Héraðsdómur Reykjaness Dómur 23. júlí 2020 Mál nr. S - 653/2020 : Héraðssaksóknari ( Dröfn Kærnested saksóknarfulltrúi ) g egn X ( Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta , sem var tekið til dóms 25. júní síðastliðinn , höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 5. mars 2020 á hendur ákærðu , X , kt. 000000 - 0000 , ; ,, fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum: 1. Kynferðisbrot, með því að hafa á átt í kynferðissambandi við sambúðarbarn sitt, Y , kennitala 000000 - 0000 , frá september 2015 til 22. apríl 2017, er pilturinn var 16 til 17 ára, en ákærða og Y höfðu margsinnis samræði og önnur kynferðismök á sameiginlegu he imili þeirra að . Telst þetta varða við 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Rangar sakargiftir, með því að hafa með rangri kæru hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 23. október 2017 leitast við að koma því til leiðar a ð Y yrði sakaður um eða dæmdur fyrir að hafa ítrekað nauðgað henni og áreitt hana kynferðislega á tímabilinu frá september 2015 til október 2017, á sameiginlegum heimilum þeirra að og , sem leiddi til þess að lögregla hóf rannsókn máls nr. 007 - 2017 - 64089 og tekin var skýrsla af Y með réttarstöðu sakbornings þriðjudaginn 31. október 2017. Telst þetta varða við 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einka réttarkrafa : Af hálfu Y , kennitala 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærða verði dæmd til að greiða honum 700.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. október 2017 til þess dags er mánuðu r er liðinn frá því að krafan var birt ákærðu, en frá þeim degi er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar tilnefndum og síðar skipuðum réttargæslumanni til handa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakam ála, [ ... ] 2 Ákærða krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að sakarkostnaður þ ar með talin þóknun verjanda verði greidd úr ríkissjóð i . Til vara er gerð krafa um vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá krefst ákærða þess aðallega að bótakröfu verði vísað frá dómi, en til vara lækkunar kröfunnar . I Málsatvik Aðdraganda þessa máls má rekja til þess er brotaþoli fluttist frá móður sinni til föður síns á vormánuðum 2015 . Faðir brotaþola var í ástar sambandi og sambúð með ákærðu þessa máls en hún er sex árum eldri en brotaþoli. Fjölskyldan bjó fyrst að en flutti svo að . Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband . Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik [ ... ]. Fyrir liggur í málinu að upp frá því höfðu ákærða og brotaþoli ítrekað samfarir eða önnur kynferðismök á heimili sínu . Í október 2017 komst upp um kynferðissamband ákærðu og brotaþola. Leiddi það til mikilla átaka og uppnám s innan fjölskyldunnar . Brotaþoli glímdi í kjölfarið við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir og lagðist inn á geðdeild 20. október 2017. Á kærða mætti á lögreglustöð mánudaginn 23. október 2017 og lagði fram kæru um nauðgun á hendur brotaþola . Hélt ákærða því fram að brotaþoli h efði ítrekað nauðgað sér og áreitt hana kynferðislega á tímabilinu frá september 2015 til október 2017 á sameiginlegum heimilum þeirra að og . Þetta leiddi til þess að lögregla hóf rannsókn máls nr. og tók meðal annars skýrslu af brotaþola með réttarstöðu sakbornings 31. október 2017. Þann 18. september 2018 var ákærðu og brotaþola tilkynnt sú ákvörðun lögreglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu að hætta rannsókn málsins með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2 008 um meðferð sakamála. Ákærða kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara . Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðu n lögreglustjóra um niðurfellingu máls 16. janúar 2018. Þann 11. október 2018 lagði brotaþoli fram kæru á hendur ákærðu fyrir kynferðisbrot. Sama dag la gði brotaþoli fram skaðabótakröfu á hendur ákærðu. Við svo búið hóf lögregla rannsókn máls nr. . Var þá ákveðið að taka skýrslu af ákærðu með réttarstöðu sakbornings fyrir meint brot gegn 148. gr. og 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við rannsókn málsins var á ný tekin skýrsla af brotaþola . Rannsókn þess máls leiddi til útgáfu ákæru 5. mars 2020 sem dómurinn hefur til meðferðar í máli þessu. II Framburður ákærðu, brotaþola og annarra vitna Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu, brotaþola og annarra vitna við aðalmeðferð málsins að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. 3 Ákærða , X , bar um að hún hafi fyrst hitt brotaþola á árinu 2015. B rotaþoli hafi búið hjá móður sinni en komið í heimsókn til föður síns . F aðir brotaþ ola hafi kynnt brotaþola fyrir ákærðu yfir m áltíð sem kærustu sína og sagt að ákærða yrði aldrei stjúpmamma brotaþola þar sem hún myndi aldrei ganga í það hlutverk. Brotaþoli hafi flust inn á heimili ákærðu og föður brotaþola í maí 2015. Brotaþoli væri jákvæður strák ur sem kynni á fólk. Ákærða væri hins vegar feimin og með félagsfælni. Ákærða eigi fáa en góða vini og hafi á umræddum tíma fjarlægst vin i sín a . Með ákærðu og brotaþola hafi tekist vin a samband . R aunar hafi brotaþoli verið nánast eini vinur ákærðu á þessum tíma . Kannaðist ákærða við að hún og brotaþoli haf i farið saman í ljós, sund, ræktina og út að borða. Ákærða kannaðist við að hafa boðið brotaþola með sér á [ ... ] námskeið . Þ á hafi þ au spjallað saman um enska boltann . Ákærða hafi stundum sótt brotaþola í skólann og brotaþoli spjallað við ákærðu um skólann sinn . Ákærða hafi farið í bíó með brotaþola og föður hans og þau verið mikið þrjú saman. Ákærða og brotaþoli hafi verið mikið saman tvö heima . Ákærða hafi eldað mat fyrir alla í fjölskyldunni, en ekki séð um þvott af brotaþola. Brotaþoli hafi stundum spurt ákærðu ráða um stelpur, hvernig hann ætti að bjóða stelpum út og hvernig bæri að haga sér á stefnumóti. Þau hafi ekki rætt hvort brotaþoli vær i reyndur í kynferðismálum. Kvaðst ákærða ekki hafa áttað sig á því þá en síðar heyrt að brotaþoli hafi verið hrifinn af sér á þessum tíma. Brotaþoli hafi stundum sýnt af sér óþægilega hegðun inn i á heimili nu og ákærða viljað að brotaþoli væri meira hjá mó ður sinni. Ákærða hafi til dæmis reynt að koma því til leiðar að brotaþoli væri hjá móður sinni þegar faðir brotaþola væri erlendis. Brotaþoli hafi til að mynda stundum gengið upp að ákærðu og knúsað hana. Ákærðu hafi fundist það óþægilegt og nefnt það við föður brotaþola sem svarað i því til að brotaþoli væri bara knúsari. Brotaþoli og ákærða hafi haft samfarir í fyrsta sinn í september 2015 þegar f aðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik [ ... ] . Ákærða eigi yfirleitt erfitt með að sofna og hafi beðið brotaþola að sitja hjá sér meðan hún sofnaði. Brotaþoli hafi tekið vel í bón ákærðu og setið hjá henni þar til hún sofnaði. Ákærða sofi yfirleitt nakin, en hafi þó farið að sofa í náttbuxum og bol eftir að brotaþoli fluttist inn á heimilið. Ákærða h afi vaknað við að brotaþoli hafi verið strjúka brjóst og maga ákærðu . Brotaþoli hafi farið inn á hlýrabol ákærðu og síðan farið að strjúka og klípa í rass ákærðu . Ákærða hafi snúið baki í brotaþola en fundist sem hann væri að fróa sér á meðan á strokunum stóð. Brotaþoli hafi farið inn á ákærðu og stungið fingrum sínum í leggöng hennar . Því næst hafi brotaþoli reynt að setja lim sinn í leggöng ákærðu . Ákærða hafi þá frosið en brotaþol i hafi haldið áfram þrátt fyrir það og nauðgað henni. Eftir kynmökin hafi brotaþoli farið inn á bað . Ákærða hafi heyrt í vaskinum og klósettinu . S vo hafi brotaþoli komið aftur og farið að sofa. Daginn eftir hafi brotaþoli farið í skólann. Ákærð a hafi ekki treyst sér til þess að mæta í skólann heldur legið uppi í rúmi og liðið a far illa. Brotaþoli hafi komið 4 heim úr skólanum síðar um daginn og látið eins og ekkert væri . Daginn eftir, þegar ákærða hafi verið að fara að sofa hafi brotaþoli spurt ákærð u hvort hún vildi að brotaþoli v ekti eftir sér en hún svarað neitandi og farið að sofa . Ákærða hafi vaknað við að brotaþoli hafi verið að káfa á henni og strjúka . Það sama hafi svo gerst, ákærða hafi frosið og b rotaþoli hafi nauðgað henni aftur . Ákærða sagði að k ynferðisleg samskipti ákærðu og brotaþola haf i svo alltaf haft svipaðan að draganda. Ákærða sofi mjög fast og hafi alltaf verið sofandi þegar samfarirnar hófust . Yfirleitt hafi samfarirnar hafist að nóttu til, þegar faðir brotaþola var erlendis, eða seint á kvöldin þegar faðir brotaþola v ar fjarverandi vegna vaktavinnu, eða snemm a á morgnana þegar faðir brotaþola var farinn í vinnuna. Brotaþoli hafi þá byrjað á því að strjúka ákærðu þegar hún var sofandi og hún frosið. Ákærðu hafi liðið sem hún gæti ekki hreyft sig eða komið upp orði . Ákærðu hafi liðið sem hún væri á staðnum en samt ekki . Eftir samfarirnar hafi ákærða legið kyrr og ekki endilega áttað sig á því hvað hefði gerst. Við tæki vanlíðan. Stundum h efði ákærða farið fram úr svefnherberginu eftir á og mætt brotaþola. Aðspurð um hvernig samskiptin á milli brotaþola og ákærð u væru þá svaraði ákærða því til að það væri eins og ekkert hefði gerst. Brotaþoli h afi nauðgað ákærðu í um 15 skipti. Önnur skipti, þar sem brotaþoli hafi káfað á ákærðu eða verið að fróa sér, hafi verið 15 - 20 talsins. Kynferðisleg samskipti þeirra í heil d hafi verið um 35 talsins. Ákærða kvaðst aldrei hafa tekið virkan þátt í kynmökunum né gefið samþykki sitt. Aðspurð kvað ákærða sig minna að hún hafi sagt nei við brotaþola að minnsta kosti einu sinni , það hafi verið í fyrsta sinn sem þau höfðu samfarir en brotaþoli haldið áfram þrátt fyrir það. Með því að hafa í reynd ekki verið á staðnum eða tekið neinn þátt í kynmökunum hefði ákærða gef ið brotaþola til kynna að hún vildi þetta ekki. Brotaþoli hafi átt að geta skilið það. Aðspurð kvaðst ákærða ekki haf a óttast að brotaþoli myndi beita hana ofbeldi. Brotaþoli h efði ekki beitt hana ofbeldi eða hótað því. Ákærða hafi engu að síður verið hrædd en frekar við það sem var að gerast þegar brotaþoli var að brjóta á ákærðu. Ákærða hafi ekki getað séð fyrir hverni g brotaþoli brygðist við. Síðasta skiptið sem ákærða og brotaþoli hafi haft samfarir hafi verið í október 2017 á heimili þeirra að þegar ákærða var að læra undir próf. Sólin hafi skinið óþægilega inn í svefnherbergi ákærðu og birtan truflað hana. Ákærð a hafi því spurt brotaþola hvort hún mætti leggja sig í rúmi nu hans og b rotaþoli svarað því játandi. Ákærða hafi verið sofnuð en vaknað við að brotaþoli væri byrjaður að káfa á ákærðu . Því næst hafi brotaþoli nauðgað ákærðu. Ákærða hafi fundið fyrir vanlíðan í kjölfar kynferðisleg ra samskipta hennar og brotaþola. Ákærða og brotaþoli hafi aldrei rætt kynferðisleg samskipti sín. Ákærða hafi aldrei rætt þetta við neinn á meðan á þessu stóð og fundið fyrir skömm yfir því að hafa verið nauðga ð. Enda þótt ákærða hafi vitað að brotaþoli væri ítrekað búinn að brjóta á henni í tvö ár hafi ákærða ekki getað viðurkennt það fyrir sjálfri sér. Ákærð a hafi lengi 5 vel kennt sér um og fundist það sér að kenna að hafa ekki stoppað þetta. Annað foreldri ákæ rðu sé alk ó hólisti . Af þeim sökum hafi ákærða snemma lært að ýta öllu undir teppið og tala ekki um hlutina. Þetta hafi fylgt ákærðu út í lífið . Fyrir dómi var borið undir ákærðu handskrifað bréf sem hún afhenti lögreglu við rannsókn málsins . Þar segir að í tvö skipti hafi brotaþoli komið inn til ákærðu og ætlað að leggjast hjá henni þar sem hún lá vakandi og nakin upp i í rúmi. Á kærða hafi sagt brotaþola að þetta væri óviðeigandi , beðið hann að fara og brotaþoli hlýtt því. Í þessu samhengi bar ákærða svo að aðalmunurinn á þessum skiptum og hinum 15 skiptunum , sem ákærða og brotaþoli höfðu samfarir , liggi í því að í hin skiptin hafi ákærða verið sofandi . Í þau skipti hafi ákærða frosið og ekki getað komið upp orði . Í áðurnefndu bréfi segir jafnframt að brot aþoli hafi ítrekað komið inn til ákærðu og lagst hjá henni, knúsað hana og strokið á hálsi eða baki og kysst ákærðu á ennið eða h öfuðið. Ákærða bar svo fyrir dómi að hún haf i vaknað við þetta og þótt þetta skrýtið og óviðeigandi . Í sama bréfi segir jafnfra mt að brotaþoli hafi spurt ákærðu hvort hann mætti putta hana eða setja getnaðarlim si nn inn leggöng hennar en hún aldrei gefið honum svar svo að brotaþoli hafi bara gert þa ð. Svaraði ákærða því til fyrir dómi að hún vissi ekki hvernig maður sýndi samþykki öðruvísi en að taka þátt í samförunum , vera með og vakandi. Fyrir dómi voru borin undir ákærðu samskipti ákærðu og brotaþola á samfélagsmiðlinum Facebook á umræddu tímabili . Kvaðst ákærða kannast við samskiptin . Samskiptin væru eðlileg milli vina og ákær ða tali svona við alla vini sína. Kvaðst ákærða þó skilja að öðrum gætu þótt samskiptin skrýtin . Á kærðu hafi hins vegar liðið eins og hún þ yrfti að halda og hafi verið að reyna að halda öllu eðlilegu gagnvart syni kærasta síns. Ákærða s é mjög meðvirk og hrædd um að aðrir dæmi sig á því hvernig hún svari eða svari ekki. Borin voru undir ákærðu samskipti hennar við brotaþola 12. apríl 2016 þar sem ákærða býðst til að sækja brotaþola í skólann og skutla honum heim . Í samskiptunum kallar brotaþoli ákærðu og ákærða kallar sig sama heiti . Ákærða hafi verið í námi við [ ... ] en brotaþoli í [ ... ] . Það hefði að mati ákærðu verið fáránlegt að bjóða brotaþola ekki far enda hefði hann annars þurft að taka strætó. Ákærða viðhefði þennan talsmáta við alla vini sína. Þá voru borin undir ákærðu fyrir dómi samskipti ákærðu og brotaþola frá 25. ágúst 2016 þar sem ákærða segi r við brotaþola að þau ætli að gera eitthvað skemmtilegt meðan pabbi er í skólanum m uhaha og svarar brotaþoli þ ví játandi. Ákærða kvaðst þarna haf a verið að reyna að vera góð og eðlileg. Ákærða viti ekki nákvæmlega hvað við hafi verið átt í umrætt sinn, ef til vill að þau gætu farið að baka. Borin voru undir ákærðu fyrir dómi ítrekuð samskipti ákæ rðu og brotaþola á F acebook um knús, kúr og nudd. Ákærða sagðist eiga mjög erfitt með að svara skilaboðum sem þessum og geti ekki sagt nei. Ákærða og brotaþoli hafi þó ekki verið að knúsast og kúra saman. Brotaþoli hafi í eitt skiptið nuddað axlir ákærðu o g föður brotaþola þegar þau voru að lesa . Í eitt eða tvö skipti hafi brotaþoli nuddað axlir ákærðu 6 þegar hún var að lesa og glósa. Ákærða var í þessu samhengi spurð út í samskipti brotaþola og ákærðu frá 2 1 . október 2016 . Þar segist brotaþoli hálfvaknaður og ákærða megi vekja sig með því að koma og kúra og á kærða svarar því til að það geri hún ef hún hafi tíma. Á kærða kvaðst fyrir dómi ekki hafa farið og kúr t með brotaþola umrætt sinn. Þá var ákærða fyrir dómi spurð út í samskipti frá 23. janúar 2017 þar sem ákærða minn ir brotaþola á að hún eigi bókaðan tíma hjá honum í nudd. Svaraði ákærða því til að þetta hafi verið eina skiptið sem ákærða hafi beðið brotaþola um að veita sér axlarnudd . Borin voru undir ákærðu samskipti hennar og brotaþola frá 19. apríl 2017 þar sem brotaþoli og ákærða ræða um að kúra saman . Ákærða svaraði því til að hún hafi ekki kúrt hjá ákærða umrætt sinn heldur sest hjá honum. Þá var á kærða spurð út í samskipti sín og brotaþola þar sem ákærða spyr brotaþola hvort hann vilji knús og br otaþoli svar ar því játandi. Ákærða bar um að það gæti vel verið að hún hafi knúsað brotaþola umrætt sinn, en hún muni þó ekki nákvæmlega eftir þessu. Ákærða var spurð út í samskipti sín og brotaþola þar sem ákærða talar meðal annars um að hún sé í skrýtnum aðstæðum sem hún hafi ekki mikla reynslu af en að hún elski aðstæðurnar. Ákærða viti að brotaþol a sé ekki illa við sig , annars væri brotaþoli ekki svona góður við hana . Aðspurð út í þessi samskipti kvaðst á kærða haf a verið hrædd um að segja eitthvað vitla ust eða særa brotaþola. Ákærða hafi viljað koma vel fram við brotaþol a því að hann væri sonur kærasta hennar . Þá var ákærða fyrir dómi spurð út í samskipti hennar og brotaþola þar sem ákærða segist ekki þurfa að skammast sín fyrir að segja að hún elski bro taþola og b rotaþoli segist elska hana líka. Ákærða kannaðist við orð a skiptin og kvaðst líka myndu segja vinum sínum að hún elski þá. Aðspurð um aðdraganda þess að málið komst upp kvaðst ákærða hafa heyrt af því að b rotaþoli hafi sent vinkonu sinni , A , ski laboð á samfélagsmiðlinum snapchat og sagt henni að hann ætli að innbyrða allt rítalínið sitt. Vinkona n hafi hringt á lögregluna sem hafi haft samband við föður brotaþola. Faðir brotaþola hafi farið upp í skóla og fengið þær upplýsingar að brotaþoli væri þar í kennslustund. Síðar sama dag hafi f aðir og móðir brotaþola reynt að ræða við hann . Brotaþoli hafi ekki tekið vel í það. Lögreglan hafi fari ð með brotaþola á bráðamóttökuna í viðtal. Í vikunni á eftir hafi faðir brotaþola aftur reynt að tala við brota þola og hann þá sagt föður sínum að hann beri tilfinningar til ákærðu. Einum eða tveimur dögum seinna hafi brotaþoli komið til ákærðu og viðurkennt að hann væri búinn að vera að brjóta á henni með því að káfa á henni og snerta hana á óviðeigandi hátt. Brot aþoli hafi sagt ákærðu að hann hafi vitað að ákærða vildi þetta ekki en hann ekki getað stoppað sig. Fram að þeirri stundu kvaðst ákærða hafa getað lokað á meinta kynferðislega misnotkun brotaþola , en þarna hafi ákærða áttað sig á því að þetta hafi virkile ga gerst. Brotaþoli hafi sagt ákærðu að hann hafi sagt föður sínum frá þessu , sem hafi hughreyst sig og sagt að þeir myndu láta þetta ganga. Ákærðu hafi hins vegar fundist furðulegt að faðir brotaþola hafi bara tekið svona létt í þetta. Ákærða hafi því 7 viljað ræða málið sjálf við föður brotaþola og heyra hvað fram hafi farið í samtali þeirra feðga . Daginn eftir hafi ákærða rætt þetta við föður brotaþola . Ákærða hafi þá brotnað niður og sagt föður brotaþola frá hinni meintu kynferðislegu misnotkun brotaþo la . Faðir brotaþola hafi strax reyn t að aðstoða bæði ákærðu og brotaþola. Faðir brotaþola hafi hring t á neyðarmóttökuna og reynt að tala við prest . Faðir brotaþola hafi alveg öruggleg a verið í uppnámi. Faðir brotaþola hafi síðan farið fram og ætlað að fá s ér vatnsglas en þá hafi brotaþoli staðið við herbergishurðina og greinilega verið að hlusta. Faðir brotaþola hafi slegið brotaþola en strax tekið utan um hann og beðið hann afsökunar . Þau hafi fengið þær upplýsingar á neyðarmóttökunni að best væri að fjarl ægja brotaþola af heimilinu. Faðir brotaþola hafi beðið móður sína að sækja brotaþola og hann hafi gist þar þessa nótt . F aðir brotaþola og ákærða hafi farið á neyðarmóttökuna. Morguninn eftir hafi þau farið í Bjarkarhlíð. Ákærða bar fyrir dómi að á neyðarmóttökunni hafi henni verið bent á að hún gæti kært hin meintu kynferðisbro t . Ákærða hafi hugsað málið og síðan ákveðið að kæra brotaþola. Ákærða kvaðst ekki mun a hvort faðir brotaþola hafi fylgt henni á lögreglustöðina. Ákærðu hafi verið kynnt rétt arfarsúrræði við skýrslutöku hjá lögreglu , að skýra satt og rétt frá og að rangur framburður g æ ti varðað refsiábyrgð. Ákærðu hafi frá byrjun fundist eins og henni væri ekki trúað og að ekki væri tekið mark á henni. Málinu hafi verið snúið gegn sér . Sá tími sem liðinn væri frá því að ákærða lagði fram kæru hafi verið einn sá erfiðasti tími í lífi hennar og hún gengið í gegnum mikla andlega vanlíðan og verið langt niðri. Ákærða hafi lokað sig af og ekki þorað út úr húsi. Ákærða hafi reynt að fremja sjálfsvíg og lagst inn á geðdeild . Ákærða hafi í kjölfarið leitað sér aðstoðar hjá Píeta - samtökunum og B sálfræðingi . Ákærða og faðir brotaþola hafi slitið sambandi sínu tvisvar sinnum , en séu nú í sambandi og búi saman. Ákærða hafi ekki verið í neinu sambandi við brotaþola síðan málið kom upp . Kvaðst ákærða ekki vita hvort brotaþoli og faðir hans væru í sambandi . Ákærða viti þó til þess að faðir brotaþola hefði reynt að senda brotaþola jólagjafir og afmælisgjafir. Ákærða kvaðst aðspurð hafa heyrt að brotaþoli væri lygasjúkur. Brotaþoli hafi sjálfur sagt ákærðu að hann ljúgi stundum bara til þess að ljúga og viti ekki af hverju. Þá hafi aðrir fjölskyldumeðlimir sagt sér að brotaþoli ljúgi svolítið. Sem dæmi um lygar nefndi ákærða að brotaþoli lygi til að fá að taka próf aftur eða fá fresti á verkefni. Brotaþoli , Y , greindi frá því að hann h efði flust frá móður sinni til föður um vorið 2015 þegar hann var að útskrifast úr 10. bekk. Samskipti brotaþola og móður hans hafi þá ekki gengið nógu vel. Á heimili föður síns hafi b rotaþoli haft athvarf í stofu nni . Faðir brotaþola hafi ekki verið búinn að segja brotaþola að hann ætti kærustu sem byggi með honum . Ákærða og brotaþoli hafi hist í fyrsta sinn þegar brotaþoli lá nakinn í baði m eð opna herbergishurð inn til sín og ákærða hafi gengið framhj á, séð til brotaþola og mögulega heilsað. Ákærða hafi fyrst um sinn verið feimin og þau því ekki haft mikil 8 samskipti. Með tímanum hafi brotaþoli og ákærða þó orðið góðir vinir enda ekki svo lan gt á milli þeirra í aldri. Aðspurður hvort brotaþoli hafi litið á ákærðu sem stjúpmóður sína svaraði hann: á og nei . eiginlega verið sett í það hlutverk án þess að hafa verið spurð. Ákærða hafi verið inni á heimilinu sem kærasta föður brotaþ ola en brotaþoli hafi þó ekki upplifað ákærðu sem stjúpmömmu sína , ekki nema að því leyti að ákærða hafi séð um heimilið , hún hafi til dæmis séð um að þvo þvott og elda mat. Brotaþoli hafi fremur litið á ákærðu sem vin eða kærustu en sem stjúpmóður. Brotaþoli lýsti upphafi kynferðissambands hans og ákærðu þannig að eitt kvöldið, þegar brotaþoli var búinn að vera inni á heimilinu í tvo til þrjá mánuði, hafi ákærða komið heim af djamminu. Ákærða hafi verið búin að drekka og reykja . Föður brotaþola sé af ar illa við slíkt og hafi ekki viljað fá ákærðu upp í rúm til sín. Þá hafi ákærða komið til brotaþola og lagst hjá honum . Brotaþoli hafi orðið vandræðalegur og spurt ákærðu hvar hann ætti að setja h öndina á sér. Ákærða hafi sagst vilja fá höndi na um magann á sér . Brotaþoli hafi lagt hönd sína á maga ákærðu og þannig hafi þau kúr t í um 30 - 40 sekúndur þar til faðir brotaþola hafi komið að og spurt hvað væri í gangi, þetta væri Upp frá þessu hafi ákærða og brotaþol i byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Þau hafi eytt umtalsverðum tíma saman og kúrt mikið saman. Það hafi byrjað þegar brotaþoli var að læra inn i í stofu og hafi spur t ákærðu hvort hún vildi koma og leggjast hjá sér. Ákærða hafi gert það og hafi bro taþoli þá haldið utan um ákærðu meðan þau v oru að læra . Frá því hafi ákærða og brotaþoli mjög oft lagt sig saman . Á kærða hafi oft komið og kúr t hjá brotaþola . Eftir einhvern tíma hafi þetta orðið svolítið óviðeigandi því að brotaþoli hafi gengið á ákærð u með að hann langaði að gera meiri hluti með henni . Ákærða hafi gefið brotaþola í skyn að hún vildi það með þeim hætti að ef brotaþoli hafi til dæmis snert rass ákærðu eða haldið utan um hana á kynferðislegan máta hafi ákærða tjáð brotaþola að hún vildi þ að. Brotaþoli hafi snert brjóst ákærðu og hún engin merki gefið um að hún vildi það ekki. Brotaþoli hafi athugað hjá ákærðu hvort hún vildi þetta aftur síðar og hafi ákærða þá svarað því játandi og beðið síðar um það oft eftir þetta. Brotaþoli hafi stundum farið inn á ákærð u . Þá hafi brotaþoli oft nuddað ákærðu og spurt ákærðu hvort henni líkaði þetta og hvort þetta væri í lagi . Á kærða hafi alltaf svarað því játandi. Í september 2015 hafi faðir brotaþola ferðast til Holland s til að vera viðstaddur fótbolta leik [ ... ] . Fyrsta eða annað kvöldið eftir að faðir brotaþola fór utan kvað brotaþol i sig minna að ákærða hafi spurt brotaþola hvort hann vil di sofa upp i í rúmi hjá sér . Brotaþoli hafi tekið vel í þá bón. Ákærða hafi fyrst um sinn verið mikið klædd þegar þau voru að kúra en um nóttina hafi meir a farið að gerast milli þeirra . Ákærða hafi þá farið ofan á brotaþola . B rotaþoli hafi tekið vel í það og gefið ákærðu samþykki sitt með athöfnum , til að mynda með því að draga ákærðu nær sér og vera með lim sinn úti. Ákærða og brotaþoli hafi stundað saman samfarir í fyrsta sinn en brotaþoli haf i á þeim 9 tíma verið alls óreyndur í kynferðismálum. B orinn var undir brotaþola sá framburður ákærðu að hún hafi verið sofandi er samfarirnar hófust en b rotaþoli kvað það rangt . Ákærða hafi verið samþykk samförunum og hafi til dæmis látið það í ljós með því að þrýsta sér að brotaþola og fara ekki ofan af brotaþola á meðan á samförunum stóð. Framhaldinu lýsti brotaþoli þannig að þetta hafi haldið svona áfra m næstu næturna r. Eftir þetta hafi brotaþoli og ákærða oft stundað samfarir . Fjöldi tilvika væri um 100. Aðspurður um hvor hafi yfirleitt haft meira frumkvæði að kyn mökum svaraði brotaþoli því til að yfirleitt hafi ákærða gefið sér skilaboð og brotaþoli sí ðan g ert hlutina út frá þeim skilaboðum. Brotaþoli hafi haldið áfram að nudda ákærðu og hafi þá nánast alltaf jafnframt þuklað á henni meðan á nuddinu stóð . Brotaþoli hafi þuklað á rassi ákærðu og hafi hún þá hreyft sig með. Þegar brotaþoli hafi tekið buxu r ákærðu niður hafi hún gert brotaþola það auðvelt með því að hreyfa sig með. Þannig hafi ákærða gefið brotaþola þau skilaboð að sér f yndist þetta í lagi og vildi þetta. Samfari r ákærðu og brotaþola hafi oftast átt sér stað þegar ákæ r ða og brotaþoli voru ein heima, til að mynda þegar faðir brotaþola var í vinnunni . Að sumri til h afi brotaþoli og ákærða haft samfarir á morgnana því að þá var faðir brotaþola farinn snemma til vinnu en að vetri til hafi þau oftar haft samfarir að kvöldi t il því að þá hafi faðir brotaþola verið í vinnu nni . Stundum hafi ákærða og brotaþoli kysst meðan á atlotunum stóð, en kossar nir hafi ekki verið tungukossar. Brotaþoli hafi oftast afklætt ákærðu, en hún hafi nánast alltaf hjálpað til. Brotaþoli hafi sjálfur klætt sig úr fötunum. Ákærða hafi káfað á brotaþola og snert á honum liminn. Brotaþoli hafi veitt ákærðu munnmök en ákærða hafi ekki veitt brotaþola munnmök. Brotaþoli hafi stungið fingri í leggöng og endaþarm ákærðu. Stundum hafi brotaþoli farið upp í rú m til ákærð u og leitað á hana en hún sagt nei, eða hafi ekki sýnt neinn áhuga . Þ á hafi brotaþoli hætt. Stundum hafi brotaþoli reynt að koma ákærðu til ef hún svaraði honum neitandi , en ef það hafi ekki virkað hafi brotaþoli hætt. Brotaþoli hafi aldrei neytt ákærðu til samfara . Ákærða og brotaþoli hafi rætt hvernig brotaþoli ætti að haga sér í samförum þeirra, hvað hann ætti að gera og hversu langan tíma hlutirnir ættu að taka. Hafi brotaþoli, sem reynsluminni aðilinn, þá meira verið að spyrja ákærðu ráða. Borin voru undir brotaþola samskipti hans og ákærðu á samskiptamiðlinum F acebook og kannaðist brotaþoli við samskiptin. Í samskiptunum tala brotaþoli og ákærða ítrekað um kúr og knús . K vaðst brotaþoli alla jafna hafa átt frumkvæði að því að spyrja ákærð u hvort hún vildi kúra eða knúsa sig . Á kærða hafi ýmist svarað því játandi eða neitandi. Sagði brotaþoli að þegar ákærða og hann tölu ðu um kúr í samskiptum sínum væri átt við meira . Það hafi verið þannig í þeirra ástar sambandi að þegar brotaþoli hafi verið að n udda ákæru hafi hann alltaf gengið lengra og svo farið inn á hana. Stundum hafi ákærða sýnt áhuga en stundum ekki. Ef hún sýndi áhuga þá hafi brotaþoli geng ið lengra, ef ekki þá hafi brotaþoli hætt . Nákvæmlega sama gilti um kúr. Ákærða hafi komið til brotaþola og það hafi alveg verið ljóst fyrir honum hvort hún ætlaði sér meira eða 10 hvort hún vildi bara leggja sig hjá brotaþola. Aðspurður kannaðist brotaþoli v ið að hafa nefnt ákærðu greddupík u í samskiptum þeirra . Brotaþoli bar um að þetta hefði verið í gríni enda hafi ákærða sótt bæði í brotaþola og föður hans á þe ssum tíma. Þá kannaðist brotaþoli við samskipti ákærðu og brotaþola á samfélagsmiðlinum F acebook þar sem ákærða talar um að þau muni gera eitthvað skemmtilegt meðan pabbi er í skólanum muhaha brotaþoli orðskiptin merkja að brotaþoli og ákærða gætu þá eytt meiri tíma saman , og þá á kynferðislegan máta. Ákærða hafi oft verið með lokuð augun þegar kynferðisleg samskipti hennar og brotaþola hófust og meðan á þeim stóð. Brotaþoli telji að ákærð a hafi þá verið að þykjast vera sofandi í því skyni að hjálpa sér með samvisku sína. Ákærða hafi engu að síður hreyft sig og tekið fullan og virkan þátt í samförum þeirra. Til að mynda hefði ákærða oftast tekið utan um brotaþola á meðan á samförum þeirra stóð . B rotaþol i hafi heyrt ákærðu stynja meðan á samförum þeirra stóð. Ákærða hafi sýnt ákveðið frumkvæði þannig að þegar brotaþoli hafi ekki farið upp í rúm til hennar hafi ákærða langoftast komið upp í rúm til brotaþola, óumbeðin og fáklædd. Brotaþoli kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir síðasta skiptinu er hann og ákærða höfðu samfarir en það hafi gerst á heimili þeirra að og uppi í rúmi brotaþola. Ákærða hafi verið ofan á brotaþola . Fyrir dómi lýsti brotaþoli vanlíðan á þeim tíma sem meint kynferðisbrot gerðust. Það hafi verið mjög mikið stress í gangi . Brotaþoli hafi engum getað sagt hvað nákvæmlega var í gangi milli hans og ákærð u heldur hafi verið ósagður sannleikur í gangi . Brotaþoli og ákærða hafi haft mjög lítil samskipti sín á milli um það sem var raunverulega í gangi þeirra á milli og hvernig sambandi þeirra væri háttað. Brotaþoli hafi verið ástfanginn af ákærðu. Þær tilfinn ingar hafi vaknað eftir nokkra mánuði. Ákærða og brotaþoli hafi verið mjög náin , kúrt saman og snert hvort annað. Ákærða hafi sýnt brotaþola mikinn áhuga og öfugt. Brotaþoli og ákærða hafi eytt miklum tíma saman, til að mynda farið saman í ræktina og ljós. Hann hafi upplifað samband þeirra sem ástarsamband. Brotaþoli kvaðst ekki viss um hvaða tilfinningar ákærða bar til hans en hann hafi að minnsta kosti talið að ákærða væri hrifin af sér. Það hafi verið mjög skrýtið að búa saman þrjú. Það hafi ekki verið svo slæmt að fylgjast með ástarsambandi föður síns og ákærðu þegar þau voru að gera venjulega hluti. Þegar þau hafi verið þrjú saman heima hafi ákærða ekki spjallað mikið við sig heldur aðallega föður sinn . B rotaþoli hafi alveg getað sæ tt sig við það. Brotaþola hafi hins vegar fundist afar sárt að heyra til föður síns og ákærðu stunda kynlíf. Brotaþoli hafi ekki þekkt föður sinn mikið áður en hann fluttist til hans . Samband þeirra feðga hafi ekki verið gott heldur laskað. Faðir brotaþola hafi ve rið í neyslu áður og móðir brotaþola átt það til að segja brotaþola neikvæða hluti um föður sinn þannig að brotaþola yrði ekki vel við hann. Kvaðst brotaþoli þó alltaf hafa elskað föður sinn mjög heitt og verið meðvitaður um að hann væri að stinga undan honum . Þá hafi föður brotaþola ekki þótt brotaþoli standa sig nógu 11 vel í því námi sem brotaþoli stundaði á þessum tíma . Þetta hafi valdið ákveðinni togstreitu milli feðganna þar sem brotaþoli hafi sífellt lofað að standa sig betur þó brotaþoli hafi a lls ekki viljað stunda námið. Í október 2017 hafi brotaþoli fundið hvernig ákærða væri farin að draga sig í hlé frá ástarsambandi þeirra . Ákærða hafi þá ekki verið jafn mikið til í að kúra, fá nudd eða eyða tíma með ákærða. Faðir brotaþola og ákærða hafi verið búin að trúlofa sig og brotaþola liðið eins og hann væri að ýtast út. Brotaþoli hafi upplifað þetta sem svo að ástarsamband i hans og ákærðu væri lokið . Honum hafi liðið mjög illa yfir því . Það hafi verið erfitt að geta ekki talað við neinn um þetta leyndarmál og þessa fyrstu ástarsorg sem hann var að ganga í gegnum . Brotaþoli hafi byrgt allt inni. Eitt kvöldið hafi b rotaþoli og ákærða farið að rífast og brotaþoli farið út af heimilinu og tekið allt dót og lyf sín með sér . Brotaþol i hafi íhuga ð að fyrirfara sér og hafi hringt í vinkonu sína , A , og sagt henni það . Brotaþoli hafi því næst hafi farið til móður sinnar og gist þar . Daginn eftir hafi brotaþoli farið í skólann. Hann hafi þá komist að því að lögreglan væri að leita að honum þegar hann leitaði til námsráðgjafa vegna vanlíð an ar . Þegar brotaþoli var búinn hjá námsráðgjafanum hafi hann farið heim til móður sinnar ásamt besta vini sínum , C , en þeir ætlað að fara saman á skauta. Brotaþoli hafi þá orðið var við það að móðir hans varð dularfull á svip í sím tali við föður brotaþola. Faðir brotaþol a hafi stuttu síðar komið og ætt inn á heimili móður brotaþola . Faðir brotaþola hafi ætlað að halda brotaþola á heimilinu en brotaþoli reynt að komast undan . Þetta hafi endað me ð því að brotaþoli hafi l amið föður sinn í andlitið. Faðir brotaþola hafi þá snúið brotaþola niður í jörðina. Brotaþoli hafi komist frá föður sínum og út á svalir og hoppað fram af fyrstu hæð. Brotaþoli hafi hringt á lögregluna sem hafi rætt við brotaþola. Nokkrum dögum síðar hafi brotaþoli snúið aftur heim til föður síns. Brotaþoli hafi rætt við föður sinn og sagt honum að hann hafi verið ástfanginn af kærustu hans í góðan tíma og að samband þeirra hafi verið mjög óviðeigandi allan tímann. Brotaþoli hafi s vo verið heima í tölvunni eitt kvöldið og heyrt öskur inn an úr svefn herberg i . Brotaþoli hafi heyrt ákærð u biðja föður sinn að lemja brotaþola ekki. Brotaþoli hafi farið fram til þess að fá sér að borða en hafi síðan fært sig nær herberginu til að heyra það sem fram f æri . Þá hafi faðir brotaþola komið fram úr herberginu og spurt brotaþola hvort hann átt að i sig á því hvað hann væri búinn að gera. Faðir brotaþola hafi lamið hann í andlitið. Hann hafi nefnt Stígamót við brotaþola sem þá varð mjög ringlaður. Faðir brotaþola og brotaþol i hafi átt samtal inni í herbergi. Á þeim tímapunkti kvaðst brotaþoli ekki hafa vitað að ákærða hefði sakað sig um nauðgun en grunað að ákærða hafi verið að segja eitthvað á þá leið að brotaþoli hefði misnotað sig, það er að sner tingar brotaþola hefðu verið óviðeigandi og hún ekki viljað þær . En þegar faðir brotaþola hafi farið að tala um Stígamót og hversu alvarlegt þetta væri hef ð i brotaþola fundist líklegra að ákærða væri að ljúga því að ástar samband þeirra hefði ekki verið með hennar samþykki . Brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi og mjög 12 ringlaður . Að vera sakaður um nauðgun hafi verið rosalega stórt sjokk og mjög Síðar sama kvöld hafi f öðuramma brotaþola sótt hann til föður síns . Brotaþoli hafi gist hjá föðurömmu sinni og drepið tímann með því að spila tölvuleik við D , föðurbróður s inn. Næsta morgun hafi faðir brotaþola komið og keyrt brotaþola upp á geðdeild. Faðir brotaþola hafi sagt honum að hann yrði að segjast vilja drepa sig svo að hann kæm ist örugglega inn á deildina . Á þessum tímapunkti hafi faðir brotaþola aftur talað um Stígamót og hversu alvarlegt þetta væri . Brotaþola hafi liðið hræðilega og verið tilbúinn að taka líf sitt . Móðir brot a þola hafi hringt í hann og spurt hvort það væri sat t að brotaþoli hafi nauðgað ákærðu . B rotaþoli hafi svarað því játandi og kvaðst hafa verið til búinn að mála sig sem skrímsli. Brotaþoli hafi frekar viljað lifa í lygi en að takast á við það sem væri að gerast enda hafi hann ekki séð fram á neitt líf eftir þetta. Brotaþoli hafi sagt C, D , E og fólkin u sem tók við hann viðtöl á geðdeild að hann hafi nauðgað ákærðu. Aðspurður hvers vegna hann hafi sagt það svaraði brotaþoli því til að ákærða hafi þá verið búin að saka brotaþola um nauðgun . S ér hafi verið kennt að ef stelpa saki einhver n um nauðgun þá sé það oftast satt. Þá hafi faðir brotaþola ítrekað nefnt Stígamót við sig . Þetta hafi hins vegar ekki verið sannleikurinn. Brotaþoli hafi aldrei nauðgað ákærðu heldur hafi þau átt í ástar samband i . Á þessum tíma hafi brotaþoli verið ringlaður, langt niðri og í sjálfsvígshugleiðingum. Kannaðist brotaþoli aðspurður við að aðrir hafi stundum notað orðið lygasjúkur í tengslum við han n . Það hafi þó aðallega verið faðir brotaþola sem hafi sakað brotaþola um lygar enda hafi brotaþoli verið að ljúga að honum. Brotaþoli kvaðst hafa lagst inn á geðdeild á fimmtudagsmorgni og dvalist þar í um tíu daga. Eftir nokkra daga hafi honum farið að líða betur. Á mánudagsmorgni hafi brotaþoli átt við tal við F geðlækni. Brotaþoli hafi sagt F að hann hefði nauðgað ákærðu en F hafi ekki trúa ð honum . F hafi þá útskýrt fyrir brotaþola að það væri ákærða sem hefði hegðað sér óviðeigandi gagnvart brotaþola en ekki öfugt. Brotaþoli hafi þá sagt F sannleikann . Inn i á geðdeild hafi brotaþoli fengið tækifæri til þess að segja föður sínum sína hlið á málinu að viðstöddum félagsráðgjafa og fleir i sérfræðingum . Brotaþoli hafi sagt föður sínum að hann hefði ekki nauðgað ákærðu heldur hafi þau átt í ástarsamband i. Þet ta hafi verið brotaþola mjög erfitt og sérfræðingar hafi reynt að koma honum til aðstoðar og útskýra fyrir föður hans að brotaþoli væri ekki gerandinn í þessu máli. Faðir brotaþola hafi tekið því mjög illa, stormað út og kallað alla vanhæfa . Brotaþoli viti til þess að foreldrar hans hafi hist á þessum tíma og faðir hans þá reynt að sannfæra móður hans um að brotaþoli væri gerandi í málinu. Brotaþol i viti það ekki fyrir víst en finnist líklegt að faðir sinn hafi talað við flestalla um þetta því að brotaþola hafi verið sagt það margoft eftir á. Brotaþoli telji að ákærða hafi lagt fram kæru á hendur sér um nauðgun vegna þess að faðir brotaþola hafi hótað að drepa hana ef þetta væri ósatt. Þetta hefði brotaþoli eftir móður sinni. Sjálfum hafi brotaþola liðið ske lfilega eftir að ákærða lagði fram kæru na og 13 hann var lagður inn á geðdeild. Brotaþoli hafi allt í einu átt heima annars staðar, eða hjá föðurömmu sinni. Brotaþoli hafi ekki verið tilbúinn að takast á við þetta. Brotaþoli hafi rætt við besta vin sinn , C , og vinkonu , A , daglega og reitt sig svo mikið á þau að hann hafi að lokum ýtt þeim frá sér . Brotaþoli hafi farið í þrjá tíma til sálfræðings, og byrjað að segja sögu sína en ekki fundist þa ð hjálpa . Brotaþol i hafi þó þurft meiri hjálp, bara við það eitt a ð komast af stað á morgnana , bursta tennurnar og fá sér morgunmat. Þann 20. desember 2017 hafi brotaþoli verið að keyra bifreið einn um miðja nótt alltof hratt og í mikilli vanlíðan . Brotaþoli hafi misst stjórn á bílnum og lent í árekstri . Hann hafi ekki h lotið líkamlegt tjón í árekstrinum en hafi í kjölfarið ákveðið að óska eftir því að vera lagður aftur inn á geðdeild til að takast á við málið . Í dag sé brotaþoli ekki í neinu sambandi við föður sinn. Brotaþoli hafi hringt í föður sinn en hann tekið símtalinu fálega . Brotaþoli kvaðst ekki þekkja föður sinn lengur og muni líklega aldrei gera aftur. B rotaþoli sé ekki í miklu sambandi við litla bróður sinn, son föður brotaþola, en hitti hann þegar hann komi til landsins. Faðir brotaþola skilji stun dum eftir gjafir handa brotaþola hjá móðurömmu brotaþola. Síðustu þrjú árin frá því er atvik málsins gerðust hafi reynst brotaþola afar erfið . Brotaþoli hafi nánast eingöngu spilað tölvuleiki og leyft lífinu að líða hjá. Brotaþoli hafi ekki hugsað nægilega vel um sig og byrjað að fitna og hafi haldið því áfram . Brotaþola líði eins og málinu þurfi að ljúka svo að hann geti unnið úr því . Vitnið G , amma brotaþola , kvaðst þekkja brotaþola ágætlega. Hann sé indæl l strákur, hlýr og góður. Faðir brotaþola , sonur vitnisins, hafi verið í óreglu í fimmtán ár og brotaþoli hafi af þeim sökum allt frá fæðingu verið mikið hjá vitninu . Vitnið og eiginm aður hennar hafi oft annast brotaþola á pabbahelgum. Kvaðst vitnið elska son sinn en hann væri svolítið skapstór og skemmd ur eftir óreglu. Vitnið viti aldrei á hverju það eigi von frá honum. Samband brotaþola og móður hans hafi verið stormasamt og brotaþoli viljað prófa að búa hjá föður sínum og flust til hans 2015. Vitnið hafi fyrst heyrt af málinu þegar sonur hennar , faðir brotaþola, hring di í vitnið að kvöld i til og bað hana að sækja brotaþola strax því að annars yrði annað hvort þeirra drepið . Þegar vitnið kom á heimilið hafi faðir brotaþola verið reiður og í mikilli geðshræringu. Vitnið hafi spurt hvar ákærða væri og fengið þau svör að hún væri inni í herbergi . Vitnið hafi ekki haft frekari orð a skipti en skynjað að einhver skelfing væri í gangi í gangi . Vitnið hafi keyrt brotaþola heim til sín . Á leiðinni heim til vitnisins hafi brotaþoli ekki viljað tala en vitnið þó grunað strax hvernig í pottinn væri búið. Ákærða , faðir brotaþola og brot a þoli hafi verið búin að búa í tvö til þrjú ár í kjallara í húsi vitnisins að og hún séð hvernig brotaþoli og ákærða hegðuðu sér í kringum hvort annað . Vitnið hafi í bílnum spurt brotaþola hvort hann hafi verið með ákærðu en brotaþoli ekki viljað svara . Daginn eftir hafi faðir brotaþola hringt í vitnið og sag t henni að brotaþoli væri búinn að vera að nauðga ákærðu . K vaðst vitnið hafa trúað því í fyrst u. Sonur vitnisins hafi sótt brotaþola og farið 14 með hann á geðdeild . Vitnið hafi verið í miklu sjokki og leitað til Stígamóta tveimur dögum seinna . Þar hafi vitninu verið bent á að frásögnin pass aði ekki . Ú tskýrt hafi verið fyrir vitninu að brotaþoli hafi ald rei nauðgað ákærðu heldur hefði brotaþoli verið misnotaður af ákærðu. Vitnið hafi þá farið að leggja saman tvo og tvo. Aðspurt kvaðst vitnið kannast við að hafa komið í Bjarkarhlíð. Faðir brotaþola hafi beðið hana að koma þangað. Þar hafi ákærða verið grátandi gervi gráti. Tveimur dögum seinna hafi vitnið uppgötvað að þetta væri allt saman uppspuni frá rótum. Vitnið kvaðst vit a til þess að brotaþoli hafi á geðdeild sagst hafa nauðgað ákærðu en sérfræðingarnir þar ekki trúað honum . Vitnið kvað brotaþola haf a sagt þetta þar sem hann hafi verið ástfanginn af ákærðu og ekki viljað henni neitt illt . Brotaþoli hafi alla tíð sóst mikið eftir félagsskap vitnisins og mannsins hennar og komið oft upp í íbúð vitnisins og verið þar. Vitnið kvaðst eitt sinn hafa séð samskipti brotaþola og ákærðu á samskiptaforritinu M essenger á heimilistölvu vitnisins. Vitnið hafi séð brotaþola kalla ákærðu þeim samskiptum . Vitnið hafi sagt brotaþola að svona tali maður ekki við stjúpmóður sína. Brotaþoli og ákærða hafi daðrað við hvort annað og verið kærustupar. Öll þeirra hegð un hafi litið þannig út í augum vitnisins . Vitnið kvaðst hafa oft hafa séð til ákærðu og brotaþola úti í garðinum hjá sér , til dæmis að hoppa saman á trampólíni . Vitnið viti til þess að ákærða og brotaþoli hafi farið saman í bíó. Þau hafi keypt afmælisgjöf handa föður brotaþola saman. Ef brotaþoli var einn heima hafi ákærða fært honum mat. Vitnið tók fram í þessu samhengi að hús ið sem þau bjuggu í hafi verið byggt árið 1937 og sé forskalað . A llt heyrist þar á milli. Taldi vitnið sig myndu hafa heyrt ef eitt hvað saknæmt hefði átt sér stað milli ákærðu og brotaþola enda hefði ákærð a þá getað hrópa ð á aðstoð . Vitnið hafi aldrei orðið v art við togstreitu milli ákærðu og brotaþola , heldur hafi þau þvert á móti hagað sér eins og bestu vinir . Vitnið kvaðst aðspurt hafa upplifað samband þeirra fremur sem vinasamband en samband stjúpm ömmu og stjúpson a r. Vitnið kvaðst aðspurt hafa litið á ákærðu sem tengdadóttur sína . Eftir að málið kom upp hafi vitnið tekið brotaþola að sér. Brotaþoli hafi feng ið herbergi og hafi búið hjá vitninu í ár. Fyrst eftir að brotaþoli fluttist til vitnisins hafi hann verið í vinnu sem þjónn en það hafi ekki gengið nægilega vel vegna vanlíðan ar brotaþol a. Brotaþoli leigi í dag með móðurömmu sinni og hafi ráðið sig sem stuðningsfulltrú i fyrir fatlaðan mann . Kvaðst vitnið vita til þess að brotaþola gangi vel í því starfi . Brotaþoli fari þó einungis í vinnunna og svo beint heim í tölvuna. Áður fyrr hafi brotaþoli oft verið glaður, hlegið og fíflast en eftir að málið kom up p hafi ekki verið neinn hlátur lengur. Brotaþoli hafi ekki verið í neinum samskiptum við annað fólk heldur hafi hann algerlega lokað sig inn i og bætt á sig. Brotaþoli sé ekki í neinu sambandi við föður sinn í dag. Brotaþoli vilji ekki hitta bróður sinn, so n föður síns, sem búi erlendis, þegar hann komi til landsins. Brotaþoli hafi ekki heimsótt vitnið mjög lengi. Þegar vitnið haldi boð fyrir fjölskylduna treysti brotaþoli sér ekki til þess að mæta. Brotaþoli sé mjög skemmdur og 15 brotinn eftir að málið kom up p . Brotaþoli hafi ekki viljað ræða málið við vitnið fyrr en fyrir nokkrum vikum . B rotaþoli hafi þá sagt vitninu að ákærða og brotaþoli v æru hætt saman og að hann hafi verið í ástarsorg og liðið afar illa á þessu tímabili. Ákærða hafi að mati vitnisins gripið til þessa ráðs , þegar upp um hana k o mst, að kæra brotaþola því að faðir brotaþola hafi hótað henni lífláti ef þetta væri satt. Faðir brotaþola hafi ekki sagt það beint við vitnið heldur hafi hún heyrt þetta frá öðrum . Vitnið H , faðir brotaþola og m aki ákærðu , bar svo fyrir dómi að í apríl 201 5 hafi samskipti brotaþola og móður brotaþola ekki gengið nógu vel . Móðir brotaþola hafi beðið vitnið að taka við brotaþola . V itnið hafi g ert það með glöðu geði enda hafi vitnið fram að þeim tíma ekki haft færi á að eyða miklum tíma með brotaþola. B rotaþoli hafi flust til vitnisins í lok maí eða byrjun júní þegar brotaþ oli var að útskrifast úr 10. bekk . Vitnið reyndi að búa brotaþola gott heimili og hafi sýnt brotaþola ást og væntumþykju. Fljótlega eft ir að brotaþoli flutti st inn til föður síns hafi honum farið að ganga betur. Vitnið útvegaði brotaþola vinnu á veitingastaðnum . Þá hóf brotaþoli nám við [ ...] um haustið . Brotaþola hafi gengið þokkalega í skólanum og átt smá félagslíf. Undir leiðsögn vitnisins hafi brotaþoli farið að hugsa betur um sjálfan sig og misst nokkur kíló. Brotaþoli hafi blómstrað meðan hann bjó hjá vitninu og vitnið hafi verið stolt af brotaþola. Aðspurt kvað vitnið brotaþola þó stundum hafa verið þungan eða haf a l i ðið illa en vitnið haf i skrifað það á að um ungling væri að ræða. Vitnið haf i kynnt ákærðu og brotaþola fyrir hvort öðru yfir máltíð. D , bróðir vitnisins, sem hafi b úið í íbúðinni fyrir ofan fjölskylduna ásamt móður vitnisins, hafi komið og snætt með þeim umrætt sinn. Vitnið hafi kynnt brotaþola fyrir ákærðu sem kærustu sín a og sagt brotaþola að hún yrði aldrei stjúpmóðir hans . V itnið haf i vona ð að ákærða og brotaþoli gætu orðið vinir. Ágætlega hafi gengið að búa saman þrjú. Kvaðst vitnið hafa upplifað sam band ákærðu og brotaþola sem vinasamband. Bar vitnið a ð ef þau gerðu eitthvað þá gerðum þau það yfirleitt þrjú saman. F yrir hafi komið að brotaþoli og ákærða hafi eytt tíma ein saman, til að mynda þegar vitnið var að vinna á kvöldin . Bæ ði væru þau þó þanni g að þau hafi lok að sig af inni í herbergi eða að ákærða hafi setið frammi að læra meðan brotaþoli spilaði tölvuleik inn i í herbergi. A ðspurt kvaðst vitnið telja að ákærða og brotaþoli hafi ábyggilega einhvern tíma farið saman út í búð, ljós eða bíó. V itni ð lýsti ákærðu sem afar þroskaðri konu þrátt fyrir ungan aldur. Ákærða sé afar lítil í sér, feimin og lokuð. Ákærða hafi alist upp með föður sem sé alk ó hólisti og snemma lært að vera hlédræg og meðvirk. Ákærða hafi ítrekað beðið vitnið um að brotaþoli flyttist aftur til móður sinnar eða dveldi þar þegar vitnið færi eitthvað. Ákærða hafi oft sagt vitni nu að brotaþoli væri óþægilegur og að sér þætti ónot a legt þegar brotaþoli knúsa ði sig. Kvaðst vitnið vita til þess að ákærðu hafi þótt óþæg ilegt þegar brotaþoli skriði upp í rúm þeirra um helgar til að kúra. Vitnið kvaðst hafa svarað ákærðu því til að brotaþoli væri bara ástríkur og elskulegur. V itnið kvaðst ekki hafa tekið eftir því að eitthvað skrýtið 16 væri í gangi , en eftir á að hyggja hafi þ að þó að mati vitnisins verið sérstakt hvernig ákærða hafi fyrst um sinn sofið nakin en hafi síðar farið að sofa í náttbuxum og bol. Vitnið var í vinnunni þegar það fékk símtal frá lögreglunni um að brotaþoli ætl aði að drepa sig. Brotaþoli haf ð i þá sent skilaboð á samskiptamiðlinum s napchat á vinkonu sína, A , um að hann ætl að i að gleypa allt r italínið sitt og taka líf sitt . Vitninu hafi komið þetta mjög á óvart . Vitnið hafi farið strax upp í skóla brotaþola og fengið þær upplýsingar að brotaþoli væri í tíma. Vitnið hafi fengið viðtal við námsráðgjafa meðan brotaþoli fékk að ræða við annan námsráðgjafa. Eftir þetta hafi b rotaþoli farið heim til móður sinnar. Móðir brotaþola hafi sett sig í samband við vitnið og beðið vitnið að koma. Þau hafi í sameinin gu ákveðið að sitja fyrir brotaþola í því skyni að reyn a að ræða við hann um hvað það væri sem ylli brotaþola svona mikilli vanlíðan. Brotaþola hafi brugðið illa við , farið fljótt úr jafnvægi , snöggreiðst og verið öskrandi . Hann hafi ráðist á vitnið og slegið það ítrekað í andlitið . Vitnið hafi fyrst um sinn ekki hreyft sig en að lokum yfirbugað brotaþola og lagt hann á gólf ið . Brotaþoli hafi komist frá vitninu, hoppað fram af svölunum og hlaupið í burtu. Brotaþoli og foreldrar hans hafi bæði hringt á lögregluna. Lögreglan hafi komið með brotaþola til baka . Foreldrar brotaþola hafi beðið lögregluna að sannfæra brotaþola um að fara í viðtal á geðdeild . Brotaþoli hafi fallist á þetta og l ögreglan hafi keyrt hann á geðdeild. Eftir það hafi brotaþoli fari ð upp á Skaga með besta vini sínum, C , og foreldrar hans hafi lítið heyrt í honum í nokkra daga. Brotaþoli hafi síðan komið til baka, farið fyrst til móður sinnar, en síða r til vitnisins. Eitt kvöldið hafi brotaþoli viljað ræða við vitnið. Brotaþoli hafi þá legið í fangi vitnisins, hágrátandi, og sagt að hann væri búinn að spurt vitnið hvort vitnið g æ ti fyrirgefið brotaþola hvað sem væri , og vitnið svarað því játandi. Mjög erfiðlega hafi gengið að fá upp úr brotaþola hvað hann átti við en á endanum hafi brotaþoli sagt vitninu að hann væri skotinn í ákærðu. Vitnið hafi hughreyst brotaþola og sagt honum að þau gætu unnið sig út úr þessu sem fjölskylda. Ákærða hafi beðið vitnið að ræða við sig kvöldið eftir en vitnið hafi ekki getað það vegna vinnu sinnar . Daginn þar á eftir hafi ákærða og vitnið náð að ræða saman. Þá hafi ákærða sagt vitninu að brotaþoli h efði brotið á sér. Ákærða hafi þá lýst því fyrir vitninu hvernig brotaþoli hefði komið inn í herbergi sitt eftir að hún væri sofnuð og nauðgað sér og sest á rúmstokk hennar og stungið fingrum sínum í leggöng hennar. Þetta hafi gerst oftar en einu sinni. Erfitt hafi verið fyrir ákærðu að segja vitninu þetta. Vitnið lýsti því hvernig heimurinn hr undi við þessar fréttir. Vitnið hafi lagst á bæn og hringt út um allt eftir aðstoð: í prest , Stígamót , í 112 og á neyðarmóttöku fórnarlamba nauðgunar. Eftir langar samræður hafi vitnið verið orði ð þyrstur og opnað svefnherbergishurðina og þá séð brotaþol a standa við hurðina . Brotaþoli hafi greinilega legið á hleri um það sem fram fór í herberginu. Augu brotaþola og vitnisins hafi mæst, og vitnið hafi þá þegar vitað , vegna tengsla þeirra sem feðga , að báðir vissu hvað gerst hafði. Þeir hafi ekki þurft að ræð a það frekar því að þótt 17 brotaþoli hafi ekki sagt neitt hafi hann vitað upp á sig sökina . Vitnið hafi löðrunga ð brotaþola , en séð að sér, gripið utan um hann og beðið brotaþola afsökunar. Brotaþoli hafi þá beðið vitnið ítrekað að lemja sig meira því að hann ætti það skilið. Vitnið hafi beðið brotaþola að fara inn í herbergi og bíða þar . Vitnið hafi hringt í móður sína og beðið hana að sækja brotaþola og spyrja engra spurninga. Föðuramma brotaþola hafi sótt brotaþola og farið með hann heim til sín . K vaðst vitnið í kjölfarið hafa hringt í bróður sinn, D , og beðið hann að líta til með brotaþola þessa nótt. V itnið og ákærða hafi farið upp á neyðarmóttöku fórnarlamba nauðgunar þar sem ákærða hafi farið í viðtal. Vitnið og ákærða hafi farið saman í Bjarkarhlíð. Vitnið hafi sótt son sinn til móður sinnar og spurt hann hvort hann vil di leggjast inn á geðdeild, og brotaþoli hafi svarað því játandi. Vitnið hafi skutlað syni sínum á geðdeild og beðið bróður sinn, D , að koma með í þann bíltúr til öryggis . Kvaðst vitnið aðspurt ekki telja að orðið nauðgun eða nauðgari hafi verið notað við brotaþola áður en hann lagðist inn á geðdeild. Aðspurður kvaðst vitnið ekki telja sig hafa sagt bræðrum sínum af meintum kynferðisbrotum brotaþola gegn ákærðu, en taldi þ ó líklegt að vitnið hafi sagt bróður sínum, D , það þegar þeir voru einir í bílnum á heimleið eftir að hafa skutlað brotaþola á geðdeild. V itnið hafi fljótlega eftir þetta hringt í móður brotaþola og sagt henni að brotaþoli væri búinn að vera að brjóta kynf erðislega á ákærðu. Móðir brotaþola hafi trúað því fyrst um sinn og hafi af þeim sökum ekki viljað heimsækja brotaþola á geðdeild ina . Kannaðist vitnið aðspurt ekki við að hafa ítrekað haft samband við móður brotaþola í því skyni að reyna að sannfæra hana u m sekt brotaþola. Fyrir dómi var borin undir vitnið sú frásögn móður brotaþola að vitnið hafi sag s t myndi drepa annað hvort brotaþola eða ákærðu. Svaraði vitnið því til að þau orð hefðu verið látin falla í miklu uppnámi. Vitnið hafi eingöngu tekið svona til orða, að ef síðar kæmi í ljós að ákærða væri að ljúga myndi vitnið drepa ákærðu , til þess að undirstrika hversu mikinn trúnað vitnið leggi á framburð ákærðu. Vitnið hafi hringt í bróður sinn, E , og móður hans, og beðið þau um að ha fa samband við brotaþola svo að honum liði ekki eins og hann væri einn. Tveimur til þremur dögum seinna fór vitnið upp á geðdeild og átt i þar fund með brotaþola , F , og konu . Brotaþoli hafi þá sagt vitninu að brotaþoli og ákærða hafi í reynd átt í ástarsam bandi. Í samtali nu hafi komið fram skrýtnar útskýringar og sögur hjá brotaþola, til að mynda að ákærða hafi beðið brotaþola um framnudd , það er að láta nudda á sér brjóstin. V itnið haf i spurt ákærðu hvort hún kann að ist við það en hún hafi komið af fjöllum. V itnið kvaðst aðspurt kannast við að brotaþoli væri oft að ljúga til þess eins að ljúga. Þetta hafi brotaþoli viðurkennt sjálfur fyrir vitninu , brotaþoli ætti almennt mjög auðvelt með að ljúga. Þá þekki móðir hans, amma og vinir þetta . Taldi vitnið að ef ákærða og brotaþoli hefðu raunverulega átt í ástarsambandi þá hefði hann orðið var við það. Vitnið kvaðst hafa orðið mjög hissa á fundinum og spurt F hvernig komist hefði verið að þessari niðurstöðu . Þ á hafi komið í ljós að F h efði átt e itt 40 mínútna viðtal við 18 brotaþola. Vitnið hafi þá sagt F að honum f yndist hann ekki mikill fagmaður . Fyrir dómi voru í þessu samhengi b orin undir vitnið vottorð F þar sem fram kemur að vitnið hafi á fundinum bæði kallað brotaþola síkópat sagst leggja fullan trúnað á framburð ákærðu. Svaraði vitnið því til að hann h efði á fundinum einungis beint þeim orðum til F til að kanna hvort brotaþoli ætti við siðblindu að stríða þar sem frásögn hans kæmi ekki heim og saman . Eftir fundinn hafi vitnið tekið utan um F og beðið hann að hjálpa brotaþola. Vitnið kvaðst ekki rætt málið frekar við brotaþola síðan þar sem brotaþoli vilji ekki ræða við sig. Vitnið og ákærða séu í sambandi í dag og vitnið hafi fylgt ákærðu til lögreglu þegar hún lag ði fram kæru á hendur brotaþola en hafi þó setið frammi. Vitnið I, móðir brotaþola , sagði brotaþol a hafa viljað flytja til föður síns þegar hann byrjaði í menntaskóla. Vitnið hafi nánast ein séð um uppeldi brotaþola síðan hann fæddist og þekki hann því afar vel . Brotaþoli eigi erfitt með að fela ef honum l í ði illa og vitnið hafi tekið eftir því að honum liði ekki vel hjá föður sínum. Brotaþoli hafi oft hringt í vitnið og vitnið þá sótt hann . Brotaþoli hafi þá verið eins og hann væri að springa. Vitnið hafi tekið eftir því að það væri eitthvað skrýtið í gangi, ákærða og brotaþoli hafi hegðað sér eins og bestu vinir og gert allt saman. Vitni ð haf i eitt sinn haft orð á því við brotaþ ola að hann og ákærða létu eins og þau ættu í ástar samban di en brotaþoli hafi þá þagað. Brotaþoli hafi aldrei sagt vitninu hvað var í gangi . Faðir brotaþola hafi hringt í vitnið og sagt að allt hafi farið í háaloft á heimilinu kvöldið áður og að brotaþoli væri kominn á geðdeild. Hafi faðir brotaþola upplýst vitn ið um að ákærða hafi sagt að brotaþoli væri búinn að vera að nauðga sér í tvö ár. Vitnið hafi strax hugsað með sér að það g æ ti ekki verið. Vitnið sótt i föður brotaþola og þau fóru í bíltúr til að ræða málið frekar. Faðir brotaþola hafi þá verið í miklu sjokki og sagt henni að ákærða væri heima í grátkasti, og sé mest hrædd um það að faðir brotaþola fari frá sér. Vitnið hafi stungið upp á því að þau þrjú færu saman í Bjarkarhlíð en ákærða ekki viljað fara með vitninu þangað. Vitnið hafi skutlað föður brotaþola heim og því næst farið ein í viðtal í Bjarkarhlíð . Eitt kvöldið hafi brotaþoli svo kom ið heim til vitnisins og gist. Daginn eftir hafi brotaþoli farið í skólann. Faðir brotaþol a hafi hringt í vitnið og tilkynnt því að brotaþoli hafi sagt vinkonu sinni , A , að hann ætl aði að fremja sjálfsvíg. Vitnið hafi hvatt brotaþola í símtali til að koma heim . Vitnið og faðir brotaþola hafi sammælst um að reyna í sameiningu að ræða við brotaþo la og fá upp úr honum hvað væri að valda honum vanlíðan . Brotaþoli hafi komið heim til vitnisins og brugðið við að sjá föður sinn þar . Vitnið hafi reynt að ræða við brotaþola en án árangurs . Brotaþoli hafi ætlað að rjúka út en faðir hans staðið því í vegi. Brotaþoli hafi slegið til föður síns sem lagði brotaþola í gólfið. Faðir brotaþola hafi sleppt honum og brotaþoli hlaupið út á svalir og hoppað fram af svölunum og hlaupið í burtu. Brotaþoli og foreldrar hans hafi bæði hringt á lögregluna sem sótt i brotaþ ola og kom með hann aftur. Lögreglan hafi farið með brotaþola á geðdeild í viðtal. Eftir viðtalið hafi 19 brotaþoli og vinur hans, C , farið saman upp á Skaga. Faðir brotaþola haf i nokkrum dögum síðar skutlað brotaþol a á geðdeild þar sem hann lagðist inn. Vitnið hafi verið í sambandi við föður brotaþola um hagi brotaþola, en sagt honum að hún yrði að fá smátíma til að melta málið sjálf þar sem henni hafi fundist frásögn ákærðu ekki stemma. Vitnið kvaðst hafa rætt við br otaþola símleiðis og spurt hvort einhver misnotkun hafi átt sér stað. Brotaþoli hafi svarað því játandi. Kvaðst vitnið þó aldrei hafa trúað þv í . Vitnið og brotaþoli hafi ekki rætt málið frekar í það skiptið. Eftir símtalið hafi vitnið sótt sér aðstoð í Bja rkarhlíð. Kvaðst vitnið vita til þess að brotaþoli hafi sagt við F geðlækni að hann hafi nauðgað ákærðu . Að mati vitnisins hafi það þó verið vegna þess að ákærða hafi sagt það við föður brotaþola. Brotaþoli hafi verið á mjög vondum stað. Vitnið hafi heimsó tt brotaþola á geðdeild á öðrum eða þriðja degi. Þegar þangað var komið hafi vitnið átt fund með brotaþola og F geðlækni . F hafi þá sagt vitninu að ákærða hafi misnotað brotaþola. Vitnið hafi þá sagt viðstöddum að það væri einnig upplifun vitnisins , að ákærða og brotaþoli hafi átt í ástar sambandi. Kannaðist vitnið aðspurt ekki við að brotaþoli væri lygasjúkur . Brotaþoli lygi engu meira en venjulegur unglingur. Inn i á geðdeild hafi brotaþoli sagt sannleikann og lýst sinni upplifun . Brotaþola hafi í kjölfa rið liðið eins og hann væri búinn að missa all t, kærustuna sína, og þá hafi faðir brotaþola ekki talað við hann. Brotaþoli hafi verið mjög reiður lengi eftir að málið kom upp. Fyrst eftir að málið kom upp hafi brotaþoli flust til föðurömmu sinnar , síðan ti l vitni sins í þrjá mánuði og þá til móðurömmu sinn ar . Í níu mánuði eftir að ákærða haf ð i lagt fram kæru á hendur honum hafi brotaþoli verið í móki og óvissuástandi. Vitnið E, föðurbróðir brotaþola , bar um að hann hafi umgengist ákærðu, föður brotaþola og brotaþola á þeim tíma sem atvik mál s gerðust. Upplifun vitnisins hafi verið að brotaþola og ákærðu hafi komið vel saman. Aðspurt kvaðst vitnið telja að brotaþoli hefði fremur litið á ákærðu sem vin en stjúpmóður. Faðir brotaþola hafi hringt í sig og tilkyn nt sér að það væri komið upp vandamál. Vitnið hafi farið og hitt brotaþola á geðdeild til að kanna hvernig hann hefði það. Á þeim tímapunkt i hafi vitnið haft vitneskju um að einhvers konar samband hafi verið til staðar milli brotaþola og ákærðu . Þessa vitn eskju hafi vitnið haft frá föður brotaþola sem hafi sagt sér að brotaþoli væri ítrekað búinn að vera að nauðga ákærðu. Brotaþoli hafi verið ringlaður , ekki með sjálfum sér, og svolítið dapur og niðurlútur. Á meðan á heimsókn vitnisins hjá brotaþola stóð ha fi brotaþoli sagt vitninu að hann hafi nauðgað ákærðu. Vitnið og brot a þoli hafi síðan eitthvað rætt málið í samtölum fyrsta mánuðinn eftir að málið kom upp og brotaþoli þá sagt vitninu að það væri ekki rétt að þetta hafi verið nauðgun. Brotaþoli hafi að einhverju leyti sagt vitninu frá sambandi brotaþola og ákærð u , að það hafi staðið yfir einhvern tíma, en engar nánari upplýsingar gefið. Eftir þetta hafi vitnið og brotaþol i ekki mikið rætt málið. Vitnið kannaðist aðspurt ekki við að brot aþoli seg ði mikið ósatt. Eftir að málið kom upp hafi b rotaþoli verið þungur og haldið sig út af fyrir sig og ekki viljað vera í 20 miklum samskiptum . V itnið hafi reynt að halda samskipt um við brotaþola . Vitnið kvaðst vera í sambandi við ákærðu og föður brotaþ ola í dag. Vitnið D, f öðurbróðir brotaþola , bar um að ákærða, faðir brotaþola og brotaþoli hefðu búið í kjallaranum þar sem hann og móð i r hans, föðuramma brotaþola , bjuggu. Vitnið hafi því oft umgengist þau og verið í heimsókn hjá þeim en aldrei orðið vart við neitt óvenjulegt. Ákærð u og brotaþola hafi komið vel saman en vitnið ekki orðið vart við að þau væru að eyða miklum tíma saman. Vitnið hafi fyrst heyrt af málinu þegar föðuramma brotaþola fór og sótti brotaþola að beiðni föður brotaþola . Brotaþoli haf i gist hjá þeim eina nótt. Vitnið hafi ekki vitað hvað væri í gangi, en faðir brotaþola hafi beðið vitnið að v era góður við brotaþola. Daginn eftir hafi faðir brotaþola og vitnið farið með brotaþola á geðdeild. Brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi, grátið og beðið vitnið að hata sig ekki. Þegar vitnið og faðir brotaþola voru komnir aftur út í bíl, eftir að hafa lagt brotaþola inn á geðdeild, hafi faðir brotaþola sagt vitninu að brotaþoli væri búinn að vera að nauðga ákærðu síðustu tvö árin. Vitnið hafi veri ð í sjokki og ekki viljað trúa því að þetta væri satt . Vitnið hefði verið í afneitun og m ikil sorg hafi tekið við. Vitnið og móðir hans hafi leitað sér aðstoðar í Bjarkarhlíð og hafi hitt ákærðu þar. Þá hafi þau líka leitað til sálfræðings . Vitnið kvaðst hafa heimsótt brotaþola á geðdeild einum eða tveimur dögum eftir að hann lagðist inn . Vitnið þekki brotaþola vel enda hafi brotaþoli verið mikið inni á heimili vitnisins í æsku , þeir væru nálægt í aldri og hafi nánast alist upp saman . Vitnið hafi sp urt brotaþola hvort þetta væri satt, og brotaþoli hafi svarað því játandi. Brotaþoli hefði þó ekki lýst því nánar hvað brotaþoli hafi gert . Kannaðist vitnið aðspurt við framburð sinn hjá lögreglu að brotaþoli hefði á þessum tíma ekki verið í andlegu jafnvæ gi, hann hafi hlegið og grátið til skiptis, og verið í algeru rusli. Aðspurt kvaðst vitnið kannast við að brotaþoli segði stundum ósatt en það væri þó mismunandi við hvern brotaþoli ræddi hverju sinni hvort hann reyndi að ljúga . B rotaþoli hafi búið heima hjá vitninu og móður hans í eitt ár eftir að málið kom upp . Brotaþoli hafi lokað sig af . Þ eir hafi aldrei rætt málið meir þar sem brotaþoli hafi ekki viljað það. Vitnið hafi rætt málið við föður brotaþola eftir að það kom upp. Vitnið teldi brotaþo la mögulega vera að glíma við þunglyndi í kjölfar málsins en vitnið hafi ekki umgengist brotaþola í tvö ár. Vi tnið C, vinur brotaþola, sagði að hann hafi ekki umgengist ákærðu og brotaþola mikið tvö saman þótt vitnið hafi hitt þau öll saman nokkrum sinnum þe gar það kom á heimili brotaþola. Kvaðst vitnið ekki hafa tekið eftir neinu sérstöku þeirra á milli en kvaðst þó hafa getað séð og vitað til þess að ákærða og brotaþoli væru náin og eyddu stundum tíma saman. Þá hafi brotaþoli einhvern tíma nefnt við sig nud d í samhengi við ákærðu. Eftir að málið kom upp hafi brotaþoli hringt í vitnið af geðdeild og sagt sér hvað var í gangi á milli ákærðu og brotaþola. Brotaþoli hafi ekki farið út í nein smáatriði en lýst einu tilviki þar sem ákærð a haf ði komið upp í rúm brotaþola. Aðspurður um dæmi 21 þess að brotaþoli segði ósatt í tengslum við samskipti við stúlkur nefndi vitnið að brotaþoli hefði, þegar hann var þrettán ára, logið um að hafa farið í sleik við stúlku á Samfés balli. Brotaþoli hafi síðan við urkennt fyrir sér að þetta væri ekki satt. Vitnið taldi að brotaþol i hefði enga kynferðislega reynslu haft áður en hann fluttist inn á heimili föður síns. Bar vitnið um að eftir að málið kom upp hafi b rotaþola liðið afar illa . Brotaþoli hafi mikið haft sam band við vitnið og kannaðist vitnið við að hafa verið í símanum við brotaþola þegar brotaþoli lenti í bílslysi í desember 2017. Brotaþol i hafi þá verið mjög æstur og liðið afar illa og vitnið reynt a ð róa hann án árangurs. Vi tnið A, vinkona brotaþola, kvaðst þekkja brotaþola í gegnum kærasta sinn og besta vin brotaþola, C . E itt kvöldið hafi brotaþoli hringt í sig í miklu uppnámi . Vitnið hafi illa getað skilið brotaþola sem hafi talað í samhengislausum setningu m . B rotaþol i hafi sagst vera nauðgari. Dagin n eftir hafi brotaþoli aftur sett sig í samband við vitnið til þess að kveðja því að hann ætl að i að fremja sjálfsvíg. Vitnið hafi þá hringt í l ögregluna. Síðan sama kvöld hafi brotaþoli hringt í vitnið og sagt vitninu frá kynnum brotaþola og ákærðu. Á brot aþola hefði þá verið að skilja að ekkert ofbeldi hefði átt sér stað milli ákærðu og brotaþola heldur hafi þau átt í kynferðissambandi með samþykki beggja. V itnið heimsótti brotaþola á geðdeild og bar um að brotaþoli hafi þá verið á vondum stað og í miklu uppnámi. Vitnið og brotaþoli hafi ekki rætt málið frekar við það tilefni. Bar vitnið um að brotaþoli hafi fyrst um sinn verið upptekinn af því að sökin væri hans. Brotaþoli hafi ekki átt marga nána vini og reitt sig u m of á vitnið og kærasta hennar um ábyrgð á andlegri heilsu sinni . Vitnið hafi lengi vel ekki átt samskipti við brotaþola og fjarlægst hann . Vitnið hafi ekki rætt við brotaþola síðan um jólin 2018 en þá hafi vitninu þótt líðan brotaþol a vera mun betri. Vit nið kannaðist aðspurt við að brotaþoli segði stundum ósatt því að hann væri hræddur við að vera ekki fullkominn. Vitnið hefði til að mynda logið því til að hafa lært undir próf. Ef brotaþoli segði ósatt viðurkenndi hann það þó alltaf mjög fljótlega. Vitnið J, geðlæknir á geðdeild Landspítala , gaf skýrslu fyrir dómi . Vitnið , sem er yfirlæknir á geðdeild , tók brotaþola í viðtal þegar hann innritaðist inn á d eild ina . F geðlæknir h efði síðan tekið við meðferð brotaþola , en vitnið fylgst með framvindu brot aþola þá tíu daga sem hann lá inn i . Ástæða innlagnar brotaþola á geðdeild h efði verið kynferðissamband við ákærðu og átök og mikil krísa í fjölskyldunni í kjölfar þess að upp um það komst . Brotaþoli , sem hafi verið ungur að árum, hafi verið afar niðurdreginn , með lífsleiða og sjálfsvígshugsanir þegar á geðdeild var komið. Faðir brotaþola hafi snúið við honum baki og hent honum út af heimilinu. Þá kvaðst vitnið minna að hafa heyrt af því að faðir brotaþola hafi ráðist á hann áður en hann kom á geð deild ina . Kvaðst vitnið vita til þess að á þessum tímapunkti hafi verið komnar fram ásakanir um að brotaþoli væri búinn að vera að nauðga ákærðu. Brotaþoli hafi verið ringlaður og ekki vitað hvað an á sig stóð veðrið . Brotaþoli hafi tekið ásökunum sem einhvers konar 22 sannleik o g verið tilbúinn að taka þetta allt á sig. Starfsmenn spítalans hafi þó haft efasemdir um þetta, þetta væri nú kannski ekki alveg svona einfalt. Vitnið F, geðlæknir á Landspítala , gaf skýrslu fyrir dómi og greindi frá því að brotaþoli hafi legið inn i á geðdeild dagana 20. - 30. október 2017. Vitnið sé sérfræðingur á nefndri deild . B rotaþoli hafi verið sjúklingur vitnisins og vitnið ábyrg t fyrir meðferð hans . A ðspurt kvað vitnið sig hafa hitt brotaþola alla daga sem hann lá inni á geðdeild . Þá hafi vitnið stýrt fjölskyldufundum , meðal annars með föður og ömmu brotaþola . Aðrir starfsmenn haf i tekið viðtöl við móður brotaþola. Við komu á geðdeild hafi brotaþol a liðið mjög illa, verið afar dapur, tætt ur, í miklu tilfinningalegu uppnámi , örvinglaður og í sjálfsvígshug leiðingum. Brotaþoli hafi skýrt vitninu frá því að hafa lent í átökum við föður sinn sem hafði vísað honum á dyr í kjölfar þess að upp komst um kynferðissamband brotaþol a og ákærðu . Br otaþoli hafi sagt vitninu hvernig kynferðissamband ið hefði orðið til og þróast. Ljóst sé að ákveðið markaleysi hafi verið á heimilinu. Ákærða hafi beðið brotaþola um að nudda sig og kúra hjá sér sem hafi síðan leitt til kynferðislegra leikja þeirra á milli. Brotaþoli hafi sagt vitninu hvernig ákærða hafi haft frumkvæði að kynferðissambandi þeirra sem hafi byrjað þegar brotaþoli var fimmtán eða sextán ára . Kynferðissamband ið hafi staðið yfir í talsverðan tíma eð a allt fram til þess tíma er brotaþoli var lagður inn á geðdeild. Vitnið hafi ásamt meðferðaraðilum átt fund með brotaþola og föður hans á geðdeild . Á þeim fundi hafi verið ljóst að faðir brotaþola haf ð i algerlega tekið afstöðu með kærustu sinni og gegn br otaþola. Faðir brotaþola hafi verið afar dómharður í garð brotaþola og kallað hann siðblindan og . Þá hafi faðir brotaþola lýst yfir vantrausti á þ á meðferðaraðil a sem önnuðust viðtali ð í umrætt sinn . Faðir brotaþola hafi síðan varað móður brotaþola við meðferðaraðilunum . Vitnið hafi þetta eftir móður brotaþola. Þegar brotaþoli hafi heyrt af nauðgunarkæru ákærðu hafi hann orðið afar örvinglaður. Brotaþoli hafi raunar alls ekki skilið þá kæru enda hafi hann talið að kynferðissamband hans og á kærðu hafi verið með vitund og vilja þeirra beggja. Á milli brotaþola og ákærðu hafi verið kynferðislegir leikir þar sem ákærða þóttist sofa í byrjun kynmakanna. Brotaþoli hafi þó ætíð talið að kynferðisleg samskipti þeirra , sem áttu sér stað í framhaldi a f því , haf i verið með vitund og samþykki ákærðu. Brotaþoli hafi slegið dálítið í og úr með sök í málinu og fundist hann að nokkru leyti samábyrgur . Vitnið tók fram í þessu samhengi að það væri þó mjög algengt í málum af þessu m toga og ekki til þess fallið að draga trúverðugleika brotaþola í efa. Brotaþoli hafi aldrei játað í eyru vitnisins að hann væri nauðgari eða að hann hafi borið ábyrgð á kynferðisleg u sambandi hans og ákærðu . Líta verði til andlegs ástands brotaþola á þessum tímapunkti . Brotaþoli hafi verið örvinglaður og með sjálfsvígshugsanir . Saga brotaþola , um að kynferðissamband hans og ákærðu hafi byrjað að frumkvæði ákærðu þegar hann var fimmtán ára, hafi verið mjög stöðug . Á meðan brotaþoli lá inni á geðdeild hafi hann ekki breytt frásögn sinni, hvorki í eyru vitnisins né annarra meðferðaraðila. Brotaþoli hafi hins 23 vegar fengið ákveðna bakþanka þegar fram í sótti . Brotaþoli hafi fyrst og fremst haft mikið samviskubit gagnvart föður sínum og fundist afar óeðlilegt að hann ætti í þessu kynferðissam bandi við ákærðu. Brotaþoli hafi áttað sig á að samskipti n á heimilinu hafi verið mjög óeðlileg. Brotaþoli hafi efast um sjálfan sig . Vitnið kvaðst oft hafa komið að málum af þessu tagi og unnið bæði með þolendum og gerendum. Það væri mjög algengt í málum af þessum toga að þolandinn telji sig bera ábyrgð á sambandinu eða kynferðislegum samskiptum . Gerandi komi því oft inn hjá þolanda að þetta sé litla leyndarmálið þeirra sem ekki megi segja frá. Ef þolandi segi frá muni það hafa alvarlegar afleiðing ar fyrir bæði geranda og þolanda. Þannig dragist þolandinn í reynd inn í samsæri þagnarinnar. Brotaþoli hafi aldrei komið vitninu fyrir sjónir sem nauðgari . Brotaþoli hafi verið óþroskaður og barnalegur ungur maður sem hafi ekki haft neina kynferðislega re ynslu áður en kynferðis samband hans og ákærðu hófst. Að mati vitnisins hafi brotaþoli verið með mikið af dæmigerðum einkennum þolanda í slíku máli, t il að mynda efasemdir um eigið sjálf og um eigin ábyrgð . Þá hafi b rotaþoli verið ástfanginn af ákærðu og ha fi því ætíð reynt að verja hana enda hafi brotaþoli litið á samband þeirra sem þau væru par , elskendur og miklir trúnaðarvinir . B sálfræðingur skýrði frá því að ákærðu hafi verið vísað til hennar í meðferð eftir að hafa leitað til neyðarmóttökun nar vegna meintra kynferðisbrota brotaþola . Vitnið kvaðst hafa hitt ákærðu 26 sinnum á tímabilinu frá október 2017 til apríl 2020. Eftir formlegt greiningarmat hafi ákærða verið greind með áfallastreituröskun . Þ að hafi verið í þriðja viðtali . Ákærða hafi veri ð trúverðug og samkvæm sjálfri sér . Vitnið bar um að það að frjósa væri algengasta viðbragðið við kynferðisofbeldi. Nefnt ástand séu varnarviðbrögð líkamans og geti virkað eins og þolandi sé lamaður . Þá sé það jafnframt mjög algengt að þolendur kynferðisofbeldis segi ekki frá fyrr en löngu seinna , sér í lagi þegar um náin tengsl er að ræða. Stundum sé það af ótta við það sem gæti gerst. Það að ákærða hafi ekki sagt frá meintu ofbeldi eigi að mati vitnisins sér e ðlilegar skýringar. Aðspurð út í framlögð samskipti á léttu nótunum milli brotaþola og ákærðu í gögnum málsins svaraði vitnið því til að vitað sé að viðbrögð þolenda kynferðisofbeldis séu mjög fjölbreytt en það sé alþekkt að þolendur láti eins og ekkert sé og reyni eftir fremsta megni að láta hlutina ekki springa upp í loft. Vitnið var fyrir dómi sérstaklega spurt út í það hvort sú röð atvika sem fór af stað eftir að upp um kynferðissamband ákærðu og brotaþola komst gæti orsaka ð áfall . Svaraði vitnið því ti l að greining áfallastreituröskun ar sé gerð út frá ofbeldinu sem ákærða hafi greini frá , ekki hinu. Þetta sé algerlega aðgreint. Vitnið kvaðst aðspurt ekki hafa heyrt hlið brotaþola á málinu. Vitnið K , hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á neyðarmóttöku Landspítala , bar um að hafa þann 20. október 2017 tekið á móti ákærðu og f öður brotaþola þegar þau leituðu á neyðarmóttökuna vegna meintra kynferðisbrota brotaþola. Ákærða hafi verið 24 miður sín og hafi auðsjáanlega liðið mjög illa að tala um málið fyrir framan föður brotaþola sem hafi farið fram á meðan vitnið tók viðtal við ákærðu. Ákærða hafi virkað hálf frosi n í kringum föður brotaþola. Ákærða hafi verið skýr í frásögn sinni og munað það sem gerst hafði en ekki nákvæma tímalínu. Vitnið hafi la gt trúnað á frásögn ákærðu. Kvaðst vitnið aðspurt kannast við viðbrögð ákærðu að segja ekki frá í langan tíma. Það sé mjög algengt í kynferðisbrotamálum , sér í lagi ef aðilar eru tengdir. Þetta sé þekkt hræðsla. Þá séu viðbrögðin að frjósa eðlileg varnarvi ðbrögð heilans. Vitnið L rannsóknarlögreglumaður skýrði frá því að móðir brotaþola h efði komið í Bjarkarhlíð . Hún hefði haf t áhyggjur af syni sínum og grun um að hann h efði orðið fyrir einhvers konar ofbeldi en hann h efði ekki viljað segja hvers eðlis það ofbeldi væri. Móðirin hafi leitað upplýsinga um hvað hún gæti gert vegna vanlíðan ar og hegðunarbreytinga sonar síns . Þá hafi ákærða leitað í Bjarkarhlíð ásamt föður brotaþola. Báðum hafi verið mikið nið ri fyrir . F aðir brot aþola hafi upplýst vitnið um að brotaþoli hafi beitt ákærðu kynferðislegu ofbeldi í langan tíma. Ákærða hafi ekki sagt mikið heldur hafi faðir brotaþola meira talað. Vitnið hafi ásamt ráðgjafa rætt við ákærðu og föður brotaþola. Ákærða hafi sagst vilja leg gja fram kæru á hendur brotaþol a og vitnið í framhaldinu haft samband við réttargæslumann sem mætt i í Bjarkarhlíð. Þar með hafi aðkomu vitnisins að málinu lokið . Vitnið M , móðir ákærðu, heyrði fyrst af málinu í október 2017 þegar ákærða og faðir brotaþola heimsóttu hana og s ögðu henni að brotaþoli hefði nauðga ð ákærðu reglulega í langan tíma þegar ákærða var sofandi. Aðspurt k vaðst vitnið telja ástæðu þess að ákærða hafi ekki fyrr sagt frá meintum ky nferðisbrotum brotaþola vera skömm. Lýsti vitnið skapgerð dóttur sinnar þannig að ákærða væri feimin og héldi hlutunum yfirleitt fyrir sig. Ákærða væri ekki mikið fyrir að opna sig og ræða hlutina. Faðir ákærðu sé alk ó hólisti . Þ að hafi mótað ákærðu og stop pað hana í að vilja ræða hlutina við foreldra sína til dæmis. Aðspurt kannaðist vitnið ekki við að ákærða hafi rætt um brotaþola við sig, en vitninu hafi þó stundum fundist óviðeigandi hvernig brotaþoli kom fram við ákærðu. Sem dæmi nefndi vitnið að brotaþ oli hefði verið mikið utan í ákærðu, faðmað hana og hálfpartinn sest ofan á hana . Aðspurt kvaðst vitnið oft hafa hitt ákærðu og brotaþola saman. Þau haf i til að mynda farið í þrjár vikur saman til útlanda. Brotaþoli hafi reglulega komið heim til vitnisins og tvisvar sinnum haldið jólin saman. Þá kvaðst vitnið ekki beint hafa upplifað illindi milli ákærðu og brotaþola en fundist sem ákærðu hafi stundum þótt hegðun brotaþola óþægileg. Eftir að málið kom upp, eða frá apríl 2018 til apríl 2019 , hafi ákærða búi ð hjá vitninu. Ákærðu hafi þá liðið mjög illa andlega og lokað sig af. Hún hafi tekið töflur og reynt að fyrirfara sér. Vitnið N , vinkona ákærðu , kvaðst fyrst hafa heyrt af málinu tveimur dögum eftir að ákærða sagði föður brotaþola frá því . Ákærða sagði vitninu þá að brotaþoli h efði misnotað sig. Kvaðst vitnið aðspurt hafa umgengist ákærðu mikið á meðan meint 25 kynferðisbrot áttu sér stað og hafi hitt brotaþola reglulega á heimili þeirra . V itnið kvaðst aðspurt ekki hafa tekið eftir neinu óeðlilegu í samskip tum þeirra . Vitnið kvaðst aðspur t eitt sinn hafa orðið v art við samskipti þeirra á samfélagsmiðlum. B rotaþoli h efði sent ákærðu mynd af sér nýkomnum úr klippingu, og ákærða svarað sæt klipping . Þannig tali ákærða almennt, hún geti ekki verið vond heldur svari öllum. Aðspurð um ástæðu þess að ákærða hafi ekki opnað sig fyrr um meint kynferðisbrot lýsti vitnið ákærðu sem mjög lokaðri. Ákærða standi oft ekki með sjálfri sér og eigi erfitt með að treysta og segja frá . O , sálfræðingur hjá Píeta - s amtökunum , hitti ákærðu í apríl 2019 er hún leitaði til Píeta - s amtakanna í kjölfar sjálfsvígstilraunar. Vitnið hitti ákærðu í fjögur skipti frá apríl til maí 2019. Ákærða hafi þá verið með miklar sjálfsvígshugsanir og verið á þessum tíma búin að einangra sig og sýnt sterk þunglyndis - og kvíðaeinkenni. Ákærða hafi lýst fyrir vitninu áfalli, meintu kynferðisofbeldi af hendi brotaþola og eftirköstum þess sem hafi virst rótin að vanlíðan ákærðu . Ákærða hafi verið mjög trúverðug í sinni frásögn. Ljóst væri að hin meintu ky nferðis brot og afleiðingar þeirra hafi haft mikil áhrif á ákærðu. Mikil skömm og sjálfsásökun hafi komið í ljós hjá ákærðu yfir að hafa ekki getað sagt frá meintum kynferðis brotum . Ákærða hafi lýst fyrir vitninu hvernig hún hefði frosið í aðstæðu num . Ákærð a hafi lýst fyrir vitninu eftirköstum þessa máls fyrir samband sitt við föður brotaþola og ótt a við framhaldið. Einnig gáfu skýrslu fyrir dómi vitnin P, sálfræðingur hjá Píeta - samtökunum og Q , vinur föður brotaþola og fyrrverandi vinnuveitandi brotaþola . Ekki hefur þýðingu fyrir úrlausn málsins að rekja framburð þeirra. III Niðurstaða Ákæruliður 1 . Í fyrri lið ákæru er ákærðu í máli þessu ge fið að sök kynferðisbrot með því að hafa átt í kynferðissambandi við sambúðarbarn sitt, brotaþola þessa máls, frá september 2015 til apríl 2017 er brotaþoli var 16 til 17 ára, en ákærða og brotaþoli h afi margsinnis haft samræði og önnur kynferðismök á sameigi nlegu heimili þeirra að . Brot ákærðu er í ákæru heimfært til 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en í ákvæðinu segir að hver sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn á aldrinum 15, 16 eða 17 ára sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða barn sem er tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg, eða barn sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Í ákvæði þessu er þannig lagt fortakslaust bann við samræð i eða öðrum kynferðismökum við börn og unglinga undir 18 ára aldri sem gerandi hefur áðurnefnd tengsl við. 26 Líkt og áður hefur verið rakið fluttist brotaþoli frá móður sinni til föður síns á vormánuðum 2015 . Faðir brotaþola var þá í ástar sambandi og sambúð með ákærðu sem er sex árum eldri en brotaþoli. Fjölskyldan bjó fyrst að og síðar að . S amkvæmt framburði ákærðu og brotaþola eldaði ákærða stundum mat fyrir fjölskylduna en þeim bar ekki saman um hvort ákærða hafi þvegið þvott af brotaþola . Fyrir liggur jafnframt að ákærða , faðir brotaþola og brotaþoli eyddu tíma saman sem fjölskylda. Þau deildu máltíðum og fóru saman í bíó. Faðir brotaþola og ákærða ræddu við brotaþola um nám ið sem hann stundaði á þessu m tíma auk þess sem ákærða hefur kannas t við að hafa sótt brotaþola í skólann. Var það að minnsta kosti einu sinni að hennar frumkvæði ef marka má Facebook - samskipti hennar og brotaþola. Fyrir liggur í málinu að ákærð a og brotaþol i eyddu tvö saman tíma og með þeim tókst náinn vinskapur. Kannaði st ákærða til að mynda við að hafa farið með brotaþola í ljós, sund, ræktina, út að borða og á [ ... ] námskeið. F ær þetta stoð í framburði vitna, svo s em vitnisburði vinar brotaþola, C , föðurömmu brotaþola , G , sem sagði að ákærða og brotaþoli hefðu daðrað hvort við annað og verið eins og kærustupar. Þá sagði móð ir brotaþola , I , að brotaþoli og ákærða höguðu sér eins og bestu vinir og létu eins og kærustupar. Þannig báru tvö s íðastgreindu v itnin um fyrir dómi a ð þeirra upplifun h efði verið að brotaþoli og ákærða h efðu látið eins og þau ættu í ástarsambandi. Ákærðu og brotaþola ber saman um að þau hafi haft samfarir í fyrsta sinn í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik . Þá ber brotaþola og ákærðu að meginstefnu til saman um aðdraganda samfaranna umrætt sinn en bæði báru um að ákærða hafi beðið brotaþola um að vaka yfir sér meðan hún sofnaði. Fyrir liggur jafnframt að upp frá því h öfðu ákærða og brotaþoli ítrekað samfarir eða önn ur kynferðismök þótt þeim beri ekki saman um í hversu mörg skipti. Þannig hefur brotaþoli borið um að fjöldi kynferðislegra tilvika milli hans og ákærðu hafi verið um 100 talsins en ákærða bar um að kynferðisleg tilvik í heild hafi verið um 35 talsins , það er samfarir í um 15 skipti, en önnur kynferðisleg tilvik um 15 - 2 0 talsins. Bæði báru þau um að samfarir hafi oftast átt sér stað þegar ákærða og brotaþoli voru ein á heimilinu , til að mynda þegar faðir brotaþola var í vinnunni. Þá hafa bæði brotaþoli og á kærða borið um að síðasta skiptið sem þau höfðu samfarir hafi verið á heimili þeirra að Brotaþoli kvaðst hafa verið ástfanginn af ákærðu. Þau hafi átt í ástarsambandi á umræddu tímabili. Þau hafi verið náin og eytt miklum tíma saman, kúrt og snert hvort annað. Brotaþoli var 16 ára og hafði enga kynferðislega reynslu þegar kynferðissamband þei rra hófst. Þau hafi rætt hvernig brotaþoli ætti að haga sér í samförum þeirra, hvað hann ætti að gera og hversu langan tíma hlutirnir ættu að taka. Þau hafi ítrekað haft samfarir og önnur kynferðismök. Ákærða hafi til að mynda snert lim brotaþola, brotaþol i hafi veitt ákærðu munnmök og stungið fingri í leggöng og endaþarm hennar. 27 Ákærða neitar sök og hefur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi lýst allt annarri atburðarás . Ákærðu hafi stundum þótt nærvera brotaþola á heimilinu óþægileg og beðið um að hann eyddi meiri tíma hjá móður sinni. Þá hefur ákærða borið um að kynferðislegt samband hennar og brotaþola hafi verið gegn hennar vilja og að brotaþoli hafi nauðgað sér ítrekað. Samfarir hafi yfirleitt hafist með því að brotaþoli hafi strokið ákærðu þegar hún var s ofandi og við það hafi ákærða frosið . Ákærða hafi því aldrei tekið virkan þátt í samförum þeirra. F rostástandi nu hafi lokið skömmu eftir meint kynferðisbrot brotaþola. Mikil vanlíðan hafi tekið við . Vegna erfiðra heimilisaðstæðna í æsku sé ákærða meðvirk, eigi erfitt með að segja það sem henni finnist og setja öðru m mörk. Af þeim ástæðum hafi ákærða ekki getað stöðvað meint kynferðisofbeldi brotaþola eða sagt neinum frá því. Meðal málsgagna eru gögn um h undr u ð samskipta ákærðu og brotaþola á sams kiptamiðlinum F acebook á umræddu tímabili. Um nánara innihald einstakra skilaboða er vísað til umfjöllunar í vitnisburði ákærðu og brotaþola sem rakin hefur verið í kafla II hér að framan . E kkert í þeim samskiptum þykir að mati dómsins renn a stoðum undir þann framburð ákærðu að kynferðissamband hennar og brotaþola hafi verið án hennar samþykki s . Þykja skilaboðin að mati dómsins þvert á móti renna frekari stoðum undir framburð brotaþola og annarra vitna um hversu náin brotaþoli og ákærða voru og að þau eyd du miklum tíma saman . Þær skýringar sem ákærð a hefur gefið á samskiptu nu m eru að mati dómsins afar ótrúverðugar en í skilaboðunum má sem fyrr segir til dæmis finna samtöl um kúr, knús og nudd. Við aðalmeðferð málsins hlýddi dómurinn meðal annars á sérfræði vitni sem báru um andlega vanlíðan og áfallastreituröskun ákærðu í kjölfar þess að upp komst um meint kynferðisbrot brotaþola. Þessa framburði verður að mati dómsins að meta með tilliti til þess að þeir er u að öllu leyti markaðir af einhliða frásögn ákærðu og varða líðan hennar eftir að sambandi hennar og brotaþola lauk, en ekki á meðan á því stóð. Brotaþoli lýsti fyrir dómi ákveðinni vanlíðan á því tímabili sem um ræðir. Erfitt hafi verið að hafa ekki getað rætt við neinn um leyndarmál hans og ákærðu. Brot aþoli elski föður sinn afar heitt og hafi haft samviskubit gagnvart honum. Brotaþoli hafi byrgt þetta allt inni. Að mati dómsins styður vitnisburður bæði móður og föður brotaþola að vissu leyti frásögn brotaþola um vanlíðan. Móðir brotaþola lýsti því fyrir dómi að hana hafi grunað að brotaþola liði illa á umræddu tímabili. Brotaþoli hafi reglulega hringt grátandi í móður sína og hún sótt hann. Þá kvaðst faðir brotaþola hafa tekið eftir því að brotaþola liði stundum illa eða væri þungur en hafi skrifað það á að um ungling væri að ræða. Í október 2017 fann brotaþoli svo hvernig ákærða var að draga sig úr ástar sambandi þeirra. Brotaþoli var þá í ástarsorg og leið mjög illa. Brotaþola og ákærðu ber saman um að brotaþoli haf i á þeim tíma átt þýðingarmikið samtal við föður sinn þar sem hann viðurkenndi að hann bæri tilfinningar til ákærðu. Við tóku mikil og erfið átök innan fjölskyldunnar . S vo fór að brotaþoli lagðist inn á geðdeild 20. október 2017 þar sem F 28 geðlæknir annaðist meðferð hans. Sagði brotaþoli þá nokkrum vitnum að hann hafi nauðgað ákærðu. Verður að mati dómsins að meta þennan framburð brotaþola með hliðsjón af andlegu ástandi hans á því tímabili sem um ræðir og þeirra atvika sem leiddu til þess að brotaþoli lagðist inn á geðdeild . Þe ir geðlæknar sem hittu brotaþola á þessum tíma , vitnin J og F , hafa bæði bori ð um að við innlögn á geðdeild hafi brotaþoli verið í miklu tilfinningalegu uppnámi, örvinglaður og með sjálfsvígshugsanir. Vitnin báru um að þau hafi strax haft efasemdir um frás ögn brotaþola . B rotaþoli lýsti því hvernig hann hafi frekar viljað lifa í lygi en að takast á við þ að sem væri að gerast . Vitnið F lýsti því hvernig brotaþoli hafi verið óþroskaður og barnalegur ungur maður sem hafi ekki haft neina kynferðislega reynslu áður en kynferðissamband hans og ákærðu hófst. Í vottorði F geðlæknis 24. janúar 2018 segir ennfremur að ákærða hafi verið bæði eld ri og þroskaðri en brotaþol i og hafi haft andlega og líkamlega yfirburði gagnvart honum. Brotaþoli sýni að mati geðlæknisins ýmis dæmigerð einkenni þolanda í kynferðisbrotamáli. Brotaþola hafi liðið afar illa og efast um eigin dómgreind og eigið sjálf. Kyn ferðissamband brotaþola og ákærðu hafi haft mikil og neikvæð áhrif á sjálfsmynd brotaþola. Þá liggur jafnframt fyrir í málinu að frá því að upp komst um kynferðissamband ákærðu og brotaþola hefur brotaþoli átt afar erfitt . Hann flutti af heimili föður síns og þurfti að leggjast aftur inn á geðdeild . Brotaþoli hefur einangrast frá ættingjum sínum og ýtt nánustu vinum sínum frá sér. Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að hann hafi reynt að hafa samband við föður sinn sem hafi tekið tilraun hans fálega. Brotaþoli k vaðst ekki þekkja föður sinn lengur og muni líklega aldrei gera aftur. B rotaþoli h afi týnt lífsgleðinni og spil ar aðallega tölvuleiki þegar hann er ekki að vinn a og leyfi r lífinu að líða hjá. Fyrir dómi fullyrti ákærða að brotaþoli segði stundum ósatt. Hann hefði til að mynda logið til að fá að taka próf aftur eða fá frekari fresti á verkefni. Vinkona brotaþola bar aðspurð um að brotaþoli hafi stundum logið því að hafa lært undir próf. Þá kannaðist besti vinur brotaþola aðspurður við að brotaþoli hefði l ogið að sér þegar hann var þrettán ára en þá hafi brotaþoli sagst hafa farið í sleik við stúlku á Samfésballi. Að mati dómsins er engin ástæða til þess að draga trúverðugleika brotaþola í efa af þessum sökum enda eru framangreind ósannyndi brotaþola með en gu móti meiri eða alvarlegri en gengur og gerist. Brotaþoli hefur að mati dómsins þvert á móti verið bæði einlægur og samkvæmur sjálfum sér í framburði sínum bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá fær vitnisburður brotaþola að mörgu leyti staðfestingu í framb urði annarra vitna og framlögðum gögnum málsins , svo sem vottorði F og F acebook samskiptum ákærðu og brotaþola . Fram burður ákærðu er hins vegar að mati dómsins ótrúverðugur og að sumu leyti þversagnakenndur. Þannig hefur ákærða til að mynda kannast við nái nn vinskap sinn við brotaþola og að þau hafi farið saman í ljós, sund, ræktina og út að borða. Engu að síður hafi ákærðu þótt nærvera brotaþola á heimilinu svo óþægileg að hún hafi viljað að brotaþoli eyddi meiri 29 tíma hjá móður sinni. Þetta er í ósamræmi v ið framburð móður brotaþola, föðurömmu brotaþola, föðurbræðra brotaþola og vinkonu ákærðu en ekkert þeirra bar um að hafa orðið vart við togstreitu þeirra á milli. Fyrir dómi báru ákærða, brotaþoli og v itni um að brotaþoli hafi fremur litið á ákærðu sem vi nkonu sína fremur en stjúpmóður. Breytir það að mati dómsins engu um að brotaþoli taldist á þeim tíma er kynferðisbrotin áttu sér stað sambúðarbarn ákærðu í skilningi 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga enda var ákærða í ástarsambandi og sambúð með föð ur brotaþola. Þá þykja ásakanir ákærðu um meintar nauðganir brotaþola sem fyrr á engan hátt samrýmast framlögðum samskiptum ákærðu og brotaþola á samskiptamiðlinum Facebook . Þegar allt framangreint er virt heildstætt þykir, gegn neitun ákærðu, sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefi n að sök í ákærulið 1 með því að hafa á tímabilinu september 2015 til apríl 2017 , er brotaþoli var 16 til 17 ára, margsinnis haft samræði og önnur kynferðismök við sambúðarbarn sitt, brotaþola þessa máls, á same iginlegu heimili þeirra að Verður ákærða því sakfelld fyrir þá háttsemi sem tilgreind er í ákærulið 1 og er brot hennar þar réttilega heimfært til refsiákvæða. Ákæruliður 2 . Í síðari lið ákæru er u ákærðu gef nar að sök rangar sakargiftir með því að hafa leitast við að koma því til leiðar að brotaþoli yrði sakaður um eða dæmdur fyrir að hafa ítrekað nauðgað henni og áreitt hana kynferðislega á tímabilinu frá september 2015 til október 2017, á sameiginlegum heimilum þeirra að og . Brot ákærðu er í ákæru heimfært til 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en í ákvæðinu segir að hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að kom a því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skuli sæta fangelsi allt að 10 árum. Samkvæmt framangreindu ákvæði skal við ákvörðun refsingar höfð hliðsjón af því hversu þung refsing er lögð við broti því sem sagt er eða gefið tilkynna að viðkomandi hafi drýgt. Svo sem áður hefur verið greint frá mætti ákærða á lögreglustöð mánudaginn 23. október 2017 og lagði fram kæru á hendur brotaþola. Við það tilefni var brýnt fyrir ákærðu að segja satt og rétt frá og kannaði st ákærða við það fyrir dómi. Hélt ákærða því fram að brotaþoli h efði ítrekað nauðgað sér og áreitt hana kynferðislega á tímabilinu frá september 2015 til október 2017 á sameiginlegum heimilum þeirra að og . Þetta leiddi til þess að lögregla hóf ran nsókn máls nr. og tók meðal annars skýrslu af brotaþola með réttarstöðu sakbornings 31. október 2017. Þann 18. september 2018 var ákærðu og brotaþola tilkynnt sú ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að hætta rannsókn málsins með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð 30 sakamála. Ákærða kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjóra um niðurfellingu máls 16. janúar 2018. Ákærða og brotaþoli hafa bæði, ásamt vitnum, gefið framburð í því máli sem hér er til meðferðar. Með vísan til alls framburða r fyrir dómnum verður því slegið föstu að kæra ákærðu á hendur brotaþol a fyrir kynferðisbrot hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Jafnframt liggur fyrir í málinu að kæran leiddi til mikil lar andlegr ar vanlíðan brotaþola. Þá er það mat dómsins að framburður ákærðu sé ekki trúverðugur, enda samræm i st hann ekki vitnisburði annarra vitna og framlögðum gögnum. Að öllu framangreindu virtu þykir, gegn neitun ákærðu, sannað að ákærða hafi framið þá háttsemi sem henni er gefi n að sök í ákærulið 2 . Verður ákærða því sakfelld fyrir þá háttsemi sem þar er lýst o g er brot hennar réttilega heimfært til refsiákvæða. IV Ákvörðun refsingar , miskabætur og sakarkostnaður Við ákvörðun refsingar ákærðu er t il þess að líta að hún er í máli þessu sakfelld fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn sambúðarbarn i s ínu , brotaþola þessa máls . Verður meðal annars litið til þess að þegar kynferðisleg samskipti ákærðu og brotaþola hófust var ákærða með ákveðna yfirburðarstöðu gagnvart brotaþola sem var ungur og óharðnaður sextán ára piltur sem hafði enga kynferðislega reynslu . Með því að taka upp kynferðislegt samband við sambúðarbarn sitt, sem hún átti jafnframt í nánu trúnaðar - og vinsambandi við, framdi ákærð a alvarlegt trúnaðarbrot og mátti hún að mati dómsins gera sér grein fyrir að háttsemin var til þess fallin að valda brotaþola alvarlegu andlegu tjóni. Þá er einnig til þess að líta að brotin voru alvarleg og framin á heimili brotaþola auk þess sem þau stó ðu yfir langt tímabil og beindust gegn mikilsverðum hagsmunum . Brot in höfðu alvarlegar afleiðingar fyrir andlega líðan brotaþola. Þá er ákærð a í máli þessu jafnframt sakfelld fyrir rangar sakargiftir , sbr. 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa komið því til leiðar með rangri kæru að brotaþoli yrði sakaður um eða dæmdur fyrir að hafa ítrekað nauðgað og áreitt ákærðu á rétt rúmlega tveggja ára tímabili . Samkvæmt nefndu ákvæði skal við ákvörðun refsingar hafa hliðsjón af því hversu þung refsing er lögð við því broti sem sagt er eða gefið til kynna að viðkomandi hafi drýgt. Brot gegn nauðgunarákvæði hegningarlaga geta varðað fangelsi allt að 16 árum. Kæra ákærðu á hendur brotaþola fyrir kynferðisbrot átti svo sem fram er k omið ekki við nein rök að styðjast , en kæra n leiddi til þess að brotaþoli hafði stöðu sakbornings í tæpt ár . O lli það brotaþola eðlilega mikilli andlegri vanlíðan og miska. Við ákvörðun refsingar ákærðu er horft til 1., 2., 6. og 7. töluliða r 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Er það metið ákærðu til refsiþyngingar að hafa reynt að varpa sök á brotaþola. Á hinn bóginn er það ákærð u til refsimildunar að hún hefur ekki áður 31 sætt refsingu. Að öllu framangreindu virtu, sbr. 77. gr. almennra h egningarlaga nr. 19/1940, verður refsing ákærðu ákveðin fangels i í tvö ár og níu mánuði. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærðu. Með hliðsjón af þeim gögnum sem fyrir liggja um afleiðingar brotsins fyrir andlega hagi brotaþola verður brotaþola dæmd ar miskabætur að fjárhæð 700.000 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði . Bótakrafan var birt fyrir ákærðu 30. mars 2020. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærðu gert að greiða sakarkostnað málsins sem, samkvæmt framlögðu yfirliti sækjanda um slíkan kostnað og með stoð í öðrum meðfylgjandi gögnum, nemur 876.210 krónu m . Þá greiði á kærða þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi og fyrir dómi, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 1.376.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Einnig greiði ákærða þóknanir skipaðra réttargæslumann a brotaþola, Arnars Þórs Stefánssonar lögmanns, 252.340 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og Braga Dórs Hafþórsson ar lögmanns, 344.100 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jón Hös kuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð : Ákærða, X , sæti fangels i í tvö ár og níu mánuði. Ákærða greiði Y 700.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. október 2017 til 30. apríl 2020 , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærða greiði 2.849.050 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 1.376.400 krónur að meðtöldum virð isaukaskatti, og þóknanir skipaðra réttargæslumanna brotaþola, Arnars Þórs Stefánssonar lögmanns, 252.340 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og Braga Dórs Hafþórssonar lögmanns, 344.100 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jón Höskuldsson [ ... ]