Héraðsdómur Reykjaness Dómur 3. apríl 2020 Mál nr. S - 1258/2019 : Héraðssaksóknari ( Fanney Björk Frostadóttir a ðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 11. febrúar 2020, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 5. september 2019 á hendur ákærðu, X , kt. 000000 - 0000 , [...] : Fyrir líkamsárás í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa, í starfi sínu sem þros kaþjálfi á leikskólanum A við [...] í [...] , veist að B sem þá var [...] gamall með eftirfarandi hætti: 1. Miðvikudaginn 25. október 2017 gripið um báðar hendur B og krosslagt þær harkalega. 2. Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 slegið B með flötum lófa í andlitið. Teljast brot ákærðu varða við 1. mgr. 217. gr. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu C , kt. 000000 - 0000 , fyrir hönd ólögráða sonar síns B , kt. 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða kr. 600.000. - ásamt vöxtum af fjárhæðinni skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2018 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða brotaþola 2 málskostnað/réttargæsluþóknun að skaðlausu, skv. síðar framlögðum málskost naðar - reikningi eða að mati réttarins, að viðbættum virðisaukaskatti, fyrir að halda fram bótakröfu sinni í málinu, skv. 3. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Kröfur ákærðu í málinu eru þær aðallega að hún verði sýknuð af kröfum ákæruvalds, til vara að henni verði ekki gerð refsing og til þrautavara að henni verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Hvað bótakröfu brotaþola varðar krefst ákærða þess aðallega að kröfunni verði vísað frá dómi, til vara krefst hún sýknu af kröfunn i en til þrautavara að krafan verði lækkuð verulega. Þá krefst verjandi ákærðu þóknunar sér til handa, sem greiðist úr ríkissjóði. I Með bréfi 16. febrúar 2018 tilkynnti D , leikskólastjóri á leikskólanum A í [...] , barnavernd [...] um ætlað brot ákærðu, þr oskaþjálfa á leikskólanum, gegn nemanda, brotaþola B , fæddum [...] . Í bréfinu kom fram að brotaþoli væri með [...] - heilkenni og vegna fötlunar sinnar gæti drengurinn ekki tjáð sig um málsatvik . Um atvik in kom annars fram í bréfi leikskólastjórans að 1. feb rúar 2018 hefði brotaþoli verið að borða þegar hann hefði slegið til ákærðu. Ákærða, sem setið hefði við hlið brotaþola, hefði þá staðið upp og farið frá honum í stutta stund. Hún hefði síðan komið til baka og boðið brotaþola pönnuköku að borða. Brotaþoli að ákærðu þá brást hún við með því að grípa í hönd hans og í framhaldi af því sló hún E aðstoðarleikskólastjóri og F stuðningsf ulltrúi funduðu með móður brotaþola, C , vegna þessa atviks 6. febrúar 2018 , en F var vitni að atvikinu . Hinn 22. febrúar 2018, ritaði D leikskólastjóri bréf til barnaverndar [...] og upplýsti um annað atvik er einnig varðaði framgöngu ákærðu gagnvart brota þola. Í bréfinu er því atviki svo lýst að ákærða hafi 25. október 2017 verið að gefa brotaþola að borða þegar hún hafi misst stjórn á sér við matarborðið, staðið snögglega upp, gripið um hendur brotaþola, krosslagt hendur hans og bölvað og ragnað . Hafi bro taþoli grátið sárt eftir þetta. Í bréfinu er G leikskólakennari nefnd sem vitni að atvikinu og er framangreind málsatvikalýsing eftir henni höfð. Einnig kemur fram í bréfinu að atvikið hafi verið rætt á deildarfundi degi síðar. Ákærða hafi þá gefið þær ský ringar að dagurinn hefði verið 3 Með bréfi 6. mars 2018 fór barnavernd [...] fram á það við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að fram fær i lögreglurannsókn á meintu broti ákærðu 1. febrúar 2018. Lögregla hóf rannsókn degi síðar með skýrslutöku af móður brotaþola. Við það tækifæri lagði móðirin fram kæru vegna beggja framangreindra tilvika. Undir rannsókn málsins voru teknar vitnaskýrslur af tveimur starfsmönnum á leikskólanum A . Einnig aflaði lögregla gagna um heilsufar ákærðu og brotaþola. Þá var skýrsla tekin af ákærðu. Við skýrslugjöfina viðurkenndi hún að hafa slegið brotaþola 1. febrúar 2018 en sagði að um ósjálfráð viðbrögð af sinni hálfu hefði verið að ræða. Höggið hefði ekki verið fast og rangt væri að við það hefði smollið í. Tók ákærða fram að áður hefði brotaþoli verið búinn að slá hana illa í andlitið. Ákærða sagðist ekki hafa rei ðst brotaþola og neitaði að um árás á drenginn hefði verið að ræða. Þá sagði hún þær lýsingar á atvikinu sem væri að finna í áðurnefndum gögnum frá [...] ekki réttar. Spurð út í atvikið 25. október 2017 kannaðist ákærða við að hafa gripið um hendur brotaþo la umrætt sinn. Hún neitaði hins vegar að hafa viðhaft blótsyrði. Var það afstaða ákærðu að ekkert hefði verið athugavert við framgöngu hennar gagnvart brotaþola í þessu tilviki. Rannsókn málsins lauk í nóvember 2018 og gaf héraðssaksóknari síðan út ákæru 5. september 2019 samkvæmt áðursögðu . II Með beiðni 30. október 2019 óskaði verjandi ákærðu eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að framkvæma geðrannsókn á ákærðu. Í þinghaldi þann sama dag var H , sérfræðingur í geð - og embættislækningum, dómkvaddur til að framkvæma hið umbeðna mat. Matsgerð H lá fyrir 16. desember 2019 og var hún lögð fram í þinghaldi 6. janúar sl. Í matgerðinni kemur fram að ákærða sé haldin áfallastreitu röskun og almennri kvíðaröskun. Þá eigi hún sér sögu um endurtekið þunglyndi. Ákærða sé langveik. [...] Í síðari sambúð hafi hún eignast tvo syni sem báðir hafi verið [...] . Þessu tengt hafi verið langvinnur kvíði, þreyta og erfiðleikar við að sinna skyldum. Matsmaður segir að mál þetta hafi verið ákærðu mikið áfall. Áfallastreituei nkenni hafi vaknað upp með kvíða og spennu, auk martraða. Ljóst sé að verði ákærða sakfelld sé það til þess fallið að gera viðkvæma heilsu hennar verri. Varðandi þá spurningu í matsbeiðni hvort ákærða hafi verið sakhæf er hin meintu brot voru framin segir matsmaður að ákærða hafi verið langþreytt, með mikil þreytu - og streitueinkenni á þeim tíma er atvik máls gerðust. Henni hafi verið og sé ljóst að ill 4 meðferð barna og ofbeldi gagnvart þeim sé sérlega ámælisverð og saknæm hegðun. Ákærða sjái ekkert athugav ert við fyrra atvikið en iðrist mjög vegna þess síðara. Það atvik telji matsmaður best skýrt sem ósjálfráð viðbrögð langþreytts, streitts og kvíðins einstaklings sem fái högg í andlit. Telur matsmaður ákærðu sakhæfa í skilningi 15. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. Varðandi þá matsspurningu hvort ástand ákærðu hafi verið með þeim hætti að 16. gr. almennra hegningarlaga hafi átt eða eigi við um hana og hvort refsing geti borið árangur segir matsmaður að ákærða hafi í raun ekki verið vinnufær vegna stre itu og kvíða og hafi sennilega ekki verið það frá sumri eða hausti 2017. Ástand ákærðu hafi verið litað af áfallastreitu og almennri kvíðaröskun og einkennum endurtekins þunglyndis. Ljóst sé að þrátt fyrir það skilji hún vel að ofbeldi gagnvart börnum sé ó líðandi og refsivert. Sú upplifun að verða dæmd til refsingar fyrir slíkt verk sé til þess fallin að gera veikindi ákærðu verri og yrði henni þungbært áfall. Hætt sé við að það myndi eyðileggja heilsu hennar til framtíðar. Mikilvægt sé að tryggja ákærðu st uðning og viðeigandi meðferð á göngudeild eftir atvikum í tengslum við heilsugæslu þangað sem hún hafi sótt hjálp. Telja verði því að refsing vegna atvikanna 25. október 2017 og vegna atviksins 1. febrúar 2018 sé ekki líkleg til þess að bera árangur. H gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins og skýrði og staðfesti matsgerð sína. III Við upphaf skýrslu ákærðu fyrir dómi kom fram að hún væri menntaður þroskaþjálfi. Helsta verkefni hennar á leikskólanum A hefði verið að veita brotaþola sérkennslu og stuðning. Er atvik máls gerðust hefði ákærða verið búin starfa á leikskólanum í um 13 ár. Brotaþola hefði hún verið búin að sinna í á þriðja ár. Ákærða lýsti atvikum 25. október 2017 svo fyrir dómi að hún hefði snemma dags fengið símtal frá veikum föður sínum. Hún hefði í kjölfarið hringt í Neyðarlínuna og kallað eftir aðstoð fyrir hann. Vegna þessa hefði ákærða verið í töluverðu uppnámi þegar hún mætti til vinnu. Vinnudaginn sagði ákærða hafa verið frekar erfið an. Brotaþoli hefði verið erfiður, hann lamið frá sér, mótmælt og öskrað. Ákærða hefði meðal annars fylgt brotaþola eftir í leikfimitíma . Leikfimitíminn hefði gengið vel en ákærða allt að einu þurft að hafa mikið fyrir drengnum og tíminn því verið krefjand i. Undir hádegið kvaðst ákærða hafa nefnt við tvær samstarfskonur sínar að hún væri orðin þreytt og að hún gæti því varla séð um brotaþola í hádeginu. Með orðum sínum 5 kvaðst ákærða óbeint hafa verið að óska eftir aðstoð. Undirtektirnar hefðu hins vegar ver ið litlar. Matartíminn hefði síðan reynst mjög erfiður. Brotaþoli hefði öskrað, lamið mikið frá sér og ruggað sér til í stólnum. Ákærða hefði verið orðin þreytt og henni runnið aðeins í skap, aðallega vegna þess að henni hefði ekki tekist að ná tökum á þes sum aðstæðum. Að endingu kvaðst ákærða hafa gripið á það ráð , til að freista þess að róa brotaþola niður , að taka sér stöðu aftan við drenginn, taka um hendur hans og krossleggja þær. Aðspurð neitaði ákærða því tök hennar hefðu verið harkaleg. Ákærða neita ði einnig að hafa blótað á meðan hún tók brotaþola þessum tökum. Ákærða sagðist hafa lært handtökin af atferlisþjálfa við upphafi ferils síns sem þroskaþjálfi. Fullyrti ákærða að þessi aðferð væri enn notuð, meðal annars á unglinga - og barnageðdeild. Ákærð a hefði síðan tekið brotaþola í fangið. Með þessum aðgerðum hefði ákærðu tekist að róa brotaþola niður. Ákærða sagðist hafa rætt við deildarstjórann á leikskóladeildinni eftir atvikið og greint henni frá því hversu ástandið hefði verið erfitt þennan dag. Þær hefðu í kjölfarið rætt um mögulegar leiðir til úrbóta. Daginn eftir sagði brotaþoli hafa verið haldinn deildarfund. Á þeim fundi hefði samstarfskona ákærðu, G , verið mjög reið út í hana. G hefði lýst þeirri skoðun sinni að ákærða hefði verið of hörð vi ð brotaþola í hádeginu daginn áður og hún gengið of langt gagnvart drengnum. Á þeim sama fundi hefði G ekki viljað kannast við að ákærða hefði skömmu áður óskað eftir aðstoð en engar undirtektir fengið. Atvikum 1. febrúar 2018 lýsti ákærða svo að þá hefðu enn verið vandræði við að fá brotaþola til að matast. Vikurnar tvær á undan hefðu verið búnar að vera mjög erfiðar hvað það varðaði. Ákærða og samstarfskona hennar, F , hefðu verið búnar að funda í hádeginu, ræða það vandamál og samræma vinnubrögð sín því t engd. Í kaffitímanum hefði verið boðið upp á pönnukökur og hrökkbrauð. Fyrir brotaþola hefði verið lagt að borða fyrst einn bita af hrökkbrauðinu áður en hann fengi bita af pönnuköku og svo koll af kolli. F hefði verið að sinna brotaþola en það gengið illa . Ákærða hefði því ákveðið fara til hennar og aðstoða hana. Ákærða hefði sest við hlið brotaþola sem strax hefði tekið að lemja hana. Þar sem erfiðlega hefði gengið að tjónka við brotaþola hefði ákærða ákveðið að standa upp um stund . Ákærða hefði síðan kom ið til baka , sest aftur hjá brotaþola og haldið áfram með sama prógramm og áður. Ákærða hefði þá skyndilega a slegið með fingrum annarrar 6 handar og hefði höggið komið á kinn brotaþola. Spurð um hvort séð hefði á brotaþola eftir höggið hafði ákærða það eftir F að ekkert hefði séð á drengnum. Ákærða sagði sér hafa verið mjög brugðið vegna þessara viðbragða sinna o g hún tekið utan um brotaþola. Drenginn kvað ákærða hafa farið að gráta og hann reynt að slá til hennar. Ákærða hefði síðan í raun flúið út úr stofunni og inn á kaffistofu þar sem ástandið sem upp var komið hefði verið henni ofviða. Ákærða kvaðst hafa veri ð miður sín yfir því sem hafði gerst og hún hágrátið. Ákærða sagðist í framhaldinu hafa rætt atvikið við aðstoðarskólastjóra og sérkennslustjóra. Úr hefði orðið að ákærða greindi móður brotaþola frá því sem gerst hafði. Ákærða kvað skiljanlega hafa komið á móðurina þegar brotaþoli greindi henni frá atvikinu. Í kjölfar þess hefði ákærða verið send í veikindaleyfi. Ákærða staðfesti að hún hefði tilkynnt atvikið 1. febrúar 2018 til siðanefndar Þroskaþjálfafélags Íslands. Með þeirri tilkynningu sagðist ákærða h afa verið að gangast við því að hafa slegið brotaþola með áðurlýstum hætti. Í því hefði hins vegar ekki falist viðurkenning á því að hún hefði meitt brotaþola vísvitandi. Þvert á móti hefði verið um ósjálfráð viðbrögð hennar að ræða. Fram kom hjá ákærðu að í aðdraganda atviksins 1. febrúar 2018 hefði sálfræðingur , sem hún hafði lengi gengið til , verið búinn að ýta á að hún færi í veikindaleyfi. Úr því hefði hins vegar ekki orðið, meðal annars vegna þrýstings úr vinnunni, en leiksskóla - stjórinn hefði tekið f álega í þá hugmynd að ákærða færi í veikindaleyfi. Sjálf hefði ákærða haft áhyggjur af því að ekki myndi ganga að fá fyrir hana afleysingu þar sem erfitt hefði verið að fá þroskaþjálfa til vinnu á þessum tíma. Ákærða kvaðst hafa verið undir gríðarlega mikl u álagi er atvik máls gerðust en a ðstæður hennar væru aðrar í dag. Ákærða hefði farið í endurhæfingu hjá VIRK eftir atvikið. Einnig hefði hún gengið til sálfræðings í eitt og hálft ár, verið í meðferð á Reykjalundi í tvo mánuði, sótt námskeið um núvitund o g þunglyndi og leitað sér margháttaðrar hjálpar vegna streitu og kvíða. IV G sagðist hafa starfað sem leikskólakennari á deild þeirri sem brotaþoli var á er atvik gerðust 25. október 2017. Vitnið kvaðst hafa verið með sinn nemendahóp í kennslustofu nærri stofu sem ákærða og brotaþoli voru í þegar háreisti hefði borist þaðan og vitnið heyrt ákærðu bölva og ragna. Þar sem hurðirnar á milli stofanna hefðu verið opnar hefði vitnið verið í sjónlínu við ákærðu og brotaþola og séð að ákærða hélt drengnum föstum. Vitnið lýsti takinu svo að ákærða hefði haldið um hendur brotaþola 7 og krosslegt þær fyrir framan hann. Vitnið sagði að sjálft myndi það aldrei taka á barni með þeim hætti sem ákærða gerði. Vitninu hefði misboðið framganga ákærðu og fundist það verða að bre gðast við henni. Vitnið hefði því farið til ákærðu og boðið fram aðstoð sína, spurt hana að því hvort hún væri þreytt, hvort hún vildi hvíla sig og hvort vitnið ætti að taka við brotaþola. Ákærða hefði hins vegar afþakkað aðstoð. Aðspurt kvaðst vitnið ekki minnast þess að áður en þetta gerðist hefði ákærða verið búin að gefa til kynna að hún vildi fá einhvern annan til að taka við umsjón brotaþola um tíma. Vitnið sagðist í kjölfarið hafa farið til deildarstjóra og upplýst hana um það sem gerst hafði . Vitnið hefði einnig tilkynnt atvikið til D leikskólastjóra, sem verið hefði að leysa af í eldhúsinu þennan dag. Vitnið hefði enn fremur látið sérkennslustjóra vita af atvikinu. Vitnið sagðist hafa fengið lítil viðbrögð við tilkynningum sínum þennan dag en atviki ð hefði hins vegar verið tekið fyrir á deildarfundi degi síðar. Á þeim fundi hefði ákærða verið miður sín vegna atviksins og hún nefnt að dagurinn hefði ekki verið búinn að vera góður. Vitnið kvað á kærð u oft hafa verið veik a og hún verið mikið fjarverandi. Vinnuskipulagið á deildinni hefði oft raskast af þeim sökum, enda afleysingar takmarkaðar, og erfitt verið að skipuleggja starfið. Samstarf þeirra ákærðu í gegnum tíðina hefði ekki verið neitt sérstaklega gott og hefði vitnið á ákveðnum tímapunkti beðist undan því að vinna með ákærðu. Sagðist vitnið ekki áður hafa upplifað viðlíka samskipti við samstarfsfólk. F , leiðbeinandi á leikskólanum A , lýsti málsatvikum 1. febrúar 2018 svo að í kaffitímanum eftir hádegið hefði vitnið verið að gefa brotaþola að borða og hefði það gengið vel. Ákærða hefði þá komið inn og sest við hlið drengsins. Brotaþoli hefði orðið eitthvað reiður út í ákærðu og slegið til hennar. Við það hefði ákærða snöggreiðst, gripið um hönd brotaþola og hún síðan slegið hann með flötum lófa á kinnina þannig að smollið hafi í. Við það hefði brotaþoli orðið mjög reiður og minnti vitnið að hann hefði farið að gráta. Mat vitnið viðbrögð drengsins svo að hann hefði kennt til við högg ákærðu. Vitnið hefði hins vegar ekki séð á honum áverka. Eftir að hafa veitt brotaþola höggið hefði ákærða gripið um munn sér og beðið vitnið nokkrum sinnum afsökunar. Hún hefði síðan staðið upp og farið inn á kaffistofu. Vitnið hefði haldið áfram að sinna brotaþola og róað hann niður. Vitnið kvað sér hafa verið brugð ið við framgöngu ákærðu og ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við. 8 Vit n ið sagðist hafa rætt við ákærðu skömmu síðar inni á kaffistofu. Ákærða hefði þá verið í áfalli og augljóslega gert sér grein fyrir því sem hún hafði gert. D , leikskólastjóri á lei kskólanum A , greindi svo frá fyrir dómi að brotaþoli hefði vegna fötlunar sinnar ávallt þurft mann inn með sér og hefði ákærða verið hans aðal stuðningsaðili. Vitnið sagði ákærðu almennt hafa staðið sig vel í því hlutverki. Hinn 25. október 2017 kvaðst vitn ið hafa verið að leysa af í eldhúsi leikskólans þegar það hefði orðið v a r t brotaþola heyra það. Sagðist vitnið ekki muna hvaða orð ákærða viðhafði en sagði hana hafa blótað. Í kjölfarið hefði komið til snarpra orðaskipta á milli ákærðu og samstarfskonu hennar, G . Vitnið sagði atvik þetta hafa verið rætt á deildarfundi daginn eftir. Þann fund hefði vitnið ekki setið þar sem það hefði enn verið að leysa af í eldhúsinu , en á þessum tíma hefði fimm eða s ex starfsmenn vantað í vinnu á leikskólann . Vitnið kvaðst hins vegar hafa fengið þær upplýsingar frá deildarstjóra og sérkennslustjóra eftir fundinn að ákærða hefði sagt daginn hafa verið erfiðan. Ákærða hefði viðurkennt að hún hefði misst stjórn á sér og gengið of langt. Hefði ákærða sagst sjá eftir gjörðum sínum. Vitnið sagði ákærðu ekki hafa verið við vinnu á leikskólanum eftir atvikið 1. febrúar 2018. Upplýsti vitnið að ákærða hefði verið frá vinnu í 96 daga á árinu 2017 vegna veikinda. Sérstaklega aðsp urt neitaði vitnið því að það hefði lagst gegn því að ákærða færi í frekara veikindaleyfi. C , móðir brotaþola, sagði son sinn vera með [...] - heilkenni. Drengurinn væri bæði með andlega og líkamlega þroskaskerðingu og greindur með ódæmgerða einhverfu. Þá v æri hann flogaveikur. Brotaþoli talaði ekki en segði eitt og eitt orð. Hann tjáði sig í mótmælti oft með því að slá frá sér. Verið væri að vinna að því að venja hann af því og gen gi sú vinna vel. Vitnið kvaðst aldrei hafa brugðist þannig við þeirri hegðun brotaþola að halda honum. Þess hefði aldrei þurft. Ekki væri um það að ræða að drengurinn tæki æðisköst og lemdi fólk heldur væri hann með því að slá frá sér að tjá mótmæli sín. V itnið sagði það lengi hafa verið vandkvæðum bundið að fá brotaþola til að nærast. Þá erfiðleika kvað vitnið tengjast flogaveiki drengsins og ákveð nu neyslumynst ri sem hann hefði verið látinn fylgja vegna þeirra veikinda. Hinn 1. febrúar 2018 kvaðst vitnið hafa komið á leikskólann A , kl. 15:30, að sækja son sinn. Starfsmaður á leikskólanum, F , hefði þá komið að máli við vitnið og sagt því að brotaþoli væri rauður á annarri kinninni. Ástæðu þess hefði konan ekki nefnt en vitnið 9 dregið þá ályktun að drengurinn hefði dottið eða eitthvað slíkt. Vitnið hefði síðan komið auga á brotaþola þar sem hann var að leika við starfsmann á leikskólanum. Í sömu svifum hefði sérkennslustjóri leiksskólans komið að máli við vitnið og beðið það um að koma inn á kaffistofu starfsm anna. Þar fyrir hefðu verið E aðstoðarleikskólastjóri og ákærða hún hefði gert þa aðstæður allar hafa verið afkáralegar og það verið í áfalli. Fyrstu viðbrögð vitnisins hefðu því verið að sýna ákærðu mikla meðvirkni. Vitnið hefði síðan farið út af kaffistofunni, án þess að spyrja nánar út í það sem hafði gerst, og farið heim með drenginn. Síðar um daginn hefði vitnið fengið símtal frá leikskólasviði [...] . Það símtal hefði fyrst og síðast snúist um ákærðu og verið lögð á það áhersla að halda þyrfti vel utan um hana vegna þess hversu erfitt hún ætti. Þegar vitnið hefði farið til vinnu daginn eftir og greint samstarfsfólki sínu frá atvikinu hefði vitnið fengið aðra sýn á það. Vitnið hefði í framhaldinu krafist þess að fá fund með starfsfólki leikskólans. Á þeim fundi hefði vitnið fengið nákvæma lýsingu frá F á atvikinu 1. febrúar 2018. Þegar leikskólastjórinn hefði komið til starfa að nýju skömmu síðar að loknu leyfi hefði hún síðan greint vitninu frá atviki sem átt hefði sér stað 25. október 2017. Sú frásögn hefði fært vitn inu heim sanninn um það að ákærða væri ekki hæf til þess að annast um son þess. E , aðstoðarskólastjóri á leikskólanum A , sagði sérkennslustjóra á leikskólanum hafa kallað hana inn á kaffistofu í lok dags 1. febrúar 2018 þar sem ákærða hefði verið grátandi og í uppnámi. Vitnið kvaðst hafa innt ákærðu eftir átstæðu þess og hún þá sagst hafa slegið brotaþola. Vitnið hefði gert ákærðu það ljóst að upplýsa yrði foreldra brotaþola um atvikið og hefði ákærða óskað eftir því að fá að segja þeim frá því sjálf. Þær hefðu því beðið saman á kaffistofunni þar til móðir brotaþola kom til að sækja drenginn. Ákærða hefði síðan greint móðurinni frá því að hún hefði slegið drenginn. Vitnið sagði móðurinni hafa brugðið mjög en hún einnig orðið ráðvillt. Í framhaldinu hefði vi tnið sagt ákærðu að hún skyldi fara í leyfi og vinna í sínum málum. I barnalæknir kom fyrir dóm og gaf skýrslu um heilsufar brotaþola . Þá s taðfesti vitnið og skýrði framlagða matsskýrslu sína frá 12. janúar 2018 er varðar heilsufar drengsins. Hjá vitninu kom fram að þroski brotaþola hefði þá verið metinn á við þroska tveggja ára barns. Þá hefði d rengurinn verið greindur með ódæmigerða einhverfu. Hann 10 gæti sagt stök orð en ekki tjáð sig í setningum. Þroskastaða brotaþola hefði á þeim tíma sem matið var fra mkvæmt verið talin miðlungs alvarleg þroskahömlun. Þá gaf skýrslu fyrir dómi J sálfræðingur . S taðfesti vitnið framlagt vottorð sitt, dagsett 14. febrúar 2018, varðandi meðferð sem hún hefði veitt ákærðu. Ekki þykir þörf á að reifa framburð vitnisins hér s érstaklega. V Ákæruliður 1: Ákærðu er í þessum ákærulið gefin að sök líkamsárás í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa m iðvikudaginn 25. október 2017 , í starfi sínu sem þroskaþjálfi á leikskólanum A veist að brotaþola, fimm ára gömlum , með því að hafa gripið um báðar hendur hans og krosslagt þær harkalega. Ákærða neitar sök. Framburður hennar fyrir dómi er ítarlega rakinn í kafla III hér að framan. Ákærða bar að umræddur dagur hefði almennt verið erfiður . Matartíminn hefði síðan reynst mjög erfiður. Brotaþoli hefði öskrað, lamið mikið frá sér og ruggað sér til í stólnum. Ákærða hefði verið orðin þreytt og henni runnið aðeins í skap. Að endingu kvaðst ákærða hafa gripið á það ráð til að freista þess að róa brotaþola niður að taka s ér stöðu aftan við drenginn, taka um hendur hans og krossleggja þær. Aðspurð neitaði ákærða því tök hennar hefðu verið harkaleg. Ákærða neitaði einnig að hafa blótað á meðan hún tók brotaþola þessum tökum. G leikskólakennari lýsti þessu atviki svo fyrir d ómi að hún hefði verið með nemendahóp sinn í kennslustofu nærri stofu sem ákærða og brotaþoli voru í þegar háreisti hefði borist þaðan og hún heyrt ákærðu bölva og ragna. Þar sem báðar hurðirnar á milli stofanna hefðu verið opnar hefði vitnið verið í sjónl ínu við ákærðu og brotaþola og séð að ákærða hélt drengnum föstum. Vitnið lýsti takinu svo að ákærða hefði haldið um hendur brotaþola og krosslegt þær fyrir framan hann. Vitnið sagði að sjálft myndi það aldrei taka á barni með þeim hætti sem ákærða gerði. Vitninu hefði misboðið framganga ákærðu og því fundist það verða að bregðast við henni. Upplýst er samkvæmt framansögðu að ákærða tók umrætt sinn um báðar hendur brotaþola og krosslagði þær. Ljóst er af framburði G að hún taldi ákærðu hafa gengið of hart f ram gagnvart drengnum. Þá fullyrti vitnið að ákærða hefði blótað í aðdraganda þess að hún tók á drengnum. Ákærða hefur ekki viljað kannast við það en samkvæmt áðursögðu viðurkenndi hún hins vegar fyrir dómi að henni hefði runnið aðeins í skap. V itnið D lei kskólastjóri, sem var að leysa af í eldhúsi leikskólans, bar aftur á móti að hún 11 heyra það. Sagðist vitnið ekki muna hvaða orð ákærða viðhafði en sagði hana hafa blótað. Vætti D er því framburði G til stuðnings og bendir að mati dómsins til þess að ákærða hafi beitt sér harðar gagnvart brotaþola og misst stjórn á sér með alvarlegri hætti en hún hefur viljað kannast við. Með vísan til alls þessa þykir dómnum sannað með greinargó ðum og trúverð ugum framburð i G og þess sem honum er til stuðnings samkvæmt framansögð u , gegn neitun ákærð u , svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamá la að ákærða hafi á þeim stað og tí ma sem í ákærulið 1 greinir veist að brotaþola með því að krossl eggja hendur hans harkalega. Sá málatilbúnaður ákærðu að hún hafi með þeirri háttsemi sinni verið að beita viðurkenndum handtökum hefur að mati dómsins ekki fengið haldbæra stoð í málinu. Þyki r framangreind háttsemi ákærð u gagnvart fimm ára gömlu fötluðu barni vera réttilega heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í ákæru. Brotið framdi ákærða í opinberu starfi sem þroskaþjálfi á leikskólanum, sbr. 138. gr. almennra heg ningarlaga. Þá braut ákærða með háttsemi sinni jafnframt gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákæruliður 2: Ákærðu er í þessum ákærulið gefin að sök líkamsárás í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa fimmtu dagin n 1 . febrúar 2018, í starfi sínu sem þroskaþjálfi á leikskóla num A , veist að brotaþola, [...] ára gömlum, með því að slá hann með flötum lófa í andlitið. Ákærða neitar sök. Hún lýsti þessu atviki svo fyrir dómi að þegar hún hefði sest hjá brotaþola öðru sinni í kaffitímanum og ætlað að halda áfram að reyna að gefa drengnum að borða hefði hún skyndilega fengið högg frá honum á kinnina. Við það hefði ákærða hafa slegið með fingrum annarrar handar og hefði höggið komið á kinn brotaþola. Ákærða sagði sér hafa verið mjög brugðið vegna þessara viðbragða sinna og hún tekið utan um brotaþola. Drenginn kvað ákærða hafa farið að gráta og ha nn reynt að slá til hennar. Ákærða kvaðst hafa verið miður sín yfir því sem hafði gerst og hún hágrátið í kjölfarið. F , leiðbeinandi á A , lýsti atvikinu svo að í kaffitímanum og hún verið að gefa brotaþola að borða og hefði það gengið vel. Ákærða hefði þá komið inn og sest við hlið drengsins. Brotaþoli hefði orðið eitthvað reiður út í ákærðu og slegið til hennar. Við það 12 hefði ákærða snöggreiðst, gripið um hönd brotaþola og síðan slegið hann með flötum lófa á kinnina þannig að smollið hafi í. Við það hefði brotaþoli orðið mjög reiður og minnti vitnið að hann hefði farið að gráta. Mat vitnið viðbrögð drengsins svo að hann hefði kennt til við högg ákærðu . Upplýst er samkvæmt framansögðu að ákærða sló brotaþola í andlitið umrætt sinn í kjölfar þess að drengurin n sló til hennar. Þótt telja megi í ljós leitt með fyrirliggjandi matsgerð að veikindi ákærðu hafi átt þátt í þeim viðbrögðum hennar telur dómurinn ekki aðra niðurstöðu tæka en að telja höggið veitt af ásetningi , enda háttsemin svo fjarri viðbrögðum sem æt last mátti til af fullorðinni, faglærðri manneskju í stöðu ákærðu. Með vísan til trúverðugs framburðar vitnisins F verður því slegið föstu að höggið hafi ákærða veitt brotaþola með flötum lófa í andlitið. Ákærða verður því sakfelld fyrir þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákærulið 2 og réttilega er heimfærð til refsiákvæða í ákæru. VI Í niðurlagi matsgerðar H , sérfræðings í geð - og embættis lækningum, frá 16. desember 2019, en helstu niðurstöður hins dómkvadda matsmanns eru reifaðar í II. kafla dómsi ns, kemur fram sú niðurstaða matsmanns að hann telji ákærðu sakhæfa í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að mati dómsins hefur ekkert haldbært komið fram í málinu sem með réttu verður talið til þess fallið að hnekkja þeirri niðurstöðu ma tsmanns ins og að draga megi sakhæfi ákærðu í efa. Ákærða telst því vera sakhæf . Ákærða hefur samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins ekki áður verið sakfelld fyrir refsiverða háttsemi. Af niðurstöðum hins dómkvadda matsmanns er ljóst að ákærða hefur lengi ver ið undir miklu álagi. Er það þannig niðurstaða matsmannsins að ákærða hafi í raun ekki verið vinnufær vegna streitu og kvíða þegar atvik máls gerðust og hafi sennilega ekki verið það frá sumri eða hausti 2017. Ástand ákærðu hafi verið litað af áfallastreit u og almennri kvíðaröskun og einkennum endurtekins þunglyndis. Í 16. gr. almennra hegningarlaga segir að hafi sá maður, sem verkið vann, verið andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta á stand hans er ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur, skuli honum refsað fyrir brotið, ef ætla megi eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur. Um síðastgreint atriði segir í matsgerð H , geð - og embættislækni s, að ákærða skilji vel að ofbeldi gagnvart börnum sé ólíðandi og refsivert. Sú upplifun að verða dæmd til refsingar fyrir slíkt verk sé hins vegar til þess fallin að gera veikindi ákærðu verri og yrði henni þungbært áfall. Hætt sé við að það 13 myndi eyðileg gja heilsu hennar til framtíðar. Mikilvægt sé að tryggja ákærðu stuðning og viðeigandi meðferð á göngudeild , eftir atvikum í tengslum við heilsugæslu þangað sem hún hafi sótt hjálp. Telja verði því að refsing vegna atvikanna 25. október 2017 og vegna atvik sins 1. febrúar 2018 sé ekki líkleg til þess að bera árangur. Dómurinn telur að leggja verði þessa umsögn læknisins til grundvallar í málinu og slá því föstu að refsing muni ekki bera árangur gagnvart ákærðu. Henni verður því ekki gerð refsing, sbr. 1. mgr . 16. gr. almennra hegningarlaga. VII Í málinu krefst brotaþoli miskabóta úr hendi ákærðu að fjárhæð 600.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. febrúar 2018, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn slegið því föstu að ákærða hafi brotið gegn brotaþola svo varði við 1. mgr. 217. gr., sbr. 138. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. og 3 . mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærða bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli a - og b - liða 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir og við mat á fjárhæð þeirra skal einkum líta til alvarleika brotsins, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Vegna fötlunar brotaþola nýtur ekki lýsinga hans á því hver upplifun hans var af brotum ákærðu. Hi tt er ljóst að háttsemi ákærðu sem faglærðs umönnunaraðila brotaþola, er var algerlega upp á hana kominn, á stað þar sem brotaþoli átti að njóta ör yggis , var alvarleg og til þess fallin að valda drengnum sálrænum erfiðleikum. Að því gættu þykja miskabætur til handa brotaþola hæfilega ákvarðaðar 400.000 krónur. Um vexti og dráttarvexti af kröfunni fer svo sem í dómsorði greinir, en bótakrafa brotaþola var birt samhliða birtingu fyrirkalls 7. október 2019. VIII Eftir úrslitum málsins , sbr. 1 . mgr. 235. gr. laga nr. 88 /2008 um meðferð sakamála, verður ákærðu gert að greið a sakarkostnað málsins. Ákærða dæmist því til að greiða kostnað við öflun matsgerðar dómkvadds matsmanns, 485.000 krónur. Ákærða greiði einnig þóknun skipaðs verjanda síns, In gu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, en þóknun 14 lögmannanna þykir að virtu umfangi málsins og með hliðsjón af tímaskýrslum þeirra hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greini r . Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppsögu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómso r ð: Ák ærðu , X , er ekki gerð refsing í máli þessu . Ákærða greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur, 885.36 0 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Ákærð a greiði einnig þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, 632.400 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Þá greiði ákærða 48 5.000 krónur í ann an sakarkostnað . Ákærða greiði brotaþola, B , 400.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá 1. febrúar 2018 til 7. nóvember 2019, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Kristinn Halldórsson