Héraðsdómur Reykjaness Dómur 23. apríl 2024 Mál nr. S - 885/2024 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari) g egn Laura - Georgiana Nicoloff ( Gunnar Gíslason lögmaður ) Dómur Mál þetta var þingfest 23. apríl og dómtekið sama dag. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 22. mars 2024 á hendur ákærðu, Laura - Georgina Nicoloff, [...] , [...] , [...] : fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, laugardaginn 2. mars 2024, staðið að innflutningi á samtals 147,57 g af kókaíni, með 66% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærða til Íslands s em farþegi með flugi [...] , frá [...] , til [...] , falin innvortis . Telst háttsemi ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á ofangreindu 147,57 g af kókaíni , með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga I. Ákærða mætti v ið þingfestingu málsins og játaði brot sitt án undandráttar og samþykkti upptökukröfu. Var því farið með málið eftir 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærðu hafði veri ð gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Ákærða krefst vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá krefst verjandi hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærða er fædd í janúar árið 1994 og hefur samkvæmt gögnum málsins ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi hér á landi. Af rannsóknargögnum verður ekki séð að 2 ákærða hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi. Ákærða gaf hins vegar ótrúverðugar skýringar á því hvernig fíkniefni komumst í hennar fórur. Verður litið til þessara atrið a við ákvörðun refsingar auk skýlausrar játningar ákærðu hér fyrir dómi. Ákærða flutti til landsins nokkuð magn á af kókaíni með 66% styrkleika og þykir með hliðsjón af dómaframkvæmd refsing hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði, vegna alvarleika brots ins þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Ákærða sæti upptöku á 147,57 grömmum af kókaíni með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og samþykki hennar þar um . Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærðu til að greiða þók nun skipaðs verjanda síns, Gunnars Gíslasonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 177 . 320 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Þá greiði ákærða 97.369 krónur í annan sakarkostnað vegna rannsóknar málsins hjá lögreglu. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærða, Laura - Georgiana Nicoloff, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærða sæti upptöku á 147,57 grömmum af kókaíni. Ákærða greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Gunnars Gíslasonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 177.320 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum . Þá greiði ákærða 97.369 krónur í annan sakarkostnað. Ólafur Egill Jónsson Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 23.04.2024