Héraðsdómur Reykjavíkur     Dómur  24. júní 2019     Mál nr.  E - 2731/2018 :     Erlendur Pétursson   Jón Sigurðsson   g egn   Íslenska  ríkinu   Óskar Thorarensen       Dómur     Mál þetta sem var höfðað 10. september 2018 var dómtekið 15. maí 2019.  Stefnandi er Erlendur Pétursson,  [ -- ] , Reykjavík, en stefndi er íslenska ríkið,  Hverfisgötu 6, Reykjavík.    Dómkröfur stefnanda eru þær  aðallega   að stefnda verði gert að greiða stefnanda   14.765.430 krónur, auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri  upphæð frá 10. september 2018 til greiðsludags.  Til vara   er þess krafist að stefnda  verði gert að greiða stefnanda 11.268.950 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr.  6. g r. laga nr. 38/2001 af þeirri upphæð frá 10. september 2018 til greiðsludags. Þá  krefst stefnandi málskostnaðar.    Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk málskostnaðar, en  til vara að krafa stefnanda verði lækkuð verulega og að málskos tnaður verði felldur  niður.    I.   1.    Stefnandi var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálstofnun þann 12. desember  2016. Með bréfi stefnda, dags. 20. nóvember 2017, var stefnanda og öðrum forritara  sagt upp störfum frá og með 30. nóvember s.á. Í bréfi stefn da sem er með fyrirsögninni      Með bréfi þjónustufélags, FFSS, dags. 24. nóvember 2017, var óskað eftir  rökstuðningi fyrir niður lagningu starfsins. Í rökstuðningi stefnda, dags. 11. desember  2017, kemur fram að stofnuninni hafi verið komið á fót 1. október 2015. Miklar   2     breytingar hafi orðið innan hennar á skipulagi verkefna og mannauði frá þeim tíma,  auk þess sem stofnunin hafi það   að markmiði að útvista verkefnum í því skyni að ná  fram fjárhagslegri hagræðingu og vandaðri vinnubrögðum eða ef leita þarf eftir  þekkingu sem stofnunin búi ekki að. Stofnunin hafi um nokkurn tíma haft til skoðunar  endurskipulagningu upplýsingakerfa stofn unarinnar og vinnu forritara við þau. Er  tekið fram að ráðinn hafi verið ráðgjafi og kennari við Háskólann í Reykjavík til að  veita álit og ráðgjöf við þá vinnu. Þá segir að við stofnunina hafi starfað fjórir  forritarar sem sinnt hafi ólíkum verkefnum. Um  sumarið 2017 hafi þeir verið færðir  til innan stofnunarinnar og þeir unnið beint með sérfræðingum sem nýti viðkomandi  upplýsingakerfi innan stofnunarinnar. Það fyrirkomulag hafi síðan verið endurskoðað  en ákveðið að færa stöðugildi tveggja forritara sem ef tir voru af fagsviðum yfir á  verkefnastofu og vinni þeir nú að yfirferð á upplýsingakerfum í stað forritunar á  kerfum og vefjum.   Þá liggi einnig fyrir að stofnunin muni útvista hluta af þeim  verkefnum sem þeir sinntu áður. Jafnframt hafi verið ákveðið að l eggja niður störf  tveggja forritara og útvista þeim verkefnum sem þeir sinntu. Við ákvörðun um það  hvaða störf ætti að leggja niður og hver ætti að færa yfir á verkefnastofu hafi verið  horft til hæfni, reynslu og núverandi verkefna og lagt mat á það hvaða  hæfni, reynsla  og þekking myndi nýtast best innan stofnunarinnar í áframhaldandi verkefnum.  Jafnframt hafi verið gerð greining á umfangi verkefna með því að skoða starfslýsingar  og skráningar á breytingum á kerfum í svokölluðu GitHub.com sem haldi utan um  forritunarkóða og breytingar á honum. Er tekið fram að þessi skráning sé ekki  tæmandi varðandi umfang starfs stefnanda en gefi þó ákveðnar vísbendingar. Það hafi  verið niðurstaða stofnunarinnar, eftir skoðun á verkefnum stefnanda og hins  starfsmannsins sem   sagt hafi verið upp störfum, að umfang þeirra og afmörkun hefði  verið með þeim hætti að hagkvæmara væri að útvista þeim frá stofnuninni. Þá hafi  stofnunin einnig talið að þekking og hæfni þeirra forritara sem eftir urðu myndi nýtast  betur til að takast á  við ný og breytt verkefni í breyttu skipulagi.    Í greinargerð stefnda er tekið fram að annar þeirra forritara sem eftir var hjá  stofnuninni hafi látið af störfum og í staðinn hafi verið ráðinn sérfræðingur í  hugbúnaðarmálum sem ekki sé forritari. Hafi stof nunin ekki ráðið aðra forritara í stað  þeirra stöðugilda sem lögð voru niður.    Samkvæmt starfslýsingu stefnanda hjá stefnda, sem dagsett er 11. september  2017, var h lutverk hans m.a. að leiða hugbúnaðarvinnu og þarfagreina gagnagrunna   3     og vefi, þarfagreina  nýja grunna og vefi, auk þess að sinna vinnu við uppsetningu á  tölvum og aðgangskortum í samráði við aðra forritara Menntamálastofnunar og sjá  um viðhald og endurnýjun á námskrá.     2.   Í greinargerð stefnanda segir að hinn 17. nóvember, þ.e. þremur dögum áðu r en honum  var sagt upp störfum, hafi forstjóri Menntamálastofnunar komið til hans á starfsstöð  hans til þess að ræða við hann um stöðu hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. og hýsingu  þess á vefsíðum og vefkerfum fyrir stofnunina. Algjört kerfishrun hafði orðið   hjá  hýsingarfyrirtækinu á vefsíðum og vefkerfum fyrir stofnunina skömmu áður og eitt  kerfi sem Menntamálstofnun notaði hafi orðið óaðgengilegt vegna hruns hjá  fyrirtækinu 1984 ehf. Í kjölfar þessa samtals hafi verið haldinn fundur hjá forstjóra  stofnunari nnar vegna þessa sama máls. Hafi hvorki stefnandi né annar forritari sem  sagt var upp störfum verið boðaðir á þann fund, en fundinn sátu auk forstjóra þeir tveir  forritarar sem störfuðu áfram hjá stofnuninni. Það hafi svo verið næsta virka dag,  mánudaginn  20. nóvember 2017, sem stefnanda og öðrum forritara var sagt upp  störfum.      Í greinargerð stefnda segir að upplýsingatæknimál stofnunarinnar hafi verið í  mikilli gerjun áður en ákvörðun var tekin um niðurlagningu starfanna. Kerfishrun  1984 ehf. hafi hins v egar gert það að verkum að stofnunin ákvað endanlega að gera  breytingar á upplýsingatæknimálum og taka þau fastari tökum og hafi sú  endurskipulagning sem fór í hönd verið liður í því. Hafi Menntamálastofnun talið  skynsamlegt að hafa innanhúss tvo sérfræðin ga í upplýsingatæknimálum til að ná  heildstæðri sýn á þau mál hjá stofnuninni en að kaupa frekar sérfræðiþjónustu við  forritun hjá utanaðkomandi aðilum.  Í dæmaskyni nefnir stefndi í því sambandi að  Menntamálastofnun hafi sannanlega útvistað nær öllum forri tunarverkefnum sem  áður hafi verið hjá forriturum stofnunarinnar. Stofnunin hafi gert samninga um  forritunarvinnu vegna gagnagrunns um námsframboð og tengingar við  námskrárgrunn. Útvistað hafi verið forritun á gagnagrunni um starfslýsingar og  hæfnikröfur á samt listum yfir hæfniþætti og vinnu við vefviðmót fyrir Menntabrunn  þar sem upplýsingar úr gagnagrunnum eru gerðar aðgengilegar. Þá hafi forritun á  Skólagátt og á kerfum fyrir miðlun námsefnis einnig verið útvistað.      4     3.    Stefnandi, Erlendur Pétursson, og forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór  Guðmundsson, gáfu skýrslu fyrir dóminum. Einnig gaf skýrslu Hinrik Jónsson,  fyrrverandi starfsmaður Menntamálastofnunar.      Stefnandi tók fram að hann væri með BS - próf í tölvunarfræði. Hann hafi starfað  sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Menntamálastofnun, en hafi áður starfað hjá  Reiknistofu bankanna og hafi um 20 ára starfsreynslu í sínu fagi. Hann tók fram að  hann hefði verið el stur starfsmanna í faginu hjá stefnda og með lengsta starfsaldurinn.  Hann gat þess að fjórir forritarar hefðu starfað hjá stefnda á þessum tíma og að þeir  hefðu allir verið að vinna í svonefndri Skólagátt, auk þess að sinna öðrum störfum  jöfnum höndum. Ver kefnin hafi verið mjög fjölbreytt. Þá tók hann fram að hann hefði  komið að flestum öðrum kerfum og hefði ásamt öðrum unnið með alla vefi  stofnunarinnar. Haustið 2017 hefði hann byrjað að vinna við Námskrárvefinn og verið  að sinna því kerfi ásamt öðru þegar   honum var sagt upp. Það kerfi hafi verið hýst hjá  1984 ehf. Um aðra starfsmenn sem unnu þarna með honum tók hann fram að  forritararnir fjórir hefði unnið saman í upphafi en verkefnum hefði síðan verið skipt á  milli þeirra. Hann tók fram að annar forritara nna sem ekki hefði verið sagt upp störfum  væri tölvunarfræðingur en hinn væri ekki með sérstaka menntun á þessu sviði.  Starfsaldurinn þessara fjögurra hafi verið þannig að stefnandi hefði starfað lengst í  hugbúnaðargeiranum, eða 20 ár, hinn forritarinn, Ga rðar, sem einnig var sagt upp  hefði starfað í um 15 ár, hann væri með meistaragráðu í verkfræði. Stefnandi vissi  ekki um starfsreynslu Henrýs, en hann væri yngri, eða um 40 ára, og Þór um 27 ára  gamall og búinn að starfa í hugbúnaðargeiranum í 3  4 ár.    Ste fnandi bar m.a. að hýsingarfyrirtækið 1984 ehf. hefði séð um vistun á  namskra.is fyrir Menntamálastofnun. Stefnandi hefði nánast einn annast þetta kerfi  fyrir Menntamálastofnun á þessum tíma. Í vikunni sem kerfið hrundið hefði  forstjórinn komið reglulega o g rætt við hann og fleiri. Allt hafi virst vera á faglegum  nótum, þ.e. að afla upplýsinga og hvað væri hægt að gera ef allt færi á versta veg.  Föstudaginn 17. nóvember 2017 hafi verið boðað til fundar hjá forstjóra. Þeir tveir  forritarar sem ekki var sagt  upp störfum hefðu verið á fundinum ásamt tveimur öðrum  mönnum, en ekki stefnandi og Garðar. Stefnandi sagði að forstjóri hefði m.a. spurt  hann á föstudeginum fyrir uppsögnina hvort til væru afrit af þeim gögnum sem hýst  voru hjá 1984 ehf., og honum hefði f undist einkennilegt að stefnandi ætti ekki afrit af   5     öllu. Stefnandi kvaðst hvorki hafa heyrt um neina endurskipulagningarvinnu varðandi  forritunarstörfin áður en honum var sagt upp né heyrt áform um útvistun. Það hafi  þvert á móti verið bætt á forritarana  verkefnum og komið með nýjar hugmyndir sem  átti að framkvæma. Hann tók fram að hann hefði verið boðaður á fund hjá forstjóra  að morgni 20. nóvember 2017 og honum afhent uppsagnarbréf og málin ekkert rædd  því að forstjóri vildi ekkert ræða málið á þessari s tundu. Stefnandi bar að hann væri  án atvinnu í dag og væri búinn að sækja um 80 störf. Hann hefði ýmist fengið höfnun  á umsóknum sínum eða engin svör.      Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði að stefnda hefði ekki  verið sagt upp vegna ávir ðinga. Ákveðið hefði verið að segja upp tveimur  starfsmönnum. Um væri að ræða nýja stofnun og verið væri að móta starfsemina. Áður  en til uppsagnar kom hefðu starfað fjórir forritarar hjá stofnuninni. Hann tók fram að  uppsögnina hefði borið þannig að að ha nn hefði kallað stefnda og hinn forritarann til  sín ásamt trúnaðarmanni þar sem hann afhenti þeim bréf um niðurlagningu starfs  þeirra. Hann tók fram að ákvörðun um að segja stefnda og öðrum forritara upp hefði  verið þannig til komin að það hefði verið meti ð að innan stofnunarinnar þyrfti  grunnþekkingu á hugbúnaðarkerfinu. Farið hafi verið yfir þekkingu, færni, hæfni og  reynslu þeirra fjögurra forritara sem störfuðu hjá stofnuninni auk þess sem verkefni  þeirra hafi verið skoðuð, m.a. skráning í svonefnt GitH ub, kerfi sem heldur utan um  forritunarkóða og það hversu miklar breytingar eiga sér stað í kerfinu. Það sé ákveðinn  mælikvarði á það hvað verkefnin séu í mikilli þróun. Langmestar breytingar hafi verið  á kerfinu skólagátt sem annar þeirra forritara sem va rð eftir starfaði við. Þannig að  metið hafi verið að það kerfi væri í svo mikilli þróun að stofnunin þyrfti þann  starfsmann áfram í því. Það kerfi sem stefndi starfaði við hafi lotið meira að viðhaldi  en minna að þróunarvinnu. Einnig hafi verið metin hæfni   til að vinna að fjölbreyttum  verkefnum og að eiga samskipti við viðkomandi aðila og menntun og ferill. Hann  sagði að mat á því hverjum ætti að segja upp hefði farið þannig fram að þetta hefði  verið rætt ítarlega í stjórnendahópnum. Horft hafi verið til me nntunar, þekkingar og  reynslu viðkomandi en ekki síst til hæfni sem menn hefðu sýnt í starfi og eins þeirra  verkefna sem þeir voru að sinna. Greinilegt hafi verið að í skólagáttinni væri mesta  vinnan og það hefði þurft að vinna áfram í henni áður en hægt h efði verið að útvista  þeirri vinnu. Það sé búið að útvista þeirri vinnu núna, en stofnunin hafi ekki verið  tilbúin til þess á þessum tíma. Hin kerfin sem stefndi starfaði við hafi verið meira í   6     viðhaldi. Metin hafi verið færni og þekking manna til að takas t á við kerfin sem þeir  voru að fást við. Hann tók fram að samanburður á milli þessara fjögurra forritara hefði  farið fram með þeim hætti sem hann lýsti hér að framan en ekki þannig að farið væri  rækilega í gegnum samanburðinn og hann skráður á blað, heldu r hefði þetta verið rætt  í hópi stjórnenda og þeir metið sín á milli hvernig verkefnum væri best fyrir komið  þannig að stofnunin gæti sinnt þeim verkefnum sem þurfti að sinna. Hann áréttaði að  farið hefði verið yfir stöðuna í stjórnendahópnum og hún metin  af hópnum  sameiginlega. Hann kannaðist við gagnrýni annars þeirra forritara sem áfram starfaði  hjá stofnuninni á það að ekki hefði verið til afrit af gögnum sem hýst voru hjá 1984  ehf. Þá tók hann fram varðandi menntun hugbúnaðarsérfræðinga að hún skipti  a uðvitað máli en almenn sjónarmið varðandi hæfni væru þannig að hún væri samsett  af þekkingu, færni og ákveðnum viðhorfum. Menntun forritaranna hafi verið einn af  þeim þáttum sem voru til skoðunar, en aðrir þættir hafi vegið þyngra. Fyrst og fremst  hafi ver ið horft til þess hvernig hægt væri að halda viðkomandi kerfum það virkum  að þau þjónuðu sínum tilgangi. Hann tók fram að það hefði verið sameiginlegt mat  stjórnenda hverjir ættu að halda áfram störfum fyrir stofnunina. Um ástæður þess að  ekki lægi fyrir n eitt skriflegt mat kvað hann að þetta hefði verið rætt og að nægileg  gögn hefðu verið fyrir hendi til að taka ákvörðun.      Hinrik Jónsson var kerfisstjóri hjá stefnda en lét af störfum haustið 2018. Hann  sagðist hafa verið viðstaddur þegar forstjórinn kom t il stefnanda í kjölfar  kerfishrunsins hjá 1984 ehf. Forstjóri hafi spurt hvort ekki væri til afrit af gögnunum  og honum hafi verið brugðið. Henrý hefði komið þarna og hann hefði verið með  athugasemdir við að menn væru ekki að vinna vinnu sína og hefði þarn a átt við  stefnanda og Garðar, allt væri ómögulegt og forstjóri hefði gripið það á lofti. Í  kjölfarið hafi forstjóri farið inn á skrifstofu ásamt tveimur öðrum til að ræða þessi mál  eitthvað. Hann tók fram að í hans huga hefði ekki verið neinn vafi á því h ver hefði  verið ástæða uppsagnarinnar, en opinber skýring hefði verið önnur, þ.e.  skipulagsbreytingar sem hefðu verið löngu ákveðnar. Tók hann fram að það hefði  aldrei áður gerst að mönnum væri sagt upp með sambærilegum hætti og gert var  gagnvart stefnanda , þannig að mönnum væri gert að yfirgefa vinnustaðinn þá þegar.      II.   1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda    7     Stefnandi byggir á því að stefndi hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti   örfum. Ákvörðunin  sé jafnframt ógild að stjórnsýslurétti. Með uppsögninni hafi stefndi bakað stefnanda  tjón sem stefndi beri fébótaábyrgð á gagnvart stefnanda, en um sé að ræða hvort  tveggja kröfu um fjártjóns -   og miskabætur.    Stefnandi telur í fyrsta lagi   að engin lagaheimild sé fyrir hendi fyrir uppsögn.  Stefnandi hafi hvorki brotið af sér né fengið áminningu í starfi, sbr. 21. og 1. mgr. 44.  gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stefnanda hafi auk  þess ekki verið veittur andmæ laréttur áður en til uppsagnar var gripið, sbr. 1. mgr. 44.  gr. laganna. Uppsögn stefnda á ráðningarsamningi hafi því verið ólögmæt. Stefnandi  tekur fram að honum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust mánudaginn 20. nóvember  2017. Föstudaginn 17. nóvember haf i forstjóri stefnda komið til hans í þeim tilgangi  að ræða kerfishrun sem hafði orðið nokkrum dögum áður hjá hýsingarfyrirtækinu  1984 ehf. Telur stefnandi að stefndi hafi gert hann að blóraböggli í þeim atburðum  sem þar urðu og kennt honum um tjón sem stef ndi kunni að hafa orðið fyrir af þeirra  völdum, og að uppsögnin sé afleiðing af því. Stefnandi beri enga ábyrgð á þeim  atburðum. Tekur stefnandi fram að ávirðingar sem lúti að frammistöðu og hátterni í  starfi geti ekki varðað ríkisstarfsmann uppsögn, nema  að undangenginni áminningu,  sbr. 21. og 44. gr. laga nr. 70/1996. Stefnandi byggir einnig á því að ekki hafi verið  lagaheimild til þess að segja honum upp störfum fyrirvaralaust. Stefnanda hafi verið  gert að yfirgefa vinnustað sinn þá þegar. Heimildir til  slíkrar uppsagnar, sbr. 45. gr.  laganna, hafi ekki getað átt við í tilviki stefnanda.    Í öðru lagi er á því byggt að rökin að baki uppsögn séu fyrirsláttur og standist  ekki skoðun. Raunveruleg ástæða uppsagnarinnar tengist kerfishruni sem varð hjá  1984 ehf . og stefnandi sé þar gerður að blóraböggli. Í rökstuðningi stefnda, dags. 11.  desember 2017, sé því borið við sem ástæðu uppsagnar að um hafi verið að ræða  endurskipulagningu upplýsingakerfa og útvistun verkefna sem hafi leitt til þess að  leggja þurfti ni ður störf tveggja forritara. Stefnandi hafnar þessum röksemdum enda  hafi stefndi ekki lagt fram nein gögn sem styðji eða sýni fram á raunverulegar áætlanir  um slíkt. Engin gögn, skýrslur eða greiningar hafi verið lögð fram um slíka útvistun  og breytingar .   Engin gögn liggi fyrir um að þessi áform hafi kallað á uppsagnir  forritara hjá stefnda. Þá hafi ekkert í starfsemi stefnda gefið slíkt til kynna áður en  uppsagnir áttu sér stað. Lítur stefnandi svo á að ákvörðun um uppsögn sé af þessum   8     sökum órökstudd.   St efndi vísar til 3. og 4. gr. laga nr. 91/2015 um  Menntamálastofnun. Þar sé mælt fyrir um hlutverk ráðgjafarnefndar forstjóra í  tengslum við langtímastefnumótun um starfsemi stofnunarinnar og hlutverk fagráða  sem skuli vera stofnuninni til ráðgjafar og aðst oðar. Í fyrirliggjandi gögnum séu engar  upplýsingar um að ráðgjafarnefnd hafi nokkru sinni fjallað um fyrirhugaðar breytingar  í rekstri, m.a. um útvistun verkefna. Þá bendir stefnandi á skýrslu sem unnin var til  þess að greina vandamál sem komu upp í tengs lum við samræmd könnunarpróf í mars  2018. Þar komi fram skýr gagnrýni á störf stefnda og m.a. að við undirbúning prófanna  hafi ekki komið að hugbúnaðarsérfræðingur heldur aðeins þriðji aðili sem ekki sé rétt  að leggja allt sitt traust á. Telur stefnandi að   ákvörðun forstjóra um niðurlagningu   niðurstöðu skýrslunnar og styðji það sem stefnandi haldi fram, að ákvörðun um  uppsögn og fækkun forritara hafi skort öll rök.    Í þriðja l agi byggir stefnandi á því að ákvörðun um uppsögn og það hvaða  forriturum hafi verið gert að þola uppsögn hafi ekki verið byggð á lögmætum eða  málefnalegum sjónarmiðum þar sem ekkert heildstætt mat hafi farið fram á vinnu  þeirra fjögurra starfsmanna sem si nntu störfum forritara hjá stefnda þegar ákveða  þurfti hverjum af þeim fjórum skyldi sagt upp.   Stefnandi tekur fram að ekki sé hægt  að rökstyðja uppsögn með vísun í GitHub - kerfið, enda sýni það enga raunverulega  frammistöðu í starfi. Fjórir forritarar unnu   hjá stefnda við mismunandi störf. Geti það  ekki verið málefnalegt eða sanngjarnt eða eðlilegt að velja eitt tiltekið tölvukerfi af  mörgum og byggja íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun á því. Stefnandi hafi unnið  fjölbreytt störf hjá stefnda sem ekki sé hægt að   skrá í umrætt kerfi. Telur stefndi  ólögmætt að byggja ákvörðun um uppsögn á afköstum starfsmanna eingöngu á þeim  grundvelli hversu oft þeir skrá verkefni sín í kerfið GitHub. Stefndi telur að rétt hefði  verið að bera saman hæfni starfsmanna með tilliti ti l þekkingar og starfsreynslu á  viðkomandi sviði. Sá samanburður hafi sýnilega ekki farið fram í tilviki stefnanda og  hinna þriggja forritaranna sem störfuðu hjá stefnda. Hafi starfsmaður margvísleg  verkefni með höndum sé atvinnurekanda skylt að leggja frek ara mat á hæfni hans áður  en ákvörðun um uppsögn er tekin. Sé það ekki gert sé uppsögn ólögmæt. Þegar  ákveðið sé hvaða starfsmanni skuli sagt upp verði atvinnurekandi að leitast við að  hafa undir höndum skýr gögn og upplýsingar um verkefni einstakra starfs manna í  skráðu formi og um önnur atriði sem hafa þýðingu við mat á því hvaða starfsmanni   9     skuli segja upp. Þetta gerði stefndi ekki og því hafi ákvörðun hans um uppsögn verið  ólögmæt. Þá telur stefnandi rök stefnda sem fram komu í bréfi hans 11. desember  20 17 fyrirslátt, að horft hafi verið til menntunar, starfsaldurs, hæfni og reynslu og að  lagt hafi verið mat á það hvaða hæfni, reynsla og þekking myndi nýtast best fyrir  stefnda, enda ekkert í gögnum málsins sem gefi til kynna að slíkt mat hafi farið fram.    Ef horft er til hæfni, reynslu og verkefna þeirra fjögurra forritara sem störfuðu hjá  stefnda, þá sé ekkert að mati stefnanda sem hefði átt að verða þess valdandi að  stefnandi væri valinn úr hópnum til að þola uppsögn. Stefnandi sé með menntun í  tölvunarf ræðum, en annar forritari sem hélt starfi sínu sé ómenntaður á þessu sviði.  Verkefni stefnanda hafi verið fjölbreytt og krefjandi og hafi hann þ.a.l. haft  yfirgripsmikla þekkingu á helstu verkefnum stefnda. Annar forritari, hinn sami og  hafði ekki menntun  í tölvunarfræðum, hafi einungis starfað við kerfið Skólagátt og  hafi því ekki haft þekkingu á fleiri verkefnum. Stefnandi eigi því erfitt með að átta sig  á þeim rökstuðningi stefnda að sá starfsmaður hafi haft meiri þekkingu en stefnandi,  sem myndi nýtast  í áframhaldandi starfi hjá stefnda. Auk þess höfðu stefnandi og  umræddur starfsmaður jafnlanga starfsreynslu hjá stefnda. Telur stefndi af þessu ljóst  að hvorki hafi verið byggt á lögmætum né málefnalegum sjónarmiðum við uppsögn  hans.    Í fjórða lagi hafi e kki verið sýnt fram á nauðsyn þess að leggja niður störf  stefnanda, hvorki út frá skipulagi né fjárhag stofnunarinnar.   Í fimmta lagi hafi stefndi brotið gegn ákvæðum stjórnsýsluréttar og óskráðum  meginreglum stjórnsýsluréttar. Andmælaréttur hans hafi ekki  verið virtur, meðalhófs  ekki gætt, rannsóknarregla ekki virt, jafnræðisregla brotin, brotið hafi verið gegn 14.  gr. stjórnsýslulaga, réttmætisregla ekki virt og lögmætisregla brotin.    Að lokum gerir stefnandi kröfu um bætur fyrir fjártjón og miska. Krefst  stefnandi  bóta fyrir fjártjón að álitum. Gerð er krafa um bætur miðað við 18 mánaða laun í fyrra  starfi. Þá er gerð krafa um miskabætur, sbr. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.  Uppsögnin hafi verið sérstaklega íþyngjandi fyrir stefnanda og hafi bak að honum  andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Stefnandi sé 61 árs gamall.  Hafi uppsögnin falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu stefnanda og á  því beri stefndi miskabótaábyrgð.      Fjártjónskrafa:  Heildarstarfsgreiðslur ti l stefnanda á mánuði voru að meðaltali  653.635 krónur. Gerð er krafa um greiðslu fébóta vegna ólögmætra slita á   10     ráðningarsambandi í 18 mánuði frá lokum uppsagnarfrests að telja.  Heildarfjártjónskrafa nemi því 18 x 653.635 krónum (meðaltal launa 646.468 kró nur  og persónuuppbót 7.167 krónur) = 11.765.430     Miskabótakrafa:  Stefnandi gerir kröfu um að stefndi greiði sér miskabætur er  nemi 3.000.000 kr.     Alls nemi því höfuðstóll aðalkröfu stefnanda  14.765.430 kr.   (11.765.430 kr. +  3.000.000 kr.). Stefnandi krefji st dráttarvaxta af kröfufjárhæð frá útgáfudegi stefnu,  10. september 2018, sbr. ákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001.       Í varakröfu stefnanda sé tekið mið af atvinnuleysisbótum til hans, en viðmið  dráttarvaxtakröfu sé hið sama og í aðalkröfu. Atvinnuleys isbætur stefnanda hafi  numið 280.800 krónum á mánuði en frá og með maí 2019 eigi hann ekki rétt á frekari  bótum.      2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda   Stefndi tekur fram að kerfishrun 1984 ehf. hafi gert það að verkum að stefndi hafi  endanlega ákveðið   að gera breytingar á upplýsingatæknimálum stofnunarinnar. Hafi  stofnunin talið skynsamlegt að hafa tvo sérfræðinga innanhúss í  upplýsingatæknimálum til að ná heildstæðri sýn á þau mál. Þá er því hafnað að það  hafi verið fyrirsláttur að útvista ætti verkef num forritara, enda hafi stofnunin  sannarlega útvistað nær öllum forritunarverkefnum sem áður voru hjá forriturum  stefnda.   Þá er því mótmælt að um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið að ræða og er bent  á að stefnanda var greiddur uppsagnarfrestur. Stefndi mó tmælir því að uppsögnin hafi  verið ólögmæt. Uppsögnin hafi stafað af skipulagsbreytingum, en ekki ávirðingum.  Samkvæmt 43. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sé  forstöðumanni heimilt að segja starfsmanni upp störfum eftir því  sem fyrir er mælt í  ráðningarsamningi. Slík ákvörðun verði að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum, en  hagræðing í rekstri og skipulagsbreytingar geti talist málefnalegar ástæður. Eins og  fjallað hafi verið um í dómum Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþin gis verði að  veita forstöðumönnum stofnana svigrúm til að grípa til skipulagsbreytinga í starfsemi  stofnunar enda beri þeir skv. 2. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996 stjórnsýslulega ábyrgð á  verkefnum og fjárhag þeirrar stofnunar sem þeir eru í forsvari fyrir.       Stefndi tekur fram að það sé markmið stofnunarinnar að úthýsa verkefnum í því  skyni að ná fram fjárhagslegri hagræðingu, vandaðri vinnubrögðum o.fl.     11     Stefndi telur að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni.  Stefnanda og hinum star fsmanninum sem sagt var upp hafi verið haldið utan við  ákvörðunina þar til hún hafi endanlega legið fyrir og þeir látið strax af störfum enda  viðurkennt þegar um viðkvæma starfsemi sé að ræða, svo sem rekstur tölvukerfa, að  það sé málefnalegt að þeir starf smenn sem vinni við forritun láti af störfum án tafar.    Stefndi byggir á því að engin skylda hvíli á stefnda til að upplýsa starfsfólk sitt  um rekstur stofnunarinnar hverju sinni eða hvort til skoðunar sé að hagræða í rekstri.  Það sé á ábyrgð forstjóra að  haga rekstri stofnunar eins og best verði á kosið, sbr. 38.  gr. laga nr. 70/1996 og 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/2015.    Stefndi hafnar því að þurfa að leggja fram gögn sem varði starfsemina og rekstur  hennar og telur að stefnandi hafi fengið fullnægjandi rök stuðning fyrir útvistun  verkefna.    Stefndi telur að afmörkun verkefna sem stefnandi og annar forritari sinntu hafi  verið með þeim hætti að nokkuð auðveldlega hafi mátt útvista þeim til verktaka, svo  sem endurnýjun á namskra.is og menntagrunni auk viðhalds  og endurnýjunar á grunni  um hæfniskröfur og starfalýsingar. Hafi verktakar verið fengnir til að sinna þessum  verkefnum með góðum árangri. Verkefni þeirra tveggja forritara sem ekki hafi verið  sagt upp hafi verið annars eðlis þar sem þau snerust um stöðugt  viðhald sem erfiðara  sé að útvista til verktaka. Þar sem verkefni stefnanda hafi ekki lengur verið til að dreifa  hafi þótt málefnalegt að segja honum upp störfum, en jafnframt hafi verið gerður  ítarlegur samanburður á hæfni og reynslu þeirra fjögurra sem m álið varðaði, og þá  sérstaklega þess forritara sem stefnandi ber sig saman við í stefnu og ráðinn var til  starfa á sama tíma og stefnandi. Við matið hafi sömu sjónarmið verið lögð til  grundvallar og væri um ráðningu að ræða og horft til menntunar, sértækra r þekkingar,  reynslu og hæfni, almennrar hugbúnaðarþekkingar og færni, samskiptafærni og  teymisvinnu, verkefnastjórnunar og skipulagshæfni, sem og skapandi starfs og  innleiðingar nýjunga. Hafi það verið mat stefnda að tveir forritarar hefðu komið best  út ú r heildstæðu mati og að stefnandi væri ekki annar þeirra.    Ekki er skriflegum gögnum til að dreifa í tengslum við mat stofnunarinnar. Við  munnlegan flutning málsins tók lögmaður stefnda fram að í því fælist aðeins að matið  lægi ekki skriflega fyrir en að þ að hefði farið fram með fyrrgreindum hætti.   Þess ber  að geta að í skýrslu forstjóra Menntamálastofnunar fyrir dóminum kvað hann   12         Varðandi hlutverk ráðgja farnefndar og fagráðs samkvæmt lögum nr. 91/2015  tekur stefndi fram að nefndin og ráðið fari ekki með ákvörðunarvald. Málefni sem lúti  að innra starfi og skipulagi stofnunarinnar, svo sem niðurlagningu starfa, komi ekki  til umræðu í fagráðum eða ráðgjafarn efnd.    Þá tekur stefndi fram að heimilt hafi verið útvista starfi stefnanda með vísan til 6.  gr. laga nr. 91/2015, þar sem starf stefnanda hafi ekki falist í að taka ákvörðun um  réttindi eða skyldur aðila.    Stefndi telur sig hafa rökstutt nægjanlega hvaða  störf ætti að leggja niður. Mat á  hæfni, reynslu og þekkingu þeirra fjögurra forritara sem störfuðu hjá stefnda hafi farið  fram munnlega í samtölum milli forstjóra og annarra stjórnenda. Þó svo að matið hafi  ekki verið skjalfest formlega, þá hafi verið hor ft til sambærilegra þátta og gert sé við  ráðningar. Telur stefndi að byggt hafi verið á málefnalegum sjónarmiðum og þar með  hafi verið gætt að réttmætisreglu stjórnsýsluréttar.    Ekki hafi þurft að gefa stefnanda andmælarétt þar sem uppsögn hans eigi ekki  r ætur að rekja til ávirðinga í starfi eins og lýst sé í 21. gr. laga nr. 70/1996, enda hafi  stefndi ekki gert athugasemdir við störf hans. Skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera  leiði oft til þess að gera verði breytingar á störfum starfsmanna og eða verksvi ði þeirra.  Ákvæði laga nr. 70/1996 veiti forstöðumönnum ríkisstofnana nokkuð mikið svigrúm  til að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Kunni slíkar breytingar að leiða til þess  að rétt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna þess að verkefni hans hafi  lagst af  eða færst yfir á starfssvið annarra og það án þess að viðkomandi fái ný viðfangsefni.  Þetta séu málefnalegar ástæður.    Þá er því mótmælt að brotið hafi verið gegn 10.  14. gr. stjórnsýslulaga.    Þá telur stefndi ósannað að stefnandi hafi orðið fyrir   tjóni eða miska vegna  uppsagnarinnar.      Vegna varakröfu um lækkun tekur stefndi fram að krafa stefnanda sé allt of há,  viðmiðun launa, 18 mánuðir, sé allt of löng. Þess er krafist að öll laun stefnanda í  uppsagnarfresti dragist frá bótakröfu. Miskabótakrö fu er mótmælt sem allt of hárri og  taka verði tillit til þess að stefnandi hafi aðeins starfað í tæpt eitt ár hjá stefnda.         13     III.   1.   Stefnandi, sem er tölvunarfræðingur, var ráðinn í starf forritara hjá  Menntamálstofnun 12. desember 2016. Menntamálastofnu n starfar á grundvelli laga  nr. 91/2015, um Menntamálastofnun.    Í ráðningarsamningi aðila var tekið fram, að gagnkvæmur uppsagnarfrestur  væri þrír mánuðir. Með bréfi, dags. 20. nóvember 2017, tilkynnti Menntamálstofnun  stefnanda að starf hans hefði verið l   honum voru engu að síður greidd laun til og með 1. febrúar 2018.      2.   Ágreiningur aðila lýtur að lögmæti fyrrgreindrar ti lkynningar sem fól í sér slit á  ráðningarsambandi aðila. Stefnandi telur að stefndi hafi engin gögn lagt fram um að  ástæða slita á ráðningarsambandi aðila hafi verið réttmæt endurskipulagning og  útvistun verkefna sem hafi leitt til þess að leggja þurfti ni ður stöðu hans. Hann telur  auk þess að engin haldbær gögn liggi fyrir um að samanburður hafi farið fram á  starfssviðum eða starfsgæðum þeirra fjögurra forritara sem störfuðu hjá stefnda til að  leggja mat á hver þeirra ætti að þola uppsögn. Þá telur stefnan di að hann hafi hvorki  brotið af sér í starfi né fengið áminningu, sbr. 21. og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996  um opinbera starfsmenn. Auk þess hafi stefndi ekki veitt honum andmælarétt og  uppsögnin sé því þegar af þeirri ástæðu ólögmæt. Byggt er á því að   stefndi hafi brotið  gegn ákvæðum stjórnsýsluréttar, m.a. reglu um meðalhóf, rannsóknarreglu og  jafnræðisreglu.      Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda og tekur fram að slit á  ráðningarsamningi hafi stafað af skipulagsbreytingum en ekki ávirðingum. Telur  stefndi að heimilt sé að slíta ráðningarsambandi við starfsmanna eftir því sem mælt sé  fyrir um í ráðningars amningi, ef slík ákvörðun er byggð á málefnalegum  sjónarmiðum. Vísar stefndi til 43. og 38. gr. laga nr. 70/1996. Auk þess hafi verið  heimilt að útvista starfi stefnanda með vísan til 6. gr. laga nr. 91/2015 um  Menntamálastofnun. Stefndi hafnar því að þurf a að leggja fram gögn til grundvallar  uppsögninni og telur rökstuðning stefnda skýran um útvistun verkefnanna. Verktakar  hafi verið fengnir til að sinna verkefnum stefnanda með góðum árangri. Stefndi telur   14     að ekki hafi þurft að veita stefnanda andmælarétt,   enda rót uppsagnarinnar ekki að  rekja til ávirðinga í starfi, sbr. 21. gr. laga nr. 70/1996.     3.    Eins og áður segir var stefnanda tilkynnt hinn 20. nóvember 2017 að ákveðið hefði   fna og   hjá stefnda, en haustið 2017 byrjaði hann að vinna við svonefnda Námskrá. Skráin var  hýst hjá þriðja aðila, þ.e. hjá hýsingarfyrirtæki sem nefnist 1984 ehf. Samkv æmt  starfslýsingu stefnanda sem dagsett er 11. september 2017 var h lutverk hans m.a. að  leiða hugbúnaðarvinnu og þarfagreina gagnagrunna og vefi, þarfagreina nýja grunna  og vefi, auk þess að sinna vinnu við uppsetningu á tölvum og aðgangskortum í samráði  v ið aðra forritara Menntamálastofnunar og að sjá um viðhald og endurnýjun á  Námskrá.   Hinn 15. nóvember 2017 varð kerfishrun hjá 1984 ehf. og á tímabili leit út  fyrir að öll gögn hefðu glatast, en félagið hýsti eins og áður segir Námskrá sem  stefnandi vann v ið á þessum tíma. Ræddi forstjóri stefnda í kjölfarið við stefnanda og  fleiri starfsmenn um það. Þann 20. nóvember sleit stefndi svo ráðningarsamningi við  stefnanda, eins og áður segir.    Í rökstuðningi stefnda fyrir ráðningarslitunum, sem veittur var 11. d esember  2017 að ósk stefnanda, segir að ákveðið hafi verið í hagræðingarskyni að útvista frá  stofnuninni þeim verkefnum sem stefnandi og annar forritari hafi sinnt og að stofnunin  hafi um nokkurt skeið skoðað endurskipulagningu upplýsingakerfa og vinnu for ritara  við þau. Þá hafi ráðgjafi frá Háskólanum í Reykjavík verið ráðinn til að veita álit og  ráðgjöf við þá vinnu. Engin gögn hafa þó verið lögð fram um þetta atriði sem gefa til  kynna að þetta hafi staðið til áður en umrætt kerfishrun varð. Þannig liggja   hvorki  fyrir í málinu fundargerðir né aðrar skriflegar heimildir um kosti þess og galla að  endurskipuleggja upplýsingakerfi stefnda, og þá alveg sérstaklega hvort sú  endurskipulagning hafi stuðst við málefnalegar forsendur varðandi slit á  ráðningarsamband i við stefnanda.    Að þessu virtu og skýrslum aðila telur dómurinn að flest bendi til þess að  niðurlagning starfs stefnanda og svokölluð útvistun þeirra verkefna sem stefnandi    15     br  hagræðingu í rekstri stofnunarinnar sem staðið hafi yfir um nokkurt skeið. Þvert á  móti hafi ráðningarslitin verið ákveðin í beinu framhaldi af kerfishruni 1984 ehf., án  þess að   séð verði að önnur úrræði hafi verið rædd. Er fallist á það með stefnanda að í  raun megi rekja ráðningarslitin til ástæðna sem tilgreindar eru í 21. gr. laga nr.  70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en ekki til niðurlagningar stöðu  stefna nda, eins og stefndi hefur byggt málatilbúnað sinn á. Er fallist á það með  stefnanda að stefnda hafi borið að fara með málið gagnvart stefnanda eftir almennum  sjónarmiðum stjórnsýsluréttar auk þeirra málsmeðferðarreglna sem fram koma í  lögum nr. 70/1996, s br. 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.    Hafnað er þeirri málsástæðu stefnda að slit hans á ráðningarsamningi aðila hafi  verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum og honum hafi verið heimilt að slíta  ráðningarsamningi aðila með vísan til 43. gr. laga  nr. 70/1996, með þriggja mánaða  uppsagnafresti eins og mælt var fyrir um í ráðningarsamningi. Þá breytir hvorki  heimild stefnda til þess að semja við aðra aðila um afmörkuð verkefni sem stofnuninni  er falið að annast, sbr. 6. gr. laga nr. 91/2015, þessari  niðurstöðu né ábyrgð stjórnanda  samkvæmt 38. gr. laga nr. 70/1996, eins og atvikum er hér háttað.      4.    Stefndi sleit ráðningarsambandi sínu við stefnanda hinn 20. nóvember 2017. Stefndi  byggir ekki á þeirri málsástæðu að stefnandi hafi sýnt af sér ávirðin gar í starfi. Er því  ekki ágreiningur um hæfi eða getu stefnanda við fyrri störf hjá stefnda eða aðra  framkomu hans í starfi. Af framansögðu leiðir, sbr. kafli 3 hér að framan að slit stefnda  á ráðningarsambandi við stefnanda þann 20. nóvember 2017 voru ól ögmæt. Stefndi  ber því fébótaábyrgð á þessari ráðstöfun eftir almennum reglum skaðabótaréttar.     Við ákvörðun bóta verður að líta til þess að stefnandi naut réttinda og bar  skyldur starfsmanna ríkisins samkvæmt lögum nr. 70/1996. Þótt hann hafi verið  ráðin n með gagnkvæmum uppsagnarfresti mátti hann almennt treysta því að fá að  gegna starfi sínu áfram þar til einhverjar sérstakar ástæður kæmu til, er ýmist snertu  hann sjálfan eða starf hans þannig að annaðhvort 43. eða 44. gr. laganna yrði réttilega  beitt vi ð uppsögn hans. Stefnandi var 59 ára þegar hann missti starf sitt. Þó að hann  hefði starfað um skamman tíma hjá stefnda, þá hafði hann um 20 ára starfsreynslu á  sínu sviði. Hann er menntaður tölvunarfræðingur og hefur verið atvinnulaus frá því   16     að hann miss ti starf sitt. Hann hefur frá þeim tíma sótt um u.þ.b. 80 störf án árangurs  og er hann í dag án atvinnu. Við mat á bótafjárhæð verður að taka tillit til þess að  stefnandi fékk greidd laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti og á þeim tíma voru  grunnlaun hans  646.468 krónur og persónuuppbót 7.167 krónur eða samtals 653.635  krónur. Þá hefur stefnandi fengið um 3.496.480 krónur í atvinnuleysisbætur á  tímabilinu apríl 2018 til apríl 2019. Er því fallist á fjártjónskröfu stefnanda samkvæmt  varakröfu eða samtals að  fjárhæð 8.268.950 krónur.    Til stuðnings miskabótakröfu vísar stefnandi til málsmeðferðar stefnda og  þess að framferði hans við uppsögn hafi verið sérstaklega íþyngjandi fyrir hann og  hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru hans og persónu. Fallast ver ður á það  með stefnanda að eins og atvikum var háttað við meðferð stefnda á málinu, hafi það  verið stefnanda mjög þungbært og vegið hafi verið að starfsheiðri hans. Telur  dómurinn að fullnægt sé skilyrðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga til að dæma  s tefnanda miskabætur úr hendi stefnda sem eru ákveðnar 700.000 krónur með vöxtum  eins og greinir í dómsorði.    Eftir framangreindum úrslitum verður stefnda gert að greiða stefnanda  8.968.950 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 f rá 10.  október 2018 til greiðsludags.   Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber  stefnda að greiða stefnanda 1.100.000 krónur í málskostnað.    Jón Sigurðsson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda.    Óskar Thorarensen lögmaður   flutt málið af hálfu stefnda.    Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.    Dómso r ð:   Stefnda, íslenska ríkinu, ber að greiða stefnanda, Erlendi Péturssyni,  8.968.950 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 10.   október 2018 til greiðsludags.   Stefnda ber að greiða stefnanda 1.100.000 krónur í málskostnað.      Ragnheiður Snorradóttir