1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness , fimmt udaginn 1 3 . júní 2019, í máli nr. E - 122/2019: Hildur Sigurðardóttir (Valgeir Kristinsson lögmaður ) gegn Costco Wholesale Iceland ehf. (Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögmaður ) Mál þetta , sem var dómtekið 1 6 . maí 2019, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness með stefnu birtri 5 . febrúar 201 9 . Stefnandi er Hildur Sigurðardóttir, kt. 000000 - 0000 , Seiðakvísl 25, Reykjavík . Stefndi er Costco Wholesale Iceland, kt. 000000 - 0000 , Kauptúni 3, Garðabæ . Stefnandi krefst þess að stefn di verði dæmdur til að greiða stefnanda 262.262 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. september 2018 til greiðsludags. Þá er krafist vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. sömu laga er leggist við höfuðstól á 12 mánaða tímabili. Stefnandi krefst þess jafnframt að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt framl ögðum málskostnaðarreikning i auk virðisaukaskatts. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum k röfum stefnanda . Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að teknu tilliti til framlagðs málskostnaðarreiknings. I Málsatvik Þann 3. maí 2018 ók stefnandi fram hjá inngangi verslun ar stefnda í Kauptúni 3 Garðabæ, í þann mund þegar innkaupakerr a, mögulega tvær saman, runnu á bifreið hennar o g olli skemmdum á bifreiðinni. Stefnandi fyllti út við það tækifæri sérstak a tilkynningu eða eyðublað verslunarinnar þar sem fram kemur lýsing á atvikum. Er atvikum lýst svo : þegar ég keyrði framhjá. Beygluðu bílinn minn. Sjá myndir sem ég sendi. F ram kemur á tilkynningunni að dóttir stefnanda hafi verið vitni að atburðinum. Á eyðublaðinu er jafnframt mögulegt að fylla út hvort starfsmaður Costco hafi átt hlut að máli, en sá h luti er óútfylltur. Stefnandi sendi stefnda kröfubréf , dags. 21. ágúst 2018 þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. B ótakrafa n var ítrekuð með bréfi , dags. 19. september s.á. 2 ásamt meðfylgjandi mati Gliturs bílaverkstæðis um áætlaðan kostnað við viðgerð á bifreið inni , 227.762 krónur. Ekki tókust sættir í málinu . Í málinu liggur meðal annars fyrir afrit framangreindrar tilkynningar auk mynd a af skemmdum á bifreiðinni, og mynd ir sem stefnandi lagði fram af aðstæðum við verslun stefnda , bréf lögmann s stefnanda, dags. 21. ágúst 2018 og 19. september 2018, samantekt á viðgerðarkostnaði bifreiðar og tölvupóstur . Stefndi lagði fram myndir af aðstæðum á bílaplani og af skiltum fyrir utan verslunina. Við aðalmeðferð málsins g af stefnandi aðilaskýrslu, vit naskýrslur gáfu Helga Snót og Hildur Sif Jónsdætur, dætur stefnanda, og Brett Albert Vigelskas, verslunarstjóri daglegs rekstrar hjá stefnda. II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi telur að bótaskylda stefnda sé ótvíræð, þar sem engin fyrirstaða s é til staðar við hús stefnda til að koma í veg fyrir að kerrur geti runnið niður af aðalinngangi verslunar stefnda, og niður fláa og á bifreið stefnanda. Aðstæður á vettvangi séu með þeim hætti að nokkur flái sé frá aðalinngangi og niður að akbraut sem lig gi meðfram húsinu , og sé rúmlega 2° miðað við 1,80 m sé lækkun 4 cm án nokkurra þröskulda en lóðréttir stólpar séu með 195 cm millibili við götukant. Ekki sé því fyrirstaða til að stöðva kerrur ef þær renni af stað úr anddyri og niður fláann. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður stefnda verið að taka saman innkaupakerrur í anddyrinu og færa til. Hafi hann þá líklegast misst tvær kerrur með þeim afleiðingum að þær runnu á bifreið stefnanda og ollu umstefndu tjóni. Stefnandi bendir á að kerrurnar sem um ræði séu mun stærri og þyngri en almennt gerist í verslunum hér á landi. Hver kerra vegi um 30 kg o g sé 92 cm á breidd þar sem hún sé breiðust, en 58 cm að framan. Verulegur skriðþungi sé í tveimur samliggjandi kerrum sem séu um 60 kg að þyngd . Haf i stefnandi ekki átt von á þessu og hafi ekki getað afstýrt því. Stefnandi telur að framangreindar aðstæður á vettvangi bjóði upp á tjón af þeim toga sem varð hjá stefnanda, með því að stefndi hafi vanrækt að setja upp næga tryggingu fyrir því að innkaupak errur sem séu skildar eftir við anddyri verslunarinnar renni stjórnlaust út á akbraut þar sem bifreiðar aka. Á þessum óforsvaranlega frágangi beri stefndi ábyrgð og þeim afleiðingum sem af því hljótist. Starfsmaður stefnda hafi 3 verið í anddyrinu að taka sa man eða færa innkaupakerrur og virðist sem honum hafi orðið á þau mistök að missa kerrurnar sem runnu frá honum og á bifreið stefnanda. Stefnandi b endir á því að frágangur hússins og aðstæður séu á ábyrgð stefnda, bæði sem rekstraraðila og sem eiganda fas teignarinnar að Kauptúni 3 í Garðabæ. Stefnandi bendir einnig á að sérstök áhætta sé af notkun innkaupavagnanna sem stefndi noti í rekstri sínum þar sem þær séu stærri og þyngri en notaðar séu í öðrum verslunum hér á landi. Kerrurnar séu óhjákvæmilega í r ekstri stefnda. Sé því enn meiri ástæða fyrir stefnda að setja upp varnir gegn því að kerru r renni í hallanda út á umferðargötu , svo sem með frágangi við húsið, og að hafa kerrurnar með bremsum sem virki þegar kerrunni sé sleppt, og þekkist erlendis. Stefn andi byggir á því að tjón hennar verði rakið til mistaka, vanbúnaðar eða vanrækslu starfsmanna verslunarinnar. Tjón stefnanda sé nokku rt og reikna megi með að kostnaður nemi áætluðum viðgerðarkostnaði , 227.762 krónu m , auk afnota af bílaleigubíl, 34.500 kró nu m , og nemi samanlögð fjárhæð stefnufjárhæð málsins. Stefndi byggir á því að ve rslunareigandi beri skaðabótaábyrgð á því að viðskiptavinir verslunarinnar skilji innkaupakerrur eftir við anddyri þar sem svo hátti til að þær geti runnið sjálfkrafa út á göt u. Skyldur verslunareigenda sé að koma upp aðstöðu til að skila kerrum utandyra og að starfsmaður yfirfari svæðið með reglubundnum hætti. Stefnandi telur ljóst að stefndi hafi ekki gripið til neinna sérstakra ráðstafana vegna hallans við anddyrið. Með vís an til þess að starfsmönnum stefnda mátti vera ljóst að kerrur verslunarinnar gætu runnið til hafi stefnda borið að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að kerrur í anddyri rynnu út á götu. Samkvæmt framangreind u verði sök lögð á stefnda vegna tjóns st efnanda , og beri stefnda því að greiða framangreint tjón stefnanda. Þá bendir stefnandi á að áður en tjónið varð hafi engar varnir verið settar upp. Um lagarök vísar stefnandi til meginreglna bótaréttar og almennu skaðabótareglunnar. Krafa um málskostnað b yggi st á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Krafan um greiðslu virðisaukaskatts er sett fram af skaðleysissjónarmiðum, enda sé stefnandi ekki virðisaukaskatt s skyldur aðili. III 4 Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafnar öllum málsástæ ðum stefnanda og krefst sýknu. Telur stefndi að engar sönnur hafi verið færðar fyrir því að uppfyllt séu skilyrði bótaábyrgðar í málinu. Byggi stefnandi á því að stefndi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi þar sem aðstæður fyrir utan aðalinngang í verslun st efnda séu óforsvaranlegar , og vísi til þess að stétt fyrir utan innganginn halli að bílaplani sem þar er fyrir utan sem nemur tveimur gráðum. Þá séu engir þröskuldar til staðar til að stöðva kerrur sem runnið geti út úr versluninni inn á bílaplanið og bil milli stólpa sem standa meðfram bílaplaninu sé svo langt að ekki gagnist sem vörn gegn kerrum sem renna þar um. Telur stefnandi að um óforsvaranlegan frágang sé að ræða á húsnæðinu sem stefndi beri ábyrgð á sem eigandi þess. Stefndi hafnar framangreindri m álsástæð u stefnanda , enda fullnægi v erslunarhúsnæði stefnda þeim kröfum sem gerðar séu til slíks húsnæðis á grundvelli m.a. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og reglugerða settum samkvæmt þeim. M egi þar nefna að hvergi í byggingarreglugerð nr. 112/2012 k omi fram að öll svæði fyrir utan anddyri verslunarhúsnæðis skuli vera fullkomlega flöt. Í raun og veru sé í engu vikið að kröfum um hallandi fleti við innganga að þessu leyti í reglugerðinni eða öðrum réttarheimildum. Þvert á móti m egi halda því fram að smávægileg ur halli á slíkum svæðum, eins og í þessu tilviki , sé einmitt til þess fallinn að beina frekar vatni frá innganginum og til að varna því að bleyta eða hálka safnist saman á þessu fjölfarna svæði. Halli sem þessi auki því öryggi á svæðinu. Stefndi telur að s ömu rök eig i að mörgu leyti við um þá málsástæðu stefnanda að engir þröskuldar séu til staðar við innganginn til að varna því að kerrur renni þar í gegn og út á bílaplanið og stólpar sem þar eru hafi of stutt bil sín á milli. Í lögum og stjórnvaldsfyrirm ælum sé í engu mælt fyrir um skyldu verslunareigenda til að setja upp þröskulda eða stólpa við innganga. Þröskuldar við fjölfarna innganga verslana myndu enda auka hættuna til muna á því að gangandi vegfarendur yrðu fyrir slysum. Það fel ist í eðli starfsem i stefnda og sé hluti af kröfum viðskiptavina hans að hægt sé að fara óhindrað með innkaupakerrur frá verslun og að bifreiðum á bílaplani. Hafa verð i í huga að vörur sem keyptar séu í verslun stefnda séu og tíðum þungar. Þröskuldar á þessum leiðum myndu st órauka líkur á því að fólk hrasaði á leið sinni að verslunarhúsnæðinu sem og að viðskiptavinir misstu stjórn á innkaupakerrum við að keyra þær yfir þröskulda. Það sama eigi við ef stólpum yrði raðað upp fyrir framan inng anga með svo litlu millibili að kerr ur kæmust ekki þar í gegn. Með sama hætti sé 5 nauðsynlegt fyrir stefnda, sem og aðra verslunareigendur, að starfsfólk geti auðveldlega sótt kerrur frá bílastæði og fært að aðalinngangi húsnæðisins. Þröskuldar myndu torvelda slíka vinnu og jafnvel auka hættu fyrir bifreiðaeigendur. Stefnda sé ekki kunnugt um að sá háttur sem stefnandi nefnir, þ.e. að þröskuldar séu settir upp við bílastæði, sé til staðar við aðrar sambærilegar verslanir á Íslandi. Í öðru lagi byggi stefnandi á því að stefndi beri ábyrgð á þv í hvar viðskiptavinir skilji innkaupakerrur eftir við verslunina. Stefnda hafi í þeim efnum borið að setja upp hólf á bílaplani fyrir kerrur og tryggja að starfsmenn vakti að kerrur séu ekki lausar í kringum verslun hans. Stefndi telur þennan málatilbúnað stefnanda einkennilegan. Á bílaplani fyrir utan verslun stefnda haf i ávallt verið sérstök hólf fyrir innkaupakerrur viðskiptavina. Þá sinn i að jafnaði fjórir starfsmenn stefnda reglulegu eftirliti með því að lausar kerrur séu ekki skildar eftir á bílaplani eða við inngang verslunarinnar og sé slíkt eftirlit aukið ef veðurskilyrði krefjast þess. Stefndi uppfyllir því þær kröfur sem gera m egi til verslunareigenda um að tryggja eins og unnt sé að athafnasvæði þeirra sé öruggt. Það sé hins vegar ótækt að leggja svo ríkar kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausafjármunir renni af stað. Að sama skapi ber i verslunareigendur ekki ábyrgð á því að hver og einn viðskiptavinur skili i nnkaupakerru inn í anddyri eða í þar til gerð kerruhólf eftir notkun. Þeir viðskiptavinir sem leið eig i fram hjá þekktu verslunarhúsnæði mega því vænta þess að innkaupakerrur séu skildar eftir við innganga eða á bílaplani og geti runnið og valdið tjóni. Þá h afi stefndi komið þeim skilaboðum sérstaklega á framfæri til viðskiptavina sinna að hann beri ekki ábyrgð á tjóni af völdum innkaupakerra með skiltum á bílaplani . Stefndi hafnar einnig þeirri málsástæðu stefnanda að sérstök áhætta sé af notkun innkaupake rra stefnda. Í þriðja lagi byggir stefnandi á því að starfsmað nni stefnda hafi líkast til orðið á mistök við að safna saman kerrum með þeim afleiðingum að tvær kerrur runnu á bifreið stefnanda. Beri stefndi bótaábyrgð á þeirri háttsemi starfsmannsins. Ste fndi hafnar því að starfsmenn hans hafi í umrætt sinn sýnt af sér gáleysislega háttsemi við að safna saman kerrum við verslun stefnda. Af málatilbúnaði stefnanda verð i enda ekki annað ráðið en að stefnandi telji þetta aðeins líklega orsök fyrir því að kerr urnar runnu á bifreið hans án þess að færð séu fyrir því frekari rök. Að mati stefnda liggur ekki annað fyrir en að tjón stefnanda hafi orðið af völdum óhappatilviks, þ.e. að orsakir tjónsins sé ekki að rekja til saknæmrar háttsemi heldur tilviljunar. Séu skilyrði 6 bótaábyrgðar því ekki uppfyllt. Af þeim sökum ber i að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Um lagarök vísa r stefndi til meginreglna skaðabótaréttar, sér í lagi um sönnunarbyrði, orsakatengsl og saknæmismat. Þá vísast til mannvirkjalaga nr. 16 0/2010 og reglugerða settum samkvæmt þeim, s.s. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Málskostnaðarkrafa styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV Forsendur og niðurstöður Byggt er á því af hálfu stefnanda að stefndi beri skaðabó taábyrgð á tjóni hennar sem rekja megi til óforsvaranlegs frágangs við anddyri verslunarinnar, til vanbúnaðar , og til vanrækslu eða mistaka starfsmanna stefnda. Stefnandi ber sönnunarbyrðina fyrir því að um saknæma og ólögmæta athöfn eða athafnaleysi sé að ræða sem er skaðabótaskyld að lögum, fjárhæð tjóns , og að tjón stefnanda sé afleiðing af framangreindu . Um meintan vanbúnað og vanrækslu kemur fram í stefnu að það sé skylda stefnda að koma upp aðstöðu til að skila kerrum utandyra og skyl t sé að starfsmað ur stefnda yfirfari svæðið með reglubundnum hætt i . Í málinu liggur fyrir ljósmynd sem stefndi lagði fram af kerrustæðum við verslun ina sem afmörkuð eru af járngrindum . Fyrir ofan kerrustæðin eru aðvörunarskilt i þar sem fram kemur að stefndi beri enga ábyrg ð á tjóni sem kunni að verða á bifreiðum eða öðrum eigum meðlima. Fyrir dóminn kom verslunarstjóri stefnda og lýsti því hvernig eftirliti með kerrum væri háttað, en meðal annars munu sex starfsmenn stefnda v era í fullu starfi við að safna saman kerrum , og sé eftirlit aukið gefið aðstæður tilefni til. Framangreint hefur ekki verið hrakið af hálfu stefnanda og er því ekki hægt að fallast á að um vanbúnað eða vanrækslu af hálfu stefnda hafi verið að ræða um aðstöðu eða eftirlit með kerrum . Stefnandi vísar til óforsvaranleg s frágang s utandyra við anddyri verslunarinnar því að rúmlega 2° halli eða flá i sé frá aðalinngangi og út á akbraut, og engar hindranir eins og þröskuld ar eða þrengra bil á milli stólpa svo að koma megi í veg fyrir að kerrur renni út á götu. Af lýsingu málsástæðna og málavaxta stefnanda er ekki fullljóst hvort kerran eða kerrurnar sem lentu á bifreið stefnanda hafi fyrst runnið út úr anddyri nu og síðan niður fláann, eða hvort þær hafi verið á nefndum fláa við anddyrið þegar þær runnu af stað. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvernig aðstæðum er háttað inni í anddyri 7 verslunarinnar, svo sem um halla gólfsins , hafi kerrurnar verið þar. Um aðstæður utandyra, hvað varðar nefndan fláa , þröskulda og millibil á milli staura hefur stefnandi hvorki vís að til laga né reglugerða um a ð aðstæður þar séu ólögmætar eða lagt fram gögn sem staðfesta að aðstæður þar séu óforsvaranleg a r . Þá er ósannað að þær aðstæður séu óvenjulegar með einhverjum hætti þannig að sérstök hætt a stafi af þeim sem stefnda hefði bori ð að koma í veg fyrir. Um meinta sök starfsmanns stefnda kemur fram í máli stefnanda að starfsmaður hafi verið að taka saman innkaupakerrur í anddyri og líkast til misst tvær kerrur , og virðist sem honum hafi orðið á mistök. Í skýrslu stefnanda sjálfrar f yrir dómi kom uppi við búðina þar sem stólparnir eru og hafi kerrurnar runnið á milli stólpanna og á bifreiðina. Stefnandi kvaðst ekki vita hvort starfsmaðurinn hafi verið að raða kerrunum en í mi nningunni finni st henni eins og hann hafi rekist í kerrurnar . Á eyðublaði því sem stefnandi fyllti út strax eftir nefndan atburð er gert ráð fyrir því að skráð sé hvort starfsmaður stefnda hafi átt hlut a ð máli. Bar stefnandi að hafa verið í hálfgerð u sjo kki sem skýringu á því að hafa ekki fyllt út viðkomandi upplýsingar , en hafi þó fyllt út aðrar upplýsingar á eyðublaðinu. F all a st m á á það með stefnanda að almennt megi gera strangar kröfur við mat á saknæmi til eigenda eða umráðamanna verslana um öryggi viðskiptavi na . H ins vegar þykir stefnandi, með þeim hætti sem að framan greinir, ekki hafa axlað þ ær kröfur sem gera verður til sönnunar um að tjón stefnanda megi rekja til saknæmrar háttsemi starfsmanns stefnda . Þá er eins og fram er komið ekki hægt að fa llast á að tjón ið verði rakið til vanbúnaðar , vanrækslu eða óforsvaranlegs frágangs við verslun . Með vísan til framangreinds verður stefndi sýknaður af skaðbótakröfu stefnanda í máli þessu. Eftir framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefn anda gert að greiða stefn da málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 5 00.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Bogi Hjálmtýsson kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Costco Wholesale Iceland ehf ., er sýkn af kröfu m stefnanda, Hildar Sigurðardóttur , í máli þessu. Stefn andi greiði stefn da 5 00.000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson