu haft í huga velferð hans. Einnig kom fram hjá ákærðu að hún hafi haldið að umskurður drengja væri ekki bannaður hér á landi, þótt ekki væri hægt að fá slíkt gert á sjúkrastofnunum á Akureyri . Í málinu er óumdeilt að ákærða skýrði frá fyrirhuguðum umskurði á leiksóla brotaþola, áður en hann fór fra m . Um afleiðingar háttsemi , sem er lýst í ákæru er látið við það sitja að tilgreina að leitað hafi verið með brotaþol a á s júkrahúsið á Akureyri , án þess að greina nána r frá heilsufars ástandi han s á þeirri stundu þegar ákveðið var að leita á bráðadeild SAk. Til viðbótar er tilgreint í ákæru um afleiðingar að brotaþoli hafi gengist undir svæfingu og skurðaðgerð og dvalist á sjúkrahúsinu í tvo daga og auk þess án frekari skýringa að háttsemi ákærðu hafi ógnað lífi og velferð brotaþola á sérstaklega sársau kafullan og meiðandi hátt . Ekki verður séð af gögnum málsins að brýn heilsufarsleg nauðsyn hafi verið ástæða þess að farið var með brotaþola á bráðadeild SAk þennan dag. Sjá einkum vitnisburð B , sem taldi r étt af öryggisástæðum að láta skoða brotaþola á sjúkrahúsi. Af vitnisburði læknanna J og K má ráða að umsku rði brotaþola hafi að þeirra mati ekki verið lokið þegar þeir skoðuðu brotaþola , en töldu hann þó ekki að hann hafi verið í lífshættu. Þeir töldu hins vegar nauðsynlegt að sauma saman hringsár á fo rhúð m eðal annars til að stuðla að réttum gróanda og til að hindra myndun örvefja. Vitnið K kvaðst vita til þess eftir starfsreynslu í Svíþjóð að umskurðir utan spítala væri stundum gerðir án þess sauma forhúðarvef i saman . Dómurinn telur ekki sannað að ák ærða hafi ógnað lífi og velferð brotaþola með háttsemi sinni, með því að heimila umskurð á brotaþola, enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir. Ákærða kom ekkert að framkvæmd umskurðarins, enda fékk hún til verksins kon u, sérfræðing, sem hún treysti til verksins , eins og áður greinir. Með hliðsjón af framangreindu þykir háttsemi ákærðu ekki samrýmast verknaðarlýsingu í ákæru , að það hafi verið hættuleg líkamsárás að fá óþekkta konu til að skera forhúð af getnaðarlim brotaþola eða með öðrum orðum umskera hann. Með sama hætti þyk ir dómnum að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna ákærða hafi ógnað lífi og velferð brotaþol a með háttsemi sinni , með því að heimila umskurð á brotaþola . Við mat á huglægum þáttum ákærðu við háttsemina ber að líta heilstætt á framangreint að virtri meginreglu 108. gr. laga um meðferð sakamála . V arhugavert er að telja fram komna fulla sönnun þess að ákærð a hafi með ásetning i eða gáleysi kom ið því til leiðar með hættuleg ri líkamsárás að brotaþoli var umskorinn . Einnig er varhugavert að telja fram komna fulla sönnun þess að um hafi verið að 11 ræða gáleysi ákærð u til meintra afleiðinga verknaðarins , enda er u slíkar aðgerð ir tíðka ðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir, eins og áður greinir . Ber því að sýkn a ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins . Samkvæmt 2 . mgr. 17 6 . gr. laga meðferð sakamála verður einkaréttar kröfu A vísað frá dómi . Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði , samkvæmt 2. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála , þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærð u á rannsóknarsigi og fyrir dómi og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, hvoru tveggja að teknu tilliti til virðisaukaskatts, eins og nánar segir í dómsorði. Ingvar Þóroddsson , settur héraðsdómari , kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærða, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Kröfu A er vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærð u , Friðriks Smárasonar, lögmanns, 2.444.040 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Áslaugar Láru Lárusdóttur, lögmanns, 1.045.250 krónur , auk ferðakostnaðar hennar , 49.200 krónur.