Héraðsdómur Reykjaness     Dómur  15 . maí 2020       Mál nr. S - 21/2020 :   Ákæruvaldið   ( Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari )   g egn   X   (Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður)     Aníta  Óðinsdóttir réttargæslumaður brotaþola         Dómur:     Mál þetta var þingfest 21. febrúar 2020 og dómtekið 8. maí. Málið er höfðað með  ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesjum 6. janúar 2020 á hendur ákærða,  X , kt.  [...] ,  [...] ,  [...] , fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni,  Y , kt.  [...] , með því að hafa   sunnudaginn  4. febrúar 2018  á heimili þeirra að  [...] ,  [...] , á  alvarlegan hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð,  með því að   ráðast að henni, setj a  hnéð yfir hana, halda henni og taka hana hálstaki með hægri hendi  með þeim afleiðingum  að hún missti meðvitund   og hlaut   mar á hálsi.     Er háttsemin talin   varða við 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940   og  þess krafist að ákærði verði dæmdur til r efsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar .   Y   krefst þess í málinu að ákærði verði dæmdur til greiðslu 1.000.000 króna  miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti  og verðtryggingu frá 6. júní 2018 til þess dags  er mánuður er liðinn frá birtingu  bótakröfunnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr.  sömu laga til greiðsludags.   Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvalds og að bótakröfunni verið vísað frá  dómi, en að því frágengnu verði   hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og  bætur stórlega lækkaðar.   I.   Þegar mál þetta kom upp bjuggu ákærði og  Y , hér eftir brotaþoli, að  [...]   í  [...] .  Að kvöldi laugardagsins 3. febrúar 2018 fóru þau að skemmta sér á bar í  [...] . Ákærða  varð óm ótt af áfengi, kastaði upp og fór heim á undan brotaþola. Eftir það hitti brotaþoli   2     A   og  B , bauð þeim í glas að sögn  A   og síðan heim í bjór þegar barnum var lokað,  líklega  um kl. 03 - 04 um nóttina. Ákærða og brotaþola ber saman um að hann hafi verið sofandi   í stofusófa þegar hún kom heim með  A   og  B . Kom til orðaskipta milli ákærða og  brotaþola, sem urðu til þess að hún fór með mennina inn á baðherbergi og læsti að þeim.  Þar voru þau að drekka bjór og hlusta á tónlist þegar ákærði bankaði með látum á hurðina.   Ber ákærða og brotaþola saman um að hún hafi þá komið fram, sótt beittan hníf í  eldhússkúffu, brugðið honum að hálsi ákærða fyrir utan baðherbergið og skipað honum  út úr íbúðinni. Einnig liggur fyrir að ákærði greip þarna um háls brotaþola með annarri  hen di, en þau greinir á um hvort hann hafi gert þetta áður eða eftir að hún lagði hnífinn  að hálsi hans. Þeim ber saman um að brotaþoli hafi hlotið minni háttar mar á hálsi eftir  atvikið.  A   og  B   voru ekki sjónarvottar að atvikinu. Fyrir liggur að ákærði fór e ftir atvikið  út af heimilinu og sneri til baka skömmu síðar. Þá liggur fyrir að  A   og  B   voru farnir fyrir  kl. 05:57, en þá sendi brotaþoli  B   textaskilaboð og spurði hvort hann hafi ekki örugglega  komist heim. Að sögn brotaþola voru þá liðnar um 20 mínútur f rá því að mennirnir  yfirgáfu íbúðina.    Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um hvað síðan gerðist. Þó liggur fyrir að  brotaþoli sendi ákærða svohljóðandi Facebook Messenger skilaboð kl. 07:11 að morgni        Ákærði flutti út af heimilinu fáeinum dögum síðar og í kjö lfar þess sleit brotaþoli  sambandi við hann.   II.   Ákærði leitaði 11. febrúar til göngudeildar geðsviðs LSH, ræddi þar við  geðhjúkrunarfræðing og greindi frá því að hann glímdi við mikinn reiðivanda og upplifði  vanlíðan og þunglyndi. Í sjúkraskrá er haft eft ir ákærða að hann og kærasta hans hafi  farið út að skemmta sér helgina á undan, hann farið heim á undan henni, hún síðan komið  heim með fólk og þegar það var farið hafi ákærði ráðist að kærustunni, tekið hana  kverkataki og reynt að kyrkja hana. Sjálfur myn di hann ekkert eftir þessu atviki sökum  ölvunar, en kærastan hefði sagt honum frá því næsta dag. Er óumdeilt að ákærði hafi  greint svo frá 11. febrúar 2018.    III.    3     Einnig liggur fyrir að brotaþoli sendi ákærða svohljóðandi Messenger skilaboð  14. febrúar 201      IV.   Þann 6. júní 2018 kom brotaþoli á lög reglustöð og lagði fram kæru á hendur  ákærða fyrir nauðgun og heimilisofbeldi. Hún sagði meinta nauðgun hafa átt sér stað á  heimili þeirra um miðjan janúar 2018 og greindi frá atvikum að henni. Það mál var síðar  fellt niður og verður ekki fjallað um það hé r.    Að því er varðar heimilisofbeldi aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar greindi  brotaþoli frá því að ákærði hafi farið ofurölvi heim af barnum og sofið áfengisdauða í  stofusófanum þegar hún kom heim með  A   og  B . Ákærði hafi verið mjög dónalegur og  því hafi  hún farið með mennina inn á baðherbergi og læst að þeim. Eftir viðskiptin með  hnífinn hafi ákærði farið út og snúið til baka í þann mund er mennirnir voru að fara heim.  Þegar brotaþoli hafi síðan sest í stofusófann og kveikt á sjónvarpinu hafi ákærði ráðis t á  hana, sett annað hné sitt á bringu hennar þannig að hún gat ekki hreyft sig, haldið annarri  hendi hennar niðri, gripið hana kverktaki og hert að svo hún missti meðvitund. Þegar hún  rankaði við sér hafi hún verið í losti og farið inn í svefnherbergi. Þa ðan hafi hún sent  ákærða Messenger skilaboðin um hvort hann gæti ekki stundað kynlíf eins og maður.  Hún kvaðst ekki vita af hverju hún sendi ákærða þau skilaboð, en hann hafi þá verið  frammi í eldhúsi. Brotaþoli kvaðst hafa hlotið mar á hálsi eftir árás ák ærða, en ekki haft  rænu á því að leita til læknis og ekki þorað að segja neinum frá.   Brotaþoli gaf aðra skýrslu hjá lögreglu 14. nóvember 2018. Hún kvaðst halda sig  við fyrri framburð, en breytti honum svo og staðhæfði að hún hafi sent ákærða umrædd  Messen ger skilaboð áður en hann réðist á hana í sófanum. Í kjölfarið hafi ákærði komið  inn í svefnherbergi til hennar, þau ætlað að hafa samræði en ákærði ekki náð holdrisi,  hún þá farið fram í stofu, sest í sófann, kveikt á sjónvarpinu og ákærði þá ráðist á han a  og reynt að kyrkja hana.    C   fyrrum sambýliskona og barnsmóðir ákærða gaf skýrslu hjá lögreglu 5.  september 2018. Hún kvaðst hafa hitt brotaþola vorið 2018 og brotaþoli sagt henni frá  atburðum 4. febrúar. Er í skýrslunni greint frá endursögn  C   af frásögn  brotaþola. Þar  kemur fram að eftir að hnífi var beitt fyrir utan baðherbergið hafi brotaþoli farið aftur inn  á bað og haldið áfram að drekka með vinum sínum en ákærði farið að sofa. Eftir að   4     vinirnir fóru heim hafi brotaþoli lagst til svefns í stofusófanum   og vaknað við það að  ákærði settist eða sat ofan á henni og þrengdi svo að hálsi hennar að hún missti  meðvitund.  C   kvaðst hafa rætt þetta við ákærða þegar hann kom með börn þeirra til  hennar. Hann hafi átt að taka börnin í umgengni daginn eftir en beðist  undan því og sagst  vera á leið inn á geðdeild þar sem hann hefði kyrkt brotaþola næstum til dauða helgina  áður.   Fyrir dómi kvaðst  C   hafa heyrt fyrst af málinu í samtali við ákærða, líklega 10.  febrúar 2018 og síðan rætt atburði við brotaþola í apríl sama á r.   Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 26. október 2018. Hann kvaðst hafa orðið létt  ölvaður á barnum og verið illt í maga og því farið heim á undan brotaþola. Eftir viðskiptin  með hnífinn hafi hann horfið úr íbúðinni í einhverjar mínútur og síðan snúið til   baka.  Brotaþoli og vinir hennar hafi þá setið í stofusófanum og verið að spjalla og drekka,  ákærði farið inn í eldhús og haldið sig þar og vinirnir svo farið heim klukkan sex eða sjö  um morguninn. Efir það hafi engin átök orðið milli ákærða og brotaþola.  Þau hafi svo  lagst upp í rúm og hún sent honum skilaboð um að hætta þessari fýlu, fá holdris og ríða  henni eins og alvöru karlmaður. Þau hafi síðan sofnað í rúminu og hætt saman nokkrum  dögum síðar.        A   gaf  skýrslu hjá lögreglu 30. október 2018. Hann s agði brotaþola hafa boðið  honum og  B   heim umrædda nótt. Er þangað kom hafi virst sem enginn væri heima, þau  sest í stofusófa og fengið sér bjór og ákærði birst skömmu síðar. Í framhaldi hafi komið  til væringa milli ákærða og brotaþola,  A   og  B   þá sagst ætla   heim, en brotaþoli sagt þeim  að fara inn á baðherbergi, sem þeir og gerðu. Þaðan hafi  A     A   óttast að ákærði  væri að berja brotaþola eða öfugt. Brotaþoli hafi   svo sótt  A   og  B   inn á baðherbergi og  leitt þá fram, en á þeirri stundu hafi ákærði setið í stofusófa. Þeir félagar hafi sest hjá       A   bar með líkum hætti fyrir dómi. Hann sagði að þegar ákærði birtist hafi hann  verið pollrólegur, sest í sófann hjá þeim og byrjað að spjalla. Brotaþoli hafi þá spurt  ákærða hvað hann væri að gera þarna, sagt honum að fara í burtu, síðan byrjað að öskra  á h ann að koma sér út og rekið  A   og  B   inn á baðherbergi.  A    nóttina og gaf upp ölvunarstigið 6 - 7 á skalanum 0 - 10.     5     B     A   fóru heim til brotaþola. Er þangað kom hafi ákærði verið  pirraður og fúll út í brotaþola,  B   og  A   farið inn á baðherbergi og þau hin farið að rífast.  Brotaþoli hafi síðan komið inn á baðherbergi, í losti og skömmu síðar beðið  B   og  A   að  fara.   B   bar fyrir dó mi að þegar þau komu heim til brotaþola hafi ákærði verið svolítið  reiður.  B   hafi síðan dottið út vegna ölvunar, en kvaðst muna eftir að þau hafi farið inn á  baðherbergi án ákærða, brotaþoli verið með hníf í hendi og læst að þeim. Aðspurður um  eigin ölvun  gaf  B   upp ölvunarstigið 8 - 9 á skalanum 0 - 10.   V.   Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst hafa farið heim á undan brotaþola,  lagst í sófa í stofunni og sofnað. Á þeim tímapunkti hafi hann verið undir áhrifum áfengis,  gaf upp ölvunarstigið 5 á skalanum 0 - 1 0 og sagðist muna mjög vel eftir því sem gerðist  síðar um nóttina þegar brotaþoli kom heim með tvo vini sína og vakti hann. Hann kvaðst  hafa brugðist illa við í fyrstu, en hún svo kynnt hann fyrir vinunum og allt verið í góðu  lagi. Brotaþoli hafi svo farið   með vinina inn á baðherbergi og læst. Þetta hafi hlaupið í  skapið á ákærða, hann rokið af stað og bankað á baðherbergishurðina. Brotaþoli hafi  opnað, rokið fram í eldhús, sótt sér hníf og sett að hálsi ákærða. Hann hafi gripið um háls  hennar með annarri h endi, sagt henni að róa sig og hún skipað honum burt úr íbúðinni.  Hann hafi farið út, en snúið til baka skömmu síðar og vinirnir þá enn verið á staðnum og  að drekka bjór. Þeir hafi farið skömmu síðar og brotaþoli farið inn í svefnherbergi að  sofa. Þaðan ha fi hún sent honum skilaboðin um að ríða henni eins og alvöru karlmaður,  ákærði þá farið inn til hennar, reynt að ná stinningu, það ekki tekist og þau farið að sofa.  Ákærði kvaðst ekki hafa tekið mjög fast um háls brotaþola þegar hún beitti hnífi gegn  honum , en hún þó fengið marblett eftir þau viðskipti og sýnt honum á mánudeginum.    í Messenger samskiptum við brotaþola 14. febrúar, sbr. II. og III. kafli að framan, að  brotaþoli h afi fullyrt eftir atburði 4. febrúar að hann hafi ráðist á hana í sófanum og tekið  hana kyrkingartaki, ákærði sannfærst um að svo hlyti þá að vera, hann því leitað sér  hjálpar á geðdeild LSH og greint þar frá atvikum í samræmi við frásögn brotaþola. Eftir  þetta hafi hann hugsað mikið um atburði næturinnar, muni mjög vel eftir öllu sem gerðist  og viti að frásögn brotaþola um árás í stofusófanum sé röng.     6     Brotaþoli bar fyrir dómi að ákærði hafi verið orðinn mjög ölvaður þegar hann fór  heim af barnum. Þegar hú n hafi komið heim með gesti sína hafi ákærði vaknað í  stofusófanum, verið reiður og einstaklega leiðinlegur við vini hennar. Hún hafi því farið  með þá inn á baðherbergi og þau hlustað á tónlist. Ákærði hafi svo barið á hurðina og  öskrað á brotaþola, hún ko mið fram, sótt sér hníf í eldhússkúffu og skipað ákærða að  hafa sig út úr íbúðinni. Ákærði hafi þá tekið fast um háls hennar með annarri hendi, hún  brugðið hnífnum að hálsi hans og sagt honum að drulla sér út. Hún hafi svo farið inn á  baðherbergi með hnífi nn, vinunum brugðið mjög við það og hún þá lagt hnífinn frá sér.  Strákarnir hafi svo farið heim og brotaþoli sent ákærða skilaboðin um hvort hann gæti  ekki riðið henni eins og alvöru karlmaður. Hún kvaðst hafa gert þetta af því að hún vissi  að skilaboðin m yndu reita ákærða til reiði. Hún kvaðst hafa verið frammi í stofu þegar  hún sendi skilaboðin og ákærði þá verið ókominn heim. Þegar hann kom heim hafi hún  setið í sófanum og verið að horfa á sjónvarp, hann horft grimmdarlega til hennar, gengið  að henni, se tt annað hnéð yfir bringu hennar, gripið um háls hennar með annarri eða  báðum höndum og þrengt að svo hún missti meðvitund. Hún kvaðst hafa óttast mjög um  líf sitt þegar þetta gerðist. Þegar hún komst aftur til meðvitundar hafi hún farið ein inn í  svefnher bergi og lagst til svefns, en ákærði orðið eftir frammi og sofnað í stofusófanum.   meira eftir að heim kom og gaf upp ölvunarstigið 6 á skalanum 0 - 10. Hún kvaðst ekki  ha fa leitað til læknis eftir atvikið þar sem hún óttaðist að ákærði myndi gera þetta aftur.   VI.   Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að brotaþoli hafi frá upphafi verið stöðug í  frásögn sinni um sakarefni máls. Framburður hennar sé trúverðugri en framburður   ákærða og fái stoð í vætti  C , viðbrögðum ákærða við Messenger skilaboðum brotaþola  14. febrúar 2018 og frásögn hans í viðtali á göngudeild LSH 11. febrúar. Að sama skapi  geti framburður ákærða fyrir dómi og skýring hans á frásögn sinni á geðdeild ekki tal ist  trúverðug og megi með réttu efast um minni hans sökum ölvunar. Að gættum þessum  atriðum sé fram komin lögfull sönnun um sekt ákærða.      Af hálfu ákærða er á því byggt að hann og brotaþoli séu ein til frásagnar um  sakarefni máls og sé framburður hans mu n trúverðugri en framburður brotaþola, sem hafi  verið óstöðug um atburði næturinnar og gæti töluverðs misræmis í frásögn hennar hjá  lögreglu og fyrir dómi. Vætti  A   og  B   styðji frásögn ákærða, sér í lagi vætti  A , en sé að  sama skapi í andstöðu við frásögn b rotaþola. Ákærða og brotaþola beri þó saman um að   7     brotaþoli hafi gripið til hnífs, sett að hálsi ákærða og hann þá gripið um háls hennar sér  til varnar. Þetta séu einu átökin sem urðu greinda nótt og sé misvísandi frásögn brotaþola  um árás í stofusófanum h reinn uppspuni. Ákærði hafi eðlilega verið miður sín eftir  uppákomuna umrædda nótt og vildi ekki slíta sambandinu við brotaþola. Sökum þessa  hafi hann látið sannfærast um hennar frásögn af atburðum, í fyrstu talið sér trú um að sú  frásögn væri sönn og því  greint frá hennar hlið mála á göngudeild LSH. Niðurstaða máls  skuli ráðast af framburði ákærða og brotaþola fyrir dómi og beri að meta skynsamlegan  vafa um sekt ákærða honum til hagsbóta og sýkna hann af ákæru, enda liggi hvorki fyrir  læknisvottorð né önnu r haldbær gögn er sanni sekt ákærða.      VII.   Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði  um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því  aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði   vefengd með skynsamlegum rökum,  teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1.  mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem  færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi.   Af  gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að ákærði, brotaþoli og gestir  hennar,  A   og  B , hafi öll verið undir töluverðum áhrifum áfengis á heimili ákærða og  brotaþola aðfaranótt 4. febrúar 2018. Verður ekki greint á milli ölvunarstigs þeirra, en þó  virðist   B   hafa verið manna ölvaðastur. Verður ekki byggt á vitnisburði hans í málinu.  A   virðist muna nokkuð vel eftir því sem gerðist meðan á heimsókn hans stóð. Hann hefur  borið fyrir dómi að ákærði hafi verið hinn rólegasti þegar  A   og  B   komu heim með  brotaþola  og að hún hafi látið ófriðlega gagnvart ákærða, viljað koma honum burt og  rekið  A   og  B   inn á baðherbergi.  A   greindi einnig frá því að eftir veru sína inni á  baðherberginu hafi hann og  B   sest hjá ákærða í stofusófa, klárað þar bjórinn sinn og síðan  farið he im. Vitnisburður  A   um þessi tvö atriði samrýmist framburði ákærða fyrir dómi í  öllu verulega, en fær með engu móti samrýmst dómsvætti brotaþola.  A   hafði aldrei áður  hitt ákærða og brotaþola. Dómurinn metur vitnisburð  A   fyrir dómi trúverðugan um þau  atvik s em hann bar um og verður frásögn hans lögð til grundvallar um aðdraganda þess  sem sanna skal í málinu, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála.       Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um hvað gerðist eftir að  A   og  B   fóru  heim. Brotaþoli hefur  verið stöðug í þeirri frásögn sinni að ákærði hafi veist að henni í  stofusófa íbúðarinnar með þeim hætti sem greinir í ákæru. Hún hefur á hinn bóginn verið   8     óstöðug um nánari atvik að slíkri háttsemi. Þannig bar hún fyrst að ákærði hefði veist að  henni í só fanum í kjölfar þess að vinir hennar fóru heim, hún rankað við sér, farið inn í  svefnherbergi og sent ákærða, sem þá hafi verið frammi í eldhúsi, margumrædd  Messenger skilaboð. Við næstu skýrslugjöf staðhæfði brotaþoli að hún hafi sent ákærða  skilaboðin áð ur en hann réðist á hana og í kjölfar þess að þau reyndu að hafa samfarir í  svefnherberginu. Fyrir dómi kvaðst hún síðan hafa verið frammi í stofu þegar hún sendi  skilaboðin, ákærði þá verið ókominn heim og hann ráðist á hana strax og heim kom. Í  kjölfarið   hafi hún farið inn í svefnherbergi að sofa og ákærði sofnað í sófanum.   Fjórða frásögnin birtist svo í endursögn  C , en hún skildi brotaþola svo að ákærði  hefði farið að sofa, vinir brotaþola farið heim, hún lagst til svefns í stofusófanum og  vaknað við árá s ákærða.   Dómurinn telur framangreind atriði til þess fallin að draga úr trúverðugleika  frásagnar brotaþola. Ákærði hefur á hinn bóginn verið stöðugur í frásögn um atburði  næturinnar, nema um hvar hann var staddur þegar brotaþoli sendi honum Messenger  skil aboðin. Eins og áður segir ber þeim saman um að brotaþoli hafi fyrr um nóttina  brugðið hnífi að hálsi ákærða fyrir utan baðherbergi íbúðarinnar og hann þá tekið hana     A .       Brotaþoli leitaði ekki til læknis eftir ætlaða árás ákærða og liggur því ekkert fyrir  um afleiðingar af meintu broti. Skýringar brotaþola á því af hverju hún aflaði ekki  áverkavottorðs eru misvís andi og þykja hvorki trúverðugri né ótrúverðugri en skýring  ákærða fyrir dómi á frásögn sinni á göngudeild geðsviðs LSH 11. febrúar 2018. Verður  sakfelling ekki reist á þeirri frásögn.   Að gættum framangreindum atriðum og með hliðsjón af eindreginni sakarne itun  ákærða fyrir dómi, sem studd er frásögn hans við rannsókn málsins, telur dómurinn að  ákæruvaldið hafi ekki sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi greint  sinn veist að brotaþola með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Ber því að sýkna  ákærða af  sakargiftum í málinu.   Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laganna um  meðferð sakamála er bótakröfu brotaþola vísað frá dómi.    Þá ber samkvæmt 2. mgr. 235. gr. sömu laga að greiða allan sakarkostnað úr  ríkissjóði, en t il hans telst   7.000 króna útlagður kostnaður vegna sálfræðivottorðs,  þóknun Anítu Óðinsdóttur réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun Jóhannesar   9     Alberts Kristbjörnssonar verjanda ákærða. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að  teknu tilliti til tím askýrslu réttargæslumanns þykir þóknun hennar hæfilega ákveðin  429.040 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 7.800 króna ferðakostnaðar.  Með  sömu formerkjum þykja málsvarnarlaun verjanda hæfilega ákveðin 468.410   krónur að  meðtöldum virðisaukaskatti.   Dó m þennan kveður upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari.   Dómso r ð:     Ákærði,  X , er sýkn sakar.     Bótakröfu  Y   er vísað frá dómi.   Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 429.040 króna þóknun og  7.800 króna ferðakostnaður Anítu Óðinsdóttur réttargæslumanns  Y   og 468.410 króna  m álsvarnarlaun Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar verjanda ákærða.      Jónas Jóhannsson