Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 12. apríl 2021 Mál nr. E - 3545/2020 : Þórir Jónsson ( Birkir Már Árnason lögmaður) g egn Beka ehf. ( Jóhann Tómas Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað 27. maí 2020. Stefnandi er Þórir Jónsson og stefndi Beka ehf., Bankastræti 10 , Reykjavík. Endanlegar d ómkröfur stefnanda eru að stefndi verði dæmdur til greiðslu 1.18 3.814 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 1. ágúst 2019 til greiðsludags auk málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara lækkunar. Í báðum tilfellum er krafist málskos tnaðar. Dómari tók við meðferð málsins 14. janúar síðastliðinn en hafði fram að þeim tíma engin afskipti haft af meðferð þess. Málavextir Stefnandi réð sig til starfa hjá stefnda í apríl 2016 í samræmi við ráðningarsamning sem dagsettur er 1. maí 2016. Í auglýsingu um starfið var því lýst sem verkefna - og byggingastjórn í verklegum framkvæmdum en stefnda var í auglýsingunni lýst sem ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfði sig í verkefna - og byggingastjórnun auk þess sem getið var helstu byggingaframkvæmda sem stef ndi ynni að. Stefnandi var ráðinn sem verkefnastjóri og bar sem slíkur ábyrgð á verklegum framkvæmdum stefnda sem honum væru falin af framkvæmdastjóra þess . Samið var um að stefnandi nyti þess sem kallað var grunnlaun að fjárhæð 750.000 krónu r . Fjárhæð gr unnlauna skyldi endurskoða árlega, í fyrsta sinn einu ári eftir undirritun samningsins . Sérstakt ákvæði var í samningnum um að aðilar væru sammála um , að að loknum fimm mánaða reynslutíma skyldu þeir hefja viðræður um hvort forsendur væru fyrir því að 2 stef nandi gæti eignast rétt til árangurstengdra þóknana. Tekið var fram að markmið aðila væri að samstarf g e ngi það vel að slíkur réttur gæti stofnast. Laun stefnanda munu hafa verið hækkuð 1. janúar 2017 í 900.000 krónur en ráðningarkjör voru óbreytt að öðru leyti . Fyrir l iggja drög að breyttum ráðninga r samningi frá því í desember 2017 þar sem meðal annars var gert ráð fyrir samningsákvæði er fæli í sér árangurstengda þóknun . Ekki kom þó til breytinga að svo komnu þrátt fyrir eftirgangsmuni af hálfu stefnanda , sem reifaði sjónarmið sín í tölvubréfi til framkvæmdastjóra stefnda í byrjun apríl 2018 . Þ ar kom fram að hann bæði æskti launa sem yrðu vel fyrir norðan milljón, eins og það var orðað í orðsendingu nni, auk þess sem sanngjarnt væri að hækkun yrði afturvirk til þess dags sem fyrrnefnd drög voru lögð fram í desember 2017. Í byrjun apríl 2018 sendi framkvæmdastjóri stefnda öllum starfsmönnum stefnda Þar var gerð grein fyrir því að þar sem nánast allar tekjur st efnda ættu rót að rekja til tímavinnu þyrftu starfsmenn að vera býsna agaðir í tímaskriftum . Þessum tilmælum var ítrekað fylgt eftir gagnvart starfsmönnum næstu mánuðina , þar á meðal stefnanda . Þannig voru honum til dæmis sendar orðsendingar 13. júlí 2018 og svo 13. október 2018 en í síðari orðsendingunni var hann vinsamleg a st beðinn um að skrá tímana jafnóðum en hann hefði enga tíma skráð síðan í maí. Upplýst er og óumdeilt í málinu að greitt var fyrir þau verkefni sem stefnandi sinnti eftir framvindu verk efnanna en ekki samkvæmt tímaskrift. Í byrjun október 2018 mun stefndi hafa sent stefnanda drög að samningi þar sem gerð var tillaga um að laun yrðu óbreytt en samið um árangurstengingu launa sem fæli í sér að stefnandi fengi launauppbót sem reik n uð yrði sem hlutfall af hagnaði stefnda. Málsaðilar rituðu undir nýjan ráðningarsamning 5. október 2018 sem byggði á þessum drögum og þess getið að fyrri samningur frá 1. maí 2016 væri ógildur. Samkvæmt samningnum voru svonefnd grunnlaun útfærð á sama hátt og í el dri samningi að því þó breyttu að umsamin fjárhæð nam 900.000 krónum og stefnandi skyldi eiga rétt á desemberuppbót í samræmi við kjarasamninga . Einnig var samið um launauppbót sem stefnandi ætti rétt á í þeim tilvikum er hann þyrfti að dvelja st utan höf uð borgarsvæðisins yfir nótt. Síðan var samið um árangurstengdar þóknanir á svohljóðandi hátt : Beka hefur þá stefnu að lykilstarfsmenn fyrirtækisins eigi rétt á árangurstengdri þóknun fyrir störf sín fyrir fyrirtækið úr sameiginlegum potti sem sem [sic] nemur að lágmarki 25% af ár l egum hagnaði Beka (hagnaður fyrir skatta). 3 Lykilstarfsmenn skipta umræddum potti jafnt á milli sín og skal starfsmaður upplýstur skriflega fyrir hvert rekstrarár hversu margir starfsmenn eigi rétt á árangurstengdri greiðslu fyrir kom andi ár. Árangurstengd þóknun fyrir liðið ár skal greidd sem launagreiðsla næstu mán að armót efitr að endanlegt ársuppg j ör Beka fyrir liði [ð] ár liggur fyrir. Þóknun skal vera í samræmi við starfshlutfall þess árs sem þóknunin tekur til og á það einnig við komi til starfs l oka starfsmannsins á árinu. Á kvæði þetta gildir frá og með rekstrarárinu 2017. Fyrirkomulag árangurstengdra þóknana skal endurskoða ð árlega, samanber ákvæði í 1. grein samnings þessa. Skal þá tekið mið af aðstæðum fyrirtækisins og framtíðar horfum hverju sinni . Óumdeilt er að á árinu 2018 féllu tveir starfsmenn undir það að vera lykilstarfsmenn í skilningi ákvæðisins og nutu þeir sams konar ráðningar kjara í þessum efnum . Var stefnandi annar þeirra . Þannig átti helmingur af 25% af hagnaði stefnda að koma í hlut hvors um sig , 12,5%. Stefndi tilkynnti stefnanda um uppsögn ráðningarsamnings aðila 31. mars 2019. Í tölvu bréfi framkvæmdastjóra stefnda , er fól í sér tilkynningu na , var þess getið að gripið væri til þessa ráðs vegna ótryggrar verkef nastöðu en ákvæði ráðningarsamnings aðila frá síðasta hausti yrð u að sjálfsögðu virt. Þess var sérstaklega getið að ekki yrðu gerðar athugasemdir við það að stefnandi hætti með skömmum fyrirvara á uppsagnar fresti ef önnur tækifæri byðust. Áréttað var að fr amkvæmdastjóranum þætti þetta sérstaklega leiðinlegt en óhjákvæmilegt væri að draga saman starfsemina vegna óljósrar verkefnastöðu og annarra erfiðleika sem aðallega mætti rekja til deil n a vegna viðskipta við nafngreint fyrirtæki. Stefnandi brást við, óska ði stefnda velfarnaðar og kvaðst myndu bregðast hratt við svo allir mættu vel við una. Kvaðst stefnandi strax hefjast handa við að tryggja sér aðra vinnu. Þremur dögum síðar sendi stefnandi framkvæmdastjóra stefnda tölvu bréf og sagðist vera búinn að vera í sambandi við nokkra aðila varðandi vinnu og ætti í ítarlegum viðræðum við fyrirtæki sem hefði verið í sambandi við hann áður en að uppsögn hans hefði komið og horfur væri á jákvæðri niðurstöðu fyrir hann í þessu tilliti. Þessi mál væru hins vegar tímafre k og væru farin að taka athygli hans frá verkefnum í þágu stefnda . Leitaði stefnandi því samkomulags við stefnda um a ð fá að koma verkefnum sínum yfir á aðra starfsmenn stefnda og láta síðan af störfum 12. apríl en hann fengi allt að einu 4 greidd laun í apr íl. Hann væri að vinna í undirbúningi þess að geta hafið störf í nýrri vinnu um næstu mánaðamót. Stefndi féllst á þessa málaleitan stefnanda sem þannig lét af störfum 12. apríl. Framkvæmdastjóri stefnda sendi stefnanda orðsendingu 1. maí og greindi frá því að búið væri að greiða laun vegna apríl ásamt uppsöfnuðu orlofi. Allt ætti því að vera uppgert að fullu þeirra á milli. Framkvæmdastjórinn hvatti stefnanda til að fara yfir og h uga að því hvort uppgjörið væri rétt. Ste fnanda voru færðar kærar þakkir fyrir samstarfið og óskað velfarnaðar í nýrri vinnu. Þeir skyldu svo heyrast með bíl , sem stefnandi hafði til afnota, og aðrar eftirhreytur á næstu dögum. Stefnandi brást við með tölv u bréfi 7. maí og vakti athygli á að ófrágengið væri vegna gistinátta á verkstað utan höfuðborgarinnar og 12,5% hlut deild ar í hagnaði stefnda árið 2018 samkvæmt samningi og að skoða þyrfti hvernig ge r a ætti upp vegna janúar til maí 2019. Framkvæmdastjóri st efnda brást strax við og vakti máls á að þar sem stefnandi hefði ekki skráð vinnustundafjölda í mjög langan tíma , þrátt fyrir slíkar óskir , væri honum ómögulegt að vita fjölda gisti nátta. Beindi hann því til stefnanda að skrá þetta inn og þá myndi hann ga n ga frá því. Þá var tekið fram í orðsendingu framkvæmdastjórans að uppgjör vegna 2018 lægi ekki fyrir en væri á lokamet runum . Stefnandi mun í kjölfarið hafa sent stefnda yfirlit yfir gis t inætur en um deilt er milli aðila hvort stefndi hefur gert þær upp við stefnanda . E kki er höfð uppi fjárkrafa er lýtur að þóknun vegna gistinátta. Ársreikningur stefnda fyrir árið 2018 var gefinn út 2. júlí 2019. Í ársreikningnum kemur fram að hagnaður fyrirtækisins fyrir tekjuskatt nemur 9.507.861 krón u . Stefnandi hefur krafist 12,5% hlutdeildar í þessum hagnaði eða sem nam 1.188.482 krónum , sem var stefnufjárhæð máls þessa þar til hún var lækkuð í upphafi málflutnings . S t efnandi hélt kröfu um hagnaðarhlutdeild til streitu gagnvart stefnda og var ráðgert að málsaðilar myn du hittast á fund i 11. október 2019 af þessu tilefni . Ekki varð af þeim fundi þar sem stefndi afboðaði hann 10. október þar sem forsvarsmenn stefnda væru vant við látnir. Í tölvubréfi sem framkvæmdastjóri stefnda ritaði af þessu tilefni var reifað að forsv arsmenn stefnda væru orðnir hugsi yfir starfslokum stefnanda og þeim greiðslum sem hann óskaði eftir. Var rakið að af hálfu stefnda hefði verið staðið við allar skuldbindingar á ráðningartíma stefnanda en öðru gegndi með stefnanda og efndir hans á skuldbin dingum samkvæmt ráðningarsamningi. Fram kom að uppsagnarástæður hefðu verið aðrar og fleiri en dræm verkefnastaða stefnda. Framkvæmdastjóri stefnda kvaðst 5 hafa talið óþarft að gera uppsögn erfiðari en þörf hefði verið á með því að telja upp allt það sem st efndi teldi va n ta up p á framgöngu stefnanda í starfi. Var síðan rakið að stefnandi hefði ekki sinnt störfum sínum eins og stefndi óskaði eftir og væntingar stóðu til , miðað við hlutverk stefnda samkvæmt ráðningarsamningi . Þetta hefði valdið fyrirtækinu áþr eifanlegu tjóni með aukinni vinnu og viðveru við þau verkefni sem stefnandi hefði sinnt, sérstaklega í tengslum við byggingaframkvæmdir úti á landi sem h efðu verið meginverkefni stefnanda síðasta árið í starfi. Tal in voru upp nokkur atriði í þessum efnum og færð nánari rök fyrir þeim : F jarvera frá verkstað hefði verið of mikil , u tanumhald verkefnisins hefði verið í ólestri þannig að mikil vinna hefði farið í að ná utan um verkefnið sem hefði með öðru leitt til seinkunar á verklokum . Einnig hefði þ á t ttaka stefnanda í almennum rekstri fyrirtækisins og uppbygging u þess verið lítil sem engin þrátt fyrir ákvæði ráðningarsamnings þar að lútandi. Framkvæmdastjórinn greindi frá því að í þessu ljósi hafi forsvarsm enn stefnda ef asemdir um réttmæti árangurstengdra þó knana sem hefðu verið hluti af ráðningarsamningi stefnanda . Í lok orðsendingarinnar var þess getið að stefnda væri mikilvægt að þetta yrði gert upp og afgreitt án frekari eftirmála þannig að báðir gætu jafn illa við unað og horft fram á veginn, eins og það var orðað , og stefnandi inntur álits á því hvað hann teldi eðlilegt og sanngjarnt í þessum efnum. Stefnandi brást við orðsendingunni með tölvubréfi 15. október 2019. Þar reifaði hann í fyrstu meginreglu r samningaréttar , meðal annars um að samninga skuli h alda. Kvaðst hann síðan í störfum sínum fyrir stefnda ætíð hafa haft hag fyrirtækisins í fyrirrúmi , meðal annars með því að hlúa að samböndum við viðskiptavini og verktaka , sem hann hefði fengið þökk fyrir . A uk þess sem hann h efði fengið þakkir frá forsvarsmönnum stefnd a fyrir framgöngu við uppbyggingu fyrirtækisins. Ummæli stefnda um hann og störf hans setti stefnandi síðan í beint samhengi við tafir stefnda á að standa við gerða samninga. Rakti hann tildrög samningsins , að aðdrag andi ráðningarsamningsins hefði verið langur og að stefnda hefði gefist nægur tími til að gaumgæfa samningsákvæðin og leita sérfræðiráðgjafar ef stefndi taldi þörf krefja. Stefnandi byggði síðan á því að samningsákvæðin, sem hefðu verið samin af stefnda , v æru alveg skýr í þessum efnum. Því teldi hann að samningurinn yrði ekki túlkaður honum í óhag ef stefnandi þyrfti að leita réttar síns með fulltingi dómstóla . 6 Að því sögðu veitti hann stefnda vikufrest til að greiða það sem útistandandi væri, gagnvart uppg jöri vegna rekstrarársins 2018 og að eins yrði farið með þegar uppgjör vegna 2019 lægi fyrir. Ekki kom til greiðslu frá stefnda eða uppgjörs milli málsaðila og efndi stefnandi því til málshöfðunar þessarar í kjölfar innheimtuaðgerða með fulltingi lögmanns . Í aðilaskýrslu stefnanda kom fram að hann hefði af vangá hagnýtt eldsneytiskort sem hann hafði til afnota frá stefnda til að kaupa gas að fjárhæð 4.668 krónur í eigin þágu. Kortið hefði að öðru leyti einungis verið nýtt til að kaupa dís e lolíu á bifreið se m hann hafði til afnota í starfi sínu eins og yfirlit yfir notkun kortsins bæri með sér en sjálfur ætti hann bifreið sem væri með bensínvél. Af hálfu stefnanda var dómkrafa hans lækkuð sem nam nefndri fjárhæð. Við aðalmeðferð málsins gáfu stefnandi og fram kvæmdastjóri stefnda, Karl Sigfússon, aðilaskýrslur. Málsástæður stefnanda Byggt er á því að samkvæmt ráðningarsamningi sé kveðið skýrt á um rétt stefnanda til hlutdeildar í hagnaði stefnda fyrir skatt samkvæmt ársreikningi. Þegar ráðningarsamningurinn ha fi verið undirritaður hafi starfsmenn stefnda verið fimm og þar af einn í sambærilegri stöðu og stefnandi. Er þannig byggt á því af hálfu stefnanda að hafi átt við þá tvo . Stefnandi, sem annar tveggja lykilstarfsmanna , ætti þannig rétt á helming i af 25% hagnaðarhlu t deild , það er að segja 12,5%. Vegna málatilbúnaðar stefnda var af hálfu stefnanda áréttað að ákvæði ráðningarsamningsins um endurskoðunarheimild einu sinni á ári horfi til framt íðar en eigi ekki við um uppgjör vegna liðins tíma. Þetta ákvæði veiti stefnda engan rétt til að lækka greiðslur vegna hagnaðaruppgjörs samkvæmt ársreikningi síðasta árs. Því verði líka að halda til haga að ákvæðinu um endurskoðun hafi aldrei verið beitt , e ngin endurskoðun hefði farið fram í ársbyrjun 2019. Þá var áréttað að uppgjör eigi að fara fram frá og með ársuppgjöri rekstrarársins 2017 samkvæmt ótvíræðu orðalagi ráðningarsamningsins sem stefndi hafi samið og því byggt á því að stefnanda beri 12,5% ha gnaðarhlutdeild vegna þess árs. Síðbúnar athugasemdir stefnda um vanrækslu stefnanda eigi ekki við rök að styðjast enda hefði stefnandi rækt störf sín samviskusamlega og aldrei hefði verið fundið að þeim 7 er hann vann hjá stefnda heldur þvert á móti, lýst h efði verið ánægju með störf hans, bæði af hálfu stefnda og verktaka sem hann hefði verið í samskiptum við. Þá byggir stefnandi einnig á að aðfinnslur stefnda og skýringar hafi ekkert gildi enda hafi stefndi útbúið einhliða , sem atvinnurekandi , ráðningarsam ning aðila sem kveði skýrlega á um að hlutdeild í hagnaði stefnda sé hluti af launakjörum stefnanda. Í því ljósi hljóti kvartanir undan störfum stefnanda löngu eftir starfslok að vera þýðingarlausar. Þá eigi það ekki við rök að styðjast að stefnandi hafi g ert stefnda eins konar tilboð um uppgjör starfsloka er hann sendi framkvæmdastjóra stefnda tölvubréf 3. apríl 2019 og óskaði eftir að fá að láta af störfum 12. apríl en njóta launa til 30. apríl. Augljóst sé af orðsendingunni að í henni felst ekki tilboð. Málatilbúnaðu ri nn sé að auki í ósamræmi við samskipti stefnda og stefnanda í maíbyrjun er þeir skiptust á orðsendingum í tengslum við launauppgjör . Bæði beindi framkvæmdastjóri stefnda því til stefnanda að gera athugasemdir ef hann teldi eitthvað standa út af og er stefnandi vakti máls á uppgjöri hagnaðarhlu t deildar voru einu viðbrögðin þau að greina frá því fyrirvaralaust að uppgjör vegna 2018 væri ekki klárt en væri á lokametrunum . Ársreikningur stefnda sé dagsettur 2. júlí 2019 og því hafi krafa stefnand a orðið gjaldkræf 1. ágúst 2019 í samræmi við ákvæði 3. mgr. 4. gr. ráðningarsamnings aðila og því krafist dráttarvaxta frá þeim tíma. Krafist er heildarfjárhæðar árangurstengdrar þóknunar í samræmi við dómvenju þegar hafðar eru uppi launakröfur , enda ekki forsendur til að lækka kröfuna vegna skattskyldu . Skattskyldan hvíli enda á stefnanda þó að stefndi hafi skilaskyldu lögum samkvæmt á sköttum og öðrum gjöldum. Í ljósi athugasemda stefnanda strax í maí 2019 og í kjölfar orðsendingar stefnda 10. október 20 19 sé engu tómlæti til að dreifa. Málsástæður stefnda Stefndi mótmælir öllum málstæðum stefnanda. B yggt er á því að stefnda hafi verið heimilt að endurskoða og fella niður árangurstengdar greiðslur til stefnanda með hliðsjón af aðstæðum stefnda og framtíðarhorfum á hverjum tíma á grundvelli ráðningarsamnings aðila . Í árslok 2018 og ársbyrjun 2019 h efði verkefnastaða stefnda versnað verulega og því hafi stefnda verið heimilt að endurskoða fyrirkomulag samkomulagsi ns einhliða enda um ívilnun til starfsmanna að ræða umfram grunnlaun og lögbundin réttindi. 8 Þá hafi stefnda bæði verið það heimilt eða skylt að afturkalla eða fella niður þessar greiðslur til stefnanda þar sem árangur og frammistaða hans í starfi hafi í ve rulegum atriðum vikið frá þeim væntingum sem gerðar voru til hans þegar samið var við hann um þessar árangurstengd u greiðslur. Stefnanda hafi , sem verkefnastjóra yfir stóru verkefni fyrir einn mikilvægasta viðski pt avin stefnda, tekist að láta sem framkvæmd in væri í ré ttum farvegi en síðar hafi komið í lj ó s að ver k stjórn ha n s hefði verið verulega ábótavant og óásættanleg. Stefnandi hefði í engu sinnt starfsskyldum sínum , svo sem gerð fundargerða verkfunda, viðveru á verkstað, tímaskráning u , gerð minnisblaða og önnur atriði sem stefndi gerir kröfu um til lykilstarfsmanna sinna. Þessi vanræksla hefði orðið til þess að ekki hefði tekist að afhenda verkið á réttum tíma með tilheyrandi tjóni fyrir verkkaupa sem hafi leitt til þess að viðkomandi viðskiptamaður sé n ánast í engum viðskiptum við stefnda í dag. Tjón stefnda vegna þessarar vanhæfni og sinnuleysis stefnanda sé því verulegt. Stefnandi hafi ekki fylgt ítrekuðum fyrirmælum framkvæmdastjóra um tímaskráningu í tímaskráningarkerfi stefnda þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um og upplýsingar um mikilvægi þess fyrir rekstur stefnda. Byggt er á því af hálfu stefnda að slíkt hirðuleysi og vanvirðing gagnvart stefnda valdi því að stefnandi hafi f yrirgert rétti til hlutdeildar í hagnaði stefnda . Uppi séu einnig grunsemdir um að stefnandi hafi nýtt bensínkort sem stefndi lét honum í té til að kaupa bensín í eigin þágu auk gaskúts sem hann hafi nýtt sjálfur. Við munnlegan málflutning bar stefndi einnig fyrir sig að sýkna bæri stefnda vegna trúnaðarbrots stefnanda í andstöðu við ráðningarsamning aðila þar sem hann hefði verið búinn að ráða sig til starfa hjá nýjum aðila strax í fyrstu viku apríl 2019. Þá byggir stefndi á því að stefnandi hafi fengi ð fullnaðaruppgjör í maí 2019 í samræmi við tilboð sem hann hafi gert stefnda og sett fram í tölvu bréfi 3. apríl 2019 , er laut að því að vinnuskyldu hans lyki 12. apríl en hann fengi gre idd laun til 1. maí. Stefnandi hefði þannig fengið greiddar 900.000 kr ónur þrátt fyrir að eiga einungis rétt á 409.010 krónum fyrir vinnuframlag til 12. apríl. Stefndi hafi í raun greitt 490.910 krónur umfram skyldu. Þessu tilboði um uppgjör hefði stefndi tekið og gert upp að fullu , þar með talið áunnið orlof . Stefnandi h efð i svo ekki ámálgað greiðslu vegna árangurstengdrar þóknunar fyrr en 7. maí 2019 og hafi svo ekki gert neinar frekari kröfur fyrr en í byrjun október sama ár . Hann hafi svo ekki gert reka að því að fylgja þeirri kröfu eftir fyrr en sex mánuðum síðar. F yrsta eiginlega kröfubréf stefnanda hafi verið sent ellefu mánuðum eftir lokauppgjör af hálfu stefnda. Með þessu tómlæti hafi stefnandi 9 þannig orðið endanlega bundinn af uppgjöri nu í lok apríl , ef svo yrði talið að hann hefði ekki verið bundinn við það frá öndv erðu. Til vara er þess krafist af hálfu stefnda , ef ekki er fallist á sýknukröfu , að lagt verði til grundvallar að stefnandi geti ekki átt rétt til hærri árangurstengdra greiðslna en 3/12, það er að segja, fjórðung s af 12,5% af hagnað i ársins 2017 sem nam í heild 9.507.861 krónu. Ráðningarsam n ingurinn milli aðila hafi tekið gildi 1. október 2018 og gildi bara frá þeim tíma. Í þessum efnum verði líka að horfa til framsetningar af hálfu stefnanda í innheimtubréfi þar sem fram hafi komið að hann hafi orðið lyk ilstarfsmaður stefnda með gerð ráðningarsamningsins . Stefnandi hafi þannig sjálfur lagt til grundvallar að hann hefði einungis ver i ð lykilstarfsmaður hluta ársins og því eigi hann bara rétt til fjórðungs hluta r af árangurstengdu þóknuninni eða sem nemi 297 .121 krónu. Þá sé í stefnu í engu tekið tillit til skyldu stefnda til að standa skil á staðgreiðslu skatta og lífeyrissjóðsiðgjöldum og því gerður fyrirvari af hálfu stefnda við réttmæti dómkröfu stefnanda í því tilliti . Stefndi byggir einnig á rétti til s kuldajöfnuðar gegn kröfu stefnanda sem nemi 490.910 krónum vegna ofgreiðslu launa í apríl og 38.718 krónum vegna nýtingar stefnanda á bensínkorti í eigin þágu . Öllum skilyrðum skuldajöfnuðar sé fullnægt um að kröfurnar séu gagnkvæmar , samrættar og hæfar ti l að mætast og því standi lög nr. 28/1931 um greiðslu verkkaups ekki í vegi fyrir skuldajöfnuði. Loks er dráttarvaxtakröfu stefnanda mótmælt sérstaklega hvað varðar réttmæti og upphafstíma . Það að miða upphafstímann við birtingu ársreiknings í ágúst 2019 s é ekki í samræmi við ráðningarsamning aðila . A uk þess geti ekki verið um neina dráttarvexti að ræða því fjárhæð sú sem krafist er skuldajöfnuðar á sé hærri en leiðrétt og lækkuð krafa stefnanda þar sem hann eigi bara rétt til fjórðungs af 25% hlutdeild í hagnað i stefnda . Niðurstaða Dómkrafa stefnanda á rót að rekja til ráðningarsamnings sem aðilar gerðu með sér og tók gildi 1. október 2018. Í eldri ráðningar samning i aðila, frá 1. maí 2016, var á tvennan hátt vikið að mögulegum breytingum á launum stefnand a. A nnars vegar var kveðið á um endurskoðun launafjárhæðar einu ári ef t ir gildistöku samningsins en slíkri breytingu var hrundið í framkvæmd í ársbyrjun 2017 er svonefnd grunnlaun voru hækkuð úr 750.000 krónum í 900.000 krónur . Þ eirri fjárhæð var ekki brey tt það sem eftir lifði starfstíma 10 stefnanda hjá stefnda . Hins vegar var kveðið á um það í þessum samningi að samningsaðilar væru sammála um að þegar fimm mánaða reynslutími væri liðinn skyldu þeir hefja viðræður um það hvort forsendur væru til að stefnandi gæti eignast rétt til árangurstengdra þóknana og þess sérstaklega getið að markmið samningsaðila væri að samstarf myndi ganga það vel að slíkur réttur gæti stofnast . Jafnframt var samið um á hvaða forsendum slíkt mat ætti að fara fram og skyldi horft til vinnuframlags og samstarfs aðila fram til þess tíma í þeim efnum. Fyrir liggur að stefnandi þrýsti ítrekað á að um slíka árangurstengda þóknun yrði samið og sýnist það hafa verið í deiglunni lengi hjá aðilum eins og drög að ráðningarsamningi sem málsaðilar sendu sín á milli í desember 2017 bera vott um . Tókust loks samningar um ákvæði af þessu tagi í ráðningarsamningnum sem tók gildi í október 2018. Í ljósi þessa aðdraganda og afdráttarlauss orð a lags ráðningarsam n ings aðila , þar sem tekið er fram að ákvæði um árangurstengda þóknun gildi frá og með rekstrarárinu 2017 , eru ekki forsen d ur til að fallast á málatilbúnað stefnda þess efnis að krafa stefnanda takmarkist við þrjá síðustu mánuði ársins eftir gerð hins nýja ráðningarsa mning s . Er í þeim efnum einnig til þess að líta að tekið er fram í samningsákvæðinu að þóknunin skuli vera í samræmi við starfshlutfall þess árs sem þóknunin tekur til . Engin fyrirvari er hafður í samningnum við tilvísun t il rekstrarársins 2017 þótt fyrir hafi legið að samningur aðila v æri undirritaður síðla árs 2018. Þá verður einnig að h orfa til þess að ráðningarsamningurinn er saminn af stefnda sem þannig verður að bera hallann af óskýru orðalagi samningsins hafi hugur hans einungis staðið til þess að st efnandi nyti 3/12 hluta af 12,5% hagnaðarhlutdeild ársins 2017 en hvergi er vikið að því í samningnum . Í þeim efnum er einnig vert að geta þess að þessu sjónarmið i var í engu hreyft af hálfu stefnda þegar til starfsloka stefnanda kom, hvorki í samskiptum s tefnanda og framkvæmdastjóra stefnda í maí 2019 né í október 2019. E innig er einboðið að túlka ákvæði ráðningarsamnings aðila þannig að árleg endurskoðunarheimild á fyrirkomulagi árangurstengdr ar þóknun ar horfi til framtíðar, þannig að ef forsendur krefjas t sé hægt að endurskoða fyrirkomulagið á komandi tímum með tilliti til rekstrarforsendna . Það verði ekki gert gagnvart því sem liðið er , enda stefnandi sem starfsmaður þá þegar búinn að inna vinnuframlag sitt af hendi en grundvallareðli ráðningarsamninga felst í gagnkvæmni þeirra, greiðsla launa og þóknana er endurgjald fyrir vinnuframlag starfsmanns. Loks er a ugljóst af samningsákvæðinu virtu í heild, að það lýtur að rekstrarforsendum stefnda en 11 ekki framkvæmd vinnu s tarfsmannsins. Ber stefnanda þannig að öðru óbreyttu þóknun sem nemur 12,5% af hagnaði stefnda fyrir skatta samkvæmt ársreikningi ársins 2018. Stefndi ber því við að vegna vanefnda stefnanda er felist í ófullnægjandi framkvæmd starfs hans, beri að afturkal la eða fella niður árangurstengda þóknun stefnanda, hann hafi fyrirgert rétti til hlutdeildar í hagnaði með framgöngu sinni. Af hálfu stefnda hefur verið lögð sérstök áhersla á að stefnandi hafi látið undir höfuð leggjast að halda skrá yfir vinnu s tundir . Þ að er óumdeilt að hann lét það að mestu undir höfuð leggjast en m álsaðilar deila um þýðingu þessa. Stefnandi byggir á því að slík skráning hafi ekki verið nauðsynleg þar sem fyrir hafi legið að skráning vinnustunda var ekki forsenda fyrir því að unnt væri að krefja viðskiptamenn um greiðslu fyrir verkefni hans. Stefndi , á hinn bóginn , hefur byggt á því að þessi tímaskrift hafi verið nauðsynleg út frá rekst r arlegum forsendum , til dæmis við útreikning arðsemi einstakra verkefna. S tefndi tók upp þá stefnu í re kstri sínum að halda utan um vinnustundir í apríl 2018 en stefnandi fylgdi ítrekuðum tilmælum í þessum efnum slælega. Þrátt fyrir þá staðreynd gerði stefndi nýjan ráðningarsamning við stefnanda í október 2018 sem fól í sér hið umdeilda ákvæði um hagnaðarhl utdeild og skilgreindi stefnanda þar með formlega sem lykilstarfsmann án þess að séð verði að skortur á að stefnandi skráð i tíma hefði nokkur áhrif þar á. Að auki var í engu minnst á að slæleg tímaskrift hefði áhrif á að stefnanda var sagt upp störfum í ma rslok 2019. Í uppsögninni var ekki heldur minnst á neinar aðrar athugasemdir við störf stefnanda eða þegar stefnandi og framkvæmdastjórinn voru í sambandi í maíbyrjun þegar verið var að ganga frá uppgjöri. Þá var , eins og áður gat , greint frá því án fyrirv ara að unnið væri að uppgjöri ársins 2018. Það er í raun óumdeilt að það er fyrst í byrjun október 2019 , sex mánuðum eftir uppsögn, sem sjónarmiðum um slælega frammistöðu stefnanda í starfi er hreyft og þá í tengslum við tilraunir stefnanda til að knýja á um efndir ráðningarsamnings hvað árangurstengdu þóknunina áhrærði . Framganga stefnda á meðan stefnandi var við störf og í tengslum við starfslok hans samrýmist ekki þessum síðbúnu athugasemdum um van efndir stefnanda . V erður því ekki á það fallist að sannað sé að þessi atriði hafi leitt til starfsloka stefnanda eða eigi að leiða til þess að stefnda sé tækt að efna ekki ráðningarsamning aðila hvað hina umd eildu þóknun snertir . Krafa stefnanda á hendur s tefnda er ekki fallinn niður fyrir tómlætis sakir. Varðandi kröfu stefnda um sýknu vegna tómlæti s er til þess að taka að s tefnandi gerði strax athugasemd við uppgjör stefnda um að árangurstengd þóknun væri óuppgerð í maí 2019 12 og brást síðan strax við þegar stefndi bar við sjónarmiðum um vanefndir hans 10. október með áréttingu á því að samninga skyldi halda. Stefnandi gaf stefnda þannig aldrei tilefni til að líta svo á að hann teldi réttilega uppgert af hálfu stefnda eða hann væri orðinn því afhuga að krefja um hina umþrættu þóknun. Þá eru ekki forsendur til að taka k r öfu stefnda um sýknu vegna skuldajöfnuðar til greina sem á rót að rekja , annars vegar til endurkröfu greiddra launa vegna tímabilsins 12. apríl til 30. apríl 2019 og hins vegar til úttekta sem f ærð ar voru á eldsneytiskort í eigu stefnda sem stefnandi hafði til afnota. Hvað launagreiðsluna snertir þá var hún innt af hendi af hálfu stefnda í samræmi við samkomulag stefnanda og stefnda um að stefnandi væri leystur undan vinnuskyldu í síðari hluta ap ríl en halda launum út mánuðinn allt að einu . Engar forsendur eru til að líta svo á að samkomulag aðila um þessa launagreiðslu sé úr gildi fallið. Stefnda var það full l jóst , vegna frásagnar stefnanda þar að lútandi , að ástæða þess að stefnandi vildi losna undan vinnuskyldu var í það minnsta öðrum þræði sú að hann væri að leggja drög að því að hefja störf hjá öðrum atvinnurekanda. Stefnandi lét þess getið í þessum samskiptum að þessi atvinnurekandi hefði verið búinn að hafa samband við hann áður en til uppsa gnar kom af hálfu stefnda og stefnandi væri að keppast við að búa í haginn fyrir það starf . Ef stefndi vildi á einhvern hátt taka mið af þessu væntanlega ráðningarsambandi stefnanda við þennan aðila var stefnda í lófa lagið að krefja stefnanda um nánari up plýsingar um aðila nn og eðli þess starfs sem hann væri að fara að sinna áður en hann féllst á málaleitan stefnanda um að fá að hætta fyrr en halda samt launum út mánuðinn. Einkum í þessu ljósi , verður ekki fallist á að forsendur séu til skuldajöfnuðar vegna greiðslu launa út aprílmánuð. Í þessu samhengi áréttast að málsástæða um ætlað trúnaðarbrot af hálfu stefnanda er of seint fram komin þar sem því var mótmælt að hún kæmist að er henni var hrey ft fyrst við munnlegan málflut n ing. Hvað hagnýtingu á eldsneytiskorti stefnda varðar hefur stefnandi kannast við að hafa hagnýtt það af vangá við kaup á gasi og lækkað kröfu sína sem þeim kaupum nemur . H vað aðrar úttektir varðar hefur stefnandi bent á að þ ær séu vegna kaupa á díselolíu sem nýtt hafi verið á bifreið sem stefndi lét honum í té. Hans eigin bifreið sé knúin með bensíni þannig að ekki hafi verið um misnotkun að ræða. Í ljósi þessar a skýringa stefnanda, sem stefndi hefur ekki andmælt sem slíkum e ða sem ósönnuðum, verður ekki fallist á að draga andvirði þessara eldsneytiskaupa frá dómkröfu stefnanda . Með hliðsjón af framangreindu er þannig fallist á dómkröfu stefnanda að fjárhæð 1.183.814 krónur . Áréttað skal að engar forsendur eru til að lækka krö funa vegna 13 fyrirvara stefnda um skyldu hans til að halda eftir staðgreiðslu opinberra gjalda . S ú skylda er ótvíræð að dómi gengnum , sbr. 7. tölulið 5. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 16. gr. laga nna , en hefur engin áhrif á grei ðsluskyldu stefnda á launakröfu stefnanda. Hvað upphafstíma dráttarvaxta snertir er ótvírætt að gjalddagi hinnar árangurstengdu þóknunar var 1. ágúst 2019 , sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, enda beinlínis tekið fram í 3. mgr. 4. gr. ráðningarsamnings aðila að þóknunina beri að greiða sem launagreiðslu næstu mán a ðamót eftir að endanlegt ársuppgjör stefnda fyrir liðið ár liggi fyrir . Á rsreikningur stefnda lá fyrir 2. júlí 2019 eins og áður gat . Eftir þessum málsúrslitum verður stefndi dæm d ur til að greiða stefnanda málskostnað eins og gerð er grein fyrir í dómsorði , með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu stefnanda flutti málið Birkir Már Árnason lögmaður, af hálfu stefnda flutti málið Jóha nn Tómas Sigurðsson lögmaður. B jörn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, Beka ehf., greiði stefnanda, Þóri Jónssyni, 1.183.814 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 1. ágúst 2019 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 950.000 krónur í málskostnað. Björn L. Bergsson