Héraðsdómur Suðurlands Dómur 16. júní 2020 Mál nr. S - 622/2019 : Héraðssaksóknari ( Elimar Hauksson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurlandi ) g egn Einar i Þór Hreinss yni ( Sigurður Sigurjónsson hrl. ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 28. nóvember 2019 og dómtekið miðvikudaginn 27. maí sl., er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 7. nóvember sl., á hendur Einar Þór Hreinssyni, fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni, með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst 2017 í rituðum samskiptum á samskiptavefnum Skype, undir notendanafninu 13 ára stúlku, ítrekað viðhaft kynferðislegt og ósiðleg t orðbragð en ákærði spurði hana fjölda spurninga þess eðlis, lýsti fyrir henni og spurði hana um kynferðisathafnir sem hann langaði að stunda með henni, meðal annars um munnmök, samræði, að setja fingur í leggöng hennar og að þau stunduðu ýmis kynferðismö k ásamt annarri stúlku, lýsti því yfir að hann ætti eftir að hafa samræði við hana, bað hana ítrekað um að senda mynd af kynfærum sínum og bauðst til að senda mynd af eigin getnaðarlim í skiptum og bað hana um að sýna sig á kynferðislegan hátt í gegnum vef myndavél. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, allt samanber 1. mgr. 20. gr. hegningarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði kom fyrir dóminn þann 27. maí sl., með skipuðum verjanda sínum, Sigurði Sigurjónssyni lögmanni , en málinu hafði þá ítrekað verið frestað vegna veikinda ákærða . Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari 2 taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. la ga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar þykir rétt að líta til þess ákærði hafði í upphafi sjálfur samband vi ð lögreglu , strax daginn eftir til að tilkynna brot sitt og var skýrsla tekin af honum þann sama dag. Þá var skýrsla tekin af vitni í málinu, þ.e. viðmælanda ákærða er þóttist vera hin 13 ára stúlka, þann 11. september 2017. Þá bera gögn málsins með sér a ð sími ákærða hafi verið rannsakaður í september 2017. Málið var loks sent embætti Héraðssaksóknara til ákærumeðferðar þann 8. janúar 2019. Þann 3. september 2019 var málið sent lögreglu til frekari rannsóknar. Var þá að nýju tekin skýr s la af vitni og kannað frekar með rannsókn af síma ákærða. Var málið aftur sent Héraðssaksóknara til ákærumeðferðar þann 25. október 2019. Ákæra var loks gefin út þann 7. nóvember 2019. Að framangreindu virtu hefur orðið þónokkur dráttur á málinu án þess að ákærða verði um kennt. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Að virtum atvikum máls, að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða og þess dráttar sem orðið hefur á meðferð málsins , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 231.880 kr. , auk þóknunar skipaðs verjanda hans sem er hæfilega ákveðin 573.500 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. 3 D Ó M S O R Ð : Ákærði, Einar Þór Hreinsson, sæta fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði sakarkostnað samtals 805.380 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda , Sigurðar Sigurjónssonar l ögmanns, 573.500 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir.