Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22. mars 2022 Mál nr. E - 2148/2021 : A (Birkir Már Árnason lögmaður) g egn íslenska ríkinu ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem tekið var til dóms 7. febrúar 2022, höfðaði A , [...] , með stefnu birtri 7. apríl 2021, á hendur íslenska ríkinu, [...] , til heimtu skaðabóta. 2 Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum 4.375.250 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.500.000 krónum frá 17. maí 2018 til 4. nóvember 2019, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 2.498.200 krónum frá 4. nóvember 2019 til 2. október 202 0, en af 3.546.000 krónum frá þeim degi til 23. október 2020, en af 4.375.250 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi bóta úr hendi stefnda að álitum samkvæmt mati dómsins og að þær bætur beri sömu vexti og í aðalkröfu. Í báðum til vikum krefst stefnandi þess að vextir og dráttarvextir verði höfuðstólsfærðir á 12 mánaða fresti frá upphafstíma vaxta og dráttarvaxta í samræmi við 12. gr. laga nr. 38/2001. Enn fremur krefst stefnandi í báðum tilvikum málskostnaðar úr hendi stefnda að sk aðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. 3 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Til vara er þess krafist að dómkröfur stefnanda ver ði lækkaðar og að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir 2 4 Stefnandi var skipaður [...] við embætti [...] 2000 frá [...] 1999 að telja. Skipunin var til fimm ára, en að þeim tíma liðnum hefur skipunin framlengst sjálfkrafa um fimm ár, sbr. 23. gr. la ga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Áður en stefnandi hlaut skipunina hafði hann verið [...] til fjölda ára, bæði í Reykjavík og . Hinn 2. febrúar 2009 var starfsheiti stefnanda breytt í [...] samkvæmt [...]. 5 Haustið 2018 voru ge rðar skipulagsbreytingar hjá embætti [...] , sem unnið hafði verið að um all l angt skeið. Við þær skipulagsbreytingar breyttust stöður og störf nokkurs fjölda [...] , þ. á m. stefnanda. Vegna þessa auglýsti [...] fjórar lausar stöður í starf [...] á [...] 2018 og tilkynnti að nýtt skipurit á [...] tæki gildi [...] 2018 . 6 Stefnandi lýsti þeirri skoðun sinni í tölvupósti til [...] 25. maí 2018, að hin nýja starfslýsing [...] væri einungis rýmkun á starfssviði þess embættis sem hann gegndi og hefði gegnt í 18 ár. [...] var ósammála stefnanda og vísaði til þess að embætti ð liti svo á að um nýjar stöður væri að ræða. Kvaðst [...] líta á tölvupóst stefnanda sem umsókn um starf [...] samkvæmt hinu nýja skipulagi. Stefnandi var ósáttur við afstöðu [...] og taldi að með hinu nýja fyrirkomulagi væri brotinn á honum réttur. Í framhaldi af því leitaði hann eftir aðstoð lögmanna. 7 Hinn 24. ágúst 2018 sendi lögmaður stefnanda gagna - og upplýsingabeiðni til [...] , þar sem meðal annars óskað var eftir frekari rökstuðningi o g lagagrundvelli fyrir ákvörðun [...] . Hinn 1. september 2018 voru fjórir einstaklingar settir og síðar formlega skipaðir í starf [...] á [...] . Stefnandi var ekki einn þeirra. 8 Hinn 6. september 2018 sendi [...] erindi til stefnanda um breytingu á störfum og verksviði hans. Í erindinu kom meðal annars fram að frá og með 15. september 2018 yrði verkstjórnarþáttur stefnanda ekki lengur hluti af starfi hans og að hann myndi framvegis lúta stjórn eins hinna fjögurra nýráðnu [...] . Tekið var þó fram, að gar þessar hafa ekki áhrif á starfsheiti þitt og stöðueinkenni og þeim er ekki [...] undir stjórn [...] vaktar (II [...] 9 Hinn 12. september 2018 svaraði [...] bréfi lögmanns stefnanda frá 24. ágúst 2018, þar sem meðal annars var vísað til þess að ákvarða nir embættisins um skipulagsbreytingar, þ.m.t. um breytingu á starfi stefnanda, hafi byggst á 19. gr. laga nr. 70/1996. 3 10 Stefnandi ákvað í kjölfar þess, í samráði við lögmann sinn, að senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis 10. desember 2018. Umboðsmaður Al þingis tók málið til skoðunar og ritaði bréf til bæði [...] , dagsett 21. desember 2018, og fjármála - og efnahagsráðherra, dagsett 29. maí 2019, þar sem krafist var svara við ákveðnum spurningum. 11 Hinn 14. júní 2019 sendi fjármála - og efnahagsráðherra bréf til umboðsmanns Alþingis þar sem fallist var á og viðurkennt að ákvörðun [...] hefði átt að byggja á 1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 í stað 19. gr. sömu laga. Af þessu tilefni óskaði umboðsmaður Alþingis eftir því 21. júní 2019 að [...] myndi fjalla á ný um mál stefnanda. [...] féllst á það og lýsti því yfir með erindi til umboðsmanns Alþingis 2. júlí 2019. Lauk þar með afskiptum umboðsmanns að sinni. 12 Í kjölfarið fóru fram sáttaviðræður á milli [...] og stefnanda og lögðu báðir aðilar fr am tillögur sínar um viðunandi lausn málsins á fundi 4. október 2019. Í kjölfarið fóru fram frekari viðræður, en h inn 15. nóvember 2019 hafnaði [...] öllum kröfum og sjónarmiðum stefnanda. T ilkynnti [...] stefnanda jafnframt um þá ákvörðu n sína að flytja s tefnanda úr einu embætti í annað samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga 70/1996 og reglugerð nr. [...] , nánar tilte kið úr embætti [...] í embætti [...] . 13 Hinn 7. febrúar 2020 sendi stefnandi í annað sinn kvörtun til umboðsmanns Alþingis, þar sem honum þótti niðurst aðan vera óviðunandi, einkum í ljósi þess að hið nýja starf, sem óbreyttur [...] , væri ekki samboðið honum með hliðsjón af fyrri stöðu, frammistöðu í starfi og reynslu. 14 Hinn 24. apríl 2020 sendi umboðsmaður Alþingis erindi til fjármála - og efnahagsráðherr a og ríkisskattstjóra, en embætti [...] og ríkisskattstjóra sameinuðust 1. janúar 2020 undir nafninu Skatturinn. 15 Hinn 2. september 2020 var haldinn sáttafundur þar sem stefnanda voru boðnir tveir valkostir: (i) Ný skipun í starf [...] með umsjón með rekst ri og þróun á rauðu hliði í [...] ; eða (ii) að láta af störfum með lögmæltum eftirlaunum. Voru þessir kostir áréttaðir skriflega með bréfi Skattsins til lögmanns stefnanda, dagsettu 9. september 2020. 16 Með tölvupósti lögmanns stefnanda til [...] 10. septem ber 2020 greindi lögmaður stefnanda frá því að hann hefði valið fyrri valkostinn af þeim tveimur sem honum stóðu til boða. Athygli var þó vakin á því að í erindi Skattsins hefði ekki verið minnst 4 á (i) viðurkenningu á mistökum embættisins, (ii) málskostnað og (iii) miskabætur og þess beiðst að embættið staðfesti skriflega afstöðu sína til þessara atriða. 17 [...] svaraði erindi lögmanns stefnanda sama dag með tölvupósti, þar sem vísað var til fundar aðila 2. sama mánaðar og staðfest að ekki hefði að öllu leyti verið staðið rétt að þeim breytingum sem gerðar voru á stöðu stefnanda í tengslum við framangreindar skipulagsbreytingar á [...] . Jafnframt var vísað til þess að á fundinum 2. september 2020 hefði komið fram af hálfu [...] að kröfu um lögmann skostnað og miskabætur ætti að beina að ríkislögmanni. 18 Í kjölfar þessa voru laun og lífeyrisréttindi stefnanda leiðrétt til samræmis við skipun hans sem [...] . Hinn 23. september 2020 sendi lögmaður stefnanda formlega skaðabótakröfu til ríkislögmanns og óskaði eftir því að ríkislögmaður annaðist bótauppgjör við stefnanda, annars vegar vegna áfallins lögmannskostnaðar á stjórnsýslustigi, að fjárhæð 2.875.250 krón ur, og hins vegar vegna miskabóta, að fjárhæð 1.500.000 krónur, eða samtals 4.375.250 krónur. 19 Ríkislögmaður leitaði í kjölfarið formlegra umsagna viðeigandi yfirvalda og svaraði í framhaldi af því erindi stefnanda með bréfi dagsettu 8. desember 2020, þar sem kröfu hans um bætur vegna lögmannskostnaðar var hafnað. Ríkislögmaður lýsti sig hins vegar reiðubúinn til viðræðna við stefnanda, án viðurkenningar á bótaskyldu, um hvort unnt væri að ljúka málinu með greiðslu hæfilegra miskabóta. 20 Hinn 9. desember 2020 sendi lögmaður stefnanda fyrirspurn til ríkislögmanns þar sem óskað var eftir umsögnum [...] og kjara - og mannauðssýslunnar í málinu. Því erindi svaraði ríkislögmaður 17. sama mánaðar með því að hafna beiðni lögmannsins um aðgang og afrit að þeim gögnum, með vísan til 3. töluliðar 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og samsvarandi ákvæði í 2. tölulið 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. 21 Hinn 18. mars 2021 sendi [...] tölvupóst til stefnanda og bauð honum formlega að verða [...] lítur svo á að þar með hafi honum aftur verið boðin skipun í sína fyrri stöðu, sem fól meðal annars í sér mannaforráð. Stefnandi samþykkti það boð 22. sama mánaðar og kveðst þar með hafa fengið fyrri stöðu og stöðueink enni með mannaforráðum. Stefnandi kveður hins vegar að t jón hans vegna hinna ólögmætu vinnubragða stefnda eða starfsmanna hans sé þó enn að öllu leyti óbætt. Helstu málsástæður stefnanda 5 22 Stefnandi kveðst höfða mál þetta til greiðslu miska - og skaðabóta ve gna vanrækslu og ólögmætrar málsmeðferðar, afgreiðslu, ákvarðana, undirbúnings og eftirfylgni embættis [...] , nú Skattsins, eða starfsmanna þeirra, við breytingu á störfum, stöðu, launum, embættisheiti og verksviði stefnanda. Stefnandi byggir nánar tilteki ð á því að á honum hafi verið brotinn réttur í því ferli sem að framan er lýst. Stefnandi vísar til þess að hann hafi tvívegis þurft, með aðstoð lögmanna, að kvarta undan réttarbrotum starfsmanna stefnda til umboðsmanns Alþingis. Telur stefnandi að vinnubr ögð in leiði af sér ótvíræða bótaskyldu á öllu fjártjóni stefnanda, hverju nafni sem það kunni að nefnast. 23 Stefnandi byggir á því að háttsemi starfsmanna stefnda hafi verið ólögmæt, sem ekki hafi verið mótmælt í bréfi ríkislögmanns frá 8. desember 2020, hel dur þvert á móti tiltekið að mistök hafi verið gerð og annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni. [...] hafi einnig í tölvupósti 10. september 2020: (i) Viðurkennt mistök embættisins vegna málsmeðferðarinnar og ákvörðunar um stöðulækkun stefnanda, (ii) veitt fullan skilning fyrir skaða - og miskabótakröfum hans, og (iii) mælst til þess að bótauppgjöri yrði beint til ríkislögmanns. Stefnandi hafi auk þess samþykkt boð um fyrri stöðu sem [...] og með þeim stöðueinkennum og verksviði sem í gildi voru fyrir stöðul ækkunina 15. september 2018. 24 Stefnandi lítur svo á og byggir á því að óumdeilt sé, og raunar viðurkennt af stefnda, að umrædd háttsemi og málsmeðferð stefnda hafi brotið gegn 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar og 1. og 3. mgr. 36. gr., sbr. 19. gr. , laga nr. 70/1996 og bakað stefnda bótaskyldu. 25 Stefnandi byggir einnig á því að stefndi eða starfsmenn stefnda hafi brotið gegn skráðum og óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins, einkum lögmætisreglu, rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og andmælarétti stef nanda samkvæmt 10., 12. og 13. gr. stjórnsýslulaga, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 26 Stefnandi vísar sömuleiðis til þess að ríkislögmaður hafi synjað beiðni stefnanda 17. desember 2020 um aðgang og afrit af umsögnum [...] og kjara - og mannauðssýslunni með vísan til 3. töluliðar 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga og samsvarandi ákvæði s í 2. tölulið 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, sem hafi legið til grundvallar afstöðu ríkislögmanns 8. desember 2020. Stefnandi byggir á því að höf nunin gangi í berhögg 6 við meginreglu upplýsingaréttar aðila máls, sbr. 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 2. málslið 3. töluliðar 1. mgr. 16. gr. sömu laga. 27 Stefnandi byggir enn fremur á því að háttsemi stefnda eða starfsmanna hans hafi verið saknæm. St jórnvaldsákvarðanir og málsmeðferð starfsmanna stefnda hafi verið ólögmætar og þegar af þeirri ástæðu sé háttsemi n skaðabótaskyld í merkingu sakarreglunnar og reglna um ábyrgð stefnda á mistökum starfsmanna sinna. Stefnandi byggir á því að um stefnda og st arfsmenn stefnda gildi svokallað reglufest saknæmi og því sé óþarft að rannsaka sérstaklega hver hin huglæga afstaða hafi verið, heldur megi slá því föstu að háttsemi n , ein og sér, hafi verið saknæm. 28 Jafnvel þó að reglufest saknæmi yrði ekki talið eiga við í máli þessu, þá byggir stefnandi á því að framganga, mistök og brot stefnda eða starfsmanna hans hafi verið haldin slíkum annmörkum að skilyrði saknæmis séu uppfyllt. Starfsmönnum stefnda hafi mátt vera ljóst að framganga og aðgerðir þeirra færu í bága v ið stjórnarskrá og stjórnsýslulög og að háttsemi þeirra væri saknæm, bæði í undirbúningi og eftirfylgni málsins . 29 Stefnandi byggir einnig á því að bein og augljós orsakatengsl séu á milli vanrækslu og háttsemi starfsmanna stefnda og tjóns stefnanda og að t jón hans sé að öllu leyti sennileg afleiðing ákvarðana, framgöngu og framferðis starfsmanna stefnda. Stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni einkum vegna nauðsynlegrar lögmannsaðstoðar. Einnig hafi stefnandi orðið fyrir miskatjóni vegna ólögmætrar málsmeðferð ar og vanrækslu starfsmanna stefnda. 30 Áfallinn lögmannskostnað á stjórnsýslustigi vegna þóknunar Réttar lögmannsstofu segir stefnandi hafa verið 1.655.090 krónur samkvæmt þegar greiddum reikningum. Áfallinn kostnaður á stjórnsýslustigi vegna þóknunar [...] lögmannsstofu hafi numið 1.220.160 krónum samkvæmt þegar greiddum reikningum. Heildarfjárhæð kostnaðar vegna nauðsynlegrar aðstoðar lögmanns á stjórnsýslustigi hafi samkvæmt því verið 2.875.250 krónur. 31 Stefnandi byggir á því að embætti [...] , nú Skatturinn, hafi allt frá upphafi haft heimild og ákvörðunarvald til að annast og ganga frá uppgjöri á tjóni stefnanda vegna lögmannskostnaðar , án aðkomu ríkislögmanns, enda ljóst að fébætur stefnanda yrðu dregnar af fjárveitingu til embættisins en ekki rí kislögmanns. Þá byggir stefnandi á því að ríkislögmaður hafi ekki heimild til að hrófla við viðurkenningu og ákvörðun 7 embættisins um greiðslu skaða - og miskabóta til stefnanda , þar sem það fari með raunverulegt ákvörðunarvald vegna málsins. 32 Stefnandi byggi r einnig á því að umræddar breytingar og ákvarðanir stefnda eða starfsmanna hans hafi verið byggðar á ómálefnalegum og ófaglegum forsendum. Stefnandi telur að hann hafi meðal annars orðið fyrir aldursfordómum, einkum í ljósi þess hve lítið hafi verið gert úr reynslu hans og getu til að sinna starfi [...] eða sambærilegu starfi, sbr. lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. 33 Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna málsins og dómaframkvæmdar, byggir stefnandi á því að ólögmætar ákvarðanir, málsme ðferð, háttsemi og framganga stefnda eða starfsmanna stefnda í garð stefnanda hafi falið í sér ólögmæta meingerð samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að þessu virtu krefst stefnandi miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur, sem stefnandi telur hæfilegar bætur í ljósi málsatvika. 34 Stefnandi krefst vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 vegna miska að fjárhæð 1.500.000 krónur frá 17. maí 2018, þegar staða og starf stefnanda var auglýst laust til umsóknar, til 4. nóvember 2019, sem mar kar upphafsdag dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, en það sé einum mánuði eftir fyrsta sáttarfund málsins, þegar lagðar hafi verið fram bótakröfur stefnanda, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Næsta tímamark innan dráttarvaxtakröfu sé 2. októ ber 2020, en það sé mánuði eftir seinni sáttafund málsins. Þriðja og síðasta tímamark dráttarvaxtakröfu sé 23. október 2020 en það sé einum mánuði eftir að bótakrafa stefnanda hafi verið send skriflega til ríkislögmanns. Fjárhæðirnar markist af áföllnum lö gmannskostnaði hverju sinni, ásamt áætluðum miskabótum. Þá beri að höfuðstólsfæra vexti á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta í samræmi við 12. gr. laga nr. 38/2001. Helstu málsástæður stefnda 35 Stefndi hafnar því að til bótasky ldu hafi stofnast vegna kostnaðar við lögmannsaðstoð stefnanda á stjórnsýslustigi málsins eða að hann eigi rétt á að fá þann kostnað greiddan á öðrum grundvelli, enda hafi stefnandi sjálfur ákveðið að leita til lögmanns. Það sé meginregla að einstaklingar verði sjálfir að bera þann kostnað sem þeir hafi af erindum sínum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim, þ.m.t. þegar leitað sé álits umboðsmanns Alþingis. Kjósi þeir að nýta aðstoð sérfræðinga við slík erindi og hafi af því kostnað geti þeir ekki kraf ist þess að hann verði bættur, hvort sem erindið eða 8 málareksturinn skili árangri eða ekki. Sérstaka lagaheimild eða saknæma háttsemi þurfi til að unnt sé að krefjast þess að fá slíkan kostnað greiddan úr hendi stjórnvalda. 36 Stefndi byggir á því að í reynd sé afar einfalt að leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis og sé fólki leiðbeint þar um, auk þess sem gagnleg eyðublöð séu til þess notuð og útbúin af umboðsmanni. Þá hvíli leiðbeiningarskylda gagnvart þeim sem til stjórnvalda leiti. Formkröfur til a ð koma að kærum eða athugasemdum gagnvart stjórnvöldum séu einfaldar. 37 Sú meginregla sem fyrr sé lýst hafi verið staðfest í dómum Hæstaréttar, sbr. mál nr. 145/2003, mál nr. 70/2008, mál nr. 585/2015, mál nr. 684/2016 og mál nr. 816/2017. Ljóst sé af þeim a ð allt önnur sjónarmið gildi um málskostnað fyrir dómi annars vegar og kostnað vegna aðstoðar sérfræðinga af ýmsu tagi gagnvart stjórnvöldum, þ.á m. lögmanna, sem einstaklingar eða lögaðilar kunni að leita til. Sérstaklega verði að gæta að því að forsendur í nefndum hæstaréttardómi í málinu nr. 70/2008 eigi ekki við í tilviki stefnanda. Um hafi verið að ræða sérstakt tilvik og þar sem útlagður kostnaður, m.a. vegna kvörtunar til umboðsmanns Alþingis , nýttist ekki þeim sem í hlut áttu gagnvart stjórnvöldum. 38 Stefndi mótmælir því að saknæmri háttsemi hafi verið fyrir að fara af hálfu starfsmanna sem stefndi beri ábyrgð á, þ.e. embætti [...] , [...] , ríkisskattstjóra eða annarra. Þá hafi stefndi, [...] eða aðrir starfsmenn stefnda , ekki viðurkennt eða samþykkt bó taskyldu. Engu breyti þótt [...] hefði skilning á því að sett yrði fram skaðabótakrafa. Slíkt feli ekki í sér viðurkenningu á bótaskyldu, auk þess sem hann hafi ekki haft heimild til að viðurkenna bótaskyldu eða greiða skaðabætur, hvort heldur af eigin fjá rveitingum eða úr ríkissjóði. 39 Stefndi byggir á því að stefnandi hafi ekki fært sönnur fyrir því að stefnda beri að bæta meint tjón hans á grundvelli sakarreglu og að bótaskilyrði séu ekki uppfyllt. Annmarkar sem vera kunni á stjórnvaldsákvörðun eða meðfer ð stjórnsýslumáls leiði ekki þegar til þess að saknæmisskilyrði teljist uppfyllt. Annmarkar sem kunni að leiða til ógildingar ákvörðunar geri það ekki heldur, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 585/2015 og 684/2016. Í máli þessu hafi verið uppi álitamál um hvernig túlka bæri lög um réttarstöðu [...] , en fyrir hafi legið áratuga venja um hvernig standa mætti að breytingum á störfum og verksviði [...] , sem embættið hafi verið í góðri trú um að stæðist lög. Allt aðra mælikvarða beri að bregða á saknæma háttsemi . Í engu hafi verið um að ræða gáleysislega málsmeðferð eða ákvarðanir, sem teknar hafi verið á 9 grundvelli gáleysis eða ásetnings um að valda tjóni. Grandsemi stafsmanna stefnda hafi því ekki verið til að dreifa um að farið væri á svig við lög. Sjónarmið u m reglufest saknæmi eigi ekki við í málinu. 40 Þótt stefnandi kysi að nýta sér sérfræðiaðstoð við stjórnsýslulega meðferð máls síns feli það ekki í sér tjón sem stefndi beri ábyrgð á. Bætt hafi verið úr annmörkum sem hafi verið á málsmeðferð Skattsins í máli stefnanda, í kjölfar ábendinga ráðuneytis og umboðsmanns Alþingis. Hin lagalega rétta niðurstaða hafi fengist á þeim grundvelli og stefnandi fengið leiðréttingu sinna mála. Ekki sé unnt að leggja óhikað til grundvallar að allar ákvarðanir og málsmeðferð ha fi verið ólögmætar. 41 Stefndi telur hafið yfir vafa að umboðsmaður hefði tekið afstöðu til erindis stefnanda og leiðbeint honum með fullnægjandi hætti hvort sem hann hefði notið sérfræðiaðstoðar eða ekki. Felist í lögum nr. 85/1997, einkum 4., 8. og 9. gr., að umboðsmaður taki mál til gaumgæfilegrar og sjálfstæðrar skoðunar og kalli eftir öllum gögnum og skýringum stjórnvalda. Þá sé einnig vísað til reglna nr. 82/1988 um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis. 42 Stefndi telur að málsástæður stefnanda um að s tarfsmenn stefnda hafi brotið gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttar, skráðum og óskráðum, einkum lögmætisreglu, rannsóknarreglu og andmælarétti, sbr. 10. gr., 12. gr. og 13. gr. stjórnsýslulaga auk laga nr. 70/1996, séu í engu rökstuddar eða skýrðar nán ar í stefnu, heldur vísað í málsmeðferðina í heild. Stefndi mótmælir þessum málsástæðum. Þær standi auk þess ekki í rökrænum tengslum við dómkröfur málsins. Hvað sem þessu líði þá skapi þetta ekki rétt til skaðabóta vegna lögmannskostnaðar. Málið hafi veri ð rannsakað ítarlega og verið vel upplýst. Samkvæmt dómaframkvæmd hafi ekki verið nauðsynlegt að gæta andmælaréttar, enda ekki um stjórnvaldsákvörðun að ræða. Hafi komið skýrt fram í dómum að ekki sé um stjórnvaldsákvörðun að ræða þegar ákvörðun sé tekin á grundvelli 19. gr. laga nr. 70/1996, ef ekki er breytt starfsheiti og breytingar hafa ekki áhrif á réttindi að öðru leyti, þ.e. um samningsbundin kjör. 43 Stefndi mótmælir því að höfnun ríkislögmanns á afhendingu tiltekinna gagna hafi verið í andstöðu við m eginreglu upplýsingaréttar aðila máls, sbr. 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. málslið 3. töluliðar 1. mgr. 16. gr. sömu laga, enda hafi gögnin verið undanþegin upplýsingarétti. 44 Stefndi mótmælir því að orsakasamband sé fyrir hendi í málinu eða skilyrði uppfyllt um sennilega afleiðingu. Stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni, þótt hann hafi leitað 10 eftir aðstoð lögmanna og fengið leiðréttingu sinna mála. Ákvörðun um að leita sérfræðiaðstoðar, t.d. lögmanns, sé augljóslega ekki tjón heldur endurgjald fyrir þ jónustu, sem stefnandi hafi stofnað til. Með vísan til þessa sé kröfum um bætur vegna fjártjóns, er nemi kostnaði við lögmannsaðstoð eða sérfræðiaðstoð, hafnað. 45 Stefndi hafnar einnig miskabótakröfu stefnanda, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að í ákvör ðun Skattsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu hans í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Engar þær hvatir eða ástæður hafi legið að baki þeim breytingum sem embættið gerði á skipulagi þess að í því geti talist ólögmæt meingerð gegn stefnanda. Þau mistök sem gerð hafi verið í ferlinu hafi verið leiðrétt gagnvart f leirum en stefnanda. Engri meingerð hafi verið til að dreifa gagnvart orðspori stefnanda. Ávirðingum í stefnu um ófagleg og óvönduð vinnubrögð er mótmælt sem röngum og ósönnuðum, hvergi hafi verið um aldursfordóma að ræða eða að lítið væri gert úr reynslu stefnanda. Er fullyrðingum í stefnu til stuðnings miskabótakröfu mótmælt sem röngum og ósönnuðum. 46 Til stuðnings varakröfu er gerð krafa um lækkun og að einungis verði dæmdar bætur sem nema þeim kostnaði sem sannanlega hafi verið nauðsynlegur, að gættum sk ilyrðum þeim sem gerð er grein fyrir að framan. Stefnandi hafi lagt fram margvíslega reikninga um lögfræðiaðstoð á ýmsum stigum. Engin efni séu til að fallast á allar kröfurnar verði á bótaskyldu fallist. Margir reikningana séu um almenna aðstoð og gagnaöf lun eða kvartanir til umboðsmanns. Ekki sé rökstutt að allur þessi kostnaður hafi verið nauðsynlegur. Ýmsir liðir í þessum gögnum virðist ekki tengjast ágreining n um beint. Til stuðnings varakröfu er einnig byggt á því að miskabótakrafa verði lækkuð til mun a. 47 Kröfu um vexti og dráttarvexti er mótmælt, einkum upphafstíma þeirra. Verði ekki miðað við annað en mánuði frá þingfestingu málsins, eða í fyrsta lagi mánuði eftir að kröfubréf barst ríkislögmanni 23. september 2020. Niðurstaða 48 Eins og áður segir voru g erðar umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá embætti [...] , nú Skattsins, haustið 2018, sem höfðu meðal annars áhrif á stöðu stefnanda og fleiri starfsmanna stefnda. Stöðum [...] hjá [...] á [...] var fjölgað og starfssviði þeirra breytt. Var það skilningur stofnunarinnar að um væri að ræða nýjar stöður og ólíkar stöðum [...] samkvæmt eldra skipulagi. Voru stöður [...] samkvæmt nýju skipulagi því auglýstar lausar til umsóknar og að lokum skipað í þær. 11 49 Stefnandi, sem á þessum tíma gegndi stöðu [...] samkvæmt eldra skipulagi, var ekki einn þeirra sem skipaður var í stöðu [...] samkvæmt hinu nýju skipulagi. Honum var jafnframt tilkynnt þann 15. september 2018 að verkstjórnarþáttur væri ekki lengur hluti af starfi hans og að hann myndi framvegis lúta stjórn eins hinna fjögurra ný skipuðu [...] . Þó var tekið fram, að breytingar þessar hefðu ekki áhrif á starfsheiti hans og stöðueinkenni og að þeim væri ekki ætlað að skerða þáverandi launakjör hans. Í nýrri starfslýsingu stefnanda kom fram að hann myndi vinna almenn [...] undir stjórn [...] vaktar (III. stjórnendalags) eða annarra yfirmanna. 50 Eftir ábendingu frá umboðsmanni Alþingis um að ef til vill hefði verið réttara að byggja ákvörðun um breytingu á starfi stefnanda á 1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 fremur en á 19. gr. þeirra laga, tók embætti [...] mál stefnanda upp að nýju. Stefnanda var í kjölfar þess, þann 15. nóvember 2019, tilkynnt að hann hefði verið færður úr embætti [...] í embætti [...] á grundvelli 1. mgr. 36. gr. nefndra laga, sem var lægra launað en embætti [...] . Stefnanda var jafnframt tilkynnt að hann hefði verið sviptur stöðuheiti sínu og einkennum. 51 Stefnandi taldi hið nýja embætti ósamboðið sér og kvartaði enn á ný til umboðsmann s Alþingis. Sú kvörtun leiddi til þess að stefnanda voru í september 2020 gefnir tveir kostir, þ.e. að hljóta n ýja skipun í starf [...] með umsjón með rekstri og þróun á rauðu hliði í [...] eða að láta af störfum með lögmæltum eftirlaunum. Stefnandi valdi f yrri kostinn. 52 Stefnandi tók þann 1. maí 2021 við stöðu [...] vaktar í [...] og er þar með kominn í sambærilega stöðu og þær sem auglýstar voru í maí 2018, með mannaforráðum, einkennum og öðru sem þeim stöðum fylgdi. Má því segja að stefnandi sé kominn í þá stöðu sem hann taldi sig eiga að vera í þegar haustið 2018 og taldi sig raunar hafa verið í frá árinu 2000. I 53 Þegar leyst er úr því hvort sú háttsemi starfsmanna stefnda , sem lýst er hér að framan , hafi bakað stefnda skaðabótaskyldu í málinu verður að hafa í huga að það er stefnandi sem ber sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi beðið tjón , sem rakið verði til aðgerða stefnda og þá jafnframt hvert sé umfang tjónsins. Af málatilbúnaði stefnanda verður ráðið að hann telur fjárhagslegt tjón sitt nema kostnaði af vinnu lögmanns við að fá ólögmætum og saknæ m um ákvörðunum starfsmanna stefnda um tilfærslu hans í starfi og embætti hnekkt, þ.m.t. vegna tveggja kvartana til umboðsmanns Alþingis. 12 54 Eins og fram ke mur í dómi Hæstaréttar frá 30. október 2008, í máli nr. 70/2008, er það meginregla íslensks réttar að borgararnir verða sjálfir að bera þann kostnað sem þeir hafa af erindum sínum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim. Hið sama á við um þann kostnað se m þeir kunna að hafa af því að leita álits umboðsmanns Alþingis. Kjósi þeir að nota aðstoð sérfræðinga við slík erindi og hafi af því kostnað geta þeir ekki krafist þess að sá kostnaður verði þeim bættur, þótt erindið eða málareksturinn verði árangurslaus. Þarf sérstaka lagaheimild til svo unnt sé að krefjast greiðslu slíks kostnaðar úr hendi stjórnvalda. 55 Óháð framangreindu er ekki útilokað að aðili eigi rétt á greiðslu kostnaðar vegna erindis eða málarekstrar fyrir eða gegn stjórnvöldum á grundvelli regln a skaðabótaréttarins , séu skilyrði uppfyllt til þess að svo geti orðið, sbr. t.a.m. dóm Landsréttar frá 11. mars 2022, í máli nr. 666/2020 . Skilyrði þess að lögmannskostnaður stefnanda verði talinn til tjóns , sem stefnandi eigi rétt á að fá bætt samkvæmt r eglum skaðabótaréttarins , er að orsakatengsl séu milli saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna stefnda og þess að stefnandi varð að leita lögmannsaðstoðar. 56 Stefnandi byggir kröfu sína um bætur vegna lögmannskostnaðar nánar tiltekið á því að óhjákvæmi legt hafi verið fyrir hann að leita aðstoðar lögmanns vegna ákvörðunar starfsmanna stefnda um: (i) að auglýsa stöðu og starf stefnanda sem [...] laust til umsóknar, sem hann taldi sig hafa gilda skipun til, (ii) að skipa í framhaldi af því fjóra einstaklinga í stöðu stefnanda, og (iii) að flytja eða færa stefnanda í stöðu óbreytts [...] r. Málsmeðferðin, ákvarðanirnar, undirbúningur þeirra og eftirfylgni, hafi ekki staðist lög og verið bæði saknæm og ólögmæt. Því hafnar stefndi. 57 Framangreind lagaák væði, 19. gr. laga nr. 70/1996, 1. mgr. 36. gr. sömu laga og 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar eiga það allar sammerkt, að þeim starfs - eða embættismanni sem í hlut á er skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði, að tilteknum skilyrðum uppfyl ltum. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 70/1996 getur starfsmaður kosið að segja starfi sínu lausu vegna breytinga á störfum hans og verksviði, en stefnanda var ekki gefinn kostur á slíku þegar honum var tilkynnt um breytingar á verksviði hans frá og með 1 5. september 2018. 58 Fram kemur í athugasemdum við 1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 í frumvarpi til þeirra laga, að ákvæðið sé byggt á 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar . Samkvæmt þeirri grein skulu þeir embættismenn sem færðir eru á milli embætta á grundve lli hennar eiga 13 þess kost að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk. Stefnanda var ekki gefinn kostur á slíku þegar honum var þann 15. nóvember 2019 tilkynnt að hann hefði verið fluttur úr embætti [ ...] í embætti hjá embætti [...] . Þá var hann jafnframt sviptur stöðuheiti sínu og einkennum, en þess getið að hann ætti rétt á að fá greiddan launamismun á milli þessara tveggja embætta út skipunartíma sinn, sbr. 3. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996. 59 Heim ild embættis [...] , nú Skattsins, til að breyta starfi og verksviði stefnanda frá og með 15. september 2018 á grundvelli 19. gr. laga nr. 70/1996 sætti að mati dómsins ákveðnum takmörkunum vegna ákvæða reglugerðar nr. [...] , einkum 6. gr. þeirrar reglugerð ar, þar sem verksviði og ábyrgð [...] var lýst. Embætti [...] var af þeim sökum ómögulegt og óheimilt að byggja ákvörðun sína um breytingu á verksviði stefnanda á nefndri lagagrein. 60 Embætti [...] tók á ný ákvörðun 15. nóvember 2019 um að flytja stefnanda ú r embætti [...] í embætti [...] undir stjórn [...] , á grundvelli 1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996. Verksviði og ábyrgð [...] er lýst í 9. gr. nefndrar reglugerðar nr. [...] . Samkvæmt því ákvæði eru [...] og öðrum yfirmönnum til aðstoðar. Verkstjórnarskylda getur verið hluti starfans samkvæmt nánari ákvörðun yfirmanns. 61 Þótt fallast megi á að embætti [...] hafi haft heimild til að flytja stefnanda úr [...] í annað embætti á vegum þess embættis í nóvember 2 019 , sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996, þá var sú heimild hvorki án takmörkunar né skilyrða að mati dómsins. Telja verður að slíkt hafi einungis verið heimilt að því tilskildu að hið nýja embætti væri samboðið stefnanda, með tilliti til verkefna, virði ngar og ábyrgðar sem hinu nýja embætti fylgdi, sbr. dóm Hæstaréttar frá 4. maí 2005, í máli nr. 475/2004 , sem ekki verður séð að hafi verið raunin í tilviki stefnanda . Þá verður einnig að telja að veita hefði stefnanda kost á að velja á milli embættisskipt anna og þess að láta af störfum með lögmæltum eftirlaunum, sbr. 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar , en slíkt var ekki gert í nóvember 2019, þótt úr því hafi síðar verið bætt í september 2020 . 62 Að virtum atvikum málsins er ekki hægt að fallast á þau sjónarm ið stefnanda, að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna þess að starf hans hafi verið auglýst. Samkvæmt gögnum málsins var um að ræða víðtækar skipulagsbreytingar, sem telja verður að yfirboðarar stefnanda hafi haft fulla heimild til. Af sömu ástæðum er ekki he ldur hægt að fallast á með stefnanda hann hafi orðið fyrir tjóni við það að fjórir einstaklingar hafi verið 14 skipaðir í stöðu stefnanda, eins og hann orðar það, enda er ósannað annað en að um nýjar stöður hafi verið að ræða samkvæmt hinu nýja skipulag i . 63 Þá verður ekki betur séð af því sem fram er komið í málinu en að umræddar skipulagsbreytingar hafi verið byggðar á málefnalegum og faglegum sjónarmiðum. Í því samhengi verður að telja ósannað að aldur stefnanda hafi átt nokkurn þátt í umræddum ákvörðunum sta rfsmanna embættis [...] , annars vegar um breytingu á verksviði stefnda í september 2018 og hins vegar um flutning hans í annað embætti í nóvember 2019. 64 Þá er ekki hægt að fallast á það með stefnanda að stefndi hafi með einhverjum hætti samþykkt réttmæti kröfu hans eða viðurkennt hana. Þvert á móti bera gögn málsins með sér að embætti [...] hafi hafnað greiðslu lögmannskostnaðar þann 15. nóvember 2019, að því er þann hluta kostnaðarins varðar sem fallið hafði til fram að þeim tíma. Þá verður ekki séð að afstaða þess embættis hafi með nokkrum hætti getað takmarkað heimildir embættis ríkislögmanns til að bregðast við kröfubréfi stefnanda, dagsettu 23. septemb er 2020. Synjun stefnda á beiðni stefnanda um aðgang og afrit af umsögnum [...] og kjara - og mannauðssýslunnar getur að sama skapi ekki leitt til greiðsluskyldu stefnda vegna þess kostnaðar sem um ræðir. 65 Að framangreindu virtu er hins vegar fallist á það m eð stefnanda að ákvörðun embættis [...] um að breyta stöðu og verksviði hans frá og með 15. september 2018, sem byggð var á röngum lagagrunni og fól það í sér að teknir voru frá stefnanda verkþættir sem almennt heyrðu undir embætti [...] , sbr. 6. gr. reglu gerðar nr. [...] , svo og að stefnandi skyldi lúta stjórn [...] upp frá því, hafi verið ólögmæt. 66 Þá er sömuleiðis fallist á það með stefnanda að ákvörðun embættis [...] , sem kynnt var 15. nóvember 2019, um að flytja stefnanda úr embætti [...] , sbr. 6. gr. reglugerðar nr. [...] , í lægra launað embætti , sbr. 9. gr. sömu reglugerðar, sem ekki verður séð að hafi verið honum samboðið, og svipta hann um leið einkennum sínum og starfsheiti, og það án þess að gefa stefnanda kost á að velja á milli embættisskipt anna eða lausnar frá embætti með lögmæltum eftirlaunum, hafi verið ólögmæt. 67 Þá verður enn fremur að telja sannað að starfsmenn embættis [...] hafi með ákvörðunum sínum í september 2018 og nóvember 2019 brotið gegn skráðum og óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins við meðferð málsins, það er lögmætisreglunni og meðalhófsreglunni, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 . 15 Á kvarðanir embæ ttisins hafi með öðrum orðum ekki verið í samræmi við lög og gengið lengra en nauðsyn bar til, stefnanda til tjóns . 68 Ekki er hins vegar fallist á að embætti [...] hafi við meðferð á máli stefnanda brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins eða reglun ni um andmælarétt stefnanda, sbr. 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga , enda bera gögn málsins með sér að ítarleg samskipti hafi átt sér stað á milli aðila, þ.m.t. með aðkomu lögmanns stefnanda, áður en ákvörðun var tekin um að flytja stefnanda í annað embætti í nóvember 201 9 . Eins lá afstaða stefnda fyrir með skriflegum hætti í september 2018, sbr. áðurnefndan tölvupóst hans við [...] frá 25. maí 2018 og samskipti í kjölfar hans . 69 Með hliðsjón af öllu því sem að framan er rakið og með vísan til atvika málsins v erður að telja að meðferð og afgreiðsla máls stefnanda, annars vegar í tengslum við breytingu á starfssviði stefnanda í september 2018 og hins vegar í tengslum við flutning hans í annað embætti í nóvember 2019, hafi verið haldin slíkum annmörkum að skilyrð i sakarreglunnar um saknæmi sé einnig fullnægt. 70 Dómurinn fellst einnig á þau sjónarmið stefnanda, gegn andmælum stefnda, að nauðsynlegt og eðlilegt hafi verið fyrir stefnanda að leita aðstoðar lögmanns til að gæta hagsmuna sinna við þær aðstæður sem upp k omu vegna hinna saknæmu og ólögmætu ákvarðana embættis [...] í september 2018 og nóvember 2019. Slíkt hefur eðli máls samkvæmt í för með sér kostnað. Réttindagæsla lögmannsins fyrir hönd stefnanda fólst meðal annars í kvörtunum til umboðsmanns Alþingis en einnig í því að gæta réttinda stefnanda gagnvart vinnuveitanda hans. 71 Ólíklegt verður að telja að stefnandi hefði getað náð fram rétti sínum án aðstoðar lögmanns. Eins og áður segir leiddi barátta stefnanda og lögmanns hans til þess að stefnanda var í sept ember 2020 boðið að taka við embætti [...] í rauðu hliði á [...] , sem telja verður samboðið stefnanda í ljósi verkefna, virðingar og ábyrgðar sem því embætti fylgja, eða að láta af störfum með lögmæltum eftirlaunum, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996, s br. 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar. 72 Að öllu framangreindu virtu verður að fallast á það með stefnanda að hann hafi orðið fyrir fjártjóni vegna hinnar saknæmu og ólögmætu háttsemi sem lýst er hér að framan og að stefndi beri skaðabótaábyrgð á því tjóni sem leiddi af því að stefnandi þurft i að leita aðstoðar lögmanns til að rétta hlut sinn. Verður jafnframt að telja að kostnaður vegna þessarar vinnu sé sennileg afleiðing af hinni saknæmu og ólögmætu háttsemi, með þeim undantekningum þó sem raktar er u hér að neðan. Skilyrðum 16 sakarreglunnar um sök, ólögmæti, orsakasamband og sennilega afleiðingu sé þar með fullnægt eins og hér stendur á. II 73 Stefnandi gerir í öðru lagi kröfu um miskabætur. B yggir sú krafa á því að [...] hafi vegið að orðspori og starfsheiðri stefnanda með ólögmætum hætti, með því að: (i) auglýsa stöðu stefnanda lausa til umsókna og ráða í embættið sem stefnandi var skipaður í og hafði gilda skipun til og (ii) flytja hann úr embætti [...] í stöðu óbreytts [...] , þar sem stefnanda var gert að fjarlægja stöðueinkenni sín. Hafi þessar ólögmætu og tilefnislausu aðgerðir verið niðurlægjandi, særandi og meiðandi fyrir stefnanda og til þess fallnar að valda honum óþægindum og þjáningum og falið í sér ólögmæta mei ngerð samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. 74 Fallast má á það með stefnanda að saknæmar og ólögmætar ákvarðanir embættis [...] , annars vegar að svipta stefnanda verkþáttum sem heyrðu undir verksvið [...] samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. [...] í september 2018 og færa hann undir stjórn annars [...] , og hins vegar að flytja hann úr embætti [...] í stöðu [...] í nóvember 2019 og um leið svipta hann einkennum sínum og stöðuheiti, hafi verið til þess fallnar að skaða að ófyrirsynju orðspor stefnanda og faglegan starfsheiður og þannig orðið honum að meini . 75 Að því virtu er fallist á þau sjónarmið stefnanda að umræddar ákvarðanir embættis [...] hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaða bótalaga og að hann eigi af þeim sökum rétt á miskabótum. III 76 Stefnandi gerir í málinu eina kröfu, fjárkröfu, sem felur í senn í sér kröfu um bætur fyrir fjárhagslegt tjón vegna lögmannskostnaðar á stjórnsýslustigi, að fjárhæð 2.875.250 krónur, og kröfu um bætur fyrir miska, að fjárhæð 1.500.000 krónur. Samtals gerir stefnandi kröfu um að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 4.375.250 krónur (2.875.250 + 1.500.000 = 4.375.250) , auk vaxta og málskostnaðar. 77 Stefnandi hefur í málinu lagt fram alls fimm r eikninga, sem útgefnir voru á tímabilinu 31. desember 2018 til 13. janúar 2021, alls að fjárhæð 2.875.250 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, eða 2.318.750 krónur án virðisaukaskatts, sem nemur 556.500 krónum. Stefnandi hefur sömuleiðis lagt fram tímaský rslur lögmanns vegna þeirra vinnustunda sem lágu að baki umræddum reikningum. Samkvæmt vinnuskýrslum lögmannsins hófst vinnan 20. ágúst 2018 og lauk 23. september 2020 . 17 Þ ann dag sendi lögmaðurinn kröfubréf á ríkislögmann fyrir hönd stefnda. Alls er um að r æða 103,5 vinnustundir á þessu tímabili. 78 Við nánari skoðun á vinnuskýrslum lögmanns stefnanda sést að um 5 vinnustundum hefur verið varið í undirbúning og samskipti vegna erindis til [...] og 4,25 vinnustundum hefur verið varið í samskipti vegna lögfræðir áðgjafar og samskipti vegna beiðni embættis [...] um að stefnandi leitaði til trúnaðarlæknis. Ekki þykir eðlilegt að stefndi beri þennan kostnað og dregst hann því frá kröfu stefnanda. 79 Af vinnuskýrslum lögmanns stefnanda má enn fremur ráða að 21,5 vinnust und um hefur verið varið í undirbúning og samningu kröfubréfs til ríkislögmanns, sem sent var þann 23. september 2020, eins og áður segir. Krafa stefnanda var í eðli sínu einföld og byggði að meginstefnu til á þegar útgefnum reikningum og tímaskýrslum lögmannsins, auk þess sem gerð var krafa um miskabætur. Lögmaðurinn var auk þess vel kunnugur málinu enda hafði hann unnið að því á öllum stigum þess og allt frá upphafi. Í því ljósi þykir eðlilegt að stefndi beri kostnað vegna kröfubréfsins sem jafngildi 4 vinnustundum lögmannsins, en að krafa stefnanda á hen dur stefnda lækki um sem nemur kostnaði af 17,5 vinnustundum. 80 Fyrir liggur að stefnandi hefur fengið hluta lögmannskostnaðar síns greiddan frá stéttarfélagi stefnanda. Svör stefnanda þar að lútandi voru þó nokkuð á reiki er hann gaf skýrslu við aðalme ðferð málsins. Í málinu liggur frammi yfirlýsing frá [...] þar sem staðfest er að félagið hafi veitt stefnanda styrk að fjárhæð 500.000 krónur vegna meðferðar máls þessa á stjórnsýslustigi. Þá hafi félagið veitt stefnanda styrk vegna reksturs dómsmáls þess a. Báðir styrkirnir hafi verið veittir með því skilyrði að fengist lögmannskostnaður dæmdur yrði styrkur félagsins endurgreiddur til félagsins. 81 Þótt skýringar stefnanda við skýrslugjöf í málinu verði með hliðsjón af öðru sem fram er komið ekki taldar fela í sér bindandi yfirlýsingu um atvik málsins, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þá er eigi að síður ljóst að meint tjón hans vegna lögmannskostnaðar fyrir höfðun máls ins er hvað sem öðru líður 500.000 krónum lægra en stefnukrafa m álsins gerir ráð fyrir, enda verður ekki séð að til þess sé ætlast að stefnandi endurgreiði [...] þann styrk sem hann hefur fengið frá félaginu. 82 Að öllu framangreindu virtu þykir rétt að stefnandi greiði stefnda skaðabætur vegna tjóns sem fólst í því að h ann þurfti að leita sér lögmannsaðstoðar vegna þeirra atvika sem að framan er lýst. Telst tjón stefnanda vegna þessa liðar nema 1.596.375 krónum að teknu tilliti til þess sem að framan er rakið ( 2.875.250 - 778.875 500.000 = 18 1.596.275). Hafa þá verið dre gnar frá stefnu kröfu stefnanda 208.125 krónur , þ.e. vegna 9,25 vinnustunda á tímagjaldinu 22.500 krónur , og 420.000 krónur , þ.e. vegna 17,5 vinnustunda á tímagjaldinu 24.000 krónur, auk virðisaukaskatts að fjárhæð 150.750 krónur, eða alls 778.875 krónur , s em ekki þykir rétt að stefndi greiði . Þá hafa þær 500.000 krónur sem stefnandi fékk greiddar frá [...] samkvæmt framansögðu einnig verið dregnar frá stefnukröfu stefnanda . 83 Miskabætur stefnanda teljast hæfilega ákveðnar 700.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til þess að stefnanda var að lokum boðin staða sem samboðin var honum, með tilliti til langs og farsæls starfsferils hans, auk þess sem stefnandi virðist í dag í þeirri stöðu sem hann taldi sig vera í haustið 2018. 84 Að öllu framangreindu virtu þykir rétt að stefndi greiði stefnanda 2.296.375 krónur, þ.e. 1.596.375 krónur vegna lögmannskostnaðar sem til féll fyrir höfðun máls þessa og 700.000 krónur í miskabætur (1.596.375 + 700.000 = 2.296.375) . 85 Rétt þykir að krafa stefnanda á hendur stefnda beri dr áttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá og með 23. október 2020, þ.e. frá þeim degi er mánuður var liðinn frá því að lögmaður stefnanda sendi stefnda kröfu um greiðslu skaðabóta, og til greiðsludags, sbr. 9. og 12. gr. sömu laga. 86 Samkvæmt málskostnaðaryfirliti lögmanns stefnanda nemur áætlaður málskostnaður stefnanda 4.797.500 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Að baki þessari fjárhæð liggja alls 153,5 vinnustundir, þar af 85,75 v innustundir við undirbúning málshöfðunar og gerð stefnu í málinu og 37 vinnustundir vegna undirbúnings upphaflegrar aðalmeðferðar í málinu. Að mati dómsins er hér vel í lagt með hliðsjón af sakarefni málsins, sem lögmaður stefnanda þekkir vel, enda unnið a ð málinu frá upphafi þess. Verður stefnda því ekki gert að greiða fyrir alla þessa vinnu. 87 Að því virtu og me ð hliðsjón af niðurstöðu málsins og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, svo og að virtu umfangi málsins, þykir rétt að st efndi greiði stefnanda málskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þá verið tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun lögmanns síns. 88 Af hálfu stefnanda flutti málið Birkir Már Árnason lögmaður. 89 Af hálfu s tefnda flutt u málið ríkis lögmennirnir Einar Karl Hallvarðsson og Fanney Rós Þorsteinsdóttir. 19 90 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt hefur verið ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A , 2.296.375 krónur , með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. og 12. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 23. október 2020 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.800.000 krónur í málskostnað. Jóhannes Rúnar Jóhannsson