Héraðsdómur Reykjaness Dómur 17. júlí 2025 Mál nr. S - 1188/2025 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Gunnar i Jóhann i Gunnarss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var þingfest 7. maí 2025 og dómtekið 25. júní sama ár. Málið höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 7. apríl 2025, á hendur ákærða Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, kt. 000000 - 0000 , þá með ótilgreint heimilisfang í en dvalarstað , fyrir, svo sem ákæru var breytt á dómþingi 25. júní 2025, eftirtalin hegningarlagabrot og brot á lögum um ávana - og fíkniefni: I. Fyrir h y lmingu með því að hafa miðvikudaginn 24. apríl 2024, á , haft í vörslum sínum olíukálf, merktan , sem innihélt 2000 l af dísilolíu, að verðmæti allt að 2.976.000 kr., sem tekinn var ófrjálsri hendi á tímabilinu 23. apríl 2024 til og með 24. apríl 2024, við , og lögregla fann og haldlagði en með háttsemi sinni hélt ákærði ólíkálfinum frá lögmætum eiganda og umráðamanni. II. Fyrir h y lmingu með því að hafa miðvikudaginn 24. apríl 2024, á , haft í vörslum sínum fjórhjól með verksmiðjunúmerið sem tekið var ófrjálsri hendi þann 18. mars 2024 og lögregla fann og haldlagði en með háttsemi sinni hélt ákærði fjórhjólinu frá lögmætum eiganda og umráðamanni. 2 III. Fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni með því að hafa miðvikudaginn 24. apríl 2024, haft í vörslum sínum á samtals: 1,82 g af amfetamíni, 0, 73 g af kókaíni og 0,29 g af tóbaksblönduðum kannabisefnum sem lögregla fann og lagði hald á þegar ákærði var handtekinn vegna ákæruliða I. og II. Er háttsemi ákærða samkvæmt ákæruliðum I. og II. talin varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemi hans samkvæmt ákærulið III. við 2. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018, allt sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á haldlögðum 1,82 grömmum af amfetamíni, 0,73 grömmum af kókaíni og 0,29 grömmum af tóbaksblönduðum kannabisefnu m, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974. Ákærði kom fyrir dóminn 25. júní 2025 og játaði undanbragðalaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt framansögðu og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Var því farið með málið að hætti 164. gr . laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnufærslu eftir að sakflytjendur höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst þess að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst ve rjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt öllum liðum ákæru, og þar þykir rétt heimf ærð til refsiákvæða. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða hefur hann hlotið átta fangelsisdóma frá því hann varð lögráða, þar af tvo í Noregi, fyrir ýmis brot gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum. Ákærða var síðast gerð fangelsisrefsing 4. mars 2021 en hann var þá dæmdur í Noregi til að sæta fangelsi í fimm ár. Honum var veitt reynslulausn frá 15. mars 2023, með 605 daga reynslutíma, á 605 daga eftirstöðvum þeirrar fangelsisrefsingar. Þegar mál þetta kom upp var ákærða með úrskurði Héraðdóms Rey kjaness 24. apríl 2024 gert að afplána eftirstöðvar þeirrar refsingar. Ákærði játaði brot sitt greiðlega fyrir dómi og samþykkti upptökukröfu án undanbragða. Að því og öðru framansögðu gættu og með vísan til 5. og 8. tölul. 1. mgr. 3 70. gr. almennra hegnin garlaga nr. 19/1940 þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með hliðsjón af aldri og sakaferli ákærða þykja ekki standa efni til að skilorðsbinda tildæmda refsingu . Þá skulu með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana og fíkn iefni gerð upptæk haldlögð 1,82 grömm af amfetamíni, 0,73 grömm af kókaíni og 0,29 grömm af tóbaksblönduðum kannabisefnum. Á dómþingi 25. júní 2025 lýsti sækjandi því yfir að fallið væri frá ákæru fyrir þjófnað samkvæmt ákærulið I. og þar með umtalsverðum hluta sakargifta samkvæmt viðkomandi ákærulið í upphaflegri ákæru. Verður ákærði því með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eingöngu dæmdur til að greiða hluta sakarkostnaðar. Er þar einvörðungu um að ræða þóknun skipaðs verja nda hans, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, og aksturskostnað hans. Með hliðsjón af því sem framlögð gögn bera með sér um umfang málsins á rannsóknarstigi og leiðbeinandi reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2025 og að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmanns ins þykir þóknun hans hæfilega ákveðin 1.674.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnaður hans 16.074 krónur. Skal ákærði greiða hluta þóknunar skipaðs verjanda síns og aksturskostnaðar greiðast úr ríkissjóði. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Gunnar Jóhann Gunnarsson , sæti fangelsi í tvo mánuði . Ákærði sæti upptöku á haldlögðum 1,82 grömmum af amfetamíni, 0,73 grömmum af kókaíni og 0,29 grömmum af tóbaksblönduðum kannabisefnum . Ákærði greiði hluta 1.674.000 króna þóknunar skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns , og hluta 16.074 króna aksturskostnaðar hans. Hulda Árnadóttir