Héraðsdómur Reykjaness Dómur 26. maí 2020 Mál nr. S - 248/2019: Ákæruvaldið (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Hannes Júlíus Hafstein lögmaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 6. júní 2019 og dómtekið 20. maí 2020 að loknum munnlegum málflutningi. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 27. mars 2019 á hendur ákærða, X , kt. [...] , [...] , [...] r stórfellt brot í nánu sambandi á tímabil inu frá 11. ágúst 2017 til 20. september 2017, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður, Y , kt. [...] , sem ákærði hefur ítrekað verið dæmdur fyrir að brjóta gegn sem hér segir: I. Hó tað Y lífláti og öðru ofbeldi með því að hringja til vinkonu brotaþola og barnsmóður ákærða, A , kt. [...] , þann 11. ágúst 2017, sem hljóðritaði símtalið og Y hlustaði á en í símtalinu krafðist ákærði þess að A myndi hafa samband við brotaþola og skila til hennar skilaboðum sem innihéldu hótanir um ofbeldi sem vöktu hjá brotaþola ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sem hér segir; 1. [...] segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með sannleikann bara að það endi ekki eins og með mig og þig, ha. Einn daginn á eftir 2 hana og segja mér fokking sannleikann og hætta þessu fokking kjaftæði eða ég II. Brotið gegn nálgunarbanni sem hann var úrskurðaður til að sæta gegn Y sbr. úrskurð héraðsdóms Reykjaness nr. [...] frá 11. september 2017 til 22. janúar 2018, með því að setja sig ítrekað í samband við brotaþola á tí mabilinu 11. september 2017 til 20. september 2017 sem hér segir: Y á Facebook 2. Þann 20. september 2017, sent Y SMS skilaboð í gegnum internetið sem hér segir: a. Kl. 13:56, sent skilaboðin Y og saknar ykkar á hverjum b. Kl. 14:48, sent skilaboðin Verði þer bara að góðu. c. Kl. 23:19, sent skilaboðin d. Kl. 23:20, sent skilaboðin Y eg elskaði þig og eg elska [...] og [...]. e. Kl. 23:22, sent skilaboðin skilið að þjást svona? Missa af 3 f. Kl. 23:23, sent skilaboðin kkar g. Kl. 23:24, sent skilaboðin Telst þessi háttsemi ákærða aðallega varða við 1. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara, í lið I, við 1. mgr. 233. gr. sömu laga og í II. lið, við 1. mgr. 232. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsi ngar og til Við aðalmeðferð máls féll ákæruvaldið frá a. og b. liðum 2. töluliðar II. kafla ákæru. Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins , en að því frágengnu verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Lögreglurannsókn máls I. kafli ákæru. Mánudaginn 28. ágúst 2017 kom brotaþoli, Y , á lögreglustöð og kærði fyrrum sambýlismann sinn og barnsföður, ákærða í málinu, fyrir hótanir. Í kæruskýrslu segir að brotaþoli hafi samþykkt að hitta ákærða með tvíburasyni þeirra, tæpra fimm mánaða og A önnur barnsmóðir ákærða ætlað að slást í hópinn ásamt sex ára syni hennar og ákærða. Þann 11. ágúst hafi brotaþoli svo fengið SMS skilaboð frá ákærða og hann verið brjálaður yfir fyrirkomulagi fundarins. Hún hafi svarað honum, sagt nóg komið og að hann fengi ekki að hitta syni þeirra. Í framhaldi hafi ákærði hringt í A og látið þau orð falla sem lýst er í 1. - 4. tölulið I. kafla ákæru. Dagana á eftir hafi ákærði ítrekað sett sig í samband við brotaþola, sagst myndu taka af henni börnin, að hún mætti deyja hans vegna og að ef hún kæmi nálægt íbúð hans myndi hann lemja hana. Fór svo að brotaþoli sagði ákærða frá því að A hefði sent henni upptökuna af símtali hans og A . Við þetta hafi ákærði trompast, sagst vera að fara yfir svalirnar og kvaddi. Brotaþoli hafi þá hringt og óskað eftir aðstoð lögreglu. Fram kom í máli brotaþola að hún færi með forsjá barnanna og nyti ákærði umgengnisréttar að því gefnu að hann væri ekki undir áhrifum vímuefna og gæti sýnt fram á það með f íkniefnaprófi. Brotaþoli kvaðst líta alvarlegum augum á þær hótanir sem 4 ákærði beindi að henni í símtalinu við A . Hún þori vart út úr húsi og viti ekki hvort ákærði sé að fylgjast með ferðum hennar, en hann búi steinsnar frá henni. Tveimur dögum síðar óska ði brotaþoli eftir nálgunarbanni á hendur ákærða og fékk afhentan neyðarhnapp hjá lögreglu. Að morgni 6. september barst lögreglu tilkynning um að neyðarhnappurinn hafi verið ræstur á heimili brotaþola að [...] , [...] og fór B lögreglumaður á vettvang. Se gir í frumskýrslu hans að brotaþoli hafi ræst hnappinn vegna SMS skilaboða frá ákærða. Í síma brotaþola hafi sést 14 skilaboð frá ákærða er flest fólu í sér að hann vildi sjá börn sín og að hann elskaði hana. Að sögn brotaþola hafi ákærði og knúið dyra hjá henni rétt áður en B bar að garði. Ákærði var handtekinn á heimili sínu að [...] kl. 10:26. Segir í frumskýrslu að ákærði hafi verið rólegur og ekki vitað til þess að hann hefði brotið neitt af sér. Við yfirheyrslu sama dag bar ákærði af sér sakir um hót anir og heimilisofbeldi, kvaðst bara hafa viljað hitta syni sína og verið brotaþola reiður yfir því að það gengi ekki eftir. Hann hafi því hringt í A brotaþoli væru vinkonur og látið þau orð falla sem lýst er í 1. - 4. tölulið I. kafla ákæru. Hann hefði sagt þetta í einhverju brjálæðiskasti og eðlilega reiður yfir því að brotaþoli meinaði honum að hitta syni sína og væri komin með nýjan mann. Hann hafi þó ekkert meint með orðum sínum. Sama dag ákvað l ögreglustjóri að ákærði skyldi sæta nálgunarbanni frá 6. september 2017 til 2. janúar 2018 og honum með því bannað á greindu tímabili að koma að lóðamörkum [...] , bannað að veita brotaþola eftirför eða nálgast hana á almannafæri, sem og bannað að hringja í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. Ákvörðunin var birt ákærða um kl. 12 sama dag. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 11. september 2017 var sú ákvörðun staðfest. A gaf skýrslu vit nis 22. desember 2017. Hún greindi frá því að brotaþoli hefði lokað á öll samskipti við ákærða á samfélagsmiðlum og hann þá byrjað að áreita A með skilaboðum til brotaþola. A hafi hljóðritað eitt símtalið við ákærða þar sem hann lét þau orð falla sem lýst er í 1. - 4. tölulið I. kafla ákæru og hafi hún afhent brotaþola upptökuna. Hún sagði ákærða hafa látið ljót orð falla í símtalinu og sagði að þetta væri sama gamla sagan; ákærði hefði einnig látið svona við A á tímabili. Hún kvaðst á engum tímapunkti hafa lagt trúnað á að ákærði myndi fylgja orðum sínum eftir í verki. Hótanir hans væru 5 vímuefna. Lögreglurannsókn máls II. kafli ákæru. Ákvörðun lögreglustjóra um nálgunar bann var birt ákærða 6. september 2017. Samkvæmt frumskýrslu C lögreglumanns barst honum tölvupóstur frá brotaþola 11. hennar, sbr. sakarefni samkvæmt 1. tölulið II. kafla ákæru. Þann 20. september hafi brotaþoli sent C annan tölvupóst um að ákærði væri að senda henni SMS skilaboð, sbr. sakarefni samkvæmt 2. tölulið II. kafla ákæru. Með tölvupóstunum fylgdu skjáskot af umræddu poti og skilaboðum. Við skýrslugjöf hjá lögregl u 12. október 2018 sagði ákærði að málið væri hann hafa gert þetta óvart og með potinu bara verið að svara gömlu poti frá brotaþola. Aðspurður um SMS skilaboðin, send 20 . september, viðurkenndi ákærði að hafa sent þau skilaboð, en sagði sér til varnar að á greindum tíma hafi ekki verið búið að birta honum Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Hann kvað samband sitt og brotaþola hafa byrjað í febrúar - mars 2016 og hún slitið því 5. nóvember sama ár; þá ófrísk af tvíburasonum þeirra. Eftir þetta hafi hann verið í mikilli neyslu og væri árið 2017 meira og minna í þoku vegna þessa. Þegar eldra nálgunarbann gagnvart brotaþola (22. nóvember 2016 til 21. maí 2017) rann sitt skeið á enda hafði hann nýlega lokið meðferð og setti sig í samband við brotaþola. Í framhaldi hafi hann flutt í íbúð steinsnar frá henni og þau byrjað aftur saman. Hafði ákærði væntingar til þess að það samband yrða betra og langvinnara, en brotaþoli fljótlega svikið hann og byrjað með öðrum manni. Ákærði kvaðst vera með Ákær ði kvaðst muna vel eftir símtali sínu við A 11. ágúst 2017, sbr. I. kafli ákæru. Hann kvaðst þann dag hafa séð brotaþola ganga framhjá íbúð hans með nýja kærastanum, við það komist í mikið uppnám og hringt í A . Hann kvaðst ekki hafa vitað að A tæki símtali ð upp, gekkst við því að hafa látið þau orð falla sem rakin eru í 1. - 4. tölulið ákærukaflans, en kvaðst ekki hafa meint neitt með þessu. Hann gaf þá skýringu á 6 ummælum í 1. tölulið að þarna hefði runnið upp fyrir honum að hann myndi líklega aldrei fá að hi tta syni sína aftur og látið ummælin falla í reiði út af því. Að því er varðar þó aldrei látið verða af því. Hann kvaðst heldur ekkert hafa meint með ummælunum í 3. tölu lið, sagðist hafa verið í sporum manns sem væri búinn að missa konu og börn frá sér, konan verið honum ótrú, hann sárreiður og í neyslu, en þá yrði hann kolruglaður. Hann sagði ummælin í 4. tölulið ekki fela í sér hótun, en akkúrat á þessum tímapunkti hafi hann verið svo reiður og sár að hann langaði til að drepa brotaþola, en hefði þó aldrei látið verða af því. Ákærði kvaðst aldrei myndu fyrirgefa sjálfum sér þessa hegðun, en með henni hefði hann eyðilagt eigið líf og samskipti við tvíburasyni sína. Hann k vaðst hafa farið í meðferð í desember 2018, væri edrú síðan þá, giftur maður og í fastri vinnu. Ákærði kvaðst muna eftir að hafa potað á Facebook reikning brotaþola, sbr. 1. töluliður II. ákærukafla, en á þeim tíma ekki haft hugmynd um að hann væri ko minn í poti hennar með poti. Hann kvaðst muna lítið eftir SMS skilaboðum, sbr. 2. töluliður að hafa sent brotaþola nein skilaboð í þriðju persónu, sbr. a. og b. liðir 2. töluliðar, en kannaðist við önnur skilaboð samkvæmt ákæru. Þegar hann sendi skilaboðin hafi ekki verið búið að birta honum ákvörðun eða úrskurð um nálgunarbann. Ákærða var í fra mhaldi sýnd X kvaðst ekki muna eftir þessu og bar við mikilli fíkniefnaneyslu, en sagði að undirskriftin væri vissulega lík hans eigin. A kom fyrir dóm vegna málsins, en baðs t undan því að gefa skýrslu vegna tengslanna við ákærða. Brotaþoli bar fyrir dómi að samband hennar og ákærða hafi byrjað í janúarlok 2016 og hún slitið því í júlí sama ár. Sambandið hafi markast af mikilli neyslu þeirra beggja, hún síðan orðið ófrísk af t víburunum, hætt neyslu og sambandið liðast í sundur. Eftir að þau hættu saman hafi ákærði byrjað að áreita hana, aðallega gegnum netið og í eitt skipti ráðist á hana með líkamlegu ofbeldi (21. nóvember 2016). Ákærði hafi síðan farið í meðferð vorið 2017 og brotaþoli viljað trúa að hann hefði breyst. Þau hafi byrjað að hittast á ný, en hegðun ákærða fljótlega breyst, hann orðið mjög skrýtinn um sumarið og hún því hætt að tala við hann. Ákærði hafi tekið þessu mjög illa og byrjað að áreita hana á fullu. 7 Brota þoli kvaðst ekki hafa verið viðstödd þegar ákærði hringdi í A 11. ágúst 2017, en A hafi greint henni frá símtalinu, sagt að ákærði hafi verið í brjáluðu skapi og á leið heim til hennar. Brotaþoli hafi þá strax hringt í lögreglu, en ákærði aldrei komið. A h afi sama dag sent henni upptöku af símtalinu og brotaþoli hlýtt á hana. Hún kvaðst hafa sitt og heilbrigði. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir Facebook poti ákærða, sbr. 1. töluliður II. ákærukafla, en hún væri enn með öll gögn í símanum sínum og hafi tekið skjáskot af potinu og öllum SMS skilaboðun samkvæmt 2. tölulið ákærukaflans. Hún kvaðst fullviss um að hún hafi tekið skjáskot af SMS skilaboðunum um leið og þau bárust henni, en væri ekki viss hvort sama gilti um skjáskot af potinu. Fram kom í máli brotaþola að annar maður hafi einnig verið að senda henni SMS skilaboð á þessum tíma og hafi sá maður sent henni skilaboðin sem rakin eru í a. og b. lið 2. töluliðar. Brotaþoli kvaðst ekki kunna skýringu á því af hverju hún hafi ekki kært ákærða fyrir meintar símahótanir 11. ágúst fyrr en 28. þess mánaðar. Hún kvaðst hafa verið hrædd við ákærða á þessum tíma og óttast að hann myndi gera henni eða móður henn ar eitthvað illt, en þær hafi búið saman haustið 2017. Brotaþoli kvaðst vera óvinnufær, glíma við mikinn kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun og fyrst hafa fundið fyrir þessu eftir árás ákærða í nóvember 2016. C lögreglumaður bar fyrir dómi að brotaþoli hafi fyrst tilkynnt um brot ákærða á nálgunarbanni 8. september 2017. Í framhaldi hafi hún sent C tölvupóst 11. september með viðhengi af skjáskoti af Facebook potinu og annan tölvupóst 20. september með viðhengi af skjáskotum af SMS skilaboðunum. Hann kv aðst ekki muna hvort lögregla hafi rannsakað síma brotaþola og sagði ekki hafa verið ráðist í að rekja IP - tölu þeirrar tölvu sem skilaboðin voru send úr. Að því er varðar Facebook pot samkvæmt 1. tölulið II. ákærukafla benti C á að samkvæmt viðhenginu hafi brotaþoli tekið skjáskotið 11. september kl. 20:42 og beri skjáskotið með sér að ákærði hafi potað brotaþola 44 mínútum áður en skotið var tekið. C kvað mögulegt fyrir símeiganda að taka skjáskot af eldra skjáskoti og því ekki útilokað að Facebook potið s é eldra en viðhengið gefi til kynna. Sama gildi um SMS skilaboðin í a. lið 2. töluliðar II. ákærukafla, en öll skilaboð frá og með kl. 14:48 til og með kl. 23:24 bæru með sér að vera send miðvikudaginn 20. september 2017. 8 Helstu röksemdir ákæruvalds o g ákærða. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að ákærði hafi meira og minna játað háttsemi samkvæmt ákæru í skýrslu sinni fyrir dómi. Skýringar hans á símtalinu við A , Facebook potinu og SMS skilaboðum í c. til g. lið 2. töluliðar II. kafla ákæru breyti engu um sekt ákærða og heimfærslu til refsiákvæða. Brotaþoli hafi upplifað mikinn ótta um líf sitt og velferð og breyti engu í því sambandi þótt A hafi upplifað símtalið við ákærða með öðrum hætti. Þá beri að líta til þess að ákærði hafði áður ráðist á bro taþola, þá er hún var ófrísk af tvíburasonum þeirra og áreitt hana með símtölum og SMS skilaboðum og hafi þau atvik magnað upp óttann sem hann olli henni með símtalinu við A og síðar SMS skilaboðum. Að gættum þessum atriðum og með hliðsjón af fyrri dómum á kærða fyrir heimilisofbeldi beri að virða háttsemi ákærða sem endurtekin og mjög alvarleg brot í skilningi 1. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga. Að því er varðar háttsemi ákærða samkvæmt c. til g. lið 2. töluliðar II. kafla ákæru liggi og fyrir játning ákærða, sem studd sé vætti C lögreglumanns. Sé því einnig fram komin lögfull sönnun um sekt ákærða samkvæmt þeim ákæruliðum, en eftir atvikum gæti leikið smávægilegur vafi um sekt samkvæmt 1. tölulið ákærukaflans. Ákærði eigi sér engar málsbætur. Með hliðsjón af sakaferli beri að dæma hann í þunga óskilorðsbundna fangelsisrefsingu. Af hálfu ákærða er á því byggt að símtal hans við A 11. ágúst 2017 feli ekki í sér hótun, hvorki í skilningi 218. gr. b. almennra hengingarlaga né 233. gr. laganna. Ákær ði hafi gefið greinargóðar skýringar á ummælunum og sé ósannað að brotaþoli hafi staðið eða mátt standa ógn af símtalinu. Beri í því sambandi meðal annars að líta til upplifunar A af símtalinu eins og hún lýsti henni hjá lögreglu. Þá dragi ákærði í efa ref sinæmi meintrar hótunar sem beint sé að þriðja aðila. Hvernig sem á málið sé litið sé fráleitt að háttsemi ákærða geti varðað við 2. mgr. 218. gr. b. hegningarlaga. Alvarleika háttseminnar beri þvert á móti að virða í ljósi þess að brotaþoli sá ekki ástæðu til að kæra ákærða fyrr en 17 dögum eftir símtalið við A . Bendi sú staðreynd eindregið til þess að brotaþoli hafi engan trúnað lagt í orð ákærða samkvæmt I. kafla ákæru og ekki óttast um líf sitt eða velferð. Ákærði hafnar því einnig að eitt símtal við þr iðja aðila 11. ágúst og nokkur SMS skilaboð að kvöldi 20. september geti falið í sér endurtekin eða alvarleg brot í skilningi 218. gr. b. hegningarlaga. Að því er sérstaklega varðar II. kafla ákæru liggi engar haldbærar sönnur fyrir um að ákærði hafi potað á Facebook reikning brotaþola 11. september, sbr. 1. töluliður ákærukaflans og beri því að sýkna hann af þeirri háttsemi. Þá sé ekki hægt að útiloka að ákærði hafi sent SMS skilaboðin samkvæmt c. til g. lið 2. 9 töluliðar áður en honum var birt ákvörðun um nálgunarbann. Fái sú ályktun stoð í dómsvætti C lögreglumanns, sem viðurkenndi og að lögreglu hafi láðst að rannsaka síma brotaþola og/eða ákærða og engra upplýsinga aflað um IP - tölu þeirrar tölvu sem SMS skilaboðin voru send úr, en þannig hefði mátt sannr eyna hvort og þá hvenær ákærði sendi umrædd skilaboð. Komi til sakfellingar er á því byggt að nær þrjú ár séu liðin frá framningu brotanna, að ákærði sé fyrir löngu hættur allri neyslu, sé í dag giftur maður og í fastri vinnu. Með hliðsjón af þessu og því að um hegningarauka sé að ræða beri að gera ákærða væga refsingu. Niðurstaða. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelld ur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Þá segir í 2. mgr. að dómari meti enn fremur, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem va rða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Með framburði ákærða fyrir dómi, s em samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi 11. ágúst 2017 hringt í A barnsmóður sína og vinkonu brotaþola, látið þau ummæli falla sem tekin eru upp í I. kafla ákæru og beðið A að koma þeim skilaboðum er í ummælunum fólust til brotaþola. A h ljóðritaði samtalið við ákærða og sendi brotaþola hljóðupptökuna samdægurs. Við skýrslugjöf hjá lögreglu kvaðst brotaþoli líta alvarlegum augum á þau ummæli sem ákærði beindi að henni í símtalinu við A . Hún þyrði vart út úr húsi og vissi ekki hvort ákærði væri að fylgjast með henni, en á greindum tíma bjó hann í næsta nágrenni við brotaþola. Fyrir dómi kvaðst brotaþoli hafa orðið smeyk þegar hún hlýddi á upptökuna, sagði skilaboðin hafa verið óhugnanleg og hún í kjölfarið óttast um líf sitt og heilbrigði. Það er álit dómsins að hótanir þær sem féllu í símtalinu 11. ágúst hafi verið grófar og augljóslega til þess fallnar að vekja hjá brotaþola ótta um líf sitt og velferð, ekki síst þar sem ákærði hafði í nóvember 2016 ruðst inn á heimili hennar með líkamlegu ofbeldi. Var því full ástæða til að taka hótanirnar alvarlega og hlaut ákærða að vera þetta ljóst. Af frumvarpi til 4. gr. laga nr. 23/2016, sem varð að 218. gr. b. almennra hegningarlaga, 10 verður ekki ótvírætt dregin sú ályktun að hótun eða hótanir, sem h ér um ræðir, feli í sér brot á þeirri lagagrein. Ber að meta þann vafa ákærða til hagsbóta. Verður ákærði því sakfelldur fyrir hótun samkvæmt 233. gr. almennra hegningarlaga og breytir engu í því sambandi þótt hótunin hafi verið sett fram við A , sbr. til h liðsjónar dómur Landsréttar í máli nr. 682/2019. Með framburði ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi sett sig í samband við brotaþola gegnum tölvu um internetið; í eitt skipti með því að pota á Facebook reikning he nnar, sbr. 1. töluliður II. kafla ákæru og í fimm skipti með því að senda henni SMS skilaboð, sbr. c. til g. liðir 2. töluliðar II. kafla. Er á því byggt af hálfu ákæruvalds að potið hafi átt sér stað 11. september 2017, SMS skilaboðin verið send 20. sama mánaðar og að ákærði hafi með þessu brotið gegn nálgunarbanni sem honum var birt 6. september. Ákærði kveðst ekki hafa vitað um nálgunarbannið þegar hann potaði á reikning brotaþola og dregur í efa að á þeim tíma hafi verið búið að birta honum ákvörðun um nálgunarbann. Fyrir dómi kvaðst ákærði reyndar ekki muna eftir að hafa tekið við birtingu slíkrar ákvörðunar og sagði þetta Fyrir liggur að brotaþoli sendi C lögreglumanni skjáskot af potinu með tölvupósti 11. september kl. 20:43. Fyrir dómi kvaðst brotaþoli ekki fullviss hvort hún hafi tekið umrætt skjáskot um leið og það barst henni á Facebook, en mynd úr síma hennar sýnir að kl. 20:37 lá fyrir 44 mínútna gamalt pot frá ákærða. Upplýsingas kýrsla lögreglumannsins ber með sér að skjáskotið hafi verið tekið kl. 20:42, þ.e. mínútu áður en honum barst pósturinn frá brotaþola. Að gættum þessum atriðum og að virtum þeim framburði ákærða að hann muni óljóst eftir atvikum frá þessu tímabili þykir ha fið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi potað á Facebook reikning brotaþola 11. september 2017 og þannig brotið gegn nálgunarbanninu frá 6. sama mánaðar. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa verið að njósna um brotaþola á Facebook þegar potið átti sér s tað og er því haldlaus sú vörn hans að um mistök hafi verið að ræða. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot á 232. gr. almennra hegningarlaga. Fyrir liggur að brotaþoli sendi C lögreglumanni skjáskot af þeim SMS skilaboðum, sem tekin eru upp í c. - g. lið 2 . töluliðar II. kafla ákæru, með tölvupósti 20. september kl. 23:30. Brotaþoli bar fyrir dómi að hún hafi sent lögreglumanninum skilaboðin um leið og þau bárust, en samkvæmt gögnum máls móttók hún skilaboðin á tímabilinu frá kl. 23:19 til 23:24 . Fyrir dómi gekkst ákærði við því að hafa sent umrædd 11 skilaboð, kvaðst þó ekki muna hvenær og dró í efa að á þeim tíma hafi verið búið að birta honum ákvörðun um nálgunarbann. Með hliðsjón af trúverðugum framburði brotaþola, tímasetningu SMS skilaboðanna, skjáskotann a og tölvupósts brotaþola til lögreglu er sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi sent skilaboðin 20. september 2017. Með því braut hann gegn nálgunarbanni frá 6. september og varðar háttsemin því refsingu samkvæmt 232. gr. almennra heg ningarlaga. Ákvörðun refsingar. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann 2. apríl 2014 dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, m.a. fyrir líkamsárás samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga og hótanir (233. gr.) gagnvart A og brot á nálgunarbanni (1. mgr. 232. gr.) gagnvart A . Með dómi 18. júní 2014 var ákærða dæmdur hegningarauki og 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á A (217. gr.). Með dómi 5. febrúar 2016 var skilorðshluti dómsins frá apríl 2014 tekinn upp og ákær ði dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, m.a. fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárás og brot gegn nálgunarbanni gagnvart A (217. og 1. mgr. 232. gr.). Með dómi 25. apríl 2017 var skilorðshluti dómsins frá febrúar 2016 tekinn upp og ákærði dæmdur í 10 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir umferðarlagabrot. Með dómi 12. júlí 2017 var skilorðshluti dómsins frá apríl 2017 tekinn upp og ákærði dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af 17 mánuði skilorðsbundið, fyrir hú sbrot, eignaspjöll og líkamsárás (217. gr.) á brotaþola Y 21. nóvember 2016 og fyrir brot á nálgunarbanni (1. mgr. 232. gr.) með Facebook og SMS skilaboðum til Y 1. og 2. desember 2016. Með dómi 19. febrúar 2019 var ákærða dæmdur sex mánaða hegningarauki, þar af fjórir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir blygðunarsemisbrot (209. gr.) og stórfelldar ærumeiðingar (233. gr. b.) í garð fyrrum kærustu árið 2016. Dómur þessi sætir áfrýjun. Með dómi 11. október 2019 var tekinn upp og dæmdur með 17 mánaða skilorðshluti dómsins frá 12. júlí 2017 og ákærða gerður hegningarauki, 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, fyrir umferðarlagabrot framin í maí og júlí 2017 og júní 2018. Dómu rinn sætir áfrýjun. Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir hótunarbrot samkvæmt 233. gr. almennra hegningarlaga og brot á nálgunarbanni samkvæmt 1. mgr. 232 gr. laganna, framin haustið 2017. Brotin voru framin fyrir uppkvaðningu dóma 19. febrúar og 11. október 2019, en með þeim var ákærði dæmdur í samtals tveggja ára fangelsi. Ber því nú að dæma ákærða 12 hegningarauka er samsvari þeirri þynging hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi, sbr. 78. gr. almennra hegni ngarlaga. Við ákvörðun refsingar ber einnig að líta til þess að ákærði hefur áður gerst sekur um sams konar brot og felur brotið gegn nálgunarbanni í sér ítrekun á dómi frá 12. júlí 2017, sbr. 71. gr. og niðurlagsákvæði 1. mgr. 232. gr. hegningarlaganna. E innig verður litið til þess að nærri þrjú ár eru liðin frá framningu brotanna. Er sá dráttur verulegur og verður ákærða ekki um kennt. Hann hefur að eigin sögn snúið við blaðinu, haldið sér frá neyslu síðan í desember 2018, er í dag kvæntur og í fastri atv innu. Er þessu ekki andmælt af hálfu ákæruvalds. Að öllu þessu gættu þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls saka rkostnaðar. Til hans teljast þóknun Halldóru Aðalsteinsdóttur réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi máls og málsvarnarlaun Hannesar Júlíusar Hafstein verjanda ákærða hér fyrir dómi, sem skipaður var til þess starfa 27. janúar 2020. Með hliðsjón af e ðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun hans hæfilega ákveðin 235.600 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með sömu formerkjum þykja málsvarnarlaun verjanda hæfilega ákveðin 573.500 krónur að meðtöldum virðisa ukaskatti . Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda 235.600 króna þóknun Halldóru Aðalsteinsdóttur réttargæslumanns brotaþola, Y og 573.500 króna málsvarnarlaun Hannesar Júlíusar Hafstein verjanda síns. Jónas Jóhannsson